| 
	GÓP-fréttir FKE-vefurinn  | 
 Árið 2010 í sögu Félags kennara á eftirlaunum sem stofnað var árið 1980 Fundargerðir eru útdregnar frá fundargerðarbókum FKE en annað skrásett af GÓP.  | 
| 
	>> 
  | 
	Hér er saga félagsins -  Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi. 
  | 
| 
	210. skf. 4. des 2010 
	
	Músaðu 80   | 
  	Fræðslu- og skemmtifundur haldinn á Grand Hóteli 
	 
	 
	 
	 
	  | 
| 
	209. skf. 6. nóv 2010 
	
	Músaðu 
  | 
Fræðslu- og skemmtifundur haldinn á Grand Hóteli 
 
 
 
  | 
| 
	208. skf. 2. okt. 2010 
	
	Músaðu 
  | 
  	Fyrsti fræðslu- og skemmtifundur haustsins haldinn á Grand 
	Hóteli 
	 
	  | 
| 
	25. suf. 18. ág. 2010 
 Myndir Hulda 
 
 
 
 
 og 
 
 Kristján  | 
	
	
	2010 - Dagsferð í Veiðivötn 
 
	 
	
	  | 
	
| 
	24. suf. 11.-13. ág. 2010  | 
2010 - Þriggja daga ferð um Skagafjörð- 
strendur, nes og dali 
 
 
Hinrik Bjarnason   | 
| 
	33. félf. 8. maí 2010 * Aðal- 
	
	Músaðu 40 
  | 
  
  Síðasti fræðslu- og skemmtifundur vetrarins á Grand Hóteli við 
	Sigtún - og jafnframt 
	aðalfundur. Spilað var á 7 borðum undir spilastjórn Emils Hjartarsonar, formanns félagsins. 
	 Eftir veislukaffið setti formaður aðalfund og bað Hermann Guðmundsson að stýra fundi. Formaður flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. Veigamesta verkefnið var að þessusinni norrænt mót kennara á eftirlaunum sem félagið hélt á Egilsstöðum í júnímánuði 2009. Mótið þótti takast mjög vel og erlendu gestirnir gáfu því góða umsögn. Önnur starfsemi félagsins var í venjulegum skorðum. Farnar voru tvær sumarferðir, önnur dagsferð en hin þriggja daga ferð um Norðurland. Vetrarstarfið var með hefðbundnum hætti, klúbbastarfsemi, fræðslu- og skemmtifundir og árshátíð. Kristján Siggeirsson, gjaldkeri félagsins gerði grein fyrir reikningunum sem samþykktir voru samhljóða. Tveir stjórnarmenn höfðu setið samfellt í stjórn í 6 ár en það er hámark tímalengdar samfelldrar setu í stjórn samkvæmt lögum félagsins. Það voru þær Bryndís Steinþórsdóttir og Jóna Sveinsdóttir sem formaður þakkaði mjög gott samstarf og góð störf fyrir félagið. 
	 Aðrir aðalstjórnarmenn voru endurkjörnir og í stað þeirra Bryndísar og Jónu voru í aðalstjórnina kjörin þau Hinrik Bjarnason og Þóra Kristinsdóttir. Í varastjórn var endurkjörin Kristín Ísfeld og ný í varastjórn var kjörin Ásdís Gunnarsdóttir. 
	 
 Undir liðnum önnur mál las formaður neðanskráða tillögu fráfarandi stjórnar að samþykkt um lífeyrismál og varðveislu lífeyrisréttinda. Rifjaði hann upp hvernig lagaákvæði um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR) hafa frá öndverðu verið tæki ríkisins í kjaraviðræðum til að halda starfslaunum niðri. Um þessar mundir - svo sem oft áður - er í gangi umræða frá ólíklegust aðilum þjóðfélagsins þar sem ráðist er á eftirlaunakjör LSR. 
 Yfirlýsing þessi var samþykkt samhljóða.  | 
	
| 
	207. skf. 10. apríl 2010 
	
	Músaðu 60  | 
Fræðslu- og skemmtifundur
á Grand Hóteli í Sigtúni 38 í 
Reykjavík - sem jafnframt var fundur með Stjórnaráðinu en í því sitja fyrrum stjórnarmenn félagsins. 
	 Eftir veislukaffið - sem nú er einfaldlega af GRAND-skala - kom vösk kvennasveit bókmenntaklúbbsins og las okkur úr verkum Þórbergs Þórðarsonar - sem áttu sannarlega samhljóm í hugum áheyrendanna. 
	 
Bókmenntaklúbburinn sendi þær fjórar til að gleðja okkur   | 
| 
	206. skf. 12. mars 2010 
	
	Músaðu 
  | 
  	
  	30 ára afmælishátíð og árshátíð FKE var haldin 12. mars á Grand Hóteli við Sigtún 
	38.  Hátíðargestir voru um 130. 
	
	 
	
	 
	
	 
	
	 Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, stýrði hátíðinni. Eftir úrvals kvöldverð var dagskráin þessi: 
 Hver aðgöngumiði var happdrættismiði. 
 
	
	  | 
| 
	205. skf. 6. feb. 2010 
	
	Músaðu 
  | 
  	
  	Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 
	38.  Fundarmenn voru um 60. Emil R. Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundi - og spilum 
	
  	 
	
	 
	
	 Sigurður Jóelsson lék á píanóið undir fjöldasöng milli atriða og eftir erindi Ragnheiðar.  | 
| 
	204. skf. 9. jan. 2010 
  | 
  	
  	Fræðslu- og skemmtifundur á Grand Hóteli við Sigtún 
	38.  Fundarmenn voru nær 60. Emil 
	R. Hjartarson, formaður félagsins, stjórnaði fundi - og spilum  |