Forsíða
Ofvirknivefur
OfvirknibókÞessi grein
birtist í Mbl.
í október
1998.

Er sérkennslan ranglæti?

Hvað veldur því að réttur nemenda til sérkennslu er ekki lengur lögboðinn? Hvað veldur því að grundvallarbreytingar hafa orðið í grunnskólalögum frá 1995 þannig að þar er útrýmt öllum ákvæðum um sérkennslu?

Heiltæk ? Ný skólastefna: heiltæk ?

Hugmyndafræðina má rekja til skólastefnu sem af fylgjendum sínum er nefnd heiltæk. Í stuttu máli byggir hún á því að það sé réttlátt að líta svo á að allir nemendur séu alltaf jafnir.

Allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum heimaskóla. Allir nemendur eigi rétt á að vera með jafnöldrum sínum í bekkjardeild alla sína skólagöngu. Allir nemendur eigi sama tækifæri til náms, séu samstiga í námi og verði jafnir þátttakendur í bekkjarstarfi þótt þroski, geta og hæfileikar séu mismunandi. Allir nemendur eigi rétt á sömu markvissu kennslunni og félagstengslum inni í bekk.

Allir kennarar tileinki sér sömu viðhorf, sömu vinnubrögð og sömu kennsluaðferðir.

Sérkennsla
- nei, takk!
Sérkennsla - nei, takk!

Talsmenn heiltæku skólastefnunnar gera ekki ráð fyrir sérkennslu og sérkennurum. Þvert á móti: þeir leggjast gegn sérkennslu og segja: sérkennsla er óæskileg fyrir nemendur, kemur sér illa fyrir almenna kennara og - ekki síst: er dýr.

Nemendur: Nemendur: Talsmenn heiltæku skólastefnunnar eru á móti því að nemendur fái sérkennslu. Þeir halda því fram að sérkennslunemendur fái einstaklingsnámskrá sem einungis taki mið af takmörkunum þeirra. Þeir missi af bekkjarkennslu og félagstengsl þeirra rofni. Þeir séu ofverndaðir, verkefni þeirra einfölduð og til þeirra séu gerðar litlar námskröfur. Sérkennslan komi þeim því ekki til góða og geti jafnvel skaðað þá. Þeir séu flokkaðir, greindir eftir fötlunum og stimplaðir. Allt verði þetta til þess að nemendunum finnist þeir öðruvísi en aðrir. Talsmenn þessarar skólastefnu halda því fram að sérkennsla mismuni nemendum - ekki aðeins þeim sem njóti hennar heldur einnig þeim sem ekki fái hana - vegna þess að öllum nemendum mundi ganga betur ef þeir fengju aukna aðstoð.
Kennarar: Kennarar: Talsmenn heiltæku skólastefnunnar halda því fram að vera sérkennara í almennum skólum geri almenna kennara óörugga. Þeir telji sér trú um að þeir geti ekki kennt öllum nemendum í getublönduðum bekkjum og varpi frá sér ábyrgðinni á erfiðustu nemendunum til sérkennaranna. Þetta sé þó ástæðulaust því almennir kennarar búi í raun yfir nægri þekkingu og færni sem þeir nýti ekki til fulls í mjög getublönduðum bekkjum. Almennir kennarar þurfi því aðeins að leggja sig betur fram og verða markvissari. Það sé ekki nemandans sök þótt hann nái ekki tilætluðum árangri heldur sé það vísbending til kennarans um að hann þurfi að endurbæta kennsluna.
Peningar: Peningar: Talsmenn heiltæku skólastefnunnar segja sérkennslu dýra. Fénu sé betur varið beint til skólanna til umbóta og betri skipulagningar sem komi öllum nemendum til góða.
Sérhjálp
er
ranglæti
Sérhjálp er ranglæti

Talsmenn heiltæku skólastefnunnar halda því fram að sérkennsla geti nýst öllum nemendum, jafnt þeim sem best gengur og hinum sem eiga í mestum erfiðleikum. Þess vegna sé það ranglæti að láta aðeins fáa njóta sérkennslunnar.

Allir saman - alltaf Allir saman - alltaf

Nú þegar er verulega lagt á bekkjarkennara og sérgreinakennara í getublönduðum bekkjum - jafnvel þótt sérkennara njóti við. Heiltæk skólastefna segir: burt með sérkennarann og inn með alla nemendur - líka þá sem mestrar sérkennslu þarfnast!

Með þessum hætti mun getubreiddin í nemendahópnum aukast að miklum mun og bekkjarkennarinn þarf að sinna hverjum og einum eftir þeirra þörfum - eins og hann hefur alltaf gert. Sumum gengur mjög vel og þeim þarf hann að finna viðbótarverkefni og styðja þá svo að hæfileikar þeirra nýtist til hins ítrasta - eins og hann hefur alltaf gert. Sumum þarf að að sinna einstaklingsbundið í verulegum mæli - eins og hann hefur alltaf gert. Til viðbótar koma nemendur sem eiga í slíkum erfiðleikum að þeir þurfa manninn með sér meira og minna allan skólatímann til að geta tekið minnstu framförum.

Hvað þarf til? Hvað þarf til?

Allir kennarar verða að skipuleggja kennslu sína á nýjan hátt, undirbúningurinn verður mun tímafrekari og kennslustarfið sjálft enn meir krefjandi.

Óhjákvæmilegt verður að fækka í bekkjardeildum.

Hugsanlegt er að taka upp tveggja kennara kennslu allan skólatímann. Það er til þess að enginn kennari sérmerkist við það að hann kenni sérstökum nemendum - því slíkt kallar sértæka skólastefnan mismunun.

Fyrst og fremst hlýtur þó að þurfa að leggja áherslu á aukna menntun kennara. Inn í hana hlýtur að þurfa að bæta 1 til 2ja ára námi í sérkennslufræðum - eða hvað?

Hvað er næst? Hvað er næst?

Það er ljóst að talsmönnum þessarar heiltæku skólastefnu hefur orðið verulega ágengt í fræðslukerfinu. Sérkennslu hefur verið útrýmt úr grunnskólalögum og starfsheiti sérkennara er ekki að finna í lögunum um starfsheiti frá því í júní á síðasta sumri! Nemendur eiga ekki lengur lögvarinn rétt til sérkennslu!

Viljum við þetta Viljum við þetta?

Hvar tengist þessi heiltæka skólastefna raunveruleika grunnskólakennarans, nemandans og foreldranna? Hvernig lítum við almennt á þá hugmyndafræði sem lætur þann nemanda, sem best gengur í námi og leik, og hinn, sem á í mestum erfiðleikum, sitja við sama borð? Ekki megi aðstoða þann sem lakar gengur því þá sé réttur brotinn á hinum! Er það þetta sem við köllum réttlæti?

Vísað til: Bent er á greinar um heiltæka skólastefnu í
fagtímariti Félags íslenskra sérkennara, Glæðum,
sérstaklega grein Jóhönnu Kristjánsdóttur í 2. tbl. 1994.
Ragna Freyja
Karlsdóttir
Höfundur er sérkennari barna og unglinga sem eiga í tilfinningalegum og geðrænum erfiðleikum

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók