Ragna Freyja
Forsíða
Ofvirknivefur
Ofvirknibók
Kjörþögli
Kærleiksspilið
Umsagnir
Málþing
um
AD/HD í
KHÍ -
3. okt. '03
|
Ofvirkni-vefurinn
* Kjörþögli-vefurinn
Vísun á þessa síðu er:
http://www.gopfrettir.net/open/ofvirkni
Kærleiksspilið |
|
Veikur
í hjartanu
og maganum |
Úr Ofvirknibókinni * júní 2001
Meðal annars:
Efnisyfirlit
*
Ráðabankar *
Ráðabanki fyrir kennara
Notkun - skoðun - hagnýting
skoðaðu
Bækur - rit og myndabækur GÓPfrétta
Umsögn
Guðrúnar Þórðardóttur, sérkennara,
í Glæðum, tímariti Félags íslenskra sérkennara.
Sjá hér fleiri Umsagnir
|
Greinar
Aðstoð
sem hentar
öllum
börnum
|
Hvernig
á ég að hjálpa barninu
mínu?
Gylfi Jón Gylfason,
yfirsálfræðingur á
skólaskrifstofu Reykjanesbæjar:
|
Ofvirkni
liðsinni
sjálfshjálp
lyf
|
Íslendingar heimsmeistarar í uppeldi?
- Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar:
Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að beita
eigi lyfjagjöf við ofvirkni að gefnum ákveðnum skilyrðum, en ef það er
sameiginleg niðurstaða okkar Íslendinga að við viljum draga úr
lyfjanotkun, verðum við að byggja upp þau forvarnar og meðferðarúrræði
sem minnka lyfjanotkun.
(Mbl. 29. maí 2005)
Öll greinin ...
Athugasemd við ummæli þingmanns
- Aðalheiður Kristín Magnúsdóttir, hárgreiðslumeistari og móðir
ofvirks barns:
Ég vil gera athugasemd við ummæli og lélegar afsakanir Ástu Ragnheiðar
Jóhannesdóttur um Rítalín-notkun barna,sem hún birtir á vefsíðu sinni
og nefnt var í Fréttablaðinu fyrir nokkru.
Hún segir að það sé óþarfi fyrir okkur foreldra að taka þau svona nærri
okkur. En málið er einmitt það að þessi ummæli skaða okkur sem höfum
þurft að berjast við kerfið um að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir
ofvirku börnin okkar, og það var því aldeilis vatn á myllu þeirra
fordómafullu einstaklinga sem hafa verið að að núa okkur um nasir að
ofvirknin sé einungis ímyndun og ofdekur.
(Mbl. 14. maí 2005)
Öll greinin ...
Að
gefa lyf að gamni sínu
- Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu
Reykjanesbæjar:
Umræðan um lyfjagjöf við ofvirkni
undanfarna daga hefur því miður ekki alltaf verið málefnaleg. Í kjölfar
upplýsinga um að mikil aukning hafi orðið á notkun ofvirknilyfja hefur
verið alhæft um lyfjagjöf við ofvirkni út frá einstökum dæmum og gefið í
skyn beint og óbeint að verið sé að ofnota lyf við hegðunarörðugleikum.
Einnig er gefið í skyn að foreldrar hafi ekki val um það hvort að börnin
þeirra taka ofvirknilyf eða ekki.
Reynsla undirritaðs er ekki í samræmi við
fullyrðingar um að lyfjagjöfin sé misnotuð eða að verið sé að viðhafa
óvönduð vinnubrögð við greininguna.
(Mbl. 13. maí 2005)
Öll greinin ...
Við
erum ekki að dópa niður börnin okkar
- Anna Arnold, dagmóðir og móðir ofvirks barns:
Ég hafði vonast til, að með aukinni fræðslu og umræðu myndu
fordómar gegn ofvirkum börnum og
fjölskyldum þeirra mæta skilningi út í þjóðfélaginu.
Þegar ég las svo grein í Morgunblaðinu 20.desember 2002
eftir Kristin Jóhannesson sá ég að enn skortir á að
svo sé. Fyrirsögn greinarinnar er: Erum við að dópa niður börnin
okkar? Höfundur heldur því fram að svo sé þegar ofvirk börn eru
annars vegar. (Mbl. 22. janúar 2003) Öll
greinin ...
Rannsóknar
er þörf
- Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir barna- og unglingageðdeildar Landspítala -
háskólasjúkrahúss við Dalbraut og sjálfstætt starfandi barnalæknir:
Af og til skýtur umræða um hegðunarvanda barna upp kollinum í fjölmiðlum, sérstaklega þann sem á fagmáli kallast bæði ofvirkniröskun og athyglisbrestur með ofvirkni eða einfaldlega ofvirkni. Í þeirri umræðu kemur stundum fram ótti við að vandi barnanna skuli greindur, sérstaklega ef niðurstaðan leiðir til lyfjameðferðar.
(Mbl. 14. janúar 2003)
Öll
greinin
...
Ofvirkni (ADHD) og ofþungi (obecity)
- Jules R Altfas
(Behavioral Medical Center for Treatment and Research Portland, Oregon,
USA).
Vefrítið BMC-Psychiatry birti grein sem Jules R Altfas sendi
þangað 20. apríl 2002 um tengsl ofvirkni og ofþunga og áhrifín á meðferð
við ofþunga. Í útdrætti segir að það hafi vakið athygli hvernig ofvirkni
tengdist verulega lakari árangri í meðferð við ofþunga og einnig hvernig
hún tengdist sjúklegum ofþunga. Greinin er á ensku og heimiluð eru
hvers kyns afnot af henni svo fremi getið sé uppruna og vefslóðar. (BMC-Psychiatry
13. sept. 2002)
Öll greinin
...
Skipulagshjálpin
Gunilla
Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur og deildarstjóri
sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar:
Á ráðstefnunni sat ég við hliðina á sænskri stúlku á
tvítugsaldri. Ég var varla sestur þegar Malin kynnti sig og
gaf sig á tal við mig. Hún sagðist vera með ADHD og væri á
ráðstefnunni vegna þess. Ég veitti því athygli að hún var með
á borðinu litla tölvu sem hún kallar Gunillu. (20. apríl 2002)
Öll greinin
...
Út
yfir velsæmismörk
-
Anna Arnold, dagmóðir og móðir ofvirks barns:
Mig langar að koma með hugleiðingu í umræðuna um ritalín. Umræða
hlýtur að vera af hinu góða, gott er að endurskoða mál sem viðkemur
börnum. Þessi umræða sem skapast hefur nú er hinsvegar öll svo
neikvæð. Ég hef verið að lesa bréf í blöðum sem eru skrifuð
af fólki sem jafnvel veit ekkert um hvað málið snýst. Nýlegt
lesendabréf sýndi glögglega fáfræði skrifanda, sem heldur að það
væri ábyggilega hægt að "lækna" þetta með ást og
umhyggju foreldra. (Mbl. 19. apríl 2002) Öll
greinin ...
Sjúkdómsvæðing
Ofvirkni?
-
Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur
á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar:
Ofvirkni er ekki minni háttar hegðunarvandamál, heldur alvarlegur
sjúkdómur sem er nákvæmlega skilgreindur í þeim greiningarkerfum
sem notuð eru. Það er ekki hægt að sjúkdómsvæða ofvirkni, hún
er nú þegar skilgreind sem sjúkdómur.
...
Sérstaklega er varað við því að ýmsir sértrúarsöfnuðir og
einstaklingar sem ekki eru vandir að virðingu sinni hafa tekið þetta
mál upp á arma sína og reynt með lygum, rangfærslum og útúrsnúningi
á rannsóknarniðurstöðum að sá vafa um ritalin og verkan þess.
Það ætti því að gæta að uppruna greina sem lesnar eru um efnið.
(Mbl. 18. apríl 2002) Öll
greinin ...
Ritalin
- blessun eða bölvun?
-
Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur
á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar:
Því miður er ákveðinn hópur ofvirkra barna svo þungt haldinn
af einkennum sínum að nauðsynlegt er að beita lyfjameðferð til
viðbótar við aðra meðferð til að börnin og fjölskyldur þeirra
geti lifað mannsæmandi lífi. Þessum börnum er ritalin blessun,
ekki bölvaldur. Foreldrar ofvirkra barna þurfa því að mynda sér
skoðun á lyfjagjöfinni grundvallaða á upplýsingum sem þau
geta treyst. (Mbl. í febrúar 2001) Öll
greinin ...
|
Athyglis-
brestur |
Ofvirkni,
hvatvísi og athyglisbrestur
-
Gylfi Jón Gylfason,
sálfræðingur á Göngudeild barna og unglingageðdeildarinnar í
Viborg í Danmörku og starfar við ráðgjöf, greiningu, mat og meðferð á ofvirkum
börnum:
Í þessari grein er fjallað um ofvirkni, einkenni, greiningu,
tíðni, skýringar og meðferðarúrræði og áhrif þeirra. Í
lokin tekur greinarhöfundur saman algengustu viðbárurnar í
umræðunni og áróðrinum gegn notkun lyfja, viðbárur sem eiga
það sammerkt að ganga aftur í blaðagreinum án þess að eiga
sér nokkurn faglegan rökstuðning. (Mbl. 9. ágúst 1998) Öll
greinin ...
|
Reynir
|
Kristján M. Magnússon, sálfræðingur, sem rekur ásamt öðrum Reynir
- ráðgjafastofa KMM ehf á Akureyri, hefur leyft okkur að setja
inn tvö frábær skjöl sem þú getur lesið hér á vefnum - og líka
sótt uppsett eintak á Word-formi og prentað út. Hvort um sig er á
einni A4-síðu með góðri uppsetningu. Heppilegt ef þú vilt gefa
fleirum færi á að lesa - og þegar þú vilt koma efninu á framfæri
þar sem þér sýnist að það muni gera gagn.
- Aðlögun
Aðferðir til að hjálpa nemendum með athyglisbrest / ofvirkni
Börn og unglingar með hreyfi-, athygli- og skynjunartruflanir / HAST eiga oft í verulegum erfiðleikum í skóla. Athyglisbrestur, hvatvísi, ofvirkni, skipulagsleysi og aðrir erfiðleikar geta leitt til þess að þessir nemendur eiga í vandræðum með að klára verkefni, þeir gera fljótfærnivillur og hegðun þeirra truflar þá sjálfa og aðra.
Með notkun tiltölulega einfaldra aðferða í bekknum eða með breytingum á kennsluháttum, geta kennarar
lagað kennsluna að styrk og veikleika nemenda með HAST. Litlar breytingar í væntingum eða nálgun kennaranna geta breytt slæmu skólaári í gott ár fyrir þessi börn. Dæmi um aðgerðir sem kennarar geta gripið til, til að aðlaga sig að þörfum nemenda með HAST,
flokkaðar eftir erfiðleikasviðum:
.
- Bænaskráin
Bænaskrá
barna með athyglisbrest
Barn með athyglisbrest þarf mikinn stuðning í kennslustundum og utan þeirra. Á það bandamann? ...
Getur það t.d. sagt
>
Hjálpaðu mér að einbeita
mér ...
|
Sérkennsla
- er hún
ranglátur
óþarfi?
|
Er
sérkennslan ranglæti?
Mbl. í október 1998 * Ragna Freyja Karlsdóttir
Hókus-pókus ..
og sérkennslu-nemendur gufa upp !
Mbl. í ágúst 1998 * Ragna Freyja Karlsdóttir
|
Spurt og
svarað
|
Svarar
|
Bækur
|
- ADHD, Diagnose, klinikk og
behandliing hos voksne eftir Nils Olav Aanonsen.
- ADHD, En handbok for voksne
með ADHD eftir Sverre Hoem (http://www.adhdguiden.no)
- Don't tell a whopper on
Fridays! The children's truth-control book eftir Adolph J. Moser
- Don't feed the monster on
Tuedays! The children's self-esteem book efit Adolph J. Moser
-
Ofvirknibókin eftir
Rögnu Freyju Karlsdóttur. Útgefandi er höfundurinn sem hefur
netfangið RagnaFreyja@gmail.com.
ISBN: 9979-9289-1-3.
- Ráð handa reiðum krökkum -
Reiðistjórnunarbók eftir Dr. Jerry Wilde
-
Skrefi á undan
Forvarnarefni ætlað foreldrum barna í ákveðnum
áhættuhópum. Elín Jóhannsdóttir tók saman. ISBN: 9979-60-683-5.
Útgefandi er Bindindissamtökin IOGT, 2001.
-
Tígurinn taminn
Handbók
fyrir þá sem kenna nemendum með athyglisbrest, Tourette-heilkenni
eða áráttu- og þráhyggjuröskun. ISBN: 9979-9518-1-8. Útgefandi
er Tourette-samtökin á Íslandi, 2002. Skrifstofa þeirra er opin virka
daga kl. 13 til 17 að Hátúni 10b, 9. hæð, 105 Reykjavík. Sími:
551-4890. Netfangið er tourette@tourette.is
og vefur þeirra er http://www.tourette.is
-
Uppeldishandbókin er
þýdd og staðfærð bók bandarísku barnageðlæknasamtakanna.
Útgefandi er Vaka-Helgafell. ISBN: 9979-2148-9-9.
|
Video-
spólur |
|
Liðsinni
*
Félaga-
samtök
og stofnanir
*
Nytsamar
tengingar
*
fengnar
úr
Frétta-
bréfi
ADHD-
samtak-
anna
|
Grunnskólinn
Leikskólinn
Listi yfir liðveitendur
í ýmsum vanda
Nytsamar tengingar
Vefur
ADHD-samtakanna - áður
Foreldrafélags
misþroska barna með yfirgripsmiklu efni , umfjöllunum og vísunum
í aðra vefi undir forsíðu-vísuninni Af netinu
* yfirlitssíða
á doktor.is.
Hér fylgja
nokkrar fleiri vísanir úr Fréttabréfi
ADHD-samtakanna (áður Foreldrafélagsins)
2004:
* Ísland: ADHD-samtökin
* Danmörk: http://www.adhd.dk
* Svíþjóð: http://www.attention-riks.nu og
hjá Socialstyrelsen
* Noregur: http://www.ADHD-foreningen.no og
Kompetansesenter
* Um 'náðargáfuna' LESBLINDU og hjálp við henni ofl..
* Sjónarhóll >>
http://sjonarholl.net og
http://www.serstokborn.is << sami vefur !!
* Systkinasmiðjan
fyrir krakka 8-14 ára með systkini með sérþarfir.
* Námsþjónustan >> http://www.les.is
* http://www.addvance.com
- konur + AD/HD
* http://www.chadd.com
- bandarísku samtökin
- https://www.drugrehab.org/adhd-addiction-connection/ um tengsl ADHD við neyslu vímuefna. Spurning hvað veldur og hvernig er unnt að bregðast við. For children with ADHD that continues into their adult years, there is a risk of developing an addiction as pointed out by research connecting these two issues. Ár/Year 2019.
* http://www.latitudes.org/
* http://www.addiss.co.uk
- bresku samtökin
*
http://www.difficultchild.com/training.htm
*
http://www.pbs.org/wgbh/misunderstoodminds/
* http://www.add.org
* http://www.SariSolden.com
* http://www.chrisdendy.com
* http://www.persona.is
* http://www.OneAddPlace.com
- All Kinds
Of Minds
Þetta er enskur vefur sem skilgreinir sig svona:
All Kinds og Minds provides programs, tools, and a common language for parents, educators, and clinicians to help students with differences in learning achieve sucess in the classroom and in life. Founded in 1995, All Kinds of Minds is a private non-profit Institute, affiliated with the University of North Carolina at Chapel Hill, that offers a powerful system of programs for helping kid succeed.
- SchwabLearning
er enskur vefur sem er til liðsinnis við foreldra að aðstoða börn sín í
ýmiskonar námsvanda.
- ADHD og þjálfun - ADHD and Exercise - á ensku
Cathryn Weaver bendir á rannsóknir á nytsemi þjálfunar til mótvægis ADHD. Hún vísar á þennan vef þar sem er að finna yfirlit um þessar rannsóknir og ítarlegar leiðbeiningar um fjölmörg atriði og gefin eru útfærð ráð í mörgum greinum.
* * *
2016-08-01 Póstur Cathryn Weaver:
Hi Ragna,
I just wanted to email you quickly to say thanks for your webpage, (http://www.gopfrettir.net/open/ofvirkni). My name is Cathryn, and I am helping out with a presentation on ADHD and learning disabilities for my homeschooling group. Your page has some great stuff to learn from. Thanks for the help! :-)
My daughter, Meagan found a great page about ADHD and exercise, http://www.treadmillreviews.net/adhd-and-exercise/ . Can you include this in your list of resources? She has ADHD and will be speaking about it at the presentation, so I thought her sharing her suggestion online would give her some extra motivation. And, I thought it would be a great help for others learning more about ADHD.
If you have any other good resources not posted, feel free to pass them on. Thanks again!
Best, Cathryn Weaver - [CWeaver@bakercountysocial.org].
- https://openforest.net öflugur sjálfshjálparvefur - m.a. ADHD og fjölmargt fleira - líka liðsinni til þeirra sem vilja bæta eigin samskiptatækni og hæfni til að leiðbeina og stjórna.
* * *
2016-09-18 Póstur Michiel Bosman:
I am a psychiatrist, and editor of the evidence-based mental health self-help website Open Forest (https://openforest.net; LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/mbosman).
I was reading some articles on ADHD, because in October our focus will be on ADHD and related topics. That is how I came across one of your pages: Your Blog/Website, http://www.gopfrettir.net/rfk/torg.htm.
Here is an overview of our current ADHD related blog posts: https://openforest.net/ADHD-related-posts/ . We will add at least another 30 articles in October.
If you'd consider adding a link to our overview page, or one of the blog posts, I would greatly appreciate it.
Thank you so much for your consideration and for your awesome website!
Michiel Bosman MD PhD" <mbosman@dokterbosman.nl>
|
Gylfi
Jón
Gylfason |
Gylfi Jón Gylfason er fæddur í
Kópavogi 2. sept. 1961. Stúdent frá FS 1983. Kennari frá KHÍ 1986.
Útskrifaður frá HÍ með sálfræði sem aðalfag 1992. Sálfræðingur
frá háskólanum í Árósum 1997. Kennari við Glerárskóla 1986-88.
Starfsmaður við BUGL 1988- 92. Forstöðumaður sambýlisins við
Holtaveg 1992-94. Starfaði í Danmörku 1994-99 við göngudeild barna-
og unglingageðdeildarinnar í Viborg. Frá 1999 yfirsálfræðingur
Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
(Upplýsingar úr Mbl. 13. maí 2003 - s. 8.) |
Ragna
Freyja |
er fædd árið 1940 á Siglufirði. Hún
tók kennarapróf árið 1960 og var í fyrsta hópi sérkennara sem
Kennaraháskóli íslands útskrifaði 1969, lauk námi frá Statens
Spesiallærerhögskole i Oslo 1970 sem sérkennari barna og unglinga sem
eiga í tilfinningalegum, félagslegum og geðrænum erfiðleikum og hefur
m.a. sérhæft sig í kennslu nemenda með ADHD (= AMO = Athyglisbrestur með
ofvirkni). Hún var forstöðumaður
Sérkennslustöðvar Kópavogs 1972-83 og skólastjóri Dalbrautarskóla
1984-97. Á árunum 1982 - 90 var hún í samnorrænum faghópi um kennslu
barna með einhverfu þar sem m.a. var starfað á árlegum vinnuþingum.
|