GÓP-fréttir
FKE-vefurinn
Kom inn!
FKE-saga 13. hluti

Skrásett
af GÓP.

 Áriđ 2016 í sögu
Félags kennara á eftirlaunum

sem stofnađ var áriđ 1980
>>

 

Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru viđ áramót en ekki viđ ađalfundi.

 3. des
2016

256. skf.

Músaðu
hér


til að sjá
allar
myndirnar

Grand-fundur  3. desember 2016


Spilameistarar fundarins, Elín Bjarnadóttir, Lena Rist og Kristjana Jónsdóttir - með Þóru Albertu Guðmundsdóttur, formanni og spilastjóra, og Guðrúnu Ólafíu Samúelsdóttur sem deildi út verðlaununum.

Vigdís Grímsdóttir kom fyrst í pontu og las úr bók sinni "Elsku Drauma mín" um Sigríði Halldórsdóttur sem faðir hennar, Halldór Laxnes nefndi svo.

Vigdís þaut svo austur í sveitir en Sigríður spjallaði við okkur sjálf um líf og tilverur.

Þá fór spilið í gang á 10 borðum.
Spilameistarana sérðu á fyrstu mynd.

Bjartur Logi Guðnason kom og stýrði EKKÓ-kórnum sem flutti okkur mörg jólalög og með textum eftir kennara - sem sumir voru viðstaddir sjálfir - og sumir í huga...

Jólatilfinningin átti greiðan aðgang að fundarmönnnum sem fögnuðu flytjendunum.

Síðan sátu fundarmenn um stund yfir kræsingum og spjalli.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

 5. nóv
2016

255. skf.

Músaðu
hér


til að sjá
allar
myndirnar

 

 

Grand-fundur -5. nóvember 2016

Þóra Alberta Guðmundsdóttir setti og stýrði fundi og spilum.

Að venju voru spiluð 12 spil og konurnar sóttu gullið.


Þóra Alberta Guðmundsdóttir formaður félagsins og spilastjóri, Jóna Sveinsdóttir, hæst kvenna, Guðrún Ólafía Samúelsdóttir stjórnarmaður sem afhenti verðlaunin og karlameistarinn, Þóra Kristinsdóttir.


Hans Kristján Guðmundsson, formaður U3A, kynnti samtökin.

Félagsmenn FKE stóðu sig vel við að taka þátt í skoðanakönnun fyrir tveimur árum þar sem könnuð voru viðhorf til þess hvernig að er staðið þegar einstaklingar fara á eftirlaun. Almennt var sú skoðun uppi að nytsamt væri að undirbúa fólk undir þær breytingar sem óhjákvæmilega fylgdu þeirri miklu breytingu en um leið höfðu menn talið mikilvægt að slík kynning væri innan áhrifasvæðis einstaklingsins, - þ.e. menn vildu sjálfir hafa hönd í bagga um kynningarefnin.

Aðilinn sem hélt þessa könnun hafði vítt samráð bæði innanlands - svo og erlendis við ensk, spönsk og pólsk samtök, stofnanir og skóla. Þessu hefur hvarvetna verið vel tekið. Samtökin hafa þegr fengið styrki til frekara starfs sem m.a. er fólgið í að skilgreina valkosti og gera hverjum og einum mögulegt að velja sér sína leið til áhugaverðra viðfangsefna - þegar þriðja æviskeiðið fer í hönd - upp úr fimmtugu.

Nánar um þetta á vefnum U3A.is þar sem einnig er einfalt að skrá sig í samtökin.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

 1. okt
2016

254. skf.

Músaðu
hér


til að sjá
allar
myndirnar

Grand-fundur  10. október 2016


Spilameistarar fundarins, Guðmundur Björn Kristmundsson
og Anna S. Björnsdóttir, milli þeirra Péturs Bjarnasonar sem
afhenti verðlaunin og spilastjórans Þóru Albertu Guðmundsdóttur,
formanns félagsins.

Meðan fundarmenn sátu undir borðum

fór Kristján Sigfússon með okkur í Vestfjarðaferð sumarsins
í myndum sínum, sagði söguna og deili á stöðum -
og hafði Pétur Bjarnason sér til halds og trausts -

fundarmönnum til gleði og gamans.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

7. maí
2016

253. skf.

Músađu
hér
til ađ sjá
allar
myndirnar

 

 

Grand-fundur - Ađalfundur FKE 2016

Ţóra Alberta Guđmundsdóttir setti og stýrđi fundi og spilum.

Ađ venju voru spiluđ 12 spil og vinningshafarnir fengu nokkuđ yfir 90 slagi.


Áslaug Júlíusdóttir og Sigríđur Einarsdóttir fengu spilaverđlaunin.
Međ ţeim eru á  myndinni Guđrún Ólafía Samúelsdóttir sem afhenti verđlaunin
og Ţóra Alberta Guđmundsdóttir,  spilastjóri og formađur félagsins.

Međan setiđ var undir kaffiborđum fóru ađalfundarstörfin fram. Fundarstjóri var

Emil Ragnar Hjartarson,

Ţóra Alberta Guđmundsdóttir, formađur félagsins, flutti skýrslu stjórnar

og Kristján Sigfússon, gjaldkeri félagsins gerđi grein fyrir rekstrinum.

Einn stjórnarmanna, Ţóra Unnur Kristinsdóttir, varaformađur félagsins, hafđi nú veriđ 6 ár í stjórn, en svo lengi má sami einstaklingur lengst sitja samfellt í stjórn samkvćmt lögum félagsins. Í hennar stađ var sem ađalmađur kjörinn

Guđmundur Björn Kristmundsson.

Stjórnarmenn á ađalfundi:
Guđrún Lára Ásgeirsdóttir, Kristján Sigfússon, Guđrún
Ólafía Samúelsdóttir, Guđmundur Björn Kristmundsson
og Ţóra Alberta Guđmundsdóttir sem var endurkjörinn formađur félagsins.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

2. apríl
2016

252. skf.

Músađu
hér
til ađ sjá
allar
myndirnar

 

 

Grand-fundur

Ţóra Alberta Guđmundsdóttir setti og stýrđi fundi og spilum.


Efst hinna bláu, karlanna, urđu ţau Kristjana Jónsdóttir og Hjörtur Ţórarinsson.
Ţau skiptu verđlaunum međ sér međ spiladrćtti úr hendi Guđrúnar Ólafíu Samúelsdóttur.


Milli stjórnarmannanna Ţóru Albertu Guđmundsdóttur
og Guđrúnar Ólafíu Samúelsdóttur eru spilameistarar dagsins.
Kristjana Jónsdóttir og Hjörtur Ţórarinsson
og Elísa St. Jónsdóttir sem varđ hćst kvenna.


Valborg Baldvinsdóttir, Elín Vilmundardóttir,
Ragnheiđur Jónsdóttir og Ingibjörg Sigurgeirsdóttir.

Eftir - og undir veislukaffinu fćrđi liđssveit Bókmenntaklúbbsins
okkur brot af ţví besta viđ góđar og blómskrýddu undirtektir.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

4. mars
2016

251. skf.

Árshátíđ

Músađu
hér
til ađ sjá
allar
myndirnar

 

Árshátíđ á Grand

Hátíđargestir röđuđum sér ađ borđum

og Ţóra Alberta Guđmundsdóttir, formađur félagsins, setti fagnađinn

og tengdi fyrrverandi formann, Emil Ragnar Hjartarson,

til gamanmála

sem hittu í mark ţar sem heyrn var í lagi.

En Pétur Bjarnason var einnig í hlutverki stýringa og gleđigjafa og lét ekki sitt eftir liggja.

Eftir matinn var dregiđ í happdrćtti hátíđarinnar.

Ţóra Unnur Kristinsdóttir, varaformađur, og Ţóra Alberta, formađur, drógu úr happdrćttispússinu ađgöngumiđanúmeriđ hennar Sigríđar Sigurđardóttur sem ţar međ hlaut tvö sćti í dagsferđ sumarsins.

Ţví nćst drógu ţćr miđann hans Skarphéđins Guđmundssonar sem ţar međ hlaut ađgang fyrir tvo á árshátíđina nćsta ár.

Ţá stigu upp félagar okkar í EKKÓ-kórnum

undir leiđsögn Bjarts Loga Guđnasonar

og fluttu okkur lög sem glöddu okkur.

Ţar voru ţessir tveir svo myndrćnir ađ eigi var undan myndatöku vikist.

Björg Ţórhallsdóttir söng okkur magnađan flutning

viđ undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar Guđnasonar - 

og gerđi okkur gleđilukku.

Ţá var komiđ ađ dansinum.

Hér eu ţeir Númi Adolfsson og Pétur Bjarnason sem ásamt Hilmari Erni Agnarssyni Guđnasonar skipuđu hljómsveit kvöldsins .

Hér eru ţeir Kristján Sigfússon, gjaldkeri félagsins, og Númi og Hilmar sem eru í ţann mund ađ taka sér stöđu viđ hljóđfćrin.

Svo var dansađ

og dansađ

og dansađ

og allir kvöddust glađir í lokin.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

250. fos.
6. feb.
2016

Músađu
hér
til ađ sjá
allar
myndirnar

 

Grand-fundur

Ţóra Alberta Guđmundsdóttir, formađur félagsins, setti fund og stýrđi og var spilastjóri.


Pétur Bjarnason, sem afhenti verđlaunin,
verđlaunahafarnir
Jóhanna Edwald og Ţorvaldur Óskarsson
og Ţóra Alberta Guđmundsdóttir.

Eftir - og undir hefđbundnu kaffi og krćsingum kom í pontu

Ţröstur Sigtryggsson, fyrrverandi skipherra, í heimsókn. Hann sagđi okkur af ćvi og störfum föđur síns, Sigtryggs Guđlaugssonar sem var í senn hugsjónamađur og frumkvöđull, stofnađi m.a. Núpskóla í Dýrafirđi og rćktađi upp garđinn Skrúđ.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

249. fos
9. jan.
2016

 

 

 

Grand-fundur


Frá Grandfundi 6. janúar 2016

Spilaverđlaunin hlutu ţćr Margrét Barđadóttir og Ţórunn Lárusdóttir sem hér sjást međ Ţóru Albertu, formanni FKE. Myndin er tekin á 250. fundi ţann 6. febrúar.

Myndari/ritari var fjarri og ţessi mynd var tekin á febrúarfundinum ţann 6. feb. 2016.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta