GÓPfréttir

Kom inn!
Ađalbjörg Jakobsdóttir

 

 


GÓP
setti hér atriđis-
orđ í vinstri dálk.

Herdís Jakobsdóttir
dóttir Petrínar Pétursdóttur og Jakobs Hálfdanarsonar

Sjá hér úr Melkorku 1955
viđtal Ţóru Vigfúsdóttur
viđ Herdísi Jakobsdóttur sem ţá var áttrćđ.

Fyrsti formađur Sambands sunnlenskra kvenna

Skráđ af Guđrúnu, dóttur Gísla Péturssonar og Ađalbjargar Jakobsdóttur.
Birtist í bókinni:

Gengnar slóđir
Samband sunnlenskra kvenna fimmtíu ára
1928-1978

bls. 34 - 39. 
Til baka > Jakob Hálfdanarson


Ađalbjörg Jakobsdóttir f. 30.10.1979 - d. 19. nóv. 1962,
Herdís Jakobsdóttir f. 5. ágúst 1875 - d. 2. sept. 1963
Jakobína Jakobsdóttir f. 22. maí 1877 - d. 18. nóv. 1960,
Dćtur Jakobs Hálfdánarsonar og Petrínar Kristínar Pétursdóttur.
Myndin er tekin í október 1949.
Á bakhliđ myndarinnar er stimplađ:
Ljósmyndastofa Vigfúsar Sigurgeirssonar, Skólavörđustíg 6B, 2. hćđ.
101 Reykjavík - Sími 12216
og handskrifađ: No. 14079 - okt. 1949 

Guđrún Jakobsdóttir, f. 19.08.1861, d. 11.04.1886, 
(maki: Friđrik Guđmundsson 1861-1936 - sjá hér hans niđjatal)
var eldri systir ţeirra og elsta barn Jakobs og Petrínar. 
Hún lést af barnsförum tveimur árum eftir ađ Jakob fluttist búferlum til Húsavíkur. 
Eina barn ţeirra Guđrúnar og Friđriks var Laufey Friđriksdóttir Oberman.

1875 - 1963 Herdís Jakobsdóttir
f. 5. ágúst 1875 - d. 2. sept. 1963
Fćddist
viđ
Mývatn

Fluttist
8 ára
til
Húsavíkur

Herdís fćddist á Grímsstöđum viđ Mývatn áriđ 1875. Foreldrar hennar voru hjónin Petrína Kristín Pétursdóttir Jónssonar prests Ţorsteinssonar í Reykjahlíđ og Jakob sonur Hálfdans Jóakimssonar bónda í Brennniási og síđar á Grímsstöđum.

Ţegar Herdís var á 9. ári fluttist hún međ foreldrum sínum út á Húsavík. Fađir hennar var ađal hvatamađur ađ stofnun Kaupfélags Ţingeyinga og var ţá orđinn starfsmađur ţess á Húsavík.

Jakob var mikill áhugamađur um félagslegar framkvćmdir og nýjungar í samfélagsmálum og varđ heimili ţeirra hjóna eins konar félagsmiđstöđ í víđáttumiklu hérađi. Ţangađ áttu margir erindi bćđi vegna verslunarinnar og vegna ţess almenna áhuga á félagsmálum sem ţá var vaknađur í Ţingeyjarsýslu.

Verslun

og

félagsstörf

Herdís byrjađi ung ađ hjálpa föđur sínum viđ verslunarstörfin og varđ ţví snemma bćđi áheyrandi og ţátttakandi í margvíslegum umrćđum og drakk í sig nýjar hugsjónir í ţjóđmálum. Hún var barn ađ aldri ţegar Bríet Bjarnhéđinsdóttir var á Húsavík og rćddi áhugamál sín viđ föđur hennar og hreifst af baráttu Bríetar fyrir jafnrétti kvenna. Hún gerđi sér ţví snemma grein fyrir ţví misrétti sem konur áttu viđ ađ búa. Áriđ 1895, ţegar hún var rétt tvítug, stofnađi hún ásamt nokkrum konum á Húsavík, kvenfélag sem enn er starfandi ţar.
Hannyrđir
vefnađur
handiđnir
Ţegar Herdís var rúmlega tvítug dvaldi hún nokkra mánuđi á Akureyri og lćrđi karlmannafatasaum og hannyrđir. Voriđ 1899 sigldi hún til Danmerkur međ Ađalbjörgu systur sinni. Ţćr voru fjóra mánuđi í Kaupmannahöfn viđ ýmiss konar verklegt nám. Ađalbjörg lćrđi matseld og hússtjórn en Herdís lćrđi vefnađ ásamt ýmiss konar bast- og tágavinnu og einnig útskurđ í tré og línoleum.
Sjálfstćđur
verktaki
Eftir ađ hún kom heim til Húsavíkur leigđi hún herbergi og setti ţar upp vefstól. Hún óf fyrir húsmćđur á Húsavík ýmislegt til heimilis svo sem gluggatjöld, teppi, dyratjöld og fleira. Hún pantađi efni til vefsins beint frá Kaupmannahöfn og stóđ í bréfasambandi viđ ţá sem höfđu kennt henni ţar. Hún hjálpađi móđur sinni viđ heimilishaldiđ og ţjónustubrögđ en ađalstarf hennar mun ţó hafa veriđ verslunarstörf bćđi hjá föđur hennar viđ Kaupfélagiđ og viđ verslun Jóns Ármanns, bróđur hennar.
Verslunarm.
bóndi

barnafélag

stúkustarf

kvenfélag

Á ţeim tíma mun ţađ ekki hafa veriđ algengt ađ konur lifđu svo sjálfstćđu lífi og ynnu fyrir sér sem Herdís gerđi. Á gömlu félagsskírteini sem gefiđ er út 18. nóv. 1907 er hún nefnd verslunarm. Sennilega stytting út verslunarmćr fremur en verslunarmađur.

Herdís átti eitthvađ af kindum og áriđ 1909 festi hún kaup á túni sem í afsalinu er taliđ 5 dagsláttur, ásamt  fjárhúsi međ áfastri hlöđu. Verđmćti eignarinnar var kr. 850.

Hún starfađi alltaf ađ félagsmálum. Auk starfsins í kvenfélaginu tók hún ţátt í stofnun Góđtemplarastúkunnar á Húsavík og starfađi mikiđ í ţeim félagsskap. Á ţessum árum starfrćkti hún einnig barnafélagiđ Fram ásamt Ađalbjörgu systur sinni.

Hugađ
ađ lífs-
starfi
Í lok ársins 1910 býđst henni stađa viđ Kaupfélagiđ á Ţórshöfn og virđist svo á gömlum bréfum ađ hún hafi haft áhuga á ađ taka ţví en úr ţví varđ ţó ekki. Sumariđ eftir fór hún til Reykjavíkur í skemmti- og kynnisferđ og eftir ţađ sćkir hún um verslunarstarf í höfuđborignni en bréf hennar tafđist á leiđinni og búiđ var ađ ráđa í stöđuna ţegar umsóknin komst í hendur réttra ađila.
Međ-
mćli
Í sambandi viđ ţessar atvinnuhugleiđingar aflar hún sér nokkurra međmćla. Ţar á međal voru ein frá verslunarstjóranum hjá Örum & Wulfs á Húsavík. Ţar segir m.a.:

" - Ungfrú Herdís Jakobsdóttir, sem jeg hefi ţekkt um árabil, er framúrskarandi reglusöm og samviskusöm stúlka. Ungfrúin hefir unniđ eigi alllítiđ viđ verslun og mun ţví orđin ţeim starfa talsvert vön. Ţó hún eigi hafi veriđ hjá mjer, er mjer svo kunnugt um hvernig hún leysti starf sitt af hendi, ađ jeg hika eigi viđ ađ gefa henni mín bestu međmćli til allra ţeirra verslunarstarfa er kvenfólki venjulega eru ćtluđ - "

Ţessi međmćli eru dagsett í júlí 1911.

Hjóna-
band
tćp 3 ár

M:
Björn
Vigfússon
f. 13.09.
1877
d. 21.02
1915


Björn Vigfússon, kennari, situr lengst til vinstri í fremstu röđ.

Ţrátt fyrir nokkurn áhuga og góđ međmćli varđ ţó ekki úr ţví ađ Herdís flytti burt frá Húsavík ađ ţessu sinni. Ekki er ósennilegt ađ ţar hafi eitthvađ fleira komiđ til. Víst er ađ voriđ eftir, ţann 28. maí 1912, gekk hún ađ eiga Björn Vigfússon organleikara.

Björn (f.: 13. sept. 1877) var ćttađur frá Ferjubakka í Öxarfirđi en fluttist međ foreldrum sínum til Húsavíkur áriđ 1906. Hann var miklum tónlistarhćfileikum búinn og hafđi frá unga aldri stundađ organleik og ćft kórsöng viđ Skinnastađakirkju.

Ţegar hann kom til Húsavíkur stofnađi hann og stjórnađi söngflokki innan Góđtemplarareglunnar. Ţar munu leiđir ţeirra Herdísar hafa legiđ saman ţví hún hafđi yndi af tónlist og tók frá upphafi ţátt í söngstarfinu. Bćđi unnu ţau svo  af miklum áhuga ađ bindindismálum.

Heimili ţeirra var á Húsavík en Björn var organleikari og söngstjóri viđ Húsavíkurkirkju. Samvistir ţeirra urđu ekki langar ţví Björn lést á sjúkrahúsinu á Akureyri ţann 21. febrúar 1915 ađeins 37 ára ađ aldri. Hann hafđi ađ vísu lengi kennt ţess sjúkdóms sem dró hann til dauđa en rúmfastur lá hann ađeins nokkra mánuđi.

Kennara-
nám
Nú var Herdís aftur orđin ein og sjálfs sín ráđandi. Hún leitađi ekki eftir vinnu viđ verslunarstörf en tók nú upp ţráđinn frá Hafnardvölinni. Hún fór til Reykjavíkur um haustiđ og ţađan skrifar hún föđur sínum m.a.:

" - Jeg gerđi aldrei stóran reikning upp á atvinnu, en hefi í hyggju ađ reyna ađ bćta viđ mig kunnáttu í ţeim iđnađi, sem nú er ađ tíđkast, til dćmis körfugerđ o. fl. ... Iđnađarhreyfingin er svo sterk um allt land - ", og seinna skrifar hún: " - Jeg fór ađ ganga á heimilisiđnađarkennslustofu fyrir hálfum mánuđi, ţađ byrjađi međ nóv. og verđur til marsloka. Ţađ er alskonar burstagerđ og körfugerđ - ."

Veikindi -

Kennsla
hefst
og
námskeiđ

Um voriđ fór hún norđur en veiktist og lá mikinn hluta sumarsins. Um haustiđ hefur hún náđ sér ađ fullu og vinnur fyrir sér sem heimiliskennari á Húsavík framan af vetrinum um leiđ og hún gengur frá málum sínum ţar. Eftir áramótin breytir hún um. Hún segir sjálf svo frá í bréfi til föđur síns:

" - Fer úr mánađarmótum á Lauga ađ kenna vefnađ, og úr ţví verđ ég til páska fram um sveitir viđ kennslu eftir ósk Kv.fél. S. Ţingeyinga. Úr páskum hef ég lofađ ađ kenna viđ námskeiđ sem hjer á ađ halda í 3 vikur - ".

Međ ţessari námskeiđskennslu hófst nýr ţáttur í lífi Herdísar. Kennslan átti vel viđ hana. Hún veitti henni kjark og ţor og trú á sjálfa sig, eins og hún sjálf kemst ađ orđi í einu bréfa sinna. Áhugi var svo mikill fyrir ţessari frćđslu ađ ekki var hćgt ađ sinna öllum beiđnum.

1917
til
Suđur-
lands

Námskeiđa-
hald

Heimilis-
iđnađar-
sýningar

Voriđ 1917 flutti Herdís alfarin til Suđurlands. Hún setti sig í samband viđ Heimilisiđnađarfélag Íslands er hafđi hug á ţví ađ hlynna ađ heimilisiđnađi sem víđast um landiđ međ ţví ađ styrkja heimilisiđnađarfélög, ungmennafélög og kvenfélög til námskeiđahalds og útvega ţeim kennslukrafta.

Nćstu áriđ kenndi Herdís á námskeiđum víđs vegar um Suđurland. Í Reykjavík á vegum Heimilisiđnađarfélags Íslands en í sveitum á vegum ungmennafélaga eđa kvenfélaga. Flest munu námskeiđin hafa veriđ á Eyrarbakka en einnig víđa um sveitir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Einnig kenndi hún á námskeiđum á Akranesi og í Borgarnesi.

Tveir til ţrír mánuđir vor og haust fóru ađ jafnađi í ţessi námskeiđ. Ýmist kenndi hún handavinnu og föndur, eđa vefnađ. Nemendur voru á öllum aldri, unglingar í barnaskóla og fullorđiđ fólk, en flokkađ nokkuđ saman vinnuhópa eftir aldri.

Ađ námskeiđunum loknum voru ađ jafnađi haldnar sýningar á unnum munum. Almennar heimilisiđnađarsýningar voru á ţessum árum haldnar víđs vegar um landiđ og Heimilisiđnađarfélag Íslands gekkst fyrir sýningum í Reykjavík. Á sýningu sem haldin var í Reykjavík 1921 sendi Herdís nokkra muni, bćđi eftir sig og nemendur sína, og ţađan fékk hún heiđursskjal "međ bestu viđurkenningu fyrir gólfmottu".

Alţingis-
hátíđar-
árs-
sýning
Alţingishátíđaráriđ stóđ Heimilisiđnađarfélag Íslands fyrir landssýningu. Herdís var kosin í nefnd sem sýslunefnd Árnessýslu kostađi til undirbúnings ţátttöku sýslunnar í sýningunni.

Sem einn liđur í undirbúningnum var ákveđiđ ađ sumariđ áđur stćđi Hérađssambandiđ Skarphéđinn fyrir hérađssýningu ađ undangengnum sýningum í flestum hreppum sýslunnar. Ţetta var hugsađ sem eins konar ćfing og uppörvun til fólks um ađ vinna og senda muni á landssýninguna.

Herdís og samnefndarmenn hennar skiptu á milli sín ađ ferđast um og skođa allar ţessar sýningar, velja muni, tala viđ fólk, veita ţví leiđbeiningar og hvetja ţađ til ţátttöku. Herdís vann síđan viđ landssýninguna sem haldin var í Menntaskólanum í Reykjavík mánuđina júní og júlí 1930.

*  *

Í starfi sínu viđ námskeiđin og sýningarnar kynntist Herdís fjölda fólks, bćđi frammámönnum í félagsmálum og ungu fólki víđs vegar í sveitum Suđurlands. Sumir urđu vinir hennar alla ćvi og marga ţeirra skrifađist hún á viđ árum saman. Hún var afkastamikill bréfritari og skrifađi afburđa fallega og skýra rithönd. Í bréfasafni hennar eru nöfn rúmlega hundrađ einstaklinga sem hún hefur haft meiri eđa minni bréfasambönd viđ.

*  *


Systkinin Herdís, Jón Ármann og Ađalbjörg í garđinum viđ Gamla Lćknishúsiđ á Eyrarbakka.

!928

Formađur
Sambands
sunnlenskra
kvenna

Voriđ 1928 bođađi heimilisiđnađarmálastjóri, Halldóra Bjarnadóttir, til almenns kvennafundar á Selfossi. Á ţessum fundi var ákveđiđ ađ stofna samband kvenfélaganna á Suđurlandi og skyldi formlegur stofnfundur ţess haldinn 30. sept. um haustiđ.

Ţađ mun hafa veriđ Halldóra sem stakk upp á Herdísi sem formannsefni. Herdís hafđi ţá í meira en áratug starfađ í sambandi viđ Heimilisiđnađarfélagiđ og Halldóra vissi hve kunnug hún var stjórnum félagasamtaka víđa um Suđurland í gegnum námskeiđastarfiđ. Ţótt Herdís vćri ţá ekki međlimur í neinu kvenfélagi á vćntanlegu sambandssvćđi var hún búsett á sambandssvćđinu, og stofnandi og starfandi međlimur kvenfélags hafđi hún veriđ árum saman áđur en hún flutti til Suđurlands. 

Herdís var einróma tilnefnd formađur ţessa vćntanlega sambands og tók ađ sér ađ semja drög ađ lögum og sjá um annađ ţađ er ađ stofnun sambandsins laut. Hún var síđan formađur Sambands sunnlenskra kvenna í 20 ár eđa á međan hún var búsett á sambandssvćđinu.

Heimili á
Eyrar-
bakka
Eftir ađ Herdís fluttist til Suđurlands átti hún heimili á Eyrarbakka hjá Ađalbjörgu systur sinni og manni hennar, Gísla Péturssyni, hérađslćkni. Í hugum okkar sem ţar áttum heimili međ henni var hún óađskiljanlegur hluti ţeirrar heildar.
Ótrauđur
baráttu-
mađur
Störf Herdísar viđ S.S.K. urđu fljótlega ćđi umfangsmikil og fylgdu ţeim mikil bréfaskipti og ferđalög, Herdís var mikil hugmanneskja ađ hverju sem hún gekk og baráttumál sambandsins áttu traustan forgöngumann ţar sem hún var.
1944
til
Reykjavíkur
Áriđ 1944 flutti Herdís til Reykjavíkur ásamt Ađalbjörgu systur sinni, sem ţá var orđin ekkja. Ţćr héldu heimili saman í Reykjavík á međan ţeim entist heilsa. Síđustu ár ćvinnar dvaldist Herdís á sjúkrahúsi. Hún andađist 2. sept. 1963, rétt 88 ára ađ aldri.
Ritađ af
systurdóttur
Herdísar
Í júní 1978,

Guđrún Gísladóttir. (Dóttir Ađalbjargar Jakobsdóttur og Gísla Péturssonar.)

Vísanir
á vef SSK
Sjá einnig vef Sambands sunnlenskra kvenna
og um Herdísi ţar sem fjallađ er um sögu SSK.
Viđtal
Ţ.V.
1955
Sjá hér úr Melkorku 1955
viđtal Ţóru Vigfúsdóttur
viđ Herdísi Jakobsdóttur sem ţá var áttrćđ.
>> Leiđi Herdísar er í Fossvogskirkjugarđi:
Svćđi G - Gata 33 - Nr. 28

Efst á ţessa síđu * Forsíđa GÓP-frétta * Til baka > Jakob Hálfdanarson