Áföll og áföll
Séð og heyrt
Mamman gekk framhjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi þegar hún sá að rúmið var frá gengið og búið að taka vel til í öllu herberginu.
Á miðju rúminu var hvítt umslag - stílað: TIL MÖMMU
Áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið - en í því stóð:
Elsku mamma.
Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með þessu bréfi að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrið, skeggið og mótorhjólagallana sína.
En það er ekki bara það, mamma mín, að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé mjög glaður yfir því. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur til að búa í og hann er búinn að safna hellingi af eldiviði til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega ánægð með það.
Ahmed hefur kennt mér að maríjúana gerir engum illt í raun og veru og ætlar að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við eigum nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og e-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á Aids svo að Ahmed mínum batni, hann á það skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur, mamma mín, því að ég er orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálf.
Þar að auki er Ahmed orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera.
Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.
Þín dóttir, Sigurborg.
PS: Mamma, - ekkert af þessu er satt. Ég er í heimsókn hjá Gunnu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt - sem er í skrifborðsskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.
|
Ekkert hangs
Skrifstofustjórinn gengur fram á stúlku sem er að lesa í dagblaði og hefur sett fæturna upp á lágborðið framan við.
Hann segir við hana: "Hvað hefur þú í laun?"
Hún segir - bak við blaðið: "750 þúsund á mánuði".
"Þú ert sko ekki þess virði. Ég skrifa hérna ávísun upp á tvenn mánaðarlaun og þú lætur ekki sjá þig hér aftur."
Stúlkan leggur frá sér blaðið, tekur ávísunina og gengur út.
Skrifstofustjórinn horfir eftir henni - eins og til að vera viss - sér hana koma við í bankanum við hliðina og svo hverfa í fjöldann.
Þegar hann hefur róað sig lítur hann til mannsins sem hafði verið viðstaddur þar sem hann vann við næsta borð.
Skrifstofurstjórinn segir með þunga: "Svona afgreiðir maður letingja í dag!"
Maðurinn lítur upp til hans en segir: "Þessi stúlka kom hér til að gera við tölvuna mína. Hún var bæði fljótvirk og verulega klár - og lauk aðgerðinni með því að senda reikninginn til gjaldkerans. Hún rekur viðgerðarfyrirtæki og liðsinnir um tölvuvinnslu og hugbúnað. Þegar mikið hefur legið við hefur verið okkar björgun að eiga vísa hjálp frá henni - hvað svo sem nú tekur við."
Tjaldmál
Sherlock Holmes og Watson voru í útilegu.
Eftir góða máltíð og flösku af góðu víni lögðust þeir til svefns.
Eftir nokkurn tíma vaknaði Holmes og ýtti varlega við sínum góða vini uns
hann rumskaði og opnaði augun.
"Watson, horfðu til himins og segðu mér hvað þú sérð."
Watson svaraði: "Ég sé milljónir milljóna af stjörnum."
Hvaða ályktanir má draga af því? spurði Holmes.
Watson hugsaði sig um skamma stund en sagði svo:
"Stjarnfræðilega segir það mér að til séu milljónir vetrarbrauta og
billjónir stjarna. Stjörnuspekilega tek ég eftir því að Satúrnus er nú í
Ljónsmerkinu. Tímanlega áætla ég að klukkan sé nærri einu korteri yfir þrjú.
Guðspekilega sé ég að guð er ofurmagnaður og við örsmáir og lítið
merkilegir. Veðurfræðilega grunar mig að á morgun verði besta veður.
Hvaða ályktanir dregur þú af því sem þú sérð?"
Holmes var þögull nokkra stund en sagði svo: "Watson -
það sem þessi stjörnusýning segir mér er - að einhver þrjótur hefur stolið
tjaldinu okkar."
|
Gleðileg jól - á 25 tungumálum -
úr barnablaði Morgunblaðsins 22.12.2007:
- Albanía: Gezur Krislinjden
- Brasilía: Boas Festas e Feliz Ano Novo
- Chile: Feliz Navidad
- Kína: Kung His Hsin Nien bing Chu Shen Tan (Mandarín)
- Danmörk: Glædelig Jul
- Holland: Vrolijk Kerstfeest
- England: Merry Christmas
- Esperanto: Gajan Kristnaskon
- Eistland: Ruumsaid juulup | hi
- Færeyjar: Gledhilig Jol
|
- Finnland: Hyvaa joulua
- Frakkland: Bon Noël
- Þýskaland: Fröhlichen Weihnachten
- Grikkland: Kala Christouyenna
- Ísland: Gleðileg jól
- Ítalía: Buone Feste Natalizie
- Latína: Natale hilare et Annum Faustum
- Litháen: Linksmu Kaledu
- Pólland: Wesolych Swiat
- Portúgal: Feliz Natal
- Serbía: Hristos se rodi
- Thailand: Sawadee Pee Mai
- Úkraína: Srozhdestvom Kristovym
- Vietnam: Chung Mung Giang Sinh
|