Jólakveðjan 2010
hér sækirðu prentvænt eintak á pdf-skjali
Þetta eru tvær síður sem þú skalt prenta beggja megin á blaðið.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða GÓP-frétta 
*  


Hýrnar yfir högunum,
hug og vina geði -
okkar bestu óskir um
ánægju og gleði.

 

 
út í óvissuna ...

- -


 

Þórsmörkin
7. - 9. janúar 2010

Áætlun:
Föstudagur 7. jan.
undanfarar skoða færið og kynda skálann.
- -
Laugardagur 8. jan.
kl. 10 frá Hvolsvelli.
Leiðir valdar
eftir veðri
og vindum.
- -
Sunnudagur 9. jan.
kl. 11 úr Langadal.
Áætluð heimkoma
til Reykjavíkur kl. 20.

..Grillhátíð á laugardagskvöldi

..

..Veisla og gisting - kr. 7.000

Sjá hér nánari lýsingu!!


Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu
Prentaðu út okkar hagnýtu ferðavenjur 


Muna!!
.

að hafa meðferðis sprek á eldinn
og innlegg á kvöldvökuna

Bestu kveðjur - GÓP

.. ..

Gamansögur
jólapóstsins

Úr Gamanbók GÓP
>> http://www.GOPfrettir.net/open/gamanbokin/

Skotinn björn

Steingrímur er orðinn verulega eldri maður. Hann er kominn til læknisins að leita sér bóta á ýmsum hrumleika. Læknirinn gerir honum úrlausnir eftir megni en lætur þess þó getið að svo háum aldri fylgi yfirleitt minni orka, úthald og kraftur.
Þessu mótmælir Steingrímur. Þetta eigi við engin rök að styðjast. Hann hafi meira að segja nýlega kvænst miklu yngri konu og þau eigi barn í vændum.

Lækninn setur hljóðan við þessi tíðindi - en segir svo:
Ég heyrði merkilega sögu um daginn. Maður nokkur hafði um langan aldur ferðast um fjöll og firnindi, gresjur og þétta skóga og ráðið fram úr hverjum vanda. Alltaf hafði hann borið með sér viðeigandi nauðþurftir og til dæmis hafði hann ætíð byssuna sína meðferðis. Færi hann út úr húsinu sínu í skóginum tók hann byssuna hugsunarlaust með sér. Þegar hann eltist varð hann ekki ætíð eins nákvæmur og stundum greip hann eitthvað annað en byssuna. Þegar þessi saga gerðist hafði hann brugðið sér í skóginn og gripið með sér regnhlíf. Hann gengur um skóginn. Skyndilega er þar bjarndýr í árásarham. Það er ekkert hik á karli, upp með regnhlífina og hann hleypir af. Skot bergmálar í skóginum og björninn fellur dauður niður.

Steingrímur hugsar sig undrandi um en segir svo: Það hlýtur einhver annar að hafa skotið.
Það finnst mér líka trúlegt,
segir læknirinn.

Bernard Shaw

Eftir frumsýningu á Pygmalion var Shaw kallaður upp á senuna við mikla hrifningu og lófatak áheyrenda. Þegar lægði heyrðist djúp rödd af svölunum segja:
Þetta var lélegt verk.
Shaw leit upp til svalanna og sagði:
Þarna erum við hjartanlega sammála, kæri vinur, - en hvers megnum við, - tveir einir gegn öllum þessum fjölda?

Louis B. Mayer, forstjóri kvikmyndafyrirtækisins Metro-Goldwyn-Mayer, kom til London til að afla sér kvikmyndaréttar á verkum Shaws.
Forstjórinn var ekki sérlega menningarlega sinnaður en hóf samningaviðræðurnar með klukkutíma fyrirlestri um hið háleita markmið listarinnar. Rithöfundurinn sat allan tímann þögull en þegar Mayer loks þagnaði sagði hann:
Herra Mayer, við munum aldrei ná samningi.
Nú, hvers vegna ekki?
Við munum aldrei ná saman. Þér hugsið bara um listina. Ég hugsa bara um peninga.
 

Er nokkur þarna?

Hann hélt dauðahaldi í handriðið til að hrapa ekki niður margar hæðir. Enginn virtist nærri en hann hrópaði samt svo hátt sem hann gat: Er nokkur þana? en fékk ekkert svar.
Hann hrópaði nokkrum sinnum.

Loks heyrði hann svarað: Ég er guð. Láttu þig bara detta, þetta fer allt vel.

Hann hékk þegjandi dálitla stund en loks kallaði hann: Er nokkur annar þarna?
 

Gigtin

Ungur prestur sat einn í strætisvagni í Róm. Annar maður sté inn í vagninn og settist nærri. Hann virtist nokkru eldri en mjög götugangslegur að klæðum og líkamlegu útliti. Hann horfir stundum íhugandi á prestinn og þar að kemur að hann spyr:
Hvernig fær maður gigt, - eða af hverju stafar hún?

Presturinn verður nokkuð hugsi í fyrstu en útskýrir síðan að gigt geti menn fengið með því að ofgera líkama sínum á ýmsan hátt. Ekki síst með óreglu og margvíslegu hæpnu og - í stuttu máli sagt - syndsamlegu líferni. Mikilvægt sé að snúa aftur til heilbrigðari lifnaðarhátta.
Maðurinn kinkar kolli og segir ekki fleira.

Þeir hafa farið alllanga leið með vagninum þegar presturinn lítur til mannsins umhyggjusamlega og segir:
Veldur hún þér miklum erfiðleikum?
Hver?
spyr maðurinn.
Gigtin - segir presturinn.
Nei, segir maðurinn. Það er ekkert að mér. Ég var bara að hugsa um fréttir blaðanna af heilsufarinu og gigtinni sem hrjáir páfann.

Jólakveðjan
* 2019 * 2018 * 2017 * 2016 *
* 2015 * 2014 * 2013 * 2012 *
* 2011 * 2010 * 20092008 *
* 2007 * 2006 * 2005 * 2004 *
* 2003 * 2002 * 2001 * 2000 *

Forsíða *