GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árin 1997- 1999 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980
Efnisatriði eru tekin eftir fundargerðarbókum FKE.
Sumt er orðrétt en annað meira og minna klippt til, stytt og endursagt af GÓP.
>> Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
1997 Hér heldur sagan áfram frá aðalfundi áramótum 1996-7:
163. stjf.
14. jan.
1997
Starfsáætlun seinni hluta vetrarins. Skemmtifundir ákveðnir 1. feb., árshátíð 1. mars, 5. apr., aðalfundur 3. maí.
Ákveðið að halda áfram með tafl-, les- og sönghópana og reyna að fá söngstjóra í stað Helga Þorlákssonar.
Skákin verður 21. jan., 4. feb., 18. feb., 4. mars, 18. mars, 1. apríl, 15. apríl og 29 apríl.
Leshópur og kór verða 23. jan., 6. feb., 20. feb., 6. mars, 20. mars, 3. apríl og 17. apríl.
Búið er að fastsetja sal fyrir árshátíð að Síðumúla 25. Valborg, Helga og Tómas annast nánari undirbúning.
Tómasi falið að kaupa kort og pappír fyrir næsta fund og Rannveigu að sjá um verðlaun og undirleikara. Þórir og Óli Kr. flytja erindi um Færeyjar.
18. norræna mótið í Noregi næsta sumar. Dagskrá er komin og upplýsingar um kostnað vegna uppihalds og aksturs. Þátttakendur þarf að tiltaka fyrir 15. mars.
164. skf.
17. jan.
1997
Sent út fréttabréf félagsins
með upplýsingum um fundi, tómstundastarfshópa
og um árshátíð.
110. skf.
1. feb.
1997
40 skráðir.
Mættir voru 41 félagi. Spilað á 10 borðum.
Kaffi.
Þórir Sigurðsson flutti erindi um Færeyjar en þetta erindi var flutt á Færeyjamótinu síðastliðið sumar af færeyskum þátttakanda, Selmer Jacobsen frá Viðareyri. Fróðleg lesning.
Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
165. stjf.
11. feb.
1997
 • 1. Undirbúningur árshátíðar.
  Einar Kristján Einarsson, gítarleikari, mun skemmta.
  Hörður Zophoníasson flytur talað orð.
  Ólafur B. Ólafsson annast tónlist fyrir fótamenntina.
  Ákveðið verð aðgöngumiða kr. 3.000.
  Stjórnin kemur saman þann 18. feb. til að senda út auglýsingu um hátíðina
 • 2. Fulltrúaráðsfundur KÍ.
  Fulltrúaráðsþing KÍ verður 3. maí. Þar stendur til að ræða tillögu um að skipta KÍ í deildir. Okkar fulltrúar munu fylgja eftir hugmynd okkar um að FKE verði sérdeild í KÍ.
 • 3. Formaður er búinn að sækja til KÍ um styrki fyrir þá félaga sem fara á 18. þingið í Noregi.
111. skf.
1. mars
1997
Árshátíð í sal múrara við Síðumúla 25.
Aðsókn svipuð og í fyrra - eða 60 manns.
Borðhald. Veisluföng frá Pottinum og pönnunni.
Hörður Zophoníasson flutti skemmtilega frásögn í léttum dúr þar sem hann lýsti brúðkaupi dóttur sinnar og því tilstandi sem var við undirbúning þess. Einnig flutti hann frumsamið ljóð.
Kristján Einarsson lék nokkur verk á gítar við góðar undirtektir.
Hinn nýstofnaði sönghópur FKE söng nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar við undirleik Solveigar, konu hans. Jón tók við stjórn þessa sönghóps seinni partinn í janúar með það góðum árangri að fært þótti að troða upp.
Dans með tilheyrandi fjöri.
Þessi árshátíð þóttitakast með ágætum.
 
166. stjf.
12. mars
1997
 • 1. Tómas er búinn að gera upp reikninga vegna árshátíðar. Útkoman, kr. - 30.000, kom engum á óvart.
 • 2. Undirbúningur næsta skemmtifundar 5. apríl. Sveinn Kristjánsson er tilbúinn til að sýna litskyggnur frá ferðalagi í Skaftafell. Tómas kaupir verðlaun og Rannveig sér um undirspilið.
 • 3. Kosning áþing KÍ. 3. - 7. maí.
 • 4. 18. norræna mótið. 6 fulltrúar hafa tilkynnt þátttöku auk tveggja maka. Ekki er búist við fleirum.
 • 5. Þórir kvaðst hafa haft samband við Þorbjörgu, sem vinnur hjá Samvinnuferðum-Landsýn, vegna 19. mótsins á Íslandi 1998, og saman unnu þau drög að dagskrá mótsins - en eftir er að útfæra þau nánar.
 • 6. Óli. Kr. kvað brýnt að við gengjum úr BSRB en fyrst þyrfti að breyta lögum félagsins en þar stendur í 3. gr.: Félagið er deild í Kennarasambandi Íslands og aðili að landssamtökum lífeyrisþegadeilda BSRB.
 • 7. Tómas taldi að kanna þyrfti hvort áhugi kynni að vera fyrir því að stofna deildir innan FKE úti á landi, t.d. á Akureyri. Hugmyndinni vel tekið og ákveðið að hafa samband við svæðasamböndin.
 • 8. Þórir taldi áhugavert að vita hvað eftirlaunakennarar vítt og breitt um landið væru að fást við og hver væru þeirra áhugamál. Fróðlegt væri að gera könnun á því. Rætt um að senda félögum spurningalista.
112. skf.
5. apr.
1997
45. skráðir.
Félagsvist á 10 borðum en 50 félagsmenn munu hafa komið á fundinn.
Kaffi og kræsingar.
Helga Einarsdóttir flutti skemmtilega frásögn af ferð sem hún fór til Dominikanska lýðveldisins nú síðla vetrar.
Almennur söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
167, stjf.
16. apr.
1997
Undirbúningur aðalfundar 3. maí.
Fjórir stjórnarmenn verða á Fulltrúaþingi KÍ og koma ekki fyrr en fundurinn hefst.
Rætt um breytingar á lögum félagsins en ástæða þótti til að laga þau að breyttum aðstæðum. Var þar um að ræða 2., 3. og 6. gr..
Hugmynd Tómasar að kanna áhuga fólks fyrir kynnisferð að Nesjavöllum.
Sumarferðin í ágúst. Sennilega á Snæfellsnes - en ekki fleira ákveðið um tilhögun hennar.
168. stjf.
23. apr.
1997
Send út
fundarboð
um aðalfund.
18. félf.
3. maí
1997
Aðalfundur - 53 skráðir. Undir listann er skrifað: Mættir yfir 70 manns.
Félagsvist. Óvenjugóð þátttaka var á fundinum, spilað á 13 borðum en nær 60 manns munu hafa mætt.
Kór FKE söng 3 lög við góðar undirtektir.
Kaffi og veislubrauð.
Skýrsla stjórnar:
Allir ganga sjálfkrafa í ´FKE þegar þeir koma á eftirlaun.
662 félagar voru skráðir á árinu.
12 stjórnarfundir.
7 skemmtifundir, árshátíð og
sumarferðalag.
Leshópur, sönghópur og taflhópur hafa starfað með nokkurri þátttöku.
Afsláttur fékkst afleigu sumarhúsa utan aðal útleigutímans og ætlar formaður orlofshúsanefndar að veita 25% afslátt af leigu húsanna á Flúðum á sumri komanda.
FKE verður sérdeild innan KÍ með málfrelsi og tillögurétti.
Formaður minntist á norræna samstarfið og þau mót sem FKE hefur tekið þátt í.
Fyrirspurn frá Bergþóri Finnbogasyni um hvort fólk úti á landsbyggðinnigæti fylgst nógu vel með starfseki FKE. Formaður sagði að bréf væru send út um landið og til orða hefði komið að stofna deildir í öðrum landshlutum.
Reikningar félagsins - Rekstrartekjur á árinu voru kr. 352.327, rekstrargjöld kr. 331.963 og ´félagið á í sjóði kr. 78.773.
Lagabreytingar frá stjórn:
2. gr. hljóði þannig: Rétt til aðildar eiga kennarar í Kennarasambandi Íslands.
3. gr. styttist og hljóði þannig: Stjórnina skipa 5 menn. Formaður skal kosinn árlega og 2 meðstjórnendur til 2ja ára. Enginn stjórnarmanna skal sitja lengur en 6 ár samfellt í stjórn. Kjósa skal 2 menn í varastjórn til 1 árs í senn og 2 endurskoðendur. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera. Breytingar á 6. gr. taka gildi frá og með aðalfundi 1998 en aðrar breytingar strax.
Allar breytingatillögur samþykktar samhljóða.

Nú eru lögin svona.

Stjórnarkosningar.
Úr stjórn eiga að ganga Tómas og Þórir. Báðir endurkjörnir til 2ja ára. Báðir endurkjörnir til 2ja ára. Varamenn, Helga og Valborg, eiga að ganga út, voru báðar endurkjörnar til 1 árs. Endurskoðendur verða áfram Þorsteinn Ólafsson og Margrét Líndal.

Stjórnina skipa:
Óli Kr. Jónsson, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Tómas Einarsson,
Þórir Sigurðsson.

Varastjórn:
Valborg Helgadóttir,
Helga Einarsdóttir.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Margrét Líndal.

Önnur mál
Óli Kr. gat þess að næsta sumarferð væri fyrirhuguð á Snæfellsnes. Einnig hefði stjórnin rætt um að fara stutta ferð til Nesjavalla í lok vetrarstarfsins ef áhugi væri fyrir því. Í ljós kom að vilji væri fyrir þeirri ferð.
Sigurður Kristinsson sagði ánægjulegt að starfsemi félagsins hefði glæðst undir núverandi stjórn. Nú væri komin falleg ökuleið til Nesjavalla og skemmtilegar gönguleiðir um Grafninginn, m.a. um Dyradal.

169. stjf.
19. júní
1997
Verkaskipting: Enginn breyting varð á stjórninni og ákveðið að hver sinni áfram því embætti sem hann gerði á síðasta starfsári.
Formaður hefur rætt við formenn 2ja svæðisfélaganna úti á landi um þá hugmynd að koma þar á deildum innan FKE og var henni vel tekið.
Á fulltrúaráðsþingi KÍ 1997 var samþykkt að FKE fengi að tilnefna 2 fulltrúa til setu í aðalsamninganefnd með öllumréttindum.
Skemmtiferðin í sumar.
Farið verði til Snæfellsness21. ágúst. T'omasi falið að annast undirbúning ferðarinnar.
Rætt um að fresta fyrsta fundi haustsins um viku og yrðu þá fundir til áramóta 13. sept., 4. okt., 1. nóv. og 6. des..
Samið var fréttabréf til félaga um það sem á döfinni er.
Drög að dagskrá fyrir 19. norræna þingið á Íslandi 1988.
Ákveðið að senda úrsögn FKE úr SLRB.
170. stjf.
24. júní
1997
Gengið frá bréfum til félagsmanna
sem senda á útí júlí.
4. sf.
21. ág.
1997
4. sumarferðin farin á Snæfellsnes.
Þátttakendur voru 67 sem smellpassaði í stærstu rútu landsins.
Þegar lagt var af stað var veðrið heldur drungalegt, lágskýjað og suddi, en þegar upp í Borgarnes kom var sýnilegt að veðurguðirnir virtust ætla að verða okkur hliðhollir sem endranær, því þar var komið besta veður og sól skein á vesturfjöllin. Eftir stuttan stans í Borgarnesi var haldið af stað sem leið liggur og þegar komið var vestur í Staðarsveit var meira að segja Snæfellsjökull búinn að taka ofan lopahettuna sem hann svo gjarnan klæðist, og skartaði sínu fegursta. Næsti áfangastaður var á Búðum. Gengu menn að kirkjunni og nutu útsýnisins en guðshúsið var harðlæst svo fólk varð að láta sér nægja að gægjast á glugga. Þegar komið var vestur á Arnarstapa var tekið upp nesti og menn hresstu sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Stans var gerður á Hellnum og farið í fjöru. Þá var haldið fyrir jökul og stoppað í Ólafsvík. Síðan var ekið yfir Fróðárheiði og sem leið liggur til Borgarness þar sem beið okkar hinn besti kvöldverður. Eftir góðan stans við söng og spjall var svo haldið heim á leið og komið til Reykjavíkur um kl. 10 eftir ágæta ferð.
Fararstjóri var Tómas Einarsson og sinnti hann sínu hlutverki með prýði.
171. stjf.
3. sep.
1997
Óli Kr. formaður sagði fréttir frá aðalsamninganefnd KÍ sem FKE á nú tvo fulltrúa í með fullum réttindum.
Sumarferðin. Allir létu í ljóssérstaka ánægju með ferðina og fararstjórn Tómasar.
Ferðin bar sig vel.
Næsti skemmtifundur verður 13. sept.. Þar verður flutt frásögn af Noregsferð og sýndar skuggamyndir. Reynt að fá Rannveigu til þess.
Sigurbjörg Þórðardóttir beðin að leika undir fjöldasöng.
Rætt um 19. norræna mótið næsta vor. Þóri, Tómasi og Rannveigu falin framkvæmd mótsins.
Þóri hefur borist myndband frá mótinu íLoen sem einn danskur þátttakandinn tók.
113. skf.
13. sep.
1997
41 skráður.
Spilað á 9 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Rannveig Sigurðardóttir flutti ferðasögu frá mótinu í Loen og Þórir Sigurðsson sýndi skuggamyndir frá sömu ferð.
Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
172. stjf.
17. sep.
1997
Starfsemi klúbbanna í vetur verði í líku formi og síðastliðinn vetur. Les- og taflhópar verði hálfsmánaðarlega en söngæfingar vikulega. Jón H. Jónsson er tilbúinn til að taka að sér æfingar með sönghópnum. Óvíst er um launagreiðslur til Jóns H. vegna starfsins þar sem fjárskortur hrjáir en formaður taldi möguleika á að sækja um styrk til sérsjóðs sambandsins.
Lokið er samningu fréttabréfs til félagsmanna og ákveðið að setja þau í póst 24. sept..
Næsti skemmtifundur. Ákveðið að biðja Ármann Kr. Einarsson að koma með skemmtiefni á næsta fund.
Fram kom að athugandi væri hvort félagar hefðu áhuga á meiri fjölbreytni í starfsemina t.d. með námskeiði í listasögu, fara á listsýningar, sækja heim ýmsar stofnanir, s.s. Þjóðarbókjhlöðuna. Ákveðið að bera þessar hugmyndir undir félagsmenn.
114. skf.
4. okt.
1997
41 skráður. Spilað á 9 borðum en mættir 39 félagar.
Kaffi og kræsingar.
Aðalbjörg Guðmundsdóttir flutti skemmtilegan þátt um K.N. en hún hljóp í skarðið fyrir Ármann Kr. Einarsson sem ekki gat mætt.
Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Sigurðardóttur.
115. skf.
1. nóv.
1997
44 skráðir. Spilað á 10 borðum en 43 félagar voru mættir.
Kaffi og meðlæti.
Formaður skýrði kjarasamninga kennara í stórum dráttumen hann og Þórir Sigurðsson voru þar fulltrúar fyrir FKE.
Ármann Kr. Einarsson las upp minningaarbrot úr ævisögu sinni, m.a. frá sínu fyrsta kennsluári vesturí Dölum.
Sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
173. stjf.
19. nóv.
1997
Tómas sagði í fáum orðum frá ferð sinni til Kúbu.
Óli Kr. kvaðst hafa sótt um styrk til Sérsjóðs KÍ að upphæð kr. 100.000 til að standa straum af ýmsumkostnaði í sambandi við kórstjórn, leshóp og fleira. Jákvætt svar hefur borist frá sambandinu og þar með ávísun upp á kr. 100.000, sem þakka ber.
Óli Kr. sagði frá kjarasamningum og launagreiðslum til kennara eftir síðustu samninga. Hann og Þórir Sigurðsson eru fulltrúar félagsins í aðal samninganefnd KÍ með fullum réttindum.
Jólafundurinn.
Formaður hefur fengið Unni Kolbeins til að flytja talað orð og síðan er áformað að kór FKE syngi nokkur lög.
10 manns eru í skákhópnum, 13-15 í bókmenntahópnum og um 20 í kórnum.
Starfsemin eftir áramót:
Ákveðið að hafa árshátíðina þann 28. febrúar. Helgu falið að pantahúsnæði og mat fyrir árshátíðina á sömu stöðum og gert var í fyrra.
116. skf.
6. des.
1997
70 skráðir.
Mæting óvenjugóð, spilað á 12 borðum, en alls mættu 70 manns.
Kaffi og jólakræsingar.
Þá söng kór FKE nokkur lög undir stjórn Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur í fjarveru Jóns H. Jónssonar, sem farinn var til Bandaríkjanna til að halda þar jól.
Unnur Kolbeins las hugleiðingar um Maríu mey eftir Sigurð Norðdal.
Fjöldasöngur við undirleik Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur.
174. stjf.
15. jan.
1998
Óli Kr. setti fundinn og minntist Helgu S. Einarsdóttur, sem andaðist þann 9. jan. sl. en hún sat í varastjórnfrá árinu 1996.
Einnig flutti Óli kveðju frá Jóni H. Jónssyni, kórstjóra, en hann talaði við Óla frá Boston.
Óli sagði undirbúning í gangi vegna 19. mótsins á Íslandi. Búið væri að móta dagskrána í stórum dráttum og gera kostnaðaráætlun.
Samið fréttabréf með upplýsingum um norræna mótið og um starfsemi félagsins til vors.
Skemmtifundir verði 31. jan., 14. mars, 4. apríl og 2. maí aðalfundur. Árshátíðin ákveðin 28. febrúar.
Klúbbarnir starfi áfram og gengið frá dagsetningum fyrir starfsemi þeirra og æfingar kórsins.
Næsti skemmtifundur - Ath með undirleikara.
Árshátíðin - undirbúningur ræddur. Vilyrði er fengið fyrir sal múrara þar sem verið var í fyrra. valborgu og Rannveigu falið að panta matföng.
117. skf.
31. jan.
1998
32 skráðir. Óvenju fámennt var á fundinum, aðeins spilað á 8 borðum.
Kaffiveitingar.
Ólafur Haukur Árnason fjallaði um Friðrik Hansen, kennara á Sauðárkróki, og las eftir hann nokkur ljóð.
Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
118. skf.
28. feb.
1998
Árshátíð. Mættir voru um 70 gestir og er það óvenju góð aðsókn.
Veisluföng frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í Kópavogi. Maturinn vel fram reiddur og bragðaðist vel undir ljúfri píanótónlist Ólafs B. Ólafssonar.
Sigurveig Hjaltested, móðir Ólafs, og dóttir hans, Ingibjörg Aldís, sungu einsöng og tvísöng við góðar undirtektir.
Hjörtur Þórarinsson flutti talað orð í bundnu og óbundnu máli og kór FKE söng nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar en meðleikari var Kristín Jónsdóttir.
Að lokum þandi Ólafur dragspilið og raddböndin af miklum krafti og hleypti fjöri í dansinn. Skemmtunin stóð fram yfir miðnætti.
175. stjf.
11. mars
1998
 • 1. Skemmtifundur 14. mars. Valborg mun segja frá ferð til Grænlands sem hún fór á síðasta sumri og sýna myndir þaðan. Tómas annast verðlaun og Rannveig talar við Sigurbjörgu vegna píanóleiks með fjöldasöng.
 • 2. Fundurinn 4. apríl. Rósa Pálsdóttir hefur boðið fram skemmtiatriði sem maður hennar, Eiríkur Eiríksson, hefur í fórum sínum. Óli sér um verðlaun.
 • 3. 19. norræna mótið á Íslandi. Óli sagðist hafa sótt um styrk til KÍ vegna norræna mótsins og hefur stjórn sérsjóðs KÍ samþykkt að veita allt að kr. 30.000 til þessa máls. Nú þegar hafa 35 mótsgestir frá Danmörku tilkynnt komu sína en þátttaka frá öðrum löndum hefur enn ekki borist.
 • 4. Aðalbjörg sagði frá aðalfundi Málræktarsjóðs en hann sótti Kristinn Gíslason sem fulltrúi FKE.
119. skf.
14. mars
1998
34 skráðir - og spilað á 7 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Valborg Helgadóttir sagði frá ferð sem hún fór til Grænlands síðasta sumar og Guðrún Halldórsdóttir sýndi myndir úr þeirri sömu ferð.
Sigurbjörg Þórðardóttir gat ekki mætt vegna anna svo að enginn var til að styðja við vönginn en samt sem áður voru sungin nokkur lög í lokin.
176. stjf.
1. ap.
1998
 • 1. Formaður sagði að Eiríkur Eiríksson gæti ekki komið með skemmtiatriði á næsta fund eins og fyrirhugað hafði verið og mun Þuríður Kristjánsdóttir koma í hans stað og segja okkur sitthvað skemmtilegt.
 • 2. Borist hefur bréf frá Landssambandi eldri borgara þar sem farið er fram á styrk frá KÍ þeim til handa vegna vaxandi starfsemi þeirra. Samþykkt að gefa samþykki fyrir þessari beiðni svo fremi að hún kæmi ekki niður á okkar starfi.
 • 3. 19. norræna mótið: Tilkynningar um þátttöku hafa nú borist frá öllum Norðurlöndunum. 10 frá Finnlandi,35 frá Danmörku, 12 frá Svíþjóð, 33 frá noregi og 3 frá Færeyjum. Samþykkt að sækja um styrk til borgarstjórnar og menntamálaráðuneytisins að upphæð kr. 200.000 í hvorn stað. Fyrirspurn hefur borist frá Dönunum um hvort hægt væri að skipuleggja fyrir þá ferð daginn fyrir mótið. Reynt verður að koma til móts við þær óskir.
  Rætt var um smágjafir til mótsgesta (minjagripi). Ákveðið að fara upp í Hvalfjörð einhvern næsta dag og athuga hvort baggalútar væru þar finnanlegir en þeir gætu verið skemmtilegir í þessum tilgangi.
120. skf.
4. ap.
1998
33 skráðir. Mættir voru 34 og spilað á 8 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Þuríður Kristjánsdóttir flutti frásagnir í léttum dúr af nokkrum sérkennilegum Borgfirðingum, sem vakti kátínu viðstaddra.
Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
177. stjf.
15. ap.
1998
Síðasti skemmtifundur vorsins verður 2. maí og hann er jafnframt aðalfundur.
Búið að skipuleggja ferð fyrir Danina. Þeir munu fara til Grindavíkur, Krísuvíkur og í Bláa Lónið. Ferð þessi fékkst á mun hagstæðara verði heldur en tilboð frá ferðaskrifstofunni hljóðaði upp á.
Þórir lagði fram bréf til menntamálaráðherra og borgarstjórnar þar sem farið er fram á styrki v/norræna mótsins að upphæð kr. 200 þúsund frá hvorum aðila.
178. stjf.
16. ap.
1998
Sent út fundarboð
vegna aðalfundar 2. maí.
19. félf.
2. maí
1998
Aðalfundur.
Byrjað á félagsvist á 11 borðum. Mæting alls 50 manns.
Kaffiveitingar.
Aðalfundur - formaður flutti skýrslu stjórnar:
Allir kennarar ganga sjálfkrafa í félagið þegar þeir komast á eftirlaun. Í fyrra voru skráðir félagar 560 - 570.
9 stjórnarfundir.
8 skemmtifundir og árshátíð.
1 sumarferð.
Leshópur hafði 14 bókmenntafundi.
Skákhópur mætti 13 sinnum.
Kórinn mætti á 21 æfingu sem alls munu verða 28 þegar önninni lýkur. Kórinn söng á árshátíð, jólagleði og auk þess á Vesturgötu 7.
8 félagar fóru á norræna mótið í Loen í Noregi síðastliðið sumar. Ferð þeirra var styrkt af KÍ sem auk þess styrkir þennan félagsskap á margan annan hátt, t.d. gefur kaffi á skemmtifundum og greiðir spilaverðlaun, styrkir sumarferðirnar, kórstarfsemina og veitir afslátt af orlofshúsaleigu.
3 fulltrúar sátu fulltrúaþing KÍ þar sem samþykkt var að FKE yrði sérdeild í KÍ og FKE fékk 2 fulltrúa í samninganefnd með fullum atkvæðisrétti.
Mörg verkefni bíða næstu stjórnar vegna 19. norræna mótsins.
Reikningar félagsins - Rekstrartekjur voru kr. 484.593 og útgjöld kr. 400.884 og eignir samtals kr. 162.482.

Hans Jörgensson þakkaði sgreinargóða skýrslu og reikninga og stjórninni ágæt störf.

Stjórnarkjör. Óli Kr. Jónsson endurkjörinn en samkvæmt lögumer hann kosinn til eins árs.
Rannveig Sigurðardóttir áað ganga úr stjórn en hún er búin að vera þar 6 ár og 2 í varastjórn og Helga Einarsdóttir, sem var í varastjórn, andaðist á árinu. Stjórnin lagði til að Valborg Helgadóttir færðist úr varastjórn í aðalstjórn og var það samþykkt, svo og að  í varastjórn kæmu Auður Eiríksdóttir og Ólöf H. Pétursdóttir. Endurskoðendur eru Þorsteinn Ólafsson og Margrét Jakobsdóttir Líndal.

Stjórnina skipa:
Óli Kr. Jónsson, formaður,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Tómas Einarsson,
Þórir Sigurðsson,
Valborg Helgadóttir.

Varastjórn:
Auður Eiríksdóttir,
Ólöf H. Pétursdóttir.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Margrét Jakobsdóttir Líndal.

Önnur mál
Heimir Þór Gíslason kvaðst hafa gist í íbúð KÍ við Sóleyjargötu 33 og rekist þar á gömul skjöl og fundargerðrbækur sem nauðsynlegt væri að taka til handargagns. Einnig sagðist hann eiga mikið safn kvikmynda, svo sem frá gömlu skólastjóramótunum, sem áhugavert væri fyrir félagið eða KÍ að eignast.
Bergþór Finnbogason tók undir orð Heimis og taldi ýmsar gamlar heimildir frá skólum víða um land vera í hættu sökum hirðuleysis.
Auður Jónasdóttir tjáði sig um þetta mál á sömu nótum. Sömuleiðis Ólafur Þórðarson sem varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri hægt að fá þessi skjöl geymd í Þjóðarbókhlöðunni.

Óli Kr. þakkaði traustið sem honum var sýnt með endurkjörinu, þakkaði Rannveigu fyrir ágætt samstarf og bauð nýja stjórnarmenn velkomna. Taldi hann það má KÍ að halda til haga gömlum gögnum og forða þeim frá glötun.
Rannveig Sigurðardóttir þakkaði stjórninni fyrir ágætt samstarf og óskaði þeirri nýju velfarnaðar.

179. stjf.
12. maí
1998
 • 1. Formaður setti fund og bauð Auði og Ólöfu velkomnar í varastjórn.
 • 2. Rannveig las fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.
 • 3. Verkaskipting er óbreytt nema að Valborg var kjörin ritari í stað Rannveigar sem nú gengur úr stjórn.
 • 4. Sumarferðin. Stefnan sett á Landmannalaugar 25. ágúst.
 • 5. 19. mótið. Rannveig hefur athugað umminjagripi fyrir þátttakendur. Valinn var fáni með landvættunum. Þórir lagði fram tillögu að söngbók fyrir mótið.
180. stjf.
10. júní
1998
 • 1. Mótið - Þórir sagði frá dagskránni. Kom fram smábreyting því barnakórinn gat ekki sungið við opnunina. Kom EKKÓ-kórinn í staðinn en hinn um kvöldið. Óli og Þórir taka á móti þátttakendum. Tómas og Sigríður Haraldsdóttir fara með Danina í Bláa Lónið, gegnum Krísuvík og Grindavík á laugardagsmorgun. Öllum afhentar möppur með nafnalista, dagskrá, kortum, barmmerki KÍ og fleiru. Allt klappað og klárt. Nefndin hefur ekki setið auðum höndum.
 • 2. Fréttabréf. Óli las uppkast að fréttabréfi til útsendingar í byrjun júlí. Þar verður sagt frá sumarferðinni sem farin verður25. ágúst. Farið verður um virkjanasvæði Tungnaár og að Landmannalaugum. Kvöldverður í Básum. Skemmtifundir til áramóta 12. sept., 3. okt., 7. nóv. og 5. des.
181. stjf.
23. júní
1998
Óli ræddi um Mótið sem rétt var afstaðið. Tókst það vel að allra dómi. Hjálpaðist að einmunagott veður og gott skipulag. Ummgjör verður ekki endanlegt fyrr en um miðjan júlí en vonast er til að það verði réttu megin við núllið.
Þórir afhenti viðstöddum greinargerð um undirbúningað Mótinu og um það sjálft. Eins hafði hann tekið saman útdrátt af Mótinu sem hann sendi hinum erlendu tengiliðum.
Frétta bréfið var tilbúið og var það brotið og merkt. Verður sent út í byrjun júlí.
5. suf.
25. ág.
1998
5. sumarferðin farin, að þessu sinni um Tungnaársvæðið að Landmannalaugum. Þátttakendur voru 109 í tveimur bílum. Hægt var að samtengja kallkerfi bílanna svo Tómas Einarsson var einn fararstjóri. Lagt var af stað kl. 8. Veður var þurrt en þungbúið og á Hellisheiði var þoka. Á Kambabrún létti örlítið til en sólin lét standa á sér. Á Selfossi bættust tveir í hópinn og síðan einn við vegamót að Flúðum (Hrunamanna). Tómas tilkynnti hálftíma stans í Árnesi sem lengdist í klukkutíma vegna aðstöðuleysis og fjölda okkar. Nú var haldið austur í Þjórsárdal og áfram til fjalla. Kom nú í ljós hver virkjunin á fætur annarri. Eru þetta ólýsanleg mannvirki, borað gegnum fjöll, ár þurrkaðar og mynduð ný stöðuvötn. Þó skýjað væri sást Þóristindur. Þegar inn í Landmannalaugar kom var fyrir fjöldi bíla svo sýnilegt var að ekki væri hægt að borða inni. Fékk fólk sér sæti í klettum og skorum en sumir voru svo heppnir að ná sér í borð úti. Veðrið var sæmilegt en sólina vantaði til að litadýrðin skilaði sér. Eftir að hafa snætt og litast um var aftur haldið af stað. Nú var farin Dómadalsleið og komið við í Landmannahelli. Var hann skjól fyrir gangnamenn áður fyrr og vafalaust verið kærkominn. Nú eru komin betri hús.
Síðan var ekið niður Landsveit og ekki stansað fyrr en í Básum í Ölfusi. Þar beið okkar dýrleg máltíð. Í Básum var spjallað, dansað og sungið undir stjórn hins ágæta söngstjóra, Jóns Hjörleifs. Ýmsir komu fram með vísur og fleira. Tómas var frábær fararstjóri eins og vant var.
Komið heim kl. rúmlega 22. Held ég að allir hafi farið mjög ánægðir heim.
Valborg Helgadóttir, ritari.
182. stjf.
1. sep.
1998
Tómas gerði grein fyrir uppgjöri Mótsins. Kostnaður varð kr. 453.025 FKE lagði út. Styrkur frá KÍ kr. 300.000, og frá menntamálaráðuneyti kr. 150.000. Samtals kr. 450.000. Mismunru greiddur af félagssjóði kr. 3.025.
Hagnaður varð af skemmtiferðinni.
Skemmtifundur verður 12. sept. með hefðbundnu sniði. Félagsvist, kaffi, athuga hvort Eiríkur Eirkíksson er fáanlegur  til a ðfræða okkur um sögur frá Akureyri. Ath. hvort Sigurbjörg Þórðardóttirfæst til undirleiksins.
Undirbúningur líka að skemmtifundi 3. okt. og hvort hægt er að nota búta úr myndbandi frá Mótinu í vor.
Ákveðið að halda áfram með klúbbana og dagsetningar þeirra tilteknar.
Skipulagsmál.
Óli sagðist hafa fengið drög að skipulagi fyrir kennarasamtök (KÍ og HÍK) þar sem FKE viðrist fá aðild með fullum réttindum. Sú hugmynd er allra góðra gjalda verð en þarfnast athugunar.
183. stjf.
8. sep.
1998
Bréf send
til allra félagsmanna.
121. skf.
12. sep.
1998
55 skráðir
Spilað á 12 borðum.
Kaffi.
Eiríkur Eiríksson flutti þætti frá Akureyri úr óprentaðri bók. var þetta hin ánægjulegasta lesning.
Sungin nokkur lög undir stjorn Guðrúnar Sigurðardóttur.
122. skf.
3. okt.
1998
30 skráðir
Spilað á 7 borðum.
Kaffi.
Elín Friðriksdóttir flutti spjall um Miklabæjar-Sólveigu og hvarf Odds. Var þetta skemmtilegt og góður rómur gerður að.
Undirleikarar voru vant við látnir en samt voru sungin nokkur lög.
184. stjf.
20. okt.
1998
Óli sýndi fréttapistil sem hann hafði tekið saman um Mótið fyrir Kennarablaðið. Guðrún Ebba kom með drög að nýjum lögum. Óli ætlar að kynna sér drögin.
Klúbbar.
Í bókmenntaklúbbnum er sú nýbreytni frá fyrri vetrum að félagar hafa skipst á að hafa forystu um að kynna þann höfund sem valinnvar. Þetta hefur gefist vel.
Kórinn hefur valið sér stjórn og er Rannveig Sigurðardóttir formaður. Hann er þar með sjálfstæð stofnun innan félagsins. Samið um að hann syngi á jólafundi og árshátíðum.
Skákklúbburinn starfar eins og fyrri vetur.
Komin fram spurning um bridge-klúbb og ákveðið að kanna hvort áhugi sé fyrir því.
Skemmtanir - Skemmtifundur 7. nóv.. Sýna á kafla úr myndbandi frá Mótinu. Sigurbjörg Þórðardóttir leikur undir.
Jólafundur 5. des. Tala við Ingunni Árnadóttur og biðja hana að lesa upp eitthvert jólaefni.
Tómas Einarsson bauðst til að kaupa verðlaun á Kúbu.
Kórinn syngur.
Árshátíð. Tómas skoðaði sal í Skipholti 70 sem unnt er að fá.
Dagsettir skemmtifundir eftir áramót.
123. skf.
7. nóv.
1998
37 skráðir. Spilað á 8 borðum og 36 drukku kaffi.
Sýnd valin atriði af myndbandi frá Mótinu í sumar. Óli útskýrði jafnóðum.
Sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
185. stjf.
1. des.
1998
Formaður sagði af fyrirkomulagi jólafundarins.
Komið er og yfirfarið nýtt félagatal. Gert er ráð fyrir að þeir félagar sem fæddir eru fyrir 1910 falli út af listanum.
Nú stendur til að reisa minnisvarða um Freystein Gunnarsson að Vola í Flóa, fæðingarstað hans. Óli hefur tekið sæti í undirbúningsnefnd ásamt Hirti Þórarinssyni og Þuríði Kristjánsdóttur. Leitað verður til fyrrverandi nemenda Freysteins um framlag. Stjórn FKE mun í næsta bréfi til félaga sinna vekja máls áþessu verkefni og mælast til góðrar þátttöku.
Óli og Þórir sátu fund um sameiningu KÍ og HÍK. þar var samþykkt að efna innan beggja félaganna til allsherjaratkvæðagreiðslu um sameininguna. Breyta þarf lögu FKE ef af henni verður.
Óli hefur í samráði við Guðrúnu Ebbu gert drög að breyttum lögum fyrir félagið.
124. skf.
5. des.
1998
Jólafundur - 61 skráður.
Spilað á 11 borðum.
Drukkið veislukaffi.
Ingunn Árnadóttir las smásöguna Hjálp eftir Halldór Stefánsson.
EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Kristínar G. Jónsdóttur í forföllum Jóns Hjörleifs Jónssonar. Undirleikari var Solveig Jónsson.
186. stjf.
6. jan.
1999
 • 1. Skemmtifundur 30. jan.. Auður tók að sér að sjá um hið talaða orð. Ólöf ætlar að kaupa verðlaun. Athuga með Sigurbjörgu sem undirleikara.
 • 2. Árshátíð. Hún er ákveðin27. feb.. Kynnt í fréttabréfi fljótlega. Verð ákveðið kr. 3.000. Panta aftur mat frá Sveinbirni Péturssyni. Ólög og Valborg rala við salarráðendur. Ólöf er búin að fájáyrði hjá Þuríði Kristjánsdóttur með talað orð. Eins ætlar Ólöf að ræða við Hjálmar Gíslason um gamanmál. EKKÓ-kórinnsyngur. Ólafur B. sér um tónlistina. Allt frágengið.
  Marsfundur - athuga með Inga Tryggvason.
 • 3. klúbbar - skák, bókmenntir og kór starfa eins og áður.
 • 4. 20. norræna mótið verður haldið í Danmörku 12.-16. júní í sumar.
 • 5. Minnisvarði. Óli las drög að frétt um minnisvarða F.G..
 • 6. Breyting vegna aðalfundarins. 8. maí fara fram þingkosningar. Því færist aðalfundurinn til 15. maí 1999.
 • 7. Tómas ræddi um peningamál.
187. stjf.
12. jan.
1999
Fréttabréfið
brotið og merkt.
Allir mættir nema Tómas sem er í Ameríku að kaupa verðlaun.
125. skf.
30. jan.
1999
45 skráðir. spilað á 11 borðum en um 50 manns drukku kaffi.
Rannveig Jónsdóttir flutti frásögn af Rómarferð sem hún fór með fólki úr kaþólska söfnuðinum. Hápunktur ferðarinnar var að hitta og taka í hönd móður Theresu.
Fjöldasöngur við undirleik Guðrúnar Sigurðardóttur.
126. stjf.
27. feb.
1999
Árshátíð í sal múrarameistara, Skipholti 70. Mættir voru 60 gestir.
Borðhald. Matur frá Veislustöð Sveinbjarnar Péturssonar í Kópavogi. Maturinn bragðaðist vel enda vel framreiddur.
Ólafur B. lék ljúfa tóna á píanóið meðan snætt var.
Þuríður Kristjánsdóttir talaði um ferðir Íslendinga til Vesturheims á seinni hluta 19. aldar og las upp bréf frá konu ömmubróður síns sem lýsti að nokkru frumbýlingsárum innflytjenda.
Hjálmar Gíslason fór með gamanmál við góðar undirtektir.
EKKÓ-kórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar en undirleikari var Kristín Jónsdóttir.
Að lokum þandi Ólafur dragspilið og raddböndin af miklum krafti og hleypti fjöri í dansinn.
Var þetta hin besta skemmtum og stóð fram yfir miðnætti.
188. stjf.
9. mars
1999
´Tómas gerði grein fyrir fjármálum árshátíðar. KÍ greiddi húsaleigu og laun einnar starfsstúlku. Árshátíðin tókst með afbrigðum vel og voru allir ánægðir.
Skemmtifundur 20. mars. Athuga hvort Ingi Tryggvason er tilbúinn með talað orð. Ef hann getur ekki komið, athuga þá hvort hægt er að fá Aðalstein Sigurðsson eða Torfa Guðbrandssotil að segja frá einhverju.
Fá Sigurbjörgu sem undirleikara.
Boð hefur komið frá eftirlaunakennurum í Finnlandi að senda fulltrúa á vetrarmót þeirra í Kuopio dagana 17.-18. apríl. Samþykkt að senda kveðju en sjáum okkur ekki fært að þiggja það.
20. Norræna mótið. Þórir sagði frá dagsetningum í sambandi við mótið, las dagskrá þess frá því í vor og greindi frá auglýsingu sem á að koma í KÍ-blaðinu. Þórir afhenti þýðingu sína á upplýsingum um mótið.
Tilkynning
Norrænt mót kennara á eftirlaunum verður haldið í sumarhúsabænum Vigsoe á Norður-Jótlandi (nálægt Hansholm) dagana 12. - 16. júní 1999. Áætlað mótsgjald kr. 36.000 á mann auk ferðakostnaðar. KÍ veitir nokkurn styrk til ferðarinnar. Nánari upplýsingará skrifstofu KÍ í síma 562-4080 og hjá stjórn FKE. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. apríl 1999.
>>>>> Stjórn FKE <<<<
Aðalfundur - spjall um væntanlega stjórn. Aðalbjörg, Óli og Tómas ganga úr stjórn núna. Tala við Ingunni, Svein Kr. og Óskar A. Valborg ætlar að tala við Ingunni, Þórir við Svein Kr..
127. skf.
20. mars
1999
30 skráðir. Spilað á 5 borðum en 26 drukku kaffi.
Ingi Tryggvason flutti frásögu af ferð sinni frá Reykjahlíð austur á Eskifjörð í september 1943. Var einn á ferð fótgangandi. Þetta var fróðlegt og sýnir best þá breytingu sem orðið hefur.
Sungið við undirleik Sigurbjargar.
128. skf.
10. ap.
1999
39. skráðir. Spilað á 8 borðum en 39 drukku kaffi.
Aðalsteinn Sigurðsson flutti vísnaspjall, fór með vísur eftir sig og fleiri. Var gerðurgóður rómur að þessu.
Sungið við undirleik Sigurbjargar.
189. stjf.
20. ap.
1999
 • 1. Aðalfundur - skemmtifundur 15. maí.
  Þórir hefur talað við og talað til Rannveigu Sigurðardóttur, Svein Kristjánsson og Ólaf Hauk Árnason og fengið jáyrði þeirra til stjórnarsetu.
  Formaður ræddi um lög félagsins. Nokkrar breytingar verða áþeim til samræmis við lög annarra félaga í KÍ sem taka gildi þegar FKE hefur samþykkt þau og stjórn KÍstðafest þau í janúar 2000.
 • 2. Sumarferð.
  Áætlað að fara norður í Miðfjörð og kringum Vatnsnesið þriðjudaginn 24. ágúst 1999. Athuga með mat í Munaðarnesi.
  Bréf sent út í byrjun júlí þar sem ferðin og dagskrá félagsins til jóla verður auglýst.
 • 3. Um 20. norræna mótið. Þórir sagði frá möguleikum um ferðir. Þar sem við vorum of sein til að nýta okkur félagaafslátt verðum við að notfæra okkur apex fargjöld. Morgunflug kostar kr. 42 þús, kvöldflug um 10 þúsundum minna. Kostnaður þátttakenda: flug kr 33 þús. og að auki gisting í 4 nætur.
190. stjf.
28. ap.
1999
Fréttabréf til félagsmanna
brotið og merkt
til útsendingar.
20. félf.
15. maí
1999
Aðalfundur - 40 skráðir.
Félagsvist á 8 borðum en alls mættu 40 manns.
Kaffiveitingar.
Óli Kr. Jónsson flutti skýrslu stjórnar:
Félagar í KÍ eru allir kennarar sem komnir eru á eftirlaun og makar þeirra. Samkvæmt síðustu skrá frá KÍ eru félagsmenn um 690 - og makar þar að auki. Félagsgjöld eru engin svo að lítið er um digra sjóði en KÍ styrkir félagið dyggilega. Hagnaður varð af 19. norræna eftirlaunakennaramótinu sl. sumar svo að fjárhagurinn er með besta móti.
Starf félagsins var svipað og árið á undan.
12. stjórnarfundir.
8 skemmtifundir og ein árshátíð.
1 sumarferð.
Vinsældir sumarferðanna hafa farið vaxandi og má það ekki síst þakka fararstjórn Tómasar Einarssonar. Næsta sumarferð er ákveðin í ágúst og verður þá farið í Vestur-Húnavatnssýslu.
Klúbbar störfuðu með svipuðu sniði og áður.
Bókmennta- og skákklúbbar voru tvisvar í mánuði en kórinn, sem hlotið hefur nafnið Ekkó, æfði vikulega undir stjórn Jóns Hjörleifs Jónssonar. Kórinn kom fram og söng 8 sinnum á árinu. Á jólagleði og árshátíð FKE, tvisvar hjá eldri borgurum í Kópavogi, á árshátíð hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni, Jólavöku í Neskirkju og tvisvar á norræna eftirlaunakennaramótinu.
Nú er kórinn að æfa fyrir minningarmót um Freystein Gunnarsson sem haldið verður í lok ágúst.
Eins og sést á þessu hefur starf félagsins verið blómlegt en gjarnan vildum við sjá meiri þátttöku þeirra sem eru nýkomnir á eftirlaun.
Viðamestu verkefnin á árinu voru norræna eftirlaunakennaramótið og stofnun nýs kennarasambands með HÍK og staða FKE innan þess.
Norræna mótið sóttu 101 erlendir kennarar og 12 Íslendingar. Mótið tókst mjög vel.
Sameining félaganna KÍ og HÍK hefur verið samþykkt og verður stofnað eitt félag undir nafni KÍ um áramótin 2000. Stjórn FKE hefur unnið að því að marka stöðu FKE innan hins nýja sambands og væntum við þess að hafa ekki verri stöðu í þessu nýja sambandi en í hinu gamla.
Nú erum við deild í KÍ, höfum 2 fulltrúa í aðalsamninganefnd félagsins með fullum réttindum og 3 fulltrúa á fulltrúaþingi KÍ með málfrelsi og tillögurétti. Samkvæmt nýjum lögum fáum við 2 fulltrúa í Kjararáð og 5 fulltrúa á fulltrúaráðsþing KÍ. Í báðum stöðum með fullum réttindum.
Beiðni kom um aðstoð við að heiðra minningu Freysteins Gunnarssonar, fv. skólastjóra Kennaraskólans, með því að reisa honum minnisvarða að Vola í Hraungerðishreppi. Flestir félagsmenn okkar eru fyrrverandi nemendur Freysteins og þótti sjálfsagt að leggja þessu máli lið. Engin skuldbinging er þó um fjárútlát.
Að lokum lét formaður þess getið að eftir 6 ára stjórnarsetu væri kvótinn nú fylltur og því hyrfi hann úr stjórn, þakkaði ánægjulega samvinnu undanfarin ár og óskaði nýrri stjórn allra heilla. Bætti síðan við að 11. júní færu 8 félagar á mót norrænna eftirlaunakennara í Vigsö á Jótlandi.

Formannssæti læt ég laust
er ljómar sól um grundir.
Þakka hlýju, þakka traust,
þakka gleðistundir.

Óli Kr. Jónsson.

Reikningar félagins.
Rekstrartekjur kr. 1.127.927 og gjöld kr. 1.005.914. Eignir og eigið fé í sjóði kr. 284.495.

Björn Loftsson ræddi um staðsetningu á minnisvarða Freysteins. Fannst honum réttistaðurinn væri við Kennarahúsið en ekki á eyðibýli austur í Flóa.
Sigurður Kristinsson þakkaði Óla og Tómasi þeirra störf. hafði ekkihugleitt staðarval á minnisvarðanum.
Óli Kr. saði að eins og nú væri málum komið sé orðið mjög þröngt við Húsið. Hugmyndin fæddist austurí Flóa og hafa aðrir staðir ekki komið til umræðu. Ætlar að koma hugmyndinni til skila.

Kosningar
Þórir Sigurðsson kosinn formaður til eins árs. Tómas Einarsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir ganga úr stjórn vegna kvótareglna. Ólöf H. Pétursdóttir færist í aðalstjórn og einnig eru valin í aðalstjórn Rannveig Sigurðardóttir og Sveinn Kristjánsson. Í varastjórn Auður Eiríksdóttir og Ólafur Haukur Árnason. Endurskoðendur endurkjörnir.

Stjórnina skipa:
Þórir Sigurðsson, formaður,
Ólöf H. Pétursdóttir,
Valborg Helgadóttir,
Rannveig Sigurðardóttir,
Sveinn Kristjánsson.

Varastjórn:
Auður Eiríksdóttir,
Ólafur Haukur Árnason.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Margrét Jakobsdóttir Líndal.

Drög að breyttum lögum FKE
Óli Kr. útskýrði breytt lög FKE sem færð hafa verið til samærmis við lög annarra félaga innan KÍ og við ný lög KÍ.
Sigurður Kristinsson kom með munnlega tillögu um að fella brott ákvæðið um að jafnmargir karlar og konurséu í stjórn og nefndum félagsins, Tillagan ekki rædd frekar en felld í atkvæðagreiðslu. Aðrar  breytingartillögur komu ekki fram. Voru þau samþykkt einróma. Lögin taka ekki gildi fyrr en ný stjórn KÍ hefur staðfest þau í janúar árið 2000.

Önnur mál
Aðalbjörg Guðmundsdóttir þakkaði samstarf á liðnum árum. Þórir Sigurðsson, nýkjörinn formaður, þakkaði traust það sem honum var sýnt. Þakkaði þeim sem fóru úr stjórn og bauð nýja stjórn velkomna. Næsta verkefni er Danmerkurferðin og sumarferðin.

191. stjf.
26. maí
1999
Verkaskipting: Rannveig Sigurðardóttir varaformaður, Valborg Helgadóttir gjaldkeri, Ólöf H. Pétursdóttir ritari, Sveinn Kristjánsson meðstjórnandi og skjalavörður.
Á fundinn komu einnig Óli Kr. Jónsson og T'ómas Einarsson.
 • 1. Minnisvarðinn um Freystein Gunnarsson.
  Óli Kr. sagðist hafa rætt hugmynd Björns Loftssonar við undirbúningsnefndina. Þar voru menn á einu máli um að breyta ekki fyrri ákvörðun. Hins vegar kom fram sú hugmynd að ef nægilegt fé safnaðist væri hægt að setjaupp minningarskjöld í Kennarahúsinu. Þórir lagði til að þá yrði annar skjöldur settur upp til minningar um Magnús Jónsson, fyrsta skólastjóra Kennaraskólans.
  Óli Kr. sagðist hafa tekið þátt í undirbúningsnefndinni sem þáverandi formaður FKE þótt hann starfaði þar ekki á vegum félagsins. Hann bauðst til að víkja nú úr sæti. Fundarmenn óskuðu eindregið eftir því að hann starfaði áfram.
 • 2. Tómas útskýrði fjármál félagsins og afhenti Valborgu öll gögn þar að lútandi.
  Þórir þakkaði Óla og Tómasi ómetanleg störf í þágu félagsins og kvaðst vonast til að eiga þá að ef okkur lægi lítið við. Tóku stjórnarmenn allir undir það.
 • 3. Skemmtiferð félagsins er ákveðin 24. ágúst. Tómas verður fararstjóri og sér um að útvega bíla. Valborg er búin að leggja drög að kvöldverði í Munaðarnesi. Farið verður um Húnaþing vestra. Ekið fyrir Vatnsnes, sögufrægir staðir skoðaðir. Einnig farið að Borgarvirki og Bjargi í Miðfirði.
 • 4. Fréttabréf verður sent út um miðjan júlí. Þar verður sagt frá ferðinni, skemmtifundum fyrri hluta vetrar og fleiru. Skemmtifundir verða 11. sept., 2. okt., 6. nóv. og 4. des..
 • 5. Óli Kr. gat þess að 3ja hvert ár væru kjörnir fulltrúar á kennaraþing. Engir slíkir voru kjörnir á aðalfundi nú af því að ný lög taka gildi um næstu áramót. Óli og Þórir tóku að sér að sinna fulltríastörfum ef til þeirra kæmi fyrir næsta aðalfund.
 • 6. Danmerkurferðin
  Átta íslenskir kennarar ætla að sækja mót norrænna eftirlaunakennara í Vigsö í Danmörk. Undirbúningur af Íslands hálfu hefur hvílt á Þóri Sigurðssyni og er nú farsællega til lykta leiddur.
192. stjf.
13. júlí
1999
 • 1. Fréttabréf til félagsmanna brotið og merkt.
 • 2. Ritari las fundargerð síðasta fundar.
  Þórir gerðir stutta grein fyrir nýafstaðinni Danmerkurför, Hann rómaði mjög frammistöðu gestgjafanna um alla framkvæmd mótsins.Það heppnaðist einstaklega vel enda var Danmörk búin sínu fegursta skarti í sólskininu. Þórir hafði tekið saman ferðasögu og ljóðmæli sem urðu til í ferðinni. Fékk hver fundarmaður eintak til eignar sme þegið var með þökkum.
 • 3. Næsta mót, það 21., verður í Kalmar í Svíþjóð 17. - 21. júní 2000. Nánar um það síðar.
 • 4. Frá Noregi hefur borist boð um að senda fulltrúa á mót eftirlaunakennara í Tromsö 3. - 6. sept. nk. með fríu uppihaldi þessa þrjá daga en annan kostnað greiða þátttakendur sjálfir. Þórir lagði til að boðið yrði kurteislega afþakkað og voru fundarmenn sammála því.
 • 5. Það er rífandi gangur í undirbúningi fyrirhugaðrar skemmtiferðar 24. ágúst.
22. ág.
1999
Sérstakur viðburður:
Minnisvarði um Freystein Gunnarsson, skólastjóra,
afhjúpaður að Vola í Flóa í 200 manna viðurvist.
Sjá nánari frásögn hér.
6. suf.
24. ág.
1999
6. sumarferðin - farin þriðjudaginn 24. ágúst 1999.
Þátttakendur voru 92 og var ekið á tveimur bílum.
Fararstjóri var Tómas Einarsson og þar sem kallkerfi bílanna var samtengt nutu allir frábærrar frásagnar hans.
Ferðinni var heitið um Húnaþing vestra. Lagt var af stað frá Umferðarmiðstöð kl. 8 árdegis í þoku og sudda sem hélst að mestu norður á Holtavörðuheiði. Norðan heiðar var þurrt, fremur hlýtt en dálítil gola.
Eftir hálftíma stans í Staðarskála var ekið að Bjargi í Miðfirði. Þar var skoðaður minnisvarði um Ásdísi á Bjargi, móður Grettis. Þá var ekið til Hvammstanga og síðan norður Vatnsnes.
Nú hafði Tómas fengið undirritaðri, sem er fædd og uppalin á Nesinu, hljóðnemann í hendur. Næst var numið staðar á leitinu fyrir ofan Hamarsrétt en hún þykir falleg í sérkennilegu umhverfi. Síðan var ekið niður að sjónum að Hamarsbúð þar sem við fengum að borða nestið okkar. Að því búnu héldum við áfram norður Vatnsnesið með viðkonu á krikjustaðnum Tjörn. Kirkjan var skoðuð og kirkjugarðurinn. Var einkum staðnæmst við leiði þeirra Agnesar og Friðriks er tekin voru af lífi á Þrístöpum 12. janúar 1830. Saga þeirra hafði lítillega verið rakin þegar ekið var framhjá Illugastöðum.
Næsti viðkomustaður var við Hvítserk og voru margir ferðalangarnir að koma þar í fyrsta sinn. Nú vorum við komin á Síðuna sem svo er kölluið og tók Tómas þá aftur við hljóðnemanum. Þá var ekið að Borgarvirki sem er klettaborg á ásnum milli Vesturhóps og Víðidals. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir.
Við höfðum nú komið á þá staði sem fyrirhugað var að skoða í þessari ferð. Var því lagt af stað suður en stansað í Staðarskála stundarkorn. Í Munaðarnesi beið okkar stórkostlegt hlaðborð og nutu menn kræsinga og hvíldu sig um hríð. Ernst F. Backman lék á harmonikku og sungu menn fullum hálsi með.
Á suðurleiðinni komu ýmsir að hljóðnemanum, fluttu ljóð eða sögðu gamansögur.
Komið var í bæinn um kl. 22:20. Allir ánægðir eftir vel heppnaða ferð. 
Ólöf H. Pétursdóttir, ritari.
193. stjf.
2. sep.
1999
Búið er að bóka húsnæði fyrir starfshópana á vetri komanda. Það eru skemmtifundir, bókmenntahópur, kóræfngar með söngstjórann Jón H. Jónsson og skákæfingar í umsjá Þóris Sigurðssonar.
Hugsanlegt er að bridge-hópur fari í gang.
Á skemmtifundinum 11. sept. mun Þórir segja frá Danmerkurförinni en 8 félagar sóttu mótið í Vigsö.
Valborg ætlar að kaupa verðlaun, spilakort og gestabók.
Rannveig ræðir við Sigurbjörgu um hljóðfæraleik á fundinum.
Valborgu falið að festa húsnæði fyrir árshátíðina.
Brotið og merkt fréttablað til félagsmanna sem sent skal út í vikunni.
129. skf.
11. sept.
1999
Þórir setti fund og rakti í fáum orðum starf félagsins í sumar:
 • 1. Þátttakan í mótinu í Danmörku 12. - 15. júní.
 • 2. Sumarferðina 24. ágúst.
 • 3. EKKÓ-kórinn söng í Sólheimum í Grímsnesi 1. júní að beiðni líknarfélagsins Bergmáls og einnig við afhjúpun minnisvarða um Freystein Gunnarsson þann 22. ágúst.
 • 4. Tveir stjórnarfundir voru haldnir.

Félagsvist undir stjórn Rannveigar Sigurðardóttur. Spilað á 10 borðum. Alls mættir 43. félagar.
Kaffi og meðlæti.
Þórir sagði mjög skemmtilega ferðasögu Danmerkurfaranna.
Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.

130. skf.
2. okt.
1999
Spilað var á 10 borðum en 45 félagar mættu.
Kaffi.
Torfi Guðbrandsson sagði frá dvöl sinni á Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum en þar var hann skólastjóri í 27 ár. Erindið nefndi hann Skólahald við Íshafið.
Almennur söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
131. skf.
6. nóv.
1999
Í fjraveru formanns setti varaformaður, Rannveig Sigurðardóttir, fundinn og bauð gesti velkomna.
Spilað á 10 borðum en alls mættu 44 gestir.
Kaffi.
Hjónin Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorgeir Þorgeirsson fluttu frumort ljóð.
Fjöldasöngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
132. skf.
4. des.
1999
Að loknu ávarpi formanns hófst félagsvist. Spilað á 13 borðum. Alls mættu 71. Munar þar mikið um kórfélaga sem  mættu að vist lokinni.
Veislukaffi.
Sr. Heimir Steinsson tók til máls. Sagði m.a. frá æsku sinni á Seyðisfirði. Þar lenti hann, 6 ára gamall, í loftárás þegar enska olíuskipinu var sökkt.
EKKÓ-kórinn flutti nokkur lög undir stjórn Jóns H. Jónssonar en kona hans, Solveig, annaðist undirleik.
Almennur söngur og jólaóskir.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta