Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Reynir – ráðgjafastofa KMM ehf.
Tryggvabraut 22, 2h. 600 Akureyri -
Sími: 460 9500 Fax: 460 9501 
Kristján M. Magnússon, sálfræðingur 

Aðlögun

Aðferðir til að hjálpa nemendum með athyglisbrest / ofvirkni
Ath!! - hér geturðu sótt þetta skjal á Word-formi - 
þar sem efninu er haglega komið fyrir á einni A4-síðu
og prentað það út!!
HAST

Með notkun 
tiltölulega 
einfaldra aðferða 
í bekknum eða 
með breytingum 
á kennsluháttum, 
geta kennarar 
lagað kennsluna 
að styrk og 
veikleika nemenda 
með HAST.

Börn og unglingar með hreyfi-, athygli- og skynjunartruflanir / HAST eiga oft í verulegum erfiðleikum í skóla. Athyglisbrestur, hvatvísi, ofvirkni, skipulagsleysi og aðrir erfiðleikar geta leitt til þess að þessir nemendur eiga í vandræðum með að klára verkefni, þeir gera fljótfærnivillur og hegðun þeirra truflar þá sjálfa og aðra. Með notkun tiltölulega einfaldra aðferða í bekknum eða með breytingum á kennsluháttum, geta kennarar aðlagað kennsluna að styrk og veikleika nemenda með HAST. Litlar breytingar í væntingum eða nálgun kennaranna geta breytt slæmu skólaári í gott ár fyrir þessi börn. Dæmi um aðgerðir sem kennarar geta gripið til, til að aðlaga sig að þörfum nemenda með HAST, flokkaðar eftir erfiðleikasviðum

Erfiðleikasvið:

Athyglis-
brestur
Athyglisbrestur
 • látið nem. sitja á rólegu svæði
 • látið nem. sitja hjá góðri fyrirmynd
 • látið nem. sitja hjá “námsfélaga”
 • aukið bil milli borða
 • gefið auka tíma til að ljúka við verkefni
 • styttið verkefni eða vinnulotur til að þær passi við athygliúthald; notið skeiðklukku
 • bútið löng verkefni niður í minni hluta svo nem. sjái fram úr vinnunni
 • hjálpið nem. til að setja sér skammtímamarkmið
 • gefið fyrirmæli um eitt í einu til að koma í veg fyrir rugling
 • krefjist færri réttra lausna en meðaltal árgangsins
 • minnkið heimanámskröfur
 • leiðbeinið nem. um námstækni; notið merki / tákn
 • notið bæði skrifleg og munnleg fyrirmæli samtímis 
 • útvegið nem. aðstoð bekkjarfélagavið að taka niður glósur og fyrirmæli
 • gefið skýr og nákvæm fyrirmæli
 • notið tákn til að halda nem. við verkefni; sérstök merki
Hvatvísi Hvatvísi
 • látið eins og þið sjáið ekki minniháttar frávik í hegðun
 • gefið umbun sem oftast í beinum tengslum við það sem vel er gert
 • notið brottvísun (“time-out”) ef nemandi brýtur hegðunarreglur
 • verið í nánu sambandi við nem. þegar skipt er um verkefni eða vinnulag
 • notið jákvæðar áminningar þegar nem. brýtur hegðunarreglur (þ.e. forðist neikvæðni)
 • ýtið undir jákvæða hegðun með hrósi
 • vekið athygli á jákvæðri hegðun sessunauta
 • gerið samning um hegðun
 • leiðbeinið nem. um sjálfsstjórn, t.d. að rétta upp hendi í stað þess að kalla yfir bekkinn
 • svarið spurningum nemanda einungis þegar hann réttir upp hendi
Hreyfingar Hreyfingar
 • leyfið nem. stundum að standa við vinnu sína
 • gefið færi á “setuhléi” með því að senda nem. í sendiferðir e.a.
 • minnið nem. á að fara yfir aftur ef verkefni eru hroðvirknislega unnin
Skap Skap
 • gefið öryggi og uppörvun
 • hrósið oft góðri hegðun og vinnu
 • talið lágt og án hótunar í röddinni ef nem. er órótt
 • farið aftur yfir leiðbeiningar þegar ný verkefni eru kynnt, til að sjá til þess að nem. nái þeim
 • verið vakandi fyrir tækifærum til að leyfa nem. að prófa forystuhlutverk í bekknum
 • hittið foreldra oft, m.a. til að fylgjast með áhugamálum og árangri nem. utan skólans
 • sendið foreldrum líka línu um jákvæðu atriðin
 • takið tíma til að tala við nem. í einrúmi
 • hvetjið til samskipta við bekkjarfélaga, ef nem. er hlédrægur eða feiminn
 • aukið hvatningu ef nem. sýnir merki um uppgjöf eða þreytu
 • verið vakandi fyrir merkjum um pirring
 • takið eftir aðstæðum sem stressa nem. og gefið hvatningu eða slakið á kröfum til að minnka álag og koma í veg fyrir reiðiköst
 • notið meiri tíma til að tala við nem. sem eru æstir eða reiðast auðveldlega
 • gefið nem. leiðbeiningar um að stjórna reiði, t.d. að ganga burt, aðferðir til að róa sig niður, eða segja fullorðnum frá ef þau verða reið.
Námsfærni Námsfærni
 • ef nem. er lélegur í lestri útvegið auka lestíma, farið yfir textann fyrst, veljið síður með minna lesmáli, minnkið kröfur um lestur, biðjið nem. ekki að lesa upphátt
 • ef tjáning er slök, samþykkið öll munnleg svör án gagnrýni, í stað þess að skila munnlega getur nem. skrifað, hvetjið nem. til frásagnar
 • hvetjið nem. til að segja frá ýmsum hugmyndum og reynslu, veljið efni sem nem. á auðvelt með að segja frá
 • ef skrifleg færni nem er lítil, leyfið skil á verkefnum, án þess að skrifa (sýning, munnl. skýrsla), leyfið segulband, ritvél eða tölvu, minnkið kröfur um skrifleg skil, prófið með fjölvals- eða eyðufyllingarspurningum
 • ef stærðfræðigeta er lítil, leyfið notkun á reiknivél, útvegið auka stærðfræðikennslu, gefið strax til kynna hvort nem. er á réttri leið og leiðbeiningar um réttar uppsetningar og aðferðir
Skipulags-
hæfileikar
Skipulagshæfileikar
 • leitið eftir aðstoð foreldra við að hvetja nem. til skipulegrar hegðunar
 • gefið reglur um hegðun
 • hvetjið nemandann til að nota möppur með skiptiblöðum
 • notið samskiptabók / heimanámsbók
 • leiðbeinið um að nem. skrifi niður heimanám
 • farið reglulega yfir tösku, vinnubók og pennaveski, hvetjið til snyrtimennsku frekar en að refsa fyrir óreiðu
 • gefið ein fyrirmæli í einu
Félagsleg 
samskipti
Félagsleg samskipti
 • hrósið góðri hegðun
 • ýtið undir félagsleg samskipti
 • setjið upp hegðunarmarkmið með nem. og komið upp umbunarkerfi
 • ýtið undir viðeigandi félagslega hegðun með munnlegum fyrirmælum og/eða merkjakerfi
 • notið samvinnunám
 • veitið leiðbeiningar um samvinnu í hópi
 • hrósið nemandanum oft
 • gefið nem. tækifæri til að sýna bekkjarfélögum góðar hliðar
Reynir Reynir – ráðgjafastofa KMM ehf.
Tryggvabraut 22, 2h. 600 Akureyri 
Sími: 460 9500 Fax: 460 9501 
Kristján M. Magnússon, sálfræðingur 

Efst á þessa síðu *Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók