GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

Skrásett
af GÓP.

 Árið 2013 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnað var árið 1980
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
232. skf.
7. des
2013

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

80
á
jólafundi

 

Grand-fundur

Fundinn setti og honum stjórnaði Emil Ragnar Hjartarson,
formaður félagsins. Fyrst voru að venju spiluð 12 spil.


Ásdís Gunnarsdóttir hefur hér afhent verðlaunin
spilameisturunum Nönnu Jónsdóttur og Stefáni Ólafi Jónssyni.

Edda Andrésdóttir, rithöfundur og sjónvarpsmaður gerði
okkur góða gleði er hún las upp úr nýrri bók sinni.

Á eftir tók EKKÓ-kórinn til söngs og flutti okkur

heila dagskrá þar sem meðal annars voru sungin lög
við texta eftir Hinrik Bjarnason, stjórnarmann í félaginu,
og ennfremur leiddi kórinn almennan söng fundarmanna.

231. skf.
2. nóv
2013

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

50
á
fundi

Grand-fundur

Emil Ragnar Hjartarson, formaður félagsins, stýrði fundi og spilum
þar sem margir fengu marga slagi og þau

Sigurður Kristinsson og Valborg Helgadóttir þó allra flesta.
Þóra Alberta Guðmundsdóttir afhenti þeim þessa
glæsilegu vinninga - sem sannarlega sigu í.

Undir borðum lýsti Reynir Traustason ævintýralegri för sinni út úr hringekju heilsuvandræða, um styttri og svo æ lengri leiðir - og að lokum hreif hann okkur með sér allt upp á topp Mont Blanc - þess fjalls sem hremmt hefur líf flestra fjallgöngumanna.  

230. skf.
5. okt
2013

Óvenju
fjölsóttur
fyrsti
fundur
vetrarins

 

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar


 

Grand-fundur

55 félagar sóttu fyrsta fund vetrarins. Emil Hjartarson, formaður félagsins setti fundinn og lyfti mönnum til söngs og sagði frá viðburðum sumarsins, ferðunum og mætingu á norræna félagamótið. Þar kemur röðin að Íslandi árið 2015 og ákveðið hefur verið að halda það með aðsetri á Selfossi.

Hann sagði einnig frá því að frá og með næsta félagsblaði, FKE-fréttunum sem dreift hefur verið með fótpósti, verður þeim dreift í netpósti til allra þeirra félagsmanna sem hafa netföng. Ástæðan er bæði félaginu til mikils sparnaðar í póstburðargjöldum en ekki síður að þar með berast erindi félagsins hratt og umsvifalaust til þess mikla fjölda sem notar netpóst.


Kristín Ísfeld afhenti verðlaunin þeim Hermanni Guðmundssyni og Þóru Kristinsdóttur

Eftir veislukaffið og verðæaunaafhendingu las formaðurinn gamla verðlaunaritgerð manns sem stundaði kennslu og skólastjórn alla starfsævi og í ritgerðinni sagði af ýmsum markandi atburðum frá sínu sautjánda aldursári, árinu sem hann fyrst var ráðinn til kennslu. Hann var faðir Emils.

Menn spjölluðu síðan saman yfir kaffi og kosti en félagið hafði salinn að venju til kl. 16:30.

31. suf
9.-11. ág.
2013
31. sumarferð FKE 9.-11. ágúst 2013

9. - 11. ágúst 2013 >> Þriggja daga ferð um Dali og Strandir

Músaðu á myndina!
Þá kemstu
inn á
mynda-
vef
Kristjáns
Sigfús-
sonar

!!

Myndir Kristjáns Sigfússonar

Músaðu á myndina til sjá þær allar á myndavef Kristjáns


Hópurinn á heimleið við kirkjuna í Skarði
Mynd: Kr.Sigf.

Laugardag ekið vestur í Dali. Komið við á Eiríksstöðum í Haukadal. Ekið um Hlíðina fríðu út á Reykjanes að Reykhólum og út á Stað. Á Reykhólum er verksmiðja sem framleiðir ýmislegt úr sjávargróðri, þar er hlunnindasýning og bátasafn. Þetta verður skoðað eftir föngum áður en haldið verður í náttstað í Bjarkarlundi og á Reykhólum.

Sunnudag farið um Þröskulda (Gautsdal og Arnkötludal) og Hólmavík og sem leið liggur í Norðurfjörð, um Bala, Kaldbaksvík, Djúpavík og Gjögur. Kaffiveitingar í Norðurfirði og svo ekið aftur í náttstað í Bjarkarlundi og á Reykhóla. 

Sunnudag haldið heim til Reykjavíkur um Skarðsströnd, fyrir Klofning og inn Fellsströnd.  

30. suf
10. júlí
2013
30. sumarferð FKE 10. júlí 2013

10. júlí 2013 >> umhverfis Tindfjöll

Ekið um Suðurland austur að Keldum á Rangárvöllum. Þaðan farin Syðri Fjallabaksleið (F210). Hjá Laufafelli er farið á vaði yfir Markarfljót. Leiðin liggur hjá Álftavatni, um Hvanngil og Emstrur, hjá Einhyrningi á Markarfljótsaura og vestur Fljótshlíð á Hvolsvöll þar sem snæddur verður kvöldverður.

229. skf.
4. maí
2013

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar 

 

Stjórnir
félagsins
- sjá
stjórnatal

frá
upphafi

Fræðslu- og skemmtifundur - og aðalfundur
á Grand Hóteli við Sigtún 38
 

Emil Hjartarson, formaður félagsins, setti fund og stjórnaði inngangssöng og síðan spilum.


Jóna Sveinsdóttir og Elín Bjarnadóttir með spilaverðlaunin
og Kristín Ísfeld sem afhenti þau.
 

Eftir hátíðakaffið hófst aðalfundurinn.  Formaður setti hann
og fundurinn samþykkti tillögu hans um að
Hermann Guðmundsson tæki að sér fundarstjórn.


Hermann Guðmundsson að taka að sér fundarstjórn.

Við borðið sitja Emil Ragnar Hjartarson, Hinrik Bjarnason, Kristín Ísfeld, Ásdís Gunnarsdóttir og Þóra Alberta Guðmundsdóttir.

Formaður flutti skýrslu stjórnar um viðfangsefni starfsársins og Kristín Ísfekd, gjaldkeri, gerði grein fyrir reikningunum sem lágu frammi staðfestir án athugasemda af skoðunarmönnum.

Kosin var stjórn. Allir stjórnarmenn gáfu kost á sér til endurkjörs. Þeir voru innan tímaramma laganna um stjórnarsetur og voru allir endurkjörnir.


Ásdís Gunnarsdóttir, Hinrik Bjarnason, Kristín Ísfeld Emil,
Ragnar Hjartarson, formaður, og Þóra Alberta Guðmundsdóttir.

Þóra Kristinsdóttir og Pétur Bjarnason voru annars staðar.

228. skf.
6. apr.
2013

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38

45 félagar á aprílfundi.

Emil Hjartarson, formaður félagsins, setti og stjórnaði fundinum og stýrði félagsvistinni.


Kristín Ísfeld afhenti Jónu Sveinsdóttur og Þorvaldi Óskarssyni spilaverðlaunin.


Ragnheiður Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurgeirsdóttir


og Valborg E. Baldvinsdóttir lásu úr Ósjálfrátt eftir Auði Jónsóttur

Eftir kaffið kom Bókmenntaklúbburinn til skjalanna og flutti okkur valda kafla úr bók Auðar Jónsdóttur: Ósjálfrátt

227. skf.
8. mars 2013
Árshátíðin var haldin á Grand Hóteli við góðan fögnuð viðstaddra -
að þessu sinni eru ekki myndir frá þeim gleðifundi. 
226. skf.
2. feb.
2013

Músaðu
hér
til að sjá
allar
myndirnar
 

Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38

50 félagar á febrúarfundi.
Fundinum stýrði formaður félagsins, Emil Ragnar Hjartarson. 


Kristín Ísfeld afhenti spilaverðlaunin þeim
Stefáni Ólafi Jónssyni og Karen Vilhjálmsdóttur


Þórir Sigurbjörnsson

Eftir kaffið flutti Þórir Sigurbjörnsson fróðleik um hellana í Hallmundarhrauni og myndir.

Formaður sleit þá fundi en bauð fundarmönnum að sitja
áfram að kræsingunum og spjalli.

 225. skf.
5. jan.
2013
Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 38

55 voru á fyrsta fundi ársins.


Spilaverðlaunin hlutu Elín Bjarnadóttir og Aðalfríður Pálsdóttir

Fundinum stýrði Emil Ragnar Hjartarson, formaður félagsins

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta