Forsíða
Ofvirknivefur
Ofvirknibók

Greiningarviðmið

Leiðbeiningar landlæknis til greiningaraðila
ADHD-7. mars 2012.pdf

Hér fyrir neðan eru viðmið
úr Ofvirknibókinni bls. 22 - 23.

Greining athyglisbrests með ofvirkni byggist á nákvæmri sjúkrasögu en hegðunarmatskvarðar og taugasálfræðileg próf gegna einnig mikilvægu hlutverki. Til þess að teljast einkenni um AMO þurfa þau að koma fram í mun ríkari mæli hjá viðkomandi einstaklingi heldur en hjá flestum öðrum með sambærilegan greindaraldur.

Hér fylgja greiningarviðmiðin DSM-IV (DSM-IV: ADHD Combined Type frá 1994 sem samsvarar AMO - greiningu eftir ICD-10 frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni WHO) frá bandarísku geðlæknasamtökunum APA. Lögð er áhersla á að áreiðanlegar upplýsingar komi fram um að hamlandi einkenni séu til staðar við að minnsta kosti tvennar aðstæður, t.d. bæði heima og í skóla, og einkenni hafi komið fram fyrir 7 ára aldur. 

Athyglis-
brestur
 1. Hugar oft illa að smáatriðum og gerir fljótfærnislegar villur í skólaverkefnum, starfi eða öðrum athöfnum.
 2. Á oft erfitt með að halda athygli vakandi við verkefni eða leiki.
 3. Virðist oft ekki hlusta þegar talað er beint til hans/hennar.
 4. Fylgir oft ekki fyrirmælum til enda og lýkur ekki við skólaverkefni eða skyldustörf á heimili eða vinnustað. (Hegðunin stafar ekki af mótþróa eða skilningsleysi á fyrirmælum.)
 5. Á oft erfitt með að skipuleggja verkefni sín og athafnir.
 6. Líkar oft illa við, forðast eða tregðast við að takast á við verkefni (t.d. heimanám og verkefni í skóla) sem krefjast mikillar beitingar hugans.
 7. Týnir oft hlutum sem hann/hún þarf á að halda til verkefna sinna eða athafna t.d. leikföngum, skólaverkefnum, skriffærum, bókum eða áhöldum.
 8. Truflast oft auðveldlega af utanaðkomandi áreitum.
 9. Er oft gleymin(n) í athöfnum daglegs lífs.
Hreyfi-
ofvirkni
 1. Er oft mikið með hendur og fætur á hreyfingu eða iðar í sæti.
 2. Yfirgefur oft sæti sitt í skólastofu eða við aðrar aðstæður þar sem ætlast er til að hann/hún sitji kyrr.
 3. Hleypur oft um eða prílar óhóflega við aðstæður þar sem slíkt á ekki við.
 4. Á oft erfitt með að vera hljóð(ur) við leik eða tómstundastarf.
 5. Er á fleygiferð eða eins og þeytispjald.
 6. Talar oft óhóflega mikið.
Hvatvísi
 1. Grípur oft fram í með svari áður en spurningu er lokið.
 2. Á oft erfitt með að bíða eftir að röðin komi að honum/henni. 
 3. Grípur oft fram í eða ryðst inn í það sem aðrir eru að gera, t.d. samræður eða leiki. 

Ath!

Nákvæmni er nauðsynleg
S
purningalistar (hegðunarmatskvarðar) sem kennarar og foreldrar eru beðnir að fylla út eru ásamt öðru lagðir til grundvallar greiningunni AMO. Það skiptir því miklu máli að þeir séu réttilega útfylltir af samviskusemi og nákvæmni. 
Til baka >> Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók 

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók