Forsíða
námskrár-torg

Uppfært
15.4.2000


7. og 8. lota námskeiðs fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000) * Stuðst er við bók HogW
> Þróunaráætlun

um breytt námsefni
og endurskoðun kennsluhátta
í tölvunotkun.

Þessi samantekt er ætluð kennurum tölvudeildar. Þar hafa sumir meiri menntun og aðrir minni - einnig í kennslugreininni sjálfri. Sumir hafa starfað þar lengi en aðrir aðeins eina önn. Enn aðrir byrja í nýir um leið og hið nýja námsefni er tekið upp. Sennilega hafa þeir kennt eldra námsefnið á fyrri kennslustað.

Hér er > Markmið náms í framhaldsskóla
og sérstök markmið náms í UTN og TÖK
>>
til flýtis
í aðra
hluta
Efnisyfirlit

7. lota:

8. lota:

IV IV: Nánari lýsing breyttrar kennslu:

Önnur atriði - sjá IV. kafla

Markmið Markmið náms í framhaldsskóla
og sérstök markmið náms í UTN og TÖK

Markmið með kennslu þessa áfanga er margþætt. Hér verða þættirnir tíundaðir með hliðsjón af því sem fram kemur í

  • A almennum hluta aðalnámskrár,
  • B aðalnámskrá um upplýsinga- og tæknimennt og
  • C því sem snýr beint að efni og innihaldi áfangans og markmiðum með miðlun þess.
    Það skiptist nánar í
    >> C-1 markmið aðalnámskrár með UTN-náminu,
    >> C-2 markmiðin með áfanganum UTN-103
    >> C-3 og loks markmiðin sem talin eru með hinu skilgreinda TÖK-námi en þau er að finna síðast í aðalhluta IV. kafla.

Markmið TÖK-námsins eru tekin nánast orðrétt af vef Skýrslutæknifélagsins.

A Markmið hins almenna hluta aðalnámskrár

Í kaflanum Hlutverk og markmið framhaldsskóla á bls. 13 -18 í almennum hluta aðalnámskrár framhaldsskóla frá 1999 eru tiltekin meginmarkmið framhaldsskólans. Vitnað er til 2. gr. laga um framhaldsskóla þar sem hlutverk skólanna er tilgreint og nær yfir eftirtalin atriði. Framhaldsskólinn skal vekja, móta, stuðla að og efla með nemendum:

  • (1) alhliða þroska
  • (2) undirbúning undir líf og störf í lýðræðisþjóðfélagi.
  • (3) undirbúning undir störf í atvinnulífinu
  • (4) undirbúning undir frekara nám.
  • (5) ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi
  • (6) öguð og sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna hugsun
  • (7) neyslu og not menningarlegra verðmæta
  • (8) fýsn til fróðleiks og skrifta - og til að nýta möguleika upplýsinga- og tölvutækninnar.

Þegar markmið eru gerð að keppikefli er eðlilegt að gera grein fyrir af hverju skal marka að þeim sé náð. Nemandi sem er að læra stærðfræði í framhaldsskóla hlýtur yfirleitt einkunnina 8,0 ef hann leysir 80% úrlausnarefnanna réttilega. Þá einkunn hlýtur hann hvort sem hann hefur náð framförum á öllum þessum átta sviðum - eða engu þeirra. Það er því verðugt umræðuefni í hverju framhaldsskólinn á að láta framfarir á þessum meginsviðum koma fram við útskrift nemandans. Ein hugmynd er sú að tiltekin sé sérstök einkunn - eða fleiri einkunnir, sem greini frá þessari framför nemandans. Til þess að gefa þá einkunn er þá nærtækt að hafa sérstaka matsmenn sem nota sérstakar aðferðir og viðmiðanir til að gefa mati sínu gildi.

B Markmið aðalnámskrár um upplýsinga- og tæknimennt

Í aðalnámskrá framhaldsskóla fyrir upplýsinga- og tæknimennt frá 1999 eru á bls. 13 talin lokamarkmið tölvufræðinnar. Lögð er áhersla á að nemandi fái innsýn í helstu þætti tölvufræða; það felur m.a. í sér að

  • búa sig undir áframhaldandi nám á háskólastigi
  • öðlast grundvallarfærni í greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita
  • öðlast grundvallarfærni í gagnasafnsfræði
  • skilja inntak laga um tölvugögn og höfundarréttarlög um hugbúnað
  • öðlast undirstöðuþekkingu á mismunandi uppbyggingu stýrikerfa og vélbúnaðar
  • öðlast góða undirstöðuþekkingu á notkunarsviðum, möguleikum og takmörkunum tölva

Þess ber að geta hér sérstaklega að UTN-námið inniheldur ekki forritunarnám í venjulegum skilningi. Eina forritunin er ef nemandinn býr til flýtiaðgerðir í skrifstofuforritum eða forritsbúta í gagnagrunnsforriti. Þó má líta svo á að nemandi sem tekur UTN-áfanga verði þar með færari um að ná árangri á þeim sviðum sem hér eru nefnd.

C Markmið aðalnámskrár um upplýsinga- og tæknimennt með námi um upplýsinga- og tölvunotkun í framhaldsskólum: UTN

Námsáfangaheitið UTN er í raun hugsað sem rammi um safn af áföngum. Meðal þeirra áfanga sem lagt er til að verði undir UTN-heiti eru

  • forkröfu-áfangi fyrir nemendur sem ekki hafa fullnægjandi grunn í upplýsinga- og tölvunotkun. Með áfanganum er þá verið að tryggja að allir nemendur skólans geti nýtt sér upplýsingar á margvíslegu formi og upplýsinga- og samskiptatækni sem verkfæri í hverri námsgrein. Þessi áfangi fái heitið UTN-103. Sjá bls. 23 í þessari aðalnámskrá. Hér er gert ráð fyrir að nemendur fái þjálfun í atriðum sem á skortir að hann hafi náð lokamarkmiðum grunnskólanámsins.
  • Æskilegt er að skólar bjóði ýmsa valáfanga undir áfangaheitinu UTN. Þetta geta veirð áfangar þar sem nemendum gefst kostur á að auka færni sína á ýmsum sviðum upplýsinga- og tölvunotkunar, til dæmis í ritvinnslu og skjalastjórn, margmiðlun og vefsíðugerð. Nemendum verði gefin kostur á að taka þessa áfanga í frjálsu vali.
C-1

Yfir-
markmið
UTN-
námið

Nemandi
  • temji sér gott verklag við notkun upplýsinga- og samskiptatækni. Það felur meðal annars í sér að hann
    > forðist langar kyrrsetur við tölvu,
    > tileinki sér rétta likamsbeitingu við tölvuvinnslu
    > taki tillit til umhverfissjónarmiða við notkun upplýsingatækni, t.d. í notkun á pappír
  • sé hvattur til að nýta sér upplýsingar á margvíslegu formi í tengslum við það nám sem hann stundar. Það felur m.a. í sér að hann
    > afli, flokki, meti, vinni úr og miðli upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt. Það felur m.a. í sér að hann
    ** nýti sér helstu tegundir upplýsingasafna
    ** afli sér upplýsinga um fjölbreytt efni eftir margvíslegum leiðum
    ** sýni færni í að meta gæði, áreiðanleika, uppruna og gildi upplýsinga
    ** beiti helstu aðferðum við skráningu og miðlun upplýsinga, hvort heldur sem er á stafrænu formi eða ekki
    > þekki hvaða upplýsingakostur honum stendur til boða á skólasafninu, hvort heldur sem er á tölvutæku formi eða ekki
    > þekki helstu lagaleg og siðferðisleg atriði er varða söfnun, geymslu og miðlun upplýsinga
  • fái tækifæri til að nýta sér upplýsinga- og samskiptatækni í tengslum við það nám sem hann stundar. Það felur m.a. í sér að hann
    > öðlist víðtæka reynslu af hagnýtingu upplýsinga- og samskiptatækni
    > sýni frumkvæði í að afla sér þekkingar á notkunarmöguleikum upplýsinga- og samskiptatækni
    > sýni frumkvæði í að nota þekkingu sem hann aflar sér með upplýsinga- og samskiptatækni
  • noti upplýsinga- og samskiptatækni til að afla sér þekkingar, skapa þekkingu og kynna fyrir öðrum. Það felur m.a. í sér að hann
    > setji fram á tölvutækan hátt þekkingusem hann aflar sér í námi s.s.
    ** með gagnasafni
    ** með myndrænni framsetningu tölfræðilegra gagna
    ** á margmiðlunarformi með tónlist, myndum, kvikmyndum og stiklutexta
    > sýni frumkvæði og áræði í að skapa nýja þekkingu með notkun upplýsinga- og samskiptatækni, t.d. með því að greina, hanna og gera hugbúnað, hermilíkön eða þekkingarkerfi til að afla þekkingar og reynsluprófa
    > geti rætt um verkfæri og viðfangsefni upplýsingatækni og upplýsingavinnslu á góðri íslensku
    > geti kynnt verkefni sín og hugmyndir á skýran og skilmerkilegan hátt um tölvunet
  • sýni ábyrgð, siðvit og tjáningarhæfni í vinnu á staðarneti skólans sem og á Netinu og í samskiptum við aðra um tölvunet. Það felur m.a. í sér að hann
    > vinni með öðrum nemendum um tölvunet við lausn viðfangsefna, axli þar ábyrgð, læri af öðrum og sýni frumkvæði
    > þjálfi samskipta- og tjáningarhæfni sína um tölvunet, t.d. með því að tjá sig skriflega í rauntíma og með samskiptum í sýndarveruleika
    > stundi á árangursríkan hátt staðbundið nám sem og fjarnám um tölvupóst, tölvuráðstefnur og myndráðstefnur.

Æskilegt er að kennarar í hverri námsgrein taki tillit til þessara markmiða við námsmat.

C-2

Nánar
tilgreind
markmið
UTN-103

Áfangamarkmið aðalnámskrár um upplýsinga- og tæknimennt með áfanganum UTN-103

I: tölvunotkun: Nemandi

  • þekki staðarnet skólans og þann hugbúnað sem honum stendur til boða
  • geti beitt þeim hugbúnaði sem til er í skólanum, í réttu samhengi við annað nám í skólanum
  • geti sjálfur aflað sér þekkingar um hvernig hagnýta má upplýsingatækni í tengslum við nám sitt
  • geti á tölvutækan hátt sett fram þá þekkingu sem hann hefur aflað sér s.s. í gagnasafni, með myndrænni framsetningu tölfræðilegra gagna, á margmiðlunarformi með tónlist, myndum, kvikmyndum og stiklutextta
  • geti rætt um verkfæri og viðfangsefni upplýsingatækninnar á réttri íslensku
  • sýni ábyrgð og siðvit í vinnu sinni á staðarneti skólans sem og á interneti

II: Upplýsingalæsi: Nemandi

  • þekki helstu atriði í sögulegri þróun upplýsingamála
  • fái innsýn í tilurð, eðli og hagnýtingu upplýsinga
  • þekki helstu aðferðir við skráningu og miðlun upplýsinga, hvort heldur er á stafrænu formi eða ekki
  • þekki helstu tegundir upplýsingasafna
  • geti aflað sér upplýsinga um fjölbreytt efni eftir margvíslegum leiðum
  • öðlist færni í að meta gæði, áreiðanleika, uppruna og gildi upplýsinga
  • þekki helstu lagaleg, siðferðisleg og félagsleg atriði er varða söfnun, geymslu og miðlun uppýsinga
IV IV: Nánari lýsing breyttrar kennslu:
Hér fyrir ofan er

Önnur atriði þessa IV. kafla

Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta * Efnisyfirlit þessarar samantektar