GÓP-fréttir
FKE-vefurinn
Kom inn!
FKE-saga 13. hluti

Skrásett
af GÓP.

 Áriđ 2017 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnađ var áriđ 1980
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru viđ áramót en ekki viđ ađalfundi.
4. mars
2017

259. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndir
nar

80 gestir

* á topp *

Árs-hátíðarfundur á Grand

Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður félagsins,
setti fund og bauð til fjölbreyttrar matarveislu af hlaðborði.

Undir borðum skemmtu þær okkur,
Vigdís Hafliðadóttir og Ásta Aðalsteinsdóttir
með tónum og tali.

Þá upp reis EKKÓ-kórinn og gerði okkur gleði.

Bjartur Logi Guðnason, stjórnandi kórsins, í ræðustóli
að kynna lög. Kórinn hefur komið sér fyrir

og hér er allt komið í gang!

Á eftir leiðbeindi Pétur Bjarnason okkur um
völundarhús hamingjunnar.

_ Og - eftir lokasönginn jarðtengdi Emil Ragnar
Hjartarson hamingjusettið.

Sjá einnig á myndasíðunni.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

1. feb.
2017

*

258. skf.

Músaðu
hér

til að sjá
allar
myndirnar

* á topp *

 

Grand-fundur  70 saman 3. desember 2016


Spilameistarar fundarins, Kristín G. Ísfeld og Margrét Hannesdóttir og Guðrún Lára Ásgeirsdóttir, stjórnarmaður sem deildi út verðlaununum.

Meðan við sátum að okkar venjulegu meðlætisveislu flutti Anna Björg Jónsdóttir okkur hugvekju og eiginlega pistilinn um verndun beina okkar - með leiðbeiningum og glærum. Anna Björg er læknir og sérfræðingur í öldrunarlækningum og ennfremur formaður félagsins Beinvernd.

Vefur félagsins er á Beinvernd.is og það er einnig að finna á
www.Facebook.com/beinvernd.

Í fundarlok eru þær hér
Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður FKE,
og Anna Björg Jónsdóttir læknir.

* á topp *

7. janúar
2017

257. skf.

Músaðu
hér
til að
sjá allar
myndir

Kristjáns
Sigfússonar

af fundinum.

Grand-fundur Myndir: Kristján Sigfússon


Vinningshafarnir með verðlaunin, þær Bára Brynjólfsdóttir og nýliðinn okkar, Ísfeld, - ásamt stjórnarmönnunum Pétri Bjarnasyni, Guðrúnu Ólafíu Samúelsdóttur og Þóru Albertu Guðmundsdóttur, formanns félagsins.

Ræðumaður fundarins var Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, sagnfræðingur, sem setti fram þá kenningu að nunnurnar í Kirkjubæjarklaustri hefðu sennilega samið Njálu.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta