GP-frttir - forsa

Jakob Gslason
orkumlastjri

Fddur 10. mars 1902
- d. 9. mars 1987.
Sjá neðst minningargrein Bergs Jnssonar rafmagnsverkfræðings.

Sj einnig Sigrar-su

Myndir r aldarht 2002 Elliardal og var

Htahld 100 r fr fingu - 10. mars 2002

Eyrarbakka 3. jl 2002


Myndir r ht Elliardal og var

Sextugur
10. mars 1962

essar vsur GP
voru nokku
lengi ger og
ekki sendar
Jakobi fyrr en
1. ma 1962.

a vsan veri sein
vill mig dsin hvetja slynga
svo a rsi rmugrein
um rafurlsi slendinga.

Samantekt
smundar Jakobssonar
sem hann flutti fjlskylduht
af essu tilefni: 

Jakob Gslason
fddist Hsavk fyrir einni ld san,
ann 10. mars 1902.


Bernskurum snum eyddi Jakob foreldrahsum Hsavk. Gsli Ptursson, fair hans, var hraslknir ar en mur hans, Aalbjrg Jakobsdttir, var dttir Jakobs Hlfdnarsonar kaupflagsstjra ingeyinga.

gis blginn hrannar hls
hreytast klgu-dkkir flokkar.
Mitt lgu Atlantsls
er hann flginn, hlminn okkar.

Fr hann rtt r msri tt
andardrtt verldinni.
Stgur brtt heii htt,
haldinn "smtt" r fjarlginni.

egir laust vi ytsins raust
ess er skaust hj jkultindum:
fjallaklaustur, ftatraust,
fimbulnausti sl og vindum.

Vatnasvii vekur kli
verur niur ar af ungur
egar ian ofan sni
ir niur gjr og sprungur.

Svelgir strindi straumagrind
strengur tinda ber til unnar.
Orkan sindrar, magnar mynd:
meginlinda Fjallkonunnar.

Vtta rjurs frelsis fund
farar ljur konungshofa.
Vorrar jar rug mund
rumdi hlj til aldarofa.

undar-reislu einni
orkugeislar metnir vera
samt ig beisla yrsti
- jarveislu hefur gera.

Vaknar seggja snarpa sneggja
sna eggjagrjt og leggja
mta kleggja klungurveggja.
Kaldar gneggja r - og eggja.

Jakob Gslason afgreiir
hjlparbeini Sigurjns Rist
egar Gusi lenti Tungna
des. 1957

Eitt lti atvik fr essum tma var honum minnissttt:

Fjlskyldan var a fara bo hs sem var sunnar bnum. Aalbjrg hjlpai honum fyrstum a kla sig spariftin og sneri sr san a v a hjlpa hinum. Jakob var spenntur og rlegur. Svo amma sagi honum a ganga t og suur. tlaist hn til ess a hann fri undan boi. - En mli Jakobs ddi t a sama og norur. Svo hann fr t gtu og fr a ganga fram og til baka norur og suur vxl, mean hann bei ess a hin yru tilbin. egar amma og afi og hinir brurnir lgu af sta boi var Jakob norurgngu og au frust mis. a var svo fyrst egar tti a setjast a borum a a uppgtvaist a Jakob vantai. Var uppi ftur og fit, en eftir nokkra leit hugkvmdist einhverjum a fara til baka heim lknishsi og mtti barninu, sem var svo heppi a vera stundina suurgngu.

essi sgu sagi Jakob mr til ess a leggja herslu a maur skildi alltaf vera nkvmur tali og forast margrar setningar jafnt vi brn sem fullorna.

ri 1914 fkk Gsli fair hans veitingu fyrir Eyrarbakkalknishrai. ri eftir fluttist fjlskyldan bferlum suur til Eyrarbakka en Jakob og Ptur brir hans uru eftir leiinni Reykjavk hj Vigdsi Ptursdttur fursystur sinni og Einari Finnsyni eiginmanni hennar a Klapparstg 11.

Brurnir hfu um hausti nm Menntasklanum Reykjavk. eir stunduu nm af dugnai og luku stdentsprfi me miklum gtum vori 1921.

 Ssumars sigldi Jakob til Kaupmannahafnar og hf nm verkfri vi Tknihsklann vi Silfurtorg eim flagskap, sem Jn Helgason prfessor orti svo fallega um:

 

S stdentum skipt og eir skoair eftir mennt,
skiljast eir, eins og menn vita, sundur tvennt:
Sumir stdera siara manna fg.
Sumir stdera verkfri, gufri og lg.

Landarnir hrna leggja ekki miki kapp
lgfri og gufri, og slkt er hi mesta happ.
En straumurinn er okkur viss, egar lur a vetri,
af verkfringum og eir eru tplega betri.

Eigiru lei na slskini um Silfurtorg
sru, hve miki eir pra essa borg
me endemisbkur og hreina reikningssprota
(sem okkar milli sagt eir kunna ekki a nota).

Verkfringanna vinnubrg heita slr
Verkfringanna lystisemd heitir bjr.
veturna lesa eir varla neitt, heldur slumpa.
vorin taka eir engin prf, heldur dumpa.

Jn Helgason var vi nm Kaupmannahfn svipuum tma og Jakob.
Er kvi tali ort 1923 ea 1924 egar Jakob var rija ri verkfri.

En Jakob las og reiknai af kappi veturna me hreinan reiknistokk og lgarithmabk a vopni og vorin tk hann sn prf me pri.

1928
Um mlefni
kvenna
-
uppeldisml

egar lei nmsrin tk hann a hugsa miki um jflagsml og stjrnml.

ann 14. mars 1928 skrifar hann flkinu Eyrarbakka:

Jakobna endar brf sitt me essari athugasemd: a skyldi n vera betra lfi hj ungu stlkunum Reykjavk hva einlgni og sannsgli snertir vi foreldrana?

Er meiningin a skella allri skuldinni dturnar? Er ekkert a athuga vi framkomu mranna og m ekki tlast til ess af eim, a r geri eitthva til a halda einlgni barnanna? gr heimstti mig stlka. Eins og flest allar arar ungar stlkur, sem g ekki, segir hn mmmu sinni a, sem hn veit a hn vill heyra og hagar sr san eftir eigin getta. Hn sagist fyrst framan af auvita hafa sagt mmmu sinni alltaf allt af ltta. Brn taka a varla upp hj sjlfum sr a skrkva a foreldrunum. - En hn sagi a mir hennar hefi oft ori rei vi hana og kannski ekki tala vi hana mnuum saman. etta er n kannski a einhverju leiti orum auki. - Arar mur vera algerlega hysteriskar og grta og barma sr ef dturnar stga eitt skref t yfir a strangkonventionella. Murnar leggja gjarnan meiri herslu a banna og skipa en a fra, rleggja og leibeina; r mehndla ekki dtur snar sem sjlfstar manneskjur, heldur heimta af eim absoluta hlni, oft og einatt hlni vi hina mestu fordma, sem ekki eru byggir neinum skynsamlegum rkum; etta hefur au hrif a dturnar missa alla viringu fyrir fyrirmlum og rum murinnar. Mur eru oft svo naivar a halda a r geti kontrollera hvar dtur eirra halda sig og hva r hafast a; en tilfelli er a bjum og borgum er a n dgum algjrlega mgulegt. stan til ess a dturnar eru sannsglar og einlgar vi mur snar er held g oftast nr s, a dturnar finna skilningsleysi og sanngirni mranna, eru of sjlfstar til a vilja lta harstjrn eirra, en ora ekki aabent og rligt a bja eim byrginn vegna eirrar erfiu sambar sem a hefi fr me sr eyileggingu heimilisfrinum, a minnsta kosti um tma, mean mirin er a stta sig vi a dttir hennar er orin sjlfr, sjlfst manneskja.

Mr finnst a rangltt gagnvart kvenflkinu a ala a annig upp a a s ekki bi undir neina ara atvinnu en hjnabandi. En svona hefur a veri. Og hjnabandinu tti konan a vera manninum undirgefin, hlin og ausveip. Uppeldi var v a ganga t a gera hana bljga, ausveipa og sjlfsta; tt hn um lei yri vilja og karakterlaus, var ekkert vi a a athuga. - Konan tti lka helst a vera bl og vikvm; .e.a.s. tilfinningalf hennar tti a vera vel tvkla enda tt a kmi til a ganga strum t yfir intelligens hennar. ess var krafist af henni a hn vri ekki aeins algjrlega reynd, heldur jafnvel algerlega fr um msar af mikilvgustu lfsfunktionum og ttum lfsins, sem hn hlaut a reka sig sar meir. - Og a er skrti a hugsa til ess hva skeytingarlaust jflagi hefur veri ( hvort heldur maur skoar a lagalega, mralskt ea konventionalt) um hva um kvenmanninn var eftir a a var bi a f hana svo varnarlausa hendur hvaa karlmanni sem var. - En etta ideal af kvenlegu uppeldi og karriere er sem betur fer a hverfa. Ungu stlkurnar n dgum vilja ra sr sjlfar og r finna a nausynlegt skilyri til ess er a r su konomiskt sjlfstar. N opnast eim fleiri og fleiri mguleikar til ess og a mun n efa koma a v a kvenflki ekki vill selja etta sjlfsti fyrir rttinn til ess a njta krleika og eignast brn.

1928-30
Jakob kemur til
starfa slandi
rtt fyrir mun
betri kjr
starfstilboum
ytra -
giftist og
fjlskyldan
stkkar.
ri ur en hann skrifai etta kynntist hann Kaupmannahafnarstlku sem kllu var Basse, en ht fullu nafni Hedvig Emanuelle Hansen. au uru stfangin hvort af ru og kvu a eya vinni saman.

Jakob tk verkfriprf vori 1928. A loknu nmi vann hann um hr Kaupmannahfn en hugurinn st til ess a starfa slandi. Honum baust vel launa verkfristarf hj einkafyrirtki Reykjavk en hann hafi alltaf ann metna a vera frumkvull og stjrnandi sjlfur. Hann fr ri 1929 fund forstisrherra og samdi vi hann um a f tkifri til ess a byggja upp Rafmagnseftirlit rkisins.

Jakob fluttist heim til slands sla sama r og Basse kom skmmu sar. au giftu sig svo ri 1930.

au Basse eignuust tvo syni.

Gsli fddist desember 1934 og Jakob annan jlum 1937

1939 -
meira um
uppeldismlin
ann 20. mars 1939 skrifar Jakob mur sinni Eyrarbakka:

g er orinn mjg hugasamur um uppeldisml eins og a lkindum ltur, egar g er orinn tveggja drengja fair. g les v af huga hvaeina um essi ml bi sgulegs og frilegs elis. Hinsvegar ver g a kannast vi a a g geri mr litlar vonir um, a gera nokkurn uppeldisfring r sjlfum mr, enda mun erfitt a ala brn upp eftir bkum, - ea eftir princippum. Og raunar finnst mr, a g geta lti anna gert, en a vona fyrir barna minna hnd, a au hafi ori a heppin foreldravali, a au hljti ekki fr okkur nein leiindi ea tjn.

Annars eru helstu reglurnar, sem maur fylgir, ef um reglur er a ra, a tryggja krkkunum lkamlega heilbrigi, eftir v sem kostur er, lta au leika sr sem frjlsast og sem mest me rum krkkum, banna eim ekki anna en a sem hjkvmilegt er a banna og gefa eim full rk fyrir v banni, au rk sem maur raunverulega sjlfur telur vera fyrir nausyn bannsins. g hygg a eitthva a erfiasta uppeldinu s a forast a banna krkkunum. Flestum httir vi a banna tma og tma og oft n samrmis, annig a ara stundina er leyft a sem hina er banna. Gagnvart fullornum reyna menn a koma ekki annig fram og yfirleitt held g a maur hafi gott af v a gera sr far um, a fara meir en gerist eftir smu reglum umgengni vi brnin sem framkomu gagnvart fullornum. Trarlegt uppeldi f krakkarnir ekki hj mr. Til ess skortir mig sjlfan trarlega sannfringu. Helstu rkin fyrir lfsreglunum vera: umhyggja fyrir sjlfum sr og tillit til annarra.

1939
Basse deyr
etta sama r veiktist Basse og reyndist a vera heilaxli, sem dr hana til daua um veturinn, Hn var kornung, rtt rmlega rtug og var llum mikill harmdaui.
1943 - til Jagga 
sem bur pabba sns
Eyrarbakka:

Blmin sm vi bjaril
blnum a vagga:
au er' a kinka kolli til
kunningja sns, hans Jagga.

Systkini fur mns voru mrg og var mikill aldursmunur v elsta og yngsta. Allt fr Ptri sem fddist 1900 til Gurnar sem fddist 1920. Raunar ekkist slk aldurdreifing fleiri fjlskyldum hr. Systkinin dvldust oft hj Jakobi egar au voru skla Reykjavk. Var mikill samgangur vi Gumund (Mumma), Ketil, la, Sigga og Gurnu, sem dvaldist um tma hj Jakobi egar hn var skla. Hann hafi stundum or v gamni vi Gurnu a flk hldi nttrulega a hn vri dttir hans.
Raforkumla-
stjri
strslok var Jakobi fali a skrifa n raforkulg. Upp r eim voru stofnaar Rafmagnsveitur rkisins og Raforkumlaskrifstofa og var Jakob rinn Raforkumlastjri.
1946
Sigrur
smundsdttir
kemur
til sgunnar
Frnka Jakobs, Petrna Kristn, vann strsrunum hj Rafmagnsveitu Reykjavkur. Einu sinni bau hn Jakobi me skemmtun me Rafveituflki. ar hitti hann unga stlku a nafni Sigrur smundsdttir. ar me voru rlg eirra rin og au giftu sig febrar 1946.

  Jakob og Sigrur 1946
Jakob og Sigrur, giftingarmynd 1946
(r myndasafni Jakobs Jakobssonar)

Sj einnig Sigrar-su

si - Abba
og Steina

au eignuust rj brn, g fddist 1946, Aalbjrg 1949 og Steinunn 1953.

  Tveir Jakobar
Tveir Jakobar Gslasynir
vi Kirkjufell Snfellsnesi jn 1957
(r myndasafni Jakobs Jakobssonar)

Jakob Gislason 1960
Jakob Gislason 1960
(r myndasafni Jakobs Jakobssonar)

Orkustofnun fyrri hluta sjunda ratugarins fkk Jakob enn tkifri til ess a taka tt stofnun nrra fyrirtkja egar Raforkumlaskrifstofu var breytt Orkustofnun og Landsvirkjun og Rafmagnsveitur rkisins uru sjlfst fyrirtki. Stjrnai Jakob Orkustofnun san til sjtugsaldurs.
"lkkau
heldur
igjaldi"
Jakob var alla t mjg samviskusamur, heiarlegur og reianlegur. Eitt sinn hitti g konu, sem hafi unni hj tryggingarflagi rum ur. Hn ekkti Jakob og sagist snum tma hafa gert samning vi hann um tryggingar fyrir Orkustofnun. egar samningunum var a ljka spuri hn hvort hn tti a leggja knun (.e.a.s. mtur) inn bankareikning hans. Jakob afakkai og sagi: Viltu ekki heldur lkka igjaldi hj Orkustofnun um essa upph. - g spuri konuna hva vri merkilegt vi essa sgu, etta vri j eina rtta svari. Ja, a var n ekki venjan a svona knun vri hafna a v er g vissi sagi hn.
Skynsemin Gsli fair Jakobs var a vsu gri lknisstu, en brnin voru mrg, sem urfti a kosta til nms fjarri heimilinu. Jakob vandist vi a nmsrunum a fara vel me f og eya ekki arfa.

Mir mn talai stundum um a gaman vri a eiga sumarbsta. Jakob hafi ltinn huga v og sagi jafnan a a kostai svo miki a au gtu bi fnu hteli rj mnui ri fyrir peningana, sem spruust v a eiga ekki sumarbsta. Svo erfi hann 2/3 a jrinni Brettingsstum Laxrdal eftir mur sna og Herdsi systur hennar. Magns murbrir minn var lknir Akureyri og hafi huga a eignast sumarbsta. Hann stakk upp v a au keyptu saman sumarbsta og settu upp Brettingsstum. Jakob gekk a v me v skilyri a Magns si um etta og hann sjlfur yrfti ekkert a gera nema borga sinn hlut kostnainum. egar sumarbstaurinn var kominn hafi Jakob mjg gaman af v a vera ar. Hann fr n a hugsa um a a vantai salerni bstainn og hafi or v hvort au ttu ekki a lta koma upp kamri. spuri Magns hvort a vri ekki drara a aka yfir Htel Reynihl og nota astuna ar ef maur yrfti slku a halda. Af svona skynsamlegum rkum og a fr manni, sem ekki hafi verkfrimenntun, hreifst Jakob.

...
strt
og
smtt

1946 - lei 
hj Kotagili Skagafiri
me Jagga:

Brinn heitir Borgargeri,
bndans nafn g ekki veit,
tt hann sjlfa Akra erfi
- ekki verur buddan feit.

(Borgargeri 
er lngu fari eyi
en near sveitinni 
er strbli Akrar.)

 

Jakob fkkst stundum vi a a setja saman vsur. - Einu sinni sem oftar hfum vi tt ga kvldstund hj la, Lsu og Evu. - egar Lsa dr fram gestabkina skrifai Jakob:

Evu, la og Lsu
tla g essa vsu,
a akka tertu, te og rjma,
tmarit og tvarpshljma.

Jakob hreifst mjg af jafnaarhugsjnum, var framarlega stdentaplitkinni og geri sr fer til Rsslands 1928 eim tma egar menn hldu enn a ar vri upprenningu slurki ar sem allir yru jafnir. Eftir a hann var opinber starfsmaur htti hann afskiptum af stjrnmlum en m lesa r eftirfarandi vsu a honum var ekki sama um run heimsmla:

A ryggi mannkyns allan htt
tullega vi vinnum.
Og eigum v ngan atmmtt
a eya v fimmtu sinnum.

Kvei fyrir munn Steinunnar Magnsdttur egar hn af Brttubrekku leit aftur Borgarfjrinn eftir feralag um Austurland, Norurland og Vestfiri
(13. gst 1948):

Hvernig sem g flkist og fer
um fegurst lnd jru,
af llum sveitum vallt ber
minn eigin Borgarfjrur.

vikvldi !? vikvld
( jl 1948)

Senn er komi slarlag.
Senn er vin bin.
Gui s kk fyrir gan dag.
Gu hvli bein mn lin.

Slarlagi lfi Jakobs var hartnr fjrum ratugum sar en etta var ort, seint a kvldi 9. mars 1987, rskmmu ur en 85. afmlisdagur hans rann upp.

gr var fimmtnda rt Jakobs og dag hldum vi htlegt aldarafmli hans.

Ásmundur
Jakobsson

Saman teki og flutt af smundi Jakobssyni
100 ra afmli Jakobs Gslasonar
hinn 10. mars ri 2002.

17. mars 1987

Bergur Jónsson
rafmagns-
verkfræðingur
skrifar
minningargrein
í Morgunblaðið

Hingað tekin
traustataki
3.11.2016
GP

Jakob Gslason

Jakob Gíslason
fyrrverandi orkumálastjóri

Fæddur 10. mars 1902.
Dáinn 9. mars 1987.

Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað
né hver Lestinni miklu ræður.
Við sláumst í förina fyrir það,
jafnt fúsir sem nauðugir, bræður!
Og hægt hún fer, en færist um set,
þessi fylgd yfir veginn auðan,
kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet.
Og ferðinni er heitið í dauðann.

Þannig lýsir Tómas Guðmundsson, bekkjarbróðir Jakobs í Hinum almenna menntaskóla í Reykjavík, ferðinni með Lestinni miklu í Fögru veröld. Að loknu stúdentsprófi skildi leiðir félaganna og þeir sátu ekki í sama klefa Lestarinnar eftir það. Þeir fylgdust þó vel hvor með öðrum og hittust, en undirritaðan, sem kynntist þeim báðum, spurðu þeir oft um líðan hins.

Farþegar Lestarinnar miklu eru misjafnlega ötulir meðan á ferðinni stendur. Jakob var meðal þeirra farþega, sem notuðu tímann vel. Hann fékkst við margt meðan á ferðinni stóð, og með víðsýni, elju, en þó með hæglátu, yfirveguðu og virðulegu fasi varð honum mikið úr verki. Hann á drjúgan þátt í ýmsu því, sem farþegar Lestarinnar njóta, þeir sem ferðast með henni enn um stund, eða síðar eiga eftir að stíga um borð.

Með eftirfarandi orðum langar undirritaðan til að minnast Jakobs Gíslasonar fyrrum orkumálastjóra, félaga í rafmagnsverkfræðinga deild Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) og orðanefnd hennar, en á þessum vettvangi vorum við að nokkru samferðamenn og klefanautar.

Jakob Gíslason fæddist 10. marz 1902 á Húsavík. Foreldrar hans voru Gísli Ólafur Pétursson héraðslæknir þar og síðar á Eyrarbakka og kona hans Aðalbjörg Jakobsdóttir.

Að loknu stúdentsprófi, 1921, hélt hann til Kaupmannahafnar og lauk prófi í rafmagnsverkfræði við Danmarks Tekniske Höjskole árið 1929. Um áramótin 1929/1930 skipaði þáverandi atvinnumálaráðherra, Tryggvi Þórhallsson, raforkumálanefnd, sem í sátu Geir G. Zoega vegamálastjóri, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri og verkfræðingurinn ungi, Jakob Gíslason.

Á fyrri hluta árs 1930 tók nefndin til umræðu eftirlit með raforkuvirkjum. Geir G. Zoega lagði, sem ráðunautur Brunabótafélags Íslands, ríka áherzlu á nauðsyn þess, að settar yrðu reglur um gerð og frágang raforkuvirkja, sem giltu um land allt, og að komið yrði á ríkiseftirliti með raforkuvirkjum almennt.

Eftir tillögum nefndarinnar var þá þegar sett bráðabirgðareglugerð um raforkuvirki, með heimild laga frá 1926, og jafnframt byrjað á samningu ítarlegri reglugerðar. Í júní 1930 var Jakobi Gíslasyni rafmagnsverkfræðingi falið "að safna skýrslum um gerð, tilhögun og rekstur raforkuvirkja víðsvegar um land. Ennfremur eftirlit með frágangi raforkuvirkja og rekstri, svo og öllum raflögnum utanhúss og innan."

Jakob hóf þegar í stað samningu reglugerðarinnar. Varð hún allumfangsmikil, um 60 síður í stjórnar tíðindabroti, og hafði að geyma allítarleg ákvæði um gerð og frágang raforkuvirkja. Reglugerðin var gefin út af atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 14. júní 1933 og öðlaðist gildi 1. júlí sama ár. Með gildistöku reglugerðarinnar var að nokkru leyti staðfest það starf að eftirliti með raforkuvirkjum, sem þegar var hafið, en með henni var ennfremur markað starfssvið Rafmagnseftirlits ríkisins. Jakob taldi gjarnan að stofnunin hefði tekið til starfa um leið og reglugerðin öðlaðist gildi, 1. júlí 1933. Hann var jafnframt skipaður fyrsti rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins.

Störf Rafmagnseftirlits ríkisins urðu æ umfangsmeiri eftir því sem árin liðu undir stjórn Jakobs. Leiddi það að lokum til þess, að samin voru og samþykkt raforkulögin 1946, sem fjölluðu um skipulagningu á raforkumálastjórn ríkisins. Rafmagnseftirlit ríkisins varð hluti af Raforkumálaskrifstofunni, en Jakob tók við embætti raforkumálastjóra. Því starfi gegndi hann til 1. júlí 1967, þegar orkulög tóku við af raforkulögunum frá 1946. Með útgáfu orkulaga varð þó engin veruleg breyting á stjórn eða skipulagi Rafmagnseftirlits ríkisins. Stofnunin varð deild innan Orkustofnunar en Jakob var valinn til að gegna starfi orkumálastjóra. Jakob gegndi því starfi þar til hann var orðinn sjötugur, árið 1972, að hann lét af embætti fyrir aldurs sakir. Rafmagnseftirlit ríkisins varð að sjálfstæðri stofnun á ný árið 1979.

Reglugerð Jakobs um raforkuvirki, sem hann skóp á árunum 1930-1933, ber það með sér að hún var samin af vandvirkni og framsýni. Mörg ákvæði hennar eiga við enn í dag. Hún er undirstaða þeirrar reglugerðar um raforkuvirki, sem í gildi er nú. Málfar hennar er líka vandað. Jakobi var annt um íslenzkt mál, og hann vildi ekki skilja við reglugerðina nema á lýtalausu íslenzku máli. Á síðasta fundi orðanefndar Verkfræðingafélags Íslands, sem haldinn var í febrúar 1933, var fjallað um "raf-yrði" reglugerðarinnar. Þar var Jakob að sjálfsögðu staddur. Orðanefndin hafði hafið störf í október 1919 og var skipuð mætum mönnum, Guðmundi Finnbogasyni prófessor og síðar landsbókaverði, Sigurði Nordal prófessor og Geir G. Zoega vegamálastjóra. Það er störfum nefndarinnar og ýmsum áhugamönnum að þakka, að íslenzk tunga eignaðist þegar á fyrstu áratugum aldarinnar fjölmörg íslenzk orð á sviði rafmagnsfræði og -tækni.

Störf orðanefndar Verkfræðingafélagsins lögðust því miður niður eftir að nefndin hafði fjallað um orðaval reglugerðar um raforkuvirki. Jakob átti þó eftir að láta að sér kveða á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, eins og vikið verður að.

Í febrúar 1941 stofnuðu 13 rafmagnsverkfræðingar deild innan Verkfræðingafélags Íslands. Jakob var meðal stofnendanna, og hann var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. Það hafa sennilega verið óskráð lög frá upphafi, að enginn félagsmaður gegndi störfum formanns oftar en einu sinni eða sæti lengur en eitt ár. Á þessu hvorutveggja er þó ein undantekning í 46 ára sögu deildarinnar: Jakob Gíslason var aftur kosinn formaður deildarinnar árið 1954.

Jakobi hlotnaðist líka sá heiður að verða kjörinn heiðursfélagi rafmagnsverkfræðingadeildar (RVFÍ) eins og raunar svo margra annarra félaga og samtaka. Verður það ekki talið upp hér.

Tilviljun ræður því, að undirritaður er formaður deildarinnar, þegar Jakob stígur út úr Lestinni miklu. Jakob er kominn á áfangastað, en Lestin heldur áfram.

Skömmu eftir stofnun RVFÍ var skipuð þriggja manna nefnd innan deildarinnar til orðasöfnunar úr raffræði, orðanefnd RVFÍ. Í nefndina völdust Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík, Gunnlaugur Briem, síðar póst- og símamálastjóri, og Guðmundur Marteinsson, síðar rafmagnseftirlitsstjóri ríkisins. Fljótlega bættist Jakob í nefndina og voru nefndarmenn fjórir í fjölmörg ár.

Orðanefnd RVFÍ hefur starfað óslitið síðan hún var stofnuð, árið 1941, og er elzt allra starfandi orðanefnda. Hún hefur sent frá sér 3 raftækniorðabækur með alls um 6.400 uppflettiorðum á íslenzku, en nærri 6.000 orð bíða útgáfu.

Jakob starfaði óslitið með orðanefnd frá fyrsta starfsári þar til þrek hans og heilsa leyfðu ekki lengur. Hann varð formaður orðanefndar 1963 og gegndi því starfi til 1984, þegar hann baðst eindregið undan endurkosningu, og undirritaður tók við starfi hans. Mannaskipti urðu nánast engin fyrstu 28 ár starfsemi orðanefndar. Það var fyrst árið 1969, sem ég og tveir aðrir ungir verkfræðingar bættust í hóp nefndarmanna. Sem formaður mótaði Jakob þá starfshætti, sem hafðir voru um hönd, og þann anda, sem ríkti á fundum orðanefndar. Að þeirri mótun býr nefndin enn.

Þegar litið er til baka til þeirra stunda, sem ég átti því láni að fagna að vera samferðamaður Jakobs og klefafélagi í Lestinni miklu, er margt, sem upp í hugann kemur. Fyrstu kynni urðu ekki fyrr en á árunum 1966/67, þegar ég kom heim til Íslands eftir langvarandi dvöl erlendis við nám og störf. Ég tók eftir "öldungunum" á fundum RVFÍ. Þeir sóttu fundi félagsins og sýndu því ræktarsemi með nærveru sinni og virkri þátttöku. Þetta voru yfirleitt virðulegir menn, rólegir, háttvísir og yfirvegaðir í fasi og framkomu allri. Meðal þeirra manna, sem þessi lýsing átti við, var Jakob Gíslason. Þannig var líka breytni hans á fundum orðanefndar. Hann stjórnaði þeim með ljúfmennsku en skipulega, úrræðagóður og tilbúinn til að hlusta á skoðanir annarra og röksemdir. Frá honum stafaði hlýju og vináttu. Hann var alvörugefinn, en hafði þó gaman af glettum og kímni. Hann léði fundum nefndarinnar þann svip í hugum manna, að þeir sóttust eftir að koma á fundina til að ræða áhugamálin, orðasmíð og verndun íslenzks máls, og hitta um leið góða vini.

Hve upp til yðar fyr
með aðdáun ég leit.
Þér fluguð sveit úr sveit
og áttuð svör við öllu,
sem unglingshjarta spyr,
. . .

Þessar ljóðlínur Tómasar úr Sumargestum virðist mér eiga við, þar sem Jakob var.

Svo margt var það, sem Jakob fékkst við í Lestinni miklu, að langt yrði upp að telja. Samferðamönnum hans á öðrum sviðum treysti ég betur en mér til að fjalla um þá þætti. Í Verkfræðingatali er að finna helztu atriði úr lífi Jakobs fram til ársins 1981 í þurri upptalningu.

Hjá Rafmagnseftirliti ríkisins starfar enn fólk, sem hóf störf þar meðan Jakob var rafmagnseftirlitsstjóri, en síðan hann lét af því starfi eru liðin 40 ár, eins og fram kemur af því, sem áður er sagt. Þetta fólk hugsar með hlýhug tilbaka um störf sín með honum sem yfirmanni.

Starfsmenn Rafmagnseftirlits ríkisins, félagar Jakobs í rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ og félagar hans í orðanefnd RVFÍ senda honum hinztu kveðjur og þakka honum góðar minningar frá kynnum sínum við hann.

Hver kynslóð er örstund ung
og aftur til grafar ber,
en eilífðaraldan þung
lyftir annarri á brjósti sér.
Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar -
en kynslóð nýja til starfa kallar
sá dagur, sem órisinn er. (TG)

Seinni konu Jakobs, Sigríði Ásmundsdóttur, börnum og öðrum ástvinum votta ég samúð mína og konu minnar.

Bergur Jónsson (rafmagnsverkfræðingur 1934 - 2011)

Jakob Gslason afgreiir hjlparbeini Sigurjns Rist egar Gusi lenti Tungna des. 1957
GP-frttir forsa * Sj einnig Sigrar-su