GÓP-fréttir
forsíða
|
Vísur og ljóð úr ýmsum áttum
Hér eru vísur eftir ýmsa höfunda. Þær hafað klifað í hug mér eftir að ég las þær eða heyrði og það friðar sinni mitt að hafa þær
hér - en ég hef ekki beðið alla höfundana leyfis að fá að setja þær hér inn. Samt vona ég að enginn fyrtist við. Ef þú sérð villu
eða ónákvæmni í uppskriftinni þá vinsamlegast sendu mér línu. |
* |
Sjá einnig
|
Innlegg
sendi:Anna
Sigurkarlsd
*
JBS
*
MÓI
*
ÓMÓ
og spurn
*
SigSig
*
Gylfi
Pálsson
|
Höfundar:
>>
Óþekktir höfundar
<< veistu hver orti?
Binna - Bryndís Guðbjartsdóttir
BEO - Birgitte - dikt
Birkir
Friðbertsson bóndi í Birkihlíð í Súgandafirði
Böðvar Guðlaugsson, kennari
Einar
Jónsson á Litlu-Drageyri í Skorradal
Elmar Tómasson
Friðbert
Guðmundsson hreppstjóri í Súgandafirði (um 1900)
Friðrik Guðni Þórleifsson
Guðmundur Gíslason, læknir, f. 1907 - d. 1969
Hallgrímur Jónasson, kennari
Haraldur
Björnsson 1917 - 1988
Haraldur á
Jaðri og Halldór Jóhannesson
Heiðrekur
Guðmundsson frá Sandi
Heiður
Gestsdóttir kennari
Helgi Sveinsson prestur f. 1908, (sjá nánar)
Högni Egilsson - ljóð
Hjörtur Guðjónsson frá
Ljótunnarstöðum
Hörður
Þorleifsson læknir >>
Ljóðaspjall í Gullsmára 25. feb.
2012
Höskuldur
Þráinsson prófessor við HÍ (sjá nánar)
Jóhann S. Hannesson
(1919 - 1983) fyrrum skólameistari á Laugarvatni,
Jóhannes úr Kötlum og
Kristmann Guðmundsson í Hveragerði
Jón Helgason
Jón Helgason og Ólafur Briem
um Jónas Hallgrímsson - eða þannig sko -
Jón Sæmundsson
frá Krakavöllum
Jón úr Vör
Jónas
á Hrafnagili séra
Karl T. Sæmundsson, f. 1909
- d. 2004
Katrín Einarsdóttir,
móðir Einars Ben.
Kári
Arnórsson ??
Kristmann
Guðmundsson og Jóhannes úr
Kötlum í Hveragerði
Líba - Karólína Líba Einarsdóttir magister
og Karl Kristjánsson, alþingismaður á Húsavík Magnús Kr. Jónsson
frá Bolungavík (10.02.1920-23.09.2005).
Ólafía Margrét Ólafsdóttir
Óli Kr. Jónsson
Ólína Jónasdóttir frá
Kotum
Ómar Ragnarsson
fréttamaður
Páll Bergþórsson
veðurfræðingur
Pétur Sumarliðason
- (1916-1981)
kennari og skólastjóri, útvarpsrödd, rithöfundur og skáld
Sigurður Nordal
- (1886-1974) fræðimaður, rithöfundur, skáld og prestur
Sigurður Norland - (1885-1970) frá Hindisvík
Sigurkarl Stefánsson
og Sveinbjörn
Sigurjónsson
Stefán Jónsson kennari
Stefán
Stefánsson frá Móskógum
Stephan G.
Stephansson 1853-1927
Steingrímur
í Nesi
Steinn Steinarr
Steinunn Guðmundsdóttir úr Dölum
Svana (SS)
Þorvaldur Jakobsson prestur
Þorsteinn Erlingsson
|
>> |
Birkir Friðbertsson, bóndi í
Birkihlíð í Súgandafirði
* Aftur í höfundatal |
Birkir
Friðbertsson
Vorið
2011
kom út
ljóðabók
Birkis:
Ljóð og
litlar vísur
Sjá hér yfir
1300 Dagveltur
Birkis
|
Guðrún Fanný Björnsdóttir
og Birkir Friðbertsson í BirkihlíðÁ hausti -
okt. 2014
Margt er það sem manninn hrjáir
mun svo verða æ og sí.
Að uppskera verði eins og sáir
ekki skaltu treysta því.
Ævin langa eitthvað kennir
árin spanna þroskabraut.
Framhjá sigldu tímar tvennir
hvert tekið skrefið að því laut.
Framtíð skal á fortíð byggja,
í flestu nútíð er þó breytt.
Því að ýmsu þarf að hyggja
sem þekkti fortíð ekki neitt.
|
Birkir segir:
Ísafjarðar-
kvæðið
er nokkurn
veginn
rétt upp sett.
Kvæðið Ísafjörður - Elísabet Jökulsdóttir
Fjall
Fjall
Fjall
drykkja liðinnar nætur
Hvítt blátt
Hvítt blátt
Hvítt blátt
svartur hrafn krunkar
tröllin setja hönd
undir kinn og geispa.
* * *
|
Kvæði
Elísabetar kom mér til að setja
Þessar línur á skjáinn.
Hug-mynd
*
mars 2014
Þokan
grúfir á fjöllum
þó er bjart.
Sæbrött norðurhlíðin
lítur yfir
til systur sinnar í suðrinu,
heillast af fegurð hennar
og gleðst enn meir
er hún horfir á
mjólkurhvíta lækina
hoppandi káta
í leit að endastöð
sem þó engin er.
Brosandi lítur hún
í gaupnir sér,
hugsandi gott á ég
ég á mína.
Á hörðu
vori * maí 2013
Dagur er hver
degi öðrum líkur
döpur er ásýnd hvert sem litið er
allt er hér hvítt og ennþá vorið svíkur
enginn veit hvenær þessi vetur fer. Djúpt er
á túnum, dregin fönn í skafla
dýr munu ráð í svona vetrartíð.
Skrattinn að stjórna skrýtnum veðurkafla
skíni nú sólin og veður gerist blíð.
Allnokkrar skúrir ásamt hitagráðum
óskast hið fyrsta - nú er þörfin brýn!
alls ekki svara: einhverntímann bráðum,
alvaran leyfir hvorki slór né grín. Þrái ég
gróður og grænan lit á túnum
og gleði sem vaknar sérhvert lifað vor,
hve snjórinn þá hopar hátt að fjallabrúnum
og huga minn fyllir kraftur, von og þor.
|
>> |
Bryndís Guðbjartsdóttir
* Aftur í höfundatal |
Frá
Binnu
|
Jól 1983
Fái allir frið um jól og fylling óska sinna. Hillir undir hærri sól. Hittumst! - Kalli og Binna.
|
>>
Þessar upplýsingar
eru úr inngangi
minningagreina
um Böðvar í
Morgunblaðinu
2. sept. 2007. |
Böðvar
Guðlaugsson,
sérkennari, f. 14.2.1922 - d. 16.8.2007 *
Aftur í
höfundatal
Böðvar fæddist á Kolbeinsá í Hrútafirði. Foreldrar hans voru Guðlaugur Jónsson,
f. 1.2.1900 - d. 2.8.1976, og Margrét Soffía Ólafsdóttir, f. 25.12. 1895 - d.
28.7.1980. Tvíburasystur hans eru Sigurbjörg Elísabet og Elín Júlíanna f.
14.9.1927. Hann kvæntist 31.1.1958 Ósk Ingibjörgu Eiríksdóttur, ættaðri frá
Grjótlæk á Stokkseyri. Börn þeirra eru Unnur, f. 15.10.1954, Þorvaldur Pétur, f.
18.12.1961, Böðvar Már, f. 30.7.1964, og Bergþór Grétar, f. 1.3.1967.
Barnabörnin eru 9 og barnabarnabörnin 2.
Böðvar átti heima á Kolbeinsá til 8
ára aldurs en fluttist þá til Borðeyrar með fjölskyldunni. Hann ólst upp við
mikinn kveðskap og byrjaði ungur að yrkja. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á
Reykjum í Hrútafirði. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1942 og hann lauk
kennaranámi frá Kennaraskólanum 1946.
Eftir Böðvar liggja nokkrar ljóðabækur, barnabók og námsefni. Seinna
lauk hann sérkennslunámi og var
í hópi þeirra
fyrstu sem það gerðu hér á landi. Hann kenndi í Höfðaskóla, Hlíðaskóla og
Öskjuhlíðarskóla. Böðvar og Ingibjörg bjuggu lengst af á Borgarholtsbraut í
Kópavogi.
Í eftirmælum ritar Unnur, dóttir hans, þetta erindi Böðvars:
Og hversu dýrðleg útsýn var hér oft
er unaðsdegi björtum tók að halla
og handan flóans bar við bláhvítt loft
í bláum fjarska Snæfellsjökuls skalla.
Því hef ég hérna margan dýrðardag
dokað við á mínum gönguferðum
og dáðst að því hve blómlegt byggðarlag
við bæinn okkar, Kópavoginn, gerðum.
Og afastelpurnar Eva Dögg og Ellen Björg setja þar uppáhaldsljóð þeirra
systra sem afi þeirra orti:
Gráttu nú, barn mitt,
gráttu eins og þig lystir.
Á gólfinu liggja brotin
gullin sem þú misstir.
Himinbláu augun
í heitum tárum fljóta.
Góðu börnin gráta
er gullin sín þau brjóta.
Hlustaðu ekki á tal mitt
um hörpudiska og báta,
láttu sem þú heyrir ei,
haltu áfram að gráta.
Heimurinn jafnan hæðir
hláturmilda drengi.
- Gráttu meira, góði,
gráttu heitt og lengi.
|
Böðvar
Guðlaugsson
kennari |
Ljóð Böðvars eru m.a. í bókum hans: Brosað í kampinn, nokkur skopkvæði og hermiljóð 1956, Heilsubótargrín,
grínkveðskapur og gamanþættir 1960, Glott við tönn, Spegilsútgáfan 1966, og Ljóð af tvennum toga. Hann orti einnig í
Spegilinn og ljóð hans hafa birst víðar. Hann er löngum glettinn þótt alvaran sé ekki langt í burtu.
Böðvar var á Þórsmörk í sumardvöl og gekk í Valahnúknum.
Vísan lýsir aðstæðum:
Fótasnillin förlast mér - flughál syllan mjóa er! Ekki milli mála fer: maður er illa staddur hér.
Þessar elskulegu vísur skildi hann eftir í
Skagfjörðsskála á Þórsmörk eitt sumarið (1966-73?):
Gott var í Þórsmörk Gísla og Rögnu að finna gestrisni njóta og hvers konar aðhlynning þiggja; dálæti á þeim og landi langfeðra sinna ljómar í augum drengjanna minna þriggja.
Stórbrotið umhverfið ævintýri var líkast, árnar, skógurinn, gilin og jökullónin. Í minningum þeirra verður þó vafalaust ríkast hve vinsamleg reyndust þeim blessuð Þórsmerkurhjónin.
|
24. júní
1989Ritað
af
miðum
Böðvars
sem
geymst
hafa
í
fórum
GÓP. |
Á tuttugu ára
útskriftarafmæli fyrstu sérkennara frá Kennaraháskóla Íslands
Vísurnar lágu við inngangsdrykki viðstaddra - röðin hér af handahófi.
Þetta á ekki að þamba af stút,
þetta er sterkur fjandi.
Þetta á að þynnast út
með þar til gerðu blandi.
Það er ekki að því að gá
þannig löngum fer'ða
að þeir sem þessu súpa á
þunnir að morgni verða.
Súpist þetta ekki í sopum stórum
er sálarinnar borgið hag,
ég mæli eindregið með svo sem fjórum
matskeiðum á dag.
Stútfullt þetta ílát er
af einkamiði frúnna.
Ríkið æ með sóma sér
um sína bestu kúnna.
Svoddan lyf mun sérhvert stilla
sárrar gremju kast.
Það læknar einnig leiða kvilla.
- Lepjist hægt og fast!
Innihaldsins áhrif glögg
engan hygg ég saki.
Þetta er engin öskurlögg,
aðeins gleðivaki.
Til þess enginn verði í vafa
vísbendingu á blað ég krota:
Við Ingibjörg mín ætlum að hafa
innihaldið til prívatnota.
Stuttu eftir að hátíðin hófst bættist þessi við:
Um það skal ei hafa hátt
heldur aðeins hvísla
að Ingibjörg er ekki sátt
við útlitið á Gísla.
GÓP var í viðhengjahópnum og hafði rakað alskegg sitt til
aldarfjórðungs. |
>> |
Traustatak úr Mbl. vorið 1997:
Vöggukvæði á Þorra
Sofðu stúfur. Niðdimm nótt að norðan fer. Lát þig dreyma í rökkurrónni riddarann úr öskustónni. Ég skal vaka yfir þér.
Búin mjúkri værðarvoð þín vagga er, svo þú megir sofa og dreyma. Sönglaust út í húmið streyma vöggukvæði af vörum mér.
Þitt yfirbragð er engilhreint, þín augu snör, mjúkir lokkar yfir enni. Ættarmótið glöggt ég kenni: Rjóðir vangar, róslit vör.
Sofðu ugglaus, eg skal vaka yndið mitt. Sigldu draumsins fagra fleyi fram hjá hverjum myrkum degi, uns dagar uppi draumskip þitt.
|
>> |
Traustatak úr Lesbók Mbl. 15.7.2000:
Sáðmaður kærleikans
Eg, sáðmaður kærleikans, yfirlít akur minn með augum hins starfsglaða manns. Hvert einasta fræ, er eg sáði í þetta sinn, var hið sama og meistarans.
Eg fylgdi hans dæmi við allt, sem eg hafðist að. Yfirsjón mín var svo hitt, að mér láðist að búa akur minn undir það að ávaxta fræið mitt.
- - - Hvert gagn vinnur frækorn, sem getur ei rætur fest, því garðland er næringarlaust? Eg, sáðmaður kærleikans, óttast uppskerubrest á akri mínum í haust.
|
Jón
Bragi
Sigurðsson
3. maí 2005Sjá líka
Steinn Steinar
Ítarlegri
upplýsingar
frá Sigurði
Sigurðarsyni
31. jan 2009 |
Aldrei heyrir maður of mikið af góðum stökum.
Varðandi Böðvar Guðlaugsson, þá hef ég lengi kunnað þessa snjöllu vísu sem mér
sögð vera eftir hann.31. jan. 2009 - frá Sigurði
Sigurðarsyni:
Þetta varðar vísu Böðvars Guðlaugssonar
,,Lotinn standa leit eg mann".. Þannig hefur hún verið skráð í lagboðahefti
Kvæðamannafélagsins Iðunnar.
Þessi útgáfa er ekki rétt - sagði mér höfundurinn, er ég átti tal við
hann fyrir fáum árum. Því miður er hann dáinn og getur ekki borið vitni sjálfur.
Hann sagði mér að svona væri vísan rétt:
Leit eg standa lotinn mann
leysa band af tösku
þar að vanda hafði hann
hálfa landaflösku.
Mér er sagt að Böðvar hafi verið 12 ára, þegar hann gerði
þessa vísu á Borðeyri, en hún varð strax landfleyg. Ég heyrði líka, um hvern
vísan væri, en læt það liggja á milli hluta nú.
Bestu kveðjur,
Sigurður Sigurðarson dýralæknir |
>> |
Einar
Jónsson á Litlu Drageyri í Skorradal * Aftur í höfundatal |
Höf:
Einar
Jónsson
á
Litlu-
Drageyri
í
Skorradal |
Lagfært í janúar 2009
eftir símatal við Sigurð Sigurðarson, dýralækni.
Hann sagði frá samtali sínu við
Sveinbjörn Beinteinsson en margir hafa eignað honum vísuna. Sveinbjörn sagði
vísuna eftir Einar Jónsson á Litlu Drageyri í Skorradal. Hún er birt í
Borgfirskum ljóðum og feðruð Einari. Hún er sennilega eitthvað öðruvísi en
hér - og er leiðrétting vel þegin.
Endurbætt 21.okt. 2015
eftir Vísnahorni Halldórs Blöndal í Mbl. fáum dögum fyrr:
"Einar hafði gengist undir
þvagrásaraðgerð á sjúkrahúsi og sá þegar hann vaknaði að hann var reifaður
að neðan. Hann orti:
Sjúkrahúspíunum seint mun ég gleyma,
svolítið fór mig að langa í geim.
Þær tjóðruðu Grána í túninu heima til þess hann fær'ekk'í blettinn hjá þeim.
Sigurður Óskarsson í Krossnesi
(1905-1995) sendi Einari þetta svar:
Það er að hlýna og hlána
það hlakkar í mér og þér,
úr túninu taka þær Grána
og teym'ann í blettinn hjá sér."
|
>> |
Elmar
Tómasson * Aftur í
höfundatal |
Elmar
Tómasson |
Um þessa vísu segir
Karl Th. Sæmundsson 1990:
Ég lærði vísuna fyrir mörgum árum og nafn höfundarins - en ég kann ekki frekari
skil á honum.
Ótalmargt - svo einskisvert - er ég stundum við að
glíma. Það besta sem ég gæti gert geri ég aldrei nokkurn tíma.
|
>> |
Friðbert
Guðmundsson
* Aftur í höfundatal
var hreppstjóri í
Súgandafirði - sennilega á fyrsta hluta 20. aldar. |
Friðbert
Guðundsson |
Högni Egilsson 2007 segir um
Friðbert afa sinn:
Hannes Hafstein mætti honum einu sinni í búð þar sem Friðbert var spurður um
sína hagi og hann svaraði að i dag drekk ég, á morgun iðrast eg.
Hannes gerði þá þessa vísu:
Lífið er dýrt dauðinn þess borgun drekkum í dag iðrumst á morgun.
|
>> |
Friðrik
Guðni Þórleifsson * Aftur í höfundatal |
Spurn!
Kanntu
lagið
??
|
Bókasafnið okkar (á Hvolsvelli)
Það er fyrir mig, það er fyrir þig,
það er fyrir þá sem mennta sig,
þar má leita alls, þar má finna flest,
það er bókasafnið okkar sem er allra best,
þar má myndir sjá, þar má sögur fá,
þar er hljómlist til að hlýða á,
þar má lesa um skip, þar má læra um hest,
það er bókasafnið okkar sem er allra best,
fyrir unglinga, fyrir aldraða
fyrir ólæsa, fyrir doktora,
fyrir heimamann sem og góðan gest,
það er bókasafnið okkar sem er allra best.
|
>> |
Guðmundur Gíslason,
læknir * Aftur í höfundatal |
Guðmundur
Gíslason,
læknir |
Guðrún Gísladóttir hefur eftirfarandi vísu sér í minni - utan fyrstu þrjú orðin sem hér eru sett inn frjálslega. Hún stendur í
þeirri trú að vísan sé eftir Guðmund, bróður hennar 1907-1969:
Það er leikur, líkt og tafl, léttir skap og styttir tíma - sitt að láta andans afl eitthvað hafa við að glíma.
Ef þú kannast við þessa vísu -
þá láttu mig vita! |
Sigurður Sigurðarson
dýralæknir. 4. ágúst
2006
Sjá einnig
úr vísnadálki
Mbl: 1 -
2 |
Ein vísa, sem Guðmundur Gíslason læknir,
móðurbróðir þinn, gerði um samverkamann okkar á Keldum, Halldór Vigfússon.
Þegar Halldór þylur óðinn þagna aðrir við ótæmandi orðasjóðinn, ómælt brjóstvitið.
Þann 24. júlí árið 1966 varð Pétur Sumarliðason fimmtugur og var haldið upp á
það í Jökulheimum þar sem hann þá starfaði við veðurathuganir. Guðmundur orti af
því tilefni:
Fimmtíu árin að færa í letur
mér finnst of snemmt. Hann má gera betur.
En mikið er hvað maðurinn getur,
ég meina hann Jökulheima-Pétur.
Þessi vísa er einnig eftir hann:
Það er hollt að elska unga snót,
það örvar blóð og hressir geð.
Ástin er hin mesta angursbót
- einkum þó - til að byrja með.
|
Pétur
Sumarliðason
kennariritað
1963 |
Á heimili þeirra Guðmundar
Gíslasonar og Líbu Einarsdóttur var það oft haft að leik að gestir og heimamenn
kepptu í vísnagerð. Húsfreyjan sjálf vel hagmælt og mörgum töm stakan en þó var
oft nauðung á og meiri vilji en velgengni. Hitt gat einnig gerst að fleygar
stökur fæddust.
Eitt sinn er margir höfðu kveðið og Baldur eigi minnst - en
Guðmundi stóð hvert orð í hálsi - lauk svo kvöldi að er Guðmundur hafði ekið
Baldri heim varð hann þess var að Baldur hafði tapað skóhlíf sinni í bílnum. Þá
kvað Guðmundur:
Orðin stóðu öll í mér
andinn sveif á hina
Baldur orti undan sér
aðra skóhlífina.
Það var öðru sinni að allir viðstaddir skyldu yrkja um
stúlku er Valgerður hét. Þótti vísa Guðmundar ekki síst - og er hún þessi:
Valgerður vermir flestan,
Valgerður fagurbrýn.
Valgerður er að vestan.
Valgerður, stúlkan mín.
Sigurður Ólafsson söngvari er ekki hvað síst frægur af
hestum sínum og ber hróður Glettu hæst en hún er merhryssi fagurt og methafi á
skeiði. Kona Sigurðar er nefnd Snúlla og er Sigurði lítt síðri um dálæti á
hrossum. Fyrir nokkru flaug eftirfarandi vísa fyrir glugga, kveðin af kunningja
þeirra hjóna:
Sigurður sprettinn muna má
margoft þéttingsglaður,
Snúllu og Glettu er hann á
allvel settur maður.
|
>> |
Hallgrímur
Jónasson, kennari *
Aftur í höfundatal |
Hallgrímur,
sá víðförli ferðamaður
og hagyrðingur,
skrifaði nokkrar
bækur og hér er
blaðað í bókinni
Á öræfum
sem prentsmiðjan
Leiftur gaf út -
ártal er ekki tiltekið -
en mun vera 1961. |
Yfir Kletthálsinn í ágústlok árið 1952
Þetta var fyrsta ferð með bíl yfir Kletthálsinn og gekk ekki alltaf að óskum:
Áfram hrekkur, út á hlið, angur rekkum blandar. Sporahlekkjum spyrnir við, spólar, sekkur, strandar.
Við Dettifoss
Enginn slíkan ægimátt á í strengjum sínum. Þrumumálið himinhátt hæfir krafti þínum.
Á öræfasöndum
Hvílir auðnin öskugrá yfir hljóðu landi. Aðeins stöku ílustrá upp úr dökkum sandi.
Í göngum 1958
Laugast allt í fjalla frið; ferðin sækist innar. Skíma dagsins skrafar við skugga næturinnar.
Vísa um hálfan mána:
Máni hlær við himintjöld, heldur upp á sjálfur þennan dag og þetta kvöld, þessvegn' er'ann hálfur.
|
>> |
Öræfastökur
Bleikri slikju slær á fjöll; slétta, vik og hólar sýnast kvika undir öll aftanbliki sólar.
Hallar kveldi. Skuggar skjótt skýjafeldinn stika. hefst í veldi höfug nótt; haugaeldar blika.
Hún á greiðum himinvæng heldur leiðar sinnar. Yfir breiðir blakkan væng bungu heiðarinnar.
- -
Dropar lágir líða hjá lofts í gráu neti, daggarsmáir iða á öldubláum fleti.
Í Herðubreiðarlindum
Sindra á leiðum sudda ský, sól á heiðum tindum, hún er að greiða haddinn í
Herðubreiðarlindum.
Gómar vorsins
Fjalls við bringu lítil lind lágum syngur rómum. Vorið kringum tó og tind tyllir fingurgómum.
|
Yfir fjöll og sæ
Formála bókarinnar
hefur Hallgrímur
Jónasson skrifað
á annan jóladag
1962. |
Á Kili
Einhver draugalýsulog leika um jöklarætur. Nú er kalt á Kili - og kannski reimt um nætur.
Þó að hauður hylji mjöll; hlaði sköflum saman, ennþá bíður inn við fjöll yndi mitt og gaman.
Á Vestfjarðaleiðum
Oft á leiðum inn til lands eftir heiðum farnir verða greiðir göngu-manns götusneiðingarnir.
|
Vísur teknar
traustataki
úr bókinni
Jeppar á fjöllum
Ormstunga 1994 |
Stökur
Bungur greiðar, urðir og eyðileiðir breiðar, tungur, heiðar, velli, vog vökur reiðin skeiðar.
Fjallahringur blikar blár, bylgju syngja strengir, hjalla, dyngjur, auðnir, ár aka slyngir drengir.
Á Dimmafjallgarði
Ferðaþráin löngum lokkar, lyftir brá og hugann seiðir, þegar blái bíllinn okkar brunar háar fjallaleiðir.
Þar sem firna fjallahringsins fegurð blasir mínum augum finn ég alltaf Íslendingsins eðli djúpt í sál og taugum.
Staka
Auðnin hljóða íss og báls árdagsglóðum hlýnar. Landið góða, förum frjáls fjallaslóðir þínar.
|
Útvarps-
tíðindi
Nýr
flokkur
1. árg.
8. hefti
Des.
1952
Ritstjóri
Jón úr Vör |
Á árinu 1952 var Ferðafélag íslands
25 ára.
Á 2. síðu Útvarpstíðindanna er eftirfarandi - undir nafninu:
SindurHallgrímur Jónasson er löngu þjóðkunnur maður,
þótt ekki væri fyrir annað en ferðaþætti sína og stökur. Meðal
annars vegna afmælis Ferðafélagsins varð það úr að við bæðum hann
um nokkrar vísur. Varð hann góðfúslega við þeim óskum.
Á leið inn á öræfi orti Hallgrímur:
Við mér blasir auðnin öll yfir bláum heiðum. Enn skal halda inn á fjöll út af troðnum leiðum.
Víður hringur auðnar er, ómar kringum glaður, líkt og syngi í sálu mér: - svona yngist maður.
Á gömlum slóðum -
Er nóttin kemur dul og draumavíð og dagsins önn er liðin hjá um sinn þá hverf ég einatt inn í liðna tíð hins unga drengs - við fjallabæinn sinn.
Á Fjórðungssandi er víða dásamleg útsýn um
óravíðan hálendisgeiminn, með Vatnajökul, Hágöngur og
Tungnafellsjökul í boga austur undan, eins og heyra má í þessari vísu:
Hvílir land í boga beygt bak við himinlindir. Geta dauðleg augu eygt öllu fegri myndir?
|
1925
Útvarps-
tíðindi
Sindur:
Pistillinn
er ekki
merktur
svo
hann mun
vera
saman
settur
af Jóni
úr Vör,
ritstjóra
Útvarps-
tíðinda. |
Hallgrímur segir svo
frá: - Í fyrrahaust ókum við nokkrir þvert yfir Kjalhraun en brutum
bílinn á leiðinni og urðum að dvelja næturlangt þar uppi í Gránunesi
þar til bílstjóranum, Guðbrandi Jörundssyni, hafði tekist að tjasla
við vagninn. Fyrr um daginn hafði einn förunauta minna tekið krankleik all
slæman - og var það nábítur heiftarlegur. Var staðurinn síðan
við hann kenndur. Á heimleið í hinum bilaða bíl var vísa þessi gerð -
er Kjalvegur hvarf sýnum okkar:
Hlær við byggðin hugum stæð hægt þó Brandur aki. Gránunes og Nábítshæð nú er langt að baki.
Norður við Tungnafellsjökul var Hallgrímur ásamt
Guðmundi Jónassyni. Höfðu þeir sullast yfir Köldukvísl og fleiri ár og
kvíslar og voru komnir inn í Jökuldal - sem líka er nefndur Nýidalur.
Þá varð þessi vísa til:
Strengir sungu, geislar glóa, gylla tungu dals: upp að bungu efstu snjóa ókstu klungur fjalls.
Hér er svo vísa sem Hallgrímur nefnir:
Landið kallar
Landið mjallar ljúfa þrá lætur alla finna. Það mun kalla okkur á inn til fjalla sinna.
|
Útför
Hallgríms
var gerð
1. nóv. 1991Í kveðju
skrifaði
Nanna Kaaber
m.a.
þetta
-
sem
skýrir
tilurð
Hallgríms-
vörðu
uppi
á
miðjum
Sprengi-
sandi
(Tekið
traustataki
úr
minningar-
grein
hennar
í Mbl
í þeirri
von
að hún
fyrtist
ekki
við.
GÓP) |
1. nóv. 1991
Vel af grjóti veðurbörðu
væri ég tengdur mínu landi
ef mér hlæði einhver vörðu
uppi á miðjum Sprengisandi.
Svo kvað Hallgrímur eitt sinn.
Útivistarfélagar tóku þessari áskorun síns mikilsvirta heiðursfélaga og hlóðu
honum vörðu. Þetta er engin venjuleg varða. Há, reisuleg og traustlega hlaðin,
þar sem hver og einn þátttakenda á sína steina.
Hallgrímur valdi henni sjálfur stað, svo nálægt miðju landsins sem hægt er að
komast, á hárri sandöldu skammt vestur af Fjórðungsvatni.
Hann sagði að þaðan mætti í björtu veðri sjá Mælifelli í Skagafirði, en
Skagafjörður var hans heimabyggð og Mælifell var hans fjall.
Og þarna inni á miðju landsins, í hinni miklu auðn umkringdri
hinum fagra jöklahring, þar sem öræfavindurinn látlaust gnauðar og Íslands lag
ymur í öllu sínu veldi, er Hallgrímur nú tengdur sínu landi, sem hann unni svo
mjög, með þessari rammbyggðu vörðu sem mun standa af sér öll veður um ókomna tíð
og halda uppi nafni hans sem hoggið er í stein í miðri vörðunni:
Hallgrímsvarða um alla framtíð.
Með þessu framtaki vildum við Útivistarfélagar sýna hug okkar
til hans og votta honum þakklæti okkar og virðingu.
Fari hann vel. Aðstandendum hans öllum vottum við samúð.
Nanna Kaaber |
>>
Kynning úr bókinni
Ljóð og
lausavísur sem börn hans gáfu út í 150 eintökum
árið 1991 |
Haraldur
Björnsson 1917 - 1988 *
Aftur í höfundatal
fæddist á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd 16. maí 1917 en fluttist til Reykjavíkur
9 ára að aldri og átti þar heima upp frá því. Hann varð búfræðingur frá Hólum
1937 og stundaði ýmis störf um dagana bæði til sjós og lands. Ungur byrjaði
hann að yrkja en hirti lítt um að birta kveðskapinn á prenti. (Kynning á bakhlið
bókarinnar.) |
Pétur
Sumarliðason
(PS)
skráði: |
Við skulum vona
Til sjávar falla nú lækirnir litaðir blóði
og líknarhendurnar örþreyttar greipar spenna,
- borgirnar brenna - .
Mannhatrið skin út úr keyptra lygara ljóði
hver lind er ausin til þjónkunar postulum stríðsins,
- og lömunar lýðsins.
Með hræsni er glapin sjónin hraustustu þjóðum
hatursins eldar kynntir með flestum ráðum,
- grimmd launuð gráðum.
Kulnaðir eldar í kærleikans útbrunnu glóðum,
kæfðum með valdi, bera um afræktar dyggðir
og böl yfir byggðir.
Æfistörf friðsamra manna eru jöfnuð við jörðu,
Júdasareðlið með gliti til skýjanna hafið
og verðlaunum vafið,
mannelskan hispurslaust sogin úr sérhverri örðu,
sannleikans dáendr lægst allra kvikinda virtir
- mýldir og myrtir.
Hugtök sem milljónir helgust og dýrmætust áttu
hilma nú yfir sem réttlæting saurugra hluta
- og hafrekins kuta.
Kúgun er hlutskipti þeirra er minna sín máttu
en morðtólin hlífðu í trássi við beitandans vilja,
- þá dul skal ei dylja.
Hvar enda þau harmkvæli? spyrja menn, örvænting
lostnir,
skal ómennskan framþróun mannsandans banasár veita?
Er lausnar að leita?
- - Að verði ekki síðustu vonstrengir mennskunnar brostnir
af viðurstyggð - loks þegar fjarar út grimmd okkar sona
við skulum vona.
|
Til GÓP
10 ára
1950 |
Láttu hvorki skin né skúr skipta þínu sinni vertu alla æfi trúr æskugleði þinni.
|
GÓP
skráði: |
Þótt hrasir þú á heimsins ís
og hjálpar viljir kalla
á augabragði er þér vís
aðstoð til að falla.
|
PS
skráði: |
Í mér blundar eðli svíns
-
ill er við það glíman -
fái ég eina flösku víns
fellur af mér gríman.
|
3. febrúar
1955
PS
skráði: |
Geng ég um og glími við
greddu, fíkn og lostann,
þó er ekkert ólánið
á við djöfuls þorstann.
Um svipað leyti og þessi vísa var kveðin var ég
skrifstofumaður hjá Kópavogshreppi. Eitt sinn - undir kvöld - kom Haraldur til
mín á skrifstofuna. Þar var fullt af fólki er spurði margs. Þurfti ég ýms svör
að gefa og varla öll sönn. Sem hann sat þarna hjá mér laumaði hann til mín
þessari vísu með yfirskriftinni:
Heilræði Péturs
Ef þú hittir annan mann
er um að gera að ljúga í hann -
og ef þú segir sannleikann
þá segðu hann heldur öfugan.
|
Um 1960
PS
skráði: |
Eitt sinn kom til mín Haraldur Björnsson vinur minn. Virtist mér
hann nokkuð við skál, þó smátt. Svo sagði hann mér sína sögu að hann hefði verið
staddur miðri í bæ (Reykjavík) aurafár og allslaus. Þráði bæði og þurfti vín og
keypti sér eitt glas af koges-spritt - hvert hann fékk vel innvafið í bréf.
Stakk því í vasa sinn. En sem hálft var heima fór hann úr vagni, gekk undir
veggi þeirrar krosskirkju í Kópavogi sem þar var í byggingu og saup á sínu gleri
- gladdist og grættist og tjáði sína tilfinningu á umbúðirnar þannig:
Dropatal
Vínið gómsætt vætti þyrsta kverk
veitti nýjum þrótti í hverja taug.
Meðvitund um skyldu og vanrækt verk
vængjaðist - og út í buskann flaug.
Hugsun skýrðist. Háfleygt gerðist tal.
Hugmynd fæddist, glæddist lífi - og dó.
Hratt vér byggðum hátimbraðan sal,
hrundum mörgu giftufleyi á sjó.
Læddist að oss þokan slikjusljó,
slæfði tillit vor en veitti oss náð.
Renndum vér á rauðan nætursjó
raunum vorum, hamingju og dáð.
|
PS
skráði
1963 |
Eitt sinn kom til mín vinur minn, Haraldur Björnsson. Hafði þá
verið lengi matsveinn til sjós. Lét hann þá af hendi við mig eftirfarandi ljóð -
svona upp skrifað:
Efnið sinnum hraðinn
deilt með fólksfjöldanum
-- -- -- það er ég.
Lífið sinnum ástin
deilt með treganum
-- -- -- það er ég.
Trúin sinnum vonin
deilt með efanum -
-- -- -- allt er þetta ég.
Hatrið sinnum óttinn
margfaldað með tortryggninni -
-- -- -- það ert þú.
|
16. ágúst 1966
|
Haraldur Björnsson orðsnillingur (1917-1988) var staddur í Jökulheimum hjá
vini sínum Pétri Sumarliðasyni er
þar bar að garði GÓP og RFr og þau öndvegishjónin Árna Jakobsson og Jónu
Jakobsdóttur. Með Pétri og Haraldi var einnig Bjarni sonur Péturs og Ragnheiður
Óladóttir kona hans. Pétur stjórnaði þá dagana uppsetningu á rennslismæli á Tungnaá í svonefndum Jökulkróki þar sem hún
þá kom undan jöklinum og lögðu allir hönd að verkinu. Að kvöldi sagði GÓP Haraldi að sjálfur hefði hann lengi
reynt árangurslaust að koma saman vísu um föður sinn, Pétur, sem
Jökulheimabónda. Ekki var meir rætt um það en við brottför næsta dag var þessi
vísa komin í gestabókina:
Það er ekki tímatap að tefja við einn lítinn stanz og játast undir jöklaskap Jökulheimahúsbóndans.
|
>> |
Haraldur
á Jaðri og Halldór
Jóhannesson *
Aftur í höfundatal |
Jón G.
Halldórsson,
kennari
á Dalvík.Veturinn
1960-61
kenndi hann
í Grindavík
og nefndi þar
þessar vísur |
Haraldur á Jaðri yrkir til Valdimars Kristjánssonar sjötugs:
Lífsvef sló með lyndisró léttbrýnn hló við elli vel hefur róið veraldarsjó Valdi á Móafelli.
Haraldur á Jaðri sendi Halldóri Jóhannessyni vísuna:
Tíminn spinnur tálþráð sinn tólum sallafínum - heldur þynnist, Halldór minn, hár á skalla þínum.
Halldór svaraði:
Þú hefur gleymt - og því er ver - það um dæmi sanna - að skallinn merki aðals er og allra gáfumanna
|
>> |
Heiðrekur
Guðmundsson frá Sandi |
... af
blaðinu
í
bunkanum ... |
Vinsamleg tilmæli
Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks -
en ætlirðu blómsveig að leggj'á mig látinn
þá láttu mig fá hann strax.
Og mig eins og aðra sem afbragðsmenn deyja
í annála skrásetur þú -
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja -
en segðu það heldur nú.
Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna
þá verður það efalaust þú
er sjóð lætur stofna í minningu mína -
en mér kæm' hann betur nú.
Og mannúðarduluna þekki ég þína
sem þenurðu dánum í hag -
en ætlirð'að breið' yfir brestina mína -
þá breidd' yfir þá í dag.
|
>> |
Heiður
Gestsdóttir f. 1930 *
Aftur í höfundatal
heimilaði þessar birtingar |
Heyrt
í Gullsmára |
Til tengdasonar - - barn hans heyrði og skaut inn spurn:
Hér spranga þeir um á spánnýjum skóm
og spila á lúðurinn falskan hljóm,
þeir lof' upp í ermina endalaust
efndirnar svíkja, rýja sitt traust,
sífellt þeir sækjast í metorð og auð,
samviska þeirra er löngu dauð -
- Yrkirð' um stjórnina, amma mín?
Óþarft að spyrja, þetta er grín.
|
Úr Vör |
Úr ljóðabókinni "Ýtt úr Vör" sem hugtengd er Jóni úr Vör
Þegar nasistabullur
þorpsins okkar
réðust á róttæklinginn
og misþyrmdu honum
fann móðir fórnarlambsins
gullúr á vettvangi glæpsins.
Hún auglýsti það
en enginn vitjaði þess.
Þó vissu allir
hver átti það.
II
Í þorpinu okkar
áttu flestir aukanafn
Bjarni gaddur
Gústi ójafnaðarmaður
Pétur kollubani.
Þegar álappalegi
og ófríði sveitamaðurinn
settist að í þorpinu
var honum gefið
nafnið Glæsir.
III
Þegar tónelski læknirinn
gifti sig og eignaðist börn
fannst tengdamóðurinni
tónlistariðkun tímasóun.
Þó átti hann sér friðland
og þangað fór hann
með fiðluna.
Frá kamrinum
bárust ljúfir tónar
sem lýstu upp
fábreytt þorpslífið.
|
>>
Hjörtur veiktist
í
æsku og
bæklaðist
svo mjög til
munns og handa
að honum varð
örðugt að tjá sig. |
Hjörtur
Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum f. 1. okt.
1889 *
Aftur í höfundatal Bókmenntaverk Hjartar
eru minna kunn en bróður hans, Skúla Guðjónssonar.
Í Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
12. árg. 1986, segir á bls. 74:
Torfi Jónsson, Reykjavík, afhenti Aldamótamenn" eftir Skúla
Guðjónsson á Ljótunnarstöðum, vélrit. Torfi afhenti
einnig vélritað
leikrit eftir Hjört Guðjónsson á Ljótunnarstöðum. |
24.02.2012
|
Jónína Ólöf
Helgadóttir rifjaði upp þessa vísu eftir Hjört:
Vesalings, vesalings sál,
veltur í halla, halla.
Bæklaður - með bjagað mál!
fjöldinn er að kalla, kalla.
|
Úr
afmæliskveðju
Péturs
Sumarliðasonar
í Þjóðviljanum
1. okt. 1969
þegar Hjörtur
varð áttræður
*
Sjá hér
kveðjuna
í heild
Aftur í
höfundatal |
Fyrir stuttu (1. okt. 1969) kom ég (Pétur Sumarliðason) í hlað á Ljótunnarstöðum og eftir ýms viðmæli
við heimilisfólkið bauð Hjörtur mér upp til sín og fékk mér í hendur nokkur blöð
og kenndi mér að lesa úr skriftinni.
Á þessum blöðum stóð þetta ljóð:
Ég er að tala við tóminn minn,
torskilið er það öllum.
Sá sterki telur það hlutinn sinn
sem skráð sé í æðri höllum.
Þegar sannleik er hvíslað hér
grettir heimur sig heldur.
Hvergi griðland né friður er,
- friðinn hafa þeir stóru fjendur.
Þótt ég sitji og skrifi hér,
segi satt í þeim höllum.
enginn rétturinn veitist mér
og enginn þeim smáu öllum.
Hér eru mín kvæði og hér er mitt ljóð,
hér kveðja til hinna smáu.
Nú kveð ég mitt land og mína þjóð.
Tek ofan fyrir þeim þjáðu.
|
>> |
Séra Helgi Sveinsson, f. 1908 (Sjá nánar)
Aftur í höfundatal |
>>
|
Þegar sektin sækir að
sálarfriði manna,
flýja þeir oft í felustað
frjálsu góðgerðanna.
Til að öðlast þjóðarþögn
þegar þeir aðra véla,
gefa sumir agnarögn
af því sem þeir stela.
|
>> |
Hörður
Þorleifsson *
Aftur í höfundatal
Sjá hér >> Ljóðaspjall í Gullsmára 25.
feb. 2012 |
Hér segir
Jón Halldór
Guðmundsson
óbein deili
á Herði lækni
sem áður
starfaði á
Hvammstanga
>>>>>>> |
19.6.2007 * Fegrunarfélagið
á Hvammstanga 50 ára
Á þessu ári er Fegrunarfélagið á Hvammstanga 50 ára. Það var árið 1957 sem
Hörður Þorleifsson læknir, Sigurður Eiríksson vélvirki og fleira fólk
stofnuðu félagið. Þau héldu skemmtun á sumardaginn fyrsta, þar sem vetur
konungur og fleiri verur voru í aðalhlutverki og farið var í skrúðgöngu um
Hvammstanga. Söngur og ljóð voru flutt og þessi hefð hefur haldist fram á þennan
dag.
Þau gerðu fleira. Þau hófu skógrækt á þessum stað, þar sem flestir töldu
ógerlegt að rækta tré. Norðanáttin og kuldinn og hvassviðrið voru of óhagstæð
skilyrði til skógræktar. Þetta var trú almennings í mínum heimahögum, árið sem
ég fæddist - en sem betur fer kom í ljós að frumherjar skógræktar höfðu rétt
fyrir sér. |
Hörður
sendir
línu >>Sjá hér >>
Ljóðaspjall
í Gullsmára
25. feb. 2012 |
Ég heyrði konu biðja mann sinn
að kaupa pottamold. Hann sagði að það væri til mold í bílskúrnum. Hún sagði það
vera gamla mold. Þegar ég frétti þetta varð mér að orði:
Mold hefur engan aldur,
aldrei hún fyrnist heldur.
Foldin er guðagaldur
gjaldið er hraun og eldur.
|
>> |
Höskuldur Þráinsson - F. 1946 * sjá hér nánar um Höskuld
* Aftur í höfundatal |
Færsla hans á Facebook 2. maí 2016
Með deilingu á Facebook fylgdi þessi GÓPvísa:
Heimsins þjóða trúatraf
treðst í mörgum álmum -
okkur veitir aldrei af
elskulegum sálmum.
|
Sálmaskáld
Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég leit yfir grein HHG um DO í óvenju útbreiddu tölublaði af Mbl að einhvern tíma skrifaði HHG um DO sem sálmaskáld og taldi, ef ég man rétt, að engir Íslendingar hefðu komist með tærnar þar sem DO hafði hælana í þessari listgrein nema þá helst Kolbeinn Tumason á Sturlungaöld. Þó væri sjónarmunur á þeim - og þá Davíð í hag. Ég er þó ekki alveg viss um að það sé rétt. Sálmur Kolbeins "Heyr himna smiður" hefur auðvitað orðið alþekktur, einkum eftir að Þorkell Sigurbjörnsson samdi lag við hann. Ég kann reyndar ekki sálm DO en mig minnir að hann hefjist svona:
Heyr Hólmsteinn smiður,
hér Davíð biður:
Kom á Moggann minn
með pennann þinn.
Mær mig á ný,
mér er nautn að því.
Þú ert þrællinn minn,
það er verkurinn.
Ég held að sálmur Kolbeins sé betri.r
|
>> |
Páll
Bergþórsson veðurfræðingur *
Aftur í höfundatal |
Jakob Jakobsson
<jakob(á)mojak.net>
sendi texta frá Páli
7. janúar 2016 |
Austræningur
Borgfirðingar nota sérstakt orð um milda og þurra austanátt,
og kalla hana austræning. Í dag er einmitt austræningur í Borgarnesi, þurrt og
bjart veður og hitinn 4° um miðjan vetur, 5 vindstig. En þessa vísu setti ég
saman um haust:
Orðalaust við eyru þér
ótal raustum syngur,
ilm um haust af birki ber
blíður austræningur.
|
>> |
Jóhann S.
Hannesson skólameistari, f. 10.
apríl 1919 - d. 9. nóvember 1983,
fyrrum skólameistari á Laugarvatni. * Aftur í höfundatal |
Vikar
Pétursson
sendi inn
í okt. 2015 |
Þrjár limrur
*
Einn veiðimann úti í Osló
til óbóta meinfýsið hross sló.
Af ánægju strax
hver einasti lax
í á, straumi, læk, hyl og foss hló.
* *
Það er eitt sem eg aldrei get skilið:
ef eg ætla að ganga upp þilið
losna iljarnar frá
og fæturnir ná
ekki að fylla að gagni upp í bilið.
* * *
Veistu af hverju eg er svo sprækur
og andi minn tær eins og lækur
og hugsunin klár
eftir öll þessi ár?
Það er af því eg les ekki bækur. |
>> |
Jóhannes
úr
Kötlum og
Kristmann
Guðmundsson *
Aftur í höfundatal |
Úr
handraðanum |
Jóhannes skáld úr Kötlum og
Kristmann skáld Guðmundsson voru
nágrannar í Hveragerði og var kunningsskapur með þeim.
Einhverju sinni sagði Jóhannes við Kristmann:
Lít ég þann sem list kann.
Löngum hafa þær kysst hann
Kristmann.
Svar Kristmanns var svona:
Einkum þó vér ötlum
að þær fari úr pjötlum
í Kötlum.
|
>> |
Jón Helgason * Aftur í höfundatal |
Skýring JH:
"Þegar mest gekk á í Reykjavík vegna rússneska piltsins sem Ólafur Friðriksson kom með til landsins (1921) gekk liðið sem átti að sækja að Ólafi yfir Landakotstún. Fremstur gekk - að sagt var - Ursus og hafði skæri í hendi til að klippa sundur gaddavírinn í girðingunni."
Aðförin
var gerð í
nóvember 1921. |
Hvíta stríðið - 22. nóvember 1921:
Við hús Ólafs Friðrikssonar í Suðurgötu.
Stuðningsmenn Ólafs leiddir burt af lögreglu og hvítliðum eftir átökin.
Jón Helgason 1921:
Uppþot í Reykjavík
Blóðþyrstir hrafnar blaka væng
byltingin mikla er hafin,
lögreglan gjörvöll lögð í sæng
lérefti og smyrslum vafin.
Öll eru sundur lögin leyst,
landið í voða stendur,
borgaraliðið brunar geyst,
bítandi skjaldarrendur.
Senn mun fyrir þess fræknu störf
fósturlandshagur bættur,
ráðin mun bót á brýnni þörf:
barnsræfill einn mun grættur.
Ver þú, ó horlið, hræðslulaust,
hristist þið eigi, ó læri,
oddviti þinn sé allt þitt traust,
Úrsus með nýbrýnd skæri.
Felldu nú, Úrsus, fjandans lið,
fræknleik þinn undrist þjóðin,
betra mun slíkt en berjast við
Benedikt þann með hljóðin.
Vegleg eru þín vopn og góð
vígamóð sýndu ærinn,
sýður í æðum berserksblóð
bítt'ekki góði í skærin.
|
>> |
Karólína
Líba Einarsdóttir
magister frá Miðdal // Karl
Kristjánsson *
Aftur í höfundatal |
Árni
Geirhjörtur
Jónsson:
Mælt af munni fram
í
Bændablaðinu
febrúar 2018 |
Karl Kristjánsson,
alþingismaður á Húsavík, orti til Karolínu Einarsdóttur magisters:
Þú átt flest í anda og æðum
einmitt það sem töfrar mig.
Vildi ég á himinhæðum
hleypa Sleipni og reiða þig.
Karolína svaraði Karli:
Orðalaus er ástin mín,
örðug kvæðaglíma,
en hestinum mínum heim til þín
hleypi ég einhverntíma.
|
>> |
Jón Helgason og Ólafur Briem tengjast um Jónas Hallgrímsson * Aftur í höfundatal |
Kristján Bersi
Ólafsson
í Vísnahorni
Morgunblaðsins
í des. 2007. |
Í Vísnahorni Morgunblaðsins í
des. 2007 segir:
"Kristján Bersi Ólafsson skrifar: Matthías Þórðarson þjóðminjavörður gaf á sínum
tíma út heildarsafn með verkum Jónasar Hallgrímssonar ásamt ævisögu hans. Þegar
sú bók kom út orti Jón Helgason um hana þessa vísu:
Íslensku skáldin ástmey firrt
angurmædd súpa á glasi
lognast svo útaf lítilsvirt
frá lífsins argaþrasi.
Um þeirra leiði er ekkert hirt
allt er þar kafið grasi.
- Síðast er þeirra saga birt
samin af Matthíasi.
Matthías kom aftur við sögu Jónasar löngu síðar þegar
heimflutningur jarðneskra leifa skáldsins komst á dagskrá. Í því máli kom
Sigurjón Pétursson á Álafossi einnig mikið við sögu en hann tók kassann með
beinunum ófrjálsri hendi og fór með hann norður í Öxnadal. Þá orti Ólafur Briem
á Laugarvatni þessa vísu í framhaldi af vísu Jóns:
Bjuggu menn engan bautastein
bragarins æðsta þjóni.
Hvorki bar lauf né heldur grein
haugurinn illa gróni.
Seinna menn fóru og sóttu hans bein
og sendu þau heim að Fróni.
Standa þau nú í stofu ein
stolin af Sigurjóni."
|
Jón
Sæmundsson
frá
Krakavöllum |
Jón
Sæmundsson frá Krakavöllum *
Aftur í höfundatal
Jólakveðjan 2006
Nýtum lífsins ljúfa byr
látum voðir skarta.
Göngum hægt um gleðidyr
og geymum frið í hjarta.
|
Jón úr Vör
Sjá hér vef um
ljóðverk hans
og
verkefni
Kópavogs:
Ljóðstafur
Jóns úr Vör |
Jón úr
Vör *
Aftur í höfundatal
Stökur
Ekki þarf að gylla gull
gullið verður alltaf bjart
og alltaf verður bullið bull
þótt búið sé í rímað skart.
* *
Áritun í Þorpið sem var jólakveðja hans til GÓP
1973:
Það sem áður þótti bull
og þeytt var beint í sorpið
tíminn nýi telur gull
- tötrið gamla - Þorpið.
|
>> |
Séra Jónas
Jónasson frá
Hrafnagili *
Aftur í höfundatal |
Pétur
Sumarliðason
kennari:f: 24.07.1916
d: 5.09.1981 upp
ritað
31. jan.
1963 |
Margur dagurinn er
sólbjartur og hlýr Á öðrum stað er frá því sagt að
faðir minn (Sumarliði Guðmundsson 1888-1959) var á Kjarna í Eyjafirði.
Eftirfarandi vísu kenndi hann mér og sagði tildrög þessi:
Séra Jónas á Hrafnagili hafði misst mikið dálætisbarn sitt -
ég held á útmánuððum. Er hann messaði næst eftir jarðarförina hóf hann ræðu sína
á þessum orðum: "Margur dagurinn er sólbjartur og hlýr". Faðir minn minntist
þessarar ræðu sem þeirra bestu er hann hefði heyrt.
Eftir messu var Jónas fenginn til að skíra barn á bæ einum.
Sat hann þar í góðri veislu en er áliðið var kvölds vildi hann halda heimleiðis.
Húsbóndi lét vinnumann sinn ríða með presti. Var Jónas þá glaður og reifur. Hann
var raddmaður, söngvinn og skáld gott. Var þetta það fyrsta sem Jónas blandaði
geði við aðra eftir barnsmissinn. Riðu þeir létt enda átti prestur ætíð góða
hesta og kunni með að fara. Er leið á ferðina lyftist hann í hnakknum, söng við
raust og orti af munni fram vísu þessa, hverja faðir minn raulaði stöku sinnum
fyrir mig og á ég að kunna lagið. Það sagði faðir minn að ekki hefði prestur
viljað samfylgdina lengra en svo að sá heim að Hrafnagili.
Þannig er vísan:
Ég er nú glaður, við höldum nú heim,
við höfum nú gert okkur káta.
Komdu með flöskuna, gremjunni gleym -
því gott er í bikarnum þeim.
Ríðum svo glaðir, við skellum á skeið,
hann Skjóni má herða sig, það vil ég játa.
Förum af baki eftir hörðustu reið
og hestana hvílum um leið.
Hér er nú best að skilja skjótt -
við skiljum hryggir - en ei skal gráta -
veður er indælt og allt er rótt -
ég einn ríð heim. Góða nótt.
|
Karl
T.
Sæmundsson
húsasmíðameistari,
iðnskólakennari
og ferðamaður,
f: 29.09.1909
d: 15.08.2004 |
Karl Theodór
Sæmundsson *
Aftur í höfundatal
Horft niður á Eyjabakkana
Þeir Friðgeir Grímsson höfðu gengið upp Lónsöræfin og átt við að etja ýmsa ferðaerfiðleika og torfær klungur. Friðgeir sagði
frá þessari ferð þeirra félaganna á níræðisafmæli Karls. Þegar þeir komust loksins upp á hæstu hæðir og horfðu niður yfir
Eyjabakkana hafði Karl mælt fram þessa vísu:
Er nú sleppir urð og grjóti
eygjum við græna hagana.
Nú er það bara niðrí móti
næstu fjóra dagana.
|
Katrín
Einarsdóttir
Frá Önnu
Sigurkarlsd. >>
30. mars 2008 |
Katrín
Einarsdóttir yrkir til sonar síns, Einars
Benediktssonar *
Aftur í höfundatal
Ef að þótti þinn er stór
þá er von að minn sé nokkur.
Sama blóðið er í okkur,
dropar tveir en sami sjór. |
>>
Gamall
miði |
Kári
Arnórsson (??) *
Aftur í höfundatal
Í verkfalli BSRB sem hófst 4. október 1984 og stóð til 30. október - var
viðsemjandinn Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sem eftir hálfs mánaðar
átök hélt á þingi ræðu með niðrandi ummælum um verkfallsfólkið. Eftir ræðuna
flaug þessi vísa um - og nefndist Forn húsgangur:
Hún er liðin sú tíð minnar trúar á
þann tudda sem launafólk púar á, -
- og svo finnst mér að héðan
sé fljótskroppið með'ann
í bíltúr austur að Brúará.
Í ókunnugs eyra var vísan eignuð Kára Arnórssyni,
skólastjóra. |
>> |
Magnús
Kr.
Jónsson frá
Bolungavík (f. 10.02.1920 -
d. 23.12.2005). Foreldrar Magnúsar voru hjónin Jón Valdimar Bjarnason og Kristín
Margrét Guðmundsdóttir systir Sumarliða sem var faðir Péturs og þar með afi GÓP. *
Aftur í höfundatal |
* |
Flutt á ættarmóti
í Víkurbæ í Bolungavík 20. júlí 1996 Liðin
kynslóð
Gakk hægt um þennan gamla kirkjugarð
í grónum leiðum hvílir rótt á beðum
fólk sem aldrei fann og skildi arð
en framtíð þína bar á þreyttum herðum.
Það lifði og dó á langri sultaröld
og lífið gaf þeim smátt til hnífs og skeiðar
þá Danirnir og hafís höfðu völd
og hungrið rak það færalaust á veiðar.
Það lifði af móðuharðindi og marga fleiri raun
sem mundi ykkur nútímabörnin skelfa
það beit því oft á jaxlinn og blés í handarkaun
og bölvaði ef landið átti að selja.
Það heimti sitt frelsi - það heimti sitt brauð
úr höndum danska valdsins.
Þrátt fyrir sultinn, sorgir og nauð
það seldi aldrei heiður föðurlandsins.
Nú hvílir það liðið undir lágum stein
í lítið hirtum kirkjugarði.
Hér hlaut það um síðir að bera sín bein
burt séð frá öllum hagvexti og arði.
Víkin
Ég ólst upp við fátækt í faðmi þér, móðir,
fjallkringda vík við fiskislóðir.
Æska mín leið hér við leiki og slor,
lambær og saltfisk, sumar og vor.
Hér átti ég föður, hér átti ég móður,
hér hlaut ég í vöggugjöf andans gróður
sem fylgt mér hefur um farinn veg.
Fyrir það, Vík, þér þakka ég.
Hugsað heim
Við mér blasa brattar skriður.
Bergtröll aldin halda vörð.
Um Þjóðólfs bæ fer þungur niður
en þýður blær um fjallaskörð.
Fyrir opnu Atlantshafi
öldur brotna á grýttri strönd
áður fyr þær fluttu að landi
fögur skip með bú og höld.
Reistu bæ á rima strandar
rétt við öldukast.
Neyttu orku huga og handar
í hafið sóttu fast.
Þar var gnægð af góðum fiski -
Gullkistan og Svið
veittu saðning soltnu hyski
svo það hélst þar við.
Ólu sauði, uxa og geitur,
undu glaðir bóndans hygð.
Festu í landi frjóar rætur -
fyrsta vísi þinni byggð.
Óx úr grasi góður stofn
geymdi minning feðra sinna.
Við sólar yl og sjávar lofn
sögu þína ennþá tvinna.
Bolungavík, ég blessa þig,
bið þér heilla ár og daga.
Fyrir löngu þekkt með þjóð
þín er orðin byggð og saga.
Þú fagra Vík
Ó, þú fagra, forna vík
í fjalla bláu skauti.
Engum stöðum öðrum lík.
Yndisleg í vorsins skrauti.
Þegar brosir berg við sól
og birkilaut í hlíðarfæti -
og fjallarisar fannakjól
fella af herðum, - ymur stræti.
Löngum skuggum vetrar varpar
vorið út á sextugt djúp
meðan sól á himni hækkar
og hafið klæðist mildum hjúp.
Þá ég minnist æskuára
ólst ég upp við barminn þinn
þar sem stormsins sterka bára
strauk mér ungum létt um kinn.
Seiðir hugann. Vonir vakna.
Vildi ég gjarnan hlýða um sinn
á bárunið og böndin slakna
af bergrisanna fögru kinn.
Hvergi hef ég lífs á leið
litið meiri tign og fegurð.
Bergmáls þeirra bundin seið
frá bernsku minnar fyrstu dögum.
Ó, þú fagra, forna Vík
í fjalla bláu skauti -
engum stöðum öðrum lík.
Yndisleg í vorsins skrauti.
Bolungavík
Meðan íslensk er vor jörð,
ættartengsl og viðjar,
stórbrotin fjöllin standi vörð
um sterkar rætur byggðar.
Engum stöðum öðrum lík -
æsku minnar skjól og beður.
Heill þér, fagra, forna Vík!
Ferðalangur aldinn kveður.
|
Drög
úr vinnubók
meira og minna
kláruð
en
skila vel
tilfinningum
höfundar.
Haft hér
fyrst um sinn.
GÓP |
Bræðurnir Gunnbjörn og Magnús í Bolungavík 1996
Hugleiðingar til foreldranna og þeirra baráttu við að lifa
örbirgðina af
Faðir minn
Sagt var um minn föður fallinn
að fátækur var allt sitt líf,
þó vantaðann ekki viljann, karlinn,
að verða ríkur fjarri því.
Þá voru tímar elds og ísa
örbirgðar með vorri þjóð,
aflabresti árin lýsa
einhverjum þó gæfi á sjó.
Harðir vetur hagar dauðir,
hungurvofa yfir þjóð
hjá bændum flestum básar auðir
búinn dauði soltnum jóð.
Einn þá reri á inndjúps mið
oft í köldu veðri
dró á færi - við og við
væna flyðru úr ægi.
Engin voru gefin grið
gutlaði sjór um fjalir
hungurvofan heim við dyr
hugarvíl og kvalir.
Oft var gangan inn á malir
erfið eftir langan róður
í verbúðinni visnar fjalir
en varmar hendur sona og móður.
Mamma
Mamma, þú varst svo mild og góð,
þú mótaðir huga minn,
last mér sögur og ljúflings ljóð,
lékst við mig sérhvert sinn.
Ef hugur vanmáttar háði stríð,
af heift og reiði við strákalýð -
þú baðst að gefa þeim grið.
Ég man það 76
Ég man það ennþá, móðir blíð,
mig þú leiddir við hönd
á sólgullnum morgni um sumartíð
síkvikar öldur við strönd
léku og mynntust af mildi við
malar og skelja rönd.
Hve sæl og glöð við saman gengum
í svip þínum kærleikur bjó
til hans sem var ennþá ungur drengur
í örlaganna sjó.
Nú ert þú horfin en hafið sem fyrr
við heiðgulan sandinn hjalar -
en minningin lifir máttug og skír
á meðan sonur þinn talar.
Við gröf móður
Ég stóð við gröf þína eftir einn
ungur maður á sorgarklæðum
þá barst til mín ómur svo undur hreinn,
anndvarp frá hjarta í sunnan blænum.
Það andvarp var heilagt og helgað mér
í huganum fann ég hvað vildir þú segja:
Sá alvaldi Drottinn sem yfir oss er
ávallt er tilbúinn börn sín að gleðja.
Grát mig því eigi Guð er mitt skjól
við gröfina skiljast leiðir
Ég held héðan burt að hásætis stól
himnafaðir mig leiðir.
Móðir mín - minning
(Drög í Gran Canari dagbók 76)
Móðir mín kæra ég man þig svo vel
ef mætti ég orðum lýsa
öreiga konu við ystu sker
þar öldurnar hæstar rísa
Í lífi og starfi þú stóðst sem bjarg
þótt stundum brotnaði alda
hins óræða máttar ógnar vald
örbirgðarlífs og hátta,
Þú vaktir og beiðst með varma mund
vinar til baka af sjónum
skamt var þar stundum á feðra fund
fallþungt oft sveiflað ljánum.
Þú stóðst oft ein en styrkri mund
straukst af hvörmum tárin
þín barnslega ljúfa, blíða lund
og blessum guðs - græddu sárin.
Þú varst okkur ungum vermandi ljós
viti á lífsleiðinni
fullorðnum sonum á Fróni og til sjós
fegursta stjarna á lífsleiðinni.
Við þökkum þér allir, já allir sem einn
ást þína, kærleik og hlýju
sem unvafði okkur, - þinn andi var hreinn
við aftur hans njótum að nýju -
þá lokið er göngu á veraldar veg
og við tekur lífið á bak við hel.
|
>> |
Ólafía Margrét
Ólafsdóttir, tónlistarkennari,
skáld og Íslands-ferðalangur
* Aftur í
höfundatal |
Ólafía Margrét Ólafsdóttir
Frábær
tónlistar-,
kennslu
og
texta-
vefur
hennar
er
OMO-
vefurinn
|
Sendi þér hérna sýnishorn af mínum ferðavísum. Fararstjóri hafði á orði að nú væri landslagið orðið nokkuð heiðarlegt, þegar við ókum upp á Holtavörðuheiðina. Þá varð mér að orði:
Fréttin þótti mörgum merk, mig þó undra hljóti að nú sé Herrans handaverk
með heiðarlegra móti.
Og hin varð til eftir spekúlasjónir um hvort hann mundi rigna eður ei:
Allt mun ganga oss í hag, ekkert gleði skerða því ef hann rignir ekki í dag ætti þurrt að verða.
|
GÓP-
fréttir
þakka
Ólafíu
Margréti
fyrir
fleiri
kvæði
-
sem að
þessu
sinni
gefa
Þórs_
merkur-
hug.
|
Þórsmörk
Það er vor í Þórsmörkinni, þýður andblær jöklum frá. Ennþá fæ ég einu sinni Íslands fjalladýrð að sjá.
Þar sem ríkir frelsi og friður fyllist gleði hjarta manns, lóukvak og lækjarniður láta blítt í eyrum hans.
Allt frá Krossár eyðisandi upp á hæsta jökultind augað lítur ævarandi ægitign í hverri mynd.
Hér í víðum faðmi fjalla, fjarri borg, við skógarlund, vildi ég, sátt við allt og alla, eyða minni hinstu stund.
|
>>
|
Séð frá Langadal
14. júli 1982
Ef að létt frá Langadal líður sjónin fráa sérðu fríðan fjallasal faðma heiðið bláa.
Tunglið merlar milt, um kvöld, Mýrdalsjökulskalla, þar úr skriðum Krossá köld og kvíslin Tungna falla.
Litfara og Molda má milli þeirra líta, framar glæstan Göltinn sjá gráa aura slíta.
Gleymist Heiðarhornið vart hátt við jöklabandið. Fálkhöfuð og Folda skart fegra Goðalandið.
Útigönguhöfðinn hæst heldur vöku, brattur. En við Bása búa næst Bólfellið og Hattur.
Yfir kirkju Álfa hér unir Réttarfellið. Hátindunum upp af er Eyjafjallasvellið.
Innsta-Haus við reistan rís Rjúpnafjallið græna. Rétt við Stakk og Steinsholts ís stöðvum för svo væna.
Gleymum ekki gömlum sið góða ferð þá endum, kveðjur dalsins verði við Valahnjúki sendum.
|
>>
|
Við komu í Mörkina
Yndislega Mörkin mín má ég enn þig finna. Uppfylling er ásýnd þín allra drauma minna.
|
>>
|
Ágústnótt
Þýtur ferskur ágústblær um öræfanna heim. Yfir færist kvöldsins djúpa ró. Rökkurslæðan breiðist yfir heiðan himingeim, heitir öllum næturinnar fró.
En meðan sofa mannabörn máni' og stjörnur sjá á næturhimni norðurljósin neistaflugi slá.
Himnaljósin fylla birtu háan jöklasal. Hríslast um mig gleði lífsins skjótt. Ævintýraljóma bregður yfir fjöll og dal. Aldrei leit ég fegri ágústnótt.
|
>>
Óli
Kr.
Jónsson |
Óli Kr.
Jónsson, skólastjóri *
Aftur í höfundatal
Óli Kr. Jónsson var skólastjóri Kópavogsskólans 1977
- 1990. Hann fæddist 21.09.1925 á Galtahrygg við Djúp og dó vorið 2004. Fáeinar vísur
eftir Óla Kr. er að finna í frásögn Þóris Sigurðssonar af ferð FKE
til Lillehammer
í júní 2002.
Engi, dalir ylinn fá
eftir svalar nætur.
Vetrardvali víkur frá
- vorið skal á fætur.
Blómin vallar blikna, falla,
beygir þallir norðanátt.
Hvítur allur faldur fjalla,
fer að halla sumri brátt.
Á spilakvöldi Félags kennara á eftirlaunum:
Auðunn Bragi er í lagi
átta slagi fær hann nú.
Er sá frægi andans gæi
enn að fægja heilabú.
|
Frá
Önnu
Sigurkarlsd.
30. mars 2008 |
Ólína
Jónasdóttir frá Kotum í Skagafirði. *
Aftur í höfundatal
Systir Hallgríms Jónassonar og þeirra bræðra.
Ég í steini bundin bý,
bási meinaþröngum.
Geisla hreina á þó í
andans leynigöngum.
|
>>
Jón G. Halldórsson,
kennari á Dalvík.
Veturinn 1960-61
kenndi hann
í Grindavík
og nefndi þar
þessar vísur |
Ómar
Ragnarsson - fréttamaður *
Aftur í höfundatal
spaugar um orðalag dánartilkynninga og sér
fyrir sér tilkynninguna um sitt eigið andlát:
Gamli Ómar gaf upp önd
í gær - það vottorð sanna.
Hann andaðist fyrir okkar hönd
og annarra vandamanna.
Ómar Ragnarsson setti saman þessa stöku um áhrifamátt
þvottaefnisins Sparr við erfiðar kringumstæður:
Skálmar ég skók
á skítugri brók.
Þefurinn þvarr
- ég þvoði úr SPARR.
|
>>
Sjá einnig
ljóðabók
Péturs:
Í erli
dægranna |
Pétur
Sumarliðason *
Aftur í höfundatal
F. 24. júlí 1916 d. 5. september 1981
Kennari og skólastjóri, útvarpsrödd, rithöfundur og skáld.
Vaggar sér vor á bárum
vængurinn loftið knýr -
Geymdu að efstu árum
æskunnar ævintýr.
Logar enn þín lundin ör
leiftra blendin, glettin svör -
lífs er hvergi lekur knör
leggur enn í nýja för. |
>>
Heim.: 2011
Guðmundur
Árni
Ásmundarson
frá Stóru-Reykjum
í Fljótum |
Sigurður
Nordal *
Aftur í höfundatal
F. 14. september 1886 d. 21. september 1974
Íslenskur fræðimaður, rithöfundur og skáld.
Yfir flúðir auðnu og meins
elfur lífsins streymir,
sjaldan verður ósinn eins
og uppsprettuna dreymir.
|
>>
Um
Sigurð:
Wikipediav |
Sigurður Norland * Aftur í höfundatal
(6. mars 1885 – d. 27. maí 1971) frá Hindisvík á Vatnsnesi var frumkvöðull í náttúruvernd á Íslandi. Hann var prestur í Tjarnarprestakalli en kaus að búa í Hindisvík frekar en sitja pestsetrið Tjörn. Sigurður var mikill áhugamaður um verndun sela og hvala og lét árið 1940 vernda selalátrið í Hindisvík. Sigurður var áhugamaður um hrossarækt og kom upp og ræktaði Hindisvíkurkyn.
Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1907 og sigldi til Skotlands og var þar um tíma. Þaðan fór hann til Íslendingabyggða í Kanada og dvaldi um hríð í Danmörku á heimleiðinni. Hann fór svo í Prestaskólann og var síðasti kandidatinn sem útskrifaðist þaðan. Sigurður var svo vígður sem aðstoðarprestur á Vopnafirði og dvaldi þar í eitt ár eða þangað til hann fékk Tjarnarprestakall á Vatnsnesi. Hann bjó í Hindisvík hjá móður sinni en keypti svo jörðina á uppboði árið 1919 þegar móðir hans hætti búskap. Frá 1919 var Sigurður í nokkur ár prestur á Bergþórshvoli en sótti svo aftur um Tjarnarprestakall og var þar prestur til 1955.
Hann vildi að í Hindisvík risi þéttbýli með útgerð og umskipunarhöfn.
Hann var mikill tungumálamaður og hagyrðingur. Hann lauk árið 1959 B.A. prófi í grísku frá Háskóla Íslands, þá 74 ára að aldri. Sigurður bjó í Hindisvík til æviloka. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Hann orti þessa hringhendu á ensku:
She is fine as morn in May,
mild, devine and clever.
Like a shining summer day,
she is mine forever.
|
>>
Aftur í höfundatal
|
Sigurkarl
Stefánsson
kennari við MRSveinbjörn
Sigurjónsson
íslenskukennari í Ingimarsskólanum og seinna skólastjóri í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar. |
10.
mars ´08 Sendi þér hér með
hið rétta um
stafsetningar-
vísurnar frægu
eftir föður minn
og Sveinbjörn
Sigurjónsson.
Bestu kveðjur.
Anna
Sigurkarlsdóttir
Skráð
eftir minni 2004.
A.S. Sjá einnig
frá Önnu:
1 - Katrín Einarsd
2 - Ólína Jónasd
3 - Óþekktur höf |
Réttritunarvísur Eftir Sveinbjörn Sigurjónsson
íslenskukennara í Ingimarsskólanum og seinna skólastjóra í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar.
Fyrsta og seinasta vísan eftir Sigurkarl Stefánsson. Notað í stíla 1941-43.
Sigurkarl:
Yxu víur ef ég hnigi
og önd mín smygi í himininn,
út af því að það var lygi
að Þráinn flygi á Skarphéðin.
Sveinbjörn:
Tíu kríur tína víur
á túni nýja ráðherrans
Eta slý og angalíur
alveg rýja landið hans.
Hafið egndi unga drengi
ei þótt lygndi sigldu þeir.
Engu gegndu ærið lengi
alltaf rigndi meir og meir.
Seint um daginn eygja eyju
Óðar lægja þanda voð.
Taka lagið beygja beygju
í bátalægið skríður gnoð.
Röskar meyjar raka teiginn
rjóðar sveigja lipra hönd.
Bóndi heyin bindur feginn
brosa slegin engjalönd.
Sigurkarl (ortografísk sléttubönd):
Tæmast hirslur, björgin bregst,
byrgir geisla hríðin
Dæmast gíslar, skálmin skekst.
Skálkar beisla lýðinn.
sem snýst við þannig:
Lýðinn beisla skálkar, skekst
skálmin, gíslar dæmast.
Hríðin geisla byrgir, bregst
björgin, hirslur tæmast.
Í Skímu - málgagni móðurmálskennara 6. árg. 2. tbl. 1983, hefur Þórður
Helgason cand. mag. fengið þessar vísur hjá pabba og haft þær eftir honum.
Fyrirsögnin er: Ortografiskar vísur.
Pabbi (Sigurkarl) hóf stafsetningaleikinn með vísunni: Yxu víur......
Síðan tók Sveinbjörn við, orti næstu fjórar og pabbi lauk leiknum með þeirri
sem kallast ortografisk sléttubönd: Tæmast hirslur...
Eins og lesa má var það ekki létt verk fyrir byrjendur í Gagnfræðaskóla að
takast á við stafsetninguna. En ég lenti einmitt í þessu uppáhaldsverkefni
þeirra félaga.
Nú er allt breytt og virðist hver mega skrifa eins og hann vill!!!!!!!
|
25. feb. '05
Hér var vísa
Sigurkarls en
Magnús Óskar Ingvarsson
kennari
sendi inn
leiðréttingu -
sem Anna
Sigurkarls
betrumbætti
- sjá ofar
en hér er
bréf
hans
í heild >>> |
* * * Vísa Sigurkarls Stefánssonar er ekki alveg rétt hjá þér, en þó er lítið að
henni. Sagan segir að íslenskukennarar í MR hafi verið að vandræðast með að þá
vantaði stafsetningarverkefni og heyrði Sigurkarl, sem var stærðfræðikennari, á
tal þeirra. Bauðst hann til að bæta úr skortinum og kastaði fram vísunni:
Yxu víur ef ég hnigi - (sjá fyrstu
réttritunarvísuna innsenda frá Önnu
Sigurkarlsdóttur - hér fyrir ofan!)
Sonur Sigurkarls heitir Gísli. Hann er lögfræðingur, en kenndi stærðfræði með
mér í nokkur ár. Hann vinnur nú sem fulltrúi hjá Lánasjóði starfsmanna ríkisins.
Hann fór oft með eftirfarandi vísu á morgnana, en mér er ekki ljóst hver er
höfundurinn:
Látum ekki börnin bíða, búinn er þeim sálarhor: tímanum er tamt að líða, troðum í þau fram á vor.
(Þetta passar víst við lagið: Ó, þá náð að eiga Jesúm)
En ég var að leita á netinu að frænku minni, henni
Bryndísi
Guðbjartsdóttur, þegar ég rambaði inn á vefinn þinn vegna þessarar
skemmtilegu jólavísu eftir hana, sem ég hef aldrei séð áður. Takk fyrir þetta! |
>>
|
Stefán
Jónsson kennari * Aftur í höfundatal |
Pétur
Sumarliðason
kennari |
Stefán Jónsson, kennari og rithöfundur, og Pétur Sumarliðason (d.
1981), kennari, voru um langan aldur samkennarar við
Austurbæjarskólann. Eitt vorið segir Pétur frá því að hann hefur að
morgni verið lítt ræðinn og svarað einhverri spurningu samkennara
með því að hann vissi ekki neitt um neitt. Þegar þeir ganga út af
kennarastofunni inn í næstu kennslustund gaukar Stefán að honum
blaði með þessari vísu:
Mér er orðið lífið leitt og langur þessi vetur, ég veit ekki neitt um neitt - nema: ég heiti Pétur.
Öðru sinni hafði Pétur kennt bekk reikning í forföllum kennara
- sem raunar hét ekki Þrúður en verður lagað strax og athugasemd berst.
Kennarinn taldi að Pétur hefði eyðilagt alla áætlun sína um kennslu deilingar í
stærðfræði. Þetta varð nokkurt hávaðamál - og þá orti Stefán:
Allt sem Þrúður átti heilt
eyðilagði Pétur
og nú verður deilt og deilt
deilt í allan vetur.
|
>>
Aftur í höfundatal
|
Stefán
Stefánsson
frá Móskógum á Bökkum í Vestur-Fljótum |
Leiðrétting
10.11.2009Með
góðri
kveðju,
frá
Gylfa
Pálssyni
Sjá hér
einnig
frá Gylfa |
10. nóvember 2009 frá Gylfa Pálssyni: Hér
er sagt að Við skulum ekki hafa hátt
sé eftir Egil Jónasson og Steingrím
í Nesi.
Ég lærði vísuna í Skagafirði fyrir um 55 árum þannig:
Við skulum ekki hafa hátt,
hér er ein að vappa.
Sumir hafa allt sitt átt
innan gæsalappa.
Þá var mér sagt að Stefán Stefánsson frá Móskógum á Bökkum í
Vestur-Fljótum hefði ort hana á Hótel Hvanneyri þar sem hann sat við glugga
ásamt félögum sínum þegar kona/stúlka gekk framhjá og sessunautar hans dylgjuðu
um að hún væri óþarflega greiðug og nefndu gæs í því sambandi. Það fylgdi
sögunni að heyrst hafi "gutl á pela" hjá þeim kumpánum - þeir fengið sér
smávegis út í kaffið; sbr. vísu Stefáns
Sannleikann ég segi þér
sem ei þarf að fela:
alveg vita vonlaust er
að venja mig af pela.
|
>>
|
Stephan
G. Stephansson *
Aftur í höfundatal
Stefán Guðmundur Guðmundsson (f. 3. október 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði d.
9. ágúst 1927 í Alberta í Kanada), var landnemi og ljóðskáld í Vesturheimi.
Oftast talinn hafa fylgt raunsæisstefnunni. |
Úr
Andvökum |
Framþróun (1875 - 22ja ára)
Í æsku tók ég eins og barn
alheimskunnar trúna.
Með aldri varð ég efagjarn.
Engu trúi ég núna.
|
* |
Vantrúin (1891 - 38 ára)
Hún kom eins og geisli í grafar-húm kalt
og glóandi birtuna lagði yfir allt -
og aldirnar gegnum mér glóa hún virtist,
sem gagnsæ þýðing mér heimurinn birtist.
Og gryfjan mín sýndist mér veraldarvíð,
og verðandi stór eins og eilífðartíð -
við ljós hennar bjarta hver skíma varð skærri,
en skuggarnir ljótari, grettari, stærri.
Og verðmætin breyttust - sumt gullið var gróm,
og gjaldeyrir svikinn og fjárhirsla tóm.
En hitt var þó meira, að skúmið í skotum
og skarnið var alsett með gimsteinsbrotum.
En eitt var þó berast: í sjálfum mér sá
ég samskonar gróm og í kringum mig lá -
svo glitti þar líka á gimsteina brotin
sem glóðu þar líka um rykugu skotin.
Hún kom eins og geisli í grafar-húm kalt,
og glóandi birtuna lagði um allt -
Hún brá fyrir, kvísluð, sem kveldleiftur glampa,
en kveikinn minn snart hún og tendraði lampa.
|
>> |
Steingrímur
í
Nesi *
Aftur í höfundatal
Steingrímur Sigurgeir Baldvinsson 1883 - 1968, bóndi í Nesi frá
1919 og kennari í Aðaldælaskólahéraði frá 1949. Heim.: Kennaratal á Íslandi,
1988. |
Gylfi
Pálsson3. des.
2009
kl. 21:31
segir >>
Góð
frænd-
semis-
kveðja, -
GP |
Af því að ég svipti þig vísubroti eftir Steingrím í Nesi í
Aðaldal um daginn sendi ég þér þrjár snilldarvísur eftir skáldið, þú getur birt
þær ef þú villt:
Hér við Laxár hörpuslátt
harmi er létt að gleyma.
Ég hef, finnst mér, aldrei átt
annars staðar heima.
Þegar stríkkar stangartaumur,
stöngin svignar, hjólið malar,
þýtur um æðar þungur straumur,
þanin taug við laxinn hjalar.
* *
Fiskur er ég á færi í lífsins hyl,
fyrr en varir kraftar mínir dvína.
Djarfleg vörn mín dugar ekki til,
dauðinn missir aldrei fiska sína.
Sagt er að seinasta vísan hafi fundist á náttborði Steingríms
að honum látnum. |
>>
|
Steinn
Steinarr
Aðalsteinn Kristmundsson 1908-1958 *
Aftur í höfundatal |
Jón
Bragi
Sigurðsson
3. maí 2005Sjá líka
Böðvar
Guðlaugsson, |
Sælir og takk fyrir góða síðu.
Aldrei heyrir maður of mikið af góðum stökum.
Hallgrímur Jónasson og Steinn Steinarr fóru í fræga ferð til Sovétríkjanna á
sjötta áratugnum, nánar tiltekið 1956. Þótti Steini nóg um yrkingar og fjallarómantík Hallgríms og
orti:
Hnígur sól um hlíð og dal hnussar í gjám og skorum þegar Hallgríms mærðarmal mæðir á hlustum vorum.
Þá stríddi hann honum óspart með rússneska fararstjóranum sem Galína hét og eina
nóttina taldi hann þau vera komin í eina sæng:
Hallgrímur sá herjans kall holdsins syngur messu. Séð hef ég margra syndafall en samt er ég hissa á þessu.
Bestu kveðjur -
Jón Bragi Sigurðsson
(Strandamaður búsettur í Svíþjóð) |
Úr
Vísnahorni
Morgunblaðsins
PeBl@mbl.is
2008 |
"Guðmundur B. Guðmundsson
rifjar upp í tengslum við hundrað ára afmæli Steins Steinars afmæliskvæði sem
Steinn færði vini sínum Guðmundi Sigurðssyni. "Því miður er handritið
ódagsett en Guðmundur var fæddur 27. febr. 1912. Mér er ekki kunnugt um að
kvæðið hafi birst áður"."
Afmælis ég óðinn dikta
undir Góu- daufri sól.
Leiðist mér við ljóð að fikta,
lítið fékk ég af því hól,
fáa léttar veit ég vikta
vegligum í Bragastól.
Sína skyldu samt má gera.
Sit þú heill að hverri skál!
Gakk á svig við frost og frera
- freisti hvorki synd né tál.
Ódrykk skal þér enginn bera.
- Ölvaður í bæði mál.
Leggi gæfan langa planka
lækinn yfir hvar þú fer
svo þú hvorki sál né skanka
svínir út í veröld hér.
Sérhver skuld við sjóð og banka
sjálfkvitt brosi móti þér.
Blessist æ þitt hús og hagur
Herrans undir fingurgóm.
Allur sé þinn ævidagur
upp dubbaður - laus við gróm.
Þú sért hvorki þurr né magur.
- þín sé Bókin aldrei tóm.
|
Úr
Lesbók
Morgunblaðsins
2008 |
"Ensk þýðing á ljóði Steins
Steinarrr: Undirskrift féll niður við birtingu greinar Jóns Óttars
Ragnarssonar, Öld Steins er runnin upp, í síðustu Lesbók. Þýðingin er
eftir Jón Óttar."
Undirskrift
Lesendum þessarar bókar, ef einhverjir eru,
hef ég ekkert fleira að segja í raun og veru.
Sjá, hér er ég sjálfur - og þetta er allur minn auður,
hið eina sem ég hef að bjóða, lifandi og dauður.
Ég veit að þið teljið mig aldrei í ykkar hópi
og ætlið mig skringilegt sambland af fanti og glópi.
Ég er langt að kominn úr heimkynnum niðdimmrar nætur,
og niður í myrkursins djúp liggja enn mínar rætur.
Ég ber þess að sjálfsögði ævilangt óbrigðult merki,
því örlög hvers manns gefa lit sinn og hljóm sinn í verki:
Það var lítið um dýrðir og næsta naumt fyrir andann.
Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kveðst á við fjandann.
Signature
To the readers of this book, if any exist,
Nothing else I can tell, - nothing else I can list.
This is all that I am, the harvest of my strife,
The only thing I offer, dead or alive.
I know you will never count me as one of your class,
And conclude instead - I am either a thug or an ass.
I have come afar from a dim and a dreary place
And into the depths of darkness my roots are traced.
I will - no doubt - be doomed for the rest of my life,
'Cause destiny marks and colors the works we contrive.
The times were sparse for the spirit on every level.
Steinn Steinarr the poet's my name. I rap with the devil.
|
>> |
Steinunn
Guðmundsdóttir úr Dölum, fóstra Steins
Steinarrs * Aftur í höfundatal |
Vísnaþáttur Mbl.
28.06.2006
hefur eftir
Sigurði
Sigurðarsyni
dýralækni:
|
Fann ég eigi orðin þá er ég segja vildi, var þó fegin eftir á að ég þegja skyldi.
|
>>
|
Svana
* Aftur í höfundatal |
Svana (SS) |
1981 - vísa sem lesa má lárétt og
lóðrétt:
Böli vínið veldur gjarnan. Vínið marga gleði fyllir, veldur gleði, göfgar andann. Gjarnan fyllir andann snilli.
Lárétta og lóðrétta skokk - vísan:
Alltaf skokkið skapið léttir. Skokkið minnkar, lagar spikið skapið lagar, lífið bætir, léttir spikið. Bætir mikið!
|
>> |
Þorvaldur
Jakobsson prestur
fór með þessa vísu þegar hann var krossaður. * Aftur í höfundatal |
Vísnaþáttur Mbl.
28.06.2006
hefur eftir
Sigurði
Sigurðarsyni
dýralækni:
|
Fálkatyrðill fenginn er feikna virðing sýnist það svarið yrði erfitt mér ef þú spyrðir fyrir hvað.
Í
svæðislýsingu vestur Barðastrandarsýsla
tíundar Jóhann
Svavarsson
að vísan var ort á
"hreinni vestfirsku" - þ.e. á þessa leið:
Fálkatyrdill fenginn er
- feikna virding sýnist þat -
svarit yrdi ördugt mér
ef þú spirdir fyrir hvat?
|
>> |
Þorsteinn
Erlingsson * Aftur í höfundatal
Þorsteinn Erlingsson (27. september 1858 28. september 1914)
fæddist í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og ólst upp í Hlíðarendakoti í
Fljótshlíð. |
Úr
Vísnahorni
Morgunblaðsins
PeBl@mbl.is
17. sept.
2008 |
"Í vísnasafni afa míns,
Lárusar H. Blöndals, bókavarðar, er ódagsettur miði með vísu eftir Þorstein
Erlingsson. Undir henni stendur með rithönd Lárusar: "Þórunn Sigfúsdóttir,
bróðurdóttir Páls í Árkvörn. Vísan aldrei prentuð"."
Þökk fyrir vinabros á brá
best er að vera kátur.
Gott er á meðan Árkvörn á
okkar gleðihlátur.
|
Pétur
Sumarliðason
kennari:f: 24.07.1916
d: 5.09.1981 upp
ritað
31. jan.
1963 |
"Það sagði mér Guðrún J.
Erlings, þ.e. Guðrún Jónsdóttir, kona Þorsteins Erlingssonar, skálds, að eitt sinn
kom Páll að austan, barði dyra að Þingholtsstræti 33 og gekk Þorsteinn til dyra.
Er Þorsteinn sá hver kominn var sagði hann:
(Þorsteinn:) >> Hvað er að frétta?
(Páll:) >>>>>>>>>>>>>>>>>>>>Skafti skall!
(Þorsteinn:) >> Skall hann ekki á grúfu?
(Páll:) >>>>>> Jú, - það var mikið feiknarfall
>>>>>>>>>>> hann flatti út stærðar þúfu !!
Ástæður vísunnar eru þær að í boðhlaupi á fyrsta
sumardag, er haldið var á Seyðisfirði og Skafti lögmaður tók þátt í, varð hann
fyrir því óhappi að reka tær í þúfu í upphafi hlaups og verða þannig úr leik.
... ".
(Ritari veit ekki nánar um Pál.)
|
>> |
Önnur vers - Óþekktir
höfundar * Aftur í höfundatal |
Pétur
Sumarliðason
skráði |
Þulu þessa lét í té Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum.
Verkamaðurinn - 27. mars 1964:
Fátækir þegar byrja bú
bresta vill efnin flest:
Jörðina, stúlku, ker og kú,
kvikfénað, reipi og hest;
fötu, trog, ausu, steðja og strokk,
stelpu, sem hirðir fé,
laupana, kláfa, reizlu og rokk,
rekkvoðir, kodda og beð;
skaröxi, hamar, sög og sekk,
síl, bækur, klyfberann,
skinnklæði, leður, röskan rekk,
reku, pál, torfskerann;
hrífu, orf, kláru, hefilbekk,
hundrakka viljugan;
kistu þarf líka, kopp og nál,
kerald og heykrókinn,
askana, reiðing, skafa og skál,
skyrgrind, pott, vefstólinn,
vettlinga, prjóna, snældu og snúð,
snúist á kvörnum mél,
baðstofu þá með brattri súð,
bæði þarf spón og skel,
hnakk og söðul, með klafa á kú,
kamb og vinstur, sem drýgir bú;
hnappeldu, vöggu, beizli og bönd,
brýni, hníf, járn og tré;
síu og kamb, um svarðarlönd,
sízt mun þá blómgast fé.
Hvíli eg mína haukaströnd;
hvað hef eg nú í té?
|
* |
* |
Pétur
Sumarliðason
skráði
1963 |
Gömul vísa er ég lærði i Kvígyndisfirði (fyrir 1930)
Vélabruggan vekur ugg
voðann skugga málar
lærdómsmuggu mórautt grugg
mrkvar gluggann sálar.
|
* |
* |
Frá Önnu
Sigurkarlsd. >>
30. mars 2008 |
Vísukorn sem kona á Mýrum
endar bréf til vinkonu sinnar með.
Áður en bréfið endað hef
ætla ég þess að minnast
að gott er símtal, betra er bréf,
- best er þó: að finnast.
|
* |
* |
Heim.: ág. 2010
Guðmundur
Árni
Ásmundarson
frá Stóru-Reykjum
í Fljótum |
Margt sér temur Adams ætt
af því sem er bannað:
í Betlehem er barn oss fætt
- bráðum kemur annað.
|
* |
* |
7. maí
2014
ÓMÓ
spyr um
höfunda
?? |
Ég hef verið að spyrjast fyrir um höfunda þessara vísna, sem mér
finnst alveg frábærar, en enginn hefur getað upplýst mig.
Og við síðustu vísuna, sem mér finnst algjör gullmoli, samdi ég
lag fyrir mörgum árum, en einn nemandi úr yngri bekkjunum kom með hana til mín
og mér láðist að láta hann spyrja um höfundinn heima hjá sér. Mikið væri gaman
að komast að því hverjir eiga þessar fínu vísur.
Með bestu kveðju,
Ólafía Margrét Ólafsdóttir, kennari á eftirlaunum,
omo@vortex.is
* *
Líf mitt hefur litlu skilað
læt samt ekki á neinu bera.
Ég er að fara á fætur til að
fresta því sem á að gera.
* *
Við erum prúðmenni, presturinn minn og ég
passlega andríkir, glímum við sama vanda,
báðir jafnfullir, en samt ekki á sama veg,
ég sjálfur af víni en klerkur af heilögum anda.
* *
Er faðir barna og blóma
gaf blómi hverju nafn
þau gengu glöð í burtu
á Guðs síns mikla safn.
Til baka kom ein bláeyg
svo blíð og feimnisleg
og sagði; Guð, ég gleymdi,
ó Guð, hvað heiti ég?
Þá brosti faðir blóma
sem barn í morgunþey
og sól í sumarljóma
og sagði; Gleym mér ei.
|
* |
* |
18. júní
2014Heyrt
á
ferð |
Átti ég forðum áform glæst
aldrei sem að gátu ræst
nú er sú mín hugsjón hæst
hvenær verður étið næst.
Enn um stund ég staðar nem
stari, spyr og svara, -
ég veit ekkert hvaðan kem
né hvert ég er að fara.
|
* |
* |
30. sept
2016
Hver
orti
þessar
fornu
vísur
??
Fann þær á
minnismiða
frá 1994
|
Hollráð í tölvuveseni frá því fyrir 1994
Eins og ætíð eru stúlkurnar þrautalendingin!
Ef skjárinn er frosinn þá félaga þarf.
Finndu að hnapparnir létta þér starf.
Veistu um 'Reset' og veistu um 'Clear' ?
Þú verður að kunna á takkana hér.
Aðgættu fyrst það sem aflaga fer,
ýttu svo bæði á 'Reset' og 'Clear'.
Ef staðan ei breytist þá startaðu vél
og styddu í einu á 'Ctrl-Alt-Del'.
Og ef hún er biluð er bara að hringja
og bláfrísku piltarnir koma og syngja
en ef að allt hrynur - í harðbakkann slær:
hringdu í stúlkurnar, allt laga þær.
|
* |
* |