Forsíða
GÓP-frétta

Ferðatorg

Ferðir á Íslandi

Nokkur sjónarhorn á ferðir á Íslandi

Hæ! Ísland - ferðaland
Ferða -

tegundir

Þegar hugurinn fer yfir þær tegundir ferða sem að honum þyrlast eru nokkrar sem ekki eiga við Ísland:
 • frumskógaferðir
 • eyðimerkurgöngur undir brennandi sól
 • fjallferðir í yfir 2000 metra hæðum
 • fornalda-listaferðir
 • hitabeltisferðir
 • ...

Allar aðrar tegundir ferða er unnt að fara um Ísland:

 • hestaferðir, gönguferðir, bílaferðir
 • almenningsbílaferðir, einkabílaferðir, hópbílaferðir, jeppaferðir
 • einn í bíl, fleiri í bíl, fleiri bílar saman, bílaflokkur
 • vorferðir, sumarferðir, haustferðir og vetrarferðir
 • innanbæjarferðir, þjóðvegaferðir, fjallvegaferðir, hálendisferðir
 • léttar, erfiðari - og ferlega erfiðar
 • hættulausar, hættulegar og manndrápsferðir
 • órispaður heim, minni háttar bilanir og allt-í-skralli-ferðir
 • samferðir, sundurferðir, kappferðir
 • við-um-okkur-frá-okkur-til-okkar-ferðir
 • ég-um-mig-frá-mér-til-mín-ferðir
 • með-þér-fer-ég-aftur-ef-ég-má! - ferðir
 • með-þér-skal-ég-aldrei-ferðast-aftur! - ferðir
Hlutverk Ferða-hlutverk þátttakenda
Ferða -

hlutverk

Í hverri ferð geta hlutverkin verið jafnmörg fólkinu. Í fjölmennum ferðum eru margir í sumum:
 • fararstjóri
 • leiðsögumaður
 • sérþekkingarmaður - t.d.:
  > á þessari leið
  > jöklafari
  > vatnamaður
 • ökumaður
 • aðstoðarökumaður
 • hjálparmaður
 • farþegi
 • greifi
 • kokkur
 • gleðigjafi og vísnasmiður
 • vímuberserkur og friðarspillir
Undirbúningur Ferðaundirbúningur
Ferða -

undir-
búningur

Athugaðu
að ítarlegur
og nytsamur
minnislisti er
í bókinni
Jeppar á fjöllum

á bls. 141-143.

Útg.
Ormstunga '95

Ferðaundirbúningur er að sumu leyti eins fyrir öll ferðahlutverkin og að sumu leyti ólík:
 • Sameiginleg atriði. Almennt markmið ferðamannsins er að fara leiðina, njóta félagsskaparins, landsins og náttúrunnar án þess að neyðast til að taka heim með sér martraðir og slæma samvisku. Hann býr sig svo úr garði að hann geti verið aflögufær ef með þarf.
  > tími og fé til ferðarinnar
  > fæði >> til eru ítarlegir listar - t.d. í bókinni Jeppar á fjöllum en gott er að hafa í huga að hvorki er verið að fara í jólaveislu né árshátíð -  nema slíkt sé sérstakt tilefni ferðarinnar. (Ritari tekur með sér brauð, gjarnan smurt, hefur kalt vatn til drykkjar og forsteiktar fiskbollur sem borða má kaldar eða heitar eftir aðstæðum. Mörgum finnst það magur kostur tilsýndar en hann er meir en nægur í raun, þarf ekkert tilstand og skilur hvorki eftir bletti né rusl. Gott þykir ritara einnig að narta í tómat,gulrót eða agúrku þegar aka þarf síðdegis langar leiðir á hringveginum. Meira þarf þó við að hafa ef um er að ræða lengri gönguferðir þar sem bera þarf nestið.)  
  > klæði og skæði >> sjá töflu yfir vindhita og kælingu
  > snyrtibúnaður, úrræði við smásárum og óumbeðnu fótanuddi, klósettpappír
  > viðlegubúnaður miðað við áætlaða gististaði
  > ljós, kort, leiðabók, sólkrem, kveikjari, ruslapokar
 • Bílstjórinn - Markmið bílstjórans er að bíllinn hans standi sig. Bíllinn hans þarf að vera frambærilegur í bílahópnum og vera fær um að liðsinna öðrum þegar þörf er á. Markmiðið er líka að aka svo vel að farþegarnir séu ánægðir og koma bílnum heilum og óskemmdum heim.
  > bíllinn í lagi, allar síur hressar, minni varahlutir og verkfæri meðferðis, vökvar/olíur, dekkjaviðgerðarsett
  > handhreinsiefni og tuskur
  > a.m.k. 6 tonna teygjutóg og traustar festingar framan og aftan, tjakkur, skófla og járn
  > umgengnisreglur: reglur sem gilda í umgengni við bílinn og inni í honum. Þriflegur, ekki reykja, ekki neyta klísturmetis á ferð. Ekki fleygja rusli nema í ruslapokann. Taka saman innlegg í kvöldvökuna. Sjá góðu hliðina. Leggja sitt til gleðinnar og þessarar ferðar sem á að verða ógleymanleg, dýrmæt endurminning. ...
 • Fararstjórinn
  > hefur löngu áður lagt niður fyrir sér það sem hann veit um leiðina og hefur talað við þá sem hann veit að þekkja þar til
  > hefur gert sér grein fyrir tímaslaka ferðarinnar: hversu lengi má doka á stöðum og ná þó í áfangastað í tæka tíð
  > hefur á takteinum fræðandi og gleðjandi atriði um leiðina, ferðir almennt og um sitt og hvað - í að grípa ef menn eru saman í heyranda hljóði, á kvöldvöku - eða ef óvæntar tafir verða.
  > tryggir að leiðsögumaður sé með í för - ef hann telur sinni leiðsögn áfátt
  > tryggir að jöklafari sé með í för - ef fara skal á jökul
  > tryggir að vatnamaður sé með í för - ef fara skal óbrúaðar og varhugaverðar ár
  > ferðareglur: svona ferðumst við, svona hjálpumst við að, þarna förum við, svona snemma förum við á fætur, ...
  > Hefur úrræði á takteinum við vímuberserkjum og friðarspillum
 • Leiðsögumaðurinn
  > GPS - tækið
  > GPS - punktar, GPS - leiðir, skálar
  > vöð á óbrúuðum ám
  > kunnugleiki um torleiði
Ertu oddviti? Minnispunktar fyrir oddvita
Matsblað Hvort sem þú lætur verða af því eður ei - skaltu hugsa um matsblað sem hver þátttakandi er beðinn að fylla út í lok ferðarinnar. Engin þörf er á nafni þess sem útfyllir. Hann hins vegar skrifar á blaðið nafn þess sem hann gerir athugasemdir um, hlutverk hans í ferðinni og það sem hann kýs að láta getið. Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga:
 • Nafngreina eða auðkenna þann sem athugasemdirnar eiga við.
 • Var þægilegt að ferðast með honum? Var hann fram úr skarandi skemmtilegur, nytsamur, hjálpsamur, elskulegur - eða alveg á hinn veginn?
 • Hver var þáttur hans í að sjá um að ferðin heppnaðist öllum vel og gæfi mönnum góðar endurminningar?
 • Var hann ómissandi - eða hefði ferðin verið betri án hans?
 • Hafði hann nytsama þekkingu?
 • Viltu fara aftur í ferð með honum í þessu - eða einhverju hlutverki?
 • ... þessi atriði er heppilegt að tilgreina ítarlegar ...

Athugaðu að þótt ekkert slíkt blað sé í gangi eða útfyllt - þá eru slík blöð í raun útfyllt í hugum hvers einasta þátttakanda og það er lesið upp úr þeim í öllum umræðum um ferðina. Hugsaðu því jafnan um það hvernig þitt umsagnarblað lítur þar út. Vektu athygli manna á þessu.

Minnis-
punktar

fyrir
leiðsögumann
í
gönguferð

Hvar áttu að vera í hópnum:
 • Létt ganga: Vertu framarlega í aftasta þriðjungi göngumanna. Það dregur úr gönguæsingi þeirra spræku og auðveldar þér að stansa, safna fólkinu saman og segja til vegar eða segja frá.
 • Ganga sem er orðin erfið: Vertu með þeim öftustu. Þú liðsinnir þeim sem liðs þurfa við og sumir sprækir æðendur, sem vilja vera nærri þér taka þig sér til fyrirmyndar og leggja fólki lið. Gerðu ráð fyrir að hér sé innisetufólk í sumarleyfi en ekki kappgöngumenn á landsliðsæfingu - nema þú sért raunverulega með landsliðið á göngu. Mundu að þú ert atvinnumaður í göngum! Það er þess vegna sem þú getur þeyst fram í fremsta hlutann og lagt þar lífsreglur og dregist aftur úr eftir þörfum.
 • Þreyttum fótum reynist gott að komast í fótabað í læk að lokinni göngu.
Minnis-
punktar

fyrir
leiðsögumann
í
hópbílsferð

 • Hafðu heildaráætlunina ljósa. Það auðveldar stýringu hópsins.
 • Þegar þú stansar - og áður en fólkið fer út skaltu segja hvenær allir þurfa að vera komnir aftur í bílinn. Mundu að það er óraunhæft að ætla öllum að fá afgreiðslu á minna en 20 mínútum.
 • Ef hópurinn ætlar að ganga - miðaðu gönguleiðir við það að þeir minnst spræku geti gengið stutt og hinir sprækustu lengra. Láttu bílinn sækja hvern hóp á fyrirfram ákveðinn stað.
Þessi! Næst er þessi ferð!
Undirbúum

sérstakar

ferðir

Hópbíll

 • Ekið og síðan gengið í Búrfellsgjá sunnan við Heiðmörkina.
 • Sumar: dagsferð í Þórsmörk.
 • Sumar: helgarferð í Þórsmörk.
 • Sumar, haust, vetur, vor: Njáluferð.

Á jeppum

Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta