Forsíða
námskrár-torg

Uppfært
15.4.2000


7. og 8. lota námskeiðs fyrir framhaldsskólakennara:

Námskrárfræði og skólanámskrárgerð
(Ágúst 1999-júní 2000) * Stuðst er við bók HogW
> Þróunaráætlun

um breytt námsefni
og endurskoðun kennsluhátta
í tölvunotkun.

Þessi samantekt er ætluð kennurum tölvudeildar. Þar hafa sumir meiri menntun og aðrir minni - einnig í kennslugreininni sjálfri. Sumir hafa starfað þar lengi en aðrir aðeins eina önn. Enn aðrir byrja í nýir um leið og hið nýja námsefni er tekið upp. Sennilega hafa þeir kennt eldra námsefnið á fyrri kennslustað.

Hér er >> III. Áætlun um framkvæmd breytingarinnar

Hér eru athugaðir þeir þættir sem taka þarf tillit til þegar breytingarstarfið er áætlað og framkvæmt. Gerð er áætlun um hvernig komið skuli að hinum einstöku atriðum og þau sveigð til þess forms sem ætlast er til.

>> Efnisyfirlit

Formáli = Eftirmáli

7. lota:

8. lota:

III III: Áætlun um framkvæmd breytingar
Aðilar Kennarar tölvudeildarinnar munu vinna verkið. Fyrsti hluti þess er að afla nákvæmrar markmiðalýsingar og gera sér grein fyrir hvað í henni felst. Þegar sú umræða er komin af stað munu þeir átta sig betur á því að hvaða leyti er um nýnám og nýkennslu að ræða.

Gert er ráð fyrir að í ágústbyrjun verði ráðinn nýr kennari að deildinni. Þetta atriði er haft með til að breikka undirbúninginn og haga honum þannig að nýliðar eigi aðgang að heppilegum skýringum og leiðbeiningum um hvað eina sem til þarf.

Undir-
búningur
Glöggur rammi er um þessa breytingu og auðveldar það allt undirbúningsstarf:

 • Fræðsluyfirvöld hafa í aðalnámskrá lagt svo fyrir að breyta skuli um námsefni
 • UTN-námið er skilgreint í aðalnámskrá að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er. Áfanginn UTN-103 er þegar skilgreindur þar og opinn er möguleikinn að skilgreina námsáfangann UTN-203 sem undirbúningsáfanga fyrir TÖK-próf.
 • TÖK-náminu fylgir nákvæm skilgreining sem fara skal eftir við kennsluna og þar er til staðar prófabanki og matsreglur. TÖK-prófin veita nemendum eftirsótt réttindi og eru því í sjálfu sér hvetjandi.
 • TÖK-kennsla hefur verið tekin upp við íslenska skóla svo þangað er unnt að sækja fyrirmyndir, ráð, viðræðu og kennslugögn.

Það er því unnt að hafa tiltölulega einfalda áætlun - þótt ef til vill verði ekki svo einfalt að hrinda hverjum einstökum þætti hennar í framkvæmd. Áætlunin sjálf kemur fram hér á eftir.

Tengsl
við
fyrri
þekkingu
Breytistarfið
Allir kennarar deildarinnar hafa tekið upp kennslu í nýju og breyttu kennsluefni á næstliðnum 2-4 árum og breytt og þróað innihald námsáfanga sem lengur hafa verið kenndir. Þetta á einnig við um áfangann TÖL-102 sem leggja á niður í núverandi mynd. Þeir eru því kunnugir breytistarfi og sú upptaka - eða það upptökuferli sem stendur fyrir dyrum mun þess vegna ekki vera þeim sérstakt nýmæli.

Þrátt fyrir það er ljóst að þeim mun verða það auðveldara ef unnt er að leggja þeim nytsöm gögn í hendur, leiðbeiningar, samráðsvettvang - og helst námskeið í því námsefni sem bætist við.

Kennslutenging
Eldra námsefni var ekki svo mjög frábrugðið því sem upp verður tekið. Að sumu leyti verður það hið sama en að öðru leyti framhald af því eldra og að sumu leyti alveg nýtt efni. Hið nýja efni ber þó í sér sjálfgefin skynsamleg tengsl við námsefnið og við þann starfsvettvang sem nemendurni fara til. Þar skiptir ekki máli hvort nemandinn fer til frekara náms eða út í launuð störf.

Tímamörk Þetta er skrifað 17. mars og hið breytta námsefni skal kenna frá 18. ágúst. Ætla má að allir kennararnir hafi afar mikið að gera næstu tvo mánuði en samt verður hér gert ráð fyrir að megin hluti undirbúningsins far fram á þeim tíma. Þegar kennsla hefst er áætlað að tilbúin verði áfangalýsing með því sem henni skal fylgja, kennsluefni, prófabanki, prófskipulag og úrvinnsluhættir, kennsluáætlun og kennarar verði orðnir sæmilega tryggir um að ráða við kennsluna þessa fyrstu önn.

Eftir 5 mánuði þarf allt að vera tilbúið og kennararnir reiðubúnir að takast á við hið nýja námsefni.

Starfs-
aðferð
Gert er ráð fyrir

 • að kennarar deildarinnar komi saman vikulega og á fyrsta fundinum verði rætt það sem til stendur á svipuðum nótum og umfjöllun sú sem hér hefur verið fram sett,
 • að hverju sinni sem þeir komi saman setji þeir nýjar hugmyndir og athugasemdir í úrvinnslusafn verkefnisins,
 • að á fundi verði tilteknir þeir verkefnishlutar sem vinna þarf þar til verkinu er lokið og þeir hlutar sem ljúka þarf fyrir næsta fund - og einn eða fleiri kennarar taki verkhlutana að sér - án annarrar greiðslu en felst í föstum launum - því hér er aðeins um að ræða venjubundið kennsluverkefni,
 • að uppi sé haldið virkri endurskoðun framlagðra gagna og nýjar hugmyndir lagðar fram jafnvel þótt ljóst verði þegar fram í sækir að sumar þeirra muni bíða þess tíma að hið nýja námsefni og kennsla þess verður endurskoðað.
Áætlun: Þetta starfsferli falli þannig í tímaramma:
 • Fimmtudaginn 23. mars verði fyrsti fundur.
 • Fimmtudaginn 30. mars liggi fyrir lýsing frá Skýrslutæknifélaginu á TÖK-náminu og lýsing aðalnámskrár á UTN-áfanganum og einhver hafi farið í kynnisferð til skóla sem kennir TÖK-áfanga og fengið þaðan gögn og upplýsingar. Þar á meðal íslenskt kennsluefni og erlent og prófabanka eða sýnishorn úr honum.
  Á þeim fundi verði útbúið erindi til stjórnar skólans og beðið um að kennurum deildarinnar verði útvegað námskeið þar sem þeir geti fengið fræðslu um innihald TÖK-námsins svo að þeir verði öruggir um að ráða við að kenna efni þess.
 • Fimmtudaginn 5. apríl verði farið yfir drög að áfangalýsingu fyrir UTN-103 og UTN-203. Áhersla er lögð á að ganga frá UTN-103 því hann verður keyrður á haustönn 2000 meðan UTN-203 verður fyrst keyrður á vorönn 2001.
 • Fimmtudaginn 12. apríl verði til bráðabirgða ákveðið hvaða kennslugögn verði notuð á haustönn 2000 með fyrir vara um að væntanlegt námskeið kunni að valda þar breytingum. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir að unnt verði að fá námsefni frá öðrum íslenskum skóla. Rætt verði hvaða atriði þurfi að hafa forgang í að komast út á vef. Jafnframt verði dregnar upp útlínur að því hvernig þetta námsefni hlutist skynsamlega niður til fjarkennslu á vef. Sett verði fram áætlun um þá efnishluta þar sem kennarar verða sjálfir að semja námsefni. Einn eða fleiri kennarar taki að sér að semja það og á reglubundnum fundum eftirleiðis verði fylgst með framvindu þeirrar samningar.
 • Fimmtudagurinn 19. apríl er Skírdagur.
 • Fimmtudaginn 26. apríl verði rætt áfram um það sem rætt var 12. apríl.
 • Fimmtudaginn 3. maí lögð drög að námsáætlun í UTN-103. Jafnframt rætt hvernig hún mótar fjarkennsluna.
 • Fimmtudaginn 10. maí farið yfir efni sem komið er á vefinn og haldið áfram að skjóta saman hugmyndum að efni sem þangað á erindi. Fjarkennslu-uppsetningin rædd og endurskoðuð.
 • Fimmtudaginn 17. maí vefuppsetningin skoðuð. Gert ráð fyrir að fjarnám hefjist á haustönn 2000 um leið og nærnám í skólanum.
 • Fimmtudaginn 24. maí dregin saman atriði sem þurfa að vera í leiðbeiningum til nýrra kennara um þennan áfanga. Áætlað um uppsetningu þeirra leiðbeininga á vef.
 • Fimmtudaginn 31. maí ákveðið um þau sumarverkefni sem vinna þarf til að áætlunin nái fram að ganga í tæka tíð. Ekki síðar en þá verði ljóst um námskeið fyrir kennara og um liðsinni frá skóla sem þegar hefur tekið námið upp.
Hindrun Áætlun þessi gerir ekki ráð fyrir mörgum ófyrirséðum vanhöldum og má ekki við miklum úrföllum. Veikindi kennara, störf þeirra að krefjandi verkefnum í öðrum deildum - þeirra sem kenna í fleiri deildum en tölvudeildinni, fyrirburðir í skólalífinu sem ber upp a fundartímann á fimmtudögum - svo og smæð þess fundartíma - allt eykur þetta hættu á að framgangur verkefnisins tefjist umfram það sem hér er áætlað. Tölvudeild skólans hefur á að skipa fjórum kennurum. Þar af eru tveir sem kenna einnig við aðrar deildir.

Gert er ráð fyrir að strax í upphafi verði tilteknum kennara eða kennurum falin veigameiri verkefnin og stjórnun umræðunnar. Bakteríum verði stranglega haldið frá þeim.

Ágreiningur Ekki er gert ráð fyrir umtalsverðum ágreiningi því í fyrstu lotu verður tekið upp sama fyrirkomulag og þegar er komið á í tilteknum öðrum framhaldsskóla um þetta nám.
Kynning Hið nýja nám verður kynnt í kynningarerindum skólans. Reynt verður að stuðla að því að samstarf verði haft við útaðila í atvinnulífinu um að bregða eftirsóknarverðum blæ yfir TÖK-skírteinið. Fram komi að þeir fagni tilkomu þess því að þar með viti þeir að handhafi þess sé fær um að ganga í almennt tölvustarf hjá þeim.
Stuðningur Gert er ráð fyrir að stuðningur fáist með samstarfi við skóla sem þegar hefur tekið upp kennslu í TÖK-áfanganum. Einnig verði kennurum boðið á námskeið í námsefni áfangans og umræðu um álitamál.
Mat Faglegur árangur nemendanna er metinn eftir þeim stöðluðu reglum sem fylgja TÖK-skírteininu og prófabankanum. Mat á því hvernig nemendum tekst að fikra sig að öðrum skólamarkmiðum fer eftir aðferðum skólans.

Árangur kennslunnar er jafnframt metinn í samanburði við það sem áður var. Fyrst og fremst er þar byggt á reynslu þeirra kennara sem kenndu fyrri áfangann með eldra efninu og kenna síðan þennan nýja TÖK-áfanga. Í samskiptum sínum við nemendur reka þeir sig á mismun og gera grein fyrir honum í skipulegum samræðum og á deildarfundum þar sem sérstaklega er rætt um einkenni sem unnt er að nota til mats.

Árangur kennslunnar er líka metinn með samanburði á velgengnis-hlutfalli og frammistöðu nemenda miðað við það sem gerist í öðrum skólum sem bjóða sama nám.

Jafnframt er í gangi á vefnum matseyðublað sem nemendur eru beðnir að fylla út nafnlaust og meta áfangann, eigin frammistöðu, kennsluefni, kennsluaðstæður, kennslutæki og kennara. Þetta gefur skólanum og kennurunum ans á áfangann, skipulag hans og kennsluframgang.

Sjálfsmatsnefnd skólans leggur svo fyrir sérstakt mat og það verður skoðað og borið saman við þau atriði sem mælst hafa í mati deildarinnar í heild og einstakra kennara.

Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta * Efnisyfirlit þessarar samantektar