GÓP-fréttir
Forsíða


-->

8. kafli í HogW * Námskrármat/nemendamat

Sjá efnisyfirlit 8. kafla

Bls. 308 - 312:
Malcolm Parlett og
David Hamilton:

Illuminative Model eða lýsingar aðferð

Illuminative
Model
Lýsingar-aðferðin
1972 Þróun Lýsingar-aðferðarinnar er umtalsvert fráhvarf frá boðorðum Tylers um aðeins skuli meta hin skilgreindu námsatriði. Lýsingaraðferðin notar í verulegum mæli óformlegar aðferðir og athuganir við að afla upplýsinga. Þessi aðferð er sennilega sú best þekkta af þeim óhefðbundnu matsaðferðum sem þróuðust á áttunda áratugnum. Yfirbragðs-aðferð Stakes hafði þegar brotið í blað og opnað hugtakið um námsmatið með því að taka þar einnig inn fleiri atriði eins og samskipti á kennslustað og það félagslega samhengi sem umlykur þá námskrá eða þann skóla sem verið er að meta - enda þótt aðferð Stakes væri ekki ósammála Tyler um notkun skilgreindra námsatriða.

Lýsingar-aðferðin gekk þarna skrefi lengra. Hún breikkaði viðfang matsins svo miklu meira að hún varð í raun að beinni andstöðu við hina hefðbundnu aðferð Tylers.

... eins og
fræ í sér-
útbúnu
beði ..
Þeir sem mæltu fyrir hinum nýju og óhefðbundnari matsaðferðum voru sérlega gagnrýnir á hinar hefðbundnu aðferðir. Parlett og Hamilton nefndu þær (1972) grasafræði-rammann þar sem áhrif nýjungar er metin eftir því hvort hún næði tilteknumstaðli miðað við fyrirframgerðar kröfur - rétt eins og fræ í sérútbúnu beði.

Hamilton, Jenkins, King, MacDonald og Parlett 1977 töldu að hinar hefðbundnari aðferðir drægju dám af

Efst á þessa síðu * Forsíða