Forsíða
Ofvirknivefur
Ofvirknibók 
Kjörþöglivefur

Ragnheiður Þóra Grímsdóttir, sérkennari: 
Kærleiksspilið
Tileinkað Rögnu Freyju Karlsdóttur

Gögn

Spilagögn: 10 ósoðnar baunir. Í þessu spili heita þær kærleiksbaunir. Milli leikja er gott að geyma þær í sérstöku kærleiksboxi.
Leikur

 

 

 

Leik-
tími

Settu 10 kærleiksbaunir úr kærleiksboxinu í hægri (buxna- eða pils) vasa. Örvhentur setur þær í vinstri vasa.

Færðu eina kærleiksbaun yfir í hinn vasann þegar þú hefur sagt eða gert eitthvað sem gleður ástvin þinn. 

Hentar einnig mjög vel nemendum og öðru samstarfsfólki.

Takmarkið er að geta flutt allar kærleiksbaunirnar yfir í hinn vasann á leiktímanum. Leiktíminn getur verið kennslustund, kennsludagur, starfsdagur - eða sólarhringur. Best er að dreifa glaðningnum yfir leiktímann.  

Margir Ef mörg börn eru á heimili er gott að finna ákveðinn, merktan stað fyrir hvert og eitt barn, t.d. gluggasyllu, og færa baun frá hægri til vinstri fyrir hvert hrós eða knús. Tíu kærleiksbaunir fyrir hvert barn. 
Meistari Meistari spilsins verður þú þegar þú getur glatt ástvin þinn að minnsta kosti 10 sinnum á leiktíma án þess að nota kærleiksbaunir til að minna þig á.
* Góða skemmtun!! - Ragnheiður Þóra Grímsdóttir
Úr 
Ofvirkni-
bókinni
Bls. 54:
- Nauðsynlegt er að sýna áhuga á námi barnsins og finna leið til að hrósa því fyrir vinnuna og hvert minnsta framfaraspor í námi og hegðun - bæði heima og í skólanum. Hafa ber að leiðarljósi að það eru smáu sigrarnir sem byggja upp sjálfsöryggi og sjálfstraust.

Bls. 88:
Að lokum
...
Ýmsar aðferðir hafa verið reyndar til að koma upp eins konar áminningakerfi fyrir kennarann til að minna hann á að nú sé komið að því að hrósa nemandanum.
 ... þriðja aðferðin, og sú besta, er að hafa t.d. tíu baunir í vinstri vasanum og færa yfir í þann hægri hverju sinni sem kennarinn nær að umbuna nemandanum og markmiðið er að koma öllum baununum yfir í jákvæða vasann á tilteknum tíma. 

Til baka >> Forsíða * Ofvirknivefur * Kjörþöglivefur * Ofvirknibók 

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók