GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árið 2007 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnað var árið 1980
Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE
en annað skrásett af GÓP.
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
189. skf.
8. des.
2007

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 40.


Spilskarpastar voru þær Þórunn Lárusdóttir og Elín Bjarnadóttir sem´hér eru með Hermanni spilastjóra.

Eftir veislukaffi las


Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur, úr bók sinni um Davíð Stefánsson: Snert hörpu mína og að því loknu


söng EKKÓ-kórinn og að lokum tóku allir undir í fjöldasöng.

188. skf.
2. nóv.
2007

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 40.

Að þessu sinni var félagsvistin spiluð með regnbogahætti þar sem hreyfingar milli borða eru ögn öðruvísi en venjulega. Eftir harða baráttu og skemmtileg tilþrif undir spilastjórn Hermanns Guðmundssonar, formanns félagsins, urðu þessi rósariddarar stundarinnar - hvert um sig með 89 slagi!


Hermann, Lovísa Óskarsdóttir, Sigurður Kristinsson og Margrét Guðmundsdóttir.

Eftir úrvals veislukaffi tók til máls rithöfundurinn Páll Valsson.


Páll Valsson

Páll er höfundur ævisögu Jónasar Hallgrímssonar og hristi töluvert upp í viðhorfum okkar í Jónasar garð - ef við ekki höfðum gert okkur grein fyrir afrekum hans í náttúrufræðum og staðfastri áætlun hans að koma út heildaryfirliti um náttúrufar Íslands.

187. skf.
6. okt.
2007

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4. Fundarmenn voru um 40.


Spilaverðlaunin hlutu þau Sigurður Jóelsson og Halldóra Helgadóttir
sem hér eru ásamt Hermanni Guðmundssyni, formanni félagsins og spilastjóra.

Halldóra náði samtals 102 slögum sem teljast verður sjaldgæft í aðeins 12 spilum. Flestir voru slagirnir 10 en fæstir 6. Fimm sinnum fékk hún 9 slagi og þrisvar tíu.

Eftir hátíðakaffi kom Guðrún Hannesdóttir, bókasafnsfræðingur, og sagði okkur af vísnasafni sínu og hugleiðingum sem því tengdust um harðan kost æskunnar á umliðnum öldum og ömurleg hlutskipti fátækra barna.

Að lokum voru sungnir sólskins- og sumarsöngvar við undirleik Sigurðar Jóelssonar.

18. suf.
22.-23. ág.
2007

Myndir

Músaðu
á
myndirnar
til að
sjá þær
allar

 

18. sumarferð FKE dagana 22. - 23. ágúst 2007

Tveggja daga ferð um Þingeyjarsýslu
myndir ferðarinnar tók Hulda Jóhannesdóttir


Innlegg á hátíðakvöldverði á Bauki á Húsavík.

Sjá nánar hér.

17. suf.
14.-17. ág.
2007

 

Músaðu
á
myndina
til að sjá
þær allar

17. sumarferð FKE dagana 14. - 17. ágúst 2007

Fjögurra daga ferð um Vestfirði
myndir ferðarinnar tók Hulda Jóhannesdóttir


Eyri við Arnarfjörð

 


Sjá nánar hér - og alvarlegar gleðikveður:

Bjarni Aðalsteinsson:

Ef að nú í eftirlaun einn fimmeyring ég fengi,

Hinrik Bjarnason:

Íhuganir

30. félf.
5. maí
2007

*

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Aðalfundur í Stangarhyl 4 5. maí í upphafi síðasta fræðslu- og skemmtifundar vorsins.


Jóna Sveinsdóttir, fundarstjóri, og Bryndís Steinþórsdóttir, ritari


Kristján Sigtryggsson, gjaldkeri, setti fund í fjarveru formanns og varaformanns og svo tók Jóna Sveinsdóttir við fundarstjórninni.

Að þessu sinni var aðalfundurinn haldinn í upphafi fundar og tók skamma stund. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt samhljóða og stjórnin öll endurkjörin. Undir liðnum önnur mál var rætt um ferðir félagsins á sumrinu og vakin athygli á því að fjögurra daga ferð um Vestfirði í ágúst er að miklum hluta bókuð og að í hana komast aðeins 100 manns.

Stjórnina skipa:
Hermann Guðmundsson, formaður,
Hörður Zophaníasson,
Bryndís Steinþórsdóttir,
Jóna Sveinsdóttir.
Kristján Sigtryggsson.

Varastjórn:
Birna Frímannsdóttir,
Margrét Schram.

Endurskoðendur:
Gísli Ólafur Pétursson,
Sveinn Kristjánsson.
Varamaður: Auður Jónasdóttir.

Að afloknum aðalfundarstörfum voru spilin lögð á borðið. Spilastjórar voru Kristján Sigtryggsson og Jóna Sveinsdóttir.


Rósa Pálsdóttir og Stefán Ólafur Jónsson hrepptu verðlaunin og eru hér með Jónu Sveinsdóttur, spilastjóra.


Fjórar skólasystur úr Kennaraskólanum.

Fræðslu- og skemmtifundir Félags kennara á eftirlaunum eru einmitt rétti vettvangurinn fyrir kennara að hitta skólafélaga og starfsfélaga fyrri ára.

Að lokum lék Sigurður Jóelsson undir gleðilegan fjöldasöng.

186. skf
14. apríl
2007

50
manns
á
Fræðslu-
og
skemmti-
fundi

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.


Verðlaunahafar með spilastjóra

Spilað var á 10 borðum undir stjórn formannsins, Hermanns Guðmundssonar. Verðlaunin hrepptu þær Ingibjörg K. Jónsdóttir og Valborg Helgadóttir.


Eftir venjulegt úrvals veislukaffi - kom Vilborg Dagbjartsdóttir upp, rifjaði upp frá fyrri tíð og las og okkur fáein ljóða sinna.


Hlýtt á Vilborgu Dagbjartsdóttur lesa ljóð sín á sólbjörtu vori.

29. félf
17. mars
2007

30
manns
á
fundi
um
kjaramál

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

Fundur var haldinn um kjaramál í Stangarhyl 4

Músaðu hér til að sjá allar myndirnar!

Fyrstur tók Páll Ólafsson til máls og sagði frá þróun eftirlauna og hvernig sífellt væri unnið að því að láta eftirmannsregluna virka í raun þótt upplýsingar lægju ekki alltaf svo auðveldlega innan seilingar. Hann kom inn á muninn á eftirmannsreglunni og meðaltalsreglunni en sú síðarnefnda tekur nafn sitt af því að hún hækkar í sífellu eftir meðaltali þeirra hækkana sem sífellt eru að verða á kjörum opinberra starfsmanna. Hækkanir launa hjá fjölmennum félögum vega þar þyngra heldur en hækkanir hjá fámennum félögum en allar hækkanir skila sér til að hreyfa eftirlaun á meðaltalsreglunni til hækkunar. Hann gerði grein fyrir því hvers vegna hann teldi fólki á eftirmannsreglu hagstætt að fara af þeirri reglu og yfir á meðaltalsreglu þegar launarisinu, þ.e. upphafshækkunum - lýkur í nýgerðum kjarasamningi - hvenær svo sem hann er gerður - eða strax - ef langt er í að nýr samningur verði gerður.


Aðalheiður Steingrímsdóttir er formaður Félags framhaldsskólakennara. Hún sagði frá samningamálum framhaldsskólans, skýrði þann kjarasamning sem nú er þar unnið eftir og hvernig félagið hefði lagt niður viðmiðunarreglur til að létta launaráðum skólanna starfið við að gera vinnustaðasamninga. Ljóst er að þar er um fjölmarga þætti að ræða sem tillit má eða/og þarf að taka til. Það er líka ljóst að skólarnir eru aðeins að takmörkuðu leyti samræmdir í aðferðum sínum við að meta einstaka kennara til launabreytinga og alls engin regla að sem flestir fái sem jafnast.

Þegar hún hafði lokið máli sínu notaði Páll tækifærið að vísa í hennar framsögu til að undirstrika að LSR verður að vísa málum eftirlaunakennara sem taka laun eftir eftirmannsreglu til þeirra launaráða sem starfa við viðkomandi skóla til þess að þar komi í ljós hvernig viðkomandi eftirlaunakennari væri nú metinn til launaauka.

Aðalheiður fór yfir þær launahækkanir sem fylgdu þeim kjarasamningi sem nú er unnið eftir og sagði að síðustu hækkanir eftir honum ættu að koma fyrsta maí í vor - en svo engar fyrr en í janúar 2008. Af þessu var uppi það viðhorf að eðlilegt væri fyrir framhaldsskólakennara á eftirmannsreglu að taka hin hækkuðu maí-laun en fara síðan á meðaltalsreglu frá 1. júní 2007.

Björg Bjarnadóttir er formaður Félags leikskólakennara. Hún gerði grein fyrir kjaramálum félagsins og viðleitni félagsins til að bæta kjörin. Fram kom að þau hafa nýlega batnað umtalsvert og í framhaldi af innleggi og viðhorfum Páls var uppi það sjónarmið að heppilegt hlyti að vera fyrir leikskólakennara á eftirlaunum að færa sig nú yfir á meðaltalsregluna. 

Þorgerður L. Diðriksdóttir er formaður Kennarafélags Reykjavíkur en í því eru grunnskólakennarar í Reykjavík. Hún fór ítarlega í uppbyggingu kjarasamnings grunnskólakennara svo og í aðdraganda og útkomu síðustu tilraunar Félags grunnskólakennara til að fá kjarabót í krafti endurskoðunarákvæðis í fyrirliggjandi samningi. Niðurstaðan varð sú að félagsmenn fá eingreiðslu upp á kr. 30 þúsund en eingreiðslur skila sér ekki til eftirlauna. Hugsanlega er það vegna þess að hvorugur samningsaðilinn geri sér grein fyrir því - og þá ekki heldur ríkissáttasemjari.

Fundarmenn settu sig vel inn í efnið og rætt var hvernig upplýsingarnar gætu nýst þeim til að ákveða hvað væri heppilegast fyrir hvern og einn að gera í sínum málum - þ.e. hvort heppilegra væri að vera áfram á eftirmannsreglu eða færa sig yfir á meðaltalsreglu. Enginn fann nein rök á móti því viðhorfi Páls Ólafssonar að heppilegast væri að færa sig á meðaltalsreglu strax og lokið væri launarisi nýgerðs samnings. Það merkir líka að ef ár eða meira er til samningsloka og launarisi hans er lokið þá er skynsamlegast að færa sig strax yfir á meðaltalsregluna.

(Vinsamlegast athugið að þetta er ritað frá sjónarhorni GÓP.)

185. skf.
2. mars
2007

 

Hundrað
manns
á
árshátíð
FKE

*

Músaðu
hér
til

sjá
allar
myndirnar
!

Árshátíð var haldin í Kíwanishúsinu að Engjateigi 8.

Músaðu hér til að sjá allar myndirnar!

Hermann Guðmundsson, formaður FKE, og Helgi Seljan, veislustjóri, höfðu í mörg horn að líta enda fór hátíðin hið besta fram.


Áslaug Brynjólfsdóttir flutti mönnum hátíðarpistilinn.


Árshátíðin var mikil söngveisla.
Söngvararnir Jóna Fanney Svavarsdóttir og Erlendur Þór Elvarsson með undirleikaranum Vilhelmínu Ólafsdóttur og EKKÓ-kórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar glöddu gestina - sem sjálfir tóku oft lagið við undirleik Sigurðar Jóelssonar.


Frábær veislumatur.


EKKÓ-kórinn átti mögnuð tilþrif


Sumir reyndust ennþá heppnari heldur en aðrir -
en allir voru þó heppnir að koma á þessa frábæru skemmtun.


og að lokum var dansað til miðnættis við undirleik Caprí-tríósins.

184. skf.
3. feb.
2007

Við-
staddir
voru
40

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.


Eins gott að spá vel í spilin!


Guðríður, Hermann og Lovísa

Guðríður Þórhallsdóttir tók karlaverðlaunin sem rauður stormsveipur en Lovísa Óskarsdóttir varð efst kvenna. Með þeir á myndinni er Hermann Guðmundsson, spilastjóri og formaður félagsins.


Hjörtur Þórarinsson

Eftir veislukaffið kom Hjörtur Þórarinsson til skjalanna og skemmti mönnum skorinort.

Til baka á forsíðu FKE-vefsins.

2. stjrf
24. jan.
2007

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!

2. fundur Stjórnaráðs FKE haldinn í Blómasal Hótels Loftleiða 24. janúar 2007 kl. 16 - 18
( Fyrsti fundurinn var haldinn í Gerðasafni í Kópavogi þann 19. október 2004 kl. 15:30 - 17:00)


Magnús Jónsson, fyrsti formaður FKE.

Hann var formaður árin 1980 og 81 og aftur árið 1987.

Hermann Guðmundsson, formaður FKE, setti fund og stýrði. Hann bauð fundarmenn sérstaklega velkomna og vitnaði til þess að allir hefðu þeir unnið að framgangi félagsins og úrlausn sömu mála og enn væri unnið að.


Hulda Runólfsdóttir og Magnús Jónsson

Hulda tók við formennsku af Magnúsi árið 1989. Hún kom fyrst inn í varastjórn árið 1984 og starfaði í stjórninni til 1987. Hún var kjörin formaður árið 1989 og gegndi því embætti til ársins 1995 - þ.e. í sex ár samfleytt.

Eftir kaffi og ánægjulegar samræður voru skoðaðar myndir úr starfi félagsins næstliðin ár.

Til baka á forsíðu FKE-vefsins.

183. skf.
14. jan.
2007

Við-
staddir
voru
40

Músaðu
á
mynd
til

sjá
þær
allar
!

 

Fræðslu- og skemmtifundur í Ásgarði, Stangarhyl 4.

Ásgarði er félagsheimili Félags eldri borgara í Reykjavík.
Kaldur snjóavetur var genginn í garð en samt komust um 40 manns til fundarins.


Verðlaunin hlutu þau Ólöf H. Pétursdóttir og Sigurður Óskarsson
 
sem hér eru ásamt Hermanni Guðmundssyni, spilastjóra og formanni félagsins..

Eftir glæsilegt veislukaffi að vanda


sagði Bjarni Eiríkur Sigurðsson, kennari og skólastjóri og hrossabóndi 

frá eftirminnilegum atburðum.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta