GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

Skrásett
af GÓP.

 Árið 2015 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnað var árið 1980
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
248. skf.
5. des.
2015

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

 

Jólafundur á Grand

 

Þóra Alberta Guðmundsdóttir,
formaður félagsins,
setti fund og stýrði
og var spilastjóri.

 

 

 

 

 

 

 

 

Að venju voru sýmdar myndir úr starfi félagsins

og spilin gefin

og handagangur í spilaöskjunni.

Að spilunum loknum las Guðrún L. Ásgeirsdóttir,
úr nýútkominni bók sinni "Meðan ég man".

Bjartur Logi Guðnason, EKKÓ-kórstjóri, kynnti

ný og eldri lög, sum voru rakin til kennara
og þar á meðal til samstarfsmanna viðstaddra.

Eftir kórsönginn

sneru allir sér að veislukostinu
og síðan voru veitt spilaverðlaunin.

Frá vinstri: Þóra Alberta, formaður FKE og spilastjóri, Gréta F. Kaldalóns sem var efst rauðra spilara, Valborg Baldursdóttir sem var efst blárra spilara, og stjórnarmaðurinn Guðrún L. Ásgeirsdóttir, sem veitti verðlaunin.

Í verðlaun var einmitt bókin "Á meðan ég man" eftir Guðrúnu L. Ásgeirsdóttur.

247. skf.
7. nóv.
2015

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

 

 

Grand-fundur

Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður félagsins, setti fund og stýrði og var spilastjóri.

Að þessu sinni höfðu þrír karlar sömu efstu slagasummu. Það voru þeir Egill Sigurðsson, Stefán Ólafur Jónsson og Þorvaldur Óskarsson. Þeir drógu um aðalverðlaun sem Egill hlaut á laufa tíu þegar hinir drógu spaðaþrist og laufaþrist. Þeir fengu aukaverðlaun. Hér má sjá þá ásamt Sólveigu Jóhannsdóttur sem var hæst kvenna. Lengst til vinstri er Þóra Alberta en til hægri Pétur Bjarnason sem stýrði happdrættinum.

Veislukosturinn var sóttur en síðan las Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur upp úr nýju bókinni sinni, Hrólfs sögu.

Síðan opinberaði Pétur jarnason fyrir okkur þróunarsögu harmonikkunnar og innreið hennar í tónlistarlíf Íslendinga næstliðna öld og 30 árum meir.

Hann brá upp sögulegum tækjum

og lét í þeim heyra -

og í lokin sungu menn Í Hlíðarendakoti við hans hans snjalla undirleik á nútíma tæki.

Hér er Pétur með sýnisgripunum.

246. skf.
2. okt.
2015

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

 

 

Grand-fundur Þóra, formaður FKE

Formaður, Þóra Alberta Guðmundsdóttir, stjórnaði fundinum og var spilastjóri.
Verðlaunin afhenti Guðrún Ólafía Samúelsdóttir.


Guðrún Ólafía - í miðið - hefur afhent spilaverðlaunin

þeim Huldu Jóhannesdóttur og Dómhildi Sigurðardóttur.

Að loknum spilum og meðan setið var við kaffið og lúxus-meðlætið
stigu fram þeir


Haukur

Haukur kynnti okkur leiklistarstörf aldraðir
og bað viðstadda að íhuga hvort þeir gætu hugsað sér að taka þátt.


Jón Hjálmarsson

kynnti nýútkomna bók sína um drauga landsins


og Kristján Sigfússon

greindi frá atburðum sumarsins
þar sem FKE tók á móti norrænum gestum í hið árlega
sumarmót sem að þessu sinni var haldið hér á landi svo
og sagði hann frá sumarferðunum,
önnur eins dags en hin fjögurra daga..

1.-4. sept
2015

 

 

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar

 

Fjórir dagar á Austurlandi


1.-4. september 2015 - Flogið til Egilstaða kl 7:30

Myndir Kristjáns Sigfússonar.
Músaðu á myndina til að sjá þær allar.
Ef þú þarft lykilorð er það >> kristjansigfusson 

16. júlí
2015

 

 

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar

Dagsferð í Fljótshlíð
Myndir Skúla Jóns Sigurðarsonar,
Sigurbjarna Guðnasonar og Huldu G. Friðriksdóttur


16. júlí - Dagsferð í Fljótshlíð

Myndir Skúla Jóns Sigurðarsonar,
Sigurbjarna Guðnasonar og Huldu G. Friðriksdóttur

16. júlí
2015

 

 

Músaðu
á
myndina
til að
sjá þær
allar

Dagsferð í Fljótshlíð
Myndir Kristjáns Sigfússonar


Við Þorsteinslund hjá Hlíðarendakoti

Músaðu á myndina til að sjá þær allar.
Ef þú þarft lykilorð er það >> kristjansigfusson

245. skf.
2. maí
2015

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

 

 

Grand-fundur - Aðalfundur FKE 2015

Formaður, Þóra Alberta Guðmundsdóttir,
stjórnaði fundinum og var spilastjóri.


Þóra Alberta og Guðrún Ólafía, meðstjórnandi,
afhenda verðlaunin spilameisturunum -
þeim Þóru Kristinsdóttur og Guðjóni Stefánssyni.

*   *   *

Aðalfundur FKE 2015

Eftir kaffið var Emil Ragnar Hjartarson kosinn fundarstjóri aðalfundarins.

Þar flutti Þóra Alberta skýrslu stjórnar um síðasta starfsár og Kristján Sigfússon gerði grein fyrir reikningum félagsins. Síðan var stjórnin öll endurkjörin og henni kært þakkað fyrir góð störf.

Emil Ragnar fundarstjóri og viðstaddir stjórnarmenn:
Þóra Alberta, formaður, Guðrún Ólafía, Þóra Unnur,
Kristján Sigfússon og Guðrún L. Ásgeirsdóttir.

Sjá nánar í stjórnatali.

244. skf.
6. mars
2015

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

 

 

Grand-fundur

Formaður, Þóra Alberta Guðmundsdóttir,
stjórnaði fundinum og var spilastjóri.


Guðrún Ásgeirsdóttir verðlaunaði spilameistana -
þau
Margréti Barðadóttur og Hermann Guðmundsson,
á Grand-fundi 28. mars 2015.

Eftir veislukaffið komu fulltrúar Bókmenntaklúbbsins
og juku á ánægju okkar


Þóra Alberta, Valborg Elísabet, Ingibjörg og Ragnheiður.

Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður FKE, þakkaði
fulltrúum Bókmenntaklúbbsins með blómum.
Það voru þær Valborg Elísabet Baldvinsdóttir,
Ingibjörg Júlíusdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir.

243. skf.
6. mars
2015

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

 

Árshátíð á Grand - Myndasaga !!


Þóra Alberta Guðmundsdóttir, formaður félagsins, setti hátíðina, bauð fólk velkomið


og setti sem veislustjóra Pétur Bjarnason sem einnig er í stjórn FKE. 

Pétur gerði okkur kátar stundir og kallaði fram marga gleðigjafa.


Nefndir verða Emil Ragnar Hjartarson, 

 


Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson sem fluttu söng og gamanmál,


EKKÓ-kórinn söng

 
undir stjórn Jóns Bjarnasonar,


Skarphéðinn Guðmundsson hafði uppi vísnamál


sem og þessi heiðurskona - (segðu mér hvað þú heitir!!).

Úr hatti voru höppin dregin og formaðurinn veitti.


Þar hlaut Guðfinna Inga Guðmundsdóttir
boð fyrir tvo á árshátíð félagsins 1916


og Þórunn Lárusdóttir tveggja þátttöku í félagsferð komandi sumars.

Að lokum var dansað - og dansað.

242. skf.
7. feb.
2015
 

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndir
Kristjáns
Sigfússonar
af
fundinum.

 
Grand-fundur - Myndir: Kristján Sigfússon


Þóra Alberta Guðmundsdóttir og Guðrún Ólafía
Samúelsdóttir afhentu spilaverðlaunin meisturum fundarins
- þeim Pálínu Jónsdóttur og Guðjóni Stefánssyni.

Eftir kaffið flutti Guðmundur Ólafsson, leikari,
efni eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.

241. skf.
10. jan.
2015
 

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndir
Kristjáns
Sigfússonar
af
fundinum.

 

Grand-Nýársfundur - Myndir: Kristján Sigfússon


Pétur Bjarnason og Þóra Alberta Guðmundsdóttir afhentu
spilaverðlaunin þeim Steini Sveinssyni og Jónu Sveinsdóttur.

Eftir kaffið var fjallað um 37. mót norrænna eftirlaunakennara í Þrándheimi sumarið 2014.

Kristján Sigfússon er í stjórn FKE.
Hann tók myndir á fundinum og segir:

Takk fyrir síðast, þið sem mættuð.
Hinir: Næsta skemmtun verður 7. febrúar á Grand-hóteli.
Komið og takið með ykkur gesti !!
Kaffiveislugjaldið er aðeins 1500 kr.-  SEM ER HÁLFVIRÐI.

Myndir Kristjáns af fundinum sérðu >> hér !!

 Ef þú þarft lykilorð þá er það >> kristjansigfusson

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta