| GÓP-fréttir Ofvirknivefur
 Kjörþögli
 Kærleiksspilið
 
 
 
 
  Ragna Freyja
 |   | Umsagnir Ofvirknibókin
 fyrir kennara
 og foreldra
 Bestu kaup >>
		Forgreiðslutilboð 
		kr. 2.990
 >>
		Kreditgreiðsla 
		- kr. 3.490
 >>
		Reikningskaup 
		fyrir stofnun - kr. 3.490
 Net-bókabúð
GÓP-frétta | 
  | Guðrún Þórðar-
 dóttir
 sérkennari:
 | Ofvirkni
  - bók fyrir kennara og foreldra Í Glæðum, tímariti
  Félags íslenskra sérkennara, 2. tbl. 11. árg. 2001, bls. 59 - 60, skrifaði Guðrún Þórðardóttir,
  sérkennari, umsögn um Ofvirknibókina. Umsögnin
  birtist hér í heild með góðfúslegu leyfi Guðrúnar og tímaritsins
  Glæða.
 | 
  | Grétar L. Marinósson
 | Ritfregn um 
Amorsráð Ritfregn Grétars L. Marinóssonar,
      birtist í Netlu - Veftímariti um uppeldi og menntun 
		Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands þann 9. janúar 2002.  
		
		 
		
		Hér finnurðu ritfregnina í Netlu en því miður skila séríslensku 
		bókstafirnir sér ekki kurteislega á skjá ritara og því fylgir textinn 
		hér - læsilegur: >>
Ritfregn um Amorsráð << | 
| GÓP spyr: | Hvernig líkar þér bókin? | 
  | 22.01.03 Anna
 Sigurðardóttir
 | Mig langar að þakka frábæra
  þjónustu varðandi kaupin á þessari bók. Ofvirknibókin er mjög aðgengileg
  og góð aflestrar. Ég fagna þessari bók - hún mun hjálpa mörgum. | 
  | 10.09.02 Berglind
 Ólafsdóttir
 *
 Forgreitt
    á
 höfuðborgar-
 svæðinu
 | Greitt og pantað .: 10.
  september 2002 15:57 Afgreiðsla tilkynnt: 10. september 2002 17:09
 -         -
 Bókin barst mér bara skömmu síðar - amk fyrir kl. 18.00. Sannarlega skjót
  og góð þjónusta.
 Ég var heldur ekkert að hangsa - er búin að lesa bókina - hún stóð
  fyllilega undir þeim væntingum sem ég hafði.
 Með kveðju, Berglind Ólafsdóttir
 | 
  | 25.06.02 Guðríður
 Haraldsdóttir,
 blaðamaður
 á Vikunni
 | Vikan - 24. tbl. 64. árg. 25.
  júní 2002 Bók  Vikunnar: Ofvirknibókin eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur
 Þessi bók er fyrir bæði foreldra og kennara og til þess ætluð að auka
  þekkingu og skilning á heimi ofvirkra barna (barna með AMO). Einnig er afar
  góður viðauki aftast þar sem börn með AMO fá góð ráð. Örsögurnar
  eru frábærar en þær koma beint úr hugarheimi barnanna sjálfra.
 Í einum kaflanum eru t.d. kennd rétt viðbrögð við óæskilegu atferli
  og í öðrum bent á ýmsar atferlismótandi aðgerðir. Ótrúlegt hvað
  þolinmæði, skilningur og hrós geta skilað miklu á meðan skammir og
  refsingar geta jafnvel eyðilagt líf ofvirks barns. Ég mæli hiklaust með þessari bók. Hún er aðgengileg og skrifuð af
  mikilli hlýju í garð ofvirkra barna. Loksins! | 
| 12.12.01 Kristín
 Aðalsteins-
 dóttir
 | 14. október '01 Kæra Ragna Freyja
 Það er mikið gleðiefni að hafa fengið bókina þína "Ofvirkni" í hendur. Til hamingju og takk. Hún verður notuð við kennslu við Háskólann
á Akureyri í kennaradeild. Mikill fengur.
 | 
| 11.12.01 Arndís
 Friðriksdóttir
 | Þetta er dásamleg bók og ættu allir sem vinna með börnum með AMO að lesa hana. Ég hef lesið hana tvisvar og á örugglega eftir að lesa
hana oftar mér til umhugsunar og stuðnings. Takk fyrir frábæra bók. | 
| 15.11.01 Guðríður
 Adda
 Ragnarsdóttir
 | Ég var að kaupa og lesa Ofvirknibókina þína. Mikið er hún yndisleg.
 Sérstaklega vil ég nefna örsögurnar og þetta yfirbragð hlýju og notalegrar kankvísi.
 
 Auk sérfræðiþekkingar þinnar og mannkosta, þá ber efni bókarinnar glögglega vott um langa og farsæla reynslu þína í starfi.
 
 Kærar þakkir fyrir að skrifa bókina og til hamingju með hana. - Hún mun örugglega koma mörgum að gagni.
 | 
| 10.10.01 Hrafnhildur
 Gunnarsdóttir
 | Bókin er eins og himnasending og er við hliðina á biblíunni á náttborðinu. Ég á 2 stráka með amo og fleira og við lesum hana saman. Þeir
segja um bókina:  Hvernig getur einhver vitað nákvæmlega hvernig okkur líður og vitað hvernig er hægt að laga skólann? | 
| 14.09.01 Kristín
 Magnúsdóttir
 | Bókin kom í gærkvöldi og ég byrjaði strax að lesa. Þær síður sem ég er búin með eru frábærar. Þvílík heppni að komast í þessa bók. Hún
opnar mér svo marga nýja möguleika og skilning. Þessa bók á ég eftir að lesa aftur og aftur. Hún verður mér stoð og stytta og hvatning á
erfiðum stundum. Bestu þakkir. | 
| 08.09.01 Ingunn
 Sigurðardóttir
 | Ég kynnti hana á fyrsta kennarafundi og hvatti bæði skólasafnskennarann og aðra til að kaupa hana. Veit að nú þegar hafa nokkur eintök
verið pöntuð, bæði á bókasafn skólans og til einkanota, og er það vel, enda er efni hennar áhugafólki um málefni þessarra barna jafn
kærkomið og vatn er þyrstum manni í eyðimörk. Hún er svo aðgengileg og framsetningin svo jákvæð og hlýleg. | 
| 01.08.01 Fríða
 Gylfadóttir
 | Mér fannst bókin mjög góð, og velkomin því mér hefur ekki fundist mikið um feita bita í íslensku bókarflórunni, um ofvirkni. Bókin er mjög aðgengileg og hjálpaði mikið til að staðfesta hvað maður er að gera rétt og hvað mætti betur fara.
 Ef eitthvað er hefði ég viljað að hún höfðaði meira og beinna til foreldra.
 Annars góð bók og ég mæli með henni, - keypti meira að segja 2 til að gefa ömmunni.
 Kveðja, Fríða.
 | 
| Ný umsögn!? | Umsagnir eru kærkomnar Ef þú vilt gefa bókinni umsögn þá skaltu senda inn útfyllt formið hér fyrir neðan. Athugaðu að þar sem stjarnan (*) er þarf nauðsynlega að svara!!
 | 
| Nafn * og
 netfang *
 | Nafnið mun birtast með umsögninni * Netfangið birtist EKKI með umsögninni - en nauðsynlegt er að það fylgi með svo unnt sé að hafa samband við þig og bera umsögnina undir þig þegar hún er komin inn á síðuna
 * | 
| Umsögn * | Skrifaðu hér umsögnina um bókina. Hún getur verið allt að 1000 bókstafir - þótt þér sýnist boxið lítið! 
* | 
| Senda inn eða
 hreinsa!
 | 
 |