Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Gylfi Jón Gylfason - 02.05.2003:

yfirsálfræðingur 
og deildarstjóri sérfræðiþjónustu 
á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar

Gerum
samning!

Notar þú skriflega samninga 
til að bæta námsárangur eða hegðun hjá barninu þínu?

Með því að semja við barnið þitt getur þú bætt námsárangur þess. Þú getur líka notað samning við barnið þitt til að auka æskilega hegðun barns og draga úr hegðun sem þú vilt ekki að barnið þitt viðhafi. Til dæmis gæti verið góð hugmynd að einhverjum vikum fyrir samræmt próf sé gerður samning við ungling um að undirbúa sig skipulega undir prófin með því að lesa undir próf í ákveðinn tíma á dag.
Samningagerðin er í raun og veru sáraeinföld.

1 
um hvað?
Verum 
róleg!
Við ætlum öll
að græða!
1. Það þarf að skilgreina munnlega í hverju samingurinn er fólginn, þ.e. til hvers er ætlast af barninu, til dæmis að það sinni heimavinnu í klukkutíma á dag og hvað barnið fær í staðinn, til dæmis auka vasapening, þ.e. hverju þú lofar og hverju barnið eða unglingurinn lofar. Þegar rætt er um samninginn er æskilegt að allir aðilar samningins séu rólegir og í góðu skapi. Reiðin er slæmur ráðgjafi og enn þá verri samningamaður. Æskilegt er að báðir foreldrar séu aðilar að samningnum, það eykur líka líkurnar á því að staðið verði við samninginn. 
2 
Vill barnið
semja?
2. Barnið þarf að vera viljugur aðili að samningnum. Samningurinn er gagnslaus ef þú þvingar barnið til að fylgja þinni lausn. Því eldra sem barnið eða unglingurinn er, ættir þú að auka áhersluna á að það leiti leiða með þér til að ná árangursríkum samningi.
3 
Skrifa!
Það verður
að standa
skrifað í
samn-
ingnum!
3. Skrifaðu niður samninginn. þ.e. liður eitt hér að ofan er skrifaður niður. Samningurinn þarf að vera einfaldur og á máli sem barnið skilur. Hálf A-4 blaðsíða er oftast meira en nóg. Samningurinn þarf auðvitað að vera sanngjarn og kröfurnar þannig að barnið ráði við þær. Æskilegt er að samningurinn sé tímasettur. Þ.e. skýrt komi fram hvenær hann tekur gildi og hvenær honum lýkur. Ef barnið á að gera eitthvað á hverjum degi til dæmis læra heima, taka til í herberginu sínu, eða ryksuga stofuna, þarf að koma fram í samningnum hvernig foreldrið metur hvort barnið hafi staðið við það sem það lofaði. Ef um er að ræða hegðun sem gera þarf á hverjum degi, þarf að greina frá því hvernig hin æskilega hegðun er skráð. Æskilegt er einnig að í samningum komi fram hvenær barnið fær hina umsömdu umbun.
4 
Skrifa
undir!
4. Skrifað undir samninginn. Gerðu barninu grein fyrir hvað það þýðir að skrifa undir samning; Að með undirskrift hafi maður lofað að standa við það sem í honum stendur.
5 
Fylgja eftir!
-
Lýsandi
hrós!
5. Meðan á samningnum stendur þarftu að veita hinni jákvæðu hegðun sem ætlunin er að auka sérstaka athygli. Setningar eins og “Ég sé að þú tekur samninginn alvarlega,” “Það stefnir í að þú náir verðlaununum fyrir þessa viku,” styðja við samninginn. Lýsandi hrós á hér að sjálfsögðu einnig vel við, þ.e. að nefna hina æskilegu hegðun og hrósa fyrir hana um leið.

Hjá ungum börnum virkar oft vel að hengja samninginn upp á áberandi stað, til dæmis á ísskápinn. Þegar amma eða afi eða aðrir fjölskylduvinir koma í heimsókn, er hægt að benda á samninginn og til dæmis segja “hann er orðinn svo duglegur að ryksuga og taka til í herberginu sínu eftir að við sömdum við hann” Það styrkir samninginn. Eldri börnum og unglingum þykir stundum vandræðalegt að hafa samninginn í allra augsýn, og þá ætti að sjálfsögðu ekki að hengja upp samninginn, heldur hafa hann í möppu.

6 
Standa við!
6. Það þarf að standa við samninginn. Foreldrarnir líkt og barnið hafa skrifað undir samninginn. Ef þú stendur ekki undanbragðalaust við þinn hluta mun barnið heldur ekki standa við sinn hluta.
með
gleðibros
á vör!
Galdur umbuna rinnar
Mundu að hegðun sem er umbunað fyrir eykst. Ef rétt er að staðið geturðu stórbætt námsárangur eða hegðan hjá barninu þínu með því að semja við það.
>>>>>>>>> Gangi þér vel að semja við barnið þitt. 
* Gylfi Jón Gylfason yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók