| 
	
	GÓP-fréttir | 
    Vísur af ýmsum toga *** 
	
	
		
   | 
  
    (839) 
      8. júní 
        2020   | 
    1940: Ragna Freyja Karlsdóttir 80  
		Frá aðdáandanum:
     
      
                   Lyftist er hún lýkur við  
          listaverkin nýju - 
          eigðu glettni alla tíð  
- orðin áttatíu. 
        | 
  
  
    (837+1=838) 
    Innsett 
      17. apríl  
      2020
     
      
    Sendu póst á GisliOlafur@gmail.com  
    og segðu - ef þú finnur hvenær hún var tekin - og hver tók hana !! 
      
    1982 ?!  | 
      
      
        Manstu þessa þýðu stund? 
          þá var gleðin skekin  
          senn - ég held - við hófum fund
           
          eeen - hvenær var hún tekin?
         >>>>>>>>>>> 1982 ?! 
      | 
  
  
    (836) 
    16. apríl 
      2020
      | 
    Sjálfskipuð sóttkví  
      
         Algjör friður - hæ og hú - 
          heilsuskröltum bæði  
          brást oss fyrr en brast á nú 
          brúðkaupsferðarnæði.  
        | 
  
  
    (835) 
    14. apríl 
      2020
      | 
    Svona eykst þekkingin - og oft alveg óvart ... 
      
        Bakkir skref upp brekku fjalls 
          býðst þér útsýn víðar 
          alvitur um allt til alls - 
          uns enn bakkar síðar. 
        | 
  
  
    (834) 
    10. apríl 
      2020
      | 
    Covid19-ans til Högna.  
      
        Hér er allt í góðum gíri 
          greitt er keyrt með hönd á stýri 
          enginn veit hvar útí mýri 
          einhver varnargróður spíri. 
        Dagleg regla drífst hér undir 
          drjúgri leiðsögn nú um stundir 
          klukkan fjórtán grisjast grundir 
          ganga sjónvarps covid-fundir.  
        Kostur mestur þar á þykir 
          þar sjást engir pólitíkir 
          aðeins spjalla spekiríkir 
          spá og giska engu líkir.  
        Verða ergilegir ef að 
          eitthvert bull er úti slefað  
          eigi vilja sérflón sektað 
          - sjá svo að sér sá þá fer að.  
        Árangurinn allir sjá 
          óhætt er að niður skrá: 
          eru veirusmitin smá 
          að smita færri nú en þá.  
        Nú má sjá þá normalkryppu 
          niður slegna oní lyppu  
          sundur langa teygða typpu  
          tæk í okkar sjúkrakippu.  
        Þá er sagan saman barin 
          segir hvaða leið var farin 
          - hér við sitjum saman varin - 
          sendum þér um Atlantsmarinn. 
              | 
  
  
    (827) 
    2020 
      1. apríl
      | 
     Komdu sæll Gísli 
Ég sá í Morgunblaðinu (sjá bls 24 og 25) að þú hafir átt 80 ára afmæli. Ég óska þér til hamingju með þann áfanga. Þegar ég sá þessa grein um þig, starfsferil, fjölskyldu og fleira - rifjast margt upp um okkar samskipti. Þau voru alltaf ánægjuleg þegar ég sinnti skólamálum í Kópavogi. 
              Mér er sérstaklega minnistætt þegar við keyptum IBM PC-tölvurnar með litla skjánum. Ég held að það hafi verið með fyrstu PC-tölvunum sem voru í skólstarfi. 
      Ég vona að þið hafið gott og ég bið að heilsa Rögnu Freyju en við átttum mikil samskipti vegna hennar vinnu að sérkennslumálum á þeim tíma. 
        Bestu kveðjur 
        Guðjón Magnússon, Lundi.  
      Svar við kærri kveðju: 
      
                Ávarps þíns ég engrar átti von 
          og upp það kveikti tilfinningar mínar - 
          heill og glaður, Guðjón Magnússon, 
          og góðar þakkir fyrir kveðjur þínar.  
       
      Bestu kveðjur - GÓP  | 
  
  
    (835) 
    31. mars 
      2020
      | 
    Áttræðisþakkir  
      >> (sjá bls 24 og 25) renndu þér niður - eða skrifaðu 24 i blaðsíðutalið. 
              Þakka ykkur, vinaval, 
        vænar óskir kærar - 
        ljóma mér í minjasal 
      minningarnar skærar.  | 
  
  
    (826) 
    2020 
      30. mars
      | 
     Stjórnarandstaðan að gleymast - telur milljarðana of fáa 
      
        Þegar enginn minnist manns 
          má oft til að húlla  
          ókeypis - og ei þarf ans -  
          er um fjölda núlla.  
      | 
  
  
    (825) 
    2020 
      12. mars
      | 
    Helgi Helgason á leið í hjartaskurð 
      Hendingin skilaði okkur samtímis inn á sömu stofu á hjartadeild - mér með nýjan gangráð. 
      
                Á krossgötum ævinnar er eftir engu að bíða -  
          inngrip í líkamann eru oft hræðileg - 
          en bestu manna ráðum best er að hlýða 
          bjástrast svo aftur á fót sinn nýja veg. 
        | 
  
  
	  (824) 
    2020 
    29. feb.  | 
    Corona-vírusinn kominn  
      
                Erum hvergi alveg lens 
          - ekk'að far'á taugum -   
          kannski minna kossaflens 
        og kveðjumst hlýjum augum. 
      | 
  
  
    (823) 
    2020 
      28. feb.
      | 
          Margt getur skemmtilegt skeð .. 
      
        Margt getur skemmtilegt skeð 
          - skella sér barasta með -  
          glettast í vindinn  
          og ganga á tindinn 
          og gleyma að maður er peð.  
        | 
  
  
    (822) 
    2020 
      22. feb.
      | 
    Pétur og Lind missa af Maraþoni í Japan  
      en hafa fengið hvatningarmyndband sem má síspila !! 
      
                Pétur og Lind eitt Maraþon missa  
          mega þó allvel una:  
          aftur og endalaust eiga þau vissa 
          uppteknu hvatninguna. 
        | 
  
  
    (821) 
    2020 
      18. feb.
      | 
    Pétur Örn verður 71 !! 
      
        (Sendi vísu seint í gær  
          - samt á gölnu ári - 
          læt því til þín líða tvær  
          með leiðréttingarpári.) 
        Fylgjumst grannt með förum þessa 
          ferðalagasveins  
          í gær var sína sveit að hressa 
          sjötíu og eins. 
       
      (Vísa næsta árs:       
      
        Klár og fumlaus  ennþá í 
          ævintýr að leggja -  
          syngjum dagsins synfóní: 
          Sjötíu og tveggja !! ) 
        | 
  
  
    (818) 
    2020 
    23. jan.  | 
    Alexander Bjarmi Davíðsson 20 
      
                Vinarhug að heiman ber - 
          hjálpar styrkum armi - 
          tvítugur nú orðinn er 
          Alexander Bjarmi. 
        | 
  
  
    (817) 
    2020 
      16. jan.
      | 
     Guðm Guðbrandsson föðurfrændi  
      ansar tilmælum um leiðréttingar ættasagna: 
      
        Nú er úr miklu að moða 
          og margt þarf að lesa og skoða. 
          Í minninu lítt mun það loða 
          í ljósi af elli og doða. (G.G.) 
       
      Svar GÓP - sem varð að áhrínisorðum: 
      
                  Árin þekkja vel til verks 
          vakni önd og hugur 
          verður oft til afreks merks 
          eldri manna dugur.  
        | 
  
  
    (816) 
    Jólin 
      2019
      | 
    Jólavísan 2019 
      
                Sólin sneri aftur enn 
          - er að líða vetur- 
          aftur gengur allt í senn 
          - en má gera betur. 
        | 
  
  
    (815) 
    2019 
      16. des.
      | 
    Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur -  
lýsir á Facebook hvernig hún breytir ókrás í ljúfmeti 
      
                Þetta getur þetta fólk 
          þett’er ekkert glingur  
          þetta breytir þraut í mjólk  
          þett’er verkfræðingur. 
           
         
      | 
  
  
    (814)  
    2019 
      23. nóv.
      | 
    Gráleit gullinyrði 
      
        Hefi lært að láta sem 
          ljúft í eyrum passi  
          þegar segist þá ég kem: 
          þarna birtist klassi. 
      | 
  
  
    (813) 
    2019 
      23. nóv.
      | 
    Ans til Högna sem fengið hefur jákvæð svör úr eftirsóttum áttum 
      
        Til hamingju með sætra svar - 
          sólar vetrardaginn - 
          yljast veröld allstaðar  
          eflir gleðislaginn. 
        Bestu rjómablessanir  
          bæinn ykkar fylli -  
          líka ósk um aflanir 
          alþjóðlegrar hylli -  
        eða þannig - GÓP. 
          | 
  
  
    (811) 
    2019 
    18. nóv.  | 
          Er Samherjamálið spennandi? 
      Sigurður Ingi spyr á Facebook 
      
        Mesta samtímt sakamál 
          sýnt á hægum hraða  
          hylur skálduð trikk og tál 
          týnd í blaðahlaða. 
      
                  Vopnasafnið SAMHERJA 
          sveipar margt sem gefur hnykk, 
          - óhróður frá innstherja  
          alveg frábært master-trikk.  
        Af þér tekst að troða skó 
          - tryggar enn að dygi - 
          Best af öllu eru þó 
          óhróður og lygi. 
       
      21. febrúar 2020  
      Samherji hótar málssókn og fangelsun  
      vegna umfjöllunar um framferði þeirra í Afríku.  
      
        Klófestir brotamenn klifa 
          - klaga að til þeirra sást - 
          öllum er erfitt að lifa 
          eftir að launungin brást. 
        | 
  
  
    (807) 
    2019 
    10. nóv.  | 
    Freyja 59 - á Möltu 
      
        Hoppar yfir höf og spinnur 
          heilla-óska-klæði 
          og þær mæðgur þarna finnur  
        þekur gleði-flæði !! 
      | 
  
  
    (806)  
    2019ßß 
    2. okt. 
    mid.
      | 
    Hæ og hó - með áfall uppí erminni 
      Á morgungöngu árla dags - mitt í brekkunni - varð mér í höfði tvímælalaus tilkynning sem sagði að innan skamms mundi ég falla til jarðar án þess að hafa krafta til að setjast. Datt þó í hug að athuga hvort ekki kæmist upp undir Álfhólsveginn og þar austur yfir Bröttubrekkuna til upphafs bakagöngu. Þegar þar kom var ég svo aðframkominn að leitaði staurs að grípa um til að geta liðið niður. Stóð við einn - án þess að sjá hann - en eygði einn um 50 metrum neðar - og hélt þangað. Þegar að honum kom var viðbragðsflýtir að engu orðinn. Nú voru liðnar 6 mínútur frá því tilfinningin vaknaði í höfði mér - og akkúrat núna leið yfir mig á göngunni.  
      Minnist einskis frá þessu augnabliki uns ég var í sjúkrabíl og starfsmaðu þar var að ræða við mig og spyrja mig einhverra venjulegra spurninga. Það sem gerðist mun hafa verið þetta: 
      Ég féll í gangstéttina, hlaut skorna augabrún, rispuð gleraugu og skemmdar buxur. Skömmu síðar var leigubíll á leið framhjá, bílstjórinn stöðvaði og sinnti mér og hringdi á 112, hann hefur sagt mér að út úr nálægu húsi hafi komið einhver með stól og í honum sat ég þegar sjúkrabíllinn kom og ég var fluttur inn í hann. Maðurinn í sjúkrabílnum var sem sagt í samræðum við mig - og sennilega hef ég því verið í einhvers konsr samtali þegar ég kom til mín. Þegar ég sigldi meðvitað inn í samtalið varð ég um leið kominn í fullt samband. Maðurinn sagði mér að ég hefði verið uppi sitjandi í stóli og ljóst var að hann taldi að sá sem með mér hafði verið hefði verið sá sem hringdi á 112. Stuttu síðar var ég kominn á bráðadeild.  
      Sá að ég yrði að láta vita af þessu og setti því saman þessa atvikalýsingu sem ég meðal annarra sendi Högna. 
      Hæ og hó 
      
        Stytti með mér stund og stund  
          stefjum þessum meður 
          hérna uppá Ísagrumd 
          eitt og annað skeður. 
        Ég að morgni miðjudags 
          mátti leká jörðu 
          gætti ei að leita lags 
          lostinn fjandi hörðu. 
        Heppinn ávallt - horfir einn 
          hysjar upp til sætis -  
          ekki man ég neitt að neinn 
          nyti eftirlætis. 
        Kallar sá á sjúkrabíl  
          sem að fljótt var þarna  
          óðar leggst svo allt í stíl 
          allra minna kvarna. 
            
          Komnir senn í sjúkrahús  
          sent í röntgenskanna 
          vísin efla vitsins djús  
          og virkni heilakanna.  
        Kanninn greindi blóð við börk 
          brá þá öllum nokkuð  
          heilameinin heljarörk 
          hafa fyllt - þótt flokkuð. 
        Nú er spurn í einu ein  
          eftirlit skal hafa: 
          verður blóðið blæðimein 
          blóð sem þarf að kafa? 
            
          Kólgan virðist krappari  
          kölluð yfir húmið - 
          og slappur verður slappari  
          ef slengnir sér í rúmið.  
        Margt er það sem bratt til ber 
          og bara fár um spyrði 
          en útlitið sem á mér er 
          ekkjer mikils virði. 
        Staðan - hún er óvís enn - 
          allt er keyrt á gögnum  
          fáir dagar foknir senn 
          fylltir ýmsum sögnum.  
        Þessir dagar - þó sem tveir - 
          þreyja tímans svelgi - 
          býst að verði báðir þeir 
          búnir fyrr helgi. 
            | 
  
  
    | * | 
    12. okt. 2019 
      Hressilýsing - til Högna: 
      
        Allt er í góða genginu 
          - gengi hins forna vana: - 
          kýrnar úti á enginu 
          og inni er vatn úr krana. 
        Óduglegur er þó enn 
          erindum að sinna 
          því mun fara sjálfsagt senn 
          svolítið að linna. 
        Fáum senda dag við dag  
          - dýrðarveðrum hlaðna  
          sem auðvitað hækka hag 
          og hnikar oss að glaðna. 
        Færð hér yfir Atlantshöf 
          ilmankveðju okkar 
          á henni var engin töf 
          - allt á rafi skokkar.  
       
    21. okt. 2019, 23:07 
Til Högna: 
    
      Allt er í andskotans lagi -  
        því ekki fæst betra gramm 
        en álappast ögn af slagi 
        svo alltaf - að fara fram.  
      Nú sem til þess tekur 
        með tíð sem fer að vetri:  
        sá endurþjálfun ekur 
        endlaust verður betri. 
      Bestu gamankveðjur - GÓP 
     
    29. okt. 2019  
      Ans til Högna 
    
            Forðum var bara - að blessast  
        búast og sendast -  
        nú er að hífast og hressast,  
        haldast og endast.  
      Úthald í hollt er að horfast  
        og hefjast og veðjast 
        hamast svo án þess að hvolfast - 
        og heilsast og kveðjast.  
     
    5. nóv. 2019 
      Samantekt til Guðmundar Garðars  
    
              Oní gangstétt vit-laus fló 
         - átti smástund bága - 
        enn til átaks er ég þó 
        undir fyrst'í lága.  
    | 
  
  
    (786) 
    2019 
      28.-29. 
      sept.
       
      | 
     Pétur Örn, Kalli, Sturla, Snorri, Björn og GÓP skruppu í Jökulheima. 
      Þakkir til Snorra sem sendi inn myndirnar sem hann tók - 
      og til félaganna: 
      
        Myndir kært ég þakka þér  
          og þráð á milli vina - 
          þetta land í þögn sig tér -  
        þökkumst samfylgdina.  
      | 
  
  
    (785) 
    2019 
      26. sept.  | 
     Stebbi stóð á ströndu ... 
      
        Staðfest er með stuðlun þessari  
          að Stebbi var við Ægi -  
          yrðu menn þó miklu hlessari 
          ef marbendillinn hlægi. 
      | 
  
  
    (784) 
    2019 
      20. sept.
      | 
          Það er verið að hreinsa margar byggingar í Dyflinni  
      af kolasóti fyrri ára!! 
      en … : 
      
                Hugurinn sekkur í vandræði vor 
          velkist um jafnaðarmerkið:  
          Hve mikið kolefnishreinsunarspor 
          hengist á sótþvottaverkið? 
      | 
  
  
    (783) 
    2019 
      17. sept.
      | 
    Högni Egilsson 89 
      
        Svo er kominn septemberinn 
          - sautjándi -  
          heillapóstur heim þér borinn 
          - hoppandi.  
      | 
  
  
    (782) 
    2020 
      12. sept.
      | 
     Afmælisvísa dagsins 
        Ólafur Freyr 60 og Guðlaugur Jónasson 53  
      
        
          Látum snöggvast eins og að 
          andartakið staldri - 
          festu á þitt innra blað: 
          Er á besta aldri !  
      | 
  
  
    (780) 
    2019 
      29. ágúst
      | 
    29. ágú. 2019 kl. 09:25 skrifaði Liv fyrir Høgna Egilsson: 
        Her kommer kopi av det brevet Høgni i dag sendte til Nationaltheateret. 
        Kjærlig hilsen til Ragna og deg med takk for fine stunder i sommer! 
      Ans við bréfi til leikhúss  
      (Högni lætur illa af höfði sínu)  
      
        Ert með úrvals heila  
          ekki vantar það 
          ei er um að deila: 
          orð á réttum stað.  
        Þú ert snjall - þótt hafir haus   
          hulinn elli-dekstrum -  
          yfirsýnin endalaus  
          og með snilldar-textum. 
        Hvað svo verður, hvert sem fer  
          hverful leikhús-sálin -  
          samantekt þín telst nú hér  
          ToByL-eftirmálinn.  
        Sætar kveðjur sendum við  
          - særinn ymur undir -  
          óskum þess að eigið þið 
          yndislegar stundir. 
              | 
  
  
    (776) 
      2019 
        12. ágúst   | 
    Facebook-aths við innlegg um  
            stríðsógnamögnun Bandaríkjaforseta  
      
                  Afar nytsamt yfirlit: 
          ófriðurinn brímar - 
          drekkja skyni - drepa vit 
        Dónald-Trumpskir tímar. 
        | 
  
  
    (775) 
    2019 
      6. ágúst
      | 
    Sigríður Ásmundsdóttir 100 ára -Eyrarbakkahátíð 
      
        Brosmild hún ætíð lagði lið 
          lýsti af henni þróttur -  
          sætustu hugi sendum við  
          Sigríði Ásmundsdóttur. 
      | 
  
  
    (774) 
    2019 
      5. ágúst
      | 
     Ágúst Örn 25 
      
        Ágúst Örn er aldarkvart 
          einmitt þennan daginn 
          hann er öruggur og  smart -  
          alltaf til í slaginn. 
      | 
  
  
    (773) 
    2019 
    2. ágúst  | 
    Óþekktur staður: 
      
                Fyrr við þræddum Þéttufen,  
          - þá var ekki vomið - 
          þúsund stígar þekktir - en 
          þarna aldrei komið.  
      | 
  
  
    (772) 
      2019 
        23. júlí   | 
    Eftir lestur innleggs á Facebook 
      
        Öllu stýra fersk og forn 
          fjárrík vinaböndin 
          og við sama heygarðshorn 
        horfa yfirvöldin.  
        | 
  
  
    | (748)
       23. júlí 
        2019  
     | 
    
             Fylgivísa á Facebook 
      Endurdeildi vangaveltum Höskuldar Þráinssonar um sálmaskáld 
      sem aldrei verður of oft deilt
       - sjá neðar.  
      
                  Heimsins þjóða trúatraf 
          treðst í mörgum álmum -  
          og því veitir aldrei af 
        elskulegum sálmum. 
        Höskuldur Þráinsson ritaði á Facebook 
          2. maí 2016  
        "Sálmaskáld 
          Það rifjaðist upp fyrir mér þegar ég leit yfir grein HHG um DO í óvenju útbreiddu tölublaði af Mbl að einhvern tíma skrifaði HHG um DO sem sálmaskáld og taldi, ef ég man rétt, að engir Íslendingar hefðu komist með tærnar þar sem DO hafði hælana í þessari listgrein nema þá helst Kolbeinn Tumason á Sturlungaöld. Þó væri sjónarmunur á þeim - og þá Davíð í hag. Ég er þó ekki alveg viss um að það sé rétt. Sálmur Kolbeins "Heyr himna smiður" hefur auðvitað orðið alþekktur, einkum eftir að Þorkell Sigurbjörnsson samdi lag við hann. Ég kann reyndar ekki sálm DO en mig minnir að hann hefjist svona: 
                Heyr Hólmsteinn smiður, 
          hér Davíð biður: 
          Kom á Moggann minn 
          með pennann þinn. 
          Mær mig á ný, 
          mér er nautn að því.  
                    Þú ert þrællinn minn, 
        það er verkurinn. 
        Ég held að sálmur Kolbeins sé betri."  
       
     | 
  
  
    | (765)
       22. júlí 
        2019  
     | 
    
       Séra Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson sjötugur 
      
        Benedikt sem bætir þjóð 
          og birtu mörgum vekur - 
          blítt þig vefji blessun góð, 
          Baldur Ermenrekur.  
       
     | 
  
  
    |  (764)
       21. júlí 
        2019  
     | 
    
       Högni vonast eftir góðu veðri       
      
        Öllum veðrum er að mæta  
          álpist maður Íslands til 
          kalt er svali, kafregn væta, 
        kallast ágætt - hér um bil.  
       
     | 
  
  
    |  (763)
       20. júlí 
        2019  
     | 
    
       Mannréttindadómstóll Evrópu - MDE dæmir gegn Dönum  
      Tyrkneska eiginkonan fékk loks að flytjast til manns síns í Danmörku við stóryrði danskra stjórnmálamanna.       
      
        Fengu á sig Edóma 
          er'í
        röngu fari -   
        veslings Danir verða að 
        vera gestrisnari.  
       
     | 
  
  
    |  (762)
         12. júlí 
    2019   | 
    Við útför Bjarka Más sonar Sigvalda Einarssonar - 32ja ára  
      
        Fyrr en nokkrum var á vonß 
          varstu burtu dáinn -  
          góða ferð þú glæsti son 
          gakk í hugarbláinn.     
      | 
  
  
    |  (761)
         7. júlí 
    2019  | 
    Hitinn kominn í 18 stig á morgni í skugga móti norðri  
      
        Nú er örðugt íss á landi 
          og það máttu vita 
          þar ei neitt á þínu bandi 
          þegar fer í hita. 
        | 
  
  
    | (760)
       22. júní 
    2019  | 
    Freyja enn við Esjustein  
      
        Esjan - besta bæjarfjall 
          býður hvíld hjá steini - 
           Freyju enn við efsta stall 
           ofursnarpa greini.  
      | 
  
  
    | (76w3)
       2019- 
        20. júní 
         | 
    Fimmtu - frá ágúst 2013 
      2019_0620 
      
         Enn er fimmtudagur dýr 
          - dögg upp gufar sólin - 
          þó að komi norðan nýr 
          næðingur um bólin. 
       
      2018_0920 
      
         Koma tímar, koma ár, 
          koma nýir hagar,  
          koma sífellt kyngispár 
          - koma fimmtudagar !! 
       
      2018_0531 
      
         Segja má að sumri skært 
          - sér þó hvergi refinn - 
          samt er orðið fundarfært - 
          fimmtudagur gefinn. 
       
       2018_0208 
      
         Hnötturinn ei hnikar sinni för 
          hnútar rakna - bara alla vega - 
          birtan vex og okkur finnst það fjör 
          að fimmtudagar koma reglulega. 
       
      28.04.2016 
      
         Úti svalt þótt eigi hrími 
          - augans hringur fagur - 
          áfram flýgur okkar tími 
          - enn er fimmtudagur. 
        | 
  
  
     (756+1+1 
      =759)
20. júní 
        2019   | 
    Sumt  
      
        Sumt er ágætt, sumt er flott, 
          sumt er allt í lagi - 
          sumt er ekki nógu gott 
          sumt er algjör bagi.   
         
         | 
  
  
    | (755)
       19. júní  
        2019  | 
    Berta Rögn með ótal a og á afmæli á morgun! 
      
        Rögn sér hefur tyllt á topp 
          - tók smá frí þann daginn - 
          síðan - eftir indælt stopp 
          aftur til í slaginn. 
        Mild og hlý nú mætir hér 
        mæliskveðjupára -  
        Berta Rögn Zhu orðin er 
        alveg 15 ára.
               
        | 
  
  
    |  (754)
       10. júní 
        2019   | 
    Ans til Högna  
      
        Það er annað þar en hér  
           - þrýtur dag og stundir - 
          hvergi lát - og sólu sér 
        sjóða fólk og grundir.  
        Séðar spár oss segja að 
          svo á fimmtudaginn  
          fái höldar hitabað 
           - hitametaslaginn.  
        Annars mjakast flest um fet 
          - fjöld af merkisdögum -  
          mætti kallast sæluset  
          sagt af okkar högum.  
        Fingra rafmagnsfáksins lend 
           - festi við hann blaðið - 
          yndiskveðjan ykkur send 
			yfir Atlantshafið. 
        | 
  
  
    | (750)
       8. júní  
        2019  | 
    1940: Ragna Freyja Karlsdóttir 79  
      
        Afmæli er áratog 
          - endurtekin saga - 
            gamanglettni eigðu og 
            yndislega daga.  
        | 
  
  
    |  (749)
       7. júní 
        2019
        | 
    1962: Freyja Rún 57  
      
        Rennum hug í Rúnar-tún 
          - raunar klukkan tvö - 
          ástir fylgja - enda hún 
          orðin fimmtjog sjö.   
        | 
  
  
    | (748
       29. maí  
        2019  | 
    1978: Hersteinn Karlsson 71 
      
        Þú ert - sé ég - sjötíu og eins  
          og sem líður verður bara eldri 
          en hættur starfans stríðu hömrun fleins 
          stendur klár og verður bara heldri.   
        | 
  
  
    (747+1) 
      (Bætist við  
      756)
      13. maí  
    2019  | 
    Lognkyrrir yndismorgnar 
      
        Geislavöndur                                  sólar sendur - 
        seiðir burtu næturskuggann - 
        enn eitt sinnið stöðug stendur 
        stillimynd um morgungluggann.  
         
      | 
  
  
    |  (747)
       28. apríl  
        2019  | 
    Þakkir til dætra okkar í útlöndum 
      sem efldu okkur fararhug.  
      
        Flottir dagar fegra tíð  
          fylla tímann gleði 
          endurminning undurblíð 
        á svo margt sem skeði. 
        Drífandi er dætra trú 
          drjúgar saman ríma: 
          fundin var og farin nú 
          ferðin allra tíma. 
        | 
  
  
    | (746)
       16. apríl  
        2019  | 
    Pétur og Lind framarlega í Boston maraþoni
        <<<< 
      
        Pétur og þau. parið Lind,  
          púsla ofur-hoppi  
          og á loka endamynd 
          eru hátt á toppi.
         
      | 
  
  
    |  (745)
       31. mars  
        2019  | 
    Afmæli og demantsbrúðkaup - 
      þakkir við afmælisóskum.
     
      
        Demantur og afmæli 
        eru mikils virði -  
        góðra vina ummæli 
        eru ljúfust byrði. 
        | 
  
  
    (744+1) 
      Bætist við 756
        30. mars  
    2019  | 
    Vaxtarvísan 
      
        Er að hlaupa upp í spik 
        án þess nokkur sjái - 
        - á mig sjálfan  kemur hik 
        ef ég nánar gái. 
      | 
  
  
    | (744)
       29. mars  
        2019  | 
    Um vísu sem nefnir Blöndu 
      
        Hvort sem Blanda framhjá fer 
          fossum efri neðri 
          segir vísan að hún er 
          ort í góðu veðri. 
        | 
  
  
    |  (743)
       24. mars  
        2019  | 
    Jafnrétti 
      
        Jafnréttið vill aðins frið 
          - engir ofar hafnir - 
          þar er ekkert þið og við 
          þar sjást ALLIR jafnir. 
        | 
  
  
    | (742)
       19. mars  
    2019  | 
    Á vorjafndægrum 
      
        Veðranna svif eru svalblíð og yndisleg - 
          sólin á jafndægraskriði og fuglinn er glaður - 
          framtíðin kemur svo auðvitað einhvern veg 
án þess að hann verður lagður og malbikaður.. 
      | 
  
  
    |  (741)
       3. mars  
        2019  | 
    1942: Bjarni Birgir Pétursson 77 
      
        Tíminn þeysir óðast inn 
          - eigum meiri léðan -
           
          kæri Bjarni, bróðir minn, 
          bestu kveðjur héðan. 
       
       | 
  
	
	  (740) 
      4. feb. 
        2019
        | 
	  Leitin 
	    
	      Firnasnjall og fundvís maður 
	        finnur einmitt það sem kýs -  
	        út úr sorta yrði glaður 
	        ef um hittið yrði vís.
           
          | 
  
	
    
	(738+1 
	=739
	)
    23. jan.  
	2019 
	 | 
    2000: Alexander Bjarmi 19 ára 
      
        Andráin á flugi fer 
          fleygist tímans bára - 
          Bjarminn Alexander er 
          orðinn nítján ára.
         
       
       
       
	 | 
  
	
	  | 
	    +1 við 760
             6. des  
      2018 
	   | 
	  Jólakveðjan 2018
        
          Jólakveðjan kemur hlý 
            kyssir hug og minni - 
            upp fer sólin enn á ný 
          eftir venju sinni.   
        | 
  
  	
  
    |  (737)
 6. des  
	2018  | 
		  Þú
    
      Oft er fátt og ekkert sagt  
        allt þótt látir flott í té -  
        ótal margt til lista lagt 
        en lætur eins og ekkert sé. 
     
     | 
  
  
    | (736)
		 30 nóv. 
    2018  | 
    Guðmundur Rúnar í Japan við dýrindis krásir  
		Á Facebook
      
        Matarlistin ljúfa 
          leikur margan grátt 
          - fimir forðast kúfa  
          - finna nett og smátt. 
       
     | 
  
  
    | (735)
       25. nóv 
    2018  | 
    Andráin
      
        Úti frostið stendur stillt  
          stekk á hug til fjalla  
          andartakið fagurfyllt  
          faðmar veröld alla.  
      | 
  
  
    | 
	(734) 18. okt.  
	2018 
	   | 
    
	Guðlaugur Jónasson ævintýramaður býst til þjálfunarlotu með nýtt hné 
	Á Facebook
		Varúðar er gott að gæta 
		gangferð stranga -  
		afturhröp að betrumbæta 
		bágt vill ganga.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(733) 12. okt.  
	2018 
	 | 
    Vikar Pétursson 74
		Tíminn hvergi tefur neitt 
		taktinn hraða stikar 
		- okkur finnst hann ganga greitt -  
		góðar kveðjur Vikar !! 
	 
		 | 
  
  
    | 
	(732) 2. okt.  
	2018 
	   | 
    Til Högna
		Takk fyrir pósta og tiltekna þanka 
		sem tyllast í lykkjur og raðast á hanka 
		hlaðast og magnast uns byrja að banka 
		og bera sinn svip út í starfsheilans tanka. 
		 
		Hér eins og alltaf er ýmsu að gegna 
		þótt atburðir þyki til lítilla fregna 
		sumt er í deiglunni, sumt er í þófinu,  
		sumt bara glatað í atburðakófinu. 
		 
		Í morgun var Esjan með hlíðarnar hvítar 
		heima á mælinum 5 gráður nýtar  
		- sólbaðið er fyrir sérlega hrausta -  
		- sennilíklega er farið að hausta.  
		 
		Svo er nú komið að sjá má í vestur 
		er sólnökkvinn niður í marinn er sestur 
		nóttin er lengri og meira er myrkur 
		og magnast að sjálfsögðu andlegur styrkur.  
		 
		Rétt er sem segir þú: sumarið kemur 
		og síljúfan ljóshringinn virðir og fremur 
		fagnandi tökum því - sjáum hvað semur -  
		seiðandi er hve oss tilveran temur.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(727) 30. sept.  
	2018 
	   | 
    
	Svörtu skrifin eiga að fara í ruslakörfuna !! 
	Sett við slík skrif á Facebook
		Sumt á til að tifa 
		og taka róna hvurt -  
		skratti gott að skrifa 
		ef skrælt er aftur - burt. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	 (726) 
	30. sept.  
	2018 
	 | 
    Yndismorgunn
		Opnið augun! - sjöfn og sveinn - 
		sjáið: logns er bragur ! 
		-
		það er kominn ennþá einn 
		yndislegur dagur !! 
	 
		 | 
  
  
    |  (732)
       2. okt.  
        2018 
         | 
    Til Högna
      
        Takk fyrir pósta og tiltekna þanka 
          sem tyllast í lykkjur og raðast á hanka 
         
        | 
  
	
    | 
	(725) 19. sept.  
	2018 
	   | 
    
	 
	Um hreyfingar í fylgi stjórnmálaflokka 
	
		Eitt að kjósa - síðan sjá 
		svigagöngur flokka - 
		hallast að því - eftir á  
		- upp að vilja stokka. 
		 
		Nálgist kjörið njóta má 
		nýrra lofa víðast 
		koma svo og kvitta á:  
		- kjósa eins og síðast.  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(723) 20. sept. 
	2018  | 
    
	
		Karlvæna fortíðin 
		Berserkir þrá #MeTo-fyrndar karlasælur   
		 
		Margt er í grasið gengið 
		- gjördjöfluð hugarloft -  
		konur á kjaftinn fengið 
		- kúgaðar aftur, - oft.  
	 
		 | 
  
  
    | 
	(722) 17. sept 
	2018  | 
    
	
	1930: Högni Egilsson dr. Philos. - 88 
	Sent að kvöldi 16. sept:
        Blikar sinni - boðin sögð - 
		- bíð ei sólarlagsins - 
		verður hérna vafin lögð 
		vísa morgundagsins: 
		Dunar foss og Geysir gýs 
		glæst í hugarskini - 
		kveður heillir Huldan vís 
		Högna - Íslandsvini.   
     
	 | 
  
  
    | (719+1)
        26. 
        maí 
    2018  | 
    Grasagarðurinn
      
        Kyrr er Grasagarðurinn 
          - gerir hugann víðan -  
          upplifunin - arðurinn 
          okkur fylgir síðan.  
        | 
  
  
    
	(719 
	+1= 
	720) 
	 
	24. ágúst 
	2018 | 
    
	1946: Þórir Steingrímsson formaður Heilaheilla,  
	(fv. rannsóknarlögreglumaður)
		
        Flottur er og fylginn sér 
		fer upp margan hamar - 
		stundum þar og stundum hér 
		- stendur oftast framar.  
     
		 | 
  
  
    | 
	(718) 25. ágúst 
	2018    | 
    
	1964: Jóhanna Eydís 
	Vigfúsdóttir 
        Tímans skarpi skári 
		skellur hælum nær - 
		þú ert einu ári 
		eldri en í gær !! 
     
	 | 
  
  
    | 
	(717) 21. 
	ágúst 
	2018  | 
    1958: Jóhanna Margrét Steindórsdóttir  
- hárgreiðslustofan Primadonna
        Morgunrjóðu fjöllin fer 
		finnur leiðir greiðar 
		Jóhanna - sem ætíð er 
		æskumegin heiðar. 
     
		 | 
  
  
    | 
	(716) 24. júlí 
	2018  | 
    
	
	Morgungangan
		Þegar stika stigana 
		stendur í mér þankinn: 
		streðirðu við strigana 
		streitist orkubankinn. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(715) 24. júlí 
	2018  | 
    Pétur Sumarliðason 102 ára
		Blikar í sinni og bankar á dyr - 
		Bolungavíkurgára: 
		PS er - höfði þótt hallaði fyrr - 
		hundrað og tveggja ára. 
	 
		 | 
  
	
    | 
	(714) 18. júlí 
	2018  | 
    
	
	Um grín og háð 
	Til: Högni Egilsson
		Öll við hverfum öðrum frá 
		- um það mætti tala -  
		greinast mundu allir á  
		einhverfingar skala.  
		 
		Grínin setja mark á mig 
		- mylja undan fótum -  
		hæðnin drepur hvert eitt stig 
		- hug minn slær að rótum.  
		 
		Einhverft með mig fasið fer 
		- finn mig oft ókvæða - 
		vera þar sem annar er 
		einhvern gríni hæða. 
		 
		Þegi oft ef þörf finnst á 
		- þá sem ekki skildi - 
		hvað sem segi það er þá 
		það sem meina vildi.  
		 
		Þessi vangaveltan ær 
		veltur á þig meðan 
		morgunbláa kveðjan kær 
		kemur til þín héðan. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(709) 28. júní 
	2018 
	sjá (150)  | 
    1918: Ragna Freyja Gamalíelsdóttir 100 
	ára
		Ævifleyið áfram ber eilíf tímans gára: Ragna Freyja orðin er 
		alveg hundrað ára. 
	 
		 | 
  
  
    | 
	(707+1=708) 
	25. 
	júní 
	2018 
	 | 
    
	
	Bílakílómeterinn 
	= 200 bílar á æsitíð  
	
		Þegar athugun er gerð 
		og í bílinn litið 
		er þar maður einn á ferð 
		-
		eins og það sé vitið. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(706) 
	24. 
	júní 
	2018 
	   | 
    Árni Björn Ómarsson 
	(53) fallinn frá   
	
		
		Gleymdi því að það er til 
		- þótt sé allt í lagi -   
		grátt að eiga úrvals spil 
		undir hjartaslagi. 
	 
		 | 
  
  
    | 
	(705) 
	23. 
	júní 
	2018 
	   | 
    
	
	  
	Sjálfa:
	Freyja við Miðjarðarhafið
		Hafið allt ein geislagljá 
		- glampinn bráðum sestur - 
		Ísland undir sól að sjá 
		soldið norðar vestur. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(704) 
	20. 
	júní 
	2018 
	   | 
    Berta Rögn  
	
		
		Tíminn líður - leikur sér 
		langa stund að klára -  
		bestu kveðjur berast þér, 
		Berta, 14 ára. 
	 
	23. júní - daginn fyrir heimflugið: 
	
		
		Fjórtán árin fínu ber 
		- fim að gæta lagsins - 
		vænt - með kveðju - virkar hér 
		vísa morgundagsins: 
		Upp í flugvél og af stað 
		yfir höfin söltu 
		beint til Íslands - brun í hlað: 
		Berta Rögn frá Möltu. 
	 
		 | 
  
  
    | 
	(700+1=701) 
	8. 
	júní 
	2018 
	   | 
    
	RFr 78 
	
		
		Yndislegt að þú ert þú, 
		þér til heilla skáli -  
		kemur loksins, kæra frú, 
		koss - í bundnu máli. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(699) 
	7. 
	júní 
	2018 
	   | 
    Rún 56
		Heill þér Rún sem ferð um fjöll 
		fersk með léttu geði 
		gönguskjót og skíðasnjöll 
		skenkir öðrum gleði. 
	 
		 | 
  
  
    | 
	(698) 
	26. 
	maí 
	2018 
		 | 
    Yndisveður á Möltu
		Gott að yrkja stöku stöku 
		stöku sinni -  
		liggja svo í slakri slöku 
		slakur inni. 
	 
	 | 
  
  
    
	(681-696+1=697) 
	(HE11-15)25. maí 
	2018 
	 | 
    
	
	Úr Högnapóstum 
	25. maí 2018 til Högna sem er þegar þjáður af 
	sumarhitum 
	
		Sér til bláma - sest er fokið - 
		sólin yljar grundinni - 
		silist tíminn - senn er lokið 
		sumarklukkustundinni. 
	 
	13. maí 2018 til Högna sem spyr um þjóðleikhússtjórann 
	
		Hæ og hó - þaðra með þrúðgum -  
		þjálfuðum, snjöllum og prúðgum -  
		vorinu skrýddum og skrúðgum  
		skrafandi hugmyndaúðgum.  
		 
		Um Þjóðleikhúss Ara 
		eg uppfletti bara 
		já - á því sko - var ekkert vom - 
		því innum um Ara 
		var auðvelt að svara 
		hér sérðu hvað útúr því kom: 
		 
		Ari Matthíasson 
		Þjóðleikhússtjóri 
		* * * 
		Þar með er dagurinn dottinn í gang 
		- dunandi sími í vasa 
		fuglinn sér lyftir um fjall og um drang  
		- flugurnar komnar í asa.  
	 
	4. 
	apríl 2018 skrifaði Högni Egilsson  
	
	
		Gott er frá góðum að frega 
		gleður mig æfinlega. 
		Ljúft er um landið að dreyma, 
		Ljúft er að segja "heima". 
		Söknuður er mín saga, 
		seiðurinn alla daga 
		vina að vitja "heima", 
		vorkvöld og haustregn dreyma. 
	 
	10. apríl 2018 skrifaði Gísli Ólafur Pétursson  
	
		Hér - sem fyrr - í fréttum smátt 
		fyrir utan húsið 
		heimsins fregnir heiðra fátt  
		- hérna inni - knúsið.  
		  
		Ragna hjarnar - hér er Rún -  
		- hefur eina viku -  
		veðrin aðeins ygla brún 
		- óma spár um bliku.  
		Páskahretið gerði gott 
		- gysti Vetur kallinn -  
		útsýnið við fengum flott 
		- frost í Esjustallinn.  
		Hér svo eigum sumarmekt 
		- sjáum fram til vega -  
		ykkur dreymi dásamlegt 
		- drauma yndislega. 
	 
	26. mars 2018 skrifaði Gísli Ólafur Pétursson  
	
		Kært ég þakka þetta ljóð - 
		það er mikill heiður 
		er þú semur svona óð 
		og sendir til mín greiður.  
		  
		Set ég það til  línulags 
		ljóðunum á vefnum  
		sér til ótal söngvadags 
		að söngboðunum gefnum. 
		  
		Hjartans kveðjur héðan frá 
		- hörfar vetrargríma -  
		 eigið gleði ykkur hjá 
		- yndislega tíma.  
	 
	26. mars 2018 skrifaði Høgni Egilsson  
	Blessaður vinur i vesturhöfum. 
	Páskar í húsum og á hauðri. 
	En veturinn neitar ad kapitulera. 
	I dag ætla ég að senda þér vísukorn, sem eg orti til konunnar minnar fyrir 
	skömmu.  
	Reyndar fylgdi fallegt lag með, en það er erfiðara að setja á blað. 
	
		Vil du le med meg når livets radder synger? 
		Vil du løfte meg når dagens byrder tynger? 
		Vil du følge meg på vei, når jeg må fare? 
		Vil du gi meg styrken din, når jeg må svare? 
		Vil du fortsatt holde hånd mi når jeg sover? 
		Vil du holde rundt min kropp nå dag er over? 
		Vil du våke ved min seng når sorgen kaller, 
		Vil du sove inntil meg når mørket faller? 
		Vil du akte meg når jeg er øm og liten? 
		Vil du elske meg når jeg er bøyd og sliten? 
		Vil du fortsatt holde hånd mi når jeg sover? 
		Vil du holde rundt min kropp når dag er over? 
	 
	2. mars 2018 skrifaði Gísli Ólafur Pétursson 
	Högni nýkominn heim af spítala 
	
		Kært er þér heilsað ný komnum til Píu  
		svo kraftmeiri, hressari - alveg í skýjum -  
		og huglega förnum á fjallvegum nýjum  
		að fara um landið í komandi fríum.  
		Hæ! Hó! - heima í hlýju !! 
		Gamanfullt hefi ég greypt mynd í ramma 
		sem Gunnýju senda skal eftir stund skamma 
		og hafandi vafið í harðpappastramma 
		svo haldist hjá póstum með pakkann að þramma.  
		Hæ! Hó! - hugmyndir flamma! 
		
		
		  
		Myndina sjálfa í hérpóstinn hengi  
		svo hangi hún þar bæði örstutt - og lengi -  
		já - þar má sjá Gunnýju geisla í tengi 
		við glaðbeitta frændur - tvo brosandi drengi.  
		Hæ! Hó! - ættinnar strengi! 
		Kemur ný streymandi hátt yfir hafið 
		og hirðir ei um hvort er heiðið né skafið 
		og enginn fær gómað né gripið í lafið 
		og gert það að verkum að bréfið sé tafið.   
		Hæ! Hó! - ei svíkur rafið!!!  
	 
	 | 
  
	
    | 
	 (680) 
	
	25. 
	apríl 
	2018 
		 | 
    Hugfar 
        Gegnum rökkur, ryk og úr 
		renn með engu stoppi - 
		öræfanna fjallaflúr 
		fæ af efsta toppi.  
      | 
  
	
    | 
	(679) 
	20. 
	apríl 
	2018 
		 | 
    
	
	Forafmælisvísa Liv Randi Opdal og Rune  
	sem eru að koma sér fyrir á hóteli til njóta afmælisins 25. apríl. 
        
		Kæru mæðgur - kemur hér 
		kveðja yfir hafið 
		yndisósku trúa tér 
		tónum hugans vafið.  
     
	 | 
  
	
    | 
	(678) 
	20. 
	apríl 
	2018 
		 | 
    Daníel Snær Davíðsson 17 ára
        
		Afmæli á Daníel í dag 
		drengurinn er orðinn sautján ára  
		ævin renni honum vel í hag  
		og hafi fjölda verkefna að klára. 
      | 
  
  
    | 
	(677) 
	19. 
	apríl 
	2018 
	Ekki hægt  
	annað  
	en að  
	lauma  
	þessari  
	yndislegu  
	kveðju  
	Valgerðar  
	hér inn 
	af 
	Face- 
	bókinni -  
	!!  | 
    
	 
	
	19. apríl 2018 - af Facebook. 
	Afmæli Valgerðar var tveim dögum áður, 17. apríl. 
	
	
	Gísli Ólafur Pétursson til Valgerðar Snæland Jónsdóttur: 
	
		
		
		
		Kærar kveðjur og afmælisóskir !! 
	 
	Valgerður Snæland Jónsdóttir 
	
		Kærar 
		þakkir Gísli Ólafur Pétursson og þakka þér fyrir kveðjurnar  :-) 
		
		 
		Ég hef 
		verið að rifja upp fyrstu kynni mín af þeim sem hafa sent mér 
		afmæliskveðjur að þessu sinni hér á þessari síðu  :-) ... Úrvalið er 
		tilviljunarkennt ... Geri þetta eftir hendinni ... vildi gjarnan komast 
		yfir alla ... Er búin með mjög fáa enn sem komið er  :-) ... Það er svo 
		einstakt fólk sem ég hef fengið að kynnast á lífsleiðinni ... 
		 
		Fyrstu 
		minningar mínar um þig rek ég til þess tíma er ég var þrettán ára 
		nýflutt í Kópavoginn (á Álfhólsveg 95) ... en hingað flutti ég ásamt 
		fjölskyldu minni vorið 1963 frá Ytri-Njarðvík ... og þú varst einn af 
		þeim einstöku kennurum  
		
			
			
			(Einar Bragi, Sigurjón Hillaríusson, Jón 
		Böðvarsson, Elín Skarphéðinsdóttir, Haraldur Einarsson, sr. Sigurjón 
		Einarsson, Anna Einarsdóttir o.fl.) ... 
		 
		sem ég var svo heppin að hafa í 
		Gagnfræðaskóla Kópavogs ...strax í fyrsta bekk gagnfræðaskólans ... Það 
		árið kenndir þú mér landafræði á ógleymanlegan hátt ... Ég man mjög vel 
		hvaða kennsluaðferð þú notaðir og ég hef oft á kennsluferlinum hugsað 
		til landafræðitímanna þinni í Gaggó ... og reynt að gera eitthvað 
		svipað  :-) ...Það var landafræði Íslands og hún var "meistruð" í 
		smáatriðum og ég hef notið þessa lærdóms alla tíð síðan  :-) .. Snilldin 
		var m.a. að þú lést okkur krakkana búa til tugi spurninga úr námsefninu 
		... og síðan unnum við út frá spurningum hvers annars ... Allt á fullu 
		... Allir virkir allan tímann  :-) ... Engin hegðunarvandamál þar  :-) 
		.. Svo kenndir þú mér aftur í 4. bekk stærðfræði undir gagnfræðapróf ... 
		þú gerðir það líka mjög vel ... það skilaði sér í því að ég komst í 
		Kennó í framhaldinu og mér hefur alltaf fundist gaman í stærðfræði  :-) 
		... Það var alltaf gaman í tímum hjá þér .... Kennarastarfið er eitt af 
		mikilvægustu störfum hvers samfélags  :-) ... Kærar þakkir fyrir öll 
		góðu áhrifin  :-) 
		Gísli Ólafur Pétursson:		
				
		
		
			
			Aldeilis þú áttir 
		mér yndislega gleðju -  hjartanlega þakka þér þína góðu kveðju. 
		 
		
	 
	 | 
  
  
    | 
	(676) 
	17. 
	apríl 
	2018  | 
    Takk fyrir komuna - Rún 
	flaug í dag
        Þökkum fyrir þessa daga, 
		þú átt beggja megin skylt - 
		velkomin í heimahaga 
		hvorum megin sem þú vilt.  
      | 
  
  
    | 
	(675) 
	10. 
	apríl 
	2018  | 
    Mats Wibe Lund á FB 
	sýnir mynd af snöggklæddum manni í heyskap 
        
Heyskapur í Haukadal -  
		hreppi Biskupstungna - 
		magnar glæst þitt myndaval 
		myndin sumarþrungna. 
      | 
  
  
    | 
	
	(674) 
	31. mars 
2018  | 
     109 kveðjur í tilefni 
	dagsins 
        Minjamengi fer á flug 
		- fjöldi góðra kynna -  
		- kært ég þakka hlýjan hug 
		heiðursvina minna.  
      | 
  
  
    | 
	(673) 
	4. mars 
2018  | 
    Bjarni Birgir Pétursson 
	76   
        Kæri bróðir - kemur hér 
		kveðjan frá í gær - 
		allt í haginn aukist þér 
		ætíð klár og fær.    
      | 
  
	
    | 
	(672) 
	18. feb. 
	2018  | 
    Pétur Örn Pétursson 69
         Íhugandi allt sem er 
		- aðstoðar með hlýju - 
		sætar kveðjur sendum þér 
		69. 
        | 
  
  
    | 
	(658-671) 
	11. feb. 
2018  | 
    Til Bertu með þökk 
	fyrir  
	Shakespear-sonnettuna hennar 
      
      
        Þökkum fyrir þetta ljóð  
		- þríein meining hulin -  
		minnir og á Shakespear´s sjóð: 
		sögn þar stundum dulin.  
		 
		Seinna verður spáð í spjall  
		- sport að hamra stálin -  
		ljóðum öllum lyft á stall 
		- ljúft að ræða málin.  
		 
		Þessi kveðja þýtur nú  
		þá að hafi söltu - 
		örugg finnur yndisbú 
		ykkar suðrá Möltu.  
		 
		Bestu kveðjur berast með - 
		brosum ykkar fagna  
		- vilja ætíð gleðja geð 
		GÓP og Ragna.   
      | 
  
	
    | 
	(656) 
	7. feb. 
	2018  | 
    Við afboðun vegna 
	veikinda
         Hér er kannski óþarft ort 
		en ég segi allavega: 
		pestir eru ekkert sport  
		og skal taka alvarlega!  
        | 
  
	
    | 
	(655) 
	29. jan 
2018  | 
    Við fráfallsfregn 
      
      
        Virtur penni víkur frá  
		veröld ekki samri - 
		þankinn er með þökkum hjá 
		Þorsteini frá Hamri.  
      | 
  
	
    | 
	(654) 
	22. jan. 
	2018  | 
    Alþingismönnum nokk 
	sama um þá sem hafa þrengri kjör
         Hafa mörg sitt feitt að flá 
		- forðast hvern sem ekkert á - 
		hroki auðs og harka valds 
		hrekur fólk til undanhalds. 
        | 
  
	
    | 
	(652-653) 
	3. jan 
    2018  | 
    Spilamennirnir við 
	Perluna undir hnígandi  sól
        Myndir gamlar, myndin ný, 
		myndir fjölmargar: 
		Spilakarlar spyrtir í 
		sporlist Þorbjargar. 
		Ófust hvolfin enn á ný 
		undrum sólarlagsins: 
		ljóðræn voru, ljúf og hlý 
		ljósaskipti dagsins. 
      | 
  
  
    | 
	(651) 
	11. nóv 
2017  | 
    
	Lind Freyjudóttir 34  
      
        Syngjum kveðjur dagsins dátt 
          duna ár og fossar 
          til þín svífa heiðið hátt 
          heillaóskakossar. 
      | 
  
  
    | 
	(650) 
	10. nóv 
    2017  | 
    
	Ragna Freyja Gísladóttir 57  
      
        Hoppa yfir höfin söltu 
          heillaóskirnar -  
          syngur Grenigrundin Möltu 
        gleðikveðjurnar.  
      | 
  
  
    | 
	(642-649) 
	28. okt 
      2017 
    kjördagur  | 
    
	28. okt.: Kosningapóstar um Atlantshaf 
      
        Þó að enn sé ótalið  
          upp úr síðsta kassa  
          þingliðið er útvalið  
          og í ýmsum klassa. 
        
          Ekki verður undin stjórn 
            innan fárra nátta 
            ýmsir verð'að færa fórn 
            fremur en að þrátta. 
          Nú er átta hópum hár 
            hestakraftur tamur 
            - veldur mestu kapteinn klár 
            komi lausnasamur. 
          Forinn ugglaust finnast mun 
            fyrir pólí-skarfa 
            setur þá á svig og brun 
            saman til að starfa. 
          Hver það verður veit ei neinn 
            vant er um að spáa -  
            líða tímar einn og einn 
            út á haustið bláa. 
         
      2. nóv. miðnæturans: 
      
        Fátt er að segja af landinu ljósa 
          sem líður af sumri um haust inn í vetur 
          - vika senn liðin - við vorum að  kjósa 
          sem var þó svo fréttnæmt að  færist í letur.   
        
        Katrín í vinstrinu veifar nú sprota 
          að virkja til forystu samherja forna 
          til þess þarf innbyrðis andúð að slota 
          - annars mun enginn sjá ríkisstjórn borna.  
		
        Svífur á rafrásum kveðjunnar kallið 
          sem kliðmjúka tóna í meðfylgið lætur  
          og dregur úr hraðanum - fer yfir fjallið  
          og fær ykkur, vinunum, svefnríkar nætur. 
      | 
  
  
    
	(641+1 
	Leggst við  
	719)
	21. okt 
      2017  | 
    20. - 21. 
	okt.: Haustskreppa í Þórsmörk
        Innan Krossár - undir björk 
		yndis haustsins nutum vel - 
		áttum svefnstað inná Mörk 
		Alex, GÓP og Daníel.  
      | 
  
  
    | 
	(641) 
	12. okt 
    2017  | 
     Fótboltaundrið: Íslendingar 
      
        Lyftir hug og hressir geð 
          - hyllt með sigurfánum - 
          fólkið sem að fæðist með 
        fótboltann á tánum. 
      | 
  
  
    | 
	(640) 
	6. okt 
2017  | 
    Katrín Valgerður Karlsdóttir 56 
      Svana Björk Karlsdóttir 55 
      Kristín Björg Karlsdóttir 46
     
      Guðmundur Rúnar Pétursson 39 
     
      
         Frænkunum og frændanum  
          flyst með þessum bragi  
          okkar kæra óskin um: 
          allt í besta lagi. 
         
      | 
  
  
    
	(635-639) 
	(HE10)6. okt 
2017  | 
    
       6. okt. - GÓP ans:  
      
        Kominn úr blíðum baðvistum 
          búinn að skreppa göngu 
          búinn að lesa blaðið um 
        billjóna afturgöngu.  
        Læt mig þá setjast loksins við 
          lifandi tölvuskjáinn  
          - póstur sem engin gefur grið 
          grípur mig út í bláinn.  
        Fljótskroppið var hvert far af stað 
          forðum á milli hreppa 
          - hraðað þó enn svo haft er að 
          hingað má alltaf skreppa.  
        Er svo til ber í þanka þér 
          - þegar þig heillar sólin - 
          sestuppí vél og sittu hér 
          setjum á aukajólin.  
        Verður nú þetta litla ljóð  
          loksins úr huga vafið - 
          vagga þess til þín rennur rjóð 
          rétt yfir Atlantshafið.   
	6. okt. - Högni:  
	
		Í Noregi, norðurvegi, náttsvalinn heilsar degi .... Ísland, mitt Ísland vaknar. 
		 Önd min viknar og saknar. 
	  | 
  
  
    | 
	(634) 
	3. okt 
      2017  | 
    Guðmundur Þorgrímsson breytir til 
	  
      
                  Hvar sem ferð á víðum vangi 
          vinum mótar braginn - 
          elsku bróðir - æ þér gangi 
        allt sem best í haginn.  
        | 
  
  
    | 
	(626-633) 
	29. sept 
2017  | 
    29. sept. Heilsukveðjur til Högna í Noregi 
	  
      
         Kæri vinur - kominn er 
          kætiríkur, fagur, 
          sólarlaus en fleygur fer  
        - fyllir veröld - dagur.  
        Héðan er að frétta flest 
          fritt á heimateignum  
          þó að ytra púist pest 
          af pólitískum eignum.  
        Þó má segja þaðan skell 
          - þroskamark og stiku -  
          þegar stjórn af fótum féll 
          fyrir einni viku: 
        Aldrei fyrr á Ísavin  
          almennt mat og siður 
          hefur rotað réttarskyn 
          ríkra manna niður.  
        Ef er stigið aðeins frá 
          yfirlitið sviðið 
          óttast maður mest að fá 
          móraltóma liðið. 
          ...  
          Seyðir hugann Súgandinn 
          sér til Birkihlíðar 
          - næst er beislum bílgandinn 
          brunum þar - og víðar. 
        Okkar allra bestu bón  
          berum ykkar sloti 
          siglir hlýjust himnalón  
          hugamyndafloti. 
        Enn er logn í morgunmál 
          - merlar sólin tinda -   
          kveðjan send um Atlantsál,  
          - örskot rafurvinda.              
      
      | 
  
  
    | 
	(618-625) 
	24. sept 
      2017   | 
    
	Í gestabók Gamla læknishússins á Eyrarbakka 
      24. sept 2017 - GÓP og Vikar  
      
        Lögðum upp með ljúfast þel 
          að líta eftir húsinu 
          sem brosti við og bar sig vel  
          - beið bar'eftir knúsinu. 
       
      22. sept.  2017 - Fundargerð ? 
      
        Hugmyndanna fossaflóð 
          flæddi - nú er dokið.  
          Fundarsóknin frekar góð.  
          Fundinum er lokið. 
       
      Ágústlok 2017 
      
        GÓP og Vikar glugguðust 
          gekk það nokkra daga 
          fram og aftur ferðuðust 
          - firna mögnuð saga. 
       
      26. júlí 2017 
        settum saman vinnuborð 
      
        Hárrétt er um hingaðferð 
          að hafa nokkur orð 
          en hún var til þess hingað gerð 
          að hamra saman borð. 
       
      Dagsetning rifjast upp síðar 
      
        Ólík hlutverk - ólík svið  
          átti gamall brúsi - 
          - kærum hugum kveðjum við 
          kyrrð í gömlu húsi.  
       
      2. febrúar 2017  
        máluðum seinni umferð á búrgólfið 
      
        Enn er kvöld sem að oss ber 
          eftir mál-ferð staka 
          kveðjustefið komið er 
          - keyrum nú til baka.  
       
      30. janúar 2017 
      
        Ber nú að brottfararstundina 
          bónandi at-vinnu lundina 
          - brúandi ættliða undina - 
          endandi Læknishússfundina.  
       
      25. janúar 2017 
      
        Dvínar okkur dagurinn 
          dokum ögn í rúsi 
          rennur niður - ríslar inn 
          ró í gömlu húsi.  
        | 
  
  
    | 
	(617) 
	17. sept 
      2017  | 
    
	1930: Högni Egilsson 
      
         Yfir höf og yfir lönd 
          okkar huga renndum 
          vefast Högna vinabönd 
          - varmar kveðjur sendum. 
        | 
  
  
    | 
	(616) 
	24. ágúst 
2017  | 
    Berta Rögn (13) hefur 
	skólagöngu á Möltu
        Sífellt er svo ofursvalt 
		út um heim að fara - 
		Berta toppar - til í allt: 
		Tími! Komdu bara!   
      | 
  
  
    | 
	(615) 
	21. ágúst 
2017  | 
    1958: Jóhanna Margrét Steindórsdóttir  
- hárgreiðslustofan Primadonna 
      
        Einart fas og orðin skýr 
- eins og fylgir kyni - 
eigðu lífsins ævintýr, 
ást og góða vini.  
      | 
  
  
    | 
	(614) 
	5. ágúst 
2017  | 
    
	1994: Ágúst Örn Ólafsson 
      
        Hann er ekkert hér um bil 
- eftir á að hyggja -  
og nú er hann - telst mér til - 
tuttugu og þriggja. 
      | 
  
  
    | 
	(611-613) 
	4. ágúst 
      2017  | 
    Góðrar nætur póstur 
	til Högna:
         Þrátt ég hvergi haldinn sé 
		höfund sólarlagsins - 
		þar með glottir GÓP 
		grönnum pistli dagsins. 
		Freyj'og Berta, báðar tvær, 
		búa nú á Möltu - 
		léttar yfir liðu þær 
		lönd og höfin söltu. 
		Ykkur gangi allt til hags 
		- ekkert kíf né róstur -  
		gleðji þessi gamaldags 
		góðrar nætur pósur.    
        | 
  
  
    | 
	(610) 
	4. ágúst 
2017  | 
      
        Mynd af vef Alþingis 
      Birgitta Jónsdóttir pírati mun hætta á þingi  
      svo sem hún raunar hefur áður planað  
      
         Fregnin barst um vík og vog 
- var þó meðal plana - 
verður sjónarsviptir og 
sárt að missa hana. 
        | 
  
  
    | 
	(609) 
	1. ágúst 
2017  | 
      
      Mynd: Árni Pálsson - Snilldarverk. 
	   
    Daníel Snær í Esjuhlíðum: 
	  
    
      Þótt vart þreytu greini 
        þarna sá hann klett 
        og af Esjusteini 
        eflir nýjan sprett.  
      | 
  
  
    | 
	(608) 
	22. júlí 
    2017  | 
    
	1949: Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson 
      
         Baldur fær hér afmælds óð  
          - ósk um bestan haginn - 
          okkar kærra kveðju flóð 
        kæti honum daginn.   
      | 
  
  
    | 
	(607) 
	í júní 
      2017  | 
    
	Nanna og Gnýr á tímamótum: 
      
         Orkan gneistar úthaldsdug 
          í ævintýrum löngum  
          ykkar fyrsta áratug  
        - ykkar sigurgöngum.  
        | 
  
  
    | 
	(606) 
	26. júní 
2017  | 
    
	Marta Jónsdóttir lýkur BA í lögum  
      
         Margar vörður magnaðar 
          mótast lífs á dögum - 
          fléttaðir til fagnaðar 
          fyrsta skref í lögum.  
      | 
  
  
    | 
	
	(605) 
	25. júní 
2017  | 
      
      Ragna Freyja enn við Esjustein  
      
                  Eins og fimust fjallageit 
          fer um Esjuskriður: 
          hoppar upp í himnasveit - 
          hleypur aftur niður. 
      | 
  
  
    | 
	(604) 
	20. júní 
2017  | 
    
	Berta Rögn Þórisdóttir Zhu - 13   
      
         Frísk þér brosir framtíðin 
- freyðir lífsins bára -  
ævintýra-yndishlín 
orðin þrettán ára.  
      | 
  
  
    | 
	(603) 
	17. júní 
2017  | 
    
	Þegar lýsispakkinn skilaði sér til Lindar og Péturs  
      
        Ætla má - og oft til ber -   
          upp að gleðin rísi  
          opnist pakki og þar er 
        íslenskt þorskalýsi. 
      | 
  
  
    | 
	(602) 
	8. júní 
2017  | 
    
	Ragna Freyja Karlsdóttir 77  
      
         Afmælið þitt vekur 
          ótal minni góð -  
          þig með kossum þekur  
          þetta óskaljóð.  
      | 
  
  
    | 
	(601) 
	7. júní 
      2017 
      - frá  
        gena- 
    veitunum  | 
    
	Freyja Rún Gísladóttir 55  
      
         Er í Norge elskufljóð 
          - afmæld snilldarskvísa - 
          hérna kemur hjartagóð  
          heillaóskavísa.  
      | 
  
  
    | 
	(600) 
	29. maí 
2017  | 
    1948 Steini Kalla  
      
        Augun eins og glampagos 
		- geyma dul og hlýju - 
		situr nú með sælubros 
		sextíu og níu.  
      | 
  
  
    | 
	(599) 
	Í maí 
    2017 
       | 
    
	Refur féll frá - á hlaði 
         
      
         Hikar manni hugurinn 
          heima og á fjöllum: 
          Íslands forni refurinn 
- réttdræpur af öllum.  
         
  | 
  
  
    | 
	(589-598) 
	      5. júní 
    2017 
    Birkir  
    Friðbertsson 
lést  
5. júní  
2017. 
 
Sjá 
hér 
hans 
mikla
 
vísna safn 
eftir 
útgáfu 
bókarinnar 
          "Ljóð 
      og 
      litlar 
    vísur"  | 
    Í
      gestabók Guðrúnar og Birkis í 
      Birkihlíð í Súgandafirði og af fögrubókinni:
       16. maí 2017: Í gestabókina að morgni suðurferðar með Birki til hressingar á súkrahúsi:  
      
        Glaðlífsstundin senn er sigld  
          - sitja minnin pökkuð - 
          leiðsögn, vinsemd, fas og fylgd  
          ferðarvinum þökkuð.  
       
      19. feb. 2017: FB-kveðja til Birkis í hressingu á súkrahúsi:  
      
        Eykur kraftinn seggur sá 
          sem á mörgu lumar - 
          hlökkum til að þiggja þá 
          þegar kemur sumar.  
       
      5. ágúst 2016 >>  myndir 
      
        Yfir fjall og innum vog  
          ökum náttúruna 
          hér er kært að koma og 
          kynda vináttuna.  
       
      28. mars 2016: FB-athugasemd til Birkis  
        sem spaugar um framboð í sæludaga sem forseti á Bessastöðum: 
      
        Auðveldara en á síld 
          eða göngum hröðum 
          þó er hvorki þægð né hvíld 
          þar á Bessastöðum.  
       
      8. ágúst 2015 >>  myndir 
      
        Þökkum bros og blíðurnar 
          Birkihlíðarinnar - 
          nutum spjalls og nálægðar 
          niðjasveitarinnar.  
       
      15. september 2014 >>  myndir 
      
        Seiðir okkur Súgandinn 
          sat hér vinaflokkur 
          kæra þökk í þetta sinn - 
          þrátt er von á okkur. 
       
      4. ágúst 2013 >>  myndir 
      
        Vindsins ljúfa vinarödd 
          vermir hug - í ómi þýð: 
          Verið ætíð kærast kvödd, 
          konungshjón í Birkihlíð. 
       
      Kornungur dóttursonur fékk og þessa 
        vísu: 
      
        Tek ég ofan háa hattinn 
          - hér er ævintýris von - 
          heilsar okkur prúði pattinn 
          Pétur Ingi Jóhannsson. 
       
      11. ágúst 2012 >>  myndir
	
      
        Kviknar margt sem mótar oss 
          milli svars og spurnar -  
          - þakka vinsemd, þakka koss, 
          þakka samræðurnar.  
       
      14. ágúst 2010 >>  myndir 
      
        Fas og viðmót þakka þýð 
          og þekkri fremstu von 
          - blessuð! Guðrún, Birkihlíð 
          og Birkir Friðbertsson. 
       
     | 
  
  
    | 
	
	(588) 
	7. maí 
2017  | 
    
	Assa Ósk Ólafsdóttir 30 
      
                  Horfir yfir vík og vog 
          vinnudaginn langan 
          okkar kveðja kemur og 
          kyssir þig á vangann. 
      | 
  
  
    | 
	(587) 
	25. 
	apríl 
	2017  | 
    Liv Randi Opdal 80 
	
      
         Sannlega af mörgum mærð 
		- það mótar okkar brag - 
		og ást og óskir fínar færð 
		þinn fyrsta eighties-dag!  
        | 
  
	
    | 
	(586) 
	25. 
	apríl 
	2017  | 
    Soffía Margrét 
	Pétursdóttir 50 
      
                  Hefur allt við traustan taum 
		og tugi fimm í haginn -  
		sendum hlýjan heillastraum: 
		til hamingju með daginn!  
      | 
  
  
    | 
	(583-585) 
	20. apríl 
 2017   | 
    
	Sumardagurinn fyrsti - fyrir fagurbókina: 
      
        Úr sortanum má sumarkomu greina 
          og sannarlega mun hann létta til 
          og vorið flæða land og stokk og steina 
        og streyma fram í dal  um hamragil.    
        Tækifærin hitta hönd og fót,  
          til framtíðanna liggja margir vegir 
          og sífellt eru óvænt tímamót  
        og ævintýrakaflar skemmtilegir.  
Og þegar eins og allt kemur til alls 
  og upp er staðið - hressist tónn og bragur:  
  hann hefur leikið nokkurn veðravals  
  en verið góður fyrsti sumardagur. 
        | 
  
  
    
	(573-582) 
	(HE7-HE9)18. apríl 
(3. í páskum)  
2017   | 
    28. mars 2017 - Högni Egilsson póstar: "Manstu þessa?" 
      (Úr Íslandsljóðum  Högna) 
      
        Þú hvílir ennþá djúpt í draumi mínum 
          með dal og fjörð og ljósa fjallatinda. 
  Ég leita þín við litla blómsins rætur. 
  Ég leita þín í sölum himinvinda. 
  Ég sakna þín um sumarbjarta óttu, 
  ég sakna þín um kalda vetrarnóttu. 
          Og loks, þá ég, og draumur minn er dáinn, 
        skal draumsins minning verma kaldan náinn. 
       
                          GÓP póstar: Bakþanki Útför GÓP 
    
              Undratöfra tilviljun 
        tengdi mig við lífið 
        þakka fyrir þetta brun - 
        þakka ævintýrið 
      Mörg var stundin munaklökk 
        - margur himinn rauður - 
        góðum vinum þyl ég þökk 
        þar til ég er dauður. 
      Þegar burtu andinn er 
        - ekkert slag i hjarta - 
        afgangurinn af mér fer 
        inn í logann bjarta 
       
    Högni póstar: 
    
      Vel er ort um Íslandsála, 
        og því skulum báðir skála,  
        meðan vorið vekur gleði 
        vinum tveim og þeirra geði. 
        Kemur sumar, kemur andi, 
        kætast menn á Ísalandi. 
      Nóttin flýr úr Norðurvegi, 
        nú skal fagnað lífi og degi. 
 
    18. apríl 2017  
	Högni póstar af páskaheima þar sem Rolf er gestur - og saknar glataðs pósts: 
    
      Engri speki eftir man 
útúr síðsta skrifi 
- sumt er of og annað van 
allt á meðan lifi.  
      Rolfi færist kveðja kær  
- kátt var þá á fjöllum 
er oss brostu sól og sær 
sindurkostum öllum.  
      Þar er og um þínar frúr 
þær fá kveðjur okkar 
minnið geymir margan túr 
- margur annar lokkar.   
      Héðan er að frétta fátt 
fer þó allt að vonum 
við í búi sitjum sátt 
sýslum dagverkonum.   
      Páskar sigldu bjart um ból  
- brast oss engin kannan -  
heila viku höfðum sól 
- hellirok á annan.  
      Besta kveðja björt frá oss 
bláum jöklum kinkar 
yfir haf og ár og foss 
- ykkur landið vinkar. 
      Eigið veður yndislegt, 
ánægju að fagna, 
- eflist gott og gleðilegt! 
GÓP og  Ragna. 
      | 
  
  
    | 
	(571-572) 
	17. apríl 
      2017
    
     
       | 
    2. páskadagur - kveðja um höf og hauður: 
      
         Bestu kveðjur hátt um höf -  
          hafið góðar stundir -  
          eftir fjör og veisluvöf -  
          veljast endurfundir!  
       
      Rún er komin heim í Lillehammer úr skreppu til Mið-Ameríku:  
      
        Velkomin í heimahús  
          haf þar ró og frið  
          ná þér eftir bjór og bús  
          bras og ferðanið.  
        | 
  
  
    | 
	(570) 
	29. mars 
      2017
      
       
         | 
    Vikar spyr: "Hver eru þín plön?"  
    (= ertu á leiðinni austur í Læknishúsið í dag?) 
	 
      
        Innanbæjar eru plön  
          eins og fyrri daginn 
          ekkert nema ös og þön 
          út um allan bæinn. 
        | 
  
  
    | 
	(569) 
	28. mars 
      2017
    
     
       | 
    
	1966: Högni Karsten Hoydal 51  
      
                  GÓP og Rögnu gleðispil 
          guma efli haginn -  
          óskum Högna Hoydal til  
        hamingju með daginn!   
        | 
  
  
    
	 
	(568) 
	6. mars 
                                                      
      Við 
      útför.  | 
    
	Hermann Guðmundson (12.09.1932-18.02.2017) 
      
         Fossárdalur fyllir hug 
          fylgdum góðra manna 
          ymur þakkarfuglsins flug 
        feril samskiptanna. 
        | 
  
  
    | 
	(567) 
	19. feb. 
2017  | 
    
	1949: Pétur Örn Pétursson 68  
      
         Rennur hugur fold og fjall, 
          fornar, kærar slóðir -  
          hópum saman hélstu snjall - 
          heill þér, Pétur bróðir.  
      | 
  
  
    | 
	(566) 
	13. feb. 
      2017
      
       
         | 
    
	Á Fögrubókinni 
	 
	 
	
	  
	
        
		
		Hér er klassinn klári  
		kominn - til í allt - 
		kemur og að ári 
		efldur þúsundfalt!  
      | 
  
  
    | 
	(565) 
	11. feb 
      2017   | 
    
	1950: Sturla Þengilsson 67 
      
                Muninn opnar sjóð og sér 
          sýn til Strúts og Hengils - 
          kærar kveðjur hefur hér 
          Heiðurs-Sturla Þengils. 
      | 
  
  
    | 
	(564) 
	3. feb. 
      2017
      
       
         | 
    1989: Arna Björt 28 
	 
      
         Arna Björt - með afmælið í gær !!  
          - alltaf tíminn burt frá manni skokkar - 
          úrvals bestu óskir stúlkan fær 
          og innilegar kveðjur allra okkar !!  
      | 
  
  
    | 
	(563) 
	23. jan. 
      2017
    
     
       | 
    
	 Alexander Bjarmi  
	
		Alexander Bjarmi ber  bros og hlýjan hug - markar slóð og setur sér sautján ára dug. 
		 
	  | 
  
  
    | 
	(562) 
	13. jan 
      2017   | 
    C-listi og A-listi ganga á hönd D-lista og mynda ríkisstjórn á Íslandi 
      C og A höfðu áður uppi kröfur um bætt Tortólasiðferði leiðtoga D-lista en sú krafa gufaði upp er gengið var í stjórnarbjörgin. 
	  
      
                  C A greiddu setugrið: 
          - siðakröfufórnina - 
          til að geta tjaldað við 
          Tortólingastjórnina. 
           
  | 
  
  
    | 
	(561) 
	8. jan. 
      2017
    
     
       | 
    Þrettándaferðin í Þórsmörk 2017
      
      
        13-ferð í janúar og þá er nóttin svört  
          í þyngri færð er heimsótt Merkurgoðið - 
          en nú var veðrið yndisblítt og nóttin stjörnubjört 
          svo næsta sjaldan er á fínna boðið.  
      | 
  
  
    | 
	(560) 
	3. jan 
      2017   | 
    
	1950: Kolbrún Stefánsdóttir  
      
        Nýju ári fylgir það að festa ósk á blað  
          um farsæl ár og allt þér gangí haginn 
          og af því þú átt afmæli þá fylgir auðvitað 
          að óska þér til hamingju með daginn!  
        | 
  
  
    | 
	(559) 
	25. nóv 
      2016
    
     
       | 
    1937: Jakob Jakobsson 80 
      
        Afmælt dokar Jakob Jak  
          jólastundu hlýja - 
          gengur - eftir andartak 
        áfangana nýja.   
        | 
  
  
    | 
	(558) 
	12. nóv 
      2016   | 
    
	Berta Rögn - eftir Eskimo-sjó  
      
        Vösk og glöð og velur sér 
          vals og Óla-skansa,  
          brosir,  hlær og beitir sér:  
        Berta Rögn að dansa.   
        | 
  
  
    | 
	(557) 
	10. nóv 
      2016
    
     
       | 
    1960: Ragna Freyja Gísladóttir
      
      
        Veröld brosir glaðlega og unga fólkið er 
          upp á tá að sveifla sér og teygja  
          og dagurinn er hýrlegur og hlýr - sem vera ber - 
        til hamingju með afmælið þitt, Freyja!!  
      | 
  
  
    | 
	(556) 
	9. nóv 
      2016   | 
    
	1965: Bjarni Bjarnason        
      
        Átt þér gutta einn og þrjá 
          - elskar Kötu fínu -  
          eigðu gleði alltaf hjá 
          yndisfólki þínu.  
  | 
  
  
    | 
	(555) 
	12. okt 
2016             
	   | 
    1944: Vikar Pétursson 
      
        Vikar - sem í aðgerð er - 
          afmælir í dag 
          honum vísan birtu ber 
          og besta óskalag.  
        | 
  
  
    
	 
	(554) 
	8. okt 
    2016  
    Á 
      hátíð 
    Guðmundar: 
    50+60 árin  | 
    1956: Guðmundur Þorgrímsson,  sextugur 30. okt. 
      Sonur Birnu Björnsdóttur og Péturs Sumarliðasonar 1916-1981. 
        
        
        Gísli Ólafur, Vikar, Guðmundur Þorgrímsson
        og Pétur Örn Péturssynir. 
        Myndina tók Hólmfríður Þórisdóttir á Fosshótelinu í nýuppgerða  
        Franska spítalanum
      á Fáskrúðsfirði - sem sést á myndinni í bakgrunni. 
      
        Svipur, form og fasa-hlað  
          flíka líkum gildum - 
          meir en ljóst er mönnum að 
        margt er líkt með skyldum.  
      | 
  
  
    | 
	(553) 
	29. sept  
      2016 
    
     
       | 
    Boðað til fyrsta FKE-fundar haustsins
      
      
        Erum komin enn í stand 
          eftir sumrið glæsta  
          lyftum okkur létt á Grand 
        laugardaginn næsta. 
      | 
  
  
    | 
	(551-552) 
	17. sept 
      2016   | 
    1930: Högni Egilsson
      
      
        Ævintýr um ævibrúna  
- ekkert fjandans pex - 
yfir lítur og ert núna 
áttatíjogsex 
        Að þér stefnum yndis-skeytum 
- öll af hlýrri gerð - 
minnumst fjölda margs - og heitum 
margri hinstu ferð. 
  | 
  
  
    | 
	(550) 
	21. ágúst 
    2016   | 
    1958: Jóhanna Margrét Steindórsdóttir  
      - hárgreiðslustofan Primadonna
      
      
        Lipurt fingrar lokkaspil 
          lífgar gleðibraginn -  
          hjartans óskir henni til 
        hamingju með daginn.  
      | 
  
  
    | 
	(549) 
	19. júlí 
    2016   | 
    Morgunn í Kerlingarfjöllum - eftir næturregn 
      Í hitabylgju sumarsins var endalaust ryk þar sem rokið gat og margur þráði duglegt regn - sem skyldi koma um nótt - en áfram yndisveður að morgni. Þannig fór. Þá var Þórarni Þórarinssyni þakkað: 
      
        Þórarinn með Þorins mátt 
          þekkir mögn á óttu -  
          þú - sem okkar þakkir átt 
        þegar rignir nóttu.  
      | 
  
  
    | 
	(548) 
	5. júlí 
    2016   | 
    1946: Ásmundur Jakobsson 70
      
      
        Heill þér frændi - heims um veg 
          hiklaus, snjall og rötugur -  
          semur öppin æsileg 
        og ert glaður sjötugur.  
      | 
  
  
    | 
	(547) 
	19. júní  
      2016 
     
       | 
    Heilræðavísa á húsgangi
      
      
        Ef - þótt þú sért ekki veikur - 
          eitthvað svefninn heftir 
          mundu að hinn ljúfi leikur 
        léttir svefn á eftir. 
      | 
  
  
    | 
	(546) 
	11. júní 
    2016   | 
    Vakin er athygli á því hversu auðtrúa fólk er á að það viti betur en vísindin og hve bullyrði um staðreyndir geta hrakið fólk í greipar firranna - svo sem að berjast gegn bólusetningum og fjölmargt fleira.
      
      
        Vísindunum velt á svig 
          vitleysurnar glita -  
          hugarórar halda sig 
          heldur betur vita.  
      | 
  
  
    | 
	(545) 
	8. júní  
      2016 
    
     
       | 
    Ragna Freyja Karlsdóttir 76
      
      
        Hæ!! Mín elsku hjartans frú !! 
          hér til þín ég ljóða 
ósk mín er að eigir þú 
alla daga góða. 
      | 
  
  
    | 
	(542-544) 
	31. maí  
    2016  
      
    Fb- 
      vísur
      | 
    Forsetakosningar á Íslandi og í Bandarikjunum 
      Forn-íslenska aðferðin á flutningsmenn beggja megin hafs: 
      
        Byrla rætni, belgja sig, 
          blaðurskjóðum tjalda 
          sannleikanum slá á slig 
        - sloraleið til valda. 
       
Mogginn átti einn frambjóðandann og dreifði frí-moggum honum til dýrðar.  
                Þá kom upp spurningin hvernig sá styrkur reiknaðist þar sem hverjum frambjóðanda er aðeins heimilt að taka við 400 þúsund krónum samtals í styrk frá hverjum einum aðila: 
  
        
        Fjögur-hundruð-þúsund þó 
          þiggja megi eyra 
          kjörblað Moggans - ó og ó 
óvart soldið meira. 
 
        Á svipuðum tíma kom umræðan um einstakling sem fékk fúlgur fjár afskrifaðar í bankakerfinu og nú orðinn eigandi eins elsta dagblaðs þjóðarinnar 
        
        Lánið mér aftur - nú ekkert að spara 
          - afskrifið þá ég er búinn að fáða - 
íslenska trikkið er auðvitað bara 
að eiga sitt fjárband við þá sem að ráða. 
        | 
  
  
    | 
	(541) 
	5. maí  
	2016 
	 
	Rétt fyrir miðnætti  | 
    
	6. maí: Steinunn Jakobsdóttir 
	
		Mælt er af við morguns dyr 
		magnast töfraseiðir - 
		hafðu ætíð óskabyr 
		ævintýraleiðir. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(540) 
	
	2. maí  
	2016   | 
    
	Þorsteinn Ólafsson með nýja mynd á Facebook
		Flinkur - og á flottum stað 
		fleytir glöðum huga - 
		býsna fáa ber hér að 
		betur sem að duga.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(538) 
	
	7. apríl  
	2016  | 
    
	Ans við norskri fyrirspurn um hvort virkilega sé áfram 
	skattaskjólsfólk í ríkisstjórn Íslands
		Ránfuglarnir ríkja hér   
		-
		rétt þú segir, frómi. 
		Harmur er í hjarta mér. 
		Horfinn Íslands sómi.  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(537) 
	
	31. mars  
	2016  | 
    
	Þakkir á Facebook í tilefni dagsins 
	Kæru vinir 
	- innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur af tilefni lokadags mars sem er 
	annars vegar minn halló-heimur!-dagur og - raunar af útsmoginni hendingaröð 
	atburðanna - einnig okkar bókaði tengidagur. 
	Heppinn!! - því annars hefði sjálfsagt fatast minnið einu sinni - eða þó 
	trúlega oft - á næstliðnum 57 árum - rétt eins og margir karlar hafa orðið 
	frægir fyrir.  
	En himnasending á afmælisdegi gleymist aldrei - 
	hann verður tvöfaldur hátíðisdagur. 
	
		Því er ljóst - og segir sig 
		sjálft - að er í haginn 
		gumunum að gifta sig 
		góðafmælisdaginn.  
	 
	 | 
  
	
    
	(536) 
	(HE-6)
	
	29. mars  
	2016  | 
    
	
	"Fagursvalt" hóar á skáldfák Högna Egilssonar:
	
	 
	H.E.: Heilsun í húmi kvölds! 
	
		"Fagursvalt" er firngott mál 
		fellur vel að sinni. 
		Á það vel við auma sál 
		ofurkært í minni, 
		flýg ég yfir Íslands ál 
		að andaljóstrun þinni. 
	 
	GÓP.: Ans  
	
		Að er þrengdi Þorrans tíð 
		þótti mæðrum, feðrum 
		fylgja stundum fylling blíð 
		fagursvölum veðrum.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(535) 
	21. mars  
	2016  | 
    
	Sextug 12. febrúar Inga og 21. mars Jón Óttarr 
		Heiðursmann og heiðursfrú 
		hér á sælum vetri 
		hyllum settið saman nú 
		sextju árum betri. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(534) 
	
	14. mars  
	2016   | 
    
	Til Kristjönu Sigrúnar sem ávallt leysir málin
		Hljóðna heimsins fuglar frakkir 
		friðar gæta meðan 
		mörgum sinnum þúsund þakkir 
		þú færð sendar héðan.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(528-533) 
	Með Högna 
	í mars 
	2016  | 
    
	12. mars til Högna  
	sem m.a. hefur sagt af löngu gleymdu frumsömdu söngverki sínu með lögum og 
	ljóðum og er á mörkum furðu og hneykslan á sjálfum sér.
		Kært ég þakka þína pósta  þótt mér ansist seint 
		 stend og ei með stun né hósta  - strikið ramba beint.  *** 
		Laumaðist í sálarsinnið senugjörðin þín - djúpt í minni er það innið er til stefnu skín. 
		
  Lesinn texti lífgar veröld lausa öðrum frá finning upphefst - á sér líföld - erfiða að tjá - . 
		 Hvað skal segja - hvernig lýsa hvar má finna orð?? - síðast leggst mér soldil vísa 
		- sögð á annað borð:  ....... 
		
			Innri vitund seiðir sinn  að setja mark við hyll - 
			 - snemma þokast þumallinn  að því sem verða vill. 
			 
		 
	 
	11. mars 2016 15:55 til Högna í blotaspám 
	
		Heppnin nú sendir oss hraglandans kveður 
		að herja um sveitir uns vikan burt dvín 
		en það eru einmitt hin voslegu veður 
		sem vekja manns gleði er betra við skín.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(527) 
	
	11. mars  
	2016  | 
    
	
	2003: Freyja og Þórir - og Þórir 55 
	
		Senn er hann kominn - ykkar afmælisdagur 
		indælar kveðjur og gleðibros lyfta hér sinni 
		frá okkur RFr er kominn afmælisbragur 
		með einhuga þökkum fyrir öll okkar kynni. 
		Vinarhug er vart að tjá 
		varða eða lýsa 
		- en hér koma björt og blá 
		blóm - og heiðursvísa. 
 
	 | 
  
  
    | 
	(526) 
	22. feb. 
	 
	2016  | 
    
	Morgungöngutúrinn
		Það er ljúft að labba 
		og líta allt um kring, 
		sjálfs við sinni rabba 
		og semja vísuling. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(525) 
	21. feb. 
	 
	2016  | 
    
	Áminning 
	
		Eigi þýðir hætishót 
		hikandi að voma - 
		eins og fyrr er búningsbót 
		að bregða við - og koma!!  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(524) 
	18. feb.  
	2016  | 
    
	Pétur Örn Pétursson 67
		Afmæli - og er á leið 
		út um veröld víða 
		- ævintýra óskaseið 
		eigið þú og Fríða.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(523) 
	14. feb.  
	2016 
	   | 
    
	Jóhanna Kristjónsdóttir 76
		Kærar óskir káta frú 
		keyrist þér í haginn - 
		heiðurskona hafðu nú 
		hamingju með daginn.   
	 
	 | 
  
  
    | 
	(522) 
	2. feb.  
	2016  | 
    
	Arna Björt Ólafsdóttir 28
		Halló - elsku Arna Björt 
		- afmæld enn og aftur - 
		berð á fundi brosin smört  
		- bilar hvergi kraftur. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(521) 
	1. feb.  
	2016  | 
    
	Í gestabók Gamla læknishússins
		Komum hingað fyrsta febrúar -  - fagurt 
		kvöld með loftið roðatónað -  áttum fund og höfðum hyggjurnar 
		- heimferð síðan - þegar allt er bónað.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(520) 
	
	29. jan.  
	2016  | 
    
	Til Steineyjar og Stemmu-liðs
		Glöð og ánægð - allar þið -  
		- út um gluggann bátar -  
		eigið gleði - undra lið -  
		ævinlega kátar!  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(518-519) 
	25. jan. 2016 
	Afmælis- 
	dagurinn 
	er 
	16. janúar  | 
    
	Birgitte Egilson Opdal 
		Afmæliskveðjan kæra 
		- kemur hér aðeins sein - 
		hefur þér fram að færa 
		fögnuð í merg og bein: 
		 
		Eigirðu unaðsdaginn 
		- yndi og glóð á brá - 
		gangi þér heilt í haginn 
		hvað sem þú byrjar á. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(509-517) 
	24. jan.  
	2016  | 
    
	
	Til Högna Egilssonar  
	- sem raunar spyr frétta
		Þegar hæst til höggs er reitt 
		hittist sjaldan markið 
		og þótt oft sé veitt og veitt 
		verður aðeins slarkið.  
		 
		Vísan sem ég sendi þér 
		seint hún vildi dona 
		eftir snúning ýmsan hér 
		endaði hún svona: 
		 
		20. jan. 2016 * Hverfandin 
		Kvödd svo mörg úr minnis hlíð 
		meður raddir slyngar - 
		hverfur stundin hugarblíð, 
		heit og tilfinningar. 
		 
		Sjá þar hvernig "hverfandin" 
		hverjum manni strýkur 
		- allt sem vissi, veröldin, 
		visin burtu rýkur.  
		 
		Allir við og okkar lið 
		- eigum glaðar farir - 
		allra bíður ekkertið 
		- unum meðan varir.  
		 
		Lífið er eitt ævintýr 
		- umgert æ í sinni - 
		stýri minnishnoðinn hlýr 
		hverri rifjuninni.  
		 
		Upp úr stendur allt sem tókst, 
		- allir gleðidynir - 
		og - er veröld ólmast skókst -  
		yndislegir vinir.  
		 
		* * 
		Forláts bið í fréttagerð 
		- fóru kviðir léttir - 
		en svo bara - eins og sérð - 
		ekki nokkrar fréttir. 
		 
		Fáið hér um tímans trekt 
		texta fárra sagna - . 
		Ykkur gefist gleðilegt! 
		GÓP og Ragna.   
	 
	 | 
  
  
    | 
	(508) 
	23. jan.  
	2016  | 
    
	Alexander Bjarmi Davíðsson 16
		Tíminn stórum stikum fer 
		streymir lífsins bára 
		Bjarminn Alexander er 
		orðinn 16 ára.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(507) 
	
	21. des.  
	2015  | 
    
	Gömul vísbendingarvísa með jólaböggli
		Snertir fólk - og snortin er - 
		Snælandshringaskorða 
		- þennan pakka á - sem er 
		eitthvað gott að b.... . 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(506) 
	16. des.  
	2015  | 
    
	Kl. 06:50 - ABD á leið í morgunsundið áður en skólinn 
	hefst
		Morgunverði meður skeið 
		mokar styrkum armi - 
		er á sinni óskaleið 
		Alexander Bjarmi. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(505) 
	21. nóv.  
	2015  | 
    
	Hlédís Guðmundsdóttir 74
		Hlédís! ferska frænka mín, 
		færð hér heilsur kærar - 
		eigðu gleði - eigðu grín - 
		eigðu stjörnur skærar.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(504) 
	14. nóv.  
	2015  | 
    
	Nanna Þorbjörg Pétursdóttir 45
		Sértu ætíð sæl og hraust 
		- segir þessi ríma - 
		sem þér óskar endalaust  
		yndislegra tíma.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(503) 
	11. nóv.  
	2015  | 
    
	
	Lind Freyjudóttir 32 
	
	
		Gamanið er lífsins lind 
		- ljúfa tóna setur - 
		heill þér káta, kæra Lind 
		og kveðja til þín, Pétur. 
	 
	 | 
  
	
    
	11. nóv.  
	2015 | 
    
	Ragna Freyja Gísladóttir 55 - i gær
		Eins og aðra - hellist yfir oss  
		að okkar vísa kemur dögum síðar  
		en kveðjur til þín fljúga eins og foss 
		sem fléttar gleði upp um allar hlíðar. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(502) 
	9. nóv.  
	2015  | 
    
	Bjarni Bjarnason 50
		Fimmtugur Bjarni Bjarnason 
		- baði hann heillaþróttur - 
		með drengina þrjá og kærleikskvon 
		Katrínu Júlíusdóttur. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(501) 
	7. nóv.  
	2015  | 
    
	Jón Gnarr, mitt átrúnaðargoð, fékk á sig hraktar 
	fullyrðingar
		Kæri Jón Gnarr leggðu lið 
		lofi mínu á þér, 
		segðu bara: afsakið - 
		eg var fljótur á mér. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(500) 
	1. nóv. 2015  | 
    
	
	 
		Draumastund - og blessuð blíðan 
		-
		blaktir hvergi yndis hár - 
		glæðibjart um geiminn víðan 
		- gleður hugann öld og ár -. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(499) 
	11. okt. 2015  | 
    
	Vikar ´44 og Lilja Hlín ´89
		Gangi ykkur allt í hag 
		- áfram tíminn stikar - 
		eigið ljúfan lukkudag, 
		Lilja Hlín og Vikar! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(498) 
	5. okt. 2015   | 
    
	 Sudokan 
	
		Biðstólinn ég brá mér á 
		- brá !! - ég var að gleyma !! 
		Æ -- ég segi - svei mér þá: 
		Súdokan er heima! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(498) 
	21. 
	sept  
	2015  | 
    
	
	Vigfús Magnússon f.: 3. júní 1933 - d.: 21. sept. 2015 
	  
	andast í haustferð við Hágöngur á leið í Nýjadal  
	og að Beinakerlingu norðan Sprengis á Sprengisandi.
		Flokkinn prýða ferðagen 
		- fer þar margur snjallur - 
		vinagleðin varir - en 
		Vigfús, hann er allur. 
	 
	Sjá einnig hér næst fyrir neðan í póstum til Högna 
	 | 
  
  
    | 
	(476-497) 
	17. 
	sept  
	2015  | 
    
	
	Högni Egilsson 85
		Gær-vísunni aftur ota má 
		- eftir dag er stundin sigld á glæinn - 
		burtu horfin sjónum - svifin hjá - 
		sendist þér með hlýjan yl í bæinn: 
		 
		Strýkur blærinn blómarósirnar 
		- blæs þó hraðar lífsins gangur ær - 
		héðan koma heillaóskirnar: 
		til hamingju með daginn þinn - í gær. 
	 
	Sunnudagur 20. sept. Ans við "takk"-pósti Högna  
	
		Hér kemur póstur með takk fyrir takk 
		- takkið er menningarlímið - 
		takk setur hugann á fljúgandi flakk 
		fléttandi minnin í rímið.  
		 
		Sitt og hvað hér tínist til 
		tapast stund úr hendi 
		loks við sólarlagabil 
		línum saman vendi. 
		 
		Mánudagur mætir senn 
		mun til fjalla haldið 
		beggja deilda merkis-menn 
		munda saman tjaldið. 
	 
	"Beggja deilda merkis-menn" merkir: "Hér verða á ferð bæði 
	Efrideildarmenn, yfirleitt eldri og því með möguleikum til ferða á virkum 
	dögum og einnig Neðrideildarmenn sem yfirleitt eru bundnir af launavinnu á 
	virkum dögum". Þessi ferð var gangsett að undirlagi Efrideildarmanna en 
	nokkrir neðrideildarmenn slógust í förina.  
	
		Gistum nótt í Nýjadal nætur-rismál síðan 
		>> (Á fætur upp úr kl. 05.) Beinakerlu bjóða skal blíðan morgun víðan. 
		>> (Vera hjá henni við sólarupprás.) 
  Spárnar lofa ljúfri stund létt á Sprengisandi blási svo með bleytugrund bara óstöðvandi. 
		
  Æ skal fara eftir þeim - ekki þýðir dokið - liðið mun sig hypja heim - haustferðinni lokið. 
		 Okkur þykir ferð um fjöll flétta skarð í vanann - næstu daga erum öll endurbætt í framan.  
		 
	 
	Föstudagur 2. okt. Ans við pósti Högna  
	sem minnist á skerta einbeitingu sína  
	og ágæti farplansins hér næst að ofan.  
	
		Þakka póst sem þó mér ber 
		þér sé ögn að förlast  
		- þótt sé yngri þá mér er 
		þetta sama gjörlast.  
		* * * 
		Gíslavinir gerðu för 
		- gripu spárnar blíðar - 
		veröldin úr vænu gjör - 
		vindlaust allar hlíðar. 
		Kvölds í stillu klukkan sjö 
		kallað var í síma 
		karl við stýri kváðu tvö 
		kominn á sinn tíma. 
		Deyi maður dokar við 
		dynur ferðalagsins -  
		kalli svarar - kemur lið 
		kerfis samfélagsins.  
		Áttum saman stund og stað 
		straum af minjum góðum 
		- hugur manns við heimsins vað 
		hvarf á fjallaslóðum.  
		Flokkinn prýða ferðagen 
		- fer þar margur snjallur -  
		vinagleðin varir - en 
		Vigfús, hann er allur.  
		Ferðin var að hönnun hans 
		- hópur skipti liði - 
		fórum við í fjallaglans 
		fram að ljósamiði.  
		Fyrr var áð við Sveina sjö. 
		Sá er fara kunni 
		bein um Sprengi bar þá tvö 
		Beinakerlingunni. 
		Spurt var hvaðan sunna sá  
		- sjá - ef það hún kunni - 
		og hún beindi bránum hjá 
		Beinakerlingunni - 
		Valinn dagur, valin stund, 
		vikan jafnra dægra - 
		eftir nettan næturblund 
		náðum geislum lægra. 
	 
	
	  
	22. september 2015 - kl. 070352. Sól á Trölladyngju. 
	
		Áttum loksins ans við spurn 
		- ei þótt fuglar syngju - 
		upp kom sól á undraturn 
		yfir Trölladyngju. 
		Þegar vinir falla frá 
		fengið lán er prísað 
		meðal annars má þá sjá 
		meira -
		
		hér til vísað.  
		 
		
		http://www.GOPfrettir.net/open/VigfusMagnusson  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(475) 
	7. 
	sept  
	2015  | 
    
	Björg Pétursdóttir 54
		Yfir holtið heim til þín 
		hleypur þessi kveðja 
		afmálsóskin fylgir fín 
		fléttar saman bros og grín 
		hugarsólin skæra skín 
		að skemmta þér - og gleðja.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(473-474) 
	
	4. 
	sept  
	2015  | 
    
	Eftirá að hyggja ... 
	Þegar unglingurinn spyr hvað sé að gerast - í hvað er hann kominn !?!
	
	
		Margt er okkur skemmtun skeð 
		- skýringar þó grunnar - 
		grípum loks: það gerðist með 
		galdri náttúrunnar. 
		Undarlegt hve oft er þóst 
		engu á að byggja 
		allt þó virðist ofurljóst 
		- eftir á að hyggja. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(472) 
	4. 
	sept  
	2015  | 
    
	Myndatökuheilræðið
		Munum öll að myndast vel 
		- meir en best á kosið -  
		opnar sjónir! ástríkt þel! 
		og svo gleðibrosið !! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(471) 
	27. ágúst  
	2015  | 
    
	Hallfríður Anna Björgvinsdóttir 32
		Heil og sæl - til hamingju með heilladaginn! 
		Okkar gleðiósk í bæinn! 
		Ykkur gangi allt í haginn! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(462-470) 
	(HE-5) 
	20. ágúst  
	2015 | 
    
	Póstur til Högna Egilssonar  
	- sem situr einn að heimavinnu en þykir margt ógert
		Höfðingi í heimaríki 
		- hugans orku bóli -!! 
		Segjum trútt að sælum líki 
		sess á friðarstóli. 
		 
		Eigi dugar víl í vomum - 
		ver úr helsi kífsins, 
		fagna öllum uppákomum - 
		ævintýrum lífsins. 
		 
		Koma dagar - koma ráð 
		- kraftur vex að stími 
		markar spor og drýgir dáð. 
		Dunar stund og tími.  
		 
		Margt er lengi ógert í 
		atburðanna keðju 
		- raunar lítið ráð við því -  
		Ragna sendir kveðju. 
	 
	23. ágúst Högni ansar 
	
		Vísur þínar, vinur góður 
		vef ég mér að hjarta. 
		Vísa hver er ástaróður  
		inn í veröld bjarta. 
		Þrautir allar, 
		þankar myrkir 
		þínu ljósi skarta.  
	 
	28. ágúst ans til Högna 
	
		Kvöldar enn og kiprast sjón 
		knappt er dag að rifja  
		- fuglar allir - einnig ljón 
		eiga til - að syfja.  
		 
		Bilar þó ei bros og fjör 
		blikin áfram tifa 
		ævintýrin eru gjör 
		öllum þeim sem lifa.  
		 
		Jafnt í tjaldi sem við sel 
		sem og inní kofa 
		eiga lýðir yndi vel 
		út við horn - að sofa.  
		 
		Ég þér sendi eitt og hvað 
		- auðvitað er kraftur -  
		leitast þó í laumi að 
		leggja sjónir aftur.  
		 
		Þar með skoppar skeyti mitt 
		- skjáinn þinn á lendir - 
		og er orðið þar með þitt 
		- þig ég kveð - oog - ENDIR. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(461) 
	
	13. ágúst  
	2015  | 
    
	Pétur Sturla Bjarnason 35
		Eigðu kraft og andans log 
		yl í sinn og óskatind - 
		sendum knúsin kærstu og 
		kveðjur þér - og ykkur Lind! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(459-460) 
	5. ágúst  
	2015  | 
    
	Ágúst Örn Ólafsson 21
		Ósköp flýtir ævin sér  
		- eins og missi tímans far -  
		haldið skal til haga hér  
		heillaósk til Ágústar:  
		 
		Líf er sport og skark og skrif -  
		skák - og spjall í síma - 
		óskum þér - og ykkur Sif - 
		yndislegra tíma. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(457-458) 
	2. ágúst  
	2015  | 
    
	
	
	Hundar ávarpaðir við Vífilsstaðavatn 
	
	  
	
		Gætu farið mál á mis? 
		- myndi hér sig gretta 
		hundur utan heimilis 
		horfandi á þetta? 
		 
		Lausi hundur! - líttu hér, 
		læs og smart og flottur. - 
		(Lausa minka leyfum vér 
		líka mýs og rottur.) 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(456) 
	27. júní  
	2015  | 
    
	Með síðsendu mánaðarlegu fundarboði til MR59 
	132. fundur í Flóru miðvikudaginn 1. júlí 2015 - klukkan 15
		Eins og vissir - utan pósts - 
		ætlum við að hittast - 
		eiga gaman - utan hósts.  
		Allar biðir styttast. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(455) 
	27. júní  
	2015  | 
    
	Hólmfríður Þórisdóttir 54
		Fríða - bæði fersk og hress - 
		frískar upp á streymið - 
		á sitt góða gps 
		- glettin leiðir teymið. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(454) 
	20. júní  
	2015  | 
    
	Berta Rögn Zhu Þórisdóttir 11
		Glymur okkar gleðisögn: 
		Glói þér í haginn! 
		Blítt þig heiðrum, Berta Rögn, 
		bjartan júnídaginn.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(453) 
	12. júní  
	2015  | 
    
	Í óvæntum nafnalista á Bók 
	andlitanna
		Upp úr huga ekkert gref  
		- auð er minnis kista - 
		ósjálfrátt ég álpast hef  
		inn á þennan lista.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(452) 
	10. júní  
	2015  | 
    
	Þóra Þórisdóttir 63 
		Af er mæld við yndisvog 
		andrá tímans lestar - 
		- kærar gæfu-óskir og  
		allar kveðjur bestar. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(451) 
	29. maí  
	2015  | 
    
	Nanna og Gnýr "flýðu" kalda skerið að njóta syðri blíðu - 
	- hér heima stefndi þó í ágæt veður
		Kær er ósk að glöð þið gerið 
		góða ferð  
		- brakar ylur - baðar skerið - 
		- besta gerð. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(450) 
	4. maí 
	2015  | 
    
	Röðunin
		Raðast hann ofar og innar ? 
		eða í skál ? 
		- regluverk röðunarinnar 
		er raðarans mál. 
	  | 
  
  
    | 
	(449) 
	30. apríl  
	2015  | 
    
	Húsráðið í blómastríðinu
		Eiturlyfin ekki láta að sér hæða. 
		Daprist blóm þá gríp til gæða: 
		Græna þruman - blómafæða. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(448) 
	22. apríl 
	2015  | 
    
	Earl Grey gleður morgungest
		Vænir eru vinir þessa manns 
		og vilja honum allt til besta lags - 
		Gráni jarl er góðkunningi hans 
		og gefur honum styrk að morgni dags.  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(447) 
	20. apríl 
	2015  | 
    
	Á lyfjastundu
		Mætt er dagsins meðalstund 
		- minna erum ræðin -  
		eflir mann á alla lund 
		elsku læknisfræðin..  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(442-446) 
	20. apríl 
	2015  | 
    
	Högni Egilsson ruggar Radda-bátnum sem hefur legið við ból 
	Sagði af draumi þar sem Raddir voru leiknar með texta og undirleik. Hans 
	er von er sumrar.
		Heill og sæll svo vís og vakinn 
		vorsins aðdáandi glaður 
		Ísland brosir - klár er klakinn -  
		komdu sæli ferðamaður! 
		Þinni sögu Gísla gladdir 
		glettniríkum hugarflaumi 
		er þú heyrðir óma raddir 
		inní þínum cd-draumi.  
		Plansins bátur bundinn liggur 
		- bárur falla utan myndar - 
		vaknar dræmur, stúrinn, styggur,  
		standi til hans loksins vindar. 
		Áfram-ætlan sem að sefur 
		sjálfsagt er að ýta við 
		svo sem þú með þessu hefur 
		þokað aftur upp á svið. 
		Óskaskeyti orða snjallra 
		okkar hugum vafið 
		sendum við til ykkar allra 
		yfir Atlantshafið. 
	 
 | 
  
  
    | 
	(435-441) 
	4. apríl 
	2015  | 
    
	Til Högna Egilssonar - svar við afmæliskveðju
		Áður var eg inni á 
		ævimælitölunum 
		en þær hafa ætt mér frá 
		- út úr normalskölunum. 
		 
		Auðvitað er ekkert mál 
		og óþörf för í björgin dimm 
		þó að eigi yngri sál 
		aldurmældur sjö og fimm. 
		 
		Ýmsu verður á mann klínt 
		- allir verð'að taka því -  
		eins þótt það sé yndisfínt 
		en ekki skilji nokkuð í.  
		 
		Einn sem þoldi þúsundfalt 
		þökk og heiðrun sanna 
		- kvaðst svo taka undir allt 
		- allra ræðumanna. 
		 
		Minningin mér leggur lið 
		lyftir hug og geði 
		öll sú stund sem áttum við 
		- íhugun og gleði.  
		 
		* * * 
		Nú í kærri vísu vil 
		vefa hlýjast spunnar 
		þessar bestu þakkir til 
		þín og fjölskyldunnar.  
	 
	Högni sendi kveðjur frá fjölskyldunni og Rolf sem 
	kominn var í heimsókn 
	
		Þakkir fyrir pena pósta 
		- potast þeir um himinhvolf - 
		stilla bæði stun og hósta 
		- stefna kveðjur og á Rolf. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(434) 
	20. mars 
	2015  | 
    
	Aþena Ísey - Össu og Steinarsdóttir - eins árs
		Aþena Ísey -  
		einlæga ungmey 
		eins árs í dag -  
		æfðu þitt ungfley 
		- allt verði ókey  
		efli þinn hag. 
	 
 | 
  
  
    | 
	(433) 
	11. mars 
	2015  | 
    
	Þórir Hálfdánarson 54
		Kemur okkar óskaský 
		örlátt baðar hlýju 
		þig - sem leggur alltaf í 
		ævintýrin nýju. 
	 
 | 
  
  
    | 
	(432) 
	3. mars 
	2015  | 
    
	Bjarni Birgir Pétursson 73
		Hamingjukveðjur á hæðarveg 
		heppnin að venju þig styrki 
		dagsstundin gangi þér gleðileg  
		- og góðu óskirnar virki !! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(431) 
	18. feb. 
	2015  | 
    
	Pétur Örn krusar í Ameríku
		Eruð hvíld og endurnærð 
		- og á góðu kari - 
		kærar afmáls óskir færð, 
		Ameríkufari.  
	 
 | 
  
  
    | 
	(430) 
	12. feb. 
	2015  | 
    
	Síðla veikindadags ber gestur fregn af hæstaréttardómi í 
	hús 
	Kvöldvísa til Högna:
		Ekkert í fréttum og engu fylgst með - 
		auðsstjórnin símagnar ergelsi - 
		þá kom einn - brosti og bætti vort geð: 
		banksterar dæmdust í fangelsi.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(429) 
	11. feb. 
	2015  | 
    
	Furðulega áráttan - að ganga með uppspertar axlir
		Þegar ég er orkuskertur 
		út ég fer á stjá 
		geng svo óðar axlaspertur 
		eins og liggi á.  
	 
 | 
  
  
    | 
	(427-428) 
	27. jan.  
	2015  | 
    
	Morgunvísur
		Þann 27. janúar 2015 kl. 7:59 Högni Egilsson: 
		
			Dögun vaknar draumablá, 
			dögun þurrkar tárin, 
			dögun vekur dána þrá, 
			dögun þakkar árin. 
			Megi dagurinn verða góður !! 
		 
		Þann 27. janúar 2015 kl. 11:19 GÓP: 
		
			Rumskar hugur - hyggur sér: 
			- hvað er um að vera? 
			Þar á eftir þessi hér: 
			Það er fullt að gera .. . 
			 
			Kærar morgunkveðjur !! 
		 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(424-426) 
	(HE 2-HE4) 
	26. jan.  
	2015 | 
    
	Noregsdrápuans 
	From: 
	gisliolafur@gmail.com 
	To: hegils@hotmail.com 
	
		Hugrenningar heilsubæta: 
		- hér er galdralofturinn - 
		allt mun hingað kominn kæta 
		kraftar nýir sogast inn.  
		* * * 
		Þegar hjaðnar þessi skafl 
		þá mun rómum kátum 
		rifjað aftur radda-tafl 
		- raustir hljóma látum. 
		 
		Legg ég póst á loftin blá 
		ljúft hann tekur veginn -  
		hefur hlýja heilsun frá 
		hjónum - hérna megin. 
	 
	... og ans við því: 
	Þann 26. janúar 2015 kl. 15:22 skrifaði Høgni Egilsson: 
	
		Gamli vinur, Gísli sæll, 
		gott er frá að heyra, 
		í lofti kvakar lóuþræll 
		ljúft vid kalið eyra. 
		 
		Ennþá brennur Ísalands 
		eldur við mitt hjarta, 
		ennþá þennan eldibrands- 
		óð ber nóttin svarta. 
		 
		Lifum heilir hugsun í 
		hljóma tónar lagsins 
		ennþá bak við óræð ský, 
		- óður morgundagsins. 
	 
 | 
  
  
    | 
	(423) 
	23. jan.  
	2015  | 
    
	Alexander Bjarmi 15
		Gleðin roðar lífsins lag 
		leiftra blik á hvarmi 
		fimmtán ára er í dag 
		Alexander Bjarmi. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(421-422) 
	18. des.  
	2014  | 
    
	Arna Björt stúdent
		Montinn af þér; unga mær, 
		enn var hjalli klifinn 
		- senn til nýrrar farar fær! 
		Fylgist með þér - hrifinn! 
	 
	Og "Wild Rover - viðlagið" er:  
	
		Eftir útskriftargleði * * * * 
		gríptu geirinn í hönd !! 
		Um allt eru leiðir 
		í ónumin lönd !! 
	 
 | 
  
  
    | 
	(420) 
	15. des.  
	2014  | 
    
	
	Guðrún Jónsdóttir 72 
	
	
	
		Vitundin kallar með virkni á ferð 
		um vináttur nýjar og fornar 
		og afmælisóskir af albestu gerð 
		eru þér rjúkandi bornar. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(419) 
	2. nóv.  
	2014  | 
    
	Guðmundur Þorgrímsson 58 þann 30. okt. 
	
		Hér kemur til þín sæluboði sendur 
		með sinnis glaðan yl í bróðurbæinn 
		við Ragna teygjum til þín hlýjar hendur: 
		Til hamingju með áfangann - um daginn! 
	 
 | 
  
  
    | 
	(411-418) 
	24. okt.  
	2014 
	Staðir  
	á korti  
	hafa  
	númer. 
	Umræddur  
	staður  
	hefur  
	númerið  
	19  
	og er í  
	Hvanna- 
	lindum. 
	Heimildar- 
	maður er  
	Sigurður  
	Kristinsson  
	kennari 
	f. 1925 
	Allur  
	textinn  
	þ.e.  
	vísurnar 
	saman  
	settur  
	af  
	GÓP 
	
	
	Hér eru  
	nokkrar  
	myndir  
	frá  
	svæðinu  | 
    
	Í aðdraganda umræðu um Fjalla-Eyvind og dvalarstaði hans 
	Póstur til Hjartar Þórarinssonar um fornt innlegg Sigurðar Kristinssonar, 
	kennara.
		Þér - þú Hjörtur Þórarins - 
		þakka kveðju góða  
		og óska góðs sem gönguvins 
		gamlra Eyva-slóða.  
	 
	
	  
	Músaðu á myndina til að fá aðra læsilega 
	
		Ábendingu á um stað 
		innan Hvannalinda  
		- Siggi Kristins segir það 
		sigur felumynda - . 
		Þar menn áður þreyttu at 
		- þar var gæs í sefa - 
		þar menn unnu, átu mat,  
		og áttu feng í klefa.  
		Öllu skipti auðvitað: 
		engir vita mega; 
		- hverjum manni harðbannað  
		að herja gæs ófleyga. 
		Mannvirkin á morðastað 
		mættu nýjum augum 
		- ó! nú hvolfist ógn um að 
		iðnir far' á taugum. 
		Fáar einar fjölskyldur 
		fjandinn sjálfur skekur -  
		þá er dauði Eyvindur 
		uppfundinn - og sekur !  
		Engin skepna ófleyg á 
		innleið þar né haga 
		- hugun mátti þegar þá 
		þetta bull út draga. 
		Landsins fornra fræða vin 
		féll í þessa súpu  
		en bændur hófu höfuðin. 
		- Höfðu varist lúpu. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(415) 
	23. okt.  
	2014  | 
    
	Margrét Ákadóttir 64
		Margrét frænka fyllir ár 
		- fimar sig og skokkar - 
		henni strýkur kveðjan klár 
		og kær úr hugum okkar. 
	 
 | 
  
  
    | 
	(414) 
	22. okt.  
	2014  | 
    
	Eva Ólafsdóttir 68
		Frænku setjum saman vísu 
		sendum hlýjan gleðibrag 
		Evu, dóttur Ól'og Lísu: 
		- afmæli á hún í dag. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(413) 
	28. sept.  
	2014 
	   | 
    
	Veðurstofan boðar komu þriggja lægða - en ...
		Okkur er hótað með regni og roki 
		sem rjúkandi komi með lægð eftir lægð 
		samt er þó oft eins og dýrðviðrin doki 
		og dragist á langinn og hverfi með hægð.  
	 
 | 
  
  
    | 
	(411-412) 
	1. og 7. 
	sept. 
	2014  | 
    
	Jóhanna Kristjónsdóttir - úr hópnum MR59 - birti á fb 
	giftingarmynd úr fornöld
		Þetta stælta stelpuskott 
		stekkur fyrir öngu -  
		hefur verið fín og flott 
		frá því fyrir löngu.  
		Þetta stælta stelpuskott 
		stekkur fyrir öngu -  
		hún var orðin fín og flott 
		fyrir langalöngu.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(410-411) 
	28. ágúst 
	2014  | 
    
	
	28. ágúst 2014 Paul Opdal fallinn frá
	
	
		Hugur fer um farna slóð fléttar 
		bros og gleðjur í sinn mætra minja sjóð, munans hinstu kveðjur. 
	 
	
	3. sept. 2014 Högni snarar boðskapnum á norsku fyrir 
	afkomendur Pauls:  
	„Tankene mine søker tilbake og maner frem smil og glede.  
	I dag sender jeg min siste hilsen fra den dyrabare samlingen av gode 
	minner.“  
	
		Hugsun hefur snarað snar 
		snjallstur orðafeykir 
		þér að streyma þakkirnar 
		- þjóðans orðaleikir. 
	 
 | 
  
  
    | 
	
	(409) 
	14. ágúst 
	2014  | 
    
	14. ágúst 2014 -
	
	Heitum á Pétur Sturlu Bjarnason Íslandsmeistara ársins 2014 í maraþon. 
	Í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst 2014  
	tileinkar hann hlaup sitt stuðningi við Heilaheill, félag slagþola á 
	Íslandi.  
	Hann fær þessa hvatningu:
		Gríptu sprettinn, glaður, heill, 
		gerðu von að efndum 
		með þér við í Heilaheill 
		hugarstrauma sendum. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(408) 
	7. ágúst  
	2014  | 
    
	Auglýsingin: 
	
		Auglýsing er lygalist 
		- lukkuvonin höfundinum - 
		verðlaun þiggur þá þó fyrst 
		þegar sér á okkur hinum.   
	 
	 | 
  
  
    | 
	(407) 
	7. ágúst  
	2014  | 
    
	Jón Egill Karlsson 24: 
	
	
		Gjarnan öðrum eykur lið 
		íhugull og laginn - 
		Jóni Agli óskum við 
		ánægju með daginn.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(406) 
	5. ágúst  
	2014  | 
    
	Ágúst - mánuðurinn  
	þegar mundangsfólk skólanna tekur á móti opnum hugum
		Yndistíma átti sér 
		ungur, bráðger drengur -  
		mætti smækkun og nú er 
		ekki bráðger lengur.   
	 
	 | 
  
  
    | 
	(405) 
	4. ágúst  
	2014  | 
    
	Mánudagur verslunarmannahelgar 
	Ólafur Freyr og fjölskylda koma af fjöllum
	
	  
	
		Öræfanna fjallaflúr 
		fléttast hlátrasköllum 
		ljúft er svo að líta úr 
		laug á Hveravöllum. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(403-404) 
	4. ágúst  
	2014  | 
    
	Snorri Vikanes Bjarnason 14 ára (1. ágúst): 
	
	
		Snorri boðar alla á 
		elskufund með bros og grínum - 
		bestu kveðjur fær hann frá 
		Færeyjum og afa sínum. 
		 
		Snorri boðar alla á 
		afmælis- og gleðifund - 
		bestu kveðjur fær hann frá 
		frændfólki á Grenigrund. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(402) 
	3. ágúst  
	2014  | 
    
	
	Freyja Rún sendir póst:  
	- þau Einar að fara í skemmtiferð.
		Oss þú gleður óðara, 
		yndisgeislinn hýri, 
		eigið bras og brandara, 
		bros og ævintýri. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(401) 
	20. 
	júlí  
	2014  | 
    
	Jakob Jakobsson færir á Fb:  
	Stutt á milli stórafmælanna á þessu ári: Við  
	Moira gift í 50 ár, Pétur okkar 50 í des og  
	Moira nýlega 70.
		Gæfufrændi! Glæsivíf!  
		galdrar okkar segja: 
		Eigið gamn og gleðilíf !! 
		GÓP og Ragna Freyja. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(400) 
	21. 
	júní  
	2014  | 
    
	Ragna Freyja Gísladóttir MA 
		Heiðursfrú og mastermænd 
		mjög sem fróðleik unni 
		eftir hugstörf, hrist og spænd - 
		hyllt af fjölskyldunni. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(399) 
	20. 
	júní  
	2014  | 
    
	Berta Rögn 10 
		Afmælisungfrú tíu 
		orðin á skammri stund 
		og fer neð augun hlýju 
		ávallt á gleðifund. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(398) 
	6. 
	júní  
	2014  | 
    
	Ragna Freyja 74
		Eigðu góðan yndisdag 
		og allt í þessu fína 
		- ómi þér í eyrum lag 
		við ástarkveðju mína. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(397) 
	4. 
	júní  
	2014  | 
    
	
	   
	Sigurður Þórðarson 
	Sigurður er bak við blóm 
	- beitir huga laginn - 
	þurfi lið og þurfi róm 
	þarfur tekur slaginn. 
	 | 
  
  
    | 
	(396) 
	
	30. maí  
	2014  | 
    
	Friðgeir Magni Baldursson
		Sextugsóskir ylji þér 
		- árin tifa lon og don - 
		fagnaðskveðjur færðu hér 
		Friðgeir Magni Baldursson.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(395) 
	29. maí  
	2014  | 
    
	Hersteinn Karlsson 
		Þú ert orðinn sextíu og sex 
		- sem í raun er ekki nokkur aldur, 
		reynslan traust og virðuleikinn vex -  
		þig vermi gæfuósk og ættargaldur. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(394) 
	
	28. maí  
	2014  | 
    
	Fanney Magna Karls og Katrínardóttir útskrifast frá FB 
	(og með margfaldan verðlaunaárangur!) 
		Djarfur hugur - dagur nýr - 
		dátt þér allir fagna 
		eigðu bros og ævintýr 
		ungfrú Fanney Magna. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(393) 
	25. maí  
	2014  | 
    
	Freyja Rún - góða ferð heim til Noregs
		Sindrar fold og sólin skín 
		- syngja landsins verðir - 
		yfir hafið - heim til þín - 
		hafðu bestu ferðir. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(392) 
	24. maí  
	2014  | 
    
	Marta Jóns og Ingudóttir útskrifast frá VR 
	(og slær einkunnamet skólans!) 
		Ævintýrin eru hér 
		- allir dagar rósóttir - 
		alls hins besta óskum þér 
		ungfrú Marta Jónsdóttir. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(383-391) 
	
	10. maí 
	2014 
	 
	  
	
	Lotan 
	stóð 
	frá  
	sjúkdóms- 
	greiningu 
	18. mars 
	til 
	andláts 
	10. 
	maí   | 
    
	Í gestabók Gunnar 
	Gunnur vildi vísur í bókina
		Gestabókin geymir söfn: 
		góðar reisur farnar - 
		yl og bros og ótal nöfn - 
		- endurminningarnar. 
		* 
		Mjög er indæl munabót 
		meðan svo til hagar 
		að í hug - sér mæla mót 
		margir góðir dagar. 
		* 
		Man ég þegar Mörkin seiddi 
		mannskapinn í ferðalag 
		minnisparta marga sneiddi 
		mjög til yndis nú í dag. 
		* 
		Klárari veður og kyrrviðraspá, - kalla hæ! rósanna þyrnar - sóley upp gægist og sólin er há - sumarið bankar á dyrnar. 
		* 
	 
	
		Sunnudagur sólskinsfagur 
		seiðir bros úr augunum - 
		Alexanders úrvalsdagur 
		ennþá býr í taugunum.  
		(28. apríl. ABD fermdist í gær hjá Siðmennt og Gunnur kom í veisluna í 
		einmuna góðu veðri.) 
		* 
		Með vakandi augu og valkyrjufas eins og víkingadrottning þóttir - gekkst allra verka - jafnt glans og bras - Gunnur Elísa Stefánsdóttir. 
		 
		* 
		Við heilsumst öll við hjúkrabeðinn þinn sem hér ert umlukt mengi góðra vina við horfum til og heiðrum veginn þinn með hjartans þökkum fyrir samfylgdina. 
		* 
		Elnar stigið eftir stig - strekkir heimsmyndina - hugur okkar þekur þig - þakkar samfylgdina. 
		* 
		Fæðing, lífið, ævintýrið - uns opnum brám er loksins aftur strokið markar ramma alls vors ævibruns 
		- eilífð hvers og eins er þar með lokið. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(376-382) 
	1. 
	maí 
	2014  | 
    
	Fréttapóstur til Högna
		Fyrsti 
	maí er kominn og kallað var til fundar og komu saman fleiri en minnið getur um menn fylktu sér í liðið og fjöldinn allur skundar og fagurt veður yljaði þátttakendunum. 
		 
		Ég hef ekki gleymt þér þótt glás sé frá af dögum og glettnin næstum rokin úr augnakrókunum: fermingu er lokið - í okkar heimahögum - og hefur gengið auðvitað eftir bókunum. 
		 
		Sjúkri þyngist lotan og þverr æ frekar máttur  svo þyngist öllum kringum og gufar krafturinn og lífsreynslan er allra og aðstandenda háttur er ómagjarnt andante og treginn strengurinn. 
		 
		Samtíminn og þjóðin eru þrotlaust meðaltal og því er alveg sama um hvern einn einstakling sem mitt í sínu áfalli á ekkert verkaval í verkakröfum hversdagsins er engin uppstytting. 
		 
		Ógert hópast saman, sem út af degi stendur, og umhægingin slakar í ráðrúm fyrir það og komist kraftur aftur í endurunnar hendur er öruggt að um síðir kemst maskínan af stað. 
		Oftast er það þannig þá vísur dapurt vísa þeim vísast út um gluggann og aðrar settar inn en þetta eru fréttir og þeim má alltaf lýsa og þannig er hann til þín kominn, fréttapósturinn. 
		Brakandi er veröldin og brátt fer allt í gang við brýnum sjón og raust og andans sveðjur og sumarið er komið og sólin breiðir fang, - við sendum ykkur allra bestu kveðjur.  
	 | 
  
	
    | 
	(375) 
	25. 
	apríl 
	2014  | 
    
	Gylfi og Gunna eiga 52ja ára brúðkaupsafmæli
		Þið - sem eruð yndisleg - 
		ævi megið fagna  
		- gangið áfram gæfuveg! 
		GÓP og Ragna. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(374) 
	24. 
	apríl 
	2014  | 
    
	Fyrsti sumardagur
		Kæru vinir vítt um lönd 
		vakin, sofin, halló! þið!  
		inn til fjalla - út við strönd 
		- ykkur glæði sumarið. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(373) 
	21. 
	apríl 
	2014 
	(f. 20.03.'14)  | 
    
	Innlit Össu og Steinars á gönguferð á öðrum 
	degi páska.
		Sniðugur er Snælandsbær 
		snjallar gerir dróttir - 
		komin er hér yngismær 
		Öss'og Steinarsdóttir 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(372) 
	11. mars 
	2014  | 
    
	Þórir Hálfdánarson 53
		Mars-ellefti er nú á 
		og endurómar hó!  
		heimafólkið þenkir þá 
		til Þóris útá sjó.  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(371) 
	3. 
	mars 
	2014  | 
    
	Bjarni Birgir Pétursson 72
		Ykkar heiðruð hjónasaga 
		hefur ætíð glæstan brag 
		- bestu óskir alla daga 
		ykkur gangi allt í hag. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(369-370) 
	23. feb 
	2014  | 
    
	Pétur Logi og Kristófer Áki tveggja ára 
	
		Pétur Logi lyftir sínum ljósu brúnum. 
		Hann fer senn með hönd að pára,  
		hann er orðinn tveggja ára. 
		 
		Kristóferi Áka óskum alls hins besta. 
		Heiminn á með augnaráði 
		orðinn tveggja ára snáði.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(368) 
	18. feb 
	2014  | 
    
	Pétur Örn Pétursson
		Óskum þess 
	hann ætíð nytji ævigleðitrimm - Pétur Örn í sæmdum sitji 65.  
	 | 
  
  
    | 
	(367) 
	28. jan 
	2014  | 
    
	Við innsetningu mynda Evu Grétars úr
	
	Merkurferðinni
		Fjölmörg sýnin fangar auga ferðamannsins 
		og við stopp er ljúft að lynda - 
		loksins kemst ég út að mynda!! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(366) 
	23. jan 
	2014  | 
    
	Alexander Bjarmi Davíðsson 14
		Ljómar ör við ævivor 
		- alúð, bros og varmi - 
		þú átt yndi, afl og þor 
		Alexander Bjarmi.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(365) 
	20. jan 
	2014  | 
    
	Ásmundur Ingimar Þórisson 63
		Ásmundur Ingimar Þórisson 
		afmælir lífsins far - 
		umvefja'nn þökkum, úð og von,  
		afmælisóskirnar.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(352-364) 
	
	17. og 19. 
 jan
	2014 
	Sjá 
	
	hér 
	myndir 
	úr 
	þessari 
	ferð  | 
    
	Svarað fyrirspurn Högna  
	um þrettándaferðina í Þórsmörk 11.-12. jan.  
	og sóknarför 18. janúar 2014
		17. janúar 2014 
		Við áttum ljómandi laugardag 
		laugaði sólin tinda  
		inneftirferðin var ljúf sem lag 
		logn varð í höllu vinda. 
		 
		Nóttin að rismálum reyndist blíð 
		- rumskað þó fyrst klukkan átta -  
		lopaði jökla lítil hríð 
		ljúflegur boði slátta.  
		 
		Margt var þó ýmist bras og bið 
		braskað við snjó og klaka 
		herti og sífellt hvítu-ið 
		-
		örðugra fram að aka. 
		 
		Fokið komst nú upp í fyrsta stig 
		fellibylsstyrkjaskala 
		varð þá og betra að vanda sig 
		- vorum með bíla-hala. 
		 
		Eftir þar létum eina fimm 
		allir í stærri settust 
		á bættist nú hún nóttin dimm 
		niðdropar hennar slettust.  
		 
		Heimferðin gekk þó vonum skár 
		víst nokkra klukkutíma 
		þarf því um hana þeygi pár 
		þar dugði bílaskíma.  
		 
		Eigum nú bílabland við ár 
		- blástur í minni orgun - 
		ágætar eru útlits-spár - 
		ætlum í sókn á morgun.  
		 
		19. jan. 2014 
		 
		Okkur gekk allt í haginn 
		austur á laugardaginn 
		ýttist þó ögn í blæinn 
		- áttum svo gott í bæinn.  
		 
		Tíminn hann stóð við stiku  
		- strand vorum við og hjúin. 
		Helgin sem varð að viku 
		virðist nú loksins búin.  
		 
		Hjarna nú venjur vanans 
		- varlegt þó hugarsprang - 
		viðfangið verkakranans 
		vonandi fer í gang.  
		 
		Héðan þó fer ei fleira 
		felum við eld í stó 
		kveðjunnar klið má heyra - 
		komin er næturró. 
	 
	Des. 2013 Til Högna 
	
		Yfir hafið kemur kall 
		- komið hér á borðið -  
		þú ert alveg eitursnjall 
		- áttir lokaorðið. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(351) 
	26. des 
	2013  | 
    
	Jakob Jakobsson 76
		Afmælisdagur er áningarstaður ferðar 
		ögn er þá dokað og endur er nýjaður kraftur - 
		félagagleði og fjölskylduheimsóknir gerðar 
		fagnað með öllum - og síðan er lagt af stað aftur. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(350) 
	11. nóv 
	2013  | 
    
	Lind Freyjudóttir 30 -  
	þau Pétur eru á heimsreisu siglandi við Ástralíu
		Allra besta afmælis 
		ósk - og hvergi töfin - 
		rétt- og líka rangsælis 
		rýkur yfir höfin. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(349) 
	10. nóv 
	2013  | 
    
	Ragna Freyja Gísladóttir 53
		Færð úr heimahögunum 
		heiðurdagsins kveðjur 
		okkar góðu óskir um 
		allar bestu gleðjur. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(347-348) 
	28. okt 
	2013  | 
    
	Til umhugsunar -  
	í umræðunni um forsætisráðherrannn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, vegna 
	fjarvista hans úr vinnunni og viðkvæmni hans við umræðunni:
		Öll við þekkjum ofurfólk í aflífsviðri 
		sem þó ávallt - undir niðri - 
		áleit sjálft sig lítils virði.  
		 
		Þá er líka þraut að eiga þrumusprota 
		- alla heilla, rökin rota. 
		Reynist mörgum erfið lota. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(346) 
	28. okt 
	2013  | 
    
	Rannveig Haraldsdóttir  
	setti á F-bókina kyrrðar mynd við spegilslétt vatn
		Eitt af þessum yndislegu augnablikum sem á dimmum vetrarvikum verða 
		mér að ljósastikum.  
	 | 
  
  
    | 
	(345) 
	12. okt 
	2013  | 
    
	Vikar - 
		Ljúfur er þinn lífsins stæll 
		ljómar yl og hlýju 
		öllum verkum sinnir sæll 
		69. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(344) 
	12. sept 
	2013  | 
    
	Ólafur Freyr 
	54
		Fetar stíginn öruggari 
		- ofar víðar sér - 
		þú átt daginn, fjallafari, 
		fólkið gleðst með þér. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(343) 
	29. júlí  
	2013  | 
    
	Þann dag -  
	hafði kynningarpóstur verið sendur hópverjum lífs og liðnum og 
	velvirðingar beðist á mistökunum.  
	Sem sagt:
		Óvart mail til andaðaðra anda brunar 
		- að þeir lesi okkur grunar 
		og þá biðjum afsökunar.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(342) 
	20. júní 
	2013  | 
    
	Berta Rögn - 
		Heiðra hana fólksins fögn 
		fima daman klára -  
		bjarta, glaða Berta Rögn 
		brosir níu ára. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(341) 
	7. júní 
	2013  | 
    
	7. og 11. júní - Rún og Íris
		Hugur fer og finnur ykkur tvær 
		sem fyllið ár í norskum gleðitóni - 
		ykkur faðmar óskaheitur blær 
		með orkustraum frá okkur - hér á Fróni. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(340) 
	6. júní 
	2013  | 
    
	 Frétt af dugnaðarmanni sem fékk vellaunaða vinnu við 
	að gera við bilun
		Þegar glaður einn fær auð 
		annar honum tapar - 
		einhvers vandi - annars brauð 
		okkar hagvöxt skapar. 
	 
	   | 
  
  
    | 
	(339) 
	16. maí 
	2013  | 
    
	Í gestabók GGí
		Evrópsk hefur skemmtun skeð 
		- skeður annað slagið - 
		vel fór Eyþór Ingi með 
		Evróvisjónlagið. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(338) 
	31. mars 
	2013  | 
    
	Í nýja gestabók GGí
		Eftir spjöllin inn við stafn 
		einföld eða flókin 
		ánægð geymir orð og nafn 
		yndisgestabókin. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(337) 
	23. mars 
	2013  | 
    
	Veðravindan
		Þótt svalviðrin hríði um hlíðar og gil 
		og hvíni um land og um sæ 
		þá sittu í rónni og sannaðu til 
		að sumarið kemur í maí. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(336) 
	21. mars 
	2013  | 
    
	Í gestabók GGí
		Yrkinganna orðaglíma 
		einum er sem hugann kyrrði 
		öðrum finnast orð sem ríma 
		uppskrúfuð og lítils virði. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(335) 
	11. mars 
	2013  | 
    
	10 ára brúðkaupsafmæli - tinbrúðkaup Þóris og Rögnu Freyju 
	Þórir Hálfdanarson 52  
	
		Heillaför um Hjónavog 
		- heiðrum vegferð slíka - 
		sendum kærar kveðjur og 
		kæti hugans líka. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(334) 
	
	3. mars  
	2013   | 
    
	Ásmundur Jakobsson  sendir bílapóst: 
	Þá er hann kominn bíllinn sem vantaði: 
	   
	Sex hjóla Benz 
	Nema þú viljir frekar þennan: 
	  
	Koenigsegg 
	Svar til Ásmundar: 
	
		Bílum þessum firður fagni 
		- feyki virðuleg er gerðin - 
		ef þeim ekur ljúft - með lagni 
		lukkast honum fjallaferðin. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(333) 
	
	3. mars 
	2013  | 
    
	3. mars 2013 - Bjarni 71
		Heyrðu okkar heillaköll 
		- hlýjur á þig ýri - 
		eigðu marga för um fjöll, 
		fjör og ævintýri. 
		  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(332) 
	
	18. feb. 
	2013  | 
    
	Pétur Örn - afmæli
		Augnablikin fara fljót 
		fram til sólarlagsins - 
		- hér fær okkar bræðrabót 
		bestu kveðjur dagsins. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(331) 
	24. jan. 
	2013  | 
    
	GGí á spítala - systkinafundur:
		Söfnuðumst og samkomumst, 
		saman töluðumst, 
		spurðumst þá og spjölluðumst 
		og spekúleruðumst. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(HE-1)  30. des 2012 
                  Hlýjar óskir um nýtt gott ár - og þakkir til ykkar, kæru vinir !! 
        Högni, Liv  
        og Birgitte.  
      
        | 
    Frá Högna Egilssyni: Áramótakveðja 
      
        Hvað er svo glatt sem góða vísu smíða 
          við gleðibrag og vinarkveðjulag 
          sjá árin koma og þau aftur líða 
          og ennþá hverfur nótt við ljósan dag. 
          Því er það gott að kveðja eymd og angur 
          og eiga góða stund á hugarleið - 
          nú aftur heilsar morgunn, ljós og langur,
           
          og leiðin milli vina bíður greið.  
      | 
  
  
    | 
	(330) 
	24. des. 
	2012  | 
    
	Vísbending með gjöf frá jólasveini hússins
		Ljósið kemur, linast pex, 
		líður brautu dimman, 
		rósemd eykst og værðin vex 
		við að lesa krimmann. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(329) 
	21. des. 
	2012  | 
    
	Ársins lengsta nótt
		Stress upp spanar ótt - svo ótt 
		ýtni jólabrímans, 
		- líður ársins lengsta nótt 
		ljúft í spili tímans. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(328) 
	11. nóv. 
	2012  | 
    Afmæli Lindar, 
	leikskólakennara og nuddara - í Svíþjóð
		Austur fer - eitt andrárbil  
		yfir bláan sæinn - 
		heillaóskin hlýja: "til 
		hamingju með daginn!" 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(327) 
	10. nóv. 
	2012  | 
    
	Afmæli Freyju
		Afmælið þitt er í dag - það gleður okkur öll - 
		við óskum þér hins besta - engar sóttir! 
		Kná þú tekur verkefnin og klífur öll þín fjöll, 
		kæra Ragna Freyja Gísladóttir. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(326) 
	8. nóv. 
	2012  | 
    Í gestabók GGí
		Krimmar eru ágætt sjó 
		okkur skemmtan bera 
		- kannski er hann Columbó 
		kominn til að vera. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(325) 
	23. okt. 
	2012  | 
    Afmæli Margrétar 
	Ákadóttur, leikkonu og hótelstjóra
		Veit eg eina undrasnót 
		efla landsins dróttir: 
		eigðu gleði-mannamót 
		Margrét Ákadóttir. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(324) 
	
	
	19. okt. 
	2012  | 
    
	
	
	  
	Katrín með soninn Pétur Loga (?) og föður-langamman, Guðrún 
	Gísladóttir.Katrín Júlíusdóttir gefur kost á 
	sér í fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Kraganum 
	
		Okkur þætti skemmtun skeð 
		og sköpuð von á traustum fæti 
		kæmi listi Kragans með 
		Katrínu í fyrsta sæti.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(321)
	 
	
	4. okt. 
	2012  | 
    BBP birtist 
	gráskeggjaður á skjánum eftir frækna göngu fræga  
	gönguleið á Spáni - með tvo íslenska bakpokafána
		Auðvitað er á því von að einhver gráni 
		jafnvel þó að fylgi fáni 
		fari maður hring á Spáni 
	 
	 | 
  
  
    (320)  
      30. sept. 
        2012 
      
    | 
    "Hefðbundin" útför
      
        Fæðast, lifna, leggj'af stað 
          -  
          lífsins galdur eygja - 
          ævir líða - loks er að 
          leggja sig og deyja.  
       
      Jóhanna Harðardóttir, blaðamaður og Kjalnesingagoði ritaði pistil undir 
        þessu nafni í Mbl. þann 14. sept. sl.. Þar velti hún gangstéttarhellum venja 
        og siða við útfarir og undirstrikaði mikilvægi þess að menn geri ljósan 
        vilja sinn um sína eigin útför.  
        Þetta var góð grein og í framhaldi af henni kemur hér uppskriftin að útför 
        GÓP: 
      
        Hér er komin - sett með sinni, 
          - síðar þarf ei um að skottast - 
          uppskriftin að útför minni 
          eftir að ég dauður vottast: 
       
      1. Engin trúmál: 
      
        Alveg ljóst er fyrsta fallið 
          feitum ritað penna rauðum: 
          hvorki prests né kirkjukallið 
          komi nokkuð að mér dauðum. 
       
      2. Ódýr kassi úr pappa:  
      Betra er rakt mótatimbur, heldur hærri hita. 
      
        Dulítið af dagsins slæðum 
          dugði mörgum fornum kappa 
          - hæfir mér í köldum klæðum 
          kassi gjör úr stinnum pappa. 
       
      3. Strax bál og vindar: 
      
        Liðsforingi lífs míns sveitar 
          lætur undir öllu kynda, 
          afgangs tekur agnir heitar 
          út í bjarta sali vinda. 
       
      4. Fagnaður síðar - t.d. í næstu þrettándaferð í 
        Þórsmörk: 
      
        Þeir sem eiga góðar gengnar 
          gamanstundir sér í minni 
          heiman - og á fjöllum fengnar - 
          fá sér einhvers staðar inni, 
        lífga sína gömlu gleði 
          glettnir minnast bross og ferðar 
          - eru svo með sætu geði  
          sælar áætlanir gerðar.  
       
      5.  Ummæli: 
      
        
           Ævisaga frá 2009.08.25 
         
        Ævisagan öll í kvæði: 
          Eftir upphaf: 
          heill og yndi hafði bæði. 
          Hrökk svo uppaf.  
        
          Starfshjal 
            frá 23. ágúst 2014: 
         
        Iðjan lífs var mundangsmerk 
          - má í stráum fegra -  
          eftir liggur ekkert verk 
          öðru merkilegra.  
        
          Kæru vinir - 16. maí 2017: 
         
        Glaðlífsstundin senn er sigld  
          - sitja minnin pökkuð - 
          leiðsögn, vinsemd, fas og fylgd  
          ferðarvinum þökkuð.  
       
      6.  Bakþanki 29. mars 2017 
      
        Undratöfra tilviljun 
          tengdi mig við lífið 
          þakka fyrir þetta brun - 
          þakka ævintýrið 
        Mörg var stundin munaklökk 
          - margur himinn rauður - 
          góðum vinum þyl ég þökk 
          þar til ég er dauður. 
        Þegar burtu andinn er 
          - ekkert slag i hjarta - 
          afgangurinn af mér fer 
          inn í logann bjarta.  
       
      7.  Hverfandin  
      
        Kvödd svo mörg úr minnis hlíð 
          meður raddir slyngar - 
          hverfur stundin hugarblíð, 
          heit og tilfinningar. 
           
          Sjá þar hvernig "hverfandin" 
          hverjum manni strýkur 
          - allt sem vissi, veröldin, 
          visin burtu rýkur.  
           
          Allir við og okkar lið 
          - eigum glaðar farir - 
          allra bíður ekkertið 
          - unum meðan varir.  
           
          Lífið er eitt ævintýr 
          - umgert æ í sinni - 
          stýri minnishnoðinn hlýr 
          hverri rifjuninni.  
           
          Upp úr stendur allt sem tókst, 
          - allir gleðidynir - 
          og - er veröld ólmast skókst -  
          yndislegir vinir.  
        *  *  * 
        | 
  
  
    | 
	(302-304) 
	
	27. sept. 
	2012  | 
    
	Miss Marple-vísur í gestabók GGí: 
	27. sept. - eftir miss Marple: 
	
		Það er ætíð velsæld viss 
		að vænta gamans svona 
		enda er hún Marple miss 
		mesta heiðurskona. 
	 
	20. sept.: 
	
		Festumst í ærslum og eymdum 
		en áttum þó ágætis geim 
		-missinni Marple þó gleymdum 
		og mál er að fara heim. 
	 
	13. sept.: 
	
		Mamma er lítið eitt lúin 
		og lýkur við kvöldsins geim 
		- missin hún Marple er búin 
		og mál er að fara heim. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	
	(301) 
	
	17. sept. 2012  | 
    
	
	Afmæli 
	Högna 
	- austan hafs
		Móandi í morgunroða 
		merkisdags á Högna eyju 
		kemur yfir káta boða 
		kveðja okkar Rögnu Freyju. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	
	(300) 
	
	7. sept. 2012  | 
    Við fjölmenna útför Magnúsar 
	Bjarnfreðssonar: 
	
		Berumst öll á banans spjót. 
		Breiðfylkt er með vini - 
		enda hæfa mannamót 
		Magga Bjarnfreðssyni. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(299) 
	3. sept. 2012  | 
    
	
	 
		Blaðamenn þindarlaust þjálfar 
		- og þá ekki einungis - 
		vefsíðan "Molar um málfar 
		og miðla" á Eidur.is 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(298) 
	29. ágúst 2012  | 
    Við útför Freysa, Vilhjálms Freys 
	Jónssonar:
		Þinn hugur, svo frjór, svo oft farinn á stjá 
		fram um hvel sem er veröld öll - 
		suður Helgrindadal, yfir Heljargjá, 
		heim að jökli við Ljósufjöll.   
	 
	Þekktir þú Freysa? 
	Vilhjálmur Freyr Jónsson var sérfræðingur um fjölmargt - þar á meðal var 
	hann fróðastur allra um leiðir á Jökulheimasvæðinu. Hann beitti sér 
	þrotlaust fyrir því að halda leiðum hálendisins opnum fyrir þann almenning - 
	sem ekki er á stutta göngugarpalistanum, - barnafólk og börn, fullorðið 
	fólk, aldrað fólk, tímalaust fólk, hamlað fólk, þreytt fólk og uppgefið - 
	sem samtals er yfir 90% hverrar þjóðar, líka Íslendinga. Í framlínu þeirrar 
	baráttu er nú skarð fyrir skildi. 
	 | 
  
  
    
	Kt:  
	080159 
	-2509  
	* 
	Reikningur:  
	323-13-2827 
	 
	Tillaga um 
	framlag:  
	Það sem  
	kostar  
	að fylla 
	aðaltank. | 
    
	 Minning og samúð við fráfall Freysa 
	Í pósti frá JÖRFÍ - Jöklarannsóknafélaginu - segir:
	  
	"Að beiðni vina og félaga Freysa hefur Kristjana, eftirlifandi eiginkona 
	hans, stofnað styrktarreikning fyrir
	fjölskylduna. 
	Ef þú/þið viljið votta samúð ykkar með því að leggja inn á 
	reikninginn þá eru upplýsingar um númerið hér fyrir neðan. 
	Kt: 080159-2509 
	Reikningur: 323-13-2827 
	Ef þú / þið þekkið einhverja sem þekktu Freysa og eru 
	líklegir til þess að vilja votta samúð með þessum hætti, vinsamlega sendið 
	þessar upplýsingar áfram." 
	 | 
  
  
    | 
	(297) 
	5. júlí 2012  | 
    Ásmundur Jakobsson - afmæli:
		Kann á mörgu skrítnu skil 
		- skarpur, hlýr og laginn - 
		hér með óskum honum til 
		hamingju með daginn. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	 (296) 
	
	
	6. júní 2012  | 
    Til þess sem tepptist af sumri og 
	sól:
		Sittu ljúft í sólarstrandi 
		- senn mun stundin uppurin - 
		örstutt oft á Ísalandi 
		eru yndis-sumurin. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(294-295) 
	1.-2. júní 2012  | 
    GÓP og ABD í Þórsmörk og Þakgil
 
		Há var sól með himnalog  
		- hitinn engu líkur -  
		fórum þá í Þórsmörk og  
		Þakgil - ofan Víkur. 
	 
	
	
	  
	
		Svona er veðrið - vindalaust -  
		víðastur himinhringur. 
		Yrðlingur milli skugga skaust 
		- skari af fuglum syngur. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(293) 
	29. feb. 
	2012  | 
    
	Afmælin 
		Afmælin sem á mann hlaðast 
		- eru áfangar á leið - 
		oft sem honum gerir glaðast  
		-
		gefur kraft í næsta skeið. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(292) 
	9. 
	feb. 2012  | 
    Í gestabók GGí:
		Veðuráttin eins og fer 
		eftir flöskustúti 
		klárt er þó að komin er 
		kalsarigning úti. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(291) 
	12. jan. 2012  | 
    Í gestabók GGí:
		Dunar vor stund meður drauma og þrár 
		og dagarnir liðast og þeysast 
		en gamanið er þegar glöggskyggnar brár 
		sjá gáturnar rakna og leysast.  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(290) 
	12. okt. 2011  | 
    - afmæli Vikars
		Af andrár öldutoppi  
		sem yptir tímans knerri 
		er eins og skeyti skoppi 
		með skemmtiósku hverri 
		og brosi sem að blikar 
		er bjarminn ljómar Vikar. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(289) 
	5. sept. 2011  | 
    GGí 91 árs:
		Mamma er hress - leggur örvunarorð í ómaflóð septemberlagsins og inni í stofunni breiðast um borð blómin í tilefni dagsins. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(288) 
	25. ág. 2011  | 
    Til Högna sem kemur eftir tvo daga:
		Góðan dag - og gleðilega 
		gangi allt til hags - 
		eigðu kosti allra vega 
		Íslandsferðalags. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(287) 
	22. júlí 2011  | 
    Í gestabók GGí
		Spjall um sitt og heimsins hvað 
		- hugmyndir og skissur - 
		umræðan fór auðvitað 
		út um allar trissur. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(286) 
	5. júlí 2011  | 
    Ásmundur Jakobsson á afmæli í dag
		Tíminn gengur ár og aldaspor 
		og iðkar hvorki þjálfun eða trimm 
		en hann er sá sem heldur áraskor: 
		Til hamingju með 65! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(285) 
	11. júní 2011  | 
    Íris Hild á afmæli í dag
		Heiðursmær - oss hlý og skyld - 
		hannar gripi klára. 
		Þetta er hún Íris Hild 
		- orðin átján ára. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(284) 
	9. 
	júní 2011  | 
    Í gestabók GGí á svalri tíð
		Komna vorið kælir 
		kuldabylurinn - 
		vísast svo oss sælir 
		sumarylurinn. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(283) 
	7. júní 2011  | 
    Afmæli FRG
		Rún af-mæli ársins á útá Norðurlöndunum 
		heillaóskum úðast frá Íslands sólarströndunum. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(282) 
	
	24. mars 2011  | 
    Raunir og þrautir -
		Rétt er það að raunirnar 
		reynast manni tregar - 
		þó að margar þrautirnar 
		þyki skemmtilegar. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(281) 
	25. nóv 2010  | 
    
		Ekkert - manni með sín gen 
		meðan blikin tifa - 
		gleðilegra getur en 
		gamanið: að lifa! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(280) 
	10. nóv. 2010   | 
    Afmæli RFG
		Fimmtuga á fögrum degi 
		Freyju hyllum þúsundfalt - 
		ljós og stoð á lífsins vegi 
		létt og djörf - og til í allt. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(279) 
	7. nóv 2010  | 
    Lýsing
		Kliðmjúk eins og klukka 
		klýfur tímans haf - 
		lífsviðhorfið LUKKA 
		ljómar henni af. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(278) 
	4. 
	nóv. 2010  | 
    Í gestabók GGí undir 
	haustveðragný
		Fægir þöll og bjarkir berar 
		bylurinn - 
		oss að venju vísiterar 
		veturinn. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(277) 
	7. okt. 2010  | 
    Í gestabók GGí eftir 
	sjálfvirkar staðfærslur frá tilteknum kapítula ævinnar 
	
		Minnumst glöggt, við gleymskuós, 
		gleðinnar og kífsins: 
		stendur okkur stjörnuljós 
		stúdentskafli lífsins. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(276) 
	25. mars 
	2010 
	Sjá hér 
	kveðju  | 
    Irma Geirsson - útför frá 
	Selfosskirkju 25. mars
		Nú er Irma fallin frá 
		fór hún margan dalinn, 
		átti bæði þraut og þrá 
		- þar var allur skalinn. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(275) 
	11. nóv. 2009  | 
    Freyja - afmæli:
	
	
		Við óskum þess að allt þér bæti hag 
		og efli snjallan hug og lipran fót, 
		þú eigir margan ævintýradag 
		og allir dagar marki tímamót. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(274) 
	1. okt. 2009 
	  | 
    Í gestabók GGí eftir 
	stjórnmálaspjall 
	
		Títt er talað, margt er mál, 
		mörg er orðaspíkin - 
		hún er illyrt orðaprjál 
		Íslandspólitíkin. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	
	(273) 
	25. ágúst 2009  | 
     Undir 
	útfararpresti. Hugleiðing um styttri æviþulu: 
	
		Ævisagan öll í kvæði: 
		Eftir upphaf 
		heill og yndi hafði bæði. 
		Hrökk svo uppaf. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(272) 
	20. júní 2009  | 
    Berta Rögn 5 ára
		Glæsiveisla, malt og mix 
		magnar yndishag 
		nú er unga fröken fix 
		fimm ára í dag. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(271) 
	10. júní 2009  | 
    Hægt gengur að 
	gangsetja Touched by Life – bókargerð
		Margt er í krókum sem teljast til tafar 
		- en tekst þó að mjakast - 
		og öll munu kurlin svo komast til grafar 
		og kolagerð takast. 
	 
	 | 
  
	
    | 
	(270) 
	31. maí 2009  | 
    Nafngiftardagur Emblu 
	Júlíu Mjallar
		Upplitið djarflegt og augun skýr, 
		ákveðin, einlæg og snjöll - 
		ævin þér verði ljúft ævintýr 
		Embla Júlía Mjöll.  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(269) 
	17. maí 2009  | 
    Sunnudagur  - Þjóðhátíðardagur Norðmanna - sem fengu gull á Júróvisjón í gær 
	
		Halló Noregur - og til hamingju með Eurovision !!!!!!!!!!!!!! 
	Í logni og óvanalega hlýju veðri 
	hugsum við hlýlega til frænda okkar í Noregi. Við sendum þeim hátíðarkveðjur 
	í tilefni dagsins - og hamingjuóskir í tilefni sigursins í Júróvisjón í gær.
	 
	Okkar frábæra Jóhanna söng okkur 
	Íslendinga upp í annað sæti - en vegna fjárhagsstöðu landsins erum við 
	einnig þakklát Norðmönnum að vera í fyrsta sæti með glæsibrag og taka þannig 
	að sér þann útgjaldabikar að halda hátíðina næsta ár. 
	
	
	  
	    Lognið glampi glæinn, 
	      gleðin fylli bæ, 
	      sólarsunnudaginn: 
        sautjánda í maí. 
	   
		    Bestu hátíðakveðjur!  | 
  
	
    | 
	(268) 
	14. október 2008  | 
    Böðvar Bjarki 
	1962
		Tafarlaust er tímans mikla spil 
		- tapast grönd og slemmur eru unnar. Við sendum bjartar bestu kveðjur til Bjarka og til allrar fjölskyldunnar. 
		 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(267) 
	12. sept. 2008  | 
    Ólafur Freyr 
	1959 
	
		Efldu þína léttu lund 
		lífs er skammvinn saga  
		eigðu marga unaðsstund, 
		yndislega daga.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(266) 
	20. júní 2008 
	  | 
    Berta Rögn fjögurra ára
		Hoppar glöð á hæl og tá  
		hefur viljann klára  
		einarðleg með bros á brá:  
		Berta - fjögra ára. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(265) 
	14. júní 2008  | 
    Lind útskrifast sem leikskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands
		Leikskólann muntu laga 
		lipur og glögg og skýr - 
		eigðu um alla daga 
		yndisleg ævintýr. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(264) 
	8. júní 2008   | 
    Til Freyju Rúnar
		Strýkur blærinn blómarósirnar 
		- blæs þó hraðar lífsins gangur ær - 
		héðan koma heillaóskirnar: 
		til hamingju með daginn þinn - í gær. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(263) 
	29. maí 2008  | 
    Suðurlandsskjálfti 6,4 á Richter- kl. 15:45 
	 
	- en þá vorum við raunar 
	þrír í
	
	Esjugöngu og fundum ekki fyrir neinu. 
		Ærir það kálfa 
		ærir það álfa 
		ærir oss sjálfa 
		æ þegar jörð fer að skjálfa. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(262) 
	26. maí 2008   | 
    
	
		Rekkar sem að rak í nauðir 
		reynast hljóðari 
		þeir sem ekki eru dauðir 
		eru fróðari. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(261) 
	9. mars 2008  | 
    Gestabókin í 
	Þórsmörk var svo fullskrifuð að nöfn okkar tróðust á öftustu kápusíðu:
		Margur hingað innúr ók 
		- átti stundu hlýja: 
		það er ljóst að þessa bók 
		þarf að endurnýja. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(260) 
	3. mars 2008  | 
    Bjarni 66
		Aldurstalan ætíð vex 
		- eldumst báðir saman - 
		þín er orðin sex og sex 
		sem er bara gaman. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(259) 
	2. febrúar 2008  
	  | 
    
	
	Afmælisveisla á nýja heimilinu
		Húsmóðirin, hún er smört, 
		hefur veislu klára. 
		Hjartans óskir! Arna Björt, 
		orðin nítján ára. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(258) 
	24. janúar 2008   | 
    
	
		Eins og spuna furðuflug 
		úr föstum skorðum 
		er að hitta eigin hug 
		í annars orðum. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(257) 
	17. janúar 2008    | 
    Hjá mömmu - sem er lífsglöð og lagin 
	til hugar og handa
		Guðrún hefur glaða brún 
		- glettin nýtur lagsins - 
		opnum huga eygir hún 
		yndisleika dagsins. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(256) 
	12. október 2007    | 
    
	 Til Vikars: 
	
		Afmæli á eilífð hvers 
		er sem tímans bryggja: 
		sigldu glaður, sæll og hress, 
		sextíu og þriggja.  
	 
	 | 
  
  	
    | 
	(255) 
	1. ágúst 2007    | 
    
	Hjá Stellu Guðmundsdóttur í Heydölum:
		Heydalina höfum gist 
		- hér kom ferðasella - 
		eftir þessa yndisvist: 
		- ástarþakkir, Stella! 
	 
	 | 
  	
  
    | 
	(254) 
	29. júlí 2007  | 
    
	 Minjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti við Patreksfjörð: 
	
		Kemur fjöldinn forvitinn 
		- fagnar gömlu dóti - 
		margan fornan fróðleikinn 
		fundum við á Hnjóti. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(253) 
	24. júlí 2007  | 
    
	 Eftir vikudvöl í Kerlingarfjöllum  
	fengu ráðskonur 
	staðarins þessa þakkarkveðju sem syngja skal við sama lag og 
	Bjarnastaðabeljurnar: 
	
		Kerlufjallakonurnar 
		þær kokka mikið núna 
		ýmsa rétti einfalda 
		og aðra mikið snúna 
		Þær efla okkur öll 
		þær gleðja okkur öll 
		sem komum í Kerlingarfjöll. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(252) 
	27. júní 2007  | 
    
	 Í tilefni dagsins 
	
		Sunnan-andinn sólblíður 
		seiðir kul úr gjósti 
		- hérna færðu, Hólmfríður, 
		heillaósk í pósti. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	
	(247-251) 
	7. júní 2007  | 
    
	  Heitt - eða hlýtt? 
	
		Þann 7.6.2007, skrifaði Høgni Egilsson: 
		Blessaður.-... - Hér úti er ekstra-sumar og 30 gráður.  
		Heldurðu að það sé heitara í helvíti? Kær kveðja - Högni 
		Þegar spurt er þess hve hlýtt 
		þegnum býðst í neðra 
		er þess von að enn sé nýtt 
		íþrótt vorra feðra: 
		 
		Sífellt föðurmyndin mín 
		mælti ósköp fegin: 
		striplið yrði Péturs pín 
		Paradísarmegin. 
		 
		Eftir lífsins erilstreð 
		allur hyrfi bagi 
		kæmist hann í kofa með 
		kyndingu í lagi. 
		 
		Ylnum fagnar í sitt vé 
		- aldrei of af hlýju - 
		þótt í gráðum þá hún sé 
		þrjátíu og níu. 
		 
		Kannski missir kölski ró 
		klökkva með og volum - 
		en ég vona að hann þó 
		eigi nóg af kolum. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(246) 
	5. feb. 2007  | 
    
	  Til Harðar Zóphaníassonar fyrir ljóðabók hans Vísnagaman og vísnamál 
	 
	sem hann gaf mér laugardaginn 3. febrúar.  
	Yfirleitt blaða ég og les svo ljóð 
	og ljóð í ljóðabókum en þessa bók las ég langtímum.   
	
		Hörður! Þakka þína bók: 
		þessi ljóð til manna, 
		hvernig vægi hvert eitt jók 
		hversdagsatvikanna.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(245) 
	27. des. 2006    | 
    
	 Opnun nýrrar 
	gestabókar Irmu 
	
		Gestabókin góða er 
		gleðispegill tímanna: 
		það sem hugum birtu ber 
		blikar meðal rímanna.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(244) 20. des. 2006  | 
     Magnea Lillý Friðgeirsdóttir      stúdent  
      
        Fjölskylduliljan, ljúfa, snjalla, 
          leiftrandi augun snör - 
          Magnea Lillý - ævina alla  
        eigirðu góða för. 
      | 
  
  
    | 
	(243) 
	20. des. 2006  | 
    
	  Um þessar mundir er 
	Framsóknarflokkurinn níræður.  
	Hann hefur rýrnað bæði að atkvæðahlutdeild, 
	fjölda kjörinna fulltrúa og tiltrú kjósenda.  
	Í Reykjavík er þó kominn til 
	stjórnunarstarfa síðasti Móhíkaninn sem raðar vinum og pólitískum samherjum 
	á jötuna.   
	Það nefna sumir afturgengna háttsemi. 
	
		Aftur gengur frammaranna far 
		-
		forni tónninn þekkir stillinguna: 
		nýr og stæltur stjóri Framsóknar 
		sterkur kemur inn í spillinguna. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(242) 
	14. des. 2006  | 
    
	 Hugleiðing 
	
		Manna sjóð til silfurs tel: 
		sá er þjóðar hella 
		sem er góður, gerir vel, 
		gengur hljóður ella.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(241) 
	7. desember 2006  | 
    
	  Þekkt er sú 
	skemmtan að raða orðum upp á óvanalegan máta  
	svo venjuleg merking þeirra búi 
	til nýja liti í huga heyrandans - eða lesanda ljóðsins.  
	Oft er hljómurinn 
	svo raunveruleikalíkur að menn villast á honum og heiminum. 
	
		Tjáning hvers orðs míns í orðanna öruggu röð 
		útmálar fyrir þér hug minn um veraldar keröld, 
		- uppstokkuð verða þau óður á endastöð 
		sem aðeins er til inní hugarins sérstæðu veröld. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(240) 
	30. nóv. 2006  
	  | 
    
	 Í gestabók GGí 
	
		Mömmu höfum við hressta 
		það heitir hjá sonunum 
		með óskir um allt hið besta 
		einnig frá konunum. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(239) 23. nóv. 2006  | 
    
	 Í gestabók GGí 
	
		Sitjum við hérna saman 
		synir og móðir vor 
		spjöllum og gerum gaman - 
		gæfan á fjölmörg spor.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(238) 
	3. nóv. 2006  | 
    
	  Til Guðrúnar 
	Gísladóttur  
	sem 30. október árið 1940 giftist Pétri Sumarliðasyni á 61. 
	afmælisdegi Aðalbjargar Jakobsdóttur. 
	
		Til þess þér að glæða bros og gleðja  
		svo glitri fornar minningar í huga þér  
		þá kemur hérna til þín tölvukveðja  
		í tilefni af 30. október.  
	 
	 | 
  
  
    
      
	(+1 
		bætist við 707)
		8. 
		sept.  
		2006  | 
    
       Leynivopnið Gunnar 
		Tengdadóttir mín, Gunnur Elísa gerði mér magnað þéttheklað ullarbrekán 
		sem frábært hefur verið að grípa til. Svo reyndist í Nýjadal í 
		haustferðinni á Kárahnúka þegar hávaðarok var á og hellirigning 
		næturlangt.  
		Þessi varð morgunvísan: 
		
			Rjúki fold við reginstig 
			og rofni himins brunnar 
			þá er ljúft að leggj´á sig  
			leynivopnið Gunnar. 
		 
	 | 
  
  
    | 
	
	(237) 
	2. 
	júlí 2006  | 
    
	
	Þórsmerkurferð með Högna Egilssyni 
	Mosabjört var 
	grænbreiðan fram undan Eyjafjallajökli    
	
		
		Undrafjall með ísaskart 
		efsta skýið greiðir - 
		meðan landið mosabjart 
		mjúkan faðminn breiðir. 
		  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(236) 
	30. mars 2006   | 
    Í gestabók hjá GGí:
		Engu ætla eg að lýsa 
		eða leita svars 
		því var samin þessi vísa 
		30. mars.  
	 
	 | 
  
	
    | 
	(235) 
	23. mars 2006  | 
    Í gestabók hjá GGí:
		Þetta á að verða vísa 
		- veit þó ekki enn um hvað - 
		Nú er víst að koma krísa, 
		- kannski best að geyma það. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(234) 
	19.janúar 2006  
	  | 
    Við kveðjuathöfn í Langholtskirkju um Jónu Jakobínu Jónsdóttur frá Vogum við 
	Mývatn.  
	Útförin gerð nyrðra þann 20. janúar.
		Minnisdagar rifjast rósóttir - rennur fylking undir áratogum - Jóna Jakobína Jónsdóttir, ég var hjá þér forðum útí Vogum.  
	 | 
  
  
    | 
	(233) 
	21. nóv. 2005  | 
     Við útför Sigurðar E. 
	Þorkelssonar, skólastjóra og skákmanns
		Hugurinn er þýður þótt þeysi minnisfákar: Siggi Þorkels hefur hljótt, hlustar, brosir, skákar. 
		 
	 | 
  
  
    | 
	(232) 
	21.-23. okt. 2005  | 
    Við Köldukvísl við 
	Svarthöfða - á 
	suðurleið 
	úr Vonarskarði:
		Mörg hefur lítil lænupísl lagt oss gildru snúna 
		-  ósköp var þó Kaldakvísl kurteis okkur núna.  
	 | 
  
  
    | 
	(231) 
	29. sept. 2005 
	  | 
    Á teppi handa Bertu Rögn
		Undur heimsins horfir á  hlý og björt í sinni. Með sitt glaða bros á brá breytir veröldinni.  
	 | 
  
  
    | 
	(230) 29. ágúst 2005  | 
    Til Lindar 
      
        Til þín brosir veröld víð  
		- veitt er skyr og rjómi! 
        Um þig leiki alla tíð 
        ævintýraljómi. 
         
  | 
  
  
    | 
	(229) 
	5. ágúst 2005  | 
     Ágúst Örn 11 ára
		Vakna, 
	klæðast, brosa breitt, byrja, gera, klára, öllum störfum annar greitt Ágúst - ellef' ára.  
	 | 
  
  
    | 
	(228) 
	24. ágúst 2005  | 
    Félag kennara á eftirlaunum fór sumarferð
	 
	frá Akureyri í Fjörður og 
	Flateyjardal og naut kvöldverðar í Grenivík.  
	Þar var á boðstólum vín með 
	matnum sem varð tilefni eftirfarandi endurtekningar á vísunni frá 26. ágúst 2000:
		Vín ég þigg með þessum bita - það er sosum ekkert aððí  utan það sem allir vita: eg verð bara fullur afðí.
		 
		 
	  
	 | 
  
  
    | 
	(226-227) 
	3. júní 2005  | 
     Við útför Björns A. 
	Kristjánssonar, múrarameistara
		Fjöldamörgum lagði lið - lét sér annt um vini - bestu kveðjur berum við Birni Kristjánssyni. 
	 
	Bjarni Ólafsson sat við hlið okkar og þá tengdist Ólafur Jónsson Birni í 
	huganum  
	- svo sem var forðum í félags- og bæjarmálum: 
	
		Fengu oft að öðrum hlúð - almenningsins vörn - ríma tveir í innstu úð: Ólafur og Björn.
		
		 
	 
	 | 
  
  
    
      (+1) 
		leggst við 700)25. maí 
		2005  | 
    
      
      Berta Rögn - að lenda
		Dásamlegu dularmögn 
		dömu geyma fína 
		bráðum kemur Berta Rögn 
		beina leið frá Kína. 
		 
	 | 
  
  
    (+1) 
      Leggst við 837 
       
      3. maí 
    2005  | 
	  Ekki sjálfgefið 
    
        
          Esjan er ekki fögur 
            og Esjan er ekki ljót - 
            kærfinning mjó og mögur 
            mótast við hjartarót. 
           
         
     | 
  
  
    | 
	(225) 
	2. des. 2004  | 
     Við útför Gísla Friðriks 
	Þórissonar
		Minningin, ljúf sem í ljóði, ljómar þinn gengna stig. Óvænt var gullvagninn góði 
		 gerður að sækja þig.  
	 | 
  
  
    | 
	
	
	(220-224) 
	17. 
	október 2004  | 
    
	Morgunn í Jökulheimum
	
	 
	
	
	  
	Músaðu á myndina til að sjá þær allar úr ferðinni. 
	
		Jökulheimahúsið er 
		hlýr og traustur skúti 
		hvort sem lægð um loftin fer 
		eða logn er úti. 
		 
		Hvít er iðan - hvert sem sný - 
		hvín við ramman slaginn - 
		gamla húsið grillir í 
		glaðabjartan daginn. 
		 
		Líður vel við ljúfan yl 
		leiðangri sem er’ðar 
		- samt er kominn tími til 
		að tygja sig til ferðar. 
		 
		Ævintýrið á sér stað 
		og þá bætir haginn 
		lífsins góða gaman - að 
		geta tekið slaginn. 
		 
		Veðrið blint er firna fól 
		- feykir vindur hvessinn - 
		þá er gripið tækni tól: 
		treyst á gps-inn. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(215-2019)  11. ág. 2004  | 
    Hva blev ideen til? 
      
        Det var engang en tanke 
          - ide, et bud til ven, 
          men ordets skröbe-skranke 
          beskrive kunne ei den. 
           
        Dog var der orde andre 
        som en da fikk i sving 
        - ideen ville vandre 
        - der vandret nogen ting.         
        Og vennens örer vifter 
          han vet: nå kommer ord. 
          Han ordets innhold sifter 
        ved ordets eget bord.  
        Hvert ord med idebiter 
          skal inn i dette spil. 
          Hans hjerte ljuvt påliter 
          hvad laget hjernen til.  
        Ideen, der opdukket 
          og drev til ordespil - 
          er denne derved slukket? 
          Det spörs: Hvad ble den til?   
                  * * *   | 
  
  
    | 
	(214) 
	Júní 
	2004  | 
    MR59 mótar stefnuna 
	- fyrsta miðvikudag í mánuði frá september 
	2004
		Finnumst aftur, félagar, 
		fögnum glöð í lundu  
		meðan okkar forna far 
		fléttar ögurstundu. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(213) 
	2.-4. jan. 2004  | 
    Í Fiskinesi 
	 Gistum við Pétur Örn hjá Þóri Hauki Einarssyni og Lilju Sigrúnu Jónsdóttur í Fiskinesi 
	við Drangsnes. Sigrún sýndi mér listaverk sem hún hafði unnið í námi og var 
	myndskreytt ævintýri frá umhverfi Fiskiness. Bæði þessi kvöld hófust seint - 
	því við fórum úr Reykjavík fyrra kvöldið en frá Ísafirði það 
	síðara. Við sátum því saman svo sem einn sjávarfallstíma: 
	
		Er sem nemi kynjakall, klettamyndir lesi, meðan sit eitt sjávarfall, sæll í Fiskinesi. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(212) 
	18. des. 2003  | 
    
		Helgarvetur! Skreppum skjót, skoðum ísalinginn, Merkurár og Markarfljót: Merkurvatnahringinn! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(211) 
	4. okt. 2003   | 
    
	
		Gott er stef með góðu rími - 
		gæða fólk og góðir fundir, 
		góður dagur, góður tími, 
		góðir vinir, góðar stundir. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(210) 
	14. des. 2002   | 
    
	
		Ísland - þar sem allir hugsa sitt - og er menn standa frammi fyrir vanda veit hver og einn að arfa-rangt er hitt! 
		Aðeins ég á réttu hef að standa! 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(209) 
	10. júlí 2002  | 
    
		Ókum hingað árvökul og í tákn var lesið: leiðin upp á Langjökul lá um Skálpanesið. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(208) 
	25. ágúst 2001  | 
    Hjá Irmu:
	
      
      
		Eru komnir ungir tveir og með bros á hvarmi: Það er Ágúst Örn og þeir Alexander Bjarmi.  
	 | 
  
  
    | 
	(203-207) 
	Sumarferðin 2001  | 
    um Norð-Austurlandið 
	 
	4.-5. ágúst 2001:  
	Í gestabók Réttarkots - en það hús reyndist langtum glæsilegra en kot-nafnið 
	gefur til kynna:
		Fagnar lúi ferðasveins fínu Réttarkoti gistir seint í öðru eins úrvals glæsisloti. 
	 
	6.-7. ágúst 2001 í gestabók í Ytralóni:
	  
	
		Hver sem þetta lúinn les lyfti huga glaður: Ytralón við Langanes er ljúfur gististaður.
		
		 
	 
	10.-11. ágúst 2001- í gestabók Sigurðarskála í Kverkfjöllum:  Húsverðir voru þær Rakel og Sirra. Stæld hrynjandi Jóns Helgasonar í 
	Áföngum: 
	
		Kverkfjallavættir kyrja: Hæ! kalla á fætur lýði. Litríkt er hvolf um lognsins bæ laugar nú sólin gríði. Sumarið veitir blíðan blæ bljúgur er andinn þýði. Rakel og Sirra sitji æ Sigurðarhús með prýði. 
	 
	10. ágúst  2001- í Sænautaseli:  
	Það eru hjónin Björn Hallur og Lilja sem sinna ferðamönnum í 
	Sænautaseli. Heitar lummur eru lostæti staðarins: 
	
		Bóndinn í Sænautaseli segir okkur af kúnni. Allt er á hverfanda hveli - hvar má nú leita að frúnni? 
		 Í Sænautaseli er næði  og sætt fyrir þá sem vilja og lummurnar bjóða þau bæði Bjössi Hallur og Lilja.  
	 | 
  
  
    | 
	(202) 
	27. júní 2001  | 
    Hólmfríður Þórisdóttir - fertug 
      
		Fríða - með sinn innri eld alla vefur hlýju og er núna - að ég held - orðin 40.  
	 | 
  
  
    | 
	(201) 
	21. júní 2001  | 
    Aðalbjörg Eir Endurnýjar 
	skírnarheitið  
      Veisla í Haukahúsinu á Ásvöllum 24. júní 2001
	
      
      
		Glöð og broshýr, fim og fjörg fari lífs á degi okkar snjalla Aðalbjörg Eir um gæfuvegi.  
	 | 
  
  
    | 
	(200) 
	Maí 2001  | 
    Katrín Valgerður útskrifast úr
      Listaháskólanum 
      
      
		Legg ótrauð á lífsins stig, listin bætir haginn. Heill og gæfa heiðri þig! Til hamingju með daginn!  
	 | 
  
  
    | 
	(199) 
	29. apríl 2001  | 
    Guðrún Andrea fermd
	
      
      
		Signir daginn sól á sprangi um Selfossbæinn og við óskum að þér gangi allt í haginn.  
	 | 
  
  
    | 
	(198) 
	8.04.2001  | 
    Leifur Ingi Vilhelmsson fermdur
	
      
      
		Sindrar land í sólarkossi - signd er okkar ósk og von: ljúft og milt þér lukkan hossi, Leifur Ingi Vilhelmsson.  
	 | 
  
  
    | 
	(197) 
	8.04.2001  | 
    Assa Ósk fermd:
	
	
	
		Yndisveröld augað sér - allt fer þér í haginn. hamingju við óskum þér, Assa 
		Ósk, með daginn.  
	 | 
  
  
    | 
	
	 (193-196) 
	
	20.01.2001  | 
    Hvatningarvísur 
	
		Eitt er gott um allan veg  
		og sem aldrei bilar:  
		úthaldsþrjóskan elskuleg  
		árangrinum skilar.  
		Vinnur áfram - veist að senn  
		verkið klárast - undan brunar -  
		þá er ljóst að þú ert enn   
		þrjóskari en sjálfið grunar.  
		Tökum þétt í tímans hramm  
		tálmar undan hníga  
		eina leiðin liggur fram  
		- lát ei undan síga.  
		Vart þó hafi tíma tímt  
		og trufli kvíðinn ærni  
		verkefnin sem við er glímt  
		veita snilld og færni.  
	 
	 | 
  
  
    | 
	(192) 
	20.01.2001  | 
    Árangursdraumur kennarans um 
	nemandann er svona: 
	
		Líða dagar, líða ár, 
		líða sérhver sinni: 
		vertu alla ævi klár 
		eftir okkar kynni. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(191) 
	15.01.2001  | 
    Í gestabók hjá GGí
	
      
      
		Þú sem lítur þennan stað því mátt yfir lýsa að hér finnist fest á blað fremur ódýr vísa.  
	 | 
  
  
    | 
	(186-190) 
	4. janúar 2001  | 
     Kveðja við fráfall Svövu 
	Jónsdóttur á Snælandi.   
	Svava var frá Geitavík í Borgarfirði eystri. Hennar maður var Halldór 
	Pétursson, rithöfundur, fæddur og upp alinn á Héraði. Hann starfaði hjá 
	Iðju, félagi verksmiðjufólks, og síðar lengi hjá Kópavogshreppi og 
	Kópavogskaupstað. Bræðurnir Halldór og Runólfur reistu húsið sem þá hét 
	Snæland 2 árið 1947 en Runólfur var þá annar bóndinn á Snælandi við Nýbýlaveg í 
	Kópavogi. 
	
	Árið 1967 fluttum við hjónin inn í austurendann - þar sem 
	Runólfur áður bjó. Halldór og Svava bjuggu hinum megin í húsinu en hljóðbært þil 
	skilur húsið í tvær íbúðir. Við vorum því hvor um sig - fyrir handan. 
	Halldór féll frá tíu árum fyrr.  
	
		Snæland geymdi mannamót 
		mörg var gestablandan 
		er Héraðsbur og borgfirsk snót 
		bjuggu fyrir handan. 
		Undangenginn áratug 
		áttu hvort sinn veginn 
		hittast nú við brautarbug 
		að búa hinum megin. 
		Halldór alheim er að þvo 
		í óði sólarlagsins - 
		hefur gullvagn sendan svo 
		Svava njóti dagsins. 
		Halldór kallar hátíð þá 
		hóar vinum snjöllum 
		Svava veislu annast á 
		Iða- grænum völlum. 
		Nú er kominn tími til 
		að tala, brosa, fagna! 
		- 
		Þökkum gott við gamalt þil. 
		GÓP og Ragna. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(185) 
	25. sept. 2000
	
      
      
	 
	   | 
    
      Irma Geirsson áttræð - 
		sjá hér
		Ævihafið yfir fer 
		eilíf tímans gára:  
		Irma Geirsson orðin er 
		áttatíu ára.  
		 
	 | 
  
  
    | 
	(184) 
	26. ágúst 2000
	
      
      
      | 
    
      
		Nú er frændaflokkur glaður - fínt er vín sem konan lagðí víst er það þó verst að maður verður bara fullur afðí.  
	 | 
  
  
    | 
	(183) 
	27. ágúst 2000  | 
    Skírður Friðrik Óli
      Kristinsson og Guðbjargar 
      
      
		Eigðu ráð og úrlausnir æ á friðarstóli. Heila ævi hafðu byr. Heill þér, Friðrik Óli!  
	 | 
  
  
    | 
	(176-182) 
	18. júlí 2000  | 
    
      Þórsmörk 
		Texti: GÓP - 18. júlí 2000 
		Gaeliskt þjóðlag: - Cat Stevens/Morning has broken
		Þórsmörk er alveg einmuna staður 
		ymur þar galdur árið um kring. 
		Þar kem ég bjartur, þar kem ég glaður, 
		þar kem ég hljóður - og þar ég syng. 
		Jökullinn Mýrdals, jökullinn Eyja 
		Joldustein kalla útvörðinn sinn. 
		Tilkomumikil Tindafjöll hneigja 
		tindrar í sólu hvíthaddurinn. 
		Markarfljót dunar, mylur á eyrum 
		mynnist við Þröngá - óma þar gil, 
		áfram þær renna, eiga með fleirum 
		átakafundi: Krossá er til! 
		Hérna er Mörkin, hérna er friður, 
		hérna er bunulækurinn tær, 
		fljótanna niður, fuglanna kliður - 
		fannhvítur jökull blikandi skær. 
		Sólbráðin iðar, ólgar og æðir 
		ofan í iður og út um tær 
		safnast í strauma síðan hún flæðir 
		- sér þá ei lengur að hún var snær. 
		Veðursæld ríkir árið á enda 
		áveðrin kyrrir jöklanna skjól. 
		Byljir og hret á björgunum lenda. 
		Blíðasta ró um dali og hól. 
		Ársólin glóir, glampar á viðinn, 
		gliti á vatnaspegilinn slær: 
		Hér á ég tímann, hér á ég friðinn, 
		hér er mér opin Þórsmörkin kær. 
		 
	 | 
  
  
    | 
	(156-175) 
	22.-23. janúar 2000  
	 
	Myndirnar 
	eru 
	
	
	HÉR !!  | 
    Myndatextar í 
	
	Þórsmerkurferð
	
	
		Ókum austur veðravor 
		- vildum finna björkina. 
		Víða lagði vatnaspor 
		vetrarferð í Mörkina. 
		
		
		  
		Ljúf er veröld, logn er á, 
		léttur er´ann Blesi - 
		engar fannir er að sjá 
		inní Langanesi. 
		
		
		  
		Jóni Agli af er sagt: 
		á sinn gleðipinkil. 
		Hann til gamans hefur lagt 
		höfuðið í vinkil. 
		
		
		  
		Stakkholtsgjá á hægri hönd 
		horfum fram á Stakkinn. 
		Handan ganga Goðalönd, 
		gegnt þeim: Stangarslakkinn.  
		
		
		  
		Krossá umdi ljúflingslag 
		létt var því að finna vöð 
		ákváðum þann eina dag 
		yfirferð í hliðar-röð. 
		
		
		  
		Ekki verður öllum kalt 
		er á snjónum lenda -  
		eftirvænting eflir allt 
		inn við Stóra-Enda. 
		
		
		  
		Angar sýnast - eins og hér -  
		orðnir rótabenda -  
		Jóni Agli - eins og mér -  
		inní Stóra-Enda. 
		
		
		  
		Brekkurnar til beggja handa 
		- bratt er undir hamraþili - 
		Þórir og hann Óli standa 
		yfir Litla-Enda-gili. 
		
		
		  
		Ef ég mætti óskir senda 
		einni mundi þannig haga: 
		Steinboginn í Stóra-Enda 
		standi alla mína daga.  
		
		
		Myndirnar eu HÉR !! 
	 
	 | 
  
  
    
		
		
		 
		
		Hér er þessi mikla mynd. 
		Merkilega gaman 
		er að finna fjall og tind: 
		fjórar myndir saman! 
	 | 
  
	
    | 
	
	* 
	Myndirnar 
	eru 
	
	
	HÉR !! 
	   | 
    
		
			
			 
			Sigmundur er ætíð snar öruggur við stýri - 
			 Merkurferðin veit ég var vatnaævintýri. 
			
			  
			Allt er hér með einum blæ og af léttum toga útí logni, útí snæ eldaskíðin loga. 
			
			  
			Ellefu hún orðin er og á degi nýjum - Eggjarnar í blámann ber. Blikar sól í skýjum. 
			
			  
			Er sem stefni allir á 
			 Einhyrning - með spjótið! Yfir fara þurfum þá þunga Markarfljótið. 
			
			  
			Margur gleðigaukur hló gaman er á völlunum - 
			 og má líta ögn af snjó uppá Tindafjöllunum. 
			
			
			Myndirnar eru HÉR !! 
		 
	 | 
  
  
    
		
		
		 
		
		Markarfljót á aurum er 
		oft með þungum hætti 
		- sá sem ugg í brjósti ber 
		björgulegri þætti. 
	 | 
  
	
    | 
	
	* 
	Myndirnar 
	eru 
	
	
	HÉR !!  | 
    
		
			
			 
			Hvernig var nú vistin þeim vinum sem hér dvöldu innfrá fyrir öldum tveim í árferði köldu? 
			
			  
			Þið sem eruð allir hér ævintýri hljótið af því að nú ætlum vér yfir Markarfljótið. 
			
			  
			Myndatökumaðurinn má í engu slaka: strax er fundinn staðurinn - stokkið svo - að taka. 
			
			  
			Yfir skafli er eitt ský - einhver grasapjatla - þar sem fossinn fellur í fagurgerða Katla. 
			
			  
			Göngum við á Gunnarsstein - gamall bálkur vísar. Rangá af sér ryður ein: - rosalegir ísar. 
			
			
			Myndirnar eu HÉR !! 
		 
	 | 
  
  
    | 
	(155) 
	Desember 1999  | 
    Jól - opnun nýrrar gestabókar 
	hjá GGí:
		Allt sem tíminn yfir ók 
		er í minnislundi: 
		geymir þessi gestabók 
		góðra vina fundi. 
	 
	 | 
  
  
    | 
	(154) 
	21. júní 1999  | 
    Árnaðaróskir:
	
      
      
		Fallegt hús á fornu býli fullt með borð og stóla. Ást og hlýja ætíð skýli æsku Smáraskóla.  
	 | 
  
  
    | 
	(152-153) 
	Maí 1999  | 
    Unimog 4004 auglýstur - og seldur:
	
      
       Fyrst var hann auglýstur: 
      
		Stærstu tegund á ég af Unimog til sölu. Ók þó færi allt á kaf - og í veðri svölu. 
	 
      Síðan var hann seldur. Hann hafði verið kynntur á
      vefsíðunni svo þar þurfti að setja upp tilkynningu um að hann væri
      seldur: 
      
		Upplýsingar yður flyt: Unimog er seldur. Ekur bráðum - og á vit ævintýra heldur.  
	 | 
  
  
    | 
      (151) 
      Ágúst 1998  | 
    
      Þorgeir Þorgeirson, 
	kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur, ritar nafn sitt með aðeins einu s-i. 
	Þar um hefur hann átt í nokkru stappi við staðlastjóra Hagstofu Íslands
		
			Þorgeir hefur þennan sið - það menn gerir 
		hlessa: neitar hann að notast við nema annað essa.  
		 
	 | 
  
  
    | 
      (150) 
      
      28. júní 1998 
      
		Sjá (709)  | 
    
      Ragna Freyja Gamalíelsdóttir 80 ára - 
		Ævifleyið áfram ber eilíf tímans gára: Ragna Freyja orðin er áttatíu ára.  
	 | 
  
  
    | 
      (149) 
      Annað gildismat  | 
    
      Annað gildismat
        - Þegar kaupmaðurinn missti konuna sína fór hann að endurmeta
          stöðuna. Verslunin gekk vel, húsið hans var stórt og nýtt og
          einkasonurinn var vel giftur og þau áttu tvö yndisleg börn. Hann
          ákvað að gera þeim vel. Hann eftirlét syninum verslunina fyrir
          málamyndagreiðslu sem aldrei var raunar innt af hendi og hann bauð
          þeim báðar hæðir hússins en flutti sjálfur upp í tvö herbergi
          í risinu. Þau voru hjartanlega þakklát og gleðin geislaði af
          þeim.
 
        - Þegar árin liðu varð þessi tilvera æ hversdagslegri og þar
          kom að gamla manninum fannst veruleg breyting orðin á viðmóti
          sonar síns og fjölskyldu hans í sinn garð. Það var orðið engu
          líkara en þeim þætti hann vera orðinn eins og niðursetningur á
          heimili þeirra. Þetta féll honum afar þungt.
 
       
      Hann ræddi þetta stundum í trúnaði við fornvin sinn sem þótti
      hér komið í vont efni. Eitt sinn þegar þeir hittust sagði vinurinn
      að þeir skyldu taka til sinna ráða. Hann hafði tekið með sér eina
      milljón í peningum og lét gamla kaupmanninn hafa. "Í kvöld kem
      ég í heimsókn til ykkar" sagði hann. "Ég þekki son þinn
      vel og hann er vel stæður. Þegar við höfum allir spjallað saman
      stutta stund þá ber ég upp erindið sem er á þann veg að ég eigi í
      skammtíma erfiðleikum með fjármögnun og bráðvanti eina milljón
      strax. Það mun sjálfsagt standa í syni þínum að verða við þeirri
      málaleitan að lána mér þá peninga. Þegar það er sýnilega komið
      í þrot þá skalt þú koma hógværlega til skjalanna og bjóðast til
      að lána mér upphæðina. Eftir viðeigandi gleði mína skaltu fara upp
      til þín og dvelja þar dálitla stund en koma svo aftur niður og láta
      mig hafa þessa peninga." 
      Þetta gekk nú eftir. Vinurinn kom í heimsókn og fór fram á
      skammtímalán sem sonurinn sá engin ráð til að verða við. Gamli
      kaupmaðurinn kom þá til skjalanna og sótti upp í herbergið sitt eina
      milljón í peningum sem hann lét vininn hafa. 
      Eftir þetta gerbreyttist viðhorf sonarins og eiginkonu hans til gamla
      mannsins og nú var eins og hann væri aftur orðinn dýrmætur hluti
      fjölskyldunnar. Þegar hann dó flýttu þau hjónin sér að kanna
      herbergið hans nánar. Þar fundu þau ekkert fémætt - aðeins umslag
      sem stílað var til þeirra. Í því var þessi vísa: 
      
        - Ég er farinn allra veg
 
        - - ást og hlýju ykkar finn.
 
        - Okkar tíð var yndisleg -
 
        - einkum seinniparturinn.
 
       
     | 
  
  
    | 
      (148) 
      8. apríl 1998  | 
    
      Aðalbjörg Eir 11 ára
		Árin komi, mæt og mörg, milt ég til þín pára bestu óskir, Aðalbjörg, - orðin ellef' ára.  
	 | 
  
  
    | 
      (147) 
      18. febrúar 1998  | 
    
      Pétur Örn 49 ára
		Töfra bjóða tímans dyr - tökum þátt og hikum eigi - hamingju- og heillabyr hafir þú á nótt sem degi!  
	 | 
  
  
    | 
      (144-146) 
      31. janúar 1998  | 
    
      
      
		Bragi
      Skúlason sextugur. 
		Bragi og Ingunn héldu teiti í Tjarnarbæ við Sauðárkrók þar sem
      komu stórt hundrað manns og stóð fram á nótt. Aftast á síðu
      gestabókarinnar er þessi vísa: 
      
		Pennann minn ég ber á blað - bráðum fer að daga - dýrt ég met að eiga að Ingunni og Braga. 
	   
		5. febrúar 1998 - var gengið frá VHS-spólunni með afmæli Braga.
      Á spólubakinu eru tvær vísur. Önnur segir frá því að í afmæli
      Braga kvaddi sér hljóðs Jón, skólastjóri í Hólum, og kom víða
      við en sagði m.a. að það mætti ráða af göngulagi Braga hvort hann
      væri ánægður með verk sitt: 
		
			Jón í Hólum stakk við staf, sté til árs og daga: gæðastaðal greindi af göngulagi Braga. 
		 
      Með kveðju frá okkur RFr fylgdi þessi
      vísa: 
      
		Hugur veit af vinastað vestan Tröllaskaga bjart er þeim sem eiga að Ingunni og Braga.  
	 | 
  
  
    | 
      (143) 
      21. desember 1997  | 
    
      Þórir Pétur Pétursson skírður
		Vaskur skírður var hann á vetrar-sól-stöðunum - framtíð kemur - fer hann þá fimur á vöðunum.  
	 | 
  
  
    | 
      (142) 
      13. desember 1997  | 
    
      Vísa næsta árs
		Vinda tímans oft er undruð aldrei leitar sátta - nú er komið 
		nítján hundruð níutí'og átta.  
	 | 
  
  
    | 
      (141) 
      1. nóvember 1997  | 
    
       Laugardagur hjá GGí
		Í vari hjá mömmu eigum við eina stund: ofan í hugann seytlar rósemd og friður, æsingur hjaðnar og glæðist hin létta lund og loks verða áhyggjur allra sem dúnn og fiður.  
	 | 
  
  
    | 
      (140) 
      19. okt. 1997  | 
    
      Á Ljósafossi hjá Irmu
		Blikar á bláa strengi blíðan er endalaust tíbrá um teig og engi - tindrandi fagurt haust.  
	 | 
  
  
    | 
      (139) 
      18. október 1997  | 
    
      Í matarboði hjá Freyju og Þóri
		Fölur er skógur og farið að dimma - fléttast um himininn bjarmar í loga - þá komum við hingað á Klapparstíg 5A í kvöldverð af algjörum hátíðatoga.  
	 | 
  
  
    | 
      (138) 
      27. júlí 1997  | 
    
      Í Berlín - Guinnes-gestabók. 
		Þar var 40 tonna gestabók sem stefnt var á að verða heimsmetsbók
      og fá inni í heimsmetabók Guinnes. Þar bættu RFr og Irma nöfnum
      sínum við og þangað fór einnig þessi vísa: 
      
		Sá hér orðum eftir tók á því getur klifað að í Guinnes gestabók GÓP-i hefur skrifað.  
	 | 
  
  
    | 
      (137) 
      
      
      19. júlí 1997  | 
    
      Á Eyrarbakka 
		Gísli Jakobsson og Johanne voru á Eyrarbakka og einnig Signý dóttir
      Jagga og Jon maður hennar. Þar var margt fólk bæði skylt og einnig
      tengt Geirakoti þar sem Gísli var í sveit. - Í gestabók: 
      
		Stundin er flogin með fögnuð í sinni en framtíðin lengi skal minningu vagga um hópinn af fólki sem hérna var inni er hér komu Gísli og Signý hans Jagga.  
	 | 
  
  
    | 
      (136-138) 
      5.-8. júlí 1997   | 
    
      Guðrún Gísladóttir og GÓP í Norðurlandsreisu 
		Við skoðuðum minjasafnið á Akureyri: 
      
		Það er nú ekkert voða, voða með verðlausa hluti fleiri og fleiri, - mér fannst samt ágætt að mæta og skoða Minjasafnið á Akureyri. 
		
		
		 
	   
      Við gistum í Skúlagarði í bjartri og sólríkri hásumarsnóttinni
      og fögrum morgni: 
      
		Þessi veröld er af fegurð full, ég fór hér út í logn og sól og starði - það var morgunstund sem gaf mér gull að geta vaknað upp í Skúlagarði. 
		
		
		 
	   
      GGí færði Safnahúsinu á Húsavík myndir úr fórum Herdísar
      Jakobsdóttur. Úti voru veður mild og inni gekk hugurinn í bland við
      næstliðna öld: 
      
		Veröldin er engu lík - öll með blíðuveður, Safnahús á Húsavík hug og auga gleður. 
		
		
	    
     | 
  
  
    | 
      (135) 
      30. júní 1997  | 
    
      Kveðja til Jóns úr Vör 
		Vísa með bókinni Í erli dægranna til Jóns úr Vör.
      Textinn allur á blaði festu fremst í bókina Í erli dægranna: 
      30. júní 1997 - Atvikin hafa gert mér þá gleði að ég hefi
      kynnst Jóni úr Vör. Á næstliðnum þrjátíu árum áttum við fyrst
      samstarf og síðan góða viðkynningu og hann hefur gefið okkur Rögnu
      Freyju nokkrar ljóðabóka sinna. Þessi atvikaflétta veitir okkur
      kærkomið tækifæri til að færa honum þessa ljóðabók. 
      
		Orðsins jöfur, Jón úr Vör, jafnan höfuð bragsins! Hér í stöfum: 
		Erill ör, und og töfur dagsins. 
		
		
	    
	 | 
  
  
    | 
      (134) 
      27. maí 1997   | 
    
      Jón Sæmundsson 75 ára - vísa í skeyti:
		Léttur - og í lyndi glaður, ljúfur sínum frændum öllum. Heill þér, vin og heiðursmaður! Heill þér, Jón frá Krakavöllum! 
		
		
		  
     | 
  
  
    | 
      (133) 
      27. maí 1997   | 
    
      Við útför Þóru Jóhönnu Jónsdóttur. 
		Þóra starfaði mörg ár með RFr við Sérkennslustöð Kópavogs og
      líka eitt ár sem við vorum öll saman ásamt Karli Jónssyni í
      Hlaðgerðarkoti. 
      
		Langt er nú síðan að ljúfast við kvöddumst. Lýsir enn huganum minningasproti er saman við unnum og saman við glöddumst í Sérkennslustöð og í Hlaðgerðarkoti.  
	 | 
  
  
    | 
      (130-132) 
      21. maí 1997  | 
    
      Íslenski Everest-dagurinn
		Þreyttir - en UPPI! á Everest eftir torfæru-sniðglímur - inntu af höndum afrek mest: Einar og Björn og Hallgrímur. 
		Fýsti að kanna þol og þor þreyja frostið og fjallavindinn klifu æ hærri klettaskor - klifu að lokum upp á tindinn. 
		Þeir hafa klifið Gríðar-Geir - gætilega með færni slynga - . Án þess að ætla - eiga þeir aðdáun allra Íslendinga.  
	 | 
  
  
    | 
      (129) 
      
      
      18. maí 1997  | 
    
      Fermingarsystkini GGí hittast á 100 ára afmæli 
		Eyrarbakkahrepps Liðin eru 63 ár frá fermingardeginum og aðeins eru
      eftirlifandi 8 af 16 eða 17 alls. Samkoman var í Gamla-Læknishúsinu. 
      
		Ennþá vakir æskugaman aftur er ég orðin(n) krakki. Hingað okkur hóar saman 100 ára Eyrarbakki.  
	 | 
  
  
    | 
      (128) 
      12. maí 1997  | 
    
      Svona fæðist staka:
		Hugur nær í niðurlag, 
		nokkrar myndir vaka, svo er málið sveigt í hag: svona fæðist staka!  
	 | 
  
  
    | 
      (124-127) 
      5. og 12. maí 1997  | 
    
       
		Nokkrar veðurvísur 
		
		12. maí - nú tindrar allt - talsvert betra veður: nú er ekki norðan-kalt - nýtt sem skjaldan skeður! 
		6. maí er sól við hnjúk - sindri landið klæðir - þó er bæði frost og fjúk: Fýkur yfir hæðir. 
		 
      5. maí 1997 
      
		Jökulsins blik er í blænum og blikið er næturkalt og enn er'ann svalur af sænum þótt sólskinið ylji allt. 
	   
		þessi vísa var ranglega dagsett þann 6. maí og þegar það
      uppgötvaðist varð þessi til: 
		
			Núna er ég alveg hlessa - ei er tíminn kyrr! Ljóst er að ég orti þessa einum degi fyrr! 
			
			
		  
     | 
  
  
    | 
      (123) 
      22. mars 
      1997  | 
    
      Til Karls Jónssonar. 
		Um traust og lipurt aksturslag Karls Jónssonar - hvað sem á gengur
      og hversu stór sem bíllinn/rútan er. 
      
		Öryggið er ökusiður - eins þó verði ögn að ralla  
		út og suður, upp og niður - enginn ekur á við Kalla.  
	 | 
  
  
    | 
      (122) 
      Mars 1997  | 
    
      Fannst endilega að til þyrfti að vera vísa sem endaði
      á orðunum: Sjoppurnar við styrkjum seinna
		Rennur sól og roðar brúnir rinda hreinna. Sjáum betur, sjáum beinna - sjoppurnar við styrkjum seinna.  
	 | 
  
  
    | 
      (121) 
      Á Skírdag  
		vorið  
	  1997  | 
    
      Gíslavinafélagið fór á Skeiðarársand  í
      einmuna veðri.
		Ánægð, glöð og einnig þreytt, augun eins og stjörnur skinu - Skeiðarförin gekk nú greitt hjá Gíslavinafélaginu.  
	 | 
  
  
    | 
      (120) 
      4. mars 1997  | 
    
      Seinniparturinn er svo ágætur að maður eiginlega
      verður að búa til á hann fyrripart
		Margur afar orðstæltur með andans sáld heitir áður hagmæltur en höfuðskáld.  
	 | 
  
  
    | 
      (119) 
      18. janúar 1997   | 
    
      Á Þórsmörk - vetrarferðin
		Öndin kemst á æðra stig - yndi býr í sinni - hamingjurnar heiðra mig hér á Þórsmörkinni.  
	 | 
  
  
    | 
      (118) 
      16. febrúar 1997   | 
    
      Skírð Þórey Kristinsdóttir Sigursveinssonar
		Snertir alla snótin björt snemma broshýr þóttir þraut að gleði þú færð gjört, Þórey Kristinsdóttir.  
	 | 
  
  
    | 
      (117) 
      5. febrúar 1997   | 
    
      Ásdís Guðjónsdóttir
		Ásdís fertug! - snjöll og börnum blíð og bjarminn hlýr - af Dalbraut færðu ósk um úrvalstíð og ævintýr.  
	 | 
  
  
    | 
      (116) 
      9. des. 1996  | 
    
      Voða-vísur:
		Við mig hefur viljað loða - vart þó talist geti skaði - að ég hefi verið voða veikur fyrir auðu blaði. 
		Í desember er dagur voða dimmur mestanparts en mér væri skemmt að skoða Skeiðará í mars.  
	 | 
  
  
    | 
      (114-115) 
      4. des. 1996  | 
    
      GÓP+GGí+Sigr.Ásm.+Eva í Selfoss-Eyrarbakki-Rvík að
      vitja Sigurðar á Sjúkrahúsinu á Selfossi. Inni á Kaffi Krús:
		Þett'er gott og gamalt hús og gleðina ég með mér ber. Ég er inná Kaffi Krús og kominn fjórði desember. 
		 
		Í Gamla læknishúsinu á Eyrarbakka: (Veðrið hafði verið eindæma
      fagurt) 
		
			Yfir háls og yfir heiði - yfir fjallagoðann - 
			ökum við í óskaleiði inn í morgunroðann.  
	 | 
  
  
    | 
      (113) 
      21. september  
		1996  | 
    
      Við útför Hreiðars Jónssonar bónda í
      Árkvörn (19.01.1918 - 14.09.1996)
		Þegar lít ég þunda jörð þeysa sé ég Hreiðar yfir hæstu himinskörð - hefur tvo til reiðar.  
	 | 
  
  
    | 
      (112) 
      1996  | 
    
      Gleðilegir áfangar!
		Það er alveg yndislegt áfanga að fagna. Ykkur gefist gleðilegt! 
		GÓP og Ragna.  
	 | 
  
  
    | 
      (111) 
      1996  | 
    
      Til Litlu Kaffistofunnar
		Blikar ljós er ber mig nær - börnin staðinn lofa - 
		  hvíldar-unað lúnum ljær 
		  lítil Kaffistofa.  
	 | 
  
  
    | 
      (110) 
      Maí 1996  | 
    
      Við útför Sigríðar Sigurðardóttur
		Afl þitt og orku sóttir í Eyjafjallabrag Sigríður Sigurðardóttir sem við kveðjum í dag - sem ég kveð í dag.  
	 | 
  
  
    | 
      (109) 
      13. apríl 1996   | 
    
      Sigurður Gíslason áttræður
        - Írskt þjóðlag: Wild Rover
 
       
      
		Hann Sigurður Gíslason áttræður er því apríl er kominn og vorið er hér og ömmubörn leiðast í læknisins hús og lyfta hér glösum - þó í þeim sé djús -- 
		 segja: Hæ! hó! Siggi!  * * * hér er veisla og fjör! 
		Hér dokar nú stundin, á stanslausri för.  
	 | 
  
  
    | 
	(106-108)  1996 
      8. júní  | 
    Hotel Lugi Luci - (sent í faxi) 
      Lavinio 
      Italy 
      c/o The Árnesinga-Choir 
      Ragna Freyja Karlsdóttir
      
      Ragna Freyja! 
        Til hamingju með afmælið! 
      
      
        Alls hins besta óskum þér 
          - og með sykr´og rjóma! 
          Engu er líkt að eiga sér 
          afmæli í Róma. 
        Þar er mildur himinn hár, 
          hlýjar stjörnur ljóma 
          og Árnesingakórinn klár 
          kirkjur lætur óma. 
        Yfir höf og yfir sker 
          öndin teygir góma 
          þegar kórinn kveður þér 
          kæran vinarsóma.  
        | 
  
  
    | 
	(103-105)  1996 
      26. apríl  | 
    Bestu kveðjur >> Gunnar Eydal - 
      Cambridge - England
      
      
        Hæ! Gunnar Eydal og Ásgerður! 
          úti á Englajörð - 
          þegar'ðið komið - þá verður 
          þíða við Eyjafjörð. 
        Komið þá heil um hafið blátt 
          - hlaðin vonum og þrá - 
          gangi svo allt í óska-átt 
          með ævintýri á brá. 
        Ísland þá ykkur unað ljær 
          - upp rísa grös og lyng, 
          bjarma á Gjögursbarminn slær: 
          bjart verður sólarhring. 
        | 
  
  
    | 
      (102) 
      3. apríl 
      1996  | 
    
      
		Tifar fjólan fjaðurmild, fjöllin höfuð hneigja, sjá - hér er hún Íris Hild - ássins huldumeyja.  
	 | 
  
  
    | 
      (101) 
      
      
      22. des  
      1995  | 
    
       GÓP, GGí og Sigríður Ásmundsdóttir í
      Eyrarbakka- og Stokkseyrarferð.
		Gerð var ferð af þessum þrim - þokkinn blikar, forni. Morgunskjanna ber á brim bjart á vetrarmorgni.  
	 | 
  
  
    | 
      (100) 
      4. okt  
      1995  | 
    
      Við Ljósafoss
		Þó það virðist vera flaustur veit ég að það er fjarska gott að fara austur fjórða október.  
	 | 
  
  
    | 
      (99) 
      2. sept  
      1995  | 
    
      Samúel Guðmundsson 60
		Fórum við háan fjallaveg í fegursta mánaskini! Myndin er eftirminnileg: margt var um trausta vini með inngripin örugg og elskuleg. Einum af þessu kyni: sextugum kveðju sendi eg Samúel Guðmundssyni  
	 | 
  
  
    | 
      (98) 
		28. ágúst 1995  | 
    
      Á fyrsta kennarafundi í MK
		Kjörin eru orðin skar aurinn upp er urinn þó af öllu verstur var verkfallsárangurinn.  
	 | 
  
  
    | 
      (97) 
      22. ágúst 1995  | 
    
      Sverrir Hilmarsson fertugur.
        - Vinnudagur á Eyrarbakka við að slá upp stillönsum. Til staðar
          eru Sverrir, Steinunn og GÓP.
 
       
      
		Léttur er þinn lipri hæll, leiftra augun hlýju. Alla ævi sértu sæll! Sverrir, fjörutíu.  
	 | 
  
  
    | 
      (96) 
      12. ágúst 1995  | 
    
      Fyrripartur á botn!
		Fer minn óður fyrir bí fremur óhaglega stuðlum þó hún stendur í, stakan ódauðlega.  
	 | 
  
  
    | 
      (95) 
      30. júlí 1995  | 
    
      Í Eyrarbakkaferð
		Enn er heimsókn austur gerð - eflist ættarkraftur við Eyrarbakkaökuferð og í bæinn aftur.  
	 | 
  
  
    | 
      (91-94) 
      22. júlí 1995  | 
    
      Sumarferðin á Njáluslóðir 
		
		Einmuna veður 
		Laugardaginn 22. júlí 1995 í logni og glaða sólskini var haldið austur 
		úr Reykjavík og sem leið liggur eftir gamla veginum um Svínahraun. Hann 
		var fyrst lagður 1877-8 og síðan lagaður og endurbættur á sama stað en 
		nú er hann víða orðinn harla grýttur. Við gengum um Kolviðarhólinn í 
		stafalogni með sól á heiðum himni. Þó skyggndumst við árangurslaust 
		eftir Búasteininum í fjallinu norður frá Hólnum því ekkert okkar þekkti 
		hann - þótt hann væri bara rétt vinstra megin við slóðina upp í 
		Yxnaskarðið - ofan við spýtnabrakið úr skíðastökkpallinum. 
		 
		Skein yfir landi sól á sumarvegi 
		Stundum hefur verið haft á orði að höfundar margra Íslendingasagna 
		hafi ekki aðeins klætt persónur sínar litklæðum við hversdagsstörf 
		heldur einnig gætt þess að hafa alltaf úrvals veður - rétt eins var 
		þennan bjarta dag: 
		
			Frammá skjómans skæru tíð 
			skarpur hjó menn víða, 
			sólarljómi lék um hlíð, 
			- logn og rjómablíða. 
		 
		og silfurbláan Eyjafjallatind 
		Jökullinn skartaði sínu fegursta og taðan angaði þegar við áðum við 
		Hlíðarendakirkju: 
		
			Tær er veröld til að sjá 
			tifar urt í blænum. 
			Hugarsjónum horft er frá 
			Hlíðarendabænum. 
		 
		Síðan gleymdum við okkur um stund í litríkum viðburðum Njálu. 
		Réttrar sjónar kelda 
		
		Í Rauðaskriðum og á Bergþórshvoli var kominn nokkur andvari en 
		útsýnið ógleymanlegt upp til fjallanna og út til Vestmannaeyja. Þaðan 
		var haldið um Hvolsvöll að Keldum á Rangárvöllum þar sem menn böðuðu 
		augu sín með vatni úr nærlægri lind sem í hópnum var nefnd Maríu-brunnur 
		og taldist veita öllum rétta sýn:  
		
			Ef að týnist rétta rýn 
			ráðasón ég melda: 
			bætir rýn og réttir sýn 
			réttrar sjónar kelda. 
		 
		Mjög jókst mönnum réttsýni við þetta  
		- en ef þú, lesandi góður, leggur leið þína til Keldna að finna 
		Maríubrunninn  
		þá skaltu fyrst skoða myndirnar neðan við
		þessa 
		grein.  
		Okkur dvaldist í góða veðrinu á Keldum og sungum við undirspil í 
		kirkjunni. Síðan héldum við vestur yfir Rangárvelli, fórum hjá 
		Gunnarsholti og að Þingskálum. Þar gengum við um búðir. Þá bar svo við 
		að reiðmenn leituðu vaðs og fóru yfir Rangá og við gátum séð fyrir okkur 
		hvernig þeir Gunnar og Njáll höfðu þar verið á mannþingi: 
		
			Garpur knár um garða fer 
			Gunnar sá hinn slyngi - 
			fortíð þá með okkur er 
			á Þingskálaþingi. 
		 
	 | 
  
  
    | 
      (91) 
      1. júlí 1995  | 
    
      Í Garðabæjarlaug
		Um mig leika löðrin hlý - líkt er sem ég dotti - ljómar dagsins lúxus í laugar heita potti.  
	 | 
  
  
    | 
      (90) 
      21. júní 1995  | 
    
      Hugsað til gönguferðar um Rvík um miðnætti 17.
      júní með BBP
		Endurbæta alltaf má Íslendingabraginn þó að allir þekkist á þjóðhátíðardaginn.  
	 | 
  
  
    | 
      (89) 
		12. júní 1995   | 
    
      Við útför Maríu Þorsteinsdóttur
		Þó nú á kveðjur kunni að koma nokkurt hlé í endurminningunni eg áfram til þín sé.  
	 | 
  
  
    | 
      (88) 
		
      Maí 1995   | 
    
      
		Æða-fullin hæst á hoppa hjartans bullu - hring ævi-gullin er að toppa úrvals fullnæging.  
	 | 
  
  
    | 
	(86-87)  
	1995 
      22. maí  | 
     Í matsal Orkustofnunar 
      
        Hér sit ég glaður við bitans borð 
          og bregð á pappírinn penna 
          og fæ á örkina orð og orð 
          því orðin úr honum renna. 
        Hvað gleður mann eins og matarhlað 
          og matinn finn' í sig renna? 
          Ja - ekki neitt - nema besta blað 
          sem bíður hreint - eftir penna. 
        | 
  
  
    | 
      (85) 
      14. maí 1995  | 
    
      Í Eyrarbakkaferð
		Alltaf eflist - eins og sérð - ættar önd og kraftur við Eyrarbakkaökuferð og til baka aftur.  
	 | 
  
  
    | 
      (84) 
      6. maí 1995   | 
    
      Fyrsti laugardagur
		Senn kemur grunurinn græni gróðurinn vaknar þá varmur er andblærinn væni - vorið er brostið á.  
	 | 
  
  
    | 
      (81-83) 
      30. apríl 1995  | 
    
      Farið til Siglufjarðar í fermingu Karls
      Hersteinssonar
		Í indælisveðri einn apríldag ókum við bjarta vorsins jörð og kvöldsólin merlaði ljóð og lag og liti norður við Siglufjörð. 
		Sól hófst úr ægi yfir jörð - allt var með hægum vindum - morgunninn sindraði Siglufjörð sveipaðan fjallatindum. 
		Og meðan gáran bærði bát og blæinn kyrrði og kyrrði fermd voru börnin keik og kát í kirkju á Siglufirði.  
	 | 
  
  
    | 
      (80) 
      mars/apríl 1995  | 
    
      Lind fær nýtt rúm
		Vænum litum vefur sig vor í björtu húmi - lán og gæfa ljómar þig, Lind, í þessu rúmi.  
	 | 
  
  
    | 
      (79) 
      11. febrúar 1995  | 
    
      Sigríður Sigurðardóttir fimmtug
		Afl þitt og orku sóttir í Eyjafjallabrag Sigríður Sigurðardóttir sem ert fimmtug í dag.  
	 | 
  
  
    | 
      (78) 
      25. janúar 1995  | 
    
      Afmælisteiti í kennarakaffi - Ingólfur A.
      Þorkelsson 70 ára 23. jan sl.
		Terta mikil tætt í spað - teiti gott við borðin - og tilefnið er - auðvitað - að Ingólfur er 
		 
		orðinn.  
	 | 
  
  
    | 
      (76-77) 
      Janúar 1995  | 
    
      
		Segi ég í jólarími: ég var ósköp latur - heimskulegur háttatími heimskulegur matur. 
		Vinda tímans oft er undruð - áfram veltur grimm - nú er komið nítján hundruð níutíog fimm.  
	 | 
  
  
    | 
	(71-75) 31. desember  
    1994  
    GÓP, RFr, DKS 
      og Irma
    
      | 
    Í áramótaveislu hjá Jóni og Ingu 
      
        Við loks erum komin, hæ! Nonni! hæ Inga! 
          Hæ! fjölskyldan skarpa og snjalla og slynga! 
          Við hér erum komin að kvöldmatarvegi  
          og kræsingar fljóta í dýrindis legi! 
        Hæ! hó! Á Gamlársdegi! 
        Og hér er hún Irma og hér er hann Trítill 
          og hann er sá eini sem er eins og bítill 
          og hér er hún Marta, sú hringanna skorða, 
          og hér er hún Katrín og Pétur - án orða.  
        Hæ! hó! Allir að borða! 
        Og kvöldið gekk áfram og upp var þá settur 
          einn ótölu ljósgrúi, já - og rakettur! 
          Já - ástæðulaust er það orðum að lengja 
          að ólgaði fjör meðal stúlkna og drengja 
          Hæ! hó! Pétur að sprengja! 
        Og sjónvarpið flutti oss frumlegar ræður 
          og fyndnir að vanda þeir voru, Gysbræður, 
          og hugurinn lítur um landið og sviðið 
          og leggur í röddina kærleikasniðið: 
          Hæ! hó! Takk fyrir liðið! 
        Já! Fljótt er svo komið að fortíð er blánuð 
          og farið að hugsa um janúarmánuð! 
          Já! komandi tímar - svo veraldarvíðir 
          þeir verði til gleði - svo mildir og blíðir! 
          Hæ! hó! Farsælar tíðir!    
		         
      | 
  
  
    | 
      (68-70) 
      Desember 1994   | 
    
      Svar til Magnúsar Kr. Jónssonar
		Þegar stefið frá mér fer finnst mér rétt að lýsa yfir því að þetta er þrítug jólavísa: 
		Ganga jól um garð og hól gleðja sjóla skjaldar. Nýjárssól við norðurpól næturkjóla faldar. 
		Þakka styrk - og það að fá þel af óða-steðja. Hérna kemur, frænda frá, friðarjólakveðja.  
	 | 
  
  
    | 
      (67) 
      11. nóv 1994  | 
    
       
		GÓP-fréttir á einum stað og auðvitað til þess að ef að þú vilt eiga blað að þú getir tekið það.  
	 | 
  
  
    | 
      (66) 
      12. okt 1994  | 
    
      Til Vikars með ferðabók Nansen:
		Þessi bindi, þykk og blá, þóttu forðum skólinn Nansen sjálfur segir frá svaðilför á Pólinn.  
	 | 
  
  
    | 
      (65) 
      16. ágúst 1994  | 
    
      Leiðbeining til sundlaugagesta:
		Í sturtu skil ég skítinn minn og skrúbba þegar ég fer inn þvæ svo af mér laugarlút líka þegar ég fer út.  
	 | 
  
  
    | 
      (64) 
      
      
      6. ágúst 1994 
	    | 
    
      Fyrsti laugardagur og Sigríður Ásmundsdóttir
      75 ára
		Hún hefur brosmild lagt sitt lið ljómar af henni þróttur - sætustu kveðjur sendum við Sigríði Ásmundsdóttur.  
	 | 
  
  
    | 
      (63) 
      5. ágúst 1994   | 
    
      Fæddur Ágúst Örn í Odense kl. 06.38
		Uggs í heimi er það vörn og óskahugur glæddur að heillakallinn Ágúst Örn Ólafsson er fæddur.  
	 | 
  
  
    | 
      (59-62) 
      17. júní 1994 
		 
		- kl. 21   | 
    
      Málræktarvísa Stöðvar-2 og Bylgjunnar
      - og Málræktarsjóðs:  
		Fyrri partur fyrstu vísu er frá þeim:
      
		Á Þingvöllum mun þjóðin fá þjóðhátíð að fagna. Ekki mun við Öxará Íslandsklukkan þagna. 
		Pára verð ég Post Scriptum pergamentið á anda mínum upplyftum ögn að létta á: 
		Stóð eg við Öxará eina skamma lífsins stund ég kom þá - og þú komst þá á þjóðhátíðarfund! 
		Var í brjósti vonin skær - virt og glæst var efndin! - Þessar kæru þakkir fær Þjóðhátíðarnefndin.  
	 | 
  
  
    | 
      (58) 
      
      
      Júlí 1994  | 
    
      Látin tengdamóðir Böðvars Bjarka
		Þegar ljárinn leggur strá - lífsins skárar vegu - 
		hver við tárum aðeins á orðin fátæklegu.  
	 | 
  
  
    | 
      (57) 
      Maí 1994  | 
    
      
		Stundum er í heimi hart - hjálpin dugar skemur - þá er 
		"orðið" ekki margt er að gagni kemur.  
	 | 
  
  
    | 
      (55-56) 
      1994  | 
    
      María Þorsteinsdóttir áttræð:
		Tímabil áttu tvenn og þrenn talhrein og einbeitt þóttir - megirðu gleðjast mörg ár enn María Þorsteinsdóttir. 
		 
		Í DV var María ættfærð til margra presta: 
		
			Ættina prýðir prestaher - prentað í DV - ei ég ýki - María glögg og glettin er gulltrygg inn í himnaríki.  
	 | 
  
  
    | 
      (54) 
      21. apríl 1994   | 
    
      Annar sumardagur
		Vetur hopa verður frá vors því kveðju segi: ykkur gleði óska á öðrum sumardegi.  
	 | 
  
  
    | 
      (52-53) 
      20. apríl 1994   | 
    
      Kópamessudagur. Á tölvubraut er Elvar Níelsson
		 
		- sem fékk eitt Max-almanak:
		Sólin björt og glettin fer um geislageiminn: - Elvar - sem var áður dreyminn - er að fara út í heiminn. 
		Allar ferðir upphefjast á andartaki er þá góður gleðivaki að geyma það á almanaki. 
		 
	 | 
  
  
    | 
      (50) 
      Mars 1994  | 
    
      Þreytandi aðstaða á vinnuherbergi kennara:
		Aðstaðan er ei svo ill að ekki nái vana en það mætti ef til vill endurbæta hana. 
		 
      16.-17. apríl 1994 var aðstaðan betrumbætt - a.m.k. til bráðabirgða: 
      
		Hér er orðið inni stætt - allt í þekku standi - aðstaðan var endurbætt og er viðunandi.  
	 | 
  
  
    | 
      (47-49) 
      Upp skrifað 
		 
		8. apríl 1994  | 
    
      Verður lokum verka náð? 
		Verður lokum verka náð? víst mun tími ráða - ég kann ekkert annað ráð en að kýla á'ða. 
		 
      Klósettvísan - sem mætti gjarnan hanga uppi á
      mörgu almenningsklósettinu: 
      
		Öllum setum upp þú skalt ávallt lyfta, góði, og ef þú pissar út um allt ertu bara SÓÐI. 
	   
      Okkar menn við kjötkatlana 
      
		Liðsmenn í bláu og líka vens- laðir á jötuna hnappast við rökin að nú er að verða síðasti sjens því sjálfstæðismenn er'að missa tökin  
	 | 
  
  | 
	(43-46) Feb 1994  | 
    Í En-lausu ferðinni. Veðrið var stórkostlegt á
      leiðinni austur sveitir.
	
      
        Er sem landið okkur greiði 
          allar götur - faðminn breiði: 
          ökum við í óskaleiði 
          austur yfir Hellisheiði. 
       
      1994 í En-lausu ferðinni: Þá
        var fagurt í Mýrdalnum 
      
        Móður jörð - hvar sólin setur 
          sína geisla, mild og há, - 
          pelli býr og prýðir betur: 
          Pétursey er fjólublá! 
       
      * Feb 1994 í En-lausu ferðinni -
        í gestabók hússins í Miklafelli 
      
        Við ókum hingað í einu rúsi 
          yfir harða velli 
          og áðum í þessu úrvalshúsi 
          undir Miklafelli. 
       
      Feb 1994 í En-lausu ferðinni. Þetta
        varð síðar miðerindi í afmæliskveðjum til ferðafélaga - og að lokum í Far-roðanum. 
      
        Sjá roðann í austri! hann brýtur sér braut! 
          boðar fullkominn öræfadag! 
          Hvílík fegurð og dýrð sem oss fellur í skaut! 
          Hvílík fylling í ævinnar lag! 
          Og litflóðið háa 
          um ljóshvolfin blá 
          sem ljómar nú Íslandi á! 
        | 
    
  
  
    | 
	(42) 
	5. sept 
      1993  | 
    Ekið niður Fimmvörðuháls eftir för frá Lakalandi á
      Mýrdalsjökul og þaðan yfir á Eyjafjallajökul.
	
      
        Hér er vörðuð braut um börð 
          - blæs á svörðinn, frjálsi, - 
          og úr hörðu er hún gjörð 
          á Fimmvörðuhálsi. 
        | 
  
  
    | 
	(41) 
	5. sept 
      1993  | 
    Þorsteinn Sólheimabóndi veitti okkur leiðsögn á
      Mýrdalsjökli en þar var þoka efst uppi.
	
      
        Nú óku þeir kaldir um skriðjökulsker 
          - af skelfingu sat ég og góndi - 
          en sleppi ég lifandi þakka ég þér, 
          Þorsteinn minn, Sólheimabóndi. 
        | 
  
  
    | 
      (37-40) 
      30. nóv 1993   | 
    
      Á rissblaði
		Ráð er að þakka - rétt er það - risspappír Jóna skilaði en enginn óskaði eftir að athafna sig á rissblaði 
		þessvegna hef ég þetta ort þó ekki sé það kvæði en risspappírinn er orðinn kort - án þess að það til stæði. 
		Kemur hér loksins stakan stök - stendur á fornum grunni: í henni finna allir rök 
		- eru á meiningunni: 
		Dagsins erill eykur brun- ið í streitukófi - 
		alltaf er þó afslöppun yfirset í prófi.  
	 | 
  
  
    | 
      (36) 
      
      30. ágúst 1993   | 
    
       Lind Freyjudóttir -  
      
        Æskusindur er um hind ýfir vindur lokka þetta er Lind við lífsins tind ljúf með yndisþokka.
		                
  
	 | 
  
  
    | 
      (34-35) 
      26. maí 1990   | 
    
      MK-söngurinn. 
		Lag: 
      
		Sjung om studentens lyckliga dag, låtom oss frojdas i ungdommens vår - Än klappar hjärtat med friska slag! och den ljusnande framtid er vår. 
		Inga stormar än i vårt sinne bo, hoppet är vår vän, vi dess löften tro, när vi knyta forbund i den lund, där de härliga lagrarna gro: Hurra! 
		* * * * * * * * * * * * * * * * 
		Allt er svo bjart þennan bláfagra dag blikandi framtíð - í æskunnar óði! Alheimur skartar með skínandi brag - skundum djarft fram á blikandi slóð! 
		 Heill Menntaskólanum í Kópavogi! Heill! Menntaskólanum! MK! Þar sem æskan var leikur og ástin kom senn! Endurómar í hjartanu enn! MK! Þar sem við öll urðum menn! Húrra!  
	 | 
  
  
    | 
      (33) 
      31. mars 1990   | 
    
      Auka - 'vísa Íslendinga' 
		Við höfum fundið fjör og gleði saman við fögnuð bæði hals og fljóðs og pars sem hérna þótti þrumustuð og gaman á þessum 
		þrítugast'a og fyrsta mars - og nú er lýkur ljúfum vinafundi við lítum björtum augum fram á veg eins og á morgni geisli sól á sundi er setur nýjan dag - svo elskuleg!  
	 | 
  
  
    | 
      (32) 
      20. des. 1989  | 
    
      20. des. 1989.
		Enn er hjá Rannveigu og Ingólfi kennarapartí - sem ömmunni vinsælu úr Dölunum hefði þótt margt í. Samkvæmið byrjar um fimm að hefðbundnum hætti og hingað var öllum tjáð að koma ætti. 
		Í Hlaðbrekku fjórtán er alltaf mjúkt að mæta - mér finnst það lyfta geði og andann bæta að eiga hér inni - þegar aftur er skólinn - eina - tvær stundir . . til þess að glæða jólin. 
		Hér sé ég Þorstein og Jóhann og hér sé ég GÓPinn - já, hér sé ég mestallan MK-kennarahópinn - dasaðan ögn - en öll hefur önnin blessast og allir því byrjaðir strax að braggast og hressast. 
		Á góðri stundu er ljúft að líta til baka og láta hugann við samstarfið gæla og vaka frá önninni fjöldamargs er að minnast og geyma en margt er það raunar líka sem best er að gleyma. 
		Á jólatrénu logar mörg ljósaperan og leiftrar hlýleik útyfir veraldarfrerann skiptir þá minna máli hjá konum og köllum að kannski hefur þar aldrei logað á öllum. 
		Í þessari vísu þakka ég önnina alla allt sem er gengið - með kosti sína og galla - GLEÐILEG JÓLIN og gangi ykkur allt í haginn og gifturíkan hvern komandi framtíðardaginn. 
		Svo hittumst við, félagar, öll eftir áramót aftur eins og því stýri allsráðandi kraftur - já, rétt eins og í okkur magnaður máttur togi að Menntaskólanum í Kópavogi. 
		Nú er loksins komið að endingu óðsins - en ég ætl'a að stýra merkingu viðtökuflóðsins: Fyrir mér viðstaddir kannski ögn klappa megu en klappa svo húslof þeim Ingólfi og Rannveigu!  
	 | 
  
  
    | 
      (31) 
		Laugard.  
		22. okt 1988  | 
    
      Í Noregi (Kl:14.53).
		Prúða og indæla Una með ástúð og innri funa nú áttu afmælisdag! Ævin er afmælaruna og af því fer mig að gruna og yrki í afmælisbrag í skóla þú skjótt munir bruna og skrifa og lesa og muna - skoppi þér allt í hag!  
	 | 
  
  
    | 
      (30) 
		 
      13. sept 1988   | 
    
      Í Noregi - þriðjud. (Kl:22.11).
		Þið, sem fylktuð til fjalla og fóruð um hlíðar og hjalla þar sem orkan og æðri kraftur uppfyllir líkamann aftur skriður klifuð og kletta klár - og án þess að detta -, Jóhann, Una og Anna - eruð nú komin til manna.  
	 | 
  
  
    | 
      (28-29) 
		 Des 1987  | 
    
      Jólakveðja 
		Hækkar á himni sólin hér upp við norðurpólinn fer hún um stjörnustólinn og styttir skammdegiskjólinn 
		Rauð eru byggðu bólin bjarmar á þökin og hólinn - snúast hátíðahjólin - hafið það gott um jólin!  
	 | 
  
  
    | 
      (27) 
		 Des 1986  | 
    
      Jólakveðja 
		Ár eftir ár eftir ár ... verður það erfiðara að láta töfraloga æskujólanna tendra sálina. Þá eru börnin himnasending! 
		Þeirra jólaævintýri 
		  kemur svífandi á töfraskýi kl. 6 á aðfangadagskvöldi og umvefur þau. 
		Þessir töfraálfar ævintýrisins! Eftirvænting þeirra umvefur okkur og glæðir jólalog í brjóstið - ár eftir ár eftir ár ...  
	 | 
  
  
    | 
      (15-26) 
		 Úr vísum 
		 
		frá  
		maí 1983   | 
    
      Nefndir eru kennarar við MK
		Upp ég stend og vísu vel - vona að fyrtist enginn - Þorstein, formann, fyrstan tel, fræða og lista drenginn. 
		Ingólf nefna milding má - minnir á Seif að ráðum: Ólympos hann er að fá - Aþena kemur bráðum. 
		Kennir, togar, áfram ýtir ungu hjörðinni: ákveðin sér Ásdís flýtir eftir jörðinni. 
		Einörð þykir Ingibjörg svo allir fylgja þema - sífellt hress og aldrei örg: yndi MK-nema.  
	
		Jóhann háa hefur raust hæst á bláu fjalli fer um lá og lífsins naust - ljúfi, dáði, snjalli.
      	
		Hittir í mark með hugmynd snjallri - hálfri - eða allri! Fullur af útþrá - fullur af von - Finnbogi Rútur Þormóðsson. 
		Sólveig okkar er á línum allra landa og glæðir skólann fimum, fínum, frönskum anda. 
		Kanadiski, norski, þýski, enski, franski Íslendingur .. við þekkjum öll að þessi halur - það er hann Alan Réttidalur. 
		Einörð mjög á allan veg - ætíð röskleg þóttir, geysi snjöll og gæfuleg Guðrún Helgadóttir. 
		Sigurður fer oft á stjá 
		út að taka myndir - 
		á við marga aðra þrjá 
		er á fjallatindi. 
		Þegar djúpt úr ausu er 
		  illt að súpa kálið - 
		  Þórður kemur, Þórður sér, 
		  Þórður leysir málið.
         
	 
	 | 
  
  
    | 
	(15) 
	  
	 24. júlí 1976  
      | 
    
       Pétur Sumarliðason 60
		
	   
			Þótt sé hverfull heimurinn hver sinn skerf þar hlýtur. Besti erfiseimurinn er að hverfa nýtur.
			
	    
	 | 
  
  
    | 
      (14) 
		 20. apríl 1975  | 
    
       Í Ölfusborgum 
		Til fortíðarhafsins lá hann 
		með þulur þungar 
		og þeytti hraglanda fram á vegslóða dagsins - 
		þá lá ég til hlés hér tvær vornætur yndis-ungar 
		við álfaleiði og kyrrur kvöldsólarlagsins.  
	 | 
  
  
    | 
      (13) 
		 5. jan. 1975  | 
    
        - í gestabók á Hlíðarvegi 16 
		Taumlaus er tímans ferja - vér tókum oss með 
		henni far á brun milli brota og skerja í brimvarir framtíðar.  
	 | 
  
  
    | 
      (12) 
		 Vor 1972  | 
    
      
      Sverrir Árnason - fermingaróskir og kveðjur
		Eigðu í hryðjunum ætíð þann undraskjöld 
		að afspyrnuélin öll birtir upp um síðir 
		og þá muntu skynja - er hækka himnanna tjöld - 
		að hásalir lífsins eru bjartir og víðir. 
		 
	 | 
  
  
    | 
      (11) 
		 1970  | 
    
      
       - um skjótferð í Jökulheima 
      
      Á þessum árum fóru minni bílar yfir Tungnaá á bílakláfnum á
      Haldi og óku norðan við Þórisvatn, um Veiðivatnahraun að
      Þröskuldi undir Lýsingi og svo inn með Ljósufjöllum í Jökulheima.
      Þetta þótti ágætlega gert á 8 klst. Stórir bílar gátu farið
      Hófsvað og verið fljótari. Samt þótti GÓP aldeilis ótrúlegt
      þegar það fréttist að Guðmundur Jónasson hefði ekið úr
      Reykjavík um Hófsvað í Jökulheima á 4 klst og 15 mínútum. Þar af
      varð til þessi vísa:
      
      
      
		Lítið er nú landið vort og létt um það að streyma: á fjórum tímum fór - og kort - fram í Jökulheima.  
	 | 
  
	
    | 
      (10) 
		 15. júlí 1969  | 
    
      
      Karl Sæmundarson fimmtugur -  
      heillaskeyti með mynd af Hvítserk við Húnaflóa
		Fimmtugum brosa himinn og 
		haf - 
		heill frá jöklum og sandi. 
		Þér berast kveðjur þessar af 
		Þórsmörk og Goðalandi.  
	 | 
  
  
    | 
	(9) 
	 
	30. apríl 1969  | 
    Yfirseta í Landsprófi. 
      Íslensk ritgerð með ýmsum valmöguleikum 
      - og auk þess var gefið eitt auka-ritgerðarverkefni:
      
      Penninn minn 
      
		Oft ertu, penninn minn, geislandi glaður og grípur til skeiðs yfir örkina hálfa, töfrar fram veraldir vinnandi hraður, vindana skekur og kyssir álfa, blómlífsins nýtur er bergmálið þýtur og bláheiðið hvíta þér lýtur. 
		En stundum, þá veröld er villt og flúin, verðurðu tjáningarmátunum rúinn, illur í skapi og öfugsnúinn og engu kemur á blað. Þótt sólflóðið þegnunum þráðu árni - þá ertu bara úr plasti og járni og þá er ei furða mér þyki og sárni þegar þú dratthalast ekki af stað, - og þú um það!  
	 | 
  
  
    | 
	(8) 
	
	 
      
	 
	Mars 1968 
      
      | 
    
       Fossanöfnin 
	Gömul þula höfð eftir Höllu Jónsdóttur í Árkvörn 
      með nöfnum fossanna í Fossum sem er fossasvæði vestan við
      Bleiksárgil í Fljótshlíð. 
      
		Sídjarfur innstur sýnist mér svo Búþarfur eftir fer, Gendill er hér geysistór. Gumphaus ofan fyrir klettinn fór. Spýtingur jafnan spjarar sig spyr hann Brúðu: Viltu mig? Rófulangur er ræfilsgrey. Rekkar nefna Leginmey. Meyjarmiga er mikið pen, má svo nefna Þriggja spen (Þríspen). Næturótti svo nafnið ber og nú eru upptaldir lækir hér. 
	 
      GÓP endurskrifar þuluna: 
      
		Sídjarfur byrjar, Búþarfur kyrjar. Gendill er þriðji þó Gumphaus ei styðji. Spýtingur bunar og Brúðulag dunar. Rófu- er langur Leginmeyjar-angur. Meyjarmiga er oft sén míga á Þríspen þá Næturótti blossar. Nefndir eru Fossar.  
	 | 
  
  
    | 
	(7) 
	 
	Des. 1965 
	 
	Örnefna- 
	tal  
	af hlaði í 
 Jökul- 
	heimum 
	* 
   | 
    Jökulheimar 
      Jólakveðja til 
      Péturs Sumarliðasonar, Jökulheimabónda: 
      
      
		Ljósufjöll og Gjáfjöll, Gíghóll og Bláfjöll. Gnapi, Rati, Mosaskeggur, Garpur Fitjar, Skálaveggur, Tungnaá og Breiðibakur, Botnaver og Jökulkrókur. Nýjafellið, Fóstra, Dór fylla Jökulheima kór. 
		Fleygiskvísl og Félagar. Flæðir Stak á sandi þar. Heimabunga, Heimalind, Hamar, Systur, Jökulmynd. - - Standa há í fjarska fjöll. Fögnum næsta sumri öll. 
		
	  
	* * * *  
	Athuga: 
	(1) Garpur Fitjar er íhlaupavinur hrynjandinnar og  
	(2) Skálaveggur er Skálafellið til suðvesturs frá skálanum. Það 
	teygist frá Heimaskarði að farvegi Tungnaár. Undir því að austan er leiðin 
	að Gnapavaði. 
	  | 
  
  
    | 
	(6) 
	 Sumarskreppa 
	1965  
	GÓP og RFr 
	Árni og Jóna 
	  | 
    
       Sumarskreppan 
1965   
      
      Við höfum sofið Eldgjá í, átt þar skamma viðdvöl því að um Sveinstind leiðin lá, Langasjó og Tungnaá.                      
      Frá Jökulheimum áfram norður Sprengisand um Mývatn í Dettifoss og Hljóðakletta og Ásbyrgi. Heim um Akureyri og Þjóðveg 1. 
	 | 
  
  
    | 
      (5) 
		 1964 
		Af uppskrift 
		Péturs 
		Sumarliðasonar 
		  | 
    
       Própaganda
		Sá er hrópar hefur víst 
		hrif á grópun landa - 
		andlegt skróp er ekki síst 
		áhrif própaganda. 
		 
	 | 
  
  
    | 
	(4) 
	 1964 
	Af uppskrift 
	Péturs 
	Sumarliðasonar 
	  | 
    
       Áróður
		Hugir vefjast viðjum í 
		vill og sefjast greindin 
		siðmál refja þraukar því 
		þá mun tefjast reyndin. 
		 
	 | 
  
  
    
      (3) 
		7. júní 1961 
		ári undan 
		Rún !  | 
    
      
		Handa fljóði fann ég óð fram úr skjóðu minni: mærin rjóða fimbulflóð fékk af ljóðmerinni.  
	 | 
  
  
    | 
      (2) 
		 Pegasus  | 
    
       (gömul vísa)
		Einn er léttur upp við klett undir fjalla stalli eykur nettan andans sprett óðsins snjalla kalli.  
	 | 
  
  
    
	(1) 
	 Árið 1959  
    (Óvíst 
    hvenær  
	saman sett.)  | 
    Hugsað til ársins 1959 
      
        Minningin á bæði hlakk og hlýju - 
          Halló! gamalt! köllum við í símann - 
          1959 
          nær til  okkar allan ævitímann. 
      |