| GÓP-fréttir Forsíða
|
8. kafli í HogW * Námskrármat/nemendamat
Á sérstökum síðum er fjallað um eftirtaldar fjórar matstegundir - af bls. 298 - 318:
|
| 8.4 | Sá sem metur |
| Kennari eða her sérfræð- inga |
Fjöldi metenda fer eftir umfangi mats-starfsins: er ætlunin að meta flókið og fjölskrúðugt viðfangsefni og er ætlast til að á niðurstöðunni verði reistar mikilvægar ákvarðanir? Ef hvort tveggja er einfalt má ætla að fáa þurfi til - jafnvel einn einasta kennara. Á síðasta áratug tuttugustu aldar var sú tilhneiging í Bandaríkjunum að hafa matið fremur einfalt og óformlegt kennaramat þar sem skoðað var verulegt úrval nemendavinnu (Eisner - 1993; Wiggins - 1989). Þessi tegund mats er nú nefnd nöfnum eins og ítarmat og vinnubókarmat og er í samræmi við matshugmyndir Dewey frá upphafi aldarinnar. Engu að síður hefur verið haldið uppi þrýstingi um verjanlega notkun opinberra fjármuna sem leitt hefur til meiriháttar formlegs mats-starfs sérfræðinga. |
| Kunna til verka |
Námskrármat er enn mjög undir sömu áhrifum og árunum frá 1960 - 80 þegar mat var fellt í formlegar viðjar og mikið skrifræði til að þóknast eftirlitsmönnum opinberra fjárveitinga. Af þeim sökum eru námskrárrannsóknir og námskrármat oft stýrt af sérfræðingum sem jafnvel eru sérstaklega til þess ráðnir af skólahéraði. Einnig geta slíkar úttektir verið hannaðar af háskólakennurum sem fengnir hafa verið til ráðgjafar fyrir skólanefndir eða einkafyrirtæki. Enn er á lofti haldið kröfum um að námskrármat skuli framkvæmast af góðum matsmönnum, með tæknilega þekkingu á verkinu, heilsteyptan og heiðarlegan persónuleika og hlutlæg vinnuubrögð - svo sem verið hefur næstliðna áratugi (Nevo - 1983, Stufflebeam, Foley, Gephart; Guba, Hammond og Provus 1971). |
| Aðstoð yfirleitt tiltæk |
Aðstoð sérfræðinga er yfirleitt tiltæk - jafnvel þótt um sé að ræða tiltölulega minniháttar og óformlegt mat á námsefni sem fáir kennarar hafa unnið í einum skóla. Þannig er oft unnt að fá sérfærðinga til hjálpar frá skólaskrifstofu eða ráðuneyti til að aðstoða kennara við að útbúa áætlun um öflun nytsamra upplýsinga. Stundum geta starfsmenn skóla aflað minniháttar fjárstuðnings til að ráða utanaðkomandi ráðgjafa til sérstakra verkefnasvo sem til að skipuleggja og samhæfa matsaðgerðina eða túlka þau gögn sem safnað hefur verið. |
| 8.5 | Algildir staðlar? |
| óformlegt
vs formlegt |
Skiptar skoðanir geta verið um það hvort nauðsynlegt er að hafa fastar viðmiðanir og algilda staðla við allt námsmat. Ljóst er að eftir því sem matið er umfangsminna og óformlegra er ólíklegra að þátttakendur hafi sérlegar áhyggjur af því hvort framkvæmdin og niðurstöðurnar fylgja formlegum vinnureglum og stöðlum. Hins vegar er ekkert sem segir að óformlegt mat geti ekki verið vel gert. Fjöldi mjög góðra matsgerða hefur staðið traustum fótum á óformlegum og oft lítið aðlöguðum athugunum kennarans. Engu að síður hefur mats-samfélagið í Bandaríkjunum færst nær því að koma á algildum stöðlum - jafnvel þótt það merki að beita verði formelgum fjölda-athugunum með meiri og minni tækni og skriffinnsku. |
| 1981 stöðlun |
1981 náðist nokkur niðurstaða um staðla í starfi Joint Committee og Standards for Educational
Evaluation. Formaður var Daniel Stufflebeam og þátttakendur komu frá veigamiklum samtökum eins og
American Educational Research Association og American Psychological Association.
Þetta var ef til vill áhrifamesta aðgerðin til að koma á viðmiðunum sem gátu í senn verið nógu hlutlægir til að vera til gagns en þó um lieð nógu almennir til að verða ekki of stýrandi. |
| nyt - hag - vel - nákv - |
Nefndin náði saman um 30 viðmiðanir sem hún skipti í 4 svið sem hún nefndi |
| Nytsemi | Nytsemi innifelur 8 staðla við að afla staðreynda sem eru upplýsandi, tímabærar og áhrifaríkar. Stufflebeam (1981) nefnir að þessir staðlar geri matsmönnum nauðsynlegt að kynna sér þá sem verið er að meta, vinna með þeim til að gera sér grein fyrir hvaða upplýsinga þeir þarfnast og gera áætlun um matið með hliðsjón af þessum þörfum. Nytsemis-sviðið tekur til þess hvernig skal standa að hágæða-mati til að þjóna raunhæfum markmiðum. |
|
Hag- kvæmni |
Hagkvæmni innifelur 3 staðla um ákvarðanir sem eru raunhæfar um tilkostnað og arðsemi, hyggindi og útsjónarsemi. Tækni og aðferðir matsins þurfa bæði að vera sífellt tiltækar og virka vel en ekki síður þarf að gæta þess að þær falli vel að þeim kringumstæðum þar sem matið fer fram. Þannig þarf metandinn að sjá fyrir og áætla um þær ólíku aðstöður og þau ólíku viðbrögð sem gera má ráð fyrir hjá hinum mismunandi hagsmunahópum og öðrum sem eiga nokkuð undir í þeirri námskrá sem verið er að meta. |
| Velsæmi | Velsæmi innifelur 8 staðla sem eiga að opna augu metandans fyrir atriðum sem geta verið ólögleg, óheiðarleg eða ósiðleg. Stufflebeam (1981) segir þessa staðla krefjast þess að matið sé framkvæmt löglega, siðlega og með tilliti til velferðar þeirra sem verið er að meta og einnig hinna sem munu eiga eitthvað undir niðurstöðum þess. |
|
Ná- kvæmni |
Nákvæmni innifelur 11 staðla um miðlun nákvæmra upplýsinga. Þar er tekið til notkunar áreiðanlegra heimilda að upplýsingum, viðunandi mæliaðferða, óhlutdrægrar könnunar upplýsinga og hlutlægrar birtingar niðurstaðna. |
| Stöðlunin setur sitt mark |
Staðlarnir sjálfir kalla á nokkra hlutdrægni því þeir gera í sjálfu sér ráð fyrir að matsaðgerðin sé formleg
og að metendurnir skuli vera alveg hlutlægir og taka enga afstöðu. Af þessum sökum eru ekki sjálfgert að
nota þá óbreytta við þá óformlegu matsgjörð sem kennarar eru sífellt að framkvæma í kennslustofunni -
og sem í raun skilar oft áhrifamestu upplýsingunum fyrir eftirkomandi formlegar fjöldakannanir. Þeir
ganga ekki heldur óbreyttir í ýmsum öðrum velþekktum matsaðferðum eins og þátttöku-athugun þar sem
metandinn tekur þátt í starfinu til að skilja það svipuðum skilningi og aðrir þátttakendur.
Þessi stöðlun tekur ekki heldur á þeirri mikilvægu spurningu hvort metandinn á að reyna að vera algjörlega hlutlaus - sem honum mun í raun aldrei takast - eða hvort hann á á að reyna að draga fram viðhorf sín svo að aðrir geti tekið tillit til þeirra þegar þeir skoða niðurstöður matsins. |
| Staðlarnir eru nytsamir |
Þrátt fyrir þessar takmarkanir virðast staðlarnir ekki hafa staðið í vegi fyrir þróun undanfarinna áratuga í
frjóum hugmyndum um matsaðferðir þar sem tækni og aðferðir eru felldar að markmiðum og aðstæðum
hverju sinni. - í stað þess að fella aðstæður og markmið að tiltækum matsaðferðum. Framsetning þessara
staðla kann einnig að hafa aðstoðað hlutlægnis-einskorðaða metendur við að standa að slíku mati á
sveigjanlegri hátt en ella hefði verið.
Almennt má segja að utanaðkomandi metendur og ráðgjafar sem koma skólum og skólahéruðum til aðstoðar við að framkvæma formlega námskrárúttekt ættu að vera kunnugir stöðlum eins og þessum - og hafa þá að nokkru leiðarljósi. |
| 8.6 | Undirbúningur formlegrar úttektar |
| Hlut-rými
hug-rými |
Þegar skólamat stendur fyrir dyrum er unnt að gera sitt hvað til að reyna að tryggja að matið verði
vandlega og heiðarlega unnið og geti leitt til uppbyggilegrar niðurstöðu. Mikilvægt er að starfsfólk
skólans taki heils hugar þátt í verkefinu og leggi sitt af mörkum til að móta jákvætt samstarf. Ef
starfsfólkið vill ekki taka þátt í að ræða og kanna hugmyndir og nýbreytni og prófa ýmsar sérhæfðar
matsaðferðir er matsgerðiin í heild ekki líkleg til að ganga snurðulaust fyrir sig eða leiða af sér heppilegar
breytingar.
Nauðsynlegt er að hafa bæði líkamlegt rými - eða hlutrými - og sálrænt rými eða hugrými. Sérstök aðstaða til að samhæfa matsgerðina getur myndað nægilegt hlutrými. Sálrænt rými getur orðið viðunandi í vinsamlegu og styðjandi andrúmslofti með tilteknum tímasetningum til að ræða það sem upp kann að koma. |
| Fleiri betri en færri |
Guba og Lincoln (1981) telja sérhæfð matslið mun heppilegri heldur en einn matsmann - hvort sem um er að ræða meir háttar eða minni háttar matsgerð. Matsliðið vinnur venjulega út frá fjölbreyttu gildismati og getur skipt sér til margvíslegra hlutverka, sett fram ólík viðhorf og skoðað mál frá ólíkum sjónarhornum. Þannig mun matslið eiga meiri möguleika á að skila af sér skapandi, heildrænum og raunhæfum tillögum að frakvæmd formlegs mats - heldur en einn einstaklingur, hvort sem hann er útaðili eða starfsmaður skólans. |
| Aðstoð | Matslið þarf ekki að starfa án ytri aðstoðar. Jafnvel þótt ráðgjafar séu ekki tiltækir eða óæskilegir er unnt að nota gögn sem hafa reynst öðrum skólum nytsöm við sömu aðstæður. Atriðalistar frá öðrum matsgerðum geta hjálpað matsliðinu við skipulagninguna. |
|
Listi Hughes |
Listi þeirra Hughes, Russell og McConachy frá 1979 hefur verið notaður víða við margskonar matsgerðir og úttektir. (Ef þú hefur ekki séð hann áður skaltu gera það nú - og prenta hann út!) |
| Um lista Hughes |
Listinn skiptist í 13 skref. Ef til vill er sá hluti hans mikilvægastur sem fjallar um markmið og tilgang. Þar þarf að íhuga grandgæfilega áður en ráðist er í matsgerðina. Önnur atriði - svo sem um væntanlega viðtakendur matsins og um nothæfar aðferðir - þarf sjálfsagt að íhuga aftur og aftur eftir því sem á framkvæmdina líður. Listinn sjálfur ber ekki með sér nein svör og leiðbeinir ekki heldur um það hvenær hæfir að svara tilteknum spurningum eða hvenær hæfir að endurskoða þau svör sem framhafa verið sett. Allt þetta verður matsliðið að gera upp við sig sjálft. |
| >> | Listi Hughes er aðeins eitt dæmi um það hvernig unnt er að búa sig undir skólaúttekt. Oft er unnt að breyta frá þeim aðferðum sem aðrir hafa notað og slíkt getur líka verið til bóta þegar unnið er við sérstakar skóla-aðstæður. Þær niðurstöður og þau svör sem starfsfólk skólans kemur sér saman um geta verið bundin af gildismati þess og gildismati samfélagsins og þar getur einnig fjöldi annarra atriða ráðið miklu. Þegar svörin liggja fyrir getur vel verið að heppilegast þyki að nota einhverja sérhæfða matsaðferð. |
| 8.7
GÓP: |
Ýmsar matstegundir - og 4 sérstaklega! Þegar hugað er að skólamati - eða mati yfirleitt - er nytsamt að skoða tiltækar hugmyndir um það hvernig unnt er að standa að slíku mati. Hér verður fjallað um matsframkvæmdir sem í ýmsum efnum eru innbyrðis ólíkar. Til að auðvelda umfjöllun um ólíkar matsframkvæmdir verða þær hér nefndar matstegundir. Skilgreindar hafa verið ýmsar matstegundir og sumar verið prófaðar í raun. Þess vegna er unnt að hafa þær til hliðsjónar þegar ákveða skal er hvernig standa skuli að því mati sem ráðast skal í. Í þessum kafla verða skoðaðar fjórar matstegundir og tekin dæmi. |
| Skoða þekktar tegundir og nýta þær með gát |
Nytsamt er að hafa hliðsjón af þekktum matstegundum þegar lagðar eru línur um komandi matsgerð. Að sjálfsögðu er ekki unnt að taka einhverja þeirra óbreytta án tillits til þeirra kringumstæðna sem eru á matsstaðnum. Mikilvægast er að starfsfólk skólans sé sátt við þá matstegund sem ákveðið er að hafa að leiðarljósi og að hún hafi í heiðri hin viðurkenndu gildi skólans. Jafnframt er nauðsynlegt að skólinn sé reiðubúinn að breyta frá fyrirmyndinni eða leggja hana til hliðar ef kringumstæður krefjast. Komi til þess getur matsstjórnin þurft að leggjast undir feld að nýju en í raun er stöðug umræða og endurskoðun oft einmitt leiðin til nytsamra námskrár-aðgerða. Þetta á bæði við um sérstakar íhuganir um áætlanir, þróun og mat. Orðtakið nákvæmni í undirbúningi, sveigjanleiki í framkvæmd á jafnt við um námskrár- og skólamat eins og hvað annað í endurskoðun og þróun námskrár. |
| Yfir 40 tegundir |
Árið 1981 taldi Stufflebeam að yfir 40 mats-tegundir hefðu verið skilgreindar til að lýsa eða fyrirskrifa hvernig skipuleggja mætti og framkvæma mat. Síðan hefur fjöldi tegunda bæst í safnið þótt þau séu yfirleitt nokkurs konar tilbrigði við eldri tegundir. |
|
Hver tegund er á sérstakri síðu! |
Þær fjórar matstegundir sem hér verður fjallað um hafa lengi haft mikil áhrif og eru enn mjög víða í
notkun - bæði í upprunalegu formi og einnig í ýmsum tilbrigðum. Þær eru valdar bæði vegna sögulegra
áhrifa þeirra og vegna þess hversu notkun þeirra er útbreidd.
|