GÓP-fréttir


Vnr: merkir
Verkefnisnúmer

Tölvuskólinn:

Verkefnalisti og
verkefnanúmer
námsáfanga um notkun
netsins, Word og Excel

Internet- og Word-gátlistinn
Excel-gátlistinn

Vnr: Vheiti: << Verkefnisnúmer og verkefnisheiti
.. Netið: Hér notarðu Word-gátlistann
1 i-1 Netfang.doc * Hér seturðu upp ókeypis netfang á Visir.is og sendir inn upplýsingar um vinnuaðstöðu þína og tækjabúnað. Ef þú þegar hefur útbúið þér netfang læturðu duga að senda inn upplýsingarnar.
2 i-2
Vefskólinn.doc * Hér skoðarðu Vefskólavefinn og Leiðarvísinn um áfangann. Þar finnurðu allar upplýsingar um námið og eftir það veistu hvert þú átt að fara til að rifja upp það sem þú hefur gleymt!! Þú sendir inn svör við spurningum - en ef til vill verður þetta að lokum einna helst æfing í því að klippa úr einum texta og líma inn í annan (!?)
.. Word: Hér notarðu Word-gátlistann
3 W-1
Ef þú hefur ekki fengið kennslubókina í hendur geturðu notað Verkefni 1
Ef þú hefur áður lært að nota Word geturðu látið þér nægja að skoða verkefnin W1 - W5 og hlaupið yfir þau - ef þér sýnist að þú sért fullfær um allt sem þar er nefnt.
4 W-2 Uppskrift, letursetning, falin merki skoðuð og textinn jafnaður. Í stað þessa verkefnis í bókinni má nota Verkefni 2
5 W-3 Hefðbundin bréf-uppsetning með þjálfun í að jafna texta við vinstri spássíu, hægri spássíu, beggja megin og í miðju. Í stað þessa verkefnis í bókinni má nota Verkefni 3
- >> Við sleppum verkefni 4.
6 W-5 Æfir leturnotkun, leturbrigði eins og feitletrun, skáletrun, uppskrift fyrir veldisvísa og niðurskrift. Í stað þessa verkefnis í bókinni má nota Verkefni 5
7 W-6 Kynnir notkun dálkstillinga og ramma.
- W-7 Nytsamt verkefni um ramma og línur - þó að við séum vön að sleppa því - og þykjumst flýta með því för okkar.
8 W-8 Mjög góð æfing í notkun dálkstillinga og ramma. Athygli er vakin á því að hér eru EKKI notaðar töflur. Þær koma í verkefni 11. Skoðaðu vel leiðbeiningarnar í Gátlistanum.
9 W-9 Hér er farið yfir stíla, þeir fundnir í safni Word, settir á og þeim breytt. Stílar eru alveg sérstaklega nytsamir í allri ritvinnslu og nauðsynlegt að kunna á þá.
10 W-10 Hér blokkarðu, afritar, færir og klippir, leitar og skiptir, setur inn teikningu og myndir.
11 W-11 Hér notarðu töflur.
.. Eink: Hér lýkur fyrstu verkefnalotu - sem gefur einkunnina 2,0.
Ekki byrja á þeirri næstu fyrr en þessari er að fullu lokið!
.. Netið: Hér notarðu Word-gátlistann
12 i-3
Vefsíðugerð
Verkefnið fer eftir því hvaða útgáfu af Word þú notar.
í Word-97: Verkefnið Vefsíða97.doc
í Word-2000: Verkefnið Vefsíða2000.doc - þetta verkefni er töluvert ítarlegra af því að þessi útgáfa er öflugra tæki til vefsíðugerðar.
.. Word: Hér notarðu Word-gátlistann
13 W-12 Þessu verkefni erum við vön að sleppa. Það er samt nytsamt og þjálfar bæði töflunotkun í meiri smáatriðum, breiddastillingar og spássíur í töflureitum og leturnotkun.
14 W-13 Í þessu verkefni sækirðu skjal á Vefskólavefinn og setur það upp. Stílar eru lagaðir, dálkar settir á, gengið frá fyrirsögnum, hausum og fótum og orðum skipt á milli lína.
15 W-14 Þetta er lokaverkefni þessarar verkefnalotu. Þú sækir skjal á Vefskólavefinn og gengur alveg frá því. Þú lagar og stillir stílana, setur á skjalið forsíðu og efnisyfirlit, gengur frá fyrirsögnum og dálkum, neðanmálsgreinum, hausum og fótum, setur inn myndir og myndatexta, myndaskrá, heimildaskrá og atriðaskrá. Þetta verður viðmiðunarskjal fyrir þig - sem þú notar þegar þú gengur frá þínum verkefnum og samantektum í framtíðinni.
.. Eink: Hér lýkur verkefnalotu númer 2. Hún gefur einkunnina 2,0. Samtals hefurðu nú fengið einkunnina 4,0.
Ekki byrja á næstu verkefnalotu fyrr en þessari er að fullu lokið!
.. Excel: Hér notarðu Excel-gátlistann
16
17
18
19
E-1
E-2
E-3
E-4
Þetta eru góð byrjendaverkefni og líka nytsöm til upprifjunar.
20 E-5 Þetta verkefni er í tveimur liðum sem að lokum er skilað í einu líkani. Þetta er fyrsta líkanið sem þú býrð til eftir þessari bók. Líkan útbýrðu fyrst nákvæmlega eftir leiðbeiningunum en síðan breytirðu lykiltölum svo að innihaldið eigi við þínar aðstæður eða það sem þú vilt sérstaklega skoða. Þegar sú breyting er komin sendirðu lausnina inn.
21 E-6 Dagsetningar og dagareikningar.
22 E-7 Bíllinn þinn og rekstur hans!
23 E-8A Notaðu hjálparskrána sem vísað er til í Excel-Gátlistanum. Síðan lagarðu innihaldið að þínum aðstæðum.
24 E-8B B-liðnum lýkurðu þegar þú hefur lært að gera graf í verkefni 9.
25 E-9 Kennir þér að útbúa graf.
26 E-10 Þetta er dálítið samsett verkefni sem kennir nytsama hluti og kynnir til sögunnar tækin sem heita GoalSeek og Solver.
.. Eink: Hér lýkur verkefnalotu númer 3. Hún gefur einkunnina 2,0. Samtals hefurðu nú fengið einkunnina 6,0.
Ekki byrja á næstu verkefnalotu fyrr en þessari er að fullu lokið!
27 E-11 Æfir þig í að nota GoalSeek þegar hjálp er að honum.
28 E-12 Nýtsamt verkefni og góð þjálfum í nákvæmum vinnubrögðum.
29 E-13 Þjálfun í graf-gerð og notkun tækja til að leggja feril að punktum. Hér er beðið um bestu beinu línuna - þ.e. þá beinu línu sem best leggst að þeim punktum sem gefnir eru og birtast í grafinu.
30 E-14 Þjálfar meira sömu atriði og verkefni 13
31 E-15 Útreikningur á vinnulaunum.
32 E-16 Útreikningur á tíma og flett upp í töflu.
.. Eink: Hér lýkur verkefnalotu númer 4. Hún gefur einkunnina 2,0. Samtals hefurðu nú fengið einkunnina 8,0.
Ekki byrja á næstu verkefnalotu fyrr en þessari er að fullu lokið!
.. Word: Word-viðbótin sem gefur 1 í einkunn
Hér notarðu Word-gátlistann
33 W-15 Hér býrðu til stílblað sem í Word heitir template. Stílblað er í rauninni eyðublað sem þú getur kallað fram þegar þú vilt og fyllt inn í. Það vistast ekki ofan í sjálft sig heldur bíður eftir nýju nafni alveg eins og venjulegt skjal sem þú skrifar. Í rauninni er hvert nýtt skjal sem þú tekur inn sem auða síðu - aðeins eyðublað sem hefur verið útbúið.
34 W-16 Hér lærirðu að nota fjölpóst. Þú skrifar eitt bréf og síðan býrðu til lista yfir viðtakendur - og framleiðir síðan bréf til þeirra allra þar sem hver um sig er ávarpaður með réttu nafni. Gott fyrir frambjóðendur í kosningaslag - og þegar þú sendir viðskiptavinum upplýsingar í bréfi.
35 W-17 Hér eru útbúnir límmiðar - til að setja æa fjölpóstinn í verkefni 16!!
36 W-18 Gerð fjölva. Fjölvi er sérstök skipun sem þú getur búið til. Fjölvar eru sérstaklega nytsamir við verk sem oft þarf að endurtaka. Þannig getur löng skipanalota styst í aðeins eina skipun, fjölvann!
.. Eink: Hér lýkur Word-viðbót. Hún gefur einkunnina 1,0. Samtals hefurðu nú fengið einkunnina 9,0.
.. Excel: Excel-viðbætur sem gefa 1 + 1 í einkunn
Hér notarðu Excel-gátlistann
37 E-17 Hér eru fjármálaföll æfð.
38 E-18 Þetta er tímafrekt verkefni en gefur mjög góða innsýn inn í möguleika Excel-forritsins. Þegar líkanið er tilbúið geturðu með innritun upplýsinga í nýjum mánuði - um yfirvinnumagn og ákvæðisatriði - og nýja útborgunardagsetningu - fengið út launaseðla og greiðsluyfirlit fyrir alla starfsmennina.
.. Eink: Hér lýkur Excel-viðbót númer 1. Hún gefur einkunnina 1,0.
Samtals hefurðu nú fengið einkunnina 9,0 - eða 10,0 ef þú gerðir Word-viðbótina.
39 E-19 Líkan sem fylgist með láni og greiðslum þess. Þegar það er tilbúið lagarðu það að áhugaverðu láni - núna!!
40 E-20 Æfing í gagnavinnslu í Excel sem sýnir enn nýja hlið á þessu ágæta forriti.
.. Eink: Hér lýkur Excel-viðbót númer 2. Hún gefur einkunnina 1,0.
Samtals hefurðu nú fengið einkunnina 10,0 - eða 11,0 ef þú gerðir Word-viðbótina!
Já - auðvitað -
það er aðeins gefið 10 hæst !!
en þú skalt samt reyna að taka alla hlutana - fá 11 !!
því að allar

viðbæturnar eru afar nytsamar.
Notaðu
Gát-listana!!
Internet- og Word-gátlistinn
Excel-gátlistinn

Efst á þessa síðu * Forsíða