GÓP-fréttir
FKE-vefurinn
Kom inn!
FKE-saga 13. hluti

Skrásett
af GÓP.

 Áriđ 2017 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnađ var áriđ 1980
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru viđ áramót en ekki viđ ađalfundi.
2. des.
2017

264. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndirnar

* á topp *

Grand-fundur

Pétur Bjarnason, formaður félagsins setti fund og stýrði og var spilastjóri. Sigurlín Sveinbjarnardóttir hélt atburðaskrá þar sem segir:

"Formaður félags kennara á eftirlaunum, Pétur Bjarnason, sá um fundarstjórn og stjórn spilamennsku af röggsemi. Alls mættu 75 gestir og spilað var á 9 borðum. Meðan á spilamennskunni stóð rúlluðu fallegar náttúrumyndir á stóru tjaldi fyrir framan gesti. Þar má fyrst nefna myndir frá Íslandi sem Gísli Ólafur Pétursson hefur tekið og dr. Högni Egilsson hefur gert "ljóðrænu" við. Þetta saman myndar bók sem ber titilinn Raddir og er einnig til á Norðurlandamálum og ensku. Einnig voru sýndar myndir Max Schmid frá Argentínu og víðar að.
Keypt höfðu verið vegleg spilaverðlaun, í þetta sinn bók, sem kynnt var á fundinum. Vinningshafar voru tvær konur jafnar; Sigurlaug Einarsdóttir og Hanna Dóra Þórsdóttir og karlaverðlaunin hlaut Sigríður Einarsdóttir.

Þá var kaffihlé með glæsilegum veitingum að vanda.

Þorgrímur Gestsson

kynnti þá bók sína Færeyjar út úr þokunni.

Að lokum söng EKKÓ-kórinn við góðar undirtektir."

Rétt fyrir kaffið náðist þessi mynd af Guðrúnu Láru
Ásgeirsdóttur stjórnarmanni í FKE og söngvara í
EKKÓ-kórnum - með nýútkomið þriðja bindi
bókar sinnar: Á meðan ég man.

Hér sést kórstjórinn Bjartur Logi Guðnason í ræðustóli að kynna lögin.

Eitt þeirra var lag Nönnu Jónsdóttur við ljóðið Aðventa eftir Eirík Stefánsson samkennara hennar, sem hefst þannig: Hátt á himinboga ... .

Þessu hafði ritari snúið öfugt en lagaði eftir ađ til hans kom leiðréttingarvísa Nönnu:

Satt er best að segja frá
sem ég ljóð oft líka
ljóðið ekki en lagið á 
ljúft er ţví að flíka.

Nanna var á staðnum. Með henni voru tveir barnasynir hennar sem langaði að hlýða á þegar kór væri að syngja lagið hennar ömmu. Hér eru þau saman. Drengirnir eru Gísli Erik Jónsson, 9 ára, og Benedikt Freyr Þorvaldsson 'eiginlega 11 ára'.

4. nóv.
2017

263. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndirnar

* á topp *

Grand-fundur


Um 45 félagar komu á fundinn. Formaðurinn, Pétur Bjarnason, kom til fundar og lagði línur en þurfti svo strax að styðja við annan viðburð annars staðar. Kristján Sigfússon tók að sér að stýra fundinum og annast spilastjórn.


Með verðlaunin eru spilakóngur Skarphéðinn Guðmundsson og spiladrottning Þóra Alberta Guðmundsdóttir - milli þeirra Sigurlínar Sveinbjarnardóttur, ritara félagsins - sem afhenti verðlaunin, og Kristjáns Sigfússonar, gjaldkera - sem einnig var spilastjóri. Heiðursheitin eru hans.

Eftir verðlaunaveitinguna og meðan gestir sátu undir borðum sagði Emil Ragnar Hjartarson staðreyndastudd ævintýri úr starfi sínu við vegagerð um hans vestfirsku heimahaga - nær og fjær - á yngri árum.

30. sept.
2017

262. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndir
nar

* á topp *

Grand-fundur

Pétur Bjarnason, formaður félagsins, ávarpaði fundarmenn í upphafi fundar og sagði af nýrri stjórn og framvindu mála á sumrinu, gangsetti svo spilið og stjórnaði því.

Spilaverðlaunin hlutu þær Margrét Schram og Guðrún Lára Ásgeirsdóttir sem hér eru milli Péturs formanns og Sigurlínar Sveinbjarnardóttur sem afhenti verðlaunin.

Meðan fundarmenn nutu veitinga lýstu þeir Kristján Sigfússon og Pétur Bjarnason ferðum sumarsins með frásögnum og myndum. Kristján lýsti dagsferðinni um Reykjanesið og Pétur lengri ferðinni til Norðurlands þar sem hafður var dvalarstaður/svefnstaður á Siglufirði.

Þessi mynd er úr safni Kristjáns úr dagsferðinni um Reykjanesið.

5. maí
2017

261. skf.
og
aðalfundur

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndir
nar

* á topp *

Grand-fundur og aðalfundur

Að þessu sinni sátum við sjálfan MIÐGARÐ hótelsins og við þennan glæsilega skreytta glugga þar sem meðar annars er að finna mögnuð erindi úr Völuspá - eins og þú sérð á myndasafni fundarins.

Spilakeppnin fór svo að þeir Stefán Ólafur og Emil Ragnar urðu jafnhæstir karla og drógu um verðlaunagripi

og eru hér nú öll komin: Þórunn Alberta Guðmundsdóttir fráfarandi formaður og spilastjóri, Emil Ragnar, fyrrum formaður og núverandi fundarstjóri aðalfundar, Þóra Kristinsdóttir hæst kvenna, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir sem afhenti verðlaunin og Stefán Ólafur Jónsson.

Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður félagsins, flutti skýrslu stjórnar og Kristján Sigfússon, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningunum og var allt samþykkt samhljóða við eftirleitan fundarstjóra. Þá var gengið til kosninga um formann en þar sem Þóra Alberta hafði lokið stjórnarsetu í 6 ár gekk hún úr stjórn. Í hennar stað var til formanns kjörin Pétur Bjarnason sem áður var ritari. Aðrir höfðu ekki lokið sex ára setum og gáfu öll kost á sér til áframsetu við fögnuð fundarmanna en þá var laust eitt sæti í varastjórn og hlaut Sigurlín Sveinbjarnardóttir glæsikosningu í það embætti.

Á myndinni er ný stjórn FKE: Guðmundur Björn Kristmundsson, Kristján Sigfússon, Pétur Bjarnason, formaður, Þóra Alberta Guðmundsdóttir fráfarandi formaður, Guðrún L. Ásgeirsdóttir, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir og Sigurlín Sveinbjarnardóttir nýkjörin varamaður.

Á myndina vantar hinn varamann stjórnarinnar, Halldór Þórðarson. Sjá nánar hér í stjórnatali .

1. apríl
2017

260. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndir
nar

* á topp *

Grand-fundur  30 saman 1. apríl 2017

Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður félagsins, setti fundinn


Guðmundur Björn Kristmundsson

og gaf orðið Guðmundi Birni, stjórnarmanni FKE,
sem flutti okkur fróðlega frásögn og sýndi myndir
úr ferð sinni til Indlands fyrir skemmstu.

Eftir kærar þakkir fyrir innlegg Guðmundar
setti spilastjórinn spilið í gang.

Hér má sjá þær beita tæknilausnum samtímans
Guðlaug I. Guðmundsdóttir og Þóra Alberta Guðmundsdóttir
- undir glöggu eftirliti Kristjáns Sigfússonar, gjaldkera félagsins.

Hér er svo komið að eftirliti Guðrúnar Láru Ásgeirs-
dóttur, stjórnarmanns, og spilastjórans með niðurstöðunum -

áður en Pétur Bjarnason afhenti spilaverðlaunin þeim
Tómasi B. Böðvarssyni og Huldu Jóhannesdóttur
- sem öll eru hér ásamt spilastjóranum,
Þóru Albertu Guðmundsdóttur, formanni félagsins.

4. mars
2017

259. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndir
nar

80 gestir

* á topp *

Árs-hátíðarfundur á Grand

Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður félagsins,
setti fund og bauð til fjölbreyttrar matarveislu af hlaðborðum.

Undir borðum skemmtu þær okkur,
Vigdís Hafliðadóttir og Ásta Aðalsteinsdóttir
með tónum og tali.

Þá upp reis EKKÓ-kórinn og gerði okkur gleði.

Bjartur Logi Guðnason, stjórnandi kórsins, í ræðustóli
að kynna lög. Kórinn hefur komið sér fyrir

og hér er allt komið í gang!

Á eftir leiðbeindi Pétur Bjarnason okkur um
völundarhús hamingjunnar.

_ Og - eftir lokasönginn jarðtengdi Emil Ragnar
Hjartarson hamingjusettið.

Sjá einnig á myndasíðunni.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

1. feb.
2017

*

258. skf.

Músaðu
hér

til að sjá
allar
myndirnar

* á topp *

 

Grand-fundur  70 saman 3. desember 2016


Spilameistarar fundarins, Kristín G. Ísfeld og Margrét Hannesdóttir og Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður sem deildi út verðlaununum.

Meðan við sátum að okkar venjulegu meðlætisveislu flutti Anna Björg Jónsdóttir okkur hugvekju og eiginlega pistilinn um verndun beina okkar - með leiðbeiningum og glærum. Anna Björg er læknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum og ennfremur formaður félagsins Beinvernd.

Vefur félagsins er á Beinvernd.is og það er einnig að finna á
www.Facebook.com/beinvernd.

Í fundarlok eru þær hér
Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður FKE,
og Anna Björg Jónsdóttir læknir.

* á topp *

7. janúar
2017

257. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndir

Kristjáns
Sigfússonar

af fundinum.

Grand-fundur Myndir: Kristján Sigfússon


Vinningshafarnir með verðlaunin, þær Bára Brynjólfsdóttir og nýliðinn okkar, Ísfeld, - ásamt stjórnarmönnunum Pétri Bjarnasyni, Guðrúnu Ólafíu Samúelsdóttur og Þóru Albertu Guðmundsdóttur, formanns félagsins.

Ræðumaður fundarins var Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, sagnfræðingur, sem setti fram þá kenningu að nunnurnar í Kirkjubæjarklaustri hefðu sennilega samið Njálu.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta