Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Gylfi Jón Gylfason - apríl 2002:

yfirsálfræðingur og deildarstjóri sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar

Gunilla Viltu verða betri í að skipuleggja þig?

Dagana 9.-13. apríl var ég á norrænni ráðstefnu um ADHD.

Tölvan
Gunilla
kemur
til
hjálpar
Á ráðstefnunni sat ég við hliðina á sænskri stúlku á tvítugsaldri. Ég var varla sestur þegar “Malin” kynnti sig og gaf sig á tal við mig. Hún sagðist vera með ADHD og væri á ráðstefnunni vegna þess. Ég veitti því athygli að hún var með á borðinu litla tölvu sem hún kallar “Gunillu”.

Á meðan við vorum að koma okkur fyrir í sætunum sagði Malin mér frá því að hún hefði fengið Gunillu ókeypis frá “rehabiliterings”-skrifstofunni (hluti af félagslega kerfinu) og hún notaði hana til að koma skipulagi á þá hluti sem hún á erfitt með að muna í daglegu lífi.

Gunilla er með snertiskjá, er 10 cm breið, 20 cm löng og 1,5 cm há. Gunillu fylgir “penni” sem notaður er til að skrá inn upplýsingar á snertiskjáinn og ferðast á milli einstakra prógramma sem í henni eru. Í Gunillu er m.a. dagbók, tölva, ritvinnsla, símaskrá og teikniforrit. Gunilla hringir eða segir nafn Malin til að minna á það sem þarf að koma í verk á tilteknum tímum.

Malin sagði mér að hún hefði átt Gunillu í tvo mánuði og að hún hefði gerbreytt lífi hennar. Sem dæmi um það sem hún notar Gunillu í má nefna að hún minnir Malin á þegar hún á að taka ritalinið sitt, getnaðarvarnir, fundi sem hún þarf að fara á og ýmislegt annað það sem hún þarf að muna.

Í raun eru engin takmörk fyrir því sem hægt er að nota Gunillu í. Sem dæmi má nefna að hún sagði nafnið Malin 4 mínútum áður en næsti fyrirlestur hófst til að stoppa Malin af svo hún talaði ekki of lengi við mig!

Afar
nytsöm
Ég tel ástæðu til að kynna Gunillu og þá möguleika sem hún býður upp á. Hún ætti svo sannarlega að geta nýst vel sem hjálpartæki fyrir unglinga og fullorðna með ADHD sem vilja koma betra skipulagi á líf sitt frá degi til dags.
Hvar
fæst
hún? 
Ekki veit ég hvar Gunilla fæst hér á landi eða hverrar gerðar hún er, en framan á henni stóð PSION – Serien. Afgreiðslumenn í tölvubúðum ættu að geta verið fólki innan handar sem áhuga hefur á að verða sér úti um svona tæki.
Í apríl 2002
Gylfi Jón Gylfason
Höfundur er yfirsálfræðingur og deildarstjóri sérfræðiþjónustu hjá skólaskrifstofu Reykjanesbæjar
Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók