GÓP-fréttir
Forsíða


8. kafli í HogW * Námskrármat/nemendamat

Sjá efnisyfirlit 8. kafla

Bls. 303-307:
Robert Stake:

Countenance Model eða yfirbragðs-aðferðin

Dæmi um Yfirbragðs-aðferðina:
>>>> Twin City stofnunin fyrir hæfileikaríka unglinga

Countenance
Model
Yfirbragðs-aðferðin
Framför Þessi matsaðferð Robert Stake er framför frá aðferð Tylers. 1967 gagnrýndi hann það sem hann sá sem ágalla á prófunaraðferðum þess áratugar. Hann taldi óformlegar aðferðir ófullnægjhandi þar sem þær venjulega voru venjulegar reistar á óreglulegum og tilviljanakenndum athugunum, óljósum viðmiðunum og huglægum dómum. Einnig taldi hann að flest af því sem fram færi í venjulegum skóla færi algjörlega framhjá hinum formlegu aðferðum sem þó væru í notkun.
Yfirbragðið Hann taldi að breikka þyrfti yfirferð matsins með því að nota meira af formlegum aðferðum við að afla upplýsinga um það sem raunverulega væri að gerast umfram það hvort námsatriði kæmust til skila. Þar með nefndi hann atriði eins og það hvernig samræmið væri milli þess sem kennarinn hygðist fyrir og þess sem hann raunverulega gerir - og áhrif utanaðkomandi atriða á það sem fram fer í kennslustofunni.

Í matinu vildi Stake láta taka tillit til

  • forstöðunnar: fyrirfram greinanlegra og markverðra atriða eins og almennra markmiða, tækja og aðstöðu,
  • samskiptanna svo sem milli kennara og nemenda í kennslustofunni - og til
  • útkomunnar svo sem hvað nemendur hafa lært og hver viðhorf þeirra og forgangsröðun er.

Hvert þessara atriða taldi hann að bæri að skoða með tilliti til markmiðs matsins, athugun á væntum og óvæntum fyrirbærum, staðla og gilda þeirra einstaklinga og hópa sem tengjast matinu og ákvörðunum um gildi ólíkra viðmiðana.

Lýsing
dómar
Metendur skyldu skilja á milli lýsinga og dóma - en þeir yrðu að framkvæmna hvort tveggja. Þeir geta skoðað samræmið milli þess sem námskráin ætlast til og alls þess sem þeir eru að athuga (en ekki aðeins atferli nemendanna eins og Tyler bauð) en þeir geta einnig rannsakað og skilgreint óvissurnar og samhengið í námskránni milli atriðanna þriggja: forstöðunnar, samskiptanna og útkomunnar.
Frekari
þróun
1970
Yfirbragðs-aðferðin breikkaði verulega sjónarsvið matsins út yfir þá einskorðun við námsatriðin sem þá ríkti. Engu að síður er þessi aðferð þó námsatriða-aðferð (Guba og Lincoln 1981). Árið 1970 breytti Stake aðferðinni og lagði til að notað yrði meira af nærtækari og óformlegum aðferðum og mótaði svörunarpróf til að fá fram viðbrögð sem veitt gætu ákvarðendum nytsamar upplýsingar - umfram það sem þeir sjálfir héldu að þeir þyrftu á að halda.
Aðferð
Stakes
> Lýsing < -------------------------------- > Mat <

(1) Ætlun -- (2) Athugun -(3)- (4) Viðmið -- (5) Mat

>>>>>>> F O R S T A Ð A N <<<<<

>>>>>>> S A M S K I P T I N <<<<

>>>>>>> Ú T K O M A N <<<<<

Safnað er upplýsingum um (1) ætlun eða markmið og (2) athugað hvernig til virðist hafa tekist. (3) Skoðaða er hvernig samræmið virðist vera á milli þessara atriða (1) og (2). Síðan eru (4) viðmiðin lögð til grundvallar því (5) mati sem að lokum er lagt á.

Einnig er skoðað hvaða samband virðist vera milli forstöðunnar, samskiptanna og útkomunnar.

>> Eins og yfilitinu sést er aðferð Stakes í aðalatriðum skipulegur rammi fyrir námskrármat eða skólamat. Innan þessa ramma er það hlutverk metandans að afla upplýsinga annars vegar til að skýra sem best ætlun og lýsa hvernig til tókst og hins vegar um viðmið og mat. Uplýsingarnar eru settar upp með skipulegum hætti og flokkaðar í forstöðu-, samskipta- og útkomuflokk.
Ætlunin Fyrsta skrefið er að ákveði ætlun eða markmið tiltekinnar námskrár. Stake notaði enska orðið intent til að komast hjá vangaveltum um markmið og hvort atriði skyldu skilgreinast sem atferli eða ekki. Hann vildi að ætlun væri skilgreind í hugtökum sem tilgreindu forstöðuna, samskiptin og útkomuna.

Forstöður ætlunarinnar greina hvers kyns atriði sem eru til staðar áður en námskráin kemur til framkvæmda og þar er meðal annars að finna áhugasvið nemandans, hvatir hans og ástæður, viðteknar venjur í samfélaginu og reynslu og áhuga kennarans.

Samskipti ætlunarinnar eru þau markmið sem þátttakendur námskrárstarfsins láta í ljósi áður en hafist er handa, bæði nemendur, kennarar, stjórnendur og foreldrar. Þessar ætlanir hafa tilhneigingu til að vera sveigjanlegar og breytilegar vegna þess að þátttakendurnir eiga í ótal samskiptum dag hvern.

Útkomur ætlunarinnar eru þær sem gert er ráð fyrir að nemandinn hljóti en einnig er horft til þeirra áhrifa sem kennarinn muni verða fyrir, stjórnendur, foreldrar og aðrir einstaklingar í samfélaginu.

Athugun Annað skrefið er að afla upplýsinga um notkun hinnar tilteknu námskrár. Stake heimilar notkun óformlegra athugana en hann leggur líka ríka áherslu á að notaðar séu formlegar aðferðir eins og spurningalistar og sálfræðilegar kannanir. Hann vekur athygli á að upplýsingar verði að taka til þau samskipti sem eru í gangi innan námskrárinnar svo að unnt sé að veita athygli því ósamræmi sem kann að vera milli hins ætlaða og þess sem raunverulega er að gerast.
Sam-
hengið
Þriðja skrefið er að kanna ósamræmi og skilgreina það með hugtökum vensla og samræmis

Vensl (contingency) vísar til þeirra tengsla sem eru milli forstöðunnar, samskiptanna og útkomunnar. Þannig getur til dæmis kennari gert áætlun um tiltekin samskipti við nemendur og reist þá áætlun á hugmyndum sínum á færni þeirra og áhuga. Athugun gæti leitt í ljós hvort þessi ætlun kennarans átti raunverulega vð rök að styðjast.

Samræmi (congruence) vísar til þess hvort það sem ætlað var gerðist í raun og veru. Ef samræmið á að vera fullkomið verður hin ætlaða forstaða, samskiptin og útkoman að fara saman (Stake 1967).

Greining Fjórða skrefið er að greina megin grundvallaratriði námskrárinnar. Stake telur að það sé mikilvægt að afla gagna bæði um hin yfirlýstu markmið og einnig þau sem minna ber á en eru innifalin. Til upplýsinga og gagna teljast bæði formlegar yfirlýsingar og einnig tilfallandi athugasemdir kennara og annarra sem þróa námskrána.
Úrvinnsla Fimmta skrefið er að afla upplýsinga fyrir úrvinnsluna. Viðmiðin eru annars vegar einhlít svo sem hinar fullkomnustu úrlausnir sem aðeins væru á færi sérfræðinga í námsefninu og einnig afstæð viðmið svo sem með samanburði við aðrar námskrár á sama sviði. Stake gerir ráð fyrir að ósamræmi milli ætlunar og athugana sé borið saman við þessi viðmið.
Mat Sjötta og síðasta skrefið er að skila mati sem grundvallast á túlkun metandans á því hvernig skýra megi ósamræmið með hjálp viðmiðanna.
Framför
en
mikið
umfang
Yfirbragðsaðferð var tvímælalaust framför frá árangurs-aðferð Tylers. Í fyrsta lagi sökum þess að hún leitar fleiri viðeigandi upplýsinga - um forstöðu og samskipti - og í öðru lagi gerir hún greinarmun á lýsingar og mats. En í því eru líka fólgin vandkvæði. Stigskipting og umfang þeirra upplýsinga sem Stake vill að aflað sé fyrir samtals 12 sæti í upplýsingatöflunni gerir þá öflun að gríðarlegu verkefni - jafnvel fyrir þrautreynda matsmenn í fullu starfi. Í raun tekur þessi aðferð alla endurskoðun námskrár út úr höndum kennaranna sem þó eru þeir sem framkvæma hana.

Á ýmsan hátt gefur yfirbragðsaðferðin nytsaman ramma til að halda utan um matsstarfið. Hins vegar er hún eins og aðferð Tylers að því leyti að hún skilgreinir ekki hvernig unnt er að skoða og greina ólík viðhorf og gildismat þeirra sem um er fjallað í námskrárúttektinni.

...
nytsamar
hliðar
Aðferð Stakes er vissulega meira heldur en hjálpartæki til að muna eftir smáatriðunum við undirbúning skólamats (Worthern og Sanders 1973) en hún nær ekki að útskýra mörk og viðmið matsins sem Stake telur að gera eigi opinber og ljós (Guba og Lincoln 1981). Engu að síður hafði aðferðin veruleg áhrif um 1970 til að vara fræðslumatsmenn við þröngsýni og hvetja þá til að breikka skoðun sína. Enn er hún sérstaklega nytsöm til að aðstoða matsmenn - sérstaklega kennurum - að gera sér grein fyrir hvaða tegund athugana getur gengið sem námskrármat.
Dæmi um
Countenance
Model
Dæmi um Yfirbragðs-aðferðina:
TC = Twin City stofnunin
fyrir hæfileikaríka unglinga
1971 Stake og Gjerde (1977) tókust á hendur að meta Twin City stofnunin fyrir hæfileikaríka unglinga - sem hér verður nefnd TC. Nánar tiltekið var metið sumarverkefni í Minneapolis í Minnesota árið 1971. Um þessar mundir hafði Stoke þróað nokkuð hugmyndir sínar frá árinu 1967 og í átt til óformlegri og svara-ríkari (responsive) matsaðferða þar sem áhuga þátttakendanna var meiri gaumur var gefinn. Af þeim sökum er þessi könnun ekki hreinræktuð yfirbragðs-aðferð þótt hún taki til flestra þeirra hugmynda og gerða sem yfirbragðsaðferðin inniheldur.
TC
ætlun
Grunnhugmyndin á bak við TC var sú að hágæða fagtengt sumarnámskeið fyrir framúrskarandi unglinga sem gætu orðið leiðtogar framtíðarinnar mundi ekki einungis auka hæfni þeirra í listum, tungumálum og raungreinum heldur einnig efla vitund þeirra og jákvæðan áhuga fyrir helstu viðfangsefnum og vandamálum mannkyns. Ætlun TC var skilgreind í forstöðu, samskiptum og útkomum. Þeir 800 unglingar sem valdir voru til þátttöku voru úr hópi þeirra sem best höfðu staðið sig í skólum í Minneapolis og líklegir til að hafa mikinn áhuga á að standa sig vel á sumarnámskeiði fyrir hina bestu.
Ætluð
samskipti
Ætluð samskipti kennara og nemenda voru um námskeið þar sem fjallað var um viðfangsefni sem hvöttu til umhugsunar, rannsóknar og sköpunar (Stake og Gjerde 1977).
Ætluð
útkoma
Ætluð útkoma var sú að nemendurnir yrðu æ fúsari og hæfari til að skiptast á skoðunum og hugmyndum við félaga sína og gera sér þannig betur grein fyrir eigin stöðu og annarra. Lítil áhersla var lögð á þekkingaröflun og aukna leikni.
Öflun
upplýs-
inga
Stake og Gjerde notuðu margvíslegar aðferðir til að safna upplýsingum svo sem spurningalista til nemenda á lokavikunni, viðtöl við kennara og spurningalista og óformlegar athuganir í bekkjum.

Þó að þessar aðferðir skiluðu litlum upplýsingum um forstöðuna skiluðu þær góðum upplýsingum um samskipti kennara og nemenda.

Námsgæði voru einnig mikil. Nemendurnir voru áhugsamir. Þeir voru uppteknir. Þeir voru móttækilegir fyrir boðskap kennaranna. Þeir spunnu lausnir og framsetningar af fingrum fram, færðu hugmyndir og röksemdir, hneykslan og aðdáun fyrir blak-dómstólinn, fyrir ráðið og afsíðis við tré og runna. (Stake og Gjerde 1977 - s. 272).
Skil-
greining
viðmiða
Viðmið voru skilgreind með því að leita til fag-sérfræðinga og kennara. Niðurstaðan var sú að áhersla TC á sammannlegheit, persónuskoðun og lausnir á viðfangsefnum væru afstæð og verðug viðmið.
Rökrænar
tengingar
Upplýsingar sem aflað var um viðhorf kennara, nemenda og útaðila sem fylgdust með verkefninu bentu til rökrænna tenginga milli forstöðu-áætlana kennaranna og þess sem þeir framkvæmdu.
Samræmi Stake og Gjerde voru líka sannfærðir um að samræmi væri verulega mikið milli hinnar skilgreindu ætlunar og þess sem raunverulega gerðist.
Umsögn Umsögn Stake og Gjerde var afar jákvæð:
TC-71 heppnaðist. Það hefur jafnvel reynst vera bestu kaup. Það er í samræmi við samfélagslega hagsmuni og skyldur að sérmennta einstaklinga sem munu koma til með að vera í forstöðu og leiðtogar á sviðum eins og í listum, í viðskiptum, í stjórnsýslunni ogí lífinu yfirleitt. Kennararnir við TC-71 hafa á námskeiðinu blandað saman umhyggju og duttlungum, opnum samskiptum og samkeppnum um þrautalausnir og þannig hafa þeir náð að veita hinum verðandi leiðtogum heilt sumar af ögrandi og verðugum tækifærum.
Um
aðferðina
Enda þótt þessi niðurstaða væri sett fram með þeim hætti að náðst hefðu fram þau markmið sem sett hefðu verið voru þær fyrst og fremst grundvallaðar á umfangsmikilli könnun þeirra Stake og Gjerde á innra samhengi verkefnisins eins og það var skilgreint með yfirbragðsaðferðinni og þeirra athugunum á fjölmörgum sérstaklega skilgreindum atriðum í framkvæmd.

TC-matið sýnir þess vegna mjög vel nytsemi og sveigjanleika yfirbragðsaðferðarinnar og bendir jafnframt til þeirrar þróunar til enn meiri sveigjanleika og virkra svarana sem Stake þá var að vinna að.

Efst á þessa síðu * Forsíða