Forsíða

GPS Vatna-
jökulsleiðir
*
Pétur
Sumarliðason
í
Jökulheimum

*
Hvítar skyrtur
*
De hvide
skjorter

*
"13. sept."
Faría, faría -
*
Lag: Mærin frá Mexikó
**
Örnefni:
Hrymur  
Jöklasystur 
Jökulheima-
flugvöllur
Mosaskeggur 
Sigurjón og
Eberg
Skvettifoss
(= fossinn Fleygir)
Steinboginn

 

Jöklarannsóknafélag Íslands og

Jökulheimar - myndir

 13.sept.-ferðin 13. - 14. sept. árið 2003 (myndir)
 
13.sept.-ferðin 13. - 15. sept. árið 2002 (myndir)

Nokkrir þættir 
Guðmundur Jónasson finnur Hófsvað - úr bók Lofts Guðmundssonar,
Hálendið heillar, sem út kom hjá Bókaútgáfu Þórhalls Bjarnasonar í Reykjavík árið 1975.
Upplýsingar um tilurð JÖRFÍ eru fengnar úr bókinni Vadd'út í eftir Sigurjón Rist, Hermann Sveinbjörnsson skráði, útgefandi Skjaldborg 1989.
Gestabækur Jökulheima geyma margvíslegan fróðleik sem hér er skráður í heilum færslum eða færsluhlutum - ásamt dagsetningum.

Upprifjun um tilurð JÖRFÍ, húsanna í Jökulheimum, leiðir um nágrennið - og sitthvað fleira forvitnilegt, fróðlegt og skemmtilegt.
1935 - 1941
1950-53-54-55-56-57-58-59
1960-61-62-63-64-65-66-67-68-69
1970-71-73 

Gamanmál: hvítar skyrtur * broddstafur * bækur * Ristarinn

Þessi djöfuls þorsti
þjakar niður í tær. (Guðm. Jónass.)
Læðist að mér losti 
að leggjast hjá þér, mær. (Jón Eyþ.)
Quað ætli það kosti
að koma henni nær? (Magn. Jóh.)
Eina sneið af osti
eða kannski tvær.
(Sig. Þór.)

 

21. maí 1941 Komum hingað að kveldi 21. maí 1941 sunnan frá Langasjó á leið norður í Bárðardal. Stefnum héðan á Köldukvíslarbotna.

Karl Sigurðsson, Reykjavík, Runólfur Björnsson, Holti á Síðu.

(Tekið úr flösku við vatnsbólið í Jökulheimum 15. sept. 1955.)

27. ágúst 1950 Guðmundur Jónasson finnur Hófsvað
Lýsing Sigurjóns Rist á Hófsvaði
JÖRFÍ Tilurð
Jöklarannsóknafélags Íslands
Úr bókinni Vadd' út í eftir Sigurjón Rist
1930 - 1950

SR-121

"Það nær eina sem unnið hafði verið við rannsóknir á jöklum hér á landi var það, að frá 1930 hafði Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, mælt framskrið og hop jökla."
22. nóv. 1950

Stofnað JÖRFÍ

SR-121

Paul Emil Victor, sem stjórnað hafði rannsóknum Frakka á Grænlandsjökli 1949, bauðst til að lána Íslendingum tvo góða menn og tvo vísla til að mæla þykkt Vatnajökuls.

"Þegar Frakkar buðu þetta, árið 1950, var hér enginn félagsskapur eða stofnun sem hafði haft með að gera rannsóknir á jöklum, nema Jón Eyþórsson, sem hafði fengið til sinna rannsókna smávægilegan styrk.

Jón kallaði á menn til fulltingis í því skyni að stofna félagsskap sem gæti sinnt þessu máli. Það endaði með því að haldinn var fundur 22. nóvember 1950 og stofnað Jöklarannsóknafélag Íslands með 41 félaga. "

Strax var hafinn undirbúningur að Fransk-íslenska Vatnajökulsleiðangrinum 1951 - sjá SR-124-143.

"Ef allur ís Vatnajökuls bráðnaði myndi yfirborð sjávar um alla jörð hækka um 9 millimetra. Til samanburðar má geta þess að bráðnun Grænlandsjökuls myndi hækka yfirborð sjávar um 5,6 metra." SR-143.

SR-144 "Undirbúningur málsins mæddi mest á Jóni Eyþórssyni og hann gekkst fyrir því að kalla saman áhugamenn og stofna félagið 22. nóvember 1950. Jón var fyrsti formaður félagsins og allt þar til hann lést 1968. Ég var kosinn gjaldkeri og var það samfellt í 23 ár, en síðan formaður í 2 ár, eftir lát Sigurðar Þórarinssonar, sem var þriðji formaður félagsins. Milli hans og Jóns var dr. Trausti Einarsson formaður. Sveinbjörn Björnsson tók við af mér og síðan Helgi Björnsson.

Í stofnskrá félagsins segir: Markmið félagsins er að stuðla að rannsóknum og ferðalögum á jöklum landsins. Það gengst fyrir fræðandi fyrirlestrum um jökla og myndasýningum, þegar aðstæður leyfa."

Enda
annist
það
jökla-
mælingar

SR-144-5

"Jón hafði fengið lítilsháttar fjárveitingu frá Alþingi til að annast mælingar sínar á skriðjöklum. Þessi styrkur fluttist nú yfir til Jöklarannsóknafélagsins með þessu orðalagi: ..., enda annist það jöklamælingar.

Þannig var þetta ár eftir ár. Jöklarannsóknafélagið fékk fjárveitingu, 25 þúsund krónur eða svo, enda annist það jöklamælingar. Mér fannst þessi fyrirvari algjörlega óþarfur og fór fram á að hann væri felldur niður. Fyrirvarinn lifði þó áfram í fjárlögum.

Einhverju sinni rak ég augun í það, að Bridgefélag Reykjavíkur fékk ámóta styrk og Jöklarannsóknafélagið. Ég hringdi í þá sem höfðu með þessa fjárveitingu að gera og kvaðst vilja benda þeim á Bridgefélagið. Þeir héldu að ég ætlaði að fara að bera saman og kvarta, en ég sagði þeim að svo væri alls ekki. Mér fyndist hins vegar eðlilegt að í tengslum við fjárveitinguna til Bridgefélagsins stæði enda spili félagsmenn bridge.

Skilyrðið um Jöklarannsóknafélagið hvarf sporlaust úr fjárlögum við næstu úthlutun."

Félagsmenn

SR-146

"Þessi félagsskapur var samsettur úr mjög ólíkum einstaklingum. Þarna voru vísindamenn, útilífsmenn, ævintýramenn og allt þarna á milli, harðduglegt ferðafólk sem var tilbúið að leggja mikið á sig og hafa jafnframt af því nokkra skemmtan. Þarna voru áhugamenn um vélar og tæki til ferðalaga, menn lögðu ekki í að fara inn á fjöll án þess að með væri lagtækur viðgerðarmaður. Gífurleg sjálfboðavinna var lögð af mörkum."
Verkið

SR47

"Þekking á eðli vatnsfalla og jökla jókst stöðugt, sem nýttist síðan þjóðfélaginu öllu. Ríkið fékk styrkinn sem var á fjárlögum til Jöklarannsóknafélagsins margfaldan til baka. Þessi landkönnun hefði orðið ríkinu dýr, ef greiða hefði þurft fyrir hvert viðvik sem unnið var."
Fræðsla

SR-147

"Félagið stuðlaði mjög að aukinni almenningsfræðslu um það hve vatna- og jöklamælingar voru mikilvægar fyrir orkubúskap landsmanna. Það voru haldin fræðslukvöld og skuggamyndasýningar, en fyrst og fremst var það tímaritið Jökull sem stuðlaði að útbreiðslu þekkingar í þessum efnum. Þar hafa frá öndverðu birst fræðandi og skemmtilegar greinar um jöklaferðir, jöklamælingar og jökulhlaup, auk fjölda vísindaritgerða um vatnamælingar, jarðfræði og fleira."
1953 1953
5. júlí 1953 Komum hér við á leið til Rvk út Grímsvötnum og Kverkfjöllum þ. 5. dag júlímánaðar 1953. Fórum hér um á leið til Vatnajökuls 27. júní.
Guðmundur Jónasson, Sigurður Þórarinsson, Árni Kjartansson, Haukur Hafliðason, Magnús Þórarinsson, Magnús Eyjólfsson, Erik Söderholm, Finnur Eyjólfsson, Jón Sigurjónsson.
1954 1954
8. - 19. júní
1954
Vatnajökulsleiðangur Árna Kjartanssonar 8. - 19. júní 1954.
Árni Kjartansson, Guðmundur Jónasson, Magnús Eyjólfsson, Finnur Eyjólfsson, Haukur Hafliðason, Ólafur Nielsen, Sigurjón Rist, Sigurbjörn Benediktsson, Jón Eyþórsson.
Innskot
13. sept. 
2002

Hvítar
skyrtur

Í  13.sept.-ferðin 13. - 15. sept. árið 2002 (myndir)  sagði Árni Kjartansson: 
Sigurbjörn Benediktsson var alltaf kallaður Bjössi frændi
Í þetta sinn hafði hann gert samkomulag við Heiðar Steingrímsson, sem ók Jólatrénu hans Guðmundar Jónassonar og skyldi koma og sækja leiðangursmennina, að hann tæki með sér hvítar skyrtur þegar hann kæmi. Hvítar skyrtur merktu viskí en köflóttar skyrtur merktu einhverja aðra áfengistegund. Í tæka tíð á leið af jökli hafði Sigurbjörn samband í gegnum Gufunes og kom skilaboðum til verkstæðisins hjá Guðmundi um að komið skyldi með tvær hvítar skyrtur og tvær köflóttar. Fyrir mistök lentu skilaboðin hjá starfsmanni sem ekki var kunnugur málinu. Hann sendi þau heim til konu Guðmundar. Hún furðaði sig nokkuð á þessari skyrtuþörf - en sendi þær engu að síður. 
1955 1955
15. júní
1955

Jökulheimar
heitir þessi skáli og er eign
Jöklarannsóknafélags Íslands

Við, undirrituð, reistum hann sem sjálfboðaliðar dagana 30. maí - 15. júní 1955, en jafnframt fórum við skíðaferð á Vatnajökul með Guðmundi Jónassyni vikuna 5. - 12. júní. Veður var oftast hagstætt og við undum okkur hið besta hér í Tungnaárbotnum og á sjálfum Vatnajökli.

Jökulheimum, 15. júní 1955,

Hulda Filippusdóttir, Árni Kjartansson, Haukur Hafliðason, Árni Edwins, Steinunn Auðunsdóttir, Sigurbjörn Benediktsson, Stefán Jónasson

28. maí
-15. júní
1955
Fransk - íslenski Vatnajökulsleiðangurinn 1955
lagði upp úr Reykjavík laugardaginn 28. maí og hafði samflot með Jökulheimamönnum í Tungnaárbotna. Komum hingað aðfararnótt 2. hvítasunnudags og lögðum á vatnajökul þriðjud. 31. maí - með tvo snjóbúila, R-345 eða Gusa Guðmundar Jónassonar og vísil Jöklarannsóknafélagsins, Jökul I. Dvöldumst á Vatnajökli við þykktarmælingar og aðrar rannsóknirþangað til 12. júní. Veður hagstætt með afbrigðum, oftast sól og hægviðri.

Þótti okkur gott að koma í því nær fullgerðan, vistlegan skála eftir útivistina og þökkum öllum þeim sem þar hafa lagt hönd að verki.
Jökulheimar kvaddir og haldið heimleiðis um miðaftansbil miðvikud. h. 15. júní 1955.
Jón Eyþórsson

8. ágúst
1955
Bókin á að bíða hér
og bera nöfnin þeirra
gesta, sem að garði ber,
gista og starfa fleira.

Mópokafélagið

Komum frá Stóra-Fossvatni að kvöldi þess 8. ágúst 1955. Gistum hér og héldum áfram vestur að Köldukvísl að morgni þess 9. ágúst. Erum á hálfs mánaðar ferð um öræfin á R-1271, Siggu.

Sæmundur Elías Ólafsson, Reykjavík, Torfi Þorbjörnsson, Björgvin Jónsson, Ólafur H. Torfason, Aðalsteinn Eggertsson.

2. sept.
1955
Gunnar Guðmundsson, Guðmundur Jónsson, Óskar Sigurðsson óku Vatnajökulsleiðangri Guðmundar Jónassonar í Tungnaárbotna. Leiðangurinn, á vegum Landmælinga Íslands, kom hingað kl. 21 h. 2. sept.. Lögðum á jökul að morgni laugardags 3. sept. kl. 8.
Fyrsti áfangi Þórðarhyrna. Settum upp merki þar þrd. 6/9 eftir að hafa beðið þar veðurs í 3 daga.
Mvd. 7/9 sett merki á Grímsfjalli kl. 10.00. Þá ekið á Öræfajökul og sett merki á Hvannadalshnjúk kl. 19.30.
Ókum síðan til Hnapps, tjölduðum og biðum til fimmtud. 8/9 . Settum þá merki á Hnappinn.
Sunnud. 11. skruppu þeir Árni Kjartansson, Magnús Eyjólfsson og Árni Edwin til Fagurhólsmýrar. Lögðu af stað í blindþoku og fóru niður skriðjökulinn hjá Rótarfjallshnúki (Virkisjökul?). Voru 14 klst niður eftir. Komu aftur mánudag 12. og héldu niður í Hermannaskarð um kvöldið í myrkri.
Næsta dag ekið að Grímsfjalli og Þórðarhyrnu. Sofið þar um nóttina.
Mvd. 15. Komið við á Pálsfjalli og komið ofan af jökli í svartamyrkri. Í skála kl. 02 um nóttina eftir einstæða en ágæta ferð.
Árni Kjartansson.
Kruse
Ekholm
Efter 14 dage på Vatnajökull kan jeg kort beskrive den tid som den mest begivenhedsrige tid i mit liv. Jeg var med som eneste danske for at udföre geodætiske arbejde på jökulen, og jeg tror, at jeg fik omtrent set alt, hvad vejret kan bringe, måske dog med undtagelse af orkan.
Arbejdsmæssigt var tiden også over forventning, takket være en enestående indsats fra G. Jónasson, Árni Kjartansson, Magnús Eyjólfsson, Halldór Eyjólfsson og Árni Edwins. Jeg kan slet ikke finde ord for at udtrykke min taknemlighed for den pragtfulde tid, jeg har haft her.
Kruse Ekholm

P.S.
Det var mig en stor glæde at smage Á.Kj.'s hvide skjorter.

P.P.S.
Efter at have smagt litt rigeligt på de hvide skjorter, vil jeg bare fortælle, at det er helt í lagi at sove i snehus.

Heim 16. sept. Leiðangursmenn héldu heimleiðis 16. sept.
Árni Kjartansson, Árni Edwins, Guðmundur Jónasson, Magnús Eyjólfsson, Halldór Eyjólfsson.
18. - 21.
sept.
1955
Hópferð Guðmundar Jónassonar
Komum hingað í Jökulheima sunnud. 18. sept.
Fórum víða um fjöll og jökla, ótrúlegustu ófærur, sáum vítt yfir ótrúlegustu dásemdir. Ógerningur að óska ánægjulegri ferðar. Förum héðan miðvikudag 21/9 kl. 10.30.
Jónas Magnússon, Hanna Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Örn Garðarsson, Páll Þorláksson, Þorsteinn S. Kjarval, Ingólfur Ísólfsson, Guðmundur Jónasson R-376.
1956 1956
12. apríl
1956

Um leiðir.

kl 16:20
Þann dag kom Gusi Guðmundar Jónassonar hingað í Jökulheima. Síðasti náttstaður var við Snjóölduvatn en í dag var mælt rennsli í því vatni, Fossakvísl og Stóra-Fossvatnskvísl. Leiðangurinn helgaður mælingum á vatnasvæði Þjórsár. Fossakvísl reyndist 13,5 m3/sek. Nokkur frost hafa gengið í vikutíma en hér efra er snjór þó nokkru lausari.

Hér áttum við ágæta nótt 12.-13. apríl. Veður ágætt. Kl. 06 var hiti -7,5C.
Haldið í Þórisós héðan norðan Ljósufjalla.

Jökulheimum 13. apríl 1956,

Sigurjón Rist, Guðmundur Jónasson, Jakob Björnsson.

28. maí 1956

Flugvallar-
gerð á
Heimabungu

...
Var unnið að flugvallargerð á öldunni norðaustur af skálanum á mánudaginn undir stjórn Guðna Jónssonar, verkstjóra, en Gunnar Guðmundsson setti "tönn" á hinn ágæta Diamond-bíl sinn og sléttaði brautina.

Jón Eyþórsson

júní 1956

Jökulheima-
flugvöllur
vestan
við
Heimaskarð

Í ítarlegri frásögn af Vatnajökulsleiðangri

10. júní - ... Athugaðir möguleikar á lendingarstað fyrir flugvél og fannst góður staður ca 3 km suðvestur með veginum hjá smávötnum þar. Staðurinn merktur en kl. 10 um kvöldið lenti Björn Pálsson flugvél sinni þar. Hann var mjög ánægður með skilyrðin og taldi þetta framtíðar lendingarstað fyrir Jökulheima. Heitir þar síðan Jökulheimaflugvöllur.
...
11. júní - ... Ennfremur var unnið að vegagerð að skálanum og þennan dag var Rauða torgið gert við hann.
...
12. júní - ... Jón vann að byggingu nýs húss sem hlotið hefur nafnið Vatikanið. ...
...
Þorleifur Guðmundsson

13. júní:

Þegar á jökli þung er færð
þrautum öllum gleymum
við tilhugsun um vísa værð
og vist í Jökulheimum.

Sigurður Þórarinsson

28. júní 1956 Komum hingað að morgni dags kl. 6:30 í yndislegu veðri.
Ferðinni er heitið á Pálsfjall, Grímsvötn og Öræfajökul á skíðum.
Veðurútlit gott og hyggjum gott til ferðarinnar.
Gunnar Ólafsson, Friedhelm R. Seyer, Björgvin Ólafsson, Guðmundur Finnbogason, Gunnar Magnússon.
2. júlí 1956 Komum við undirritaðir hingað í Jökulheima úr 18 daga ferð um Vatnajökul. Ferð þessi var síðari hluti af landmælingum á jöklinum.
Við höfðum 2 beltabíla í ferðinni, Gusa og Grendil. Ekið var að Þórðarhyrnu, Grímsfjalli, Hvannadalshnjúki, Hnappi, Rótarfellshnjúki, um Hermannaskarð, Breiðamerkurjökul, Esjufjöll, komum í skála Jöklarannsóknafélagsins þar, að Eyjólfsfjalli, Þverártindsegg, Goðahrygg, Grendli, Kverkfjöllum, Grímsvötnum og Þórðarhyrnu aftur í bakaleið.

Efter 18 fantastiske dögn er jeg atter i Jökulheimar. I år var turen endnu meget bedre end i september sidste år, vejrmessigt - fordi guderne ville det, arbeidsmessigt dels på grund af vejret, dels og mest fordi de fem gode kammerater, jeg var sammen med, ikke skyede nogen form for anstrengelse for at opnå det best mulige.
Jeg takker Guðmundur "snjóbíll R345 kallar" Jónasson, der virkelig overgik seg selv i udholdenhed og stadig tolmodighed, Hörður den stilferdige, der altid dukkede op, når der var noget at göre, Finnur skakentusiasten og visilbetvingeren, Árni med det gode humör og det frække smil og Halldór Elskan Eggertsson med de forbavsende akrobatiske og cigaretslukkende evner.
Hilsen fra Kruse Ekholm

Guðmundur Jónasson, Kruse Ekholm, Árni Edwins, Halldór Eggertsson, Hörður Hafliðason, Finnur Eyjólfsson.

27. júlí 1956

Finnst
Steinboginn

Gengið suður
á Síðu.

Komum hingað í skálann kl. 10 um kvöldið. Höfum hafst hér við og skoðað nágrennið í 3 daga, m.a. Tungnaárbotna innri og Heljargjá. Fundum allra snotrasta steinboga á Tungnaá þar sem hún sveigir austur framan undir Jökulgrindum. Því miður rennur þó nokkur kvísl úr ánni fram hjá boganum að vestan svo að þar verður að vaða, en aðeins í mjóalegg.

Norðanátt hélst allan tímann og úrkomulaust nema snjóél fyrsta daginn, heldur kalt. Í þessu veðri er mest í Tungnaá hérna nálega kl. 5 síðdegis og hún byrjar ekki að vaxa fyrr en eftir kl. 10 að morgni. Í fyrra málið (31. júlí) ætlum við að ganga austur að Langasjó og koma að lokum fram austur á Síðu ef guð lofar.

Guðmundur Kjartansson, Guðbjört Ólafsdóttir, Ólafur Briem, Haraldur Matthíasson, Kristín Ólafsdóttir.

9. sept. 1956

Um leiðir

ekið upp
Breiðbak
og yfir
Botnaverið

Laugardaginn 8. sept. lögðum við upp, 5 Skaftfellingar, frá Búlandi kl. 8 að morgni í glaða sólskini. Hugðumst reyna leið í Fremri Tungnaárbotna, en sú leið hafði ekki verið farin á bílum. Fórum á 2 Willys-jeppum, Z-146 og Z-157. Ferðin gekk vel. Komnir í Botnaver kl. 19. Tjöldum rétt við Tungnaá. Að morgni sunnudags leitum að vaði á ánni og finnum. Förum þá yfir og gekk allt vel, erum komnir í Jökulheima kl. 9.30. Nú er þokuloft en stillt og gott veður. Hefðum óskað að gista þennan glæsilega skála í Jökulheimum en getum ekki vegna annríkis.

Siggeir Þ. Jóhannesson, Snæbýli, Skaftártungu, Gísli Vigfússon, Flögu, Skaftártungu, Sæmundur Björnsson, Svínadal, Skaftártungu, Árni Jóhannsson, Gröf, Skaftártungu, Oddsteinn R. Kristjánsson, Skaftárdal, Síðu.

17. sept. 1956

Um leiðir

Ekið austur
yfir Bláfjöll

Gengið á
Syðri Systur

(20. júní 1935)

Fyrsta?
heimferð
Jöklara
suður yfir
Tungnaá
??

Gengið á Kerlingar. Veður með afbrigðum blítt. Héldum af stað kl. 11.30. Guðmundur ók austur yfir Bláfjöll, hálfgerðan Tröllaveg yfir í Jökulgrindurnar. Gengum þaðan kl. 15 og vorum komin upp á stóru-kerlingu (1339) kl. 17. Logn og blíða. Sumir fóru í snjókast, aðrir sátu snöggklæddir og nutu útsýnis og alls blíðskapar náttúrunnar. Hlaðin mikil varða. Þar í vörðubroti var blikkdós með miða með nöfnum þeirra Rudolf Jonas, Stefan og Nussers sem komu þarna 20. júní 1935.

Heimleiðis gengum við norður af fjallinu. Eru þar skriður brattar og sums staðar var harðfenni. Á einni slíkri varð Ingibjörgu fótaskortur og valt hún ofan í skriðuna fyrir neðan en sakaði ekki. Nokkru síðar kom þessi vísa í gang og greiddi höfundur enga sekt fyrir:

Við fetuðum jökulfellingar,
fimlegar voru stellingar.
Ingibjörg hreppti hrellingar
í hrjúfum skriðum kellingar.

Klukkan var orðin hálf níu er við komum aftur að bílnum og ók Guðmundur nú niður með Tungnaá og niður fyrir Bláfjöll en beygði þá norður með þeim og kom á fyrri slóð rétt fyrir norðan eldgíginn.
...
19. sept. ... Förum héðan suður yfir Tungnaá á Fjallabaksveg ef leiðin reynist sæmileg. ...
Jón Eyþórsson, Guðmundur Jónasson, Sigurður Jónsson frá Brún, Magnús Jóhannsson, Halldór Ólafsson, Sigríður Árnadóttir, Margrét Halldórsdóttir, Hanna Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir.

1957 1957
30. maí 1957
Upp sett skiltið
Hreppstjórinn
Í ítarlegri frásögn af vorleiðangri segir Jón Eyþórsson m.a.:
...
Við rúm Guðmundar Jónassonar, sem er neðra vesturrúm undir suðurstafni, var sett lítið skilti, hvar á er letrað HREPPSTJÓRINN. ...
31. maí 1957

Byggt
á
Grímsfjalli
-
Eystri-
Svíahnúk

...
Í Jökulheimum. Veður dýrlegt, hægviðri, sólskin. Jökullinn skellibjartur. Eftir langa og erfiða ferð daginn áður sváfu menn að vonum í lengra lagi. Kl. 11 var lagt af stað með snjóbíla og flutning allan frá Jökulehimum yfir að jökuljaðri. Að því loknu snúa allir bílar heimleiðis nema Diamond Gunnars Guðmundssonar og snjóbílarnir 4 sem fara til Grímsvatna. Þar verður reistur skáli á Grímsfjalli (Eystri Svíahnúk í ca. 1.703 m hæð).
...

14. júlí 1957 - frá Sóleyjarhöfða til Jökulheima
1957 Hópurinn við Sóleyjarhöfða
Mynd: Sigurjón Rist. Hann gaf þátttakendum eintak og þetta er eftir mynd Sigríðar og Jakobs.
Frá vinstri: Hjálmar Þórðarson verkfræðingur, Eberg Elefsen vatnamælingamaður, Steingrímur Pálsson, Guðmundur Thoroddsen læknir og prófessor, Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur, Guðrún Gísladóttir bókasafnsfræðingur, Ásdís Sveinsdóttir Thoroddsen, Sigríður Ásmundsdóttir og Jakob Gíslason rafmagnsverkfræðingur og raforkumálastjóri. Fyrir framan sitja Guðmundur Jónasson og Sigurður Thoroddsen verkfræðingur.

14. júlí 1957
kl. 19

Um leiðir

Heljargjár-
leið úr
Illugaveri
og norðan
Ljósufjalla

Komum við undirrituð hingað frá Sóleyjarhöfða. Vorum í R-376, bílstjóri Guðmundur Jónasson. Fórum frá Köldukvísl gegnt Illugaveri suður yfir hraunið. Komum við á Rauðtoppi og síðan sem leið liggur með Gjáfjöllum yfir Heljargjá, sem reyndist æði tímafrek. Ferðin gekk þó í alla staði vel og slysalaust og var gott hingað að koma í hreinan og þokkalegan kofann að Jökulheimum.

Þökkum gistinguna
Sigurður Thoroddsen (sem skrifar textann)
, Ásdís Thoroddsen, Guðrún Gísladóttir, Guðmundur Kjartansson, Jakob Gíslason, Sigríður Ásmundsdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Hjálmar Þórðarson, Guðmundur Jónasson.

4. ágúst 1957 Komum hingað frá Veiðivötnum - eftir misheppnaða tilraun til að komast um Tungnaárfjallgarð í Botnaver.
Bílstjórar: Bjarni Guðmundsson í Túni og Haraldur Þórðarson. (25 manns).
13. sept. 1957
Inni njóta ylsins gumar
úti þó að frysti -
Í þriðja sinni þetta sumar
þetta hús ég gisti.

Sigurður Þórarinsson

17. sept. 1957

Lag:
Mærin
frá
Mexikó

...
Flutti þá Sigurður Kapelán kvæði nokkurt er hann ort hafði fyrir réttum mánuði í Öskjuferð með Guðmundi undir Calypsolagi í nafni hreppstjórans:

Norður um land yfir svartan sand
þar sem sveima draugar þegar skyggja fer,
yfir fljótin breið og fjöll ógreið
og ferlegar hraunbreiður keyrðum vér

Viðlag
Það er margt á seyði á langri leið
lindir kliðmjúkar við Herðubreið
ýmislegt gerist þar sem enginn veit -
en allir komast flekklausir í Mývatnssveit.

Niðri við sjó er af syndum nóg
og sjafnir ei kunna þar á móral skil,
en öræfalíf bætir öll slík víf
því uppi á fjöllum er synd ei til.

Ýmsum piltum vor öld fær spillt
svo ódyggðin grasserar mjög vilt í þeim
drífa þá verður í fjallaferð
þá fara þeir hvítari en englar heim.

Heima í bæ vorri heilsu æ
stafar háski af kokkteilum og Lucky-Strike
en öræfaloft hreinsar háls og hvoft
- heilnæmt er vatn í hverjum fjallalæk.

Ef hryggð í lund plagar hal og sprund
svo að hefjast draumórar og þunglyndi
er lækningin öll að æða á fjöll
í öræfabílunum með Guðmundi.

17. des. 1957

Gusi í Tungnaá

SR-163-176

...
"Þann 10. desember lögðum við þrír af stað frá Reykjavík, Eberg Elefsen, sem var þá nýbyrjaður hjá Vatnamælingum og hefur unnið með mér alla tíð síðan, Guðmundur Jónasson, fjallabílstjóri með snjóbíl sinn Gusa upp á vörubílspalli, og ég  var leiðangursstjóri fararinnar." (Sigurjón Rist)
...

GÓP:
Guðmundur ók Gusa eftir fyrirfram ákveðinni leið yfir Tungnaá á ísi en stöðvaði bílinn áður en yfir var komið og þar með sé Gusi í ána. Þar var hann í þrjá sólarhringa meðan þeir félagar unnu hvert ótrúlega þrekvirkið af öðru, tókst að ná sambandi til byggða, fá hjálparleiðangur og með enn meiri ótrúlegum afrekum tókst þeim í sameiningu að ná Gusa upp.

Sjá nánar hér Gusi í Tungnaá 17. - 23. des.

Í Jökulheimum er (árið 2001) til eintak af bók Sigurjóns, Vadd' út í, og þú skalt lesa frásögn hans af þessum atburði á síðunum 163 - 176 - í hvert einasta skipti sem þú kemur uppeftir.

1958 1958
24. feb. 1958 Vatnamælingar Raforkumálastjóra.
Undirritaðir komu hingað 23. febrúar 1958 kl. 20 á snjóbílnum Gusa R-345.
Verkefni okkar er að mæla ár á Þjórsár- og Hvítársvæðum.
Síðasti náttstaður var sunnan Tungnaár nál. 1 km neðan við Hófsvað. Þar úti fyrir var áin alauð og mældist rennslið 42 m3/s (reiknað út hér í Jökulheimum).
Farið var á traustum ísi yfir Tungnaá skammt ofan við Hófinn.
...
Förum héðan 24. feb. kl. 10.30. Veður bjart, stillt, -12C. Mest frost í nótt (aðfararnótt 24.) var 18. stig.
Haldið að Þórisvatni.
Sigurjón Rist, Guðmundur Jónasson, Eberg Elefsen.
7. júní 1958

Grunnur að
birgðaskemmu

Í frásögn Sigurðar Þórarinssonar af júníferð Jöklarannsóknafélagsins segir hann m.a.:
...
Er uppeftir kom var þegar farið að vinna að undirbúningi birgðaskemmu. Síðan lögðust flestir til svefns en voru vaktir með mikilli máltíð, baunum og saltfiski, og mun klukkan hafa verið orðin um 2 er til náða var gengið að nýju. Snemma morguns þ. 8. var tekið til óspilltra málanna við skemmubygginguna og var lokið við að steypa grunninn kl. um 18:30, ...
14. júní 1958

Skemman reist

Undirrituð lögðum upp úr Reykjavík, Þverholti 15, föstudagskvöldið 13. júní kl. 19.45 á R-346 og Bedford R-9513. Stýrði honum Pétur Guðjónsson, vélvirki, en Haukur Hallgrímsson R-346. Á Bedfordinum var þakjárn á skemmuna. Komum við á Selfossi en ókum annars viðstöðulaust að kalla og komum í Jökulheima kl. 04.30 eftir tæpan 8 st. akstur. Vatnshæð í Tungná 523 cm.
Á laugardag var skemman reist. Rigning með köflum, SA-gola. Hlýtt.
Í dag, sunnudag, hefur verið unnið að því að klæða skemmuna utan og þekja.
...
Jón Eyþórsson, Stefán Bjarnason, Auðbjörg Ingimundardóttir, Sigrún Jónatansdóttir, Elinborg Kristjánsdóttir, Þorvaldur Þórarinsson, Hjálmar Diegó Arnórsson, Ómar Hafliðason, Magnús Árnason, Jónas Magnússon, Haukur Hallgrímsson.
29. júní 1958

Örnefni:
Mosaskeggur
Stefna frá
Jökulheimum 
214 gráður
Fjarlægð
9,2 km.

Laugardag 28. júní kom hingað mælingamannaflokkur RARIK frá Veiðivötnum. Erindi flokksins er að merkja myndpunkta vegna flugmyndatöku til kortagerðar af umdæmi Guðmundar Jónassonar, hreppstjóra.
Merktir hafa verið 13 punktar, þar á meðal Þóristindur, Snjóalda, Fontur, Hamrafell og nafnlaust fjall austan Tungnaár, 899 m.y.s. (Mosaskeggur var fjallið skírt). [Innskot GÓP apríl 2003: Samkvæmt upplýsingum frá Gunnar Þorbergssyni, sem leiddi landmælingaverkefnið, er Mosaskeggur 902,38 m. yfir sjó og hann hefur Hjörsey55-hnitin 64 14.486N og 18 21.156W.]
Hreppstjóri og leiðangursstjóri gengu á jökul og sóttu sleða sem breskir skildu þar eftir. Haldið héðan 29. júní kl. 18 í Landmannalaugar.
Farartæki H-3 og Petrína (R-1566).
Steingrímur Pálsson, leiðangursstjóri, Guðmundur Jónasson, Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, Páll Hafstað, Ólafur Einarsson, Glúmur Björnsson, Áslaug Ásmundsdóttir, Ragna Bjarnadóttir, Margrét Guðrún Eyjólfsdóttir.
25. júlí 1958 Komum hér 25.7. kl. 23.15 á bifreiðinni M-404 frá Veiðivötnum. Bíðum hér eftir hjónunum Kristínu Ólafsdóttur og Haraldi Matthíassyni sem fóru úr bifreiðum Páls Arasonar við Jökuldal 22.7. kl. 23.00 og ætluðu að ganga Vonarskarð til Jökulheima.
Sigurlaug Jóhannesdóttir, Kári Gíslason, Valdimar Ásmundsson, Hrefna Jóhannsdóttir, Valgeir Þ. Stefánsson, Úlfar Jacobsen.
Haraldur
Matthíasson
og Kristín
Ólafsdóttir
koma suður
Vonarskarð
Við fórum úr bíl Páls Arasonar í Tómasarhaga þriðjudagskvöld 22. júlí. Sváfum 1 tíma við Jökulfall. Gengum miðvikud. 23. júlí norður fyrir Tungnafellsjökul og suður í Vonarskarð. Gistum sunnarlega í skarðinu. Fimmtudaginn 24. júlí var lagt upp kl. 8. Urðum við að fara fyrir nyrðri hluta Köldukvíslar á jökli því að þær virtust ófærar. Jökullinn reyndist góður norðan til en ófær sunnan til. Þar voru árnar vel væðar nema hin syðsta sem kemur frá Hamrinum. Hana óðum við um síðir við illan leik upp undir Hamri kl. 1 á föstudagsnótt. Sváfum þar í klst. Föstudaginn 25. júlí fórum við suður í Innri Tungnárbotna og áðum þar 5 stundir. Þá var fjúk. Gengum síðan fyrir vestan Bláfjöll, vestur í Heljargjá og síðan til bæja í Jökulheimum kl. 4 1/2 á laugardagsnótt.
Haraldur Matthíasson, Laugarvatni, Kristín Ólafsdóttir, Laugarvatni.
7. ágúst 1958 Komu hingað mælingamenn RARIK. Voru við merkingar á fjallatoppum austan Tungnaár vegna myndatöku úr lofti og væntanlegrar kortagerðar af Tungnársvæðinu. Leiðangur þessi því í sambandi við ferð þá sem um getur hér að framan (28. 6.58).
Farið var á Hábarm, Barm, Gjátind, Hnúka, Fagrafjarðarfjall, Sveinstind, Klakkafell, Breiðbak og 858 sem er 8 km í NNA frá Breiðbak. Skírðist staðurinn Mókollur. Gist var tvær nætur í Laugum, eina í Faxasundi og tvær við Sveinstind.
Tveir bílar voru í förinni, H-3 sem hreppstjórasonurinn ók, svo og Jósefína Rafmagnsveitnanna (K-336). Ferðin gekk slysalaust þó að strangt væri í Tungnaá sunnan Botnavers. Tók þar á miðjar síður Jósefínu, kaffærðust luktir og aurbretti því sem næst.
Höfðum hér nokkurn sörvis en höldum á Snoðrufit í kvöld. Þar eru bækistöðvar efnisleitarleiðangurs RARIK.
Steingrímur Pálsson, Gunnar Þorbergsson, Gunnar Sigurðsson, Guðmunda Andrésdóttir, Gunnar Guðmundsson.
17. ágúst 1958

Skemman
loka-
frágangur

2064 fet
= 629 m

PS segir í
Áttaviti -
örnefnalisti
 
að hæð yfir sjó
sé 674 m.

Laugardaginn 16. ágúst um hádegisbil komum við hér á tveimur bílum, R-8759 og R-83, þrettán saman. Kl. 15 hélt hópurinn inn að jökli og var gengið upp eftir spölkorn og athugað um færi fyrir snjóbíla upp eftir jöklinum. Trausti Gunnarsson (9 ára) og Magnús gengu upp í 3090 feta hæð eða ca. 5,5 km uppeftir. Færi var dágott alla þá leið og virtist svipað áfram og teljum við það að jafnað betra en var í fyrrahaust þann 13. sept. þegar Kraki fór upp í Grímsvötn.
Úr þessari hæð sá vel vestur um Langasjó og á Skaptárfjöll. Kerlingar voru í 49,5 gráðum og Rati 286 gráðum. Hæðarmælir við hús 2064 fet, uppi 3090 fet.
Eftir ferðina inn á jökul var lokið við að setja kjölinn á þak skemmunnar og er hún nú full frá gengin.
Höldum af stað héðan kl. 8.30 um Veiðivötn og Laugar og heim.
Magnús Jóhannsson, Eiríkur Gunnarsson, Trausti Gunnarsson, Erla Geirsdóttir, Adda Geirsdóttir, Björn Bjarnason, Sigurgeir Geirsson, Konráð Guðjónsson, Ásgeir Jónsson, Súsanna Brynjólfsdóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Gunnar Guðmundsson, Hanna Brynjólfsdóttir.
"13. sept." 1958

Faría, faría -

Lögðum upp frá Reykjavík fimmtudag 11. sept. í R-376. Dumbungsveður og rigning en hlýtt í veðri. Stytti upp innan Valahnúka. Tungná vatnslítil, 520. Gekk greiðlega yfir. Komum í Jökulheima kl. 20 í þurru og mildu veðri.
Ferðin frá kl. 11 - 20 ca 8 st. akstur.

Föstud. 12.
V-átt og bjart veður. Ókum norður undir Dór og gengum hjá honum og norður í Heljargjá. -

Laugard. 13.
Þurrt og blítt veður en sólarlaust. Sett salt (CaCl2) í regnmæli. Þorleifur klifraði upp. Reyndi að tæma með gúmmíslöngu en tókst ekki.
Um hádegi sást til jöklafara. Ókum yfir á og gengum til móts við þá upp á jökul og sem nema mátti mál þeirra upphófst söngur margraddaður með svofelldri yfirlýsingu:

Grímsvötn eru aumur staður,
faría, faría,
Þangað fer enginn óvitlaus maður
faría, faría.
Engin vísindi iðkuð þar,
einungis drykkja og kvennafar,
faría, faría, faría faría, faría, faría!

Gist hér í nótt, alls 20 manns. Minnst 13. sept. með söngvum mörgum. Guðmundur Jónasson sat löngum á tali við Carl Eiríksson, radíóverkfræðing, en hann sat einn í jeppa sínum handan ár, einhvers staðar sunnan og vestan Botnavers. Hætti loks við að koma yfir ána og sneri til baka sína leið til Landmannalauga.
Héðan er förinni heitið á Klifshagavelli.
Jón Eyþórsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sjöfn Zophaníasdóttir, Soffía Zophaníasdóttir, Valur A. Jóhannesson, Dolinda Tanner, Sviss - Lugano-Paradiso, Þorleifur Kristófersson, Þorleifur Guðmundsson, Jóhannes Briem + aðrir jöklafarar, Sverrir Sæmundsson.

19. okt. 1958

11 m3/sek í
Útfallinu
úr
Langasjó

Komum hingað að kvöldi 17. okt. frá Norðlingaöldu við Þjórsá. Erum á tveim bílum, bifreið Vatnamælinga R-8904 og bifreið Guðm. Jónassonar, H-3.
Erum við Vatnamælingar og að setja upp snjó- og regnmælingastöðvar.
18. okt. haldið að Langasjó. Útfallið mælt. Reyndist flytja 11 teningsmetra á sekúndu.
. . .
Héðan haldið að Hraunvötnum og settur upp regnmælir 19/10 kl. 12.
Sigurjón Rist, Valur Jóhannesson, Eberg Elefsen, Hermann Guðjónsson.
1959 1959
14. júní 1959

Fossinn
Hrymur

Í frásögn Jóns Eyþórssonar af för dagana 13. - 14. júní segir m.a.:
...
Sd. 14. júní. Sólskin! ... Við gengum á Bláfjöll. Skírðum foss í Tungná þar sem hún fellur í efri gljúfrin Hrym. -
...
21. júlí 1959

Hrunin
varðan
mikla

á
Syðri
Systur

Upphaf frásagnar Harðar Hafliðasonar af ferð mælingamanna:

Að kvöldi mánudagsins 20.7.1959 komu hér mælingamenn Rarik, þeir SP, SF, BTh, ÓE. Að frumkvæði JÖRFÍ skal nú mæla línuna milli Pálsfjalls og Kerlingar svo að síðar megi höndla væntanlegar breytingar jökulsins.
Þriðjudagsmorguninn héldu fyrrnefndir á Kerlingu í björtu veðri og hugðust byrja mælingar en voru ekki komnir nema að hnjám þegar gerði gjörningaþoku svo ekkert varð erindi af því erfiði, utan að settur var koparbolti og ofan á mælingamerki og þar utanum varða töluverð, því að sú hin "mikla" er gerð var 17.9.'56 var að öllu hrunin.
...

26. júlí 1959

Um leiðir

og

um flugu
í
Veiðivötnum

Komum hér um miðnættið í blíðskaparveðri frá tjaldstað við vað á Köldukvísl. Tjölduðum fyrst við Stóra-Fossvatn en urðum að hörfa undan æðisgenginni ásókn flugunnar því fólk var að ærast. Þó varð einn ferðafélaganna valdur að því að nokkrar bröndur slæddust á land úr vatninu. Þegar búið var að taka saman tjöldin aftur var ekið sem skjótast inn í Jökulheima.
Við erum á suðurleið eftir að hafa ferðast hálfan mánuð, fyrst norður Kjöl um Norðurland og austur á Hérað, að Snæfelli og í Herðubreiðarlindir, síðan suður Sprengisand. Guðmundur Jónasson stýrir ferðinni í hinum ágæta bíl hans R-364. Ferðin hefur gengið að óskum. Mikill hiti er og skyggni ágætt.
Hér í skálanum dvöldumst við tvær nætur. Gengið var inn á Tungnárbotna.
Lagt af stað áleiðis til Reykjavíkur að morgni 27. júlí. Þökkum gistinguna.
Valgeir J. Emilsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ólöf Jónsdóttir, Ellen McGranaghan (Aberdeen), Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Ingólfsdóttir, María Björnsson, Halla Snæbjörnsdóttir, Gunnl. Arnórsson, Magnús Karlsson, Páll Pálsson, Jón Brynjólfsson, Guðmundur Jónasson.
29. júlí 1959

Um umgengni

Komum hér ásamt Dr. Hal Lister. Var erindið að sýna honum skálann og nágrennið og ef unnt væri að halda upp á jökulröndina. Tungnaá reyndist okkur þó sú torfæra að ekki varð úr jökulgöngu. Var hún í foráttu vexti og nenntum við ekki að sulla í henni. Skoðuðum í þess stað umhverfið.

Umgengni skálans var í ýmsu ábótavant og er það von okkar að hún verði betri næst þegar við komum.
Hiti kl. 4: 13,5 gráður skýjað.
Jóhannes Briem, Þorleifur Einarsson, Hal Lister - Durban University - England, Valur A. Jóhannesson, Haraldur Sigurðsson.

30. ágúst 1959

Um
útilegu-
manna-
hellinn
við 
Tungnaá

Höfuðdagur 1959
Komum hingað kl. 20.45 tíu saman í R-364, bílstjóri Guðmundur Jónasson. Rigningarvella og lítið skyggni. Fórum úr Reykjavík að morgni þess 27. og var tilgangur ferðarinnar sumpart að rekja öskulög á svæðinu frá Áfangagili að Landmannalaugum, sumpart að dytta að útilegumannahellinum við Tungnaá.
Förum héðan kl. 12:30 þ. 30.8 í fýluveðri. Hiti í nótt 4oC. Kl. 10 í morgun var hann 5oC.
Sigurður Þórarinsson, Inga Þórarinsson, Haraldur Matthíasson, Kristín Ólafsdóttir, Jakob Benediktsson, Grethe Benediktsson, Kvislen Kyhl, Guðrún Sigurðardóttir, Gísli Gestsson, Guðmundur Jónasson.
12. sept. 1959

Um leiðir

Komum hér kl. 10.20 á tveim bílum, herjeppa og station jeppa. Fórum Tungnaá neðst í Botnaveri. Komum úr Kýlingum um Faxasund, Tungnaárfjöll og Breiðbak. Ferðinni heitið í Þóristungur og sennilega sömu leið til baka. Veðrið er kyrrt og bjart. ...
Vilhjálmur H. Lúðvíksson, Bogi V. Þórðarson, Axel Kristjánsson.
1960 1960
6. júní 1960

 

 

Grastekja
af
Sturlu-
reitum
23.okt.'61

Sturla Friðriksson, Sigrún Laxdal, Páll A. Pálsson og Kristin Henriksen setja í gang gróðurrannsóknir. Í þrjá reiti ferhyrnda - sem merktir eru í bókinni frá vinstri til hægri með bókstöfunum A, B og C (þar sem A er nyrst og C er syðst) er sáð:
 • í A: túnvingli
 • í B: vallarfoxgrasi
 • í C: háliðagrasi.

og með borin blanda tilbúins áburðar.

2. sept. 1961 Gerir Carl J. Eiríksson eftirfarandi mælingar og athuganir:

 • í A: Venjuleg strá 20 - 30 sm há. Puntstrá ca. 40 sm há. Lýsing: Þéttgróið, mjög grænt. Lítið af punti.
 • í B: Venjuleg strá 20 - 30 sm há. Punktstrá ca. 40 sm há. Mun gisnara en í A og meira gult. Ógróið á smáblettum. Enn meiri puntur en í C.
 • í C: Venjuleg strá 20 - 30 sm há. Puntstrá ca. 60 sm há. Enn gisnara en B en svipaður litur. Ógrónir blettir. Meiri puntur en í A.
14. júní 1960 Sáð túnvingli í reit vestur af dyrum skálans, sandfaxi í tvo reiti vestur og norður af geymslunni. Ennfremur túnvingli í lautina norðaustur af skálanum. Vinsamlegast gefið þessum tilraunum gaum.
Þorleifur Guðmundsson
17. júní 1960

Haraldur
Matthíasson
kannar
leiðir

Við komum hingað föstudaginn 17. júní.
Fórum héðan í bíl Guðmundar Jónassonar ásamt jöklaförum allt inn að Dór. Gengum um kvöldið norður í Tröllahraun. Á, sem kemur ofan úr Vatnajökli, rennur þangað og hverfur þar ofan í jörðina. Nefndum við hana því Sylgju.
Morguninn eftir var skoðaður innri endi Heljargjár. Síðan gengum við upp með Sylgju allt upp undir jökul og náttuðum okkur þar skammt fyrir framan hamarinn. Morguninn eftir gengum við alveg upp að Hamri og er þar afar stórfenglegt umhverfi og sérkennilegt. Gengum um kvöldið fram að Sylgju og vorum þar nóttina. Næsta dag, 17. júní, gengum við hingað, sem fyrr segir, og komum hingað kl. 3.

Klukkan 8 að morgni sunnud. 18. júní leggjum við héðan af stað. Ætlunin er að vaða ána hér, ganga jökul allt fram í Fljótsodda, fara síðan niður með Hverfisfljóti að vestan. Lokaáfangi: Núpar í Fljótshverfi.

Haraldur Matthíasson, Kristín Ólafsdóttir, Guðbjört Ólafsdóttir.

11. júlí 1960

Um leiðir

Ár 1960, mánudaginn 11. júlí kl. 04.50 komum hingað í Jökulheima 18 manns að meðtöldum hreppstjóranum sem stjórnaði leiðangrinum.
... (ferðasaga - norður Kjöl - austur til Snæfells - suður Sprengisand) ...
Síðan var haldið suður á land yfir svartan sand og eigi stansað að ráði fyrr en komið var að Köldukvísl, sem þótti ekki álitleg.
Eftir að komið var yfir Köldukvísl var haldið á Öræfaslóðir hreppstjórans og ekið sem leið liggur fyrir Gjáfjöll, yfir Heljargjá og inn fyrir Ljósufjöll í Tungnaárbotna, Jökulheima.
... Guðjón Valgeirsson ...
16. júlí 1960

Um leiðir

Komum hér 21 saman frá Eldgjá, vorum 12 tíma með mörgum stönsum og króki að Sveinstindi. ... Vegalengd Eldgjá Jökulheimar 45 mílur. Tungnaá slæm, mest vegna hættulegrar sandbleytu.
Sjukskoterskors samarbete i Norden ... með Vigdísi Finnbogadóttur, Guðmundi Jónassyni og Halldóri Eyjólfssyni.
16. ágúst 1960

Um leiðir

Komum hingað 15. ágúst frá Veiðivötnum. Lagt af stað morguninn eftir áleiðis til Tungnaárfjalla og Eldgjár. Erum 22 á tveim bílum.
Haraldur Sigurðsson, Bjarni Vilhjálmsson, ..., Bjarni Guðmundsson, Túni, Alfreð Jónsson.
1961 1961
8. apríl 1961

Um vatn í
geymsluskála

Um mús í
Jökulheimum

Komum hér 7. apríl '61 kl. 14 ísl. miðtími. Farartækið er Jökull 2. ...

Allar lautir í nánd við skálann eru sléttfullar af snjó og á eyrum jafnfallinn snjór 1,2 - 1,5 m. djúpur. Nálægt jökli til muna meiri - ca. 2 - 3 m..
Í geymsluskála var 15 cm klakalag á gólfi. Ef leysir ört í vor má gera ráð fyrir að vatnsdýpi í geymsluskála verði um 1 metri.

Rúmbálkur hreppstjórans hefur verið í notkun í vetur a.m.k. framan af vetri. Þegar litið var inní sökkulinn var ljóst strax að þar hafði verið nokkur umgangur, t.d. eldspýtur og kerti komin niður á gólf o.s.frv.. Eftir nokkra athugun fannst sá sem þessu hafði valdið og hafði sá tekið sér endanlega bólfestu í skinni hreppstjórans. - Það var stirðnuð hagamús. Skinnið mun bera hennar menjar síðan. ...
Sigurjón Rist, Eberg Elefsen.

31. júlí 1961

Um leiðir

Ferð Guðmundar Jónassonar um Syðri-Fjallabaksleið, úr Eldgjá norður um Faxasund og Breiðbak í Jökulheima - og þaðan um Veiðivötn og Landmannalaugar til Reykjavíkur.
Sveinn Thoroddsen ofl á R-1069 og Heiðar Steingrímsson og ferðahópur á R-376.
28. ágúst 1961

Um leiðir

Komum hingað í gærkvöldi úr Landmannalaugum með stuttri viðstöðu í Veiðivötnum. Ætlum í dag vestur yfir Köldukvísl og síðan norður Sptrengisand.
Guðmundur Kjartansson og 11 ferðafélagar með Guðmundi Jónassyni. 
23. okt 1961

Um grastekju
af
Sturlureitum

Komum hér til að slá og hirða hluta túnsins. Mest varð eftirtekjan af túnvingli (A). Svarar uppskeran til rúmra 200 hesta af rennvotu grasi á hektara.
Páll A. Pálsson, Kirsten Henriksen, Sturla Friðriksson, Sigrún Laxdal, Halldór Ólafsson, Guðmundur Egilsson, Guðmundur Jónasson.
1962 1962
15. júlí 1962

Geymsluskálinn -
skemman
hækkuð

 

Lögðum af stað frá Rarik kl. 2 eftir hádegi 13. júlí. Komum í Jökulheima eftir tæplega átta tíma. Var þegar hafist handa við undirbúning að hækkun skemmunnar. Höfðum við lokið við að lyfta henni um kl. eitt eftir miðnætti.
Þann 14. var hafist handa um kl. 9 og búið að steypa undir skemmuna um hádegið. Síðan var skemmugólfið fyllt upp með hraungrýti. Síðan keyrð á ofan malargrús og verkinu að fullu lokið um sjöleytið eða tæpum sólarhring eftir inneftirkomuna.
...
Stefán Bjarnason, Gunnar Guðmundsson, Hörður Hafliðason, Halldór Gíslason, Magnús Eyjólfsson, Sigurgeir Geirsson, Hans Benjamínsson, Garðar Björnsson, Bjarni Ingimundarson, Magnús Árnason, Eyjólfur Guðmundsson, Benedikt Sigvaldason, Adda Geirsdóttir, Þorvaldur Þórarinsson, Hulda Kristjánsdóttir.
23. júlí 1962

Um örnefni:
Sigurjón og
Eberg -
Félagar -
Táberg og Rist

Íslandsferð sænskra kvarterjarðfræðinga
Komum hér síðla dags þ. 21. júlí í fögru veðri 34 saman. Komum frá Landmannalaugum um Veiðivötn. Fórum þ. 22. inn á jökul. Keyrt var yfir ána skammt vestur af Sigurjóni og Eberg en er haldið var til baka fórum við á bak við þá.
. . .
Sigurður Þórarinsson 
1963 1963 Hefst regluleg sumar-veðurgæsla
12. - 23. júní
1963
Veðurgæsla
hefst
Komum hingað 12. júní ... Áætlum að dvelja við veðurathuganir fyrir Jöklarannsóknafélagið fram um aðra helgi en þá munu aðrir koma í okkar stað. ...
Jónas Jakobsson, Geir Ólafsson.
22. - 29. júní 1963
Veðurgæsla
Jón Eyþórsson sér um veðurathuganir næstu viku og varð því eftir.
30. júní 1963
Veðurgæsla
... 30. júní sneru þau heim, Jón Eyþórsson og Sigrún Jónsdóttir., eftir vikudvöl en eftir urðu til veðurathugana Ólafur Jóhannesson (fór heim 14. júlí) og Helgi Björnsson (fór heim 18. ágúst).
3. - 5. ágúst 1963

Bensín-
skemman

Um leiðir
og
örnefni.

Komum í Jökulheima kl. 6 að morgni laugardags 3. ágúst á Y-723 (Ámundi Gíslason). Mikið í Tungná, 108 að vestan en 100 að austan, enda biðum við miðkvísl í 2 klst meðan dimmast var.
Notuðum laugardaginn eftir hádegi til þess að hlaða og steypa undirstöður undir bensínskemmu 335 x 274 cm.
...

Sd. 4. ág.
Lögðum af stað fyrir hádegi inn að Nýjafelli til stangamælinga. Töldum Tungnaá ófæra og snerum frá. Ókum inn að Fóstrufelli að fossinum Fleygi. Að vísu skortir nokkuð á að bíll komist alla leið sakir þrengsla milli hrauns og hlíðar. Sá vegur heitir nú Dyggðastígur.

Gengum upp með kvísl hjá Steinboga og að Hrym. Síðan heim og eftir stutta viðdvöl norður að Dór og eldsprungunni norðan í Bláfjöllum.
...

(Úr frásögn Jóns Eyþórssonar af ferðum og störfum sjö JÖRFÍ-félaga dagana 4. og 5. ágúst 1963.)

18. ágúst 1963
Veðurgæsla
Hef dvalist hér síðan 28. júní og hverf héðan 18. ágúst eftir ánægjulega dvöl.
Helgi Björnsson
25. ágúst 1963

Um leiðir.

Komum hér frá Laugum með viðkomu í Veiðivötnum í mildu og góðu veðri. Gistum hér í húsinu, tjaldi og bílnum.

Förum héðan inn að "jökli" og síðan í NV að Köldukvísl, norður Sprengisand.

Fengum ljómandi móttökur hjá Pétri veðurspámanni og talstöðvarstjóra. Hafi hann og aðrir er hlut eiga að máli kærar þakkir.

(Edda Imsland, Reykjavík, og ferðahópur með þeim Ómari Hafliðasyni og Guðmundi Jónassyni.)

31. ágúst 1963

Hæðarmæling
og leiðir

29.8.'63 - 31.8.'63
Landmælingamenn frá RARIK voru hér við mælingar. Fastmerki við flaggstöng við skála (FM6352) var hæðarákveðið. Komið var frá Reynihlíð um Sprengisand og farið á Breiðbak til mælinga við Lónakvísl og Langasjó.
Gunnar Þorbergsson, Ásmundur Jóhannesson, Einar Þorláksson, Ásmundur Jakobsson, Einar Hallgrímsson, Guðmundur Karl Jónsson, Gunnar Jónsson.
17. ágúst
- 1. sept 1963

Veðurgæsla

Sjá hér nánar
um veru Péturs
Sumarliðasonar
í Jökulheimum.

Kom hingað laugardaginn 17. ágúst og hef dvalið hér síðan.
Verkefnið var veðurathuganir en í því reyndist ég mesti skýjaglópur. Á mæla tókst mér þó oftast að lesa rétt. Þennan hálfa mánuð hefur verið einmuna blíða. Vindátt oftast SA andvari, einstöku sinnum örlað á kuli. Oftast þurrt, hiti hæst 10,1 gráða, eina nótt -1,2 gráður.

Einvera hefur verið lítil. Hér hafa komið um 104 gestir, þar af hafa gist eina eða fleiri nætur rúmlega 40. Einverunætur hafa aðeins verið 6, - alltof fáar.

Hér er sérstaklega gott að vera. Andi hússins hlýr og góður. Það finnst jafnt morgunn, kvöld og miðjan dag, að hingað stefna margra hugir og allir góðir.

Ég hef reynt að taka til hendi þegar næði var til. Bar karbol á timbur, hlóð meðfram húsinu, gerði hreint eins og ég gat.
Sonur minn, Pétur Örn kom með Sigurjóni Rist en Sigurður Sverrisson tekur við störfum hér.
Ég mun sakna Jökulheima. Hér vildi ég gjarnan dvelja aftur - þá lengri tíma við meira næði.

Pétur Sumarliðason, Pétur Örn.

1.9.1963

Stikun slóða

29.8 - 1.9. '63
Vatnamælingamenn frá RARIK hafa verið við merkingu slóða innan Tungnaár og gist hér um nætur. Stikur settar niður með 100 m milli bilum, þéttari á beygjum, sem næst 12 á km að meðaltali.
Stikurnar eru 2 ½ " x 2" x 240 cm með tveimur fótklömpum og endurskinsmerkjum.
Borað fyrir stikum með staurabor á dráttarvél.
Sig. Sverrisson fluttur frá Tungnaá til Jökulheima laugard. 31.8 en Pétur Sumarliðason og sonur hans, Pétur Pétursson, fara með okkur héðan.
... (um regnmæli og álestra) ...
Sigurjón Rist, Þórður Sigfússon, Sveinn Sigurkarlsson, Guðjón Samúelsson.
5.9.1963

Um leiðir.

Komum hingað 5. sept. 1963 frá Köldukvísl. Höldum að Tungnaá hjá Haldi. Komum með sement, bensín, steinolíu og gasolíu ofl.

Sigurjón Rist, María Sigurðardóttir, Rannveig Rist (2 ára).

13. -15. sept.
1963Bensín-
skemman
rís

13. septemberhópur JÖRFI lagði upp í sína árlegu Jökulheimaför föstudag 13. sept. 1963 á R-364. Guðmundur Jónasson stýrði. Kl. 14. var ekið frá Lækjarteig 3. Þá var ausandi rigning og sv-strekkingur. Við Tungná var orðið þurrt að mestu. Komið í Jökulheima kl. 21. Var þá allt hvítgrátt af snjógráði og hiti um frostmark.

Laugard. 14. sept. voru vinnandi menn snemma á ferli. Gunnar og Þórður settu hreyfil í Jökul 2, en Stefán Bjarnason hóf að reisa bensínskemmu með M. Karlssyni, Halldóri Gíslasyni og öðru því liði er til fékkst. Verkið sóttist svo vel að húsið var tilbúið og bensíntunnur fluttar inn fyrir sólarlag. Veður fór batnandi er á daginn leið og gerði blíðuveður síðdegis - eins og vant er að vera í Jökulheimum.
Þá fóru þeir S. Þór. og H. Ól. upp á Fóstrufell og iðkuðu vísindi og malargröft en Eyþór Einarsson var að heyskap á Sturlutúnum. Loks fór Guðmundur Jónasson með vísindafólk og kvenfólk inn að jökli, mældu hop Tungnárjökuls og leysingu á snjóstikum. Carl Eir. hafði sextantinn góða með sér og staðsetti stikur á jöklinum af mikilli nákvæmni.

. Sunnud. 15. sept.
Eftir kvöldvökugleði og reisugilli kvöldsins voru menn árla á ferli og bjuggust til ferðar. Yfirgefum Jökulheima um hádegisbil en eftir verður Sigurður Sverrisson til veðurathugana.

Jón Eyþórsson, Sigurður Þórarinsson, Eyþór Einarsson, Stefán Bjarnason, Ómar Hafliðason, Halldór Gíslason, Halldór Ólafsson, Þorvaldur Þórarinsson, Magnús Karlsson, Guðmundur Jónasson, Stefanía Pétursdóttir, Lalla Erlendsdóttir. Hanna Brynjólfsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Þórður Sigurðsson, Magnús Eyjólfsson, Gunnar Guðmundsson, Halldóra Thoroddssen, Magnús Hallgrímsson, Carl J. Eiríksson.

29. sept. 1963 ... Sigurður Sverrisson gerði síðustu veðurathugun sumarsins sd. 29. sept. kl. 09. ...  (Jón Eyþórsson).

Kom í Jökulheima síðla kvölds hinn 31. ágúst sl. og hef dvalið hér síðan við veðurathuganir - og líkað vel!
Veður hefur verið umbreytingasamt, mestur hiti um 10°C en mest frost -7°C.
Gestir hafa komið hér, bæði margir og góðir og þakka ég þeim öllum ánægjuleg samskipti.
Sigurður Sverrisson. 

1964 1964
30. maí 1964

Veðurgæsla
hefst

 

Að kvöldi þess 30. maí kom 13 manna leiðangur í Jökulheima til þess að setja þar upp veðurstöð, skoða landið og skemmta sér. Veðurstöðin starfar á vegum Veðurstofu Íslands en Jöklarannsóknafélagið leggur til húsnæði og ýmsan búnað. Veðurathugunarmaður verður Pétur Sumarliðason.
Þessir voru í leiðangrinum:
Flosi Hrafn Sigurðsson, Pétur Sigurðsson, Stefanía Pétursdóttir, Anna St. Sigurðardóttir, Ágúst Stefánsson, Helga Ágústsdóttir, Anne and James Penfield - US Embassy, Leifur Steinarsson, Pétur Sumarliðason, Vikar Pétursson, Einar Torfi Ásgeirsson, Guðmundur Jónasson.
Að undanskildum Einari, Vikari og Pétri Sumarliðasyni héldu leiðangursmenn til Reykjavíkur þann 31. maí.
20. júní 1964 Hef dvalið hér síðan 30. maí. Þakka gott húsaskjól og veðurguðunum gott veður.
Vikar Pétursson, Einar Torfi Ásgeirsson.


Gestir staldra við og frásögn birtist í Vísi 28. júlí 1964
170. tölublað 28.07.1964

3. - 5. júlí 1964

Grunnur að
Norðurstofu

Lögðum upp frá Grundargerði 22 kl. 07.30 á tveimur bílum, R-12204 og R-1069. Ók Hörður Hafliða hinum fyrrnefnda en Halldór Gíslason R-1069. Veður blítt og fagurt sem best verður á kosið. Gekk ferðin svo greiðlega  að við komum í Jökulheima kl. 15.30 þrátt fyrir talsverða töf á Selfossi. 

Var þegar tekið til starfa, merkt fyrir grunni og grafið fyrir veggjum en efni til móta var ókomið.

4/7 -
Um nóttina kom Sigurjón Rist með 7 - 8 tonn af byggingarefni, sement, timbur o.fl.. Var nú tekið til starfa af miklum dugnaði, sótt steypuefni, slegið upp mótum og steypt jöfnum höndum. Var verkinu lokið um miðnætti.

Verkstjórar voru þeir Magnús Árnason og Stefán Bjarnason. Var framganga þeirra slík að hér eftir mun ég telja mjög erfitt að gera upp milli múrara- og trésmiðastéttanna!

Sunnudag 5/7. 
Þoka og úði um morguninn en birti um hádegi. Fóru flestir upp á jökul og boruðu niður Stiku II. Stóð  upp úr 338 cm en 29. maí 204 cm. Leysing því 134 cm á 37 dögum. (Boruð 161 cm.)
Heimleiðis var haldið kl. 17. (*)
Nöfn þátttakenda í ferðinni:
Jón Eyþórsson, Þorleifur Guðmundsson, Hlíf Ólafsdóttir, Magnús Hallgrímsson, Halldór Gíslason, Stefán Bjarnason, Halldór Ólafsson, Þorvaldur Þórarinsson, Magnús Árnason, Hörður Hafliðason, Eggert Þorleifsson.
(*)
Þorleifur Guðmundsson og frú Hlíf Ólafsdóttir önnuðust matseld og hlutu almenningshylli. Óskar Þorleifur fært til bókar að betri soðkonu hafi hann aldrei fyrir hitt.

11. júlí 1964
Um leiðir
Komum úr Veiðivötnum á leið okkar norður Sprengisand. 
Sigurður Ágústsson, Skaftahlíð 20, Rvík - alls 7 saman.
16. júlí 1964

Um leiðir

Komum hingað að norðan og ætluðum yfir Tungnaá á kláfnum - en hann var auðvitað ekki tilbúinn þrátt fyrir loforð vegamálastjóra - og verðum sennilega að hunskast norður aftur. Við þökkum Pétri fyrir góða fyrirgreiðslu og ágætar móttökur.
Sigmundur K. Ríkarðsson og fimm aðrir ferðafélagar á tveimur R-bílum.
25. júlí 1964

Um leiðir

Komum hingað kl. 17:45 og höfðum þá farið yfir Tungnaá á kláfnum fyrir ofan Hald kl. 08:00 í morgun og ekið Búðaháls og yfir brúna á Köldukvísl.
Förum héðan kl. 19:30 og ætlum að tjalda norðan Köldukvíslar og halda síðan norður Sprengisand í Bárðardal í fyrramálið.
Þökkum kærlega góðar móttökur Péturs Sumarliðasonar.
P.S.: Farartækin eru 2 jeppar: R-317 og G-2841.
Guðjón Valgeirsson, Torfi Hjartarson, Stefán M. Stefánsson, Hrafnkell Stefánsson, Jón Hrafnkelsson.

Guðjón kom með móttakara. Sá reyndist ekki hafa þolað ferðalagið og var smá huggun að þeim skiptum. P.S.

21. ágúst 1964

Um setningu
umgengnis-
viðmiða

Komum hingað að kvöldi 20. ágúst 17 saman norrænir jarðfræðingar og kokkurinn Charlotta með Pétri Kristjánssyni. Áttum góða nótt í Jökulheimum og gengum að morgni þess 21. ágúst inn í jökul. Farið héðan klukkan nær 14.

Umgengni Péturs, veðurathugunarmanns, er aðdáunarverð og mjög til fyrirmyndar og vil ég þakka það sérstaklega af hálfu Jöklarannsóknafélagsins.
Sigurður Þórarinsson.

1. sept. 1964

Veðurgæslu
lýkur

Gesta-
yfirlit
ofl.

Úti er sunnan stinningsgola og regnið bylur á glugganum. Þetta er síðasta nótt mín einn í húsi í Jökulheimum á þessu sumri. Að morgni er Guðmundur Jónasson væntanlegur til þess að skila mér aftur í mannamorið.

Tíð hefur verið heldur votviðrasöm í sumar. Fyrstu 20 dagana af júní var oftast þurrt og bjart veður en síðan brá til vætu sem hélst að mestu fram til 1. ágúst. Síðan var oft yndislegt veður fram að 20. ágúst. Komst hiti hæst í rúm 15 stig en nú síðustu hálfa aðra vikuna hefur aftur brugðið til rigningar.

Yfir þessa þrjá mánuði - eða 92 daga, hafa 37 dagar verið þurrir en 55 daga hefur verið meiri eða minni úrkoma.

Hér hafa í sumar dvalið hjá mér, fyrst sonur minn , Vikar, frá 30. maí til 20. júní, síðar fóstri minn, Bjarni Bjarnason, frá 4. júlí til 14. júlí, og síðast kona mín og dóttir, Guðrún Gísladóttir og Björg.

Ferðafólk hefur verið nokkuð í sumar. Fyrsti ferðabíllinn kom 11. júlí. Alls hafa komið hér 353 gestir og af þeim hafa 187 gist en 166 aðeins litið á staðinn.

Allt hefur þetta verið indælis fólk og þakka ég því öllu fyrir góða umgengni og viðkynningu.

Hér með er lokið öðru veðurathugunarárinu í Jökulheimum. Enn er þetta ár aðeins þrír mánuðir en þá verður vel þegar Jökulheimar byggjast svo að þar verði kaffi á könnu allt árið.

Það er kominn í mig ónotalegur byggðahrollur svo best mun að kveðja nú.

Pétur Sumarliðason.

2. sept. 1964

Viðir í
Norðurstofu

Komum hingað kl. 16 í gær á R-342 með Guðmund Jónasson við stýri eftir 6 klst. akstur. Erindið var að loka veðurstöð í Jökulheimum og sækja Pétur Sumarliðason, sem dvalist hefur óslitið við veðurathuganir síðan 1. júní.

Auk þess hafði Pétur unnið JÖRFI margan greiða, borið karbolín á húsavið, málað þök og veggi. Öll umgengni á staðnum með ágætum.

Gengið var frá skálaviðum eftir því sem unnt var en þeir verða að liggja úti í vetur að sjálfsögðu. Veður var stillt og hlýtt en talsverð rigning hefur verið í nótt og fram um hádegi.
Brottför um kl. 14 áleiðis til Reykajvíkur.
Jón Eyþórsson, Sigrún Jónsdóttir, Vikar Pétursson, Pétur Örn Pétursson, Guðmundur Jónasson, Helgi Kristófersson, Leifur Steinarsson.

13. sept. 1964

Stétt við 
Norðurskála

 

 

 

 

Skvettifoss

(= Fleygir ??)

Lagt var af stað af Lækjateig 3 föstudag 13:40 11. sept. á R-342 sem Guðmundur Jónasson stýrði. Gekk ferðin greiðlega enda veður blítt og fagurt. Komum í Jökulheima kl. 20:30.

Laugardag 12. var steypt og hellulögð stétt fyrir dyrum á væntanlegum "Norðurskála". Var því lokið um kl. 15. Veður ágætt. Kl. 10 f.h. kom Þórður Sigurðsson við fjórða mann í R-1069. Hafði lagt af stað kl. 04:25 að nýlokinni veislu á Hótel Sögu.

Að lokinni steypuvinnu var farið á jökul. Carl Eiríksson sótti stiku II og stóð hún þá aðeins 34 sm niður í ís. Leysing 5/7 - 12/9 !

Allan daginn vann Pétur Sumarliðason af kappi við bikun á skálaviðnum og lauk því að mestu um kvöldið en því sem eftir var snemma daginn eftir.

Um kvöldið upphófst kvöldvaka með góðum gleðskap. Við þorsta var helst drukkið leysingarvatn úr Tungnaá og skenkti Þórður það úr vasapela sínum sem mun taka eitt gallon á ameríska vísu.

Sunnudag 13. sept.
Veður með eindæmum blítt og fagurt. Um 10-leytið var ekið af stað inn að Fóstrufelli. Sást þá að ekkert vatn var í kvíslinni innan fellsins. Var þá haldið upp með á alla leið inn undir Skvettifoss en hann var líka horfinn.

Heimleiðis ók G. Jónasson þvert yfir Bláfjöll og var útsýni dýrlegt þar efra.

Heima í skála voru þau Margrét dómari, Stefán og Hörður og höfðu til reiðu herlegar kræsingar er við komum heim.

Ekki ber að gleyma því að Þórður setti drif í Jökul II og var í því handfljótur. Margt fleira var gert til gagns og skemmtunar í Jökulheimum, gengið frá skálaviðum til vetrargeymslu, sett ný fánasnúra í stöngina o.s.frv..

Þökk sé hreppstjóra, samferðafólki öllu og veðurguðum.
Jón Eyþórsson, Stefanía Pétursdóttir, Lalla Erlendsdóttir, Pétur Sumarliðason, Þórður Sig., Halldór Thoroddsen, Vigga Jónsdóttir, Stefán Bjarnason, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Margrét Halldórsdóttir, Halldór Gíslason, Hörður Hafliðason, Carl J. Eiríksson, Ómar Hafliðason, Guðmundur Jónasson.

1965 1965
27. maí -
7. júní 1965
JÖRFÍ-skálabyggjarar og jöklulfarar að störfum. ítarleg skýrsla Jóns Eyþórssonar, Sigurðar Þórarinssonar, Guðmundar Jónassonar, Magnúsar Eyjólfssonar þar sem hver segir sinn hluta. Hér á eftir koma nokkrir punktar sem falla að markmiði þessarar samantektar.
29. maí 1965

Um leiðir

-

Botnaverið.

...
Kl. 13.00 fóru tveir í gönguferð eina mikla í Botnaver og á Rata. Í Botnaveri eru ótrúlega mörg dalverpi með grösugum mýrum. Sáum þar álftir, gæsir og rjúpur. Einnig heyrðist þar í þúfutittlingum og steindeplum. Ennfremur fundum við ræfil af kind sem hefur orðið úti, sennilega í krapi. Tókum af henni annað hornið sem var brennimerkt með stöfunum EIR B. Við fundum ný för eftir 2-3 kindur sem hafa lifað af þarna í vetur og leituðum vel og lengi er fundum ekkert nema nokkra ullarlagða. Komum aftur í Jökulheima kl. 19.00 mittisblautir eftir að hafa vaslað Botnaverin og Tungnaá.

Guðmundur Jónasson, Magnús Eyjólfsson.

31. maí 1965

Veðurgæsla
hefst

Pétur Sumarliðason kemur til veðurathugana.

Kl. 18:30 komu þeir Ómar og Pétur og tók Pétur fljótt til óspilltra mála að setja upp talstöð og veðurathugunartæki. Loftnetsstöng var reist NA frá skála.

4. júní 1965

Norðurseta
fokheld

Skjalið
í
hornsteini
hússins.

Rigndi talsvert og mjög til baga. Þakið járnklætt. Sett gler í glugga. Erfitt að standa á þaki við neglingar vegna bleytu. Gengið frá listum á göflum og kringum glugga. Húsið fokhelt um kvöldið að undanskildum dyraumbúnaði.

Um kvöldið var gengið frá hornsteini hússins. Er hann nyrst í vesturgafli að innanverðu. Þar er innmúraður blýhólkur og í honum eftirfarandi fróðleikur:

"Hornsteinn að þessu húsi Jöklarannsóknafélags Íslands var lagður þ. 4. júní 1965.
Grunnur var steyptur sumarið 1964, grind smíðuð og flutt á staðinn auk ytri klæðningar. Þessir hafa unnið að smíði hússins dagana 27. maí - 5. júní 1965:
Stefán Bjarnason, yfirsmiður, sem einnig teiknaði húsið,
Páll Pálsson, húsasmíðameistari,
Halldór Gíslason, trésmiður,
Hörður Hafliðason, járnsmiður,
Ómar Hafliðason, bílstjóri,

Ráðskonur voru með prýði:
Auður Ólafsdóttir, frú,
Ingibjörg Árnadóttir, frú,
Ólína Sigurgeirsdóttir, frúarefni.

Einnig voru þeir Pétur Sumarliðason, veðurathugari í Jökulheimum, og Jón Eyþórsson til aðstoðar við bygginguna.
Veður var fremur óhagstætt þessa daga, votviðri en hlýtt.

Á þessu ári voru í stjórn JÖRFÍ: Jón Eyþórsson, Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Rist, Árni Stefánsson, Trausti Einarsson.

Hreppstjóri í Tungnárbotnahreppi
Guðmundur Jónasson"

Skjalið var dagsett í Jökulheimum 4. júní 1965 og undirritað af Jóni Eyþórssyni og Stefáni Bjarnasyni.

Um kvöldið var skálað fyrir nýja húsinu í Cúbu-rommi og Bretaveigum.

Óhætt má fullyrða að hinn nýi skáli í Jökulheimum sé bæði vel viðaður og smíðaður af mikilli vandvirkni. Ef eins vel tekst með einangrun og innri frágang og ytra byrðið má óhætt telja hann "fyrirmynd" góðra fjallaskála.

(Þetta skráir Jón Eyþórsson.)

14. júní 1965

Um leiðir

Var hér dagana 8. - 14. júní og fékk hér afbragðs góðar móttökur hjá Pétri Sumarliðasyni. Fórum nokkrar ferðir um nágrennið á jeppa: í Heljargjá, í Botnaver að Gnapa, og að ánni sem hvarf í fyrra en var nú komin aftur. Í Heljargjá fórum við frá Jökulheimum norðan Ljósufjalla. Þetta voru ógleymanlegar ferðir.
Carl J. Eiríksson.

Eftirmáli
Ekki má láta þess ógetið að Carl kom hér þegar mest lá við og reyndist hinn mesti bjargvættur, - lagaði talstöð, mótor, hleðslutengingar og óteljandi fleiri hluti sem hann færði í lag - auk ógleymanlegra ferðalaga er við áttum saman.
Pétur Sumarliðason.

30. júlí 1965

Um
Stórasjó

Fórum frá Reykjavík mánudag. Unnið að rannsóknum við efri hluta Þjórsár fyrri hluta vikunnar og dvalist þá við Hald. Í gær var unnið við rannsóknir við Þórisvatn og komið hingað um kvöldið. Í dag förum við til Reykjavíkur með viðkomu til rannsóknar á stíflustæði Stórasjóar.
Haukur Tómasson, Allan H. Nicol, United Nations, New York, USA.
2. ágúst 1965 Laugardag 31. júlí.
Lagt upp úr Reykjavík kl. 07:30 á jeppa R-2417 og Rauð R-12204. Veður bjart en nokkur N-sveljandi. Ókum sem leið liggur um Búðarháls og komum í Jökulheima kl. 17:20. Ókum norðan við Þórisvatn, þreytandi hraunvegur mestan hluta leiðar.
Var þegar byrjað að steypa reykháf og steypt undir loft. Þá var timbri hagrætt og undirbúið að setja einangrun (2" plast) í gólf og klæða þil.

Sd.1. ágúst.
Dýrlegt veður en 2 st. frost var í nótt og grasmælir sýndi -7 gráður. Hemað á pollum. Gólf klætt í jötunmóði og þó vandlega frá öllu gengið. Upp úr hádegi ekið norður undir Dór og gengið á fjallið. Veður og útsýni eins og best má verða.
Síðan farið í gólfið og lokið um 23-leytið. Var þá kaffi á borðum og ýmsar dýrlegar krásir, fastar og fljótandi, sem húsfreyjur Jökulheima höfðu ýmist flutt með sér eða fundið í farangri bænda sinna eða einhleypra umkomuleysingja.
Um miðnætti var kveikt herleg brenna undir suðurglugga. Var setið að kaffidrykkju m. m. nokkuð fram yfir miðnætti og flutti Pétur kröftuga drápu gestum sínum.

Mánudag 2. ágúst.
Dýrðar veður. Steyptur "kragi" um reykháfsfót og ýmislegt smávegis.
Áætluð brottför kl. 13. Ekið um Veiðivötn.
Sá er þetta ritar þakkar, f.h. Jöklarannsóknafélagsins, góð og gagnleg handtök í þessari ferð við Norðurskála en sjálfur þakka ég kærlega góðan viðurgerning og ánægjulega samfylgd.

Pétri Jökulheimabónda þökkum við öll hlýlegar móttökur. Hann hefur lokið við að einangra veggi skálans.

Jón Eyþórsson, Ingibjörg Árnadóttir, Ólína Sigurgeirsdóttir, Auður Ólafsdóttir, Magnús Árnason, Ólafur Stefánsson 2ja ára, Halldór Gíslason, Kristjana Harðardóttir 6 ára, Páll P. Ólason, Hörður Hafliðason, Stefán Bjarnason.

12.. sept. 1965 Jón Eyþórsson lýsir Vatnajökulsför sem hófst 10. sept. og lauk 13. sept. Þar á meðal segir frá því að Guðmundur Jónasson lagaði veg norðan Nýjafells inn að jökli. Síðar segir að næsta dag ók Guðmundur niður með Nýjafelli að sunnan og mældi jökulinn um leið. Frá M-vi (sem er tiltekið fastmerki) voru nú 400 m að jökli en voru 350 m í fyrra.

Svo segir áfram:
Heima í Jökulheimum var flest tilbúið til brottferðar. Veðurtækin tekin ofan; athugunum lauk á miðnætti 11. sept. Þá höfðu þeir Páll Pálsson og Magnús Karlsson lokið við einangrun í skála og lakkað gólf undir skörulegri stjórn Vigdísar Jónsdóttur.
Höldum heimleiðis um kl. 14:30 og ritum hér nöfn okkar til staðfestingar:
Jón Eyþórsson, Vigga Jónsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Ómar Hafliðason, Bjarni Benediktsson, Adda Bára Sigfúsdóttir, Magnús Karlsson, Hörður Hafliðason, Pétur Örn Pétursson, Páll Pálsson, Guðmundur Jónasson.

Hér með lýkur þriðja veðurathugunarári í Jökulheimum, 3 mánuðir rúmir. Um 160 næturgestir hafa verið en alls tæpir 300 komið - fyrir utan hlaðfólk.

Einmunasumar og indæl vera og þakka ég bæði veðurguðum og gestum ánægjuleg viðskipti á sumrinu.

Pétur Sumarliðason.

1966 1966
30. maí 1966 Pétur Sumarliðason kemur til veðurvörslu.
16. júlí 1966 Aðfaranótt 14. komu hingað vatnamælinga- og aurburðarrannsóknamenn. Komum frá Þjórsá við Sóleyjarhöfða. Síriti VHM129 settur í Tungnaá neðan Gnapa. Nánar tiltekið:
Sigurjón Rist, Helgi Björnsson, Halldór Eyjólfsson.
24. júlí 1966

Sandstormur

Komum hér í gærkvöldi, hópur frá Ferðafélagi Akureyrar, neðan frá Veiðivötnum. Erum á norðurleið. Ætluðum reyndar að fara hjá garði en sandstormur hrakti okkur hingað. Í upphafi var líka áætlað að hafa hér viðkomu. Fengum hér hinar ágætustu viðtökur og gistingu í nótt. Okkar bestu þakkir til Péturs fyrir móttökurnar og hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Jón D. Ármannsson (og 44 ferðafélagar og tveir bílstjórar).

Einnig 13 manna hópur á þremur bílum sem fylgdi Ferðafélagi Akureyrar.

- - - -
Þessir þrír bílar biðu af sér óveðrið neðan Ljósufjalla, sneru bílnum undan. Var afturrúðan svo mött að varla sást skuggi í gegn. Komu á sunnudagsmorgni hingað og gistu næstu nótt.

Föstudaginn 22. júlí brá til norðanáttar með 4 - 6 vindstig. Sást nokkurt sandfok. Hélst sama veður um nóttina en um kl. 15 þann 23. júlí herti veðrið og varð að sandstormi 8 - 9 vindstig. Barðist ferðafólk hingað í húsaskjól. Ferðafélag Akureyrar og Árni Kjartansson með eina 5 - 6 jeppa í samfylgd. Aðfararnótt þess 24. júlí svaf hér alls 96 manns - langflest í húsaskjóli - í Nýja skála og hér inni og í skemmunni. Fernt af mínu fólki svaf í bíl sínum.

Er þetta versta veður sem ég hef upplifað hér og kom sér vel að hér er byggð - en sem afmælisveður þótti mér einum um of hert á stögum.

Um kl. 17 þann 24. júlí lægði svo að gestir héldu úr hlaði. P.S.

16. ágúst 1966 Haraldur Björnsson orðsnillingur (1917-1988) var staddur í Jökulheimum hjá Pétri Sumarliðasyni er þar bar að garði GÓP og RFr og þau öndvegishjónin Árna Jakobsson og Jónu Jakobsdóttur. Með Pétri og Haraldi var einnig Bjarni sonur Péturs og Ragnheiður Óladóttir kona hans. Þeir vor með Pétri að setja upp rennslismæli á Tungnaá í svonefndum Jökulkróki þar sem hún þá kom undan jöklinum. Að kvöldi sagði GÓP Haraldi að sjálfur hefði hann lengi reynt árangurslaust að koma saman vísu um föður sinn, Pétur, sem Jökulheimabónda. Ekki var meir rætt um það en við brottför næsta dag var þessi vísa komin í gestabókina: 

Það er ekki tímatap
að tefja við einn lítinn stanz
og játast undir jöklaskap
Jökulheimahúsbóndans.

Haraldur Björnsson, Bjarni Pétursson, Ragnheiður H. Óladóttir.

Jökulsá í Jökulkróki
étur snjá og þeytir stróki.
Hún er grá með flúðaflug
fleygist á í þungum hug.

Brunar ferleg - breytileg,
byltir sér á margan veg,
sett var hér upp sífellt rit
sem skal vera eftirlit.

Gísli Ólafur Pétursson, Ragna Freyja, Árni Jakobsson, Jóna Jakobsdóttir.

17. sept. 1966 Komu hér mælingamenn og jarðfræðingar kl. 13:30 á laugardag 17. september.
Mælimenn mældu langskurðinn frá Nýjafelli en jarðfræðingar fóru að Langasjó alla leið að Útfalli. Jarðfræðingar urðu þess vísari að ekki rann lengur frá jökli í Langasjó. Afrennsli þaðan fór beint í Skaftá. Lítið rennsli því í útfallinu og Langasjávar bíða því dapurleg örlög.

Á sunnudag var farið norður að Sylgju og hún jarðfrædd og vatnsmæld. Fannst þar og annar lækur sem hæfa þótti að héti Þorn.

Héðan haldið með viðkomu hjá Trölli kl. 16 á sunnudag.
Steingrímur Pálsson, Elsa Vilmundardóttir, Einar Steingrímsson, Ómar Halldórsson, Kristján Einarsson, Hólmar Magnússon, Haukur Tómasson, Birgir Jónsson, Halldór Eyjólfsson.

16. sept. 1966 16. eða 18. september lýkur veðurgæslu sumarsins 1966 (?)
1967 1967
10. júní 1967

Veðurvarsla
hefst

Guðmundur Jónasson, Ómar Hafliðason, Magnús Eyjólfsson.

Í fylgd með ofanskráðum ágætismönnum og í fylgd með fleirum kom ég hér til starfa fyrir Veðurstofu Íslands sumarið 1967.
Pétur Sumarliðason. (Dvaldi til 1. sept.).

17. júní 1967 Eftirfarandi kveðju fengu jöklafarar um Gufunesradíó þann 17. júní kl. 14.35:

Uppi á breiðum hjarnsins dvelst nú hugurinn
hér þótt fari skrúðgöngur um bæinn.
Kapelláninn, hreppstjórinn og húsbóndinn
hylla ykkur þjóðhátíðardaginn.

22. júní 1967
Rennslismælingar
og aurburðar-
sýnataka.
Kominn til vatnslítillar Tungnaár.
Gísli Ólafur Pétursson. (Dvaldi til 1. sept.).
31. júlí 1967

Um leiðir

Komum í dag á tveim jeppum úr Eldgjá á milli Herðubreiðar og Skuggafjalla að Sveinstindi og síðan um Breiðbak og yfir Tungnaá við Gnapa.
Seinni hluta leiðarinnar vorum við samflota við fjóra aðra bíla úr Keflavík.
Þorbjörn Sigurgeirsson, Þorgeir Þorbjörnsson, Sigurgeir Þorbjörnsson, Jón B. Þorbjörnsson, Arinbjörn Þorbjörnsson, Þórdís Aðalbjörg Þorvarðardóttir, Guðmundur Frímann Þorsteinsson, Torfhildur Þorsteinsdóttir, Jónas Vermundsson.
16. ágúst 1967

Um leiðir
Heljargjá

Komum hér á tveim bílum, R-1668 og R-350, úr Nýjadal um Illugaver og vað á Köldukvísl, neðan Gjáfjalla og yfir Heljargjá. Upp úr gjánni urðum við að draga bílana á spilum. Síðan var greið leið norðan Ljósufjalla í Jökulheima. Ferð þessi tók 14 tíma. Hér tók Pétur bóndi vel á móti okkur að vanda. Héðan förum við um Breiðbak í Landmannalaugar 17. ágúst. Þökkum góðar móttökur.
Pálmi A. Arason, Hjalti Gunnlaugsson, Steindór Hálfdánarson, Einar Knútsson, Þorsteinn Hjaltason, Einar Þorsteinsson.
1. sept. 1967

Veðurvörslu
og Tungnár-
ransóknum
lýkur.

Um leiðir

Pétur Sumarliðason, Gísli Ólafur Pétursson og Ólafur Freyr Gíslason héldu heimleiðis. Leiðin var lögð yfir Tungnaá á Gnapavaði, suður Breiðbak og hjá Sveinstindi, um Eldgjá og Mýrdalssand.
17. sept. 1967

Bronsmyndin af
Jóni Eyþórssyni
afhjúpuð í
Norðursetu.

Jón Eyþórsson
á spítala.

Fríður flokkur jöklakvenna og j-manna kom hér að kvöldi 15. sept. Hélt kyrru fyrir í Jökulheimum þ. 16. í "skúraveðri" (skilgreining Veðurstofunnar, úrkoma skv. mælum 60 mm). Kl. 19.30 þann dag var bronsmynd af formanni félags okkar afhjúpuð með viðurkvæmilegum hætti. Ritari félagsins rakti nokkuð vísindastörf formannsins en Stefanía Pétursdóttir afhjúpaði myndina.

Kl. 22 var sent héðan svohljóðandi símskeyti:

"Jón Eyþórsson, formaður Jöklarannsóknafélags Íslands,
p.t. Landspítalanum, Reykjavík.

Hjartanlegar kveðjur.

Félagar þínir í Jökulheimum."

S.d. kl. 22.20 kom þetta svarskeyti:

"Til vina minna í Jökulheimum.

Þakka ykkur hjartanlega fyrir kveðjuna.
Ég þykist illa fjarri góðu gamni.

Jón."

Síðan upphófst veisla sem enn er varla lokið þegar þetta er á blað fest nær hádegi hins 17. september sama ár. Fleira vitum vér ei til að hafi gerst.

Sigurður Þórarinsson, Stefanía Pétursdóttir, Halldór Ólafsson, Halldór Gíslason, Stefán Bjarnason, Þorvaldur Þórarinsson, Magnús Árnason, Guðlaug Erlendsdóttir, Þórður Sigurðsson, Halldóra Thoroddsen, Margrét Halldórsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Jóhanna Sigurjónsdóttir (Adda), Hörður Hafliðason, Páll Pálsson, Vigga Jónsdóttir, Valur Jóhannesson, Ingibjörg Árnadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnar Guðmundsson, Magnús Karlsson, Carl J. Eiríksson, Ólafur Níelsson, Ómar Hafliðason, Haukur Haf., Guðmundur Jónasson.

Samkomunni slitið að Lækjarkoti mánudaginn 18. september kl. 13.32.

1968 1968
3. júní 1968

Beðið við
Hófsvað vegna
mikils vatns í
ánni.

Laugardaginn 1. júní 1968 um kl. 9 f.h. var lagt af stað úr Reykjavík í Jökulheima. Þrír bílar voru í ferðinni: R-342, Rauður og vörubíll frá Vegagerð ríkisins en hann flutti snjóbílinn Gusa, sem fenginn var að láni í þessa ferð. Allt gekk tíðindalaust austur byggðir og var komið að Hófsvaði um kl. 18:30.

Ekki varð lengra haldið í bili því áin var í hrokavexti og svo mikil að rétt sá í hæstu klöppina í hólmanum. Einn samfelldur vatnsflaumur milli landa og vatnið móbrúnt á lit af vikur- og sandburði. Áin óx stöðugt fram á miðnætti og var ekki annað að gera en búa sig undir nóttina.

Næsta dag, hvítasunnudag, fór aðeins að lækka, - en smátt var það.

Mánudaginn, annan í hvítasunnu, hafði loks rénað svo í ánni að vætt reyndist út í hólma. Voru það Guðmundur og Ómar sem óðu og könnuðu. Reyndist ótryggt vegna sandbleytu undan hólmanum. Ýmislegt varð til tafar við að komast yfir en í Jökulheima var komið rétt fyrir miðnætti.

Rannsóknir
á jökli
Þriðjudaginn 4. júní var unnið að því að koma snjóbílnum og flutningi á jökul og um kl. 01, aðfararnótt miðvikudagsins voru báðir bílarnir, Gusi og Jökull II, komnir af stað upp jökulhallann.

Þetta var tvöfaldur leiðangur. Annar í Grímsvötn undir stjórn Sigurðar Þórarinssonar, en hinn á vegum Eðlisfræðistofnunar Háskólans og trúlega undir stjórn Páls Theodórssonar. Var ferð þeirra heitið á Bárðarbungu og víðar um jökulinn.

Veður var heldur erfitt á jökli svo sem marka má af vísu þeirri er leiðangursmenn sendu "hreppstjóranum" þann 12. júní:

Ferðast er í fýlu hér
- færðin batnar eigi,
til hreppstjórans þó hugsað er
hlýtt á þessum degi.

Íbúar Grímsvatnahrepps.

Fyrri hópurinn kom af jökli um kl. 15 þann 13. júní en hinir um kl. 3 um nóttina.
Föstudaginn 14, júní héldu leiðangursmenn til byggða.

Veðurvarsla

Allt þetta
er ritað
25. ágúst

Eins og undanfarin ár var undirritaður með í þessari ferð til Jökulheima og hófust veðursendingar að morgni 4. júní.

Af misgáningi var hér engin gestabók í vor og barst ekki hingað fyrr en 24. ágúst. Frásögn af leiðangri 1968 er því mjög ófullkomin og sett hér aðeins til þess að hans sjáist getið í þessari bók.

Pétur Sumarliðason

15. sept. 1968 Yfirlit - sumarið 1968.

Júnímánuður var kaldur og votviðrasamur. Þó úrkoma væri ekki nema 87,8 mm. dreifðist hún á 23 daga af 27 en eins og framar segir í þessari bók byrjuðu veðurathuganir ekki fyrr en 4. júní. Eftir hvítasunnuflóðið hreyfðist áin varla og mátti hlaupa hana á aurunum neðan við Stak síðast í mánuðinum. Held þetta kaldasta júnímánuð sem ég hef verið hér (frá ágúst 1963).

Júlímánuður var hlýr - 4 ½ dagur léttskýjaðir en 22 dagar með úrkomu, alls 76,6 mm. Mestur hiti sumarsins, 18,7 gráður þann 5. júlí en 15 dagar með lágmark ofan við 5 gráður. Var því mikil bráðnun á jökli. Mánuðurinn óvenjuhlýr.

Í ágústmánuði voru aðeins 9 dagar ofan við 5 gráður. Frost nokkrar nætur um miðjan mánuðinn, mestur hiti 18 gráður. Mánuðurinn var óvenju úrkomusamur. Voru 18 úrkomudagar með alls 123,1 mm en léttskýjaðir aðeins 5 dagar. Gerði mikið hvassviðri þann 24. og 25. ágúst, 10 - 11 vindstig og úrkoma þann 25. var 31,8 mm. Vegna úrkomu og nokkurra vindasamra daga mun bráðnun hafa verið allmikil á jökli en þó mátti heita að áin þyrri um miðjan mánuðinn.

September var óvenjuhlýr. Lágmark aðeins einu sinni 2 gráður en oftast 4,5 - 7 gráður. Úrkomudagar 8 og úrkoma 46,4 mm og yfirleitt heldur vindasamt. Þann 13. var hitinn 16 gráður, mest logn og minna en hálfskýjað. Þann 14. var svartaþoka, lágmark 4 gráður, austanvindur.

Örnefni:
Þrjár tillögur um nöfn á kennileitum set ég hér til athugunar.

 • 1. Geirafell. Röðin er þá til suðvesturs: Rati, Gnapi og síðan Geirafell. Er það auðþekkt af mosageirunum er ganga uppeftir því.
 • 2. Nubbur. Stefna SSA. Þetta litla fell hefur komið upp úr jöklinum síðan í júlí 1964. Sá þó aðeins dökkna fyrir því síðast í ágúst 1963.
 • 3 Forni. Gígurinn hér norður í hrauninu í stefnu aðeins vestan við Dórinn.

Tvö eldri nöfn þykir mér rétt að skrá hér einnig:

 • Steðji og Standur eru efst í röðli Bláfjalla og skera sig vel úr héðan af hlaðinu og víðar.
 • Félagar heita þar sem eftir er af rauðagígnum sem Tungnaá fellur í gegnum. Félagar nefndust áður Rist og Táberg.

Nöfn þessi gáfu þeir Jón Eyþórsson og Guðmundur Jónasson. 

Hörður Hafliðason kom á Rauð til flutnings á manni og tækjum og var lagt héðan úr hlaði kl. 11:00 sunnudaginn 15. sept. og þar með lokið veðurathugunum 1968.
Sjá bók II.
Pétur Sumarliðason

20. sept. 1968 Eftir lestur fremri síðu er lagt til að 2. atriðið, sem þar er nefnt Nubbur, haldi sínu fyrra nafni - karlkynsorðinu Glær.
Gísli Ólafur Pétursson, Jóhann Sigurðsson, Magnús Þór Einarsson, Egill Jón Sigurðsson, Hreiðar Jónsson, Árkvörn, Fljótshlíð.
27. okt. 1968

Út er gefið
dánarvottorð
Tungnár:

Á vetrum
er Tungná
ekki til!

Lagt af stað úr bænum föstudaginn 25. okt. kl. 18 og farið um nýju brúna. Voru þó óglöggir vegir á pörtum.

Laugardaginn var ekið inn í Rauðaskarð og gengið þar í gegn og upp á jökuljaðarinn og honum fylgt upp undir efra vatn.
Hvergi vottaði fyrir rennandi vatni og ekki sýnilegt annað en ekkert rennsli sé neinsstaðar undan jökuljaðri né frá upptökum undir skriðjökultungunni.
Veður var brúklegt, NA 4 og 2 stiga frost og smárenningur annað veifið.

Komið heim um kl. 21.

Sunnudagur. NA 3-4 og frost svipað. Var ætlun að fara yfir í Botnaver en það hefur dregið í skafla og því öruggast að hafa bjart til byggða. Förum héðan um kl. 12 - ekki síðar.

Pétur Sumarliðason, Guttormur Sigbjarnarson, Hjörleifur Guttormsson, Björg Pétursdóttir, Elsa G. Vilmundardóttir, Þórður Á. Magnússon, Guðrún Gísladóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Carl J. Eiríksson.

1969 1969
3. júní 1969 Pétur Sumarliðason kemur til veðurvörslu.
29. júlí 1969

Um leiðir og
örnefni

Þökkum ágæta gistingu og áfyllingu eftir velheppnaðan leiðangur um Ljóshóla að Tröllakötlum og síðan þjóðleið um Þumlu að Jökulheimum.
Guttormur Sigbjarnarson, Kristinn Einarsson, Sigurður Bjarnason, Páll Ingólfsson. .
29.júlí 1969 Á flakki um hálendið. Með þakklæti fyrir góðar móttökur.
LÞValdimarsson, Halldór Kristjánsson. 
30. júlí 1969 Haldið frá Jökulheimum norður að Sylgjufelli á tveim Land-Roverum. Tilgangur ferðarinnar var að setja þar upp jökulmerki til að fylgjast með breytingum á Sylgjujökli. Jökulmerki 193 var sett þar upp og mælt var um 1 km langsnið upp á jökulinn. Staðsetning merkisins - sjá mynd.
- -
GÓP - uppskrifari:
Myndin sýnir fellin sunnan við Grjótháls.
Nyrðri jaðar myndarinnar sýnir lækinn Þorn sem kemur úr jöklinum, rennur eftir gili og fremst á myndinni sjást rauðu gígarnir norðan við Þorn og við rætur Grjóthálsins. Grjóthálsinn er ekki teiknaður inn. Sunnan við Þorn er gilskorið fell sem er um það bil tvöfalt um sig miðað við Sylgjufellið en það er líka teiknað inn og í gili á milli þeirra er teiknaður lækur sem fær nafnið Gatkvísl. Hann er sunnan við malarfellið þar sem nú er skáli (ár 2002). Fastmerkið er í nyrðra fellinu efst uppi og í því horni þess sem skagar að Sylgjujöklinum. Dregin er gönguleið að merkinu úr suð-vestri frá gili Gatkvíslarinnar eftir brúninni sem veit að jöklinum. Stígurinn fer frá gilinu jökulmegin við gíg. Mælisniðið er teiknað inn frá fastmerkinu í stefnuna N 50°V.
- -
Síðan var ekið að niðurfalli Sylgju og það skoðað. Sylgja hverfur við misgengissprungu í hraunjaðri þar sem hún streymir með jöfnum þunga inn í hraunið.
Guttormur Sigbjarnarson.  
11. ágúst 1969
Viðtakan er vörm og hlý
vekur líf í steinum.
Bestu þakkir berum því
bónda í Jökulheimum.

Jón Ögmundsson frá Kaldárhöfða Árn. (orti), Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Elsa G. Vilmundardóttir, Vilmundur Pálmason, Guðrún Lára Pálmadóttir, Sigrún Eygló Sigurðardóttir.

31. ágúst 1969

Veðurvörslu
lýkur

Lokið veðurathugunum í Jökulheimum sumarið 1969. Stóðu frá 3. júní til 31. ágúst.
Heldur leiðinlegt tíðarfar, votviðrasamt og sólarlítið.

Pétur Sumarliðason, Björg Pétursdóttir.

1970 1970
1. júní 1970

Veðurvarsla
hefst

Komum hingað um kl. 18. Farartækið var Lapplander Veðurstofunnar, ökumaður Leifur Steinarsson. Björg Pétursdóttir einnig með í sína sumardvöl.

Snjór var lítill á leiðinni. Nokkrar fannir en hvergi til tafar. Þungfært þó. Hér var þó meiri snjór en ég hefi áður séð og jökullinn alhvítur. Miklar fannir í Tungnaárfjallgarði. Hamarinn alhvítur.

Sett upp mælitæki og talstöð og fyrsta veðurathugun skráð kl. 21. Var þá kalsarigning, 3ja stiga hiti og 4-5 vindstig.
Pétur Sumarliðason.

27. júlí 1970

Um leiðir

Komið um miðnætti úr smá hringferð í glampandi sólskini með Bessa sem ökumann. Þökkum góðar móttökur og afmæliskökur.
Bjarni B. Pétursson, Ragnheiður H. Óladóttir.

Hringferðin var um Sylgju að blöðrugígum, að Hamrinum og niður yfir Hamarskvísl og síðan suður yfir Sveðju, um Hágönguhraun að norðurenda Þórisvatns og síðan innyfir Þröskuld í Jökulheima.

Guðrún, Björg og Bjarni Bjarnason héldu síðan heim og ég loks einn í húsi.

Þátttakendur - auk tveggja bíla - voru:
Bessi Aðalsteinsson, - Y-886. Pétur Sumarliðason, Guðrún Gísladóttir, Skúli Víkingsson,

Birgir Jónsson, - Y-2006, Inga Kaldal, Bjarni B. Pétursson, Ragnheiður H. Óladóttir, Bjarni Bjarnason - 4 ára, Björg Pétursdóttir - 8 ára.

13. ágúst 1970 Hér komu vatnamælingamenn. Komum frá Jökulsá eystri í Skagafirði og förum í vatnshæðarmæla á Þjórsársvæðiu í dag.

Pétur veitti okkur kaffi og las Drottninguna í Algeirsborg.

Áttum hér ánægjulega stund. Förum til byggðar í dag.
Sigurjón Rist, Laufey Hannesdóttir, Pétur Sigurðsson, Davíð Br. Guðnason.

31. ágúst 1970

Veðurvörslu
lýkur
-
í síðasta sinn !!

Örnefnið
Jöklasystur

Þá er þessu veðurathugunartímabili lokið. Sumarið var að mestu hlýviðrasamt nema fyrrihluti júlímánaðar sem var bæði kaldur og norðansveljandi. Hús voru bikuð og máluð ásamt öðru viðhaldi. Gestagangur í hófi. Síðustu vikuna annaðist Pétur Örn veðurathuganir í fjarveru minni.

Á sumrinu - um 16. ágúst - komst ég að Jöklasystrum (Kerlingum). Skriðjökullinn milli þeirra er orðinn mjög stuttur og í heild mun bráðnun hafa verið í meira lagi. Jökulhaftið yfir Tungnaá þynnist og mjókkar stöðugt. Vegna mikils aurframburðar flæmist áin langt út á hraun er kemur til móts við Rata.

Enginn hefur farið Breiðbak á sumrinu.

Pétur Sumarliðason, Pétur Örn Pétursson, Helen Andreasen.

1. sept. 1970 Komum við í Jökulheimum á bakaleið ofan frá Hamri en þangað fórum við úr Þóristungum í morgun til þess að ná í 6 Englendinga, verkfræðistúdenta frá Cambridge, sem voru þar við land- og jöklamælingar á vegum Guttorms Sigbjarnarsonar, jarðfræðings.
Birgir Jónsson, Þóristungum, Sigurður Pálsson, Bessi Aðalsteinsson, Sigöldu, Y-886, Björn Jónasson, Sigurgeir Guðmundsson, Briar Semple, Ken Jay, Chris Bradbury, Jony Burch, Martin Sessions, Richard Andr..
1971 1971
4. sept. 1971
Hér skal leggja lítt til mála:
Ljúft var að hitta gamlan skála.
Rifja upp góðar, gamlar vökur,
glaða fundi, - smellnar stökur.

Magnús Jóhannsson (orti), Hanna Brynjólfsdóttir.

19. sept. 1971

Skráð í
gestabók
gamla
skálans

Haustferð Jöklarannsóknafélagsins 1971
Komum hingað 30 saman aðfararnótt 18. sept. Farartækið R-373. Því stýrðu Ómar og Guðmundur. Laugardaginn 18. var ekið norður í öræfin og fóru sumir á Kerlingu ina meiri en aðrir fóru inn að Tröllahrauni og var ekið alveg að hraunjaðrinum.
Þessir gistu í gamla, góða skálanum:
Sigurður Þórarinsson, Hanna Brynjólfsdóttir, Egill Kristbjörnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Vigdís Jónsdóttir, Árni Stefánsson, Margrét Halldórsdóttir. 
1973 1973
16. júní 1973 Ástvaldur Guðmundsson, Níels Ólafsson, Páll Gíslason, Þorsteinn Guðbjörnsson. 
>> Efst á þessa síðu * Forsíða