GÓP-fréttir
FKE-vefurinn

 Árin 1990 - 1996 í sögu  
Félags kennara á eftirlaunum
sem stofnað var árið 1980
Efnisatriði eru tekin eftir fundargerðarbókum FKE.
Sumt er orðrétt en annað meira og minna klippt til, stytt og endursagt af GÓP.
>> Hér er saga félagsins -
Kaflaskil eru við áramót en ekki við aðalfundi.
79. stjf.
22. jan.
1990
Undirbúningur árshátíðar. Matur frá Veislustöð Kópavogs á kr. 1.600 á mann. Þorsteinn og Helgi annast kaup á öli, gosi og ýmsu öðru. Verð aðgöngumiða verði kr. 2.200. Vel hefur til tekist um skemmtikrafta því Pétur Pétursson, fv. þulur, og Reynir Jónasson, orgel- og harmonikkuleikari, hafa lofað nærveru sinni.

13. Norræna mót eftirlaunakennara verður haldið í Finnlandi dagana 7.-11. júní í sumar.

57. skf.
3. feb.
1990
Árshátíð
Ávarp formanns og sungin tvö lög.
Ljúffengur matur fram borinn.
Reynir Jónasson lék létt lög undir borðum.
Pétur Pétursson flutti skemmtilegar frásagnir af mönnum sem þekktir voru fyrir skemmtilegheit bæði til orðs og æðis.
Sungin nokkur lög.
Reynir lék fyrir dansi sem stiginn var af miklu fjöri.

Pétur vildi ekki þiggja greiðslu fyrir sitt tillegg og var gefinn blómvöndur í þakkarskyni.

80. stjf.
6. feb.
1990
13. norðurlandamótið. Ákveðið að senda öllum félögum FKE bréf um þetta efni en umsóknir um þátttöku þurfa að berast fyrir 15. mars.
81. stjf.
20. feb.
1990
Vinnufyndur til að ganga frá og senda út tilkynningu um 13. norræna mótið í Finnlandi.
82. stjf.
6. mars
1990
Hagnaður af árshátið varð kr. 12.520.
Hulda Pétursdóttir mun verða fulltrúi okkar á 13. Norðurlandaþinginu og sennilega einn annar.
Skemmtifundur 10. mars - ákveðið að Ari Gíslason, kennari, sýni Íslands-skyggnur. Gengið frá fundarboði.
58. skf.
10. mars
1990
1. Sungin nokkur lög.
2. Félagsvist spiluð á 11 borðum.
3. Kaffiveitingar hinar bestu að vanda og menn spjölluðu saman um stund.
4. Ari Gíslason sýndi litmyndir.
5. Helgi Þorláksson lék undir almennum söng.
Viðstaddir 52. Fundi slitið kl. 18.
83. stjf.
19. mars
1990
Rædd ferð Huldu á 13. norræna mótið.
Rædd verkefni sem leysa þarf fyrir sumarið en engar ákvarðanir teknar.
84. stjf.
27. mars
1990
Hulda kvaðst á förum af landi burt og mun dvelja þar uns 13. þinginu lýkur. Þetta verður síðasti fundurinn nú um sinn sem hún stjórnar. Helga Hallgrímssyni, varaformanni, falið að taka við stjórnartaumunum.
Um skemmtiatriði tveggja næstu funda hafði hún leitað til þriggja manna, þeirra Kára Tryggvasonar, Þorgeirs Ibsen og Sigfúsar Halldórssonar sem af ýmsum ástæðum gátu ekki orðið við bón hennar. Þorsteinn Ólafsson bauðst til að ræða við Þorstein Matthíasson.
85. stjf.
2. apr.
1990
Um næsta skemmtifund 7. apríl - gengið frá fundarboði.
59. skf.
7. apr.
1990
Varaformaður setti fund og stýrði.
1. Félagsvist, 12 spil á 12 borðum.
2. Fjölbreyttar kaffiveitingar.
3. Þorsteinn Matthíasson flutti mjög fróðlegt erindi þar sem hann lýsti högumfólks, aðbúð kennara og nemenda í heimabyggð sinni á Strandasýslu fyrir rúmlega hálfri öld.
4. Almennur söngur undir stjórn og við undirleik Helga Þorlákssonar.
5. Viðstaddir 54 (51 skráður). Fundi lokið kl. 18.
86. stjf.
9. maí
1990
Varaformaður setti fund og stýrði.
Sagt af Fulltrúaráðsfundi KÍ.
Síðasti skemmtifundur vetrarins 19. maí. Guðrún magnúsdóttir mun flytja okkur - annað hvort erindi eða upplestur.
Stjórnarmenn gefa að venju á þessum síðasta skemmtifundi vetrarins eitthvað hgott með kaffinu.
87. stjf.
maí
1990
Fundurinn er ekki dagsettur.
Varaformaður setti fund og stýrði.
Gestur fundarins, Helgi Þorláksson, hafði verið fulltrúi félagsins á SLRB og sagði af þeim vettvangi.
Aðalfundur SLRB verður haldinn 20. júní n.k. og þarf að velja fulltrúa FKE fyrir þann tíma. FKE má senda 10-15 fulltrúa á fundinn.
Helgi hefur aðstoðað Huldu Runólfsdóttur við að fá nýja íslenska kvikmynd til að sýna á 13. norræna þinginu.
Gengið frá fundarboði skemmtifndar 19. maí.
60. skf.
19. maí.
1990
Þorsteinn Ólafsson, gjaldkeri félagsins, setti fund og stýrði (40 skráðir).
1. Spiluð félagsvist á 10 borðum.
2. Kaffiveitingar af bestu gerð. Kaffiumsjónarkonur fengu kærar þakkir og blómvendi.
3. Skemmtiþátt dagsins annaðist Gerður Magnúsdóttir sme las söguna Salómonsdómur eftir Halldór Stefánsson.
4. Söngur við undirleik Helga Þorlákssonar.
88. stjf.
1990
Fundurinn er ekki dagsettur - en formaður er kominn heim af 13. norræna þinginu sem haldið varí Finnlandi dagana 7.-11. júní. Af orðalaginu "á liðnu sumri" mætti ætla að kominn sé ágúst - því 89. stjf. er dagsettur 31. ágúst.
Formaður setti fund og stýrði.
Formaður sagði af 13. norræna þinginu í Finnlandi á liðnu sumri.
Formaður er á förum til Noregs til að undirbúa 14. norræna þingið.
Umræður vegna aðalfundarins sem haldinn verður 15. sept..
Skemmtifundardagsetnng
89. stjf.
31. ág.
1990
Vinnufundur til að ganga frá fundarboði um aðalfund 15. september.
Stjórnin hefur samþykkt breytingartillögu við 7. grein laganna.
61. skf.
15. sep.
1990
Formaður setti fund og stýrði (51 skráðir).
1: Félagsvist, 12 spil á 12 borðum.
2. Kaffi drukkið með góðu meðlæti.
3. Fundi lauk kl. 16.
11. félf.
15. sep.
1990

51
skráðir
við-
staddir

Aðalfundur hófst kl. 16. Skýrsla stjórnar:
15 stjórnarfundir.
8 skemmtifundir
Árshátíð
Norrænt samstarf. 12. norræna mótið sótti formaður fyrir FKE oglýsti störfum þingsins í megindráttum. Slík þing eru bæðifróðleg og skemmtileg. Einnig sótti formaður undirbúningsfund undir 13. þingið til Noregs dagana 4. - 5. september.
Gjaldkeri gaf yfirlit yfir fjárhag FKE. Í sjóði eru kr. 58.231.

Stjórn var kjörin:
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Jón Hjartar,
Vigfús Ólafsson,
Vilborg Björnsdóttir,
Gerður Magnúsdóttir,

Varastjórn:
Ingibjörg Björnsdóttir,
Ólafur Kr. Þórðarson.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Sigríður Arnlaugsdóttir.

Lagabreyting.
Samþykkt að breyta orðalagi í:
Formann má endurkjósa tvisvar.

Nú eru lögin svona.

Sungin nokkur lög að lokum.

90. stjf.
1. okt.
1990
Verkaskipting: Jón Hjartar varaformaður, Vigfúr Ólafsson gjaldkeri, Gerður Magnúsdóttir ritari, og Vilborg Björnsdóttir vararitari.
Rætt um næsta skemmtifund. Vigfús benti á að fá 2-3 aðila til að koma fram á fundinum með stutta þætti. Ákveðið að stjórnin tæki þann þátt að sér á næsta fundi: Stjórnin stígur í stólinn.
91. stjf.
8. okt.
1990
2 klst vinnufundur
til að ganga frá fundarboði.
62. skf.
13. okt.
1990
Félagsvist á 15 borðum. Auk þeirra sem þar spiluðu komu 4-5 til viðbótar til að hlýða á skemmtiatriði. Vistaddir hafa því verið um 70 manns (60 skráðir).
Eftir kaffi
settist frú Guðrún Pálsdóttir við píanóið og sungin voru mörg hugljúf lög.
Stjórnin sté í stólinn og Vilborg las upp frásögn af furðulegri hjónavígslu og síðan af dularfullum atburðum á Öxarfjarðarheiði. Vigfús var næstur og sagði  frá undraverðri björgun úr sjávarháska við Vestmannaeyjar. Þá frásögn hafði hann sjálfur skráð og birt í Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja 1979.
Sungin nokkur lög.
92. stjf.
5. nóv.
1990
Vinnufundur - sent út fundarboð fyrir næsta skemmtifund 10. nóv..
Talað hefur verið við tvö aðila um skemmtiatriði, Auðun Braga Sveinsson og Ólaf Kr. Þórðarson, stjórnarmann.
Rætt um aðventufundinn og skemmtiefni þá.
Leita að skemmtilegum manni fyrir árshátíðina. Helst kom Jónas Árnason í hug manna.
63. skf.
10. nóv.
1990
Félagsvist á 13 borðum.
Fleiri komu í kaffi. Alls um 60 manns (56 skráðir).
Helgi Þorláksson stjórnaði söng.
Auðunn Bragi Sveinsson kvað bragi með mismunandi stemmum. Fyrst alllangur palladómur um hinar ýmsu stéttir eftir föður hans, Svein frá Elivogum. Síðan nokkrar mildari vísur.
Aftur var sungið.
Ólafur Kr. Þórðarson flutti ágæta sögu af læknisvitjun til Patreksfjarðar um nótt. Áhættuferð fyrir 17 ára ungling í ófærð og myrkri að vetrarlagi.
Að lokum sungið. Fundi slitið um kl. 5.
93. stjf.
3. des.
1990
útsending findarboðs fyrir jólafundinn 8. des.. Hulda og Ingibjörg hafa skipulagt hann. Ingibjörg talar við Guðfinnu Dóru Ólafsdóttur, kórstjóra telpnakórs Garðabæjar, og Hulda ætlar að lesa eigin frásögu frá fyrstu dögum útvarpsins. Við hin sjáum að baka og komameð kerti.
64. skf.
8. des.
1990
Félagsvist á 15 borðum og nokkrir komu til viðbótar í kaffið. Alls hafa verið um 70 manns viðstaddir (60 skráðir).
Telpnakór Garðabæjar söng undir stjórn Guðfinnu Dóru.
Hulda las lifandi frásögu af fyrstu dögum útvarpsins - sem hún nefndi: Í dag er glött í döprum hjörtum.
Sungið við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
Ekki dró kaffið úr jólaskapinu því þar trónuðu stásslegar stríðstertur, bakaðar af stjórnarmeðlimum, og kerti loguðu.
Skemmtun lokið kl. að ganga 7 e.h..
94. stjf.
22. jan.
1991
Útsending boðs um árshátíð laugardaginn 2. febrúar.
Matur pantaður á sama stað og áður. Búið að tryggja hljóðfæraleikara, Reyni Jónasson,  og skemmtikraft, Jónas Árnason.
65. skf.
2. feb.
1991
Árshátíð FKE - 75 gestir. Jónas Árnason komst ekki vegna veikinda. Kennarar gripu til sinna skyndiráða og Ólafur Kr. Þórðarson sagði:

Skítt að Jónas skyldi bresta
skjótt þó Hulda bætt'úr því
treyst'á náðir góðra gesta
sem geystust fram með fræðin ný.

Við fengum að heyra smellna gamansögu hjá Ara Gíslasyni sem á tímabili virtist ætla að lenda í tvíræðu - en var mjög meinlaus.
Sigurlaug Björnsdóttir sagði okkur frá ástum íslamskra sem hún hafði kynnst í Englandi.
Hulda kunni ýmis hnyttin tilsvör Bjúsa (Björns Bjarnasonar) kennara.
Vigfús sagði frá skilningi barna á orðtökum og fleiru.
Reynir lék á píanóið allan tímann undir borðum og við sungum.
Maturinn var mjög góður og fallega fram borinn.
Dansað um hríð við harmonikkuleik Reynis.
Skemmtuninni slitið á ellefta tímanum og voru menn á einu máli um að hún hefði tekist mjög vel.

95. stjf.
19. feb.
1991
Vinnufundur
til að senda út boð um 13. mótið Nordisk Pensionisttreff
sem haldið verður í Noregi í Gausdal 3. - 7. september.
96. stjf.
26. feb.
1991
Vinnufundur
til að senda út fundarboð
um skemmtifundinn 2. mars.
66. skf.
2. mars
1991
Félagsvist á 15 borðum og auk þess kom margt manna í kaffið (76 skráðir).
Gils Guðmundsson, rithöfundur, flutti fyrirlestur um systurnar Herdísi og Ólínu Andrésdætur.
Hulda formaður las ljóð eftir þær.
Söngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttir. Fundurinn stóð til langt gengin 6 og var mjög ánægjulegur.
97. stjf.
mars-apr.
1991
Vinnufundur til að senda út fundarboð
og ræða um síðasta skemmtifund vetrarins.
(Þessa stjórnarfunar er aðeins getið inni í og aftast í fundargerð 67. skemmtifundarins.)
67. skf.
2. apr.
1991
(71 skráður)
Spilað á 15 borðum.
Kaffidrykkja.
Skemmtidagskrá - Unnur Kolbeinsdóttir og hópur úr Kvæðamannafélaginu Iðunni skemmti með kveðskap sem gladdi mönnum í geði.
(Hér er nefndur 97. stjórnarfundurinn sem til er vísað hér næst fyrir ofan.)
98. stjf.
maí
1991
Vinnufundur til að senda út fundarboð um skemmtifundinn 4. maí.

(Þessa fundar er aðeins getið aftast í fundargerð 68. skemmtifundar.)

68. skf.
4. maí
1991
(55 skráðir) Spilað á 14 borðum.
Kaffiveitingar.
Flutt ljóð og lög í umsjá Magnúsar Einarssonar og sonar hans. Lögin og ljóðin voru öll eftir Magnús.
Konurnar í stjórninni höfðu að vanda séð um kökubaksturinn.
(Hér er aðeins drepið á vinnufund stjórnar til útsendingar fundarboða fyrr í vikunni.)
99. stjf.
24. sep.
1991
Vinnufundur að senda út fundarboð fyrir skemmtifund 28. sept.. Formaður skýrði frá því að þá ætti einnig að vera aðalfundur og stinga þyrfti upp á mönnum í stað þeirra sem ætluðu að ganga úr stjórn, þeirra Vigfúsar Ólafssonar sem verið hefur gjaldkeri, Jóns Hjartar og Vilborgar Björnsdóttur. Leitað hafði verið til Guðjóns Þorgilssonar, Valgeirs Vilhjálmssonar og Rannveigar Sigurðardóttur sem tjáðu sig fús að taka sæti í stjórn.
69. skf.
28. sep.
1991
Á venjulegan hátt. (41 skráður.)
Á eftir skemmtifundinum var haldinn aðalfundur.
12. félf.
28. sep.
1991
Aðalfundur - 41 skráðir viðstaddir.
Stjórnin gerði grein fyrir störfum sínum, 8 skemmtifundir og árshátíð.
Norrænt samstarf. Formaður sagði af þátttöku á 12. norræna mótinu. Íslenskir þátttakendur voru einungis þrír, Hulda og þau Ari Gíslason og frú. Þetta hafði verið ánægjuleg ferð.
Hún sagði frá því að næsta mót verður haldið á Íslandi í byrjun júlímánaðar 1992. 
Vigfús las meðfylgjandi efnahagsreikning.

Stjórn var kjörin:
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Gerður Magnúsdóttir,
Guðjón Þorgilsson,
Ingibjörg Björnsdóttir,
Ólafur Kr. Þórðarson.

Varastjórn:
Rannveig Sigurðardóttir,
Valgeir Vilhjálmsson.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Sigríður Arnlaugsdóttir.

Að lokum var sungið við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.

100. stjf
28. sep.
1991
Verkaskipting: Ólafur Kr. Þórðarson varaformaður, Gerður Magnúsdóttir ritari, Guðjón Þorgilsson gjaldkeri, Ingibjörg Björnsdóttir meðstjórnandi.
101. stjf.
15. okt.
1991
Send fundarboð skemmtifundar.
Ekki liggur enn fyrir kostnaðaráætlun um norræna mótið vegna veikinda á ferðaskrifstofunni sem sér um málið.
70. skf.
19. okt.
1991
Spilað á 16 borðum og auk þess komu nokkrir í kaffið. Alls hafa því komið 68-70 manns (64 skráðir).
Í fundarboði var óskað eftir frjálsu framtaki fundarmanna, þeir sem hefðu handbært ljóð eða sögu að segja kæmu fram með það á fundum. Það stóð ekki á góðum undirtektum. 5 manns tóku til máls. Hulda flutti ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar: Sungið við sorg af sinni alkunnu snilld - blaða- og bókarlaust. Jón Hjörtur flutti snjalla vísu. Kristín Björnsdóttir sagði ferðasögubrot af Vestfjörðum og fléttaði þar inn tvö ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Guðmund Böðvarsson. Sigurður Kristinsson flutti ljóð eftir Sigríði Einarsdóttur frá Munaðarnesi og Þurðíði Guðmundsdóttur. Auðunn Bragi sagði frá Reykjaskóla í Hrútafirði. Allt var þetta mjög áheyrilegt og skemmtilegt.
Helgi Þorláksson leiddi söng.
102. stjf.
12. nóv.
1991
Fundarboð send fyrir skemmtifundinn 16. nóv..
Lausleg kostnaðaráætlun liggur fyrir um norræna mótið næsta sumar.
Hún áleit að það yrðu 4.000 sænskar krónur.
71. skf.
16. nóv.
1991
Spilað á 14 borðum (60 skráðir).
Ari Gíslason sýndi myndir frá móti norrænna eftirlaunakennara í Noregi á síðasta sumri.
103. stjf.
3. des.
1991
Send út fundarboð um jólafund 7. des..
Hulda ítrekaði að við þyrftum að ákveða hverjir ætluðu að þiggja hið höfðinglega boð Gísla Sigurbjörnssonar um vikudvöl að Ási í Hveragerði.
Minnt á þá venju sem skapast hefur að stjórnin sjái um bakkelsið á jólafundinum.
72. skf.
7. des.
1991
Spilað á 15. borðum. (61 skráður.)
Barnakór Kársnesskóla undir stjórnÞórunnar Björnsdóttur söng nokkur lög.
Þorsteinn frá Hamri flutti skemmtilega frásögu úr þjóðsögum um spilamennsku á jólanótt og bar saman slíkar frásagnir.
Kaffi framreitt með hinum lystilegustu hnallþórum og pönnukökum sem Guðjón Þorgilsson hefur sjálfur bakað.
Mikil jólastemmning var á fundinum og haft á orði að aðsókn færi vaxandi og ekki gott að vita hvenær við sprengdum utan af okkur húsnæðið.
104. stjf.
30. jan.
1992
Árshátíðin 8. febrúar. Ákveðið að panta mat frá Veislustöð Kópavogs, fá Helga Seljan til að skemmta fólki og Reyni Jónasson til að leika fyrir dansi og sjá um fjöldasöng.
Fundarboð send út.
73. skf.
8. feb.
1992
Hófst kl. 6 með borðhaldi. (Enginn viðvistarlisti.)
Maturinn frá Veislustöð Kópavogs fallega framreiddur, mikill og góður.
Reynir Jónasson lék undir borðum.
Helgi Seljan flutti gamankvæði og flutti gamansögur. Undirleikari kom með Helga og var flutningur þeirra öllum til ánægju.
Að lokum greip Reynir til harmonikkunnar og lék fyrir dansi.
105. stjf.
2. mars
1992
Sá sorglegi atburður hafði gerst að Gerður Magnúsdóttir, ritari félagsins, lést 26. febrúar.
Vegna fráfalls hennar tók Ingibjörg Björnsdóttir við störfum ritara í félaginu.
Tveir átta manna hópar dvöldu í Ási í Hveragerði í boði Gísla Sigurbjörnssonar og létu hið besta yfir dvölinni.
Rætt um 13. mótið sem haldið verður hér á landi í júlí í sumar. Ákveðið að senda félagsmönnum bréf um ferð til Akureyrar og þátttöku í mótinu.
Næsti skemmtifundur 14. mars og í fundarboði óskað eftir skemmtiefni frá fundarmönnum sjálfum. Skyldu þeir sem það ættu í fórum sínum hafa samband við formann fyrir fundinn.
106. stjf.
9. mars
1992
Vinnufundur.
Send út fundarboð.
74. skf.
14. mars
1992
Góugleði (62 skráðir).
Auglýst hafði verið eftir heimafengnu skemmtiefni og reyndist sú aðferð vel. Dagskrárliðurinn nefndist Enginn veit hvað undir býr enda vissi enginn nema flytjendur sjálfir hvað hjá þeim hafði orðið fyrir vali.
Ása Jónsdóttir las tvær vísur um sín bernskujól.
Björn Loftsson flutti ljóð eftir ýmsa þjóðkunna höfunda svo sem Bólu-Hjálmar, Þorstein Erlingsson og fleiri. Svo bætti hann nokkrum við eftir sjálfan sig og konu sína.
Þórarinn E. Jónsson las eigin ljóð ogkonu sinnar.
Hulda Runólfsdóttir flutti frásögn í léttum dúr.
Vilborg Björnsdóttir las ljóð eftir Antoníus Sigurðsson.
Milli atriða var sungið við undirleik Helga Þorlákssonar.
Á undan skemmtiatriðunum var eins og venjulega spiluð félagsvist og var spilað á 13 borðum.
Alls munu gestir hafa verið 57.
107. stjf.
21. apr.
1992
Fundarboð send út.
75. skf.
25. apr.
1992
Félagsvist undir stjórn Ólafs Kr. Þórðarsonar sem einnig stjórnaði fundinum í veikindafjarveru formanns.
Kaffi var drukkið.
Rætt um væntanlegt 13. mót eftirlaunakennara á Akureyri í júlí. Margt er enn óvíst um gesti og tímasetningar. Gerð var könnun á hverjir gætu hýst Dani en þeir koma einum degi fyrr en hinir. Undirtektir voru svo til engar.
Ari Gíslason flutti að lokum erindi sem hann nefndi Gamlar minningar. Taldi hann munnlega geymd öruggari en margir vildu vera láta og sagði tvær sögur úr Borgarfirði því til sönnunar.Fundargestir voru 55 (54 skráðir).
108. stjf.
19. maí
1992
Fundarboð send út og skemmtifundur ákveðinn 23. maí.
Vegna þess að þetta er síðasti skemmtifundurinn á starfsárinu ákvað stjórnin að framreiða Hnallþórukaffi og tók stjórnin að sér að koma með eða útvega nokkrar Hnallþórutertur til viðbótar öðru meðlæti.
Ólafur Kr. Þórðarson tók að sér að útvega nokkra stráka úr kór eldri borgara og var hann í þeirra hópi er taka skyldu lagið.
Hulda Runólfsdóttir átti í fórum sínum frásögn sem hún kallaði Fjöður.
Félagsvist og fjöldasöngur yrðu svo aðsjálfsögðu líka með.
76. skf.
23. maí
1992
Hófst kl. 2 með félagsvist. Fólk var með færra móti (skráðir 55) - eða það fannst stjórninni sem lagt hafði til stóranhluta af meðlætinu.
Kaffið var sannkallað veislukaffi.
Strákarnir sungu ljómandi vel. Söngstjóri þeirra var Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir sem síðan spilaði undir fjöldasöng.
Liði var á daginn og fólk spjallaði saman svo Hulda ákvað að geyma frásögn sína.
 
109. stjf.
2. júní
1992
Viðstaddir aðeins Hulda, Guðjón og Ingibjöörg auk Rannveigar, en fundurinn var haldinn heima hjá henni.
Frekari ráðstafanir varðandi mótið í sumar og fá síðustu fréttir af ferðaáætluninni.
110. stjf.
22. júní
1992
Vistaddar Hulda, Rannveig og Ingibjörg.
Undirbúningur 13. mótsins. Meðal annars að velja texta og sönglög fyrir allar þjóðirnar.
111. stjf.
5. ág.
1992
Allir viðstaddir.
Tillaga til lagabreytingar. 6. og 7. grein sameinaðar þannig:
Stjórnin er kosin á aðalfundi, hana skipa fjórir menn auk formanns sem er kosinn sérstaklega. Stjórnin skiptir með sér verkum. Kjörtímabil formanns og annarra stjórnarmanna er 2 ár. Kjósa skal tvo varamenn á sama hátt og tvo endurskoðendur.
 
112. stjf.
15. sep.
1992
Fundurinnhaldinn í gamla Kennaraskólahúsinu sem kennarasamtökin eru nú flutt í eftir gagngera breytingu.
Send út fundarboð aðalfundar 26. september.
113. stjf.
25. sep.
1992
Lagabreytingar fyrir aðalfund.
Fallið frá fyrri tillögu sem lýst er í fundargerð 111. stjf..
Samþykkt að halda 6. gr. óbreyttri en síðasta málsgrein 7. gr., sem hljóðar svona: Formann má endurkjósa tvisvar, breytist í Formann má endurkjósa þrisvar.
13. félf.
26. sep.
1992
Aðalfundur (37 skráðir)
Félagsvist spiluð á 9 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Að því loknu setti formaður, Hulda Runólfsdóttir, fundinn og kvaddi til fundarstjóra Helga Þorláksson og ritara Rannveigu Sigurðardóttur. Það var samþykkt.
Skýrsla formanns.
Formaður minntist Gerðar Magnúsdóttur sem var ritari félagsins, svo og annarra félagsmanna sem létust á árinu. Að því búnu las hún skýrslu félagsins.
15 stjórnarfundir,
8 skemmtifundir,
13. mót norrænna kennara á eftirlaunum haldið á Akureyri 4. - 6. júlí í sumar. Þar voru 105 norrænir gestir auk 14 Íslendinga. Farnar voru ferðir, m.a. um Eyjafjörð og til Mývatns í yndislegu veðri. Hilda Torfadóttir var stoð og stytta félagsins í undirbúningi og skipulagningu fyrir norðan. Þann 7. júlí var svo haldið suður Kjöl og gist að Laugarvatni. Skemmtidagskrá var bæði kvöldin á Akureyri. Komið var til Reykjavíkur þann 8. júlí og allir virtust ánægðir. Þakkaði formaður Valgeiri Gestssyni fyrir þá miklu aðstoð sem hann veitti í þessu máli.
Gjaldkeri, Guðjón Þorgilsson, skýrði reikninga.
Skýrslan og reikningarnir bornir upp og samþykktir.

Lagabreytingar:
Fundarstjóri bar upp tillögu frá stjórninni um að breyta úr tvisvar í þrisvar í síðustu málsgrein 7. gr. og var það samþykkt samhljóða.

Nú eru lögin svona.

Stjórn var kjörin:
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir,
Guðjón Þorgilsson,
Ingibjörg Björnsdóttir,
Ólafur Kr. Þórðarson.

Varastjórn:
Herdís Jónsdóttir,
Sveinbjörn Markússon.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Halldóra Eggertsdóttir.

Önnur mál
Formaður þakkaði traust sér sýnt og ræddi um flutning starfseminnar yfir í Kennarahúsið en salurinn þar er enn ekki tilbúinn.

Í upphafi og við lok fundar var sungið úr gömlu, góðu Fjárlögunum við undirleik Helga Þorlákssonar.
 

114. stjf.
9. okt.
1992
Verkaskipting: Guðjón gjaldkeri, Ingibjörg ritari og Ólafur varaformaður.
Borist hefur bréf frá Málræktarsjóði þar sem bent er á að félagið eigi rétt á að tilnefna einn mann í fulltrúuaráð sjóðsins. Bréfið barst hins vegar svo seint til formanns að ekki gat orðið af tilnefningunni að þessu sinni.

Rætt um vetrarstarfið. Næsti fundur 24. okt.. Talið tilvalið að heiðra Guðmund Inga Kristjánsson þá með upplestri úr ljóðum hans en hann varð nú nýlega 85 ára.

115. stjf.
20. okt.
1992
Gengið frá fundarboðum og rætt um næsta skemmtifund 24. okt..
Ákveðið að minnast Guðmundar Inga Kristjánssonar, skálds og kennara á Kirkjubóli í tilefni af 85 ára afmæli hans. Kom það í hlut Huldu Runólfsdóttur.
77. skf.
24. okt.
1992
Félagsvist spiluð á 15 borðum auk þess sem nokkrir komu í seinna lagi og spiluðu ekki (60 skráðir).
Kaffi og meðlæti eins og best verður á kosið.
Hulda Runólfsdóttir flutti þátt um Guðmund Inga Kristjánsson og las upp úr ljóðum skáldsins sem hann kallar Austurfararvísur. Ljóðin voru ort um ferð hans til Austurlanda nær en þar ferðaðist hann um í þrjár vikur. Auðheyrt var að áheyrendur kunnu vel að meta skemmtiefnið. Ekki minnkaði ánægja gestanna við það að bróðursonur Guðmundar, kristján Bersi Ólafsson, kom í fundarlok. Minntist hann frænda síns og mælti nokkur orð.
Söngur undir stjórn Helga Þorlákssonar.
116. stjf.
10. nóv.
1992
Send fundarboð til félagsmanna.
Næsti skemmtifundur verði laugardaginn 14. nóv. kl. 14 að Grettisgötu 89. Ólafur Kr. Þórðarson flytur þar þátt sem hann nefnir Minnisstæð einkunnagjöf og Auðunn Bragi Sveinsson flytur Gamanmál. Félagsvist og kaffi.

Jólafundur ákveðinn 5. des.

78. skf.
14. nóv.
1992
Félagsvist á 14 borðum (57 skráðir).
Ólafur Kr. Þórðarson flutti frásöngina innisverð einkunnagjöf sem fjallaði um sérkennilegan mann sem óskaði eftir einkunnum frá Ólafi,ekki í eitt sinn heldur 4 ár í röð, og skyldi það vera í bundnu máli. Ólafur fór létt með það og skilaði vísu á hverju ári. Þá kom svo að einkunnirnar hækkuðu árlega um einn heilan og líkaði karli það vel. Þetta var skemmtileg frásögn og vísurnar vel kveðnar.
Síðara skemmtiatriðið var Gamanmál hjá Auðunni Braga Sveinssyni. Kom hann víða við og fór með hnyttnar sögur af mönnum og málefnum. Skemmti fólk sér hið besta.
Fjöldasöngur undir stjórn Helga Þorlákssonar sem einnig lék undir. Í gestabók komu 60 nöfn.
117. stjf.
1. des.
1992
Jólafundurinn 5. des.
Sveinbjörn Markússon tók að sér að tala við Pétur Jónsson og fá hann til að koma með kór yngri barna úr Austurbæjarskóla.
Hulda hafði fengið loforð Harðar Zophoníassonar fv skólastjóra að koma á fundinn og flytja ýmsan fróðleik um jólin.
Skipt niður á stjórnarfólk að leggja til tertur, pönnukökur og fleira til að bæta á veisluborðið.
79. skf.
5. des.
1992
Byrjað var á félagsvist og síðan kom veislukaffi. (52. skráðir).
Kór yngri barna úr Austurbæjarskóla söng undir stjórn Péturs Hafþórs Jónssonar.
Hörður Zophoníasson flutti Sitt lítið af hverju um jólahald fyrr á tímum og las að lokum jólasögu eftir Hallgrím Jónasson, kennara.
Helgi Þorláksson stjórnaði söng og lék undir á píanóið.
Í Gestabók komu um 60 nöfn.
 
118. stjf.
19. jan.
1993
Árshátíð 30. janúar.
Panta mat frá Veislustöð Kópavogs.
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og alþingismaður hefur gefið loforð um að spjalla við veislugesti.
Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína hafa heitið að skemmta með söng.
Reynir Jónasson mun leika undir borðum og sjá um fjöldasöng. Að lokum að spila fyrir dansi á harmonikku.
Aðgangseyrir ákveðinn kr. 2.500.
Gestir geta nú fengið keypt rauðvín og hvítvín í stað pilsner og gosdrykkja efþeir óska.
80. skf.
30. jan.
1993
Árshátíð
hófst með borðhaldo kl. 18.
Það sem ákveðið var á síðasta stjórnarfundi gekk allt eftir.
Veislustöð Kópavogs sá um Þríréttaða máltíð, Reynir Jónasson lék á píanó undir borðum og við fjöldasöng. Guðrún Helgadóttir var ræðumaður kvöldsins. Ræddi hún fyrst um elliárin og hvernig roskið fólk eignaðist vini af hinu kyninu og einnig hvernig börn oft brygðust við þeim aðstæðum. Lauk hún máli sínu með því að rifja upp kynni þeirra Jóhanns Jónssonar og Elínar Thorarensen og las úr bók þeirri sem ber heitið Angantýr og er eftir Elínu.
Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg fluttu vísnasöng.
Að lokum lék Reynir fyrir dansi á harmonikkuna.
Aðgangseyrir var kr. 2.500 og var þar allt innifalið utan rauðvín og hvítvín fyrir þá sem þess óskuðu.
119. stjf.
17. feb.
1993
Vinnufundur
sendi út bréf
vegna 14. móts norrænna eftirlaunakennara sem ákveðið er að verði í Danmörku næsta sumar.
120. stjf.
23. feb.
1993
Gengið frá fundarboðum til félagsmanna.
Næstu skemmtun köllum við Góugleði 27. febrúar. Ragnar Þorsteinsson, kennari, ætlar að flytja ferðaminningar og svo eru auðvitað okkar alkunna félagsvist og kaffi.
81. skf.
27. feb.
1993
(58 skráðir)
Félagsvist spiluð á 13 borðum - auk þess sem nokkrir tóku ekki þátt í spilamennskunni.
Kaffi.
Ferðaminningar Ragnars Þorsteinssonar. Hann skipti efninu í tvennt. Fyrri hlutinn nefndist Komdu litli ljúfur en sá síðar Tvíburarnir í skóginum.
Að lokum tókum við lagið undir stjórn Helga Þorlákssonar.
121. stjf.
9. mars
1993
14. norræna mótið. Fjallað um nokkrar umsóknir sem borist höfðu.
Vegna þess að fjöldi þátttakenda frá hverju Norðurlandanna er takmarkaður var okkur nokkur vandi á höndum en við leystum hann eftir bestu getu.
122. stjf.
23. mars
1993
Gengið frá fundarboðum
umskemmtifund 27. mars.
82. skf.
27. mars
1993
(63 skráðir) Allt fór fram samkvæmt venju.
Spilað á 14 borðum auk þess sem einhverjir spiluðu ekki.
Fyrirlesari á fundinum var Torfi Guðbrandsson, fv skólastjóri á Finnbogastöðum í Árneshreppi. Kallaði hann þátt sinn Minningar úr heimavistarskóla. Torfi flutti í raun tvær frásögur sem fjölluðu um börn og kennara og vandamál beggja. 
Að lokumsungum við nokkur lög og Helgi Þorláksson spilaði undir.
123. stjf.
20. ap.
1993
Út send fundarboð um skemmtifund 24. apríl. Stefán Júlíusson, rithöfundur hefur lofað að koma á fundinn og lesa þar upp.
Þess skal getið að Valgeir Gestsson gaf þær upplýsingar að nú væri viðgerð á Kennarahúsinu næstum lokið og brátt kæmi að því að FKE gæti haft skemmtisamkomur sínar þar.
83. skf.
24. ap.
1993
(63 skráðir) Félagsvist á 15 borðum.
Kaffi og kökur.
Stefán Júlíusson las úr óprentaðri sögu sinni.
Sungið við undirleik Helga Þorlákssonar.
Í lok fundarins gat Hulda Runólfsdóttir þess að þetta væri síðasti skemmtifundur félagsins að Grettisgötu 89 og myndum við framvegis eiga athvarf í Kennarahúsinu við Laufásveg.
84. skf.
22. maí
1993
(72 skráðir) Nú höfum við kvatt Grettisgötu 89 og eigum þaðan margar góðar minningar.
Svanhildur Kaaber bauð okkur velkomin í nýja húsnæðið sem verður framtíðarstaður okkar.
Ömmukórinn úr Kópavogi söng nokkur lög öllum til óblandinnar gleði.
Síðan var spilað eins og venja er
og að lokum sungið
og drukkið veislukaffi.
Hvert ræti í salnum var skipað enda mættu um 80 manns.
124. stjf.
30. ág.
1993
Fundurinn haldinn á Kringlukránni.
Aðalfundur.
Rætt um væntanleg stjórnarskipti og hverjir væru lílegastir til að taka við af okkur, sem eigum að hætta í stjórn FKE.
125. stjf.
3. sep.
1993
Gengið frá fundarboðum
um aðalfundinn 18. sept..
14. félf.
18. sep.
1993
Aðalfundur - 45 skráðir
Fundarstjóri Þorsteinn Ólafsson.
Spilað var á 11 borðum. Fundarmenn voru 45.
Kaffi.
Skýrsla formanns:
Sagði frá starfinu og rifjaði upp minningar frá Danmerkurferð sem sjö félagsmenn fóru á 14. norræna mótið á Jótlandi.
15 stjórnarfundir
9 skemmtifundir
Skýrsla gjaldkera - hann gerði grein fyrir tekjum og gjöldum og reikningar samþykktir samhljóða.

Stjórn var kjörin:
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Óli Kr. Jónsson,
Tómas Einarsson.

Varastjórn:
Valborg Helgadóttir,
Þórarinn Magnússon.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Halldóra Eggertsdóttir.

126. stjf.
28. sep.
1993
Verkaskipting:
Rannveig ritari, Tómas gjaldkeri, Óli Kr. varaformaður og Aðalbjörg vararitari.
Aðalbjörg óskaði upplýsinga um hvernig félagið aflaði tekna og kom fram í svari formanns að einu tekjurnar væru af árshátíðum. KÍ leggur til húsnæði og kaffiveitingar á skemmtifundum og loforð er fyrir því að KÍ greiði einnig húsnæði fyrir árshátíð sem haldin verður 29. janúar í Risinu við Hverfisgötu.
Næsti skemmtifundur ákveðinn 16. okt. og kemur stjórnin saman 12. okt. til að ganga frá fundarboðum.
ákveðinn skemmtifundur 13. nóv. og jólafundur 11. des..
Rætt hvað félagið gæti gert til að fá fjölbreytni í starfsemina.
Hugmyndir: hópferð á leikhús og tónleika, ferðir innan lands og utan, virkja nokkra söngglaða til að stofna kór.
Ákveðið að leita til Þorsteins Einarssonar fv. íþróttafulltrúa til að flytja skemmtiefni á næsta fundi.
127. stjf.
19. okt.
1993
Fundarboð send út fyrir skemmtifund 23. þ.m. en sá sem fyrirhugaður var þann 16. okt. féll niður af óviðráðanlegum sökum.
Þorsteinn Einarsson gat ekki tekið að sér skemmtiefnið á næsta fundi en í hans stað mun Vilbergur Júlíusson flytja frásöguþátt.
Næsti skemmtifundur verður 20. nóv. en ekki þann 13. sem bókað var í síðustu fundargerð.
85. skf.
23. okt.
1993
51 skráður
Félagsvist á 11 borðum.
Vilbergur Júlíusson flutti skemmtilegan frásöguþátt af manni úr Þingvallasveit sem fór ungur til Danmerkur og þaðan til Ástralíu, ól þar að mestu aldur sinn og andaðist þar.
Kaffi með ágætu meðlæti.
Sungin skemmtileg lög við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
128. stjf.
16. nóv.
1993
Gengið frá fundarboðum fyrir skemmtifundinn 20. nóv..
Rætt hvort breyta ætti tilhögun fundarboða og senda aðeins út tilkynninguum fundadaga að hausti og í byrjun árs og ef til vill auglýsa í dagbókum blaða og útvarps.
86. skf.
20. nóv.
1993
61 skráður.
Spilað á 12 borðum.
Þorsteinn Einarsson sagði frá gömlum leikjum sem viðhafðir voru til forna.
Formaður bar undir félagsmenn þá hugmynd að reyna hópferð félagsins í leikhús og tónleika og ef til vill að gangast fyrir ferðum innanlands og utan. Var þessum hugmyndum vel tekið.
Óli. Kr. Jónsson ræddi um möguleika á breyttu fyrirkomulagi fundarboða, eins og sagt er frá í síðustu fundargerð stjórnar, og virtust fundarmenn jákvæðir við þeirri hugmynd.
Kaffi og meðlæti.
Sungin nokkur lög við undirleik Helga Þorlákssonar.
129. stjf.
7. des.
1993
Gengið frá fundarboði
fyrir næsta skemmtifund.
87. skf.
11. des.
1993
61 skráður
Spilað á 12 borðum.
Kaffi og gómsætt meðlæti sem meira var borið í en venjulega vegna nálægðar jólanna.
Áslaug Friðriksdóttir, fv. skólastjóri, flutti jólaboðskap, las sögu og kvæði.
Fjórar úr Firðinum - svo nefndu sig fjórar stúlkur sem sungu nokkur jólalög.
Helgi Þorláksson lék undir söng.
130. stjf.
19. jan.
1994
Send út tilkynning um árshátíðina föstudaginn 28. jan..
Einnig sendar út upplýsingar um 15. norræna mótið semhaldið verður í Dalarna í Svíþjóð næsta sumar (1994). Mótsstaðurinn nefnist Rättvik og er við Siljavatnið í Dölum. Mótið stendur dagana 13. - 17. júní.
88. skf.
28. jan.
1994
Árshátíð
Hófst með borðhaldi kl. 18.
Snædd var þríréttuð máltíð undir ljúfri píanótónlist sem leikin var af Reyni Jónassyni sem einnig lék undi fjöldasöng.
Jónas Árnason var skemmtikraftur kvöldsins. Hann fór með gamanmál oglas nokkrar limrur af sinni alkunnu snilld og léttleika.
Hófinu stjórnaði Hulda formaður og fór á kostum að vanda.
Að lokum stiginn dans undir dynjandi harmonikku Reynis.
89. skf.
19. feb.
1994
37 skráðir
Spilað á 8 borðum.
Unnur Kolbeinsd. flutti erindi. Voru það endurminningar móður hennar, Guðrúnar Jóhannsdóttur, kennara, þar sem hún sagði frá veru sinni í Kennaraskólanum.
að lokumsungið og kaffi ásamt meðlæti borið fram að venju.
131. stjf.
8. mars
1994
Valdir fulltrúar á Fulltrúaþing KÍ 6.-8. apríl, Hulda, Óli Kr. og Rannveig og til vara Þórarinn, Aðalbjörg og Tómas.
Óli Kr. las upp tillögu sem hann óskaði eftir að borinn yrði upp til samþykktar á fulltrúaþinginu - og hljóðar svo:

7. fulltrúaþing KÍ mótmælir tvísköttun lífeyrisþega og skorar á stjórnvöld að gera strax ráðstafanir til að afnema hana. Einnig skorar KÍ á stjórnvöld að hætta að tekjutengja ellilífeyrisgreiðslur.

Tillagan var samþykkt samhljóða af hálfu stjórnar FKE.

90. skf.
19. mars
1994
43 skráðir.
Félagsvist á 9 borðum.
Tómas Einarsson flutti gamanmál.
Drukkið kaffi,
sungið og spjallað.
91. skf.
16. ap.
1994
55 skráðir.
Félagsvist á 11 borðum.
Stjórnin hafði gert ráð fyrir að Kári Arnórsson kæmi og flytti fólki talað orð en þar hefur orðið einhver misskilningur og Kári var ekki á fundinum. Var þá teki til við fjöldasöng til að stytta biðina. Meðal annars sungu menn Ríðum, ríðum  en Kári er mikill hestamaður. Hann kom þó eigi að heldur.
Valgeir Gestsson sagði af nýafstöðnu þingi KÍ.
Kaffi og veitingar.
132. stjf.
3. maí
1994
Fyrirhugað ferðalag FKE. Rætt um að reyna að fara dagsferð eftir miðjan ágúst. Tómasi falið að reifa málið á næsta stjórnarfundi 14. maí. Athuga hvort áhugi er fyrir hendi hjá félagsmönnum að fara í ferðalag.
Loforð fékkst hjá Valgeiri Gestssyni um greiðslu frá KÍ vegna ferðakostnaðar ef af verður - og kunnum við honum bestu þakkir fyrir.
Rætt hvernig hægt væri að fá meiri fjölbreytni í starfsemina.
Fram kom sú spurning hvort ekki væri heppilegra að halda aðalfund að vori en ekki hausti, til þess að stjórnin hefði frjálsar hendur um skipulagningu vetrarstarfsins. Samþykkt að bera upp tillögu um lagabreytingu í þessa veru á næsta aðalfundi.
92. skf.
14. maí
1994
47 skráðir.
Spilað á 12 borðum.
Tómas sagði frá hugmynd stjórnar um fyrirhugað ferðalag félagsins og gat um ýmsa möguleika á fyrirkomulagi og leiðum. Samþykkt að stefna að skemmtiferð seinnipartinn í ágúst. Ekki var tekin ákvörðun um hvert skyldi farið.
Óli Kr. fór með gamankvæði sem hann hafði ort í orðastað Huldu til Kára sem ekki mætti á fundinn 16. apríl.
Kvæðið hljóðar svo:

Kemurðu ekki bráðum hingað, Kári minn?
Að kvöldi fer nú senn að líða dagurinn.
Gestirnir bíða, en brosandi þó,
biðinni taka með stóiskri ró.
Kári, fljótur Kári,
komdu á þínum jó!

Syngjum nú um rekkana sem reka yfir sand
í rökkrinu, og drottningu sem er að beisla gand.
Helgi spilar lagið í heild í þriðja sinn
hann er ekki að gefast upp þótt lengist biðtíminn.
Kári, fljótur Kári,
komdu nú hingað inn!

En Kári dvelur austanfjalls í fagurri sveit
við fénaðinn að sýsla og hrossin á beit.
Ég er ekki lengur í leynum hugans geymd,
nú lamar mig sú hugsun að ég sé alveg gleymd.
Kári, fljótur Kári,
kynntu þér mína eymd.

Þreytandi er að bíða svona og brostin er mín von,
bið ég þín aldrei framar, Kári Arnórsson.
Að taka baldnar truntur fram yfir mig.
Ég tala bara aldrei framar neitt við þig.
Kári, fljótur Kári,
Komdu af þínum villustig.

En margt vill fara úrskeiðis á langri leið,
langt fram eftir kvöldi ég svekkt og hnípin beið.
Aldrei birtist Kári, nú upphef ég mína raust:
Á ég nokkuð framar að sýna honum traust?
Kári, seinna Kári.
Þú kemur bara til mín í haust.

Allar sögur gleðja mest sem enda vel
og ákaflega mikilvægt ég víst þó tel
að staðfesta vandlega öll stefnumót
því stundum verður misskilningur ógæfunnar rót.
Kári, besti Kári,
við kunnum að ráða á þessu bót.

Vakti bragur þessi mikla kátínu viðstaddra.
Að lokum var fjöldasöngur með undirleik Guðrúnar Pálsdóttur
og kaffi og meðlæti borið fram að venju.

133. stjf.
4. ág.
1994
Þing SLRB 21. sept..
Aðalfundur ákveðinn 10. sept..
Ferðalagið ákveðið 24. ágúst. Farið verður um Þingvöll, síðan línuveginn norðan Skjaldbreiðs á Kjalveg og heim um Geysi og Laugarvatn. Sameiginlegur matur við Geysi. Brottför frá BSÍ kl. 08:30.
134. stjf.
9. ág.
1994
Gengið frá bréfum til félagsmanna vegna ferðarinnar
og sent út fundarboð vegna aðalfundarins sem verður 10. sept..
1. sf.
24. ág.
1994

70 manns

1. sumarferð FKE
var farin þann 24. ágúst eins og til stóð. Farið var um Þingvöll, síðan línuvegur norðan Skjaldbreiðs á Kjalveg og svo norður í Hvítárnes. Síðasti áningarstaðurinn var við Geysi þar sem snæddur var afbragðs kvöldverður og öll þjónusta til fyrirmyndar.
Veður var ágætt og þótt ekki væri sól var fjallasýn fögur. Þátttakan fór fram úr öllum vonum og fóru tvær rútur fullar eða rúmlega 70 manns. Ferðin gekk mjög vel í alla staði.
135. stjf.
6. sept.
1994
Undirbúningur aðalfundar.
Tómas lagði fram ársreikninga og voru þeir samþykktir.
Rætt um að gera lítilsháttar breytingu á lögum félagsins. Samþykkt að leggja fram tillögu á aðalfundi um breytingu á 5. gr.  og sömuleiðis á 6. gr. og 7. gr og sameina þær.
Rætt um kosningu til þings SLRB þann 21. sept. og samin tillaga um fulltrúa á það.
15. félf
10. sept.
1994
Aðalfundur - 28 skráðir
Félagsvist á aðeins 6 borðum og var mæting óvenju slæm.
Kaffi og meðlæti.
Almennur söngur við undirleik Helga Þorlákssonar.
Skýrsla stjórnar:
8 skemmtifundir auk árshátíðar.
9 stjórnarfundir.
1 sumarferð.
15. norræna mótið í Svíþjóð sem formaður sótti ásamt öðrum félaga. Mótið gekk mjög vel og var undirbúið af kostgæfni.
Reikningar félagsins. Félagið á í sjóði samtals kr. 43.355.

Lagabreytingar - tillögur stjórnar.
5. gr. verði svona:

Aðalfundur skal haldinn árlega í maí og sé hann boðaður með minnst tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi flytur formaður skýrslu um starfsemi félagsins áliðnu starfsári, kosin er stjórn og rædd viðfangsefni næsta árs. Reikningar félagsins miðast við aðalfund. Aðalfundur er lögmætur sé löglega til hans boðað.

6. og 7. gr sameinist og hljóði svo:
Stjórnina skipa 5 menn. Kjörtímabil stjórnar skal vera 2 ár. Annað árið skal kjósa formann sérstaklega og 2 meðstjórnendur, hitt árið skal kjósa 2 meðstjórnendur. Enginn stjórnarmanna skal sitja lengur en 3 kjörtímabil samfellt (6 ár). Kjósa skal 2 menn í varastjórn til 1 árs í senn og 2 endurskoðendur. Stjórnin kýs úr sínum hópi varaformann, ritara og gjaldkera.

Greinar 8, 9 og 10 færist upp í númeraröð.
Lagabreytingarnar samþykktar samhljóða.

Nú eru lögin svona.

Kosnir fulltrúar á þing SLRB þann 21. sept.: Bergþór Finnbogason, Hulda Runólfsdóttir, Teitur Þorleifsson, Áslaug Friðriksdóttir, Vilbergur Júlíusson, Ingibjörg Þorkelsdóttir.
Varafulltrúar: Óli Kr. Jónsson, Helga Þórarinsdóttir, Magnús Jónsson, Valborg Helgadóttir, Ólafur Kr. Þórðarson, Kristín Björnsdóttir.

Stjórnarkosning
Samkvæmt breyttum lögum þarf ekki að kjósa formann í ár en Rannveig og Aðalbjörg voru endurkjörnar til næstu tveggja ára og sömuleiðis varamenn til eins árs.

Stjórnina skipa:
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Óli Kr. Jónsson,
Tómas Einarsson.

Varastjórn:
Valborg Helgadóttir,
Þórarinn Magnússon.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Halldóra Eggertsdóttir.

Önnur mál:
Kristinn Gíslason sagðist hafa verið beðinn að sækja aðalfund Málræktarsjóðs Íslands en FKE er einn stofnenda hans. Skýrði hann tilurð og tilgang sjóðsins og las upp úr fundargerð hans.
Bragi Melax spurðihvort rætt hefði verið innan FKE um launamál lífeyrisþega í framtíðinni og stöðu FKE gagnvart lífeyrisgreiðslum. Samþykkt var að fela stjórninni að athuga þessi mál.

136. stjf.
20. sept.
1994
Samþykkt óbreytt verkaskipting frá síðasta starfsári.
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir, ritari,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir, vararitari,
Óli Kr. Jónsson, varaformaður,
Tómas Einarsson, gjaldkeri.

Skemmtifundir ákveðnir dagana 15. okt., 12. nóv. og 3. des..
Árshátíðin - áhugi er fyrir að færa hana fram í mars til reynslu en aðsókn var ekki góð á síðustu árshátíð. Kanna húsnæði og verðlag.
Óli Kr. Jónsson kosinn fulltrúi í stjórn SLRB og Valborg Helgadóttir til vara.

137. stjf.
11. okt.
1994
Gengið frá bréfum til félaga
um dagsetningu funda til jóla.
93. skf.
15. okt.
1994
43 skráðir.
Félagsvist á 12 borðum.
Kári Arnórsson flutti skemmtilegan pistil.
Helgi Þorláksson lék undir fjöldasöng.
Mættir voru milli 50 og 60 manns.
94. skf.
12. nóv.
1994
36 skráðir.
Félagsvist á 8 borðum
Auðunn Bragi flutti skemmtilegar frásagnir frá Kennaraskólaárum sínum. Minntist aðallega Brodda Jóhannessonar og Hallgríms Jónassonar en þeir voru kennarar við skólann þá.
Fjöldasöngur við undirleik Ólafs B. Ólafssonar.
Kaffi og meðlæti.
138. stjf.
22. nóv.
1994
Jólafundur 3. des.: Bergþór Finnbogason hefur lofað að flytja einhver skemmtiatriði. Leitað eftir að fá umsjónmeð söng eða annarri tónlist. Ákveðið að stjórnin komi með gómsætar kökur á jólafundinn eins og venja er.
Árshátíð 4. mars.
Tómas kom með þá tillögu að reyna að spila bingó á einhverjum fundinum til tilbreytingar.
95. skf.
3. des.
1994
46 skráðir - Jólafundur
Félagsvist á 10 borðum.
Bergþór Finnbogason flutti frásagnir frá jólum á hans æskuárum í Hítardal.
Börn frá Suzuki-tónskólanum léku á píanó og fiðlur.
Kaffi og gómsætt meðlæti.
Sungin jólalög við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
96. skf.
4. feb.
1995
36 skráðir
Spilað á 8 borðum.
Sýnt myndband frá móti eftirlaunakennara í Svíþjóð sl. sumar og Hulda skýrði frá því.
Helgi Þorláksson minntist slyssins í Súðavík og spilaði síðan undir fjöldasöng.
Óli Kr. las frumsamið ljóð tileinkað Súðavíkurslysinu.
Vegna alþingiskosninga færist apríl-fundurinn, sem átti að vera þann 8., fram til 1. apríl.
139. stjf.
14. feb.
1995
Árshátíðin. Helgi Sæmundsson mun verða ræðumaður. Efnið verður Aldarafmæli Davíðs.
Sigurveig Hjaltested mun skemmta með söng ásamt Ólafi Beinteinssyni og Ólafur B. Ólafsson leika undir og annast tónlist að öðru leyti.
Hátíðin verður haldin að Hallveigarstöðum.
Skemmtifundir verða 1. apríl. og 6. maí en þá verður einnig aðalfundur.
Samið bréf til félagsmanna umárshátíð, einnig fundarboð.
140. stjf.
15. feb,
1995
Til að senda út fundarboð til félagsmanna
ásamt tilkynningu um árshátíð sem verður þann 4. mars á Hallveigarstöðum.
97. skf.
4. mars
1995
Árshátíð
Þátttaka var fremur lítil og fólk seint að taka við sér að tilkynna þátttöku. Þó rættist úr að lokum og voru samkomugestir tæplega 50.
Hófið hófst með borðhaldi og var maturinn að allra dómi hið mesta hnossgæti en hann var fenginn frá Veislunni á Seltjarnarnesi.
Ólafur B. Ólafsson spilaði ljúfa tónlist á píanó meðan matur var snæddur.
Sigurveig Hjaltested, söngkona, gat ekki komið eins og ákveðið hafði verið en þeir feðgar, Ólafur Beinteinsson og Ólafur B. Ólafsson sungu við undieleik gítars og harmonikku af miklu fjöri og léttleika við mikinn fögnuð áheyrenda.
Helgi Sæmundsson flutti erindi sem hann nefndi Á aldarafmæli Davíðs. Talaðist honum vel eins og hans er vandi.
Að lokum skemmti fólk sér við dans og söng
Hulda Runólfsdóttir stjórnaði samkomunni af röggsemi eins og henni er lagið.
98. skf.
1. ap.
1995
21 skráður
Óvenju fáir mættu sökum leiðinda veðurs og var aðeins spilað á 5 borðum.
Gunnar Markússon komst ekki yfir heiðina frá Þorlákshöfn svo hans skemmtiefni féll niður.
Að loknum spilumvar borið fram kaffi og meðlæti, sungið og rabbað saman.
141. stjf.
26. ap.
1995
Aðalfundarundirbúningur
Rætt um breytingar á stjórninni en samkvæmt lögum skal kjósa 2 aðalmenn og 2 varamenn.
Formaður sagði frá 16. norræna mótinu sem haldið verður 12. - 16. júní í Finnlandi, 125 km frá Helsingfors. Nú þegar á að vera búið að sækja um þátttöku en vegna þess hve allar upplýsingar bárust okkur seint í hendur hefur ekki enn verið gengið frá þeim málum af okkar hálfu.
16. félf.
6. maí
1995
Aðalfundur - 40 skráðir.
Fyrst var spiluð félagsvist á 10 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Söngur við undirleik Guðrúnar Pálsdóttur.
Aðalfundur - skýrsla stjórnar:
7 skemmtifundir og árshátíð.
6 stjórnarfundir.
16. norræna mótið er fyrirhugað í sumar í Finnlandi, dagana 12. - 16. júní.
1 skemmtiferð farin þann 24. ágúst sem góður rómur var gerður að.
Reikningar félagsins - í sjóði eru kr. 22.073.
Kristinn Gíslason þakkaði stjórninni fyrir ágæta árshátíð og ferðalagið síðastliðið sumar og taldi, miðað við aðstæður, fjárhagsafkomu ekki svo slæma. Gjaldkeri þyrfti ekki að bera sig illa.
Óli Kr. lét þess getið að KÍ væri okkur innanhandar við útgjaldaliðina. Greissi það húsnæði fyrir árshátíðir, kaffi og meðlæti á fundum og fleira.
Stjórnarkjör: Óli Kr. og Tómas endurkjörnir. Í varastjórn Þórir Sigurðsson í stað Þórarins Magnússonar og Valborg Helgadóttir endurkjörin. Endurskoðendur endurkjörnir.

Stjórnina skipa:
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Óli Kr. Jónsson,
Tómas Einarsson.

Varastjórn:
Valborg Helgadóttir,
Þórir Laxdal Sigurðsson.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Halldóra Eggertsdóttir.

Önnur mál:
Óli Kr. ræddi um launamál FKE. Skýrði frá breytingum í síðustu kjarasamningum og frálagfæringu sem gerð hefur verið á tvískattlagningu launa lífeyrisþega.
Tómas sagði að fyrirhuguð væri ferð FKE seinnipartinn í sumar og áætlað að fara vestur á Mýrar, að Álftanesi, Straumfirði, Ökrum og inn í Hítardal.
Tómas nefndi einnig að ná þyrfti til yngri kennara sem nýlega væru komnir á eftirlaun og fá þá til að taka þátt í félagsstarfinu.
Hulda bað fundarmenn að koma með tillögu um hvernig fjölga megi virkum félögum. Fram kom sú hugmynd að hvetja nýja félaga til að taka þátt í fyrirhugaðri sumarferð.
Óli Kr. taldi að breyta þyrfti 3. gr. félagslaganna vegna breyttra forsendna.

142. stjf.
23. maí
1995
Samþykkt óbreytt verkaskipting frá síðasta starfsári.
Hulda Runólfsdóttir, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir, ritari,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir, vararitari,
Óli Kr. Jónsson, varaformaður,
Tómas Einarsson, gjaldkeri.

Sumarferðin 23. ágúst. Ákveðið að senda út bréf til félagsmanna með upplýsingum um ferðina ásamt skemmtifundum til jóla.
Fram kom að breyta þyrfti forminu á fúndum félagsins til að ´reyna að fá meiri fjölbreytni í félagsstarfið.

143. stjf.
20. júní
1995
Bréf til félagsmanna fjölfaldað og sent út.
Sumarferðin: Farið vestur á Mýrar. Meðal viðkomustaða eru Álftanes, Straumfjörður, Akrar og Hítardalur. Kvöldverður snæddur á Hótel Borgarnesi.
Í bréfinu einnig tímasetning skemmtifunda til áramóta.
Rætt um að hafa happdrættismiða til sölu í ferðinni. Vinningar yrðu aðgöngumiðar að næstu árshátíð og farseðill í skemmtiferð FKE á næsta ári.
144. stjf.
16. ág.
1995
Undirbúningur sumarferðarinnar.
Allur undirbúningur virðist í góðum farvegi.
Þórir er búinn að hanna hin skrautlegustu skjöl fyrir vinningshafana í happdrættinu.
Ekki er ljóst hvernig þátttakan verður, en vonum það besta.
2. sf.
23. ág.
1995
2. sumarferð FKE
Farið vestur á Mýrar. Meðal viðkomustaða eru Álftanes, Straumfjörður, Akrar og Hítardalur. Kvöldverður snæddur á Hótel Borgarnesi.

Lýsing Óla Kr. Jónssonar eftir bókun Rannveigar Sigurðardóttur á 99. skemmtifundi þann 9. sept.:
Farið var þann 23. ágúst á tveimur bílum. Farþegar voru 74. Að þessu sinni var haldið vestur á Mýrar, fyrst sem leið lá til Straumfjarðar. Þar tók á móti hópnum jarðareigandinn, Sigrún Guðbjarnardóttir, og fræddi um staðinn og sagði frá því mikla sjóslysi þegar rannsóknaskipið Pourquoi Pas? fórst þar undan ströndu aðfararnótt 16. sept. 1936. Áfram hélt hóurinn vestur á Mýrar og næsti stanz var í Vogi. Þar var gengið upp á kletta og notið útsýnis yfir eyjar og sker enda frábært veður og gott skyggni. Þaðan var haldið að Hítarvatni. Því næst keyrt til Borgarness með stuttum stansi við býlið Hítardal, þann sögufræga stað. Á Hótel Borgarnesi var snæddur kvöldverður og síðan haldið heim. Allir virtust ánægðir með ferðina. Óli lauk máli sínu með því að fara með nokkrar ferskeytlur sem fæddust í ferðinni.

145. stjf.
4. sep.
1995
Rætt vetrarstarfið.
Næsti skemmtifundur er fyrirhugaður laugardagur 9. sept.. Þar mun Hans Jörgensson segja frá 16. norræna mótinu í Finnlandi síðastliðið sumar og Óli Kr. segja frá skemmtiferð félagsins sem farin var 23. ágúst.
Rætt var um að gaman væri að sýna landslagsmyndir stöku sinnum. Eflaust eiga margir félagar góðar myndir í fórum sínum.
99. skf.
9. sep.
1995
43 skráðir.
Félagsvist á 10 borðum.
Veislukaffi.
Hans Jörgensson sagði frá 16. norræna þinginu í Finnalndi dagana 12. - 16. júní. Aðeins 2 fulltrúar voru frá Íslandi. Móttökur voru frábærar og fróðlegt að sækja svona mót og kynnast félögum frá öðrum Norðurlöndum.
Óli Kr. sagði frá skemmtiferð FKE sem farin var þann 23. ágúst - sjá hér ofar - fært á 23. ágúst.
Söngur undir stjórn Guðrúnar Pálsdóttur.
146. stjf.
3. okt(?)
1995
Rætt um undirbúning næsta skemmtifundar. Gera þarf ráðstafanir til að fá undirleikara fyrir fjöldasöng. Ákveðið að Gunnar Markússon verði ræðumaður næsta fundar.
Undirbúningur árshátíðar. Tómas athugi með húsnæði og tímasetningu. Leita til Ólafs B. Ólafssonar að sjá um tónlistina.
Herdís Egilsdóttir hefur lofað að vera með skemmtiefni á jólafundinum.
100. skf.
7. okt.
1995
50 skráðir.
Mættir voru 53 félagar og gestir.
Félagsvist.
Kaffi og meðlæti.
Gunnar Markússon, fv. skólastjóri í Þorlákshöfn, flutti frásögn frá uuphafi skólahalds í Þorlákshöfn. Hann las m.a. bréf frá Kristjáni frá Djúpalæk þar sem hann lýsir á skemmtilegan hátt þeim frumstæða aðbúnaði sem kennarar og nemendur máttu búa við á frumbýlingsárum þeirra Þorlákshafnarbúa. Einnig rakti hann sögu hafnargerðarinnar þar á staðnum.
Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
147. stjf.
31. okt.
1995
Óli Kr. setti fundinn og stýrði í fjarveru formanns. Hann sagði að fundarboðunin um skemmtifundinn næstkomandi laugardag hefði farið úr skorðum vegna seinkunar á útgáfu Kennarablaðsins en þar átti fundarboðið að birtast. Í stað þess hefði verið sett frétt um jólafundinn í blaðið en næsti fundur boðaður í dagbókum dagblaðanna.
Tómas hefur fastsett Hallveigarstaði fyrir árshátíð 2. mars. Ákveðið að semja við Veislustöðina á Seltjarnarnesi um veitingarnar.
Rætt um að stofna bókmenntaklúbb sem kæmi saman, t.d. einu sinni í viku. Einnig að gera tilraun með að æfa sönghóp. Ákveðið að kynna þessar hugmyndir á næsta fundi. Á þeim fundi sýni Tómas og kynni myndir.
Samþykkt að kjósa Kristin Gíslason í ráð Málræktarsjóðsins en hann hefur verið þar fulltrúi félagsins.
17. norræna þingið verður í Færeyjum 10. - 14. júní 1996. Þátttaka liggi fyrir í byrjun mars. Ákveðið að koma frétt um þetta í janúarblaðið og kjósa ferðanefnd á næsta fundi.
101. skf.
4. nóv.
1995
48 skráðir.
Mættir 49 félagar.
Spilað á 11 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Tómas Einarsson sýndi áhugaverðar myndir frá Drangey sem hann hafði sjálfur tekið.
Óli Kr. viðraði hugmyndina um stofnun bókaklúbbs og sönghóps. Nokkur áhugi virtist um slíka tilbreytni en ekki tekin nein endanleg ákvörðun.
Sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjarnar Þórðardóttur.
148. stjf.
28. nóv.
1995
Undirbúningur næsta fundar 2. des., jólafundarins.
Herdís Egilsdóttir verður með skemmtiatriði.
17. norræna mótið í Færeyjum. Við megum senda þangað 10 fulltrúa. Þóri og Tómasi falið að afla ítarlegra upplýsinga um mótið og hagkvæmustu möguleika á gistingu og uppihaldi mótsdagana.
Fyrsti skemmtifundur næsta árs er ákveðinn 3. feb. (?) og árshátíðin 2. mars.
Óli Kr. hefur setið stjórnarfund SLRB (Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja). Þar var m.a. gerð ályktun sem send var KÍ þess efnis að
a) ekki verði afnumin sú lagfæring sem gerð var á tvísköttun launa lífeyrisþega,
b) bætur trygginga  fylgi verðlagsþróun og
c) ekki tekin sjúkrahúsgjöld af elli-, lífeyris- og örorkuþegum.
102. skf.
2. des.
1995
49 skráðir.
Félagsvist á 12 borðum.
Kaffi og sannkallað jólameðlæti.
Herdís Egilsdóttir las upp vísur og ljóð eftir föður sinn, Egil Jónasson á Húsavík. Einnig las hún sögu eftir sjálfa sig.
Einnig spilaði hún undir fjöldasöng og sungin voru jólalög í léttum dúr.
Óli Kr. minnti á hugmyndina að stofnun sönghóps og bókmenntaklúbbs. Áskriftarblað gekk - en lítill árangur varð að þessu sinni. Málið verður rætt betur síðar.
149. stjf.
10. jan.
1995
Rætt um starfið seinni hluta vetrarins.
Fundir: 10. feb. spilafundur, 2. mars árshátíð, 30. mars spilafundur og aðalfundur 4. maí.
Óli Kr. gat þess að ályktanir þær sem SLRB sendi frá sér varðandi tvísköttun og tryggingar hefðu ekki fengið hljómgrunn á hinu háa Alþingi en sjúkrahúsgjöldin verið dregin til baka.
Tómasi falið að semja fréttabréf um fundina og fleira.
Bréf vegna árshátíðar verður sent út síðar.
Tómas kvaðst hafa sent Sigrúnu Guðbjarnardóttur bók fyrir móttökurnar í Straumfirði sl. sumar, sömuleiðis greitt Herdísi Egilsdóttur smá-þóknun fyrir framlag hennar á jólafundinum.
Árshátíð - búið að fá Ólaf B. Ólafsson til að annast tónlistina. Hann hefur boðið fram foreldra sína, Sigurveigu Hjaltested og Ólaf Beinteinsson, sem skemmtikrafta ef vilji stjórnar er fyrir því.
Ath, hvort Jón Böðvarsson er fáanlegur til að flytja talað orð.
Tómas athugi verðlag á veisluföngum í Veislustöðinni.
Aðalbjörg tali við sönghóp um að skemmta á árshátíðinni.
Þorsteinn Ólafsson og Sigurður Kristinsson hafa þegar lofað að leggja eitthvað af mörkum til skemmtunar á næstu fundum.
150. stjf.
23. jan.
1995
Kynningarbréfum komið í póst.
Þar er líka minnt á sönghópinn og lesklúbbinn sem fyrirhugað er að stofna ef næg þátttaka fæst.
Einnig þar sagt af 17. norræna mótinu í Færeyjum.
Óli Kr. sagið af fulltrúaráðsfundi KÍ þar sem m.a. var rætt um þá óvissu sem ríkti um launamál kennara og eftirlaunagreiðslur þegar skólarekstur færist til sveitarfélaganna.
Rætt um 17. mótið í Færeyjum.
Ákveðið að athuga hvort ekki fæst aðgangur að orlofshúsum KÍ á góðum kjörum utan mesta annatímans.
103. skf.
10. feb.
1996
54 skráðir.
Mættir voru 54 gestir og spilað á 12 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Þorsteinn Ólafsson flutti skemmtilega frásögn af lífi og starfi elskunnar hans Þórbergs.
Fjöldasöngur með undirleik Helga Þorlákssonar.
151. stjf.
16. feb.
1996
Undirbúningur árshátíðar.
Óli Kr. hefur rætt við Hilmar Ingólfsson um orlofshúsamálið og hann hefur tekið vel í að veita FKE afslátt af húsaleigu utan mesta annatíma. Óla Kr. falið að fylgja málinu eftir.
Rætt um Færeyjaferðina og samþykkt:
Af þeim styrk sem KÍ veitir félaginu til norrænnar samvinnu skal formaður eða fulltrúi hans fá greitt að fullu ferða og dvalarkostnað. Það sem eftir er skiptist milli annarra þátttakenda félagsins
.
Rædd dagskrá árshátíðar.
10 manns hafa skráð sig í sönghópinn. Ákveðið að kalla þetta fólk saman til frekari ákvarðana.
104. skf.
2. mars
1996
Árshátíð FKE að Hallveigarstöðum. Þátttaka mun betri en í fyrra eða rúmlega 60 manns.
Borðhald - matur frá Veislunni á Seltjarnarnesi samanstóð af mörgum réttum, hverjum öðrum betri.
Séra Árni Pálsson sagði frá kynnum sínum við afa sinn, sr. Árna Þórarinsson, og rifjaði upp margar skemmtilegar sögur af honum.
Sex ungmenni sungu nokkur lög af mikilli prýði.
Ólafur B. Ólafsson annaðist tónlistina auk þess sem faðir hans, Ólafur Beinteinsson kom með sinn góða gítar og þar stilltu feðgarnir saman strengi sína. Einnig söng dóttir Ólafs B. Ólafssonar einsöng en hún er í söngnnámi.
Að lokum var dansað af miklu fjöri og skemmti fólk sér hið besta.
152. stjf.
7. mars
1996
17. þingið í Færeyjum.
Næsti skemmtifundur. Sigurður Kristinsson ætlar að segja frá Lónsöræfum og sýna myndir þaðan.
105. skf.
30. mars
1996
39 skráðir.
Spilað á 9 borðum en alls mættu 42 félagar.
kaffi og meðlæti.
Sigurður Kristinsson fræddi um Lónsöræfin og sýndi margar myndir þaðan.
Söngur við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
153. stjf.
15. ap.
1996
Undirbúningur aðalfundar 4. maí.
Kjósa skal formann í stað Huldu sem á að ganga úr stjórn samkvæmt lögum. Einnig tvo stjórnarmenn í stað Aðalbjargar og Rannveigar. Stjórnin mælir með Óla Kr. Jónssyni í stöðu formanns og endurkjöri Aðalbjargar og Rannveigar.
Einnig mælir hún með Þóri og Valborgu í aðalstjórn og Helgu Einarsdóttur í varastjórn. Þá vill hún tilnefna Þorstein Ólafsson og Margréti Jakobsdóttur sem endurskoðendur.
Von er um afslátt af leigu orlofshúsa til félaga FKE en hefur þó enn ekki verið staðfest.
Fundarboð verða send út miðvikudaginn 17. apríl.
154. stjf.
17. ap.
1996
Vinnufundur
til að koma fréttablaðinu í póst.
Þar kemur fram, auk fundarboðs, að stjórn Orlofshúsasjóðs KÍ býður félögum FKE afslátt af orlofshúsum í sumar. Afsláttartímabilið er tvær fyrstu vikur í júní og tvær síðustu vikur í ágúst. Afslátturinn nemur kr. 2.000 á viku fyrir hús í verðflokkum kr. 9 - 12.000 og kr. 1.000 fyrir hús sem leigð eru á kr. 8.000 á viku.
17. félf.
4. maí
1996
Aðalfundur - 50 skráðir.
Fyrst spiluð félagsvist á 11 borðum en alls mættu 50 manns.
Kaffi og krásir.
Aðalfundur hófst með fjöldasöng.
Óli Kr. Jónsson setti fund í fjarveru formanns og flutti skýrslu stjórnar:
628 félagar FKE eru skráðir hjá KÍ. Kennarar ganga sjálfkrafa inn í FKE þegar starfi lýkur.
13 stjórnarfundir.
6 skemmtifundir og ein árshátíð.
1 skemmtiferð.
Treglega gengur að fá nýja félaga til virkrar þátttöku. Til að auka starfsemina var stofnaður sönghópur og leshópur seinnipart vetrar. Ekki var fjölmennt í þeim hópum en þó frekar aukning.
KÍ veitti frítt húsnæði og aðstoð vi ðsamkomur.
Veittur verður afsláttur af orlofshúsum vor og haust.
Félagið fær að hafa áheyrnarfulltrúa á fulltrúaþingi KÍ til að fylgjast með málum.
Reikningar FKE - Tekjur umfram gjöld urðu kr. 36.336 og eigið fé alls kr. 58.409.

Bragi Melax kvaðst ánægður með að fylgst væri með kjaramálum en taldi stjórnina hafa staðið illa að verki gagnvart launamálum eftirlaunakennara.
Sigurður Kristinsson þakkaði stjórninni vel unnin störf.
Bergþór Finnbogason taldi að gott væri að fá aðila frá kennarasamtökunum á fund til að segja frá því sem væri að gerast.

Stjórnarkjör

Stjórnina skipa:
Óli Kr. Jónsson, formaður,
Rannveig Sigurðardóttir,
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Tómas Einarsson,
Þórir Sigurðsson.

Varastjórn:
Valborg Helgadóttir,
Helga Einarsdóttir.

Endurskoðendur:
Þorsteinn Ólafsson,
Margrét Jakobsdóttir.

Önnur mál
Hans Jörgensson taldi mjög gott að halda þessari venju að fara eina skemmtiferð á ári og spurði hvort farið væri að huga að næstu ferð. Kom fram að ekkert væri ákveðið en Þórsmerkurferð væri í huga.
Að lokum var sungið af mikilli innlifun.

155. stjf.
14. maí
1996
Verkaskipting: Tómas gjaldkeri, Rannveig ritari, Þórir varaformaður.
Rætt um sumarferðina. Ákveðið að fara í Þórsmörk 20. ágúst.
Áætlaðir skemmtifundardagar 7. sept., 5. okt., 2. nóv. og 7. des..
Ákveðið að reyna að halda áfram með söng- og leshópana. Einnig var rætt um að kanna hvort áhugi væri fyrir bridge og tafli. Einnig vaknaði sú spurning hvort ekki ætti að veita verðlaun fyrir hæsta slagafjölda yfir veturinn.
156. stjf.
28. maí
1996
Gengið frá bréfi til félaga um skemmtiferð í Þórsmörk 20. ágúst og dagsetningu skemmtifunda til áramóta.
Þóri falið að gera verðlaunaskjöl til vinningshafa happdrættisins sem ákveðið var að hafa í ferðinni og Tómasi að útbúa happdrættismiða.
Tekin ákvörðun um matseðil í lok skemmtiferðarinnar.
157. skf.
8. ág.
1996
Óli Kr. og Þórir sögðu í stórum dráttum frá 17. norræna mótinu sem þeir sóttu í Færeyjum ásamt Sólveigu Arnórsdóttur frá Sauðárkróki. Þótti þeim ferðin takast vel yfir höfuð. Nutu þeir góðrar aðstoðar Jóhönnu Traustadóttur sem búsett er í Færeyjum. Hún var þeim góður leiðbeinandi, m.a. í ferð til Klakksvíkur. Í Færeyjum sátu þeir líka fund með mótanefnd þar sem rætt var um 18. mótið sem haldið verður í Noregi.
Rætt um sumarferðina 20. ágúst og er allur undirbúningur undir hana á lokastigi.
Dagskrá fyrsta skemmtifundar. Ákveðið að Færeyjafararnir segi frá ferð sinni og sýni myndir.
Rætt um að stofna taflklúbb.
Tillaga frá Helgu um að fá Þóri til að hafa námskeið í skrift. Tók hann vel í það ef þátttaka yrði næg.
3. sf.
20. ág.
1996
3. sumarferðin farin í Þórsmörk 20. ágúst.
Þátttakendur 74 í tveimur rútum. Nokkur töf varð í upphafi ferðar. Kallkerfið sem átti að tengja bílana saman virkaði ekki og tókst ekki að lagfæra það. Bílarnir reyndust gamlir og lúnir og þegar kom í Holtin gafst annar þeirra upp og neitaði að fara lengra. Þá tók bílstjórinn til sinna ráða og hóf viðgerðarþjónustu á staðnum sem dugði vel. Tóku nú allir gleði sína á ný og var brunað af stað.
Tómas Einarsson, hinn ágæti leiðsögumaður, brást ekki og var hann í bílunum til skiptis til að upplýsa farþega um sögu og örnefni. Keyrt var sem leið liggur í Langadal. Þar var hið besta veður svo að fólk gat notið þess að setjast utandyra, borða sitt nesti og njóta kyrrðarinnar í þessum dásamlega fjallasal.
Síðan fengu sumir sér göngutúr í Húsadal en aðrir fóru styttri leið eða nutu sólarinnar í hlýlegu rjóðri.
Eftir þriggja tíma stans var haldið til baka að veitingastaðnum Básum í Ölfusi þar sem beið okkar hlaðið borð með ljúffengum kræsingum. Var spjallað og sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur auk þess sem seldir voru happdrættismiðar og auðvitað dregnir út vinningar á staðnum.
Komið var á Umferðarmiðstöðina kl. rúmlega 22 og virtust allir með bros á vör að leiðarlokum.
106. skf.
7. sep.
1996
33 skráðir.
Fyrsti skemmtifundur haustsins.
Félagsvist á 7 borðum.
Kaffi og meðlæti.
Þórir og Óli Kr. fluttu ítarlega frásögn af ferðinni til Færeyja.
Sungið við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
158. stjf.
24. sept.
1996
Vetrarstarfið rætt.
Næsti skemmtifundur 12. okt..Tómas tali við Áslaugu Brynjólfsdótturað flytja okkur eitthvað fróðlegt og skemmtilegt á fundinum. Einnig þarf að athuga með undirleikara.
Ákveðið að halda áfram með hópastarfsemina sem sett hefur verið í gang - ef þátttaka reynist næg. Um kórstarfið hefur Óli Kr. rætt við Helga Þorláksson og vill hann gjarnan taka að sér stjórnina til áramóta. Ráðgert að hafa æfinar hálfsmánaðarlega. Ákveðið að geyma skriftarkennsluna þar til eftir áramótin.
Loforð hefur fengist fyrir því að fá orlofshús KÍ til afnota fyrir FKE frá mánudögum til föstudaga fyrir lækkað verð eða kr. 3.000.
18. norræna mótið verður í Loen í Noregi 5. - 9. júní 1997 en árið 1998 er fyrirhugað að 19. mótið verði haldið á Íslandi. Tómasi og Þóri falið að kanna ýmsa möguleika í sambandi við tilhögun þess.
159. stjf.
27. sep.
1996
Sent út fréttabréf til félagsmanna með upplýsingum um félagsstarf til áramóta.
Fram kemur að boðið er upp á bókmenntir, skák og söng sem verður hálfsmánaðarlega í fundarsal Kennarahússins. Með þessu eykst fjölbreytnin í félagslífinuverulega frá því sem verið hefur og eru bundnar vonir við að þátttakan verði sæmileg.
Kjörnir áheyrnarfulltrúar í fulltrúaráð KÍ.
107. skf.
12. okt.
1996
40 skráðir.
Mættir 40 félagsmenn og spilað á 9 borðum.
Kaffi og gómsætar krásir að venju.
Áslaug Brynjólfsdóttir flutti skemmtilega og fróðlega frásögn frá námsárum hennar erlendis bæði í Þýskalandi árið 1953-4 og Bandaríkjunum 1977. Meðal annars lýsti hún þeim erfiðleikum sem námsmenn áttu við að etja vegna tregðu á yfirfærslu gjaldeyris á árunum eftir stríð.
Sungin nokkur lög við undirleik Helga Þorlákssonar.
160. stjf.
22. okt.
1996
Óli Kr. sagði frá byrjunarstarfi hópanna þriggja, les, söng- og taflhópum. Rætt um að auglýsa starfið betur. Tómas athugi með sal fyrir árshátíðina og Valborg og Helga verði með honum í ráðum.
Aðalbjörgu falið að raða gögnum félagsins.
Rætt um skemmtifundinn í nóvember. Samþykkt að biðja Auðun Braga að flytja efni og Sigurbjörgu Þórðardóttur að annast tónlist.
Þórir og Tómas eru að athuga um hótle og dagskrá fyrir 19. mótið sem verður á íslandi 1998. Samþykkt að stefna að því að það verði um 20. júní.
161. stjf.
29. okt.
1996
Rædd drög Þóris og Tómasar að dagskrá 19. mótsins. Stjórninni leist vel á þær hugmyndir en eftir er að útfæra þær nánar. Þórir kvað laust pláss á Hótel Loftleiðum fyrir erlenda mótsgesti.
Ákveðið að ræða við Ferðaskrifstofu Íslands, Samvinnuferðir-Landsýn og fleiri til að athuga verð og fleira. Einnig að athuga með framboð á ferðum utan mótsins ef fólk vildi nýta sér þær að mótinu loknu.
108. skf.
2. nóv.
1996
32 skráðir.
Mættir 32 félagar og spilað á 7 borðum sem er óvenjulega slæm mæting.
Kaffi og meðlæti.
Auðunn Bragi Sveinsson flutti frásögn frá fyrsta ári sínu í Kennaraskólanum og mæltist honum vel.
sungin nokkur lög við undirleik Sigurbjargar Þórðardóttur.
162. stjf.
19. nóv.
1996
Spurningalistar voru sendir til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur umstarfsemi kennara á eftirlaunum og hafa svarbréf borist frá þeim öllum. Ráðgert er að þýða þessa lista og taka saman útdrátt úr þeim.
Sagðar fréttir af fundi Fulltrúaráðs KÍ, m.a. þeim breytingum sem væntanlega verða á lífeyrissjóðsmálum enstjórnarfrumvörp um þau mál eru nú til umræðu á þinginu.
Rætt um jólafundinn 7. des.. Talað verði við Guðfinnu Dóru um söngatriði. Valborg og Tómas taka saman gamlar sagnir af jólahaldi fyrr á öldum.
Ákveðið að fara á stúfana og huga að húsnæði fyrir næstu árshátíð.
109. skf.
7. des.
1996
Jólafundurinn - 47 skráðir.
Spilað á 9 borðum.
Kaffi og jólameðlæti.
Kvartett ungra manna söng nokkur lög við mjög góðar undirtektir.
Valborg og Tómas fluttu sagnir sem tengdust jólum fyrri alda.
Sönghópur FKE söng 3 lög en hann hefur verið að æfa lítillega undir stjórn Helga Þorlákssonar. Helgi þurfti svo að hætta störfum vegna veikinda og var Guðrún Sigurðardóttir fengin til að leika með kórnum og undir almennum söng í lokin.

Efst á þessa síðu * FKE-vefurinn * Forsíða GÓP-frétta