GÓPfréttir


Myndir af
niðjum
Jakobs og
Petrínar

Aðalbjörg Jakobsdóttir
dóttir Petrínar Pétursdóttur og Jakobs Hálfdanarsonar
Skráð af Guðrúnu, dóttur Gísla Péturssonar og Aðalbjargar.
Birtist í bókinni Móðir mín, húsfreyjan, Skuggsjá 1978, bls. 131 - 148. 

Gísli Pétursson læknir << úr Sögu Húsavíkur 1981, ritstj.: Karl Kristjánsson
Carl Küchler lítur við 1907

GÓP setti hér atriðisorð í vinstri dálk.


1934 ? - Jólamynd frá Eyrarbakka: systkinin Jakobína, Aðalbjörg, Jón Ármann og Herdís.


Aðalbjörg Jakobsdóttir f. 30.10.1979 - d. 19. nóv. 1962,
Herdís Jakobsdóttir f. 5. ágúst 1875 - d. 2. sept. 1963 - Fyrsti formaður S.S.K.
Jakobína Jakobsdóttir f. 22. maí 1877 - d. 18. nóv. 1960,
Dætur Jakobs Hálfdánarsonar og Petrínar Kristínar Pétursdóttur.
Myndin er tekin í október 1949.
Á bakhlið myndarinnar er stimplað:
Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar, Skólavörðustíg 6B, 2. hæð.
101 Reykjavík - Sími 12216
og handskrifað: No. 14079 - okt. 1949 

Synir Jakobs og Petrínar voru:
Jón Ármann (f. 1866 - d. 1939) og Hálfdán (f. 1873 - d. 1955)

Guðrún Jakobsdóttir, f. 19.08.1861, d. 11.04.1886, 
(maki: Friðrik Guðmundsson 1861-1936 - sjá hér hans niðjatal)
var eldri systir þeirra og elsta barn Jakobs og Petrínar. 
Hún lést af barnsförum tveimur árum eftir að Jakob fluttist búferlum til Húsavíkur. 
Eina barn þeirra Guðrúnar og Friðriks var Laufey Friðriksdóttir Oberman.
Hennar maður var Hollendingurinn Jóhannes Oberman sem var um árabil landsstjóri í Austur-Indíum.
Hennar tengsl við Ísland sjást meðal annars aftast í þessari fregn í Mbl. 10. mars 2012
undir fyrirsögninni: Tvær konur útnefndar áður:

1879 - 1962 Aðalbjörg Jakobsdóttir
f. 30.10.1879 - d. 19.11.1962
Til
Húsa-
víkur
Það er sólheitur sumardagur. Norður götuna þokast lest undir margvíslegum klyfjum því hér er bóndi að flytja búferlum. Á hnakknefinu hjá honum situr telpuhnokki á fimmta ári. Það er löng leið að baki en loks eru þau þar komin, sem blánar til hafsins og er nær dregur glampar á ölduna, sem líður inn flóann. Telpan hefur aldrei séð hafið og þessi sýn verður henni slík opinberun að hún fylgir henni alla ævi.

Þetta er sumarið 1884. Jakob Hálfdanarson er að flytja búferlum frá Grímsstöðum við Mývatn til Húsavíkur til þess að gerast forstöðumaður Pöntunarfélagsins, sem reyndar sumir eru þá farnir að kalla Kaupfélag Þingeyinga. Undanfarin ár hefur hann æ minna getað sinnt búi sínu og nú var svo komið að hann varð að helga sig þessi starfi algerlega. Húsið, sem átti að rúma bæði félagsstarfsemina og fjölskyldu hans, var þegar komið upp og stóð fremst á sjávarbakkanum, enda nefndi hann það á Jaðri.

Þegar stórbrim æðir inn flóann skella öldurnar upp undir húsgaflinn. Litla telpan á hnakknefi föður síns átti því eftir að lifa í nánum kynnum við þennan undraheim, sem nú blast við augum hennar í fyrsta sinn.
Þessi telpa var Aðalbjörg móðir mín. Hún sagði mér oft þessa sögu og það var eins og þessi fyrstu kynni hennar af hafinu væru henni ætíð jafnfersk í minni.

Foreldrar

 

Móðir mín var fædd á Grímsstöðum við Mývatn árið 1879. Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Kristín Pétursdóttir Jónssonar bónda í Reykjahlíð og Jakob sonur Hálfdans Jóakimssonar frá Brenniási, seinna á Grímsstöðum við Mývatn. Höfðu foreldrar hennar búið á Grímsstöðum í 18 ár, að undanteknum tveim árum er þau bjuggu að Brettingsstöðum í Laxárdal.
Árið 1882 var Pöntunarfélagið formlega stofnað á Húsavík og Jakob ráðinn starfsmaður þess en það var ekki fyrr en í júnímánuði 1884 að búið að Grímsstöðum var tekið upp og fjölskyldan flutti út á Húsavík.
Heima
á
Jaðri
Heimili Jakobs og Petrinar að Jaðri varð mikill félagslegur vettvangur. Þangað áttu margir erindi og þar voru miklar umræður um málefni héraðsins og þær nýju félagshreyfingar, sem þá voru að berast til landsins. Starf Jakobs við Kaupfélag Þingeyinga var hugsjónastarf, sem var honum eitt og allt og öll fjölskyldan lifði og hrærðist í. Allir urðu að leggja sitt af mörkum til að tryggja framgang félagsins. Sjálfur var Jakob ósérhlífinn og sást lítt fyrir þegar miklar annir voru eða erfiðleikar ógnuðu tilveru félagsins.
Föl-
skyldan
í
kaup-
félaginu
Þau voru fjögur systkinin, sem fluttust með foreldrum sínum úr sveitinni.  Jón Ármann var elstur og hóf hann fljótlega störf við kaupfélagið. Hálfdán var 11 ára og Herdís á 9. ári. Jakobína, sem var 7 ára, varð eftir hjá Hálfdáni afa sínum, sem ekki mátti af henni sjá. 

Móðir mín var yngst og því kom bráðlega í hennar hlut að snúast fyrir viðskiptavini kaupfélagsins, sem komu úr nærliggjandi sveitum. Hún fylgdi þeim um þorpið, fór sendiferðir, snerist við hesta og var þátttakandi í öllu sem var að gerast jafnt úti og inni. Þannig liðu æskuárin við margvísleg störf og á unglingsárunum var það hin nýja hugsjónahreyfing, sem fyllti hugann. Félagslíf var þá mikið og vaxandi á Húsavík. Tónlistarlíf var með miklum blóma. Góðtemplarareglan starfaði með fjölbreyttu félagslífi og árið 1895 tóku þær systur þátt í stofnun Kvenfélags Húsavíkur, sem enn er starfandi.

1897
hjá
Jakobínu
Thomsen
Haustið 1897 fór móðir mín til Reykjavíkur til þess að nema saumaskap og sitthvað fleira. Þar bjó hún hjá afasystur sinni, Jakobínu Thomsen, sem þá var nýorðin ekkja. Frænka hennar var þá öldruð og orðin mikill einstæðingur. Lagði móðir mín mikla rækt við að verða henni til léttis og ánægju. Í bréfi, sem hún skrifar föður sínum, segir hún á einum stað:
". . .Við lifum hér í mikilli ró. Jakobína er alltaf mjög dauf og sýnist tíminn lítið draga úr sársaukanum. Ég geng oft út með henni og þykir mér vænt um að geta gjört það fyrir hana."
Aðrar
venjur
Hún sótti messur og samkomur á vegum Góðtemplarareglunnar og henni þykir trúaráhugi og önnur slík andlegheit ólíkt meiri í höfuðborginni en hún hefir vanist í sinni heimabyggð. Þessi tími í Reykjavík var mjög ólíkur því lifandi og létta félagslífi, sem hún var vön, og mannmörgu og gestkvæmu heimilislífi í foreldrahúsum en hún kunni vel við sig. Seinna á ævinni talaði hún oft um þá rólegu tilveru, sem hún átti þarna, og um þær fastmótuðu venjur, sem ríktu á heimili frænku hennar.
Tekur
því sem
að 
höndum
ber
Í bréfum hennar frá þessum tíma gætir engrar óþolinmæði. Þvert á móti talar hún um það að hún megi ekki fara of fljótt heim ef eitthvert gagn eigi að verða af dvölinni í Reykjavík.
Þótt móðir mín sé þá aðeins 18 ára koma þarna strax fram hinir einstæðu hæfileikar hennar til að semja sig að breyttum aðstæðum og ná tökum á því umhverfi, sem örlögin skópu henni hverju sinni.
Gísli
Péturs-
son

Myndir af
niðjum
Péturs í
Ánanaustum

Vorið 1896 settist nýr læknir í Húsavíkurlæknishérað, Gísli Pétursson, sonur Péturs Gíslasonar í Ánanaustum í Reykjavík. Hann hafði áður verið settur læknir á Vopnafirði og síðar aukalæknir í Ólafsvík en Húsavík var fyrsta héraðið, sem hann sótti um. Gísli var til húsa í Garðar, húsi Jóns Ármanns, kenndu við landkönnuðinn forna. Gísli var viðlesinn og fróður og þótt hann hefði sig lítið í frammi í þjóðmálum var hann traustur fylgjandi þeirra nýju félagshreyfinga, sem þá voru að fest rætur. Það mun því fljótt hafa farið vel á með honum og heimilisfólkinu á Jaðri.

Sjá hér neðar umsögn úr Sögu Húsavíkur (1981).

Ert
þú
stúlkan
mín?
Eitt sinn spurði ég móður mína hver hefði verið fyrsta setningin, sem faðir minn sagði við hana. "Það get ég sagt þér," sagði hún. "Hann sagði: 'Ert þú stúlkan mín?'" Þessi spurning vakti mikla kátínu því á norðlensku þýddi þetta sama og vera heitbundin en faðir minn talaði sunnlensku og átti eingöngu við það hvort hún væri þjónustan hans. Nokkrum árum seinna voru þau heitbundin.
1899
til
Kaup-
manna-
hafnar
Vorið 1899 leggja þær móðir mín og Herdís systir hennar upp frá Húsavík með skipi til Kaupmannahafnar. Þetta var námsför. Herdís nam vefnað, útskurð og bast- og tágavinnu en móðir mín var að búa sig undir húsmóðurstörfin. Þá var ekki um húsmæðraskóla að ræða en hún vann sem nemi á stóru veitingahúsi úti á Löngulínu og lærði þar allskonar matartilbúning og framreiðslu en bakstur nam hún í kökuhúsi inni í bænum. Frítimann notuðu þær svo til að sjá allt hið markverðasta, sem þeim var bent á, og taka þátt í sunnudagsferðum um nágrenni borgarinnar.
Síðan var keypt til búsins. Húsgögn og allskonar búsáhöld fyrir nýja heimilið. Það var skemmtilegt en tók nokkurn tíma því margt þurfti að kaupa og vel að vanda til allra hluta. Þær nutu aðstoðar íslenskrar konu, sem dvalið hafði langdvölum í Kaupmannahöfn. Þessi námsferð varð þeim systrum báðum til mikillar ánægju og margar skemmtilegar frásagnir voru síðar sagðar frá þessu ógleymanlega sumri.
Brúð-
kaup
9. des.
1899

Myndin
er tekin
á 10-ára
brúðkaups-
afmælinu
árið
1909

1909_Gísli Ólafur Pétursson, f. 1.5.1867 - d. 19.6.1939og Aðalbjörg Jakobsdóttir.

Um haustið koma þær systur heim og 9. desember það sama ár voru foreldrar mínir gefin saman. Móðir mín var þá tvítug en faðir minn 32 ára.
Í bréfi, sem Jakobína móðursystir mín skrifar móður minni á fjörutíu ára brúðkaupsafmæli hennar, rifjaði hún upp minningar frá brúðkaupsdeginum og segir m.a.:

"-- Það man ég úr brúðkaupinu að þegar hæst stóð gleðin var brúðguminn horfinn, þurfti að sinna skyldustörfum, afgreiða meðöl til langferðamanna. Við fylgdum ykkur heim að "brúðarhúsinu" að loknum fagnaði um nóttina en morguninn eftir var brúðguminn kominn áleiðis til fjarlægra staða í harðviðri og skammdegismyrkri, lagði sjálfur líf í hættu til að bjarga annarra lífi en þú varst ein eftir á nýja heimilinu ykkar . . ."

Líf
á
læknis-
heimili
Þessi einfalda frásögn gefur glögga mynd af lífi húsmæðra á læknisheimilum til sveita um síðustu aldamót. Það var ekki vitjað læknis nema í brýnustu nauðsyn og því sjaldnast til að dreifa að velja sér ferðaveðrið. Oft var lagt í tvísýnu af fylgdarmanni og lækni. Það kom ósjaldan fyrir að læknir yrði veðurtepptur í áfangastað og stundum vissi heimafólk ekkert um hvað gerðist fyrr enn læknirinn kom heim aftur. Á þeim árum, sem faðir minn sat á Húsavík, þjónaði hann um tíma einnig Reykdælahéraði og seinna Axarfjarðarhéraði. Þá tilheyrði Grímsey einnig Húsavíkurhéraði.
15 ár
á
Húsavík
Þó vetrarferðalögin væru erfið og gætu oft tekið langan tíma mun þó hitt hafa verið stundum erfiðast að verða að fara í sjúkravitjun hvernig sem ástatt var heima. Um annað var ekki að ræða, þetta var hlutskipti héraðslækna á þeim árum og hefir sjálfsagt oft valdið erfiðleikum en hjá foreldrum mínum urðu atvikin sérlega andstæð. Þau bjuggu á Húsavík í 15 ár. Á þeim tíma fæddust þeim 9 börn en af þeim létust fjögur. Tvö dóu í fæðingu en önnur tvö létust á fyrstu mánuðunum.
Her-
læknir
sóttur
Fæðingarnar voru allar mjög erfiðar og hættulegar en nærri alltaf hittist svo á að læknirinn var fjarstaddur að sinna sjúklingum eða öðrum sængurkonum. Eitt sinn er móðir mín var mjög hætt komin vildi svo til að danskt herskip lá á Húsavíkurhöfn og var skipslæknirinn sóttur til hennar. Þá var faðir minn veðurtepptur í rúma viku úti í Grímsey.
Úr
Úr
Sögu Húsavíkur
1981,
ritstjóri
Karl Kristjánsson
Gísli Ólafur Pétursson, fæddur 1. maí 1867. Foreldrar: Pétur Gíslason í Ánanaustum í Reykjavík og kona hans Valgerður Ólafsdóttir að Ægissíðu Sigurðssonar.
  • Tekinn í Reykjavíkurskóla 1880.
  • Útskrifaður úr læknaskólanum 1890.
  • Gegndi læknisstörfum á ýmsum stöðum (sjá hér að ofan þar sem segir: Hann hafði áður verið settur læknir á Vopnafirði og síðar aukalæknir í Ólafsvík en Húsavík var fyrsta héraðið, sem hann sótti um
  • til 1896 að hann varð héraðslæknir á Húsavík. Þar var hann læknir til 1914.
  • Þá gerðist hann héraðslæknir á Eyrarbakka.
  • Fékk lausn frá embætti 1937 en stundaði þó lækningar áfram. Dó 19. júní 1939.

Kona Gísla var Aðalbjörg Jakobsdóttir kaupfélagsstjóra á Húsavík Hálfdánarsonar. Þau giftust 1899. Þjóðkunnastir niðja þeirra eru synir þeirra Jakob raforkumálastjóri og Guðmundur læknir.

Gísli Pétursson var sjálfstæður maður í skoðunum og þótti af sumum nokkuð einþykkur. Hann hafði áhuga á almennum mannfélagsmálum og tók allmikinn þátt í umræðum um þau á Húsavík.

Hann byggði sér íbúðarhús á Húsavík árið 1900, svo nefnt Læknishús. Stóð það lengi allmikið breytt og var gistihúsið "Hótel Húsavík". Það eyðilagðist í eldi 31. desember 1970.

Hann beitti sér fyrir að tekin voru á leigu sjúkrarými í Vallholti hjá Maríu Guðmundsdóttur. Tók þangað fyrst sjúkling til uppskurðar 1912. Síðan var þar sjúkrahæli í 10 eða 11 ár, þangað til Björn læknir Jósefsson tók að veita sjúkravist í húsi því er hann byggði sér 1923.

1912 (?)
Þrír bræður og uppeldissystir:
Pétur Ólafur Gíslason f. 1900, Jakob Gíslason f. 1902,
Vigdís Ólafsdóttir f. 1904 og Guðmundur Gíslason f. 1907.
Ljósmyndari: Þórarinn Stefánsson á Húsavik.

Vigdís var systurdóttir Gísla læknis.
Foreldrar hennar voru hjónin
Ólafur Theodór Guðmundsson og Hólmfríður Pétursdóttir.

Rekstur
heimilis
í vina-
hverfi
Heimilið varð fljótt stórt og hússtjórn umfangsmikil en umhverfið á Húsavík var móður minni traust og hlýtt. Foreldrar og systkini í næstu húsum og stór vina- og frændahópur. Á þessum árum tóku þau í fóstur fjögurra ára systurdóttur föður mins, Vigdísi Ólafsdóttur, og ólst hún upp hjá þeim við mikið ástríki enda var hún lengi vel eina stúlkan í drengjahópnum. Þá fluttist afi minn, Pétur Gíslason, norður til sonar síns og tengdadóttur og dvaldi hjá þeim til dauðadags.
Félags-
lífið
Þótt heimilisannir hlæðust að móður minni tók hún alltaf mikinn þátt í félagslífinu. Þau hjónin tóku bæði virkan þátt í starfsemi Góðtemplarareglunnar og á þessum árum stjórnuðu þær systurnar, Herdís og hún, barnafélaginu Fram. Á góðum dögum var búið niður nesti og lagt af stað með börn og heimafók út í náttúruna og matast á einhverjum fögrum stað, oft upp við Botnsvatn. Þá var hafður uppi eldur í hljóðum og dvalist daglangt.
Þannig liðu þessi ár, að vísu sár afföll en einnig margar ánægjustundir. Á þeim árum þótti það sjálfsagt að yngri læknar byrjuðu starfsferil sinn í erfiðari héruðunum og fengju svo, þegar aldur færðist yfir þá, léttari héruð, sem minni voru yfirferðar.
Innskot

1907

Vikar Pétursson - Innskot
þýðir úr bókinni Wustenritte und Vulkanbesteigungen eftir Carl Küchler - bls. 134 - frásögn hans af því þegar hann leitaði til héraðslæknis Gísla Péturssonar sumarið 1907.

Carl Küchler
lítur inn

 

Carl Küchler hefur orðið:

Meðan förunautar mínir biðu á götunni með hestana leitaði ég uppi héraðslækninn, Gísla Pétursson, sem bjó í litlu húsi umvöfðu blómagarði gegnt kirkjunni. Mér til undrunar heilsuðu mér í viðtalsherberginu tveir bláókunnugir bændur með hressilegu handtaki og ávarpi: Eru þér ekki Íslandsvinurinn Carl Küchler frá Þýskalandi? og þegar ég játaði spurningu þeirra og spurði hvaðan þeir þekktu mig frétti ég að að þeir hefðu séð mynd af mér í Freyju, blaði frá íslensku nýlendunni Winnipeg í Kanada.

Ég var ánægjulega hrærður að vera heilsað svo hjartanlega af mér svo bláókunnum mönnum. Þá kom mér á óvart er inn kom stuttu seinna læknirinn, Gísli Pétursson, og heilsaði mér strax sem gömlum skólafélaga frá Kaupmannahöfn þar sem við hefðum oft sést í Íslendingafélaginu.1)

Carl Küchler í Kaupmanna-
höfn

1) Hann nam við Kaupmannahafnarháskóla 1890 - 1892 og tók magister-próf í þýskum bókmenntum og þýskri tungu. Þar kynntist hann mörgum Íslendingum og lærði íslensku og var Bjarni Jónsson frá Vogi fyrsti kennari hans.

  Ég mundi ekki eftir andliti hans meðal þeirra mörgu Íslendinga sem ég var á meðal, þau tvö ár, en var ánægður með að vera kominn til hans með vanda minn og sagði honum nú hvað leiddi mig til hans. Meðan ég renndi augum yfir stórt bókasafn hans með þykkum enskum, frönskum, þýskum og dönskum læknabókum og einnig hundruðum flaskna, boxa og kassa í apotekinu, sem hann - eins og sérhver íslenskra lækna verður að hafa hjá sér2), ef þeir eru ekki í næsta nágrenni við eina hinna fjögurra lyfjabúða landsfjórðunganna á eyjunni, þá skoðaði hann nákvæmlega mitt veika hné. Hann fann veika staðinn þegar hann þrýsti ákveðið og hrökk ég þá saman við sársaukann.
Störf
lækna
á
Íslandi

2) Um erfitt og slítandi starf lækna á Íslandi, þar sem aðeins eru 42 héraðs-læknar sem þurfa að skipta með sér allri eyjunni, eitthvað um 1.600 íbúum hver, sem dreifðir eru um allt landið. Þeir þurfa í læknis-vitjunum sínum oft að fara dag-langt um hálendi og veglausa eyði-sanda í stormi og regni. Sjá nánar á síðum 44-46 í ferðabók minni Undir miðnætursól (Leipzig 1906).

 

Umsögn hans hljóðaði því miður ekki hughreystandi, þar sem auk skaða á sin hafði hann einnig staðfest vatn í hnjálið. Hann fyrirskrifaði mér sem mesta hvíld og að hlífa hnénu og fætinum, nudda hann nokkrum sinnum á dag og áburð með arnikatintur.

Hann var alls ekki samþykkur því, að ég skyldi strax í dag ætla að ríða langa og erfiða Reykjaheiði allt til Áss í austri, og sagði mér, til að gera mér ljósa áhættuna, að hann sjálfur í sjúkravitjunum sínum þar fyrir austan, riði fullar sex stundir á hröðu brokki með stöðugum hestaskiptum, til að komast yfir hraunbreiður og eyðisanda á leiðinni. En það allt hjálpaði honum ekkert. Ég varð að halda áfram ef ég átti að halda ferðaáætlun og fyrirætlunum og til að Íslandsferð mín í ár, með öllum sínum kostnaði, ekki mistækist. Þá bjó hann mig út með arnikatinktur fyrir minnst átta daga

Mynd Eiríks Þorbergssonar frá um 1903
frá kaffiborði í stofu Aðalbjargar og Gísla á Húsavík.


Þessi mynd er á bls 81 í sjálfsævisögu Jakobs Hálfdánarsonar.
Fyrir miðju sitja Jakob Hálfdánarson og kona hans, Petrína Kristín Pétursdóttir,
Til vinstri: hjónin Aðalbjörg Jakobsdóttir og Gísli Ólafur Pétursson, læknir.
Til hægri: hjónin Jón Ármann Jakobsson og Valgerður Pétursdóttir.
Standandi f.v.: Herdís Jakobsdóttir, Laufey Friðriksdóttir, síðar Oberman,
dóttir Guðrúnar Jakobsdóttur, og Jakobína Jakobsdóttir.

 

 

og á meðan lagði ung kona hans í skyndi á kaffiborð í hliðarherbergi, þannig að ég allavega nyti í hans húsi hluta hinnar íslensku gestrisni. Eftir rúmlega hálfa stund í faðmi fjölskyldu hans, áttatíu og þriggja ára föður og nokkurra systra og mága, stóð ég upp, vitandi um óþolinmóða vini sem biðu, og kvaddi hinn röska Gísla, sem þvertók fyrir að taka við nokkurri borgun fyrir sína læknisþjónustu úr hendi Íslandsvinarins.

Eftir að hafa keypt pund af ensku kexi í kaupmannsverslun í nágrenninu, þar sem því miður ekki heldur í þetta sinn fékkst blárefs feldur og því síður nauðsynlegur og æskilegur dropi af koníaki eða víni fyrir mína erfiðu reið. Við héldum þá áfram klukkan þrjú um eftirmiðdaginn í sólskini út úr þorpinu, sem var að falla í eftirmiðdagsró.

Lokið er innskotinu frá Vikari
Efst á þessa síðu

Gísli
sækir
suður
Faðir minn var ættaður af Suðurlandi og hafði alltaf stefnt að því að sækja suður þegar hæfilegur tími væri liðinn og hentugt tækifæri byðist. Móðir mín sagði mér einhverntíma að allan þann tíma, sem þau bjuggu á Húsavík, hefði hann verið að búa sig undir ferðina suður, m. a. með því að halda til haga hentugum umbúðum til að nota við flutningana.
Árið 1914 var föður mínum veitt Eyrarbakkalæknishérað. Hann fór suður um haustið til þess að taka við héraðinu og undirbúa komu fjölskyldunnar. Það kom því í hlut móður minnar að búa niður og flytja börn og búslóð til Suðurlands.
Pakka
saman

Flytja

Á þessum árum var ekkert áhlaupaverk að flytjast milli landshluta og það er aldrei létt verk að taka niður stórt heimili og búa til flutnings. Móðir mín sagði mér að hún hefði gengið um húsið og ekki vitað á hverju hún ætti að byrja. Þarna voru húsgögnin og munirnir, sem hún hafði keypt í Kaupmannahöfn, og margt fallegt, sem síðan hafði bæst við, allt eins og það hefði verið sett upp í gær. Og hún sagði við sjálfa sig, -- svona fallegt heimili eignast ég aldrei aftur --. En allt hugarvíl var fjarri hennar skapi og með hjálp góðra manna var allt drifið niður í kassa og flutt á skipsfjöl og í júni 1915 sigldu þau með Pollux frá Húsavík. Börnin voru Pétur f. 1900, Jakob f. 1902, Vigdís f. 1904, Ketill f. 1911, og Ólafur f. 1913. Guðmundur, f. 1907, varð eftir á Húsavík hjá Herdísi móðursystur, sem þá var nýorðin ekkja, ef hann mætti verða henni til huggunar. Móður minni til aðstoðar var ung frænka hennar, Kristrún Jónsdóttir frá Reykjahlíð.
Sigla
vestur

og
svo

austur
um

Skipið átti að sigla vestur fyrir land til Reykjavíkur en þegar kom út á Skjálfandaflóa blasti ísbreiða við og inn á Eyjafjörð var siglt með ísinn í kjölfarinu. Á Akureyri var beðið í tæpa viku en þá tók skipstjórinn það ráð að sigla út fjörðinn milli ísjakanna og þótti mörgum það ærið djarft. Allt heppnaðist þó og til Siglufjarðar komst skipið á einum degi. Þar varð svo enn að bíða því ófært var vestur fyrir landið. Loks ákvað skipstjórinn að breyta áætluninni og sigla austur fyrir. Umboðsmaður skipafélagsins á Húsavík var mikill vinur foreldra minna. Hann hafði fylgst með ferðum skipsins og þegar hann heyrði um hina breyttu siglingaleið þá stjórnaði hann því í gegnum símann að móðir mín gæti farið á land á Eyrarbakka með allt sitt lið og farangur. Uppskipunarbátar biðu því tilbúnir að leggja út þegar skipið var úti fyrir Eyrarbakka. Varð að hafa hraðann á að taka við fólki og farangri því veður fór versnandi og sundin á Eyrarbakka eru fljót að lokast.
Ferjað
í 
land
á
Eyrar-
bakka
Þeim frænkum og eldri börnunum var hjálpað niður í bátana þar sem þá bar á öldunum upp við skipið og handlönguðu svo skipverjar litlu börnin niður til þeirra. Allt blessaðist þetta og milli hvítfyssandi brota til beggja hliða var róið til lands. Það sögðu bátsverjar síðar að ef skipið hefði komið stundarfjórðungi seinna þá hefðu þeir ekki komist út sundin.
Af þessari frásögn má ráða að fyrstu kynnin af nýja staðnum voru heldur nöturleg. Og ekki bæti það úr skák að faðir minn var staddur í Reykjavík til þess að taka á móti þeim þar. Því mætti þeim ekkert kunnugt andlit þegar þau stigu á land. En vinafólk föður míns tók á móti þeim og hjá þeim dvaldist hópurinn fyrstu sólarhringana.
Elds-
voði
Húsið, sem faðir minn byggði, var ekki komið upp þegar móðir mín kom með börnin en hann hafði tekið á leigu lítið timburhús til bráðabirgða. Aðstaða var öll mjög erfið svo taka varð stærstu hlutina í sundur til þess að koma þeim inn í húsið og þrengsli voru svo mikil að rúmför voru tekin upp og geymd í sérstöku herbergi yfir daginn.
Kvöld eitt í janúarmánuði 1916 kom upp eldur í þessu rúmfataherbergi og á svipstundu stóð allt húsið í björtu báli. Þetta var á vökunni rétt áður en yngstu börnin áttu að fara að hátta.
Allar
eigur
fuðra
upp

og
ekki
vá-
tryggt

Skýringar á eldsupptökum fundust aldrei. Húsið fuðraði upp á hálftíma og var mikil mildi að allir komust út heilir á húfi. Ekki mátti þó miklu muna því þegar faðir minn leiddi afa minn blindan út úr húsinu sviðnaði hár þeirra.
Fólk dreif að til björgunar en erfitt var um vik. Ein kommóða með fötum og einn stóll var það eina sem tókst að bjarga úr eldinum, auk einnar skrifborðsskúffu með skjölum, sem faðir minn greip með sér um leið og hann gekk út.
Þarna brunnu allar eigur foreldra minna. Gott bókasafn, búslóðin öll og fatnaður heimafólks. Vegna búferlaflutningsins var allt óvátryggt. Móðir mín sagði mér að hún og stúlkurnar hefðu setið við ýmis konar þjónustubrögð. Börnin höfðu öll verið í sínum lökustu flíkum því hátíðir voru nýafstaðnar og nú átti að fara að spara góðu fötin, sem efnt hafði verið til í tilefni bústaðaskiptanna. Sjálf var hún skólaus á öðrum fæti því hún var að gera við skóinn þegar eldsins varð vart. Hún sagði mér að þetta hefði kennt sér að binda ekki tryggð við fánýta hluti en njóta þeirrar ánægju, sem lífið hefur upp á að bjóða, þegar hún býðst, og reyna ekki að geyma allt til einhverra betri tíma, sem máske koma aldrei.
Margir urðu til þess að senda foreldrum mínum peninga, fatnað og ýmsa þá hluti, sem þá vanhagaði mest um og innan skamms var sett upp nýtt heimili í öðru bráðabirgðahúsnæði. Seinna á sama ári var flutt í nýja húsið, sem fékk nafnið Læknishús.
Gegnum
ís
og
eld
Móðir mín hafði stundum orð á því í gamni að hún hefði farið í gegnum ís og eld þegar hún fluttist frá Norðurlandi til Suðurlands og er það varla ofsagt.
Viðbrigðin voru mikil. Umhverfið, veðrið, fólkið, siðir og venjur, allt var ólíkt því, sem hún hafði áður vanist. Sennilega hefir það þó þrátt fyrir allt verið hafið, sem í huga hennar tengdi saman þessar ólíku byggðir. Ung hafði hún setið við gluggann á Jaðri og horft á öldurnar þegar þær komu æðandi inn flóann og skullu upp að húsgaflínum. Mikilleiki hafsins heillaði hana. Að vísu skella úthafsöldurnar ekki upp að ströndinni á Eyrarbakka heldur brotna á skerjunum fyrir utan en brimið, sem þar myndast er margbreytilegt og tignarlegt sjónarspil.
Mót-
byr

og

með-
byr

Það er erfitt að byggja upp heimili á nýjum stað með stóra fjölskyldu og tvær hendur tómar. Það voru margvíslegir erfiðleikar, sem þurfti að yfirstíga.
Þegar föður mínum var veitt Eyrarbakkalæknishérað höfðu ýmsir framámenn þar viljað fá annan lækni. Þegar þeim varð ekki að þeirri ósk sinni hófu þeir áróður gegn nýja lækninum. Hvöttu fólk til að leita ekki til hans og fengu aðra lækna til að setjast að í læknishéraðinu. Við það rýrnuðu að sjálfsögðu tekjur hérsðslæknisins.
Andúð í sambandi við embættisveitingar er ekki óþekkt hér á landi og er með ólíkindum hvernig hægt er að breyta friðsömu þorpi í óvinveitt umhverfi þar sem jafnvel börnin verða fyrir áreitni. En í slíku umhverfi skýrast oft línur. Menn, sem hafa óbeit á ofsóknum, finna þörf hjá sér til þess að koma og bjöða vináttu sína og aðstoð. Slík afstaða er mikils virði og þau vináttubönd, sem þannig tengjast, slitna ekki á meðan ævin varir og haldast jafnvel í marga ættliði.
Fjöl-
mennt
heimili

Tauga-
veiki

og

frá-
föll

Heimilið í Læknishúsinu varð fljótt æði umfangsmikið. Börnunum fjölgaði. Sigurður f. 1916, Valgerður f. 1918 og Guðrún f. 1920. Þau elstu voru nú farin að heiman til náms á vetrum og stunduðu á sumrin þá vinnu, sem hægt var að fá.
Um jólin 1925 kom upp taugaveiki á heimilinu. Fimm börn lágu fyrir dauðanum samtímis. Tvær stúlkur dóu. Vigdís fósturdóttir foreldra minna, þá 21 árs, og Valgerður systir mín, sem þá var sjö ára gömul. Hin börnin náðu heilsu eftir stranga sjúkdómslegu.
Móðir mín og Herdís frænka önnuðust sjúklingana. Móðir mín sagði að þegar börnin voru að veikjast hvert af öðru og voru borin inn í sjúkraherbergið hefði hún strax gert sér ljóst að hér riði yfir sú holskefla, sem hlyti að skilja einhver spor eftir áður en yfir lyki. Það veitti henni styrk að hún gerði sér grein fyrir hættunni frá upphafi.
Nokkrum árum seinna tóku foreldrar mínir í fóstur stúlku á fyrsta ári, Ingibjörgu Sigvaldadóttur. Hún var í næturfóstri á heimilinu er foreldrar hennar fórust af slysförum. Hún ólst upp sem yngsta barnið í systkinahópnum. Bráðlega komu svo barnabörnin til lengri eða skemmri dvalar á heimilinu. Mér telst svo til að í 45 ár samfellt hafi móðir mín haft ábyrgð á börnum og barnauppeldi.
Herdís

og

Jakobína

 

Móðursystur mínar, Herdís og Jakobína, fluttust á heimilið á fyrstu árunum á Eyrarbakka. Þær urðu fljótt óaðskiljanlegur hluti fjölskyldunnar, hvor á sinn máta.
Herdís frænka var hægri hönd móður minnar við allt heimilishald. Hún sinnti börnunum og sá um þjónustubrögð eftir því sem tími hennar leyfði frá þeim fræðslu- og félagsmálastörfum, sem hún stundaði utan heimilisins.
Eins og áður hefur verið á minnst þá lærði Herdís vefnað og handavinnu þegar hún dvaldi í Kaupmannahöfn með móður minni. Vefstóllin hennar stóð uppi í stóra herberginu uppi á lofti. Oft var setið þar uppi við vefnað og ullarvinnu. Söfnuðust þar saman börn og fullorðnir og var því ýmist lesið upphátt eða sagðar sögur. Jakobína frænka hafði alveg einstæða frásagnarhæfileika. Hún sagði þannig frá að það var sem hún læsi af bók og langar sögur, sem hún hafði lesið á einhverju Norðurlandamálinu, entust jafnvel vikum saman. Einnig átti hún létt með að lesa þó prjónarnir gengju án afláts.
Jakobína
kennari
Jakobína var kennari við barnaskólann á Eyrarbakka á árunum 1919-1931. Þetta var mikið blómaskeið í skóla- og félagsmálum þorpsins. Ungmennafélagið starfaði af miklum krafti og kennararnir stofnuðu unglingadeild þar sem flest skólabörnin voru meðlimir. Haldnar voru skemmtanir þar sem börn og unglingar skemmtu.
Jakobína lagði mikið af mörkum til þessarar félagastarfsemi og kom það af sjálfu sér að mikill hluti undirbúningsstarfsins fór fram á heimili okkar. Unglingar heimilisins og vinir þeirra voru líka þátttakendur í félagsstarfinu og heimilið veitti fúslega alla þá aðstoð, sem unnt var að veita.
Herdís
for-
maður
Sam-
bands
sunn-
lenskra
kvenna
Árið 1928 tók Herdís frænka við formennsku hins nýstofnaða Sambands sunnlenskra kvenna og var formaður þess meðan hún átti heimar á Eyrarbakka. Sambandið hóf fljótt umfangsmikla starfsemi. Kennslukonur voru fengnar til þess að ferðast um félagssvæðið og halda námskeið í ýmsum greinum og mörg framfaramál héraðsins lét sambandið til sín taka. Það má næstum segja að SSK hafi átt heimili sitt og varnarþing í Læknishúsinu á Eyrarbakka. Stjórnarkonur bættust í vinahóp heimilisins og baráttumálin áttu vísan stuðning húsráðenda.
Á þessum árum voru stór heimili utan höfuðborgarinnar sjálfsögð gisti- og sumardvalarheimili allra, sem einhver tengsl áttu við heimafólk. Ættmenn og vinir komu og þeirra vinir. Á sumrum voru alltaf einhverjir dvalargestir en auk þess var algengt að hópar skemmtiferðafólks kæmu með litlum eða engum fyrirvara og stönsuðu dagstund. Stundum voru aðeins fáir úr hópnum í beinum tengslum við heimafólk en allir voru jafn velkomnir.
Gesta-
komur
Gestakomur voru ætið mikið ánægjuefni. Ég á margar minningar frá þéttskipuðum stofum af talandi fólki. Spurt var frétta, málefni voru rædd. Áhugsverðast var ef ný viðhorf komu fram, þau voru tekin til sérstakrar meðferðar og rædd áfram eftir að gestir voru farnir.
Þegar ég hugsa um gestakomur heima kemur mér í hug smáatvik, sem sýnir vel að ekki voru allir nákunnugir, sem komu í heimsókn. Hópur ferðafólks var kominn, sennilega á hestum því móðir mín fylgdi konunum upp á loft svo að þær gætu lagað sig til. Eitthvað hefir gestakoman verið óvænt því að móðir mín var ekki uppábúin, sem var þó venja hennar. Konur, sem gengu á íslenskum búningi, klæddu sig venjulega uppá þegar morgunverkum var lokið. Meðan móðir mín var að aðstoða konurnar, færa þeim vatn og annað, sem þær þörfunðust, segir ein þeirra við hana: "Ekki vildir þú víst vera svo væn að segja okkur hvor systranna niðri er húsmóðirin?" Móðir mín hafði gaman af þessu og lýsti fyrir okkur vandræðum þeirra þegar hún sagði til sín.
Sam-
starfs-
fólk

og

skóla-
fé-
lagar

Eitt sinn vaknaði ég upp að kveldi við mikinn umgang of varð þess vör að niðri var fullt af gestum. Komst ég að því að þarna var heill hópur ókunnugs fólks sem bróðir minn hafði komið með. Þetta var starfsmannshópur á skemmtiferð. Veðrið hafði ekki verið eins gott og vonast var eftir og aðstaðan til þess að borða nestið ekki sem best. Hann var því kominn með allan hópinn og nú var nestið borðar með einhverjum viðbótarveitingum og sungið og skemmt sér fram á nótt. Skemmtiferðinni var bjargað og allir voru ánægðir.
Nokkrum árum seinna lék ég sjálf sama leikinn í bekkjarferðalagi. Þegar ekki var hægt að fá kaffi í Tryggvaskála eins og búist hafði verið við þá hringdi ég heim og fékk leyfi til að koma með hópinn í kaffi.
Fé-
lags-
heimili
Ég hefi reynt að bregða upp svipmyndum frá heimilinu á Eyrarbakka til þess að minna á það hvernig stór og gestkvæm heimili í sveitum og þorpum voru hér áður fyrr í beinum tengslum við þjóðlífið sjálft. Þau voru oft einskonar félagsheimili þeirra tíma.
Móðir mín stjórnaði þessu umfangsmikla heimili á sinn hjlóðláta og árekstrarlausa hátt. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess varla að hafa heyrt hana gefa fyrirskipanir en vilji hennar réð.
Hús-
stjórn
Hún var hagsýn og kunni vel til verka. Um miðjan aldur átti hún við heilsuleysi að stríða. Var hún oft svo máttfarin að hún komst ekki hjálparlaust upp stigana í húsinu og alla vinnu varð hún að framkvæma með varúð og lagni og forðast snögg átök.
Hún annaðist sjálf all matseld þegar heilsan leyfði. Var það oft ærinn starfi. Þessar miklu og oft óvæntu gestakomur útheimtu mikla útsjónarsemi og hagsýni. Á þessum tíma þekktust ekki frystikistur eða frystihólf. Móðir mín sauð niður kjöt á haustin, sem entist til ígripa handa gestum nærri árið um kring. Fyrst var soðið í dósir, sem þurfti að lóða fyrir, en seinna komu glerdósir með gúmmíhringum. Þær voru mesta þarfþing og með nokkurri aðgæslu geymdist matur í þeim ótrúlega lengi. Auk niðursuðunnar var haustmatargerð með svipuðu sniði og gerðist á stórum heimilum á þessum tíma.
Sand-
græðsla
og
jurtir
Á heimilinu voru oftast ein til tvær starfsstúlkur en auk þess hjálpuðust allir að við það sem gera þurfti, bæði innan húss og utan.
Fljótlega eftir að flutt var í nýja húsið fór móðir mín að reyna að græða upp lóðina og gera garð við húsið. Það er erfitt að græða upp sandinn á Eyrarbakka og margar tilraunir misheppnuðust. Á hverju vori var reynt á ný og ekki gefist upp. Sækja þurfti grastóna á þúfnakolla upp á mýri og húsdýraáburði var safnað saman þar sem hann lá á jörðinni. Þótt hún hefði ekki sjálf þrek til að stinga upp eða moka þá réð hún verkinu og árangurinn var eingöngu þrautseigju hennar að þakka.
Garð-
vist

og

ferða-
lög

Garðurinn við húsið átti eftir að verða öllu heimilisfólki til mikillar ánægju. Á sumrin þegar sólin skein var bæði matast og drukkið kaffi úti í garði. Menn hjálpuðust að við að bera út borð og stóla, borðabúnað og mat og allir nutu góða veðursins, jafnt gestir sem heimafólk.
Stundum var kaffi búið niður og heimilisfólkið fór í gönguferð út fyrir þorpið þar sem börn og unglingar höfðu meira svigrúm til hlaupa og leikja. Þegar heim var snúið úr slíkum ferðum hélt vanalega einhver á fallegri plöntu, sem móðir mín hafði hug á að gróðursetja í garðinum við húsið.
Lengri ferðir voru einnig farnar. Þá var fenginn bíll og safnað eins mörgum og hægt var að koma í hann. Þá var ekið í Þrastarskóg eða jafnvel enn lengra, fallegir staðir skoðaðir og vinir heimsóttir. Slíkar hópferðir skipulagði móðir mín og stjórnaði sjálf öllum undirbúningi.
Læknir

störfum
Þegar ég reyni að rifja upp minningar úr daglegu lífi í Læknishúsinu á Eyrarbakka eins og ég man eftir því þá finn ég að það hefir eðlilega mótast af starfi föður míns.
Skrifstofuherbergi föður míns og lækningastofa voru í miðju húsi. Ef margir sjúklingar biðu eftir afgreiðslu samtímis var setið inni í stofu. Þeir sem komnir voru langt að fengu einhverja hressingu. Oft var læknisvitjunin um leið vinarheimsókn og þá var léttari blær yfir móttökunum: Stundum þurftu sjúklingar sérstakrar aðhlynningar við og var þeim þá búin aðstað til hvíldar. Ef aðstoða þurfti við aðgerðir voru þær til kvaddar, Herdís frænka eða móðir mín. Þá þekktust ekki ákveðnir viðtalstímar né heldur frídagar og vegna mikillar vinnu fólks í sveitum þótti oft þægilegra að nota helgarnar til að vitja læknis ef ekki var um aðkallandi tilfelli að ræða.
Oft voru rólegir dagar inn á milli. Þá sat faðir minn inni hjá heimafólki við lestur eða tafl. Vinir og kunningjar úr þorpinu litu inn og rætt var um það, sem efst var á baugi. Margar rispur voru teknar og haft gaman af hvað skiptar skoðanir manna gátu verið. Nýjar stefnur í félagsmálum, kröfur um bætt kjör vinnandi fólks og réttindi kvenna til jafns við karla. Öll þessi mál áttu einlægan stuðning foreldra minna. Bækur ungra róttækra höfunda voru keyptar og lesnar bæði í einrúmi og upphátt og síðan ræddar.
Lestur Móðir mín hafði alltaf bók á náttborðinu og las nokkra stund áður en hún lagðist til svefns. Hún sagði mér einhverntíma að þegar heimilishaldið var erfiðast hafi hún leitast við að hafa langar sögur til kvöldlestrar, þá hafi hún kynnst sögupersónunum vel og fundið hvíld í því að hitta þær og njóta samvista við þær litla stund á hverju kvöldi.
Hún vandaði vel til þeirra bóka, sem hún las, og sagðist lengstaf hafa haft svo lítinn tima til lestrar að ekki hefði komið til greina að eyða honum við lélegar bækur. Þessari reglu hélt hún þótt tími hennar til lestrar yrði rýmri með árunum.
Ekkja
1939
Í júnímánuði 1939 andaðist faðir minn eftir stutta legu, 72ja ára að aldri. Hann hafði all ævi verið mjög heilsuhraustur og borið aldurinn með afbrigðum vel. Mig grunar að móðir mín hafi aldrei hugleitt það að hún ætti eftir að lifa hann, þrátt fyrir tólf ára aldursmun þeirra. Sjálf hafði hún oft verið hætt komin um ævina en honum hafði nærri aldrei orðið misdægurt.
Áfram
á
Eyrar-
bakka
Heimilið hafði hingað til miðast við starf heimilisföðurins og samkvæmt venju þess tíma þá hafði hann einn yfirlit yfir fjárhagsafkomu þess. Nú var móðir mín orðin eina fyrirvinnan og þótt börnin væru að vísu flest uppkomin þá var yngsta barnið, fósturdóttirin, enn á barnsaldri. Elsti sonurinn bjó heima og hafði mikla kartöflu- og grænmetisrækt og Herdís systir hennar bjó einnig hjá henni.
Móðir mín hélt heimili á Eyrarbakka enn í 5 ár. Heilsa hennar hafði farið batnandi seinustu árin og tók hún þessu nýja hlutverki með sama æðruleysi og öðru því, sem lífið hafði að henni rétt.
Faðir minn hafði verið umboðsmaður Brunabótafélags Íslands þegar hann lést. Nú ákvað móðir mín að halda því starfi áfram þótt hún hefði aldrei fengist við neitt slíkt áður. Með hjálp góðra vina setti hún sig inn í starfið og umboðsmaður Brunabótafélagsins var hún uns hún fluttist til Reykjavíkur árið 1944.
1944
til
Reykja-
víkur
Í Reykjavík héldu þær systur, Herdís og hún, heimili saman á meðan heilsa þeirra entist, eða í nærri 13 ár. Þær nutu þess að búa í nábýli við ættmenn og vini. Heimilishald var mjög viðráðanlegt í mátulega stóru umhverfi við þægindi þéttbýlisins. Móðir mín fékk nú aftur tíma og tækifæri til þess að sinna félagsleum hugðarefnum. Hún sótti fundi um þjóðfélagsmál og tók þátt í stofnum félagasamtaka kvenna til baráttu fyrir friði og jafnrétti.
Slys
1951
Fyrstu árin eftir að hún flutti til Reykjavíkur dvaldi hún á Eyrarbakka nokkrar vikur á hverju sumri. Sumarið 1951 datt hún í útitröppum Læknishússins og skaddaðist í baki. Hún átti lengi í þessu meiðsli og varð aldrei jafngóð. Hún bognaði mikið í baki og átti eftir það erfitt með öll heimilisstörf.
1957
á
heimili
Guð-
rúnar
Í byrjun ársins 1957 var svo komið að móðir mín treystist ekki lengur til að halda heimili. Herdís var þá komin á sjúkrahús og hún orðin ein eftir. Þá fluttist hún á mitt heimili og hjá okkur var hún uns hún andaðist í nóv. 1962, þá rétt 83ja ára að aldri.
naut
hvers
sem 
var
Við hjónin höfðum áður, á meðan börnin voru ung, búið í návist við móður mína. Fyrst í húsinu á Eyrarbakka og síðan í sömu íbúð og hún fyrstu árin í Reykjavík. Þetta nána sambýli við hana var okkur ómetanlegur lærdómur. Hugarjafnvægi hennar og innileg gleði yfir öllu því góða, sem lífið hafði að bjóða. Fallegur dagur, heimsókn góðra vina, smá ökuferð til að njóta sólarlagsins, ekkert var of smátt til að gleðjast yfir. Einlægur og fordómalaus áhugi hennar á öllu sem var að gerast í kringum okkur,  trúin á hið góða, þrátt fyrir allt.

Efst á þessa síðu * Forsíða GÓP-frétta