GÓP-fréttir
forsíða 

 

Sígildar sagnir

Markmið: að auka gleði og gaman.

Gamni þessu hef ég safnað hvaðanæva að og notið aðstoðar margra sem ég þakka af heilum hug. Með sumum sögum er fundarstaður nefndur eða tilgreint nafn þess sem tjáði mér.

Vinsamlegast láttu mig vita þegar þú finnur skekkjur, villur og annað sem úr má bæta - og ef þú átt gamansögu í fórum þínum sem þér sýnist hæfa þessu safni.

Hér er líka lögmálasafnið

Lögmál Murphys * Lögmál um hönnun * Lög um samsetningar * Pecks-lögmál forritarans * Parkinsons - lögmál * Péturs - lögmál * Ýmis lögmál * Janteloven * Litur ástarinnar - The Color Of Love

246

í minnisorð

*

 

Ekkert hangs

Skrifstofustjórinn gengur fram á stúlku sem er að lesa í dagblaði og hefur sett fæturna upp á lágborðið framan við.
Hann segir við hana: "Hvað hefur þú í laun?"
Hún segir - bak við blaðið: "750 þúsund á mánuði".
"Þú ert sko ekki þess virði. Ég skrifa hérna ávísun upp á tvenn mánaðarlaun og þú lætur ekki sjá þig hér aftur."
Stúlkan leggur frá sér blaðið, tekur ávísunina og gengur út.

Skrifstofustjórinn horfir eftir henni - eins og til að vera viss - sér hana koma við í bankanum við hliðina og svo hverfa  í fjöldann.
Þegar hann hefur róað sig lítur hann til mannsins sem hafði verið viðstaddur þar sem hann vann við næsta borð.
Skrifstofurstjórinn segir með þunga: "Svona afgreiðir maður letingja í dag!"

Maðurinn lítur upp til hans en segir: "Þessi stúlka kom hér til að gera við tölvuna mína. Hún var bæði fljótvirk og verulega klár - og lauk aðgerðinni með því að senda reikninginn til gjaldkerans. Hún rekur viðgerðarfyrirtæki og liðsinnir um tölvuvinnslu og hugbúnað. Þegar mikið hefur legið við hefur verið okkar björgun að eiga vísa hjálp frá henni - hvað svo sem nú tekur við."

245

í minnisorð

Murphy´s law

Murphys
lögmál

 

Edward A. Murphy's law - Murphys lögmál
(Tímaritið Lifandi vísindi - nr. 2, des. - 1997, Rvík. Bls. 48.)

E.A.Murphy, verkfræðingur, starfaði að rannsóknum fyrir bandaríska flugherinn árið 1949 þegar hann skóp það sem síðan hefur borið nafnið Murphy's law.
Hann var að vinna við verkefni sem nefndist MX981 með sleða sem knúinn var þotuhreyfli. Hann hafði hannað tilraunabúning sem við voru festir skynjarar til að meta þrýstinginn á hverjum stað. Þetta voru alls 16 skynjarar. Það furðulega var að enginn þeirra sýndi neitt. Þegar hann skoðaði þá komst hann að því að þeir sneru allir öfugt. Hægt var að tengja þá á tvo vegu en afar lítil líkindi voru til þess að 16 mælar væru allir tengdir öfugt - af handahófi! Þá setti hann fram kenningu sína þannig:

Sé eitthvað þess eðlis að unnt sé að gera það á tvo eða fleiri vegu og ein aðferð leiði af sér óhapp eða eyðileggingu mun einhver, fyrr eða síðar, nota þá aðferð.

Þetta lögmál hefur fleiri útlit - til dæmis þessi:

 1. Sama hvar er, sama hvað er: allt sem getur farið úrskeiðis - fer úrskeiðis.
 2. Ef fyrir hendi er sá möguleiki að fleiri en eitt atriði geti farið úrskeiðis þá fer það úrskeiðis sem mestum skaða veldur.
 3. Allt mistekst einhvern tíma. Sá tími er ávallt þegar minnst varir.
 4. Ef ekkert getur bilað, bilar eitthvað.
 5. Ekkert er eins auðvelt og það lítur út.
 6. Allt tekur lengri tíma en þú heldur.
 7. Ef þú lætur það afskiptalaust heldur það áfram að versna.
 8. Náttúrulögmálin halda með ágallanum sem þú veist ekki um.
 9. Ef til er óheppilegasti tími fyrir áfall verður það þá.
 10. Veröldinni er ekki sama um skynsemi - heldur á móti henni.
 11. Ef allt virðist ganga að óskum er augljóst að þú hefur gleymt einhverju.
 12. Ef þú hefur lagt á þig ómælt erfiði kemur í ljós að hægt hefði verið að ná sama marki á auðveldan hátt.
 13. Forðist að gera það einfalt og nytsamt sem hægt er að gera flókið og dásamlegt.
 14. Ef það passar ekki skaltu nota stærri hamar.
 15. Ef um er að ræða margvíslega ónákvæmni sem ýmist virkar með eða móti verður niðurstaðan summa allrar mögulegrar ónákvæmni sem öll leggst á sömu sveif og á versta veg.
 16. Ef villa er í útreikningnum er hún engum að kenna ef fleiri en einn eru að reikna.
 17. Heiðurinn og frægðin fyrir uppgötvun lendir aldrei á réttum aðila ef fleiri en einn voru að verki.

Hér finnurðu fleiri ómissandi lögmál - þessi:

Lögmál Murphys * Lögmál um hönnun * Lög um samsetningar * Pecks-lögmál forritarans * Parkinsons - lögmál * Péturs - lögmál * Ýmis lögmál * Janteloven * Litur ástarinnar - The Color Of Love

244

í minnisorð

Áföll og áföll
Séð og heyrt

Mamman gekk framhjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi þegar hún sá að rúmið var frá gengið og búið að taka vel til í öllu herberginu.

Á miðju rúminu var hvítt umslag - stílað: TIL MÖMMU

Áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið - en í því stóð:

Elsku mamma.
Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með þessu bréfi að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu  fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrið, skeggið og mótorhjólagallana sína.

En það er ekki bara það, mamma mín, að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé mjög glaður yfir því. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur til að búa í og hann er búinn að safna hellingi af eldiviði til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega ánægð með það.

Ahmed hefur kennt mér að maríjúana gerir engum illt í raun og veru og ætlar að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við eigum nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og e-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á Aids svo að Ahmed mínum batni, hann á það skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur, mamma mín, því að ég er orðin 15 ára og kann alveg að sjá  um mig sjálf.

Þar að auki er Ahmed orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera.
Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.

Þín dóttir, Sigurborg.

PS: Mamma, - ekkert af þessu er satt. Ég er í heimsókn hjá Gunnu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt - sem er í skrifborðsskúffunni. Ég elska þig. Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.

 

243

í minnisorð

Höf.
óekktur

Fríið
Frá Hlédísi Guðmundar og Líbudóttur - höfundur óþekktur.

Hann var í fríi og lá í landi -
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um neina húshjálp að ræða,
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin ?
þótt kannski sé stundum fyrir þau þörfin.

Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.
Hún sagði: Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera,
ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
Matur er útbúin allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni,
aðeins að líta eftir öngunum átta,
ylja upp matinn og láta þau hátta"
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.

Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka: "mér þarf að pissa"
Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar: "Ég þarf að kúka"
þarna var engin einasti friður
ef ætlaði hann að tylla sér niður,

Dagurinn leið svo í sífelldum önnum
sem ei voru bjóðandi nokkrum mönnum,
þvílikt og annað eins aldrei í lífinu
útstaðið hafð'ann í veraldarkífinu.
Ölduna stíga í ósjó og brælum
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu,
en þeytast um kófsveittur skammtandi og skeinandi
skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta varð annað að skíta
og engin friður í bók að líta,
en hún sagði; "Elskan - þú þarft ekkert að gera
aðeins hjá börnunum heima að vera,"

Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
Kyrrlátt og sefandi vornætur húmið
seiddi í draumheima angana átta
en ekki var pabbi þó farinn að hátta.
Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur,
yfir sig stressaður, svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna:"hamingjan sanna !
hér á að teljast bústaður manna !!

"það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysing slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á þvi væri raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin !!
En þetta á konan kauplaust að vinna
og kallað að hún hafi engu að sinna
af daglangri reynslu hans virtist það vera
að væri á stundum eitthvað að gera.

Áfram með störfin - ótt líður tíminn
Æ! aldrei friður - nú hringir síminn!
"Halló!" var sagt, "það er sætt sem ég túlka:
sonur er fæddur og yndisleg stúlka!"

Hann settist á stól - fann til svima og klígju,
hvað sagði hún? - krakkarnir nú orðnir tíu ??!"
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinn'að hætta að barna.

242

í minnisorð

*

 

 

Fann   upp púðrið
Frá "Levende anekdoter" safn Jon Dörsjö 1959

Við málflutning í Hæstarétti sagði Bernhard Dunker um lögfræðing sem hann ekki var hrifinn af: "- Minn virðulegi móherji var, eins og allir vita, ekki akkúrat að finna upp púðrið ... .

Forseti réttarins stöðvaði ræðuna og lagði á hann sekt fyrir ósæmilegt orðbragð. Eftir að hafa lagt sektarupphæðina á borð réttarins - hélt Dunker áfram ræðunni: "- Minn virðulegi mótherji - sem núna hefur raunar fengið staðfestingu Hæstaréttar á því að hafa sem sagt fundið upp púðrið, -." 

241

í minnisorð

 

 

Afleiðingar snilldarinnar
Frá "Levende anekdoter" safn Jon Dörsjö 1959

Áður en Bernhard Dunker varð ríkislögmaður í Noregi varði hann eitt sinn bónda sem sakaður var um að hafa skotið vinnumann. Eftir snilldar varnarræðu Dunkers var bóndinn sýknaður.
Dunker kvaddi sér strax máls og gerði þessa athugasemd:
"Heiðruðu dómari og lögréttumenn. Eftir þennan dóm  er réttur vinnumanna til friðar að verulegum hluta upphafinn. Það er sem sagt frá þessari stundu leyfilegt að skjóta vinnumenn í þessari sveit."  

240

í minnisorð

 

Bílstjórinn
Frá Guðmundi G. Þórarinssyni

Saga ein segir frá því að Einstein settist enn einu sinni upp í bílinn og tautaði að hann nennti þessu eiginlega alls ekki. Þetta væri fimmtugasti fundurinn þar sem hann færi á til að útskýra afstæðiskenninguna. Bílstjórinn sagðist bara vera bílstjóri í aukastarfi, - í rauninni væri hann leikari. Nú hefði hann farið með Einstein á alla þessa fundi og vissi upp á hár hver boðskapurinn væri og hvernig þyrfti að koma honum á framfæri. Hann skyldi flytja fyrirlesturinn fyrir hann algerlega blaðalaust. Svo fór að þeir ákváðu að prófa þetta.

Í fyrsta sinn var bílstjórinn svo frábær að jafnvel Einstein var hrifinn af frammistöðunni. Í næsta skipti fór á sama veg uns í fyrirspurnunum í lokin kom fram flókin stærðfræðileg spurning. Einstein brá í brún og taldi að nú færi allt í vaskinn. Þessu gæti fyrirlesarinn ekki svarað. En fyrirlesarinn sagði strax að þetta væri nú einfalt mál - og hann eftirléti bílstjóranum sínum að svara og vísaði þannig spurningunni til Einsteins sem að sjálfsögðu leysti vandann.

239

í minnisorð

*

Milliliðirnir

Gunnlaugur fór með fisk um sveitina. Presturinn keypti af honum og þegar kom að umræðunni um verðið sagði hann að það væru vísast margir milliliðir sem gerðu fiskverðið svo hátt að lokum. Gunnlaugur játti því - það væri eins og með guðsorðið - það mundi vera samfélaginu miklu ódýrara ef það kæmi beint frá Guði.   

238

í minnisorð

*

 

Báturinn

Töframaður vann á skemmtiferðaskipi í Karabiska hafinu. Í hverri viku var nýtt fólk í salnum. Hann hafði þess vegna þann háttinn á að nota alltaf aftur og aftur sama efniðÞar á var aðeins eitt vandamál. Páfagaukur skipstjórans var alltaf viðstaddur. Þegar hann skildi hvað um var að vera sagði hann óðara frá hvernig sem á stóð hjá töframanninum.
"Sjáið! þetta er ekki sami hatturinn!"
"Sjáið! Hann felur blóminn undir borðinu!"
"Hæ! - Hvers vegna eru öll spilin spaðaásar?"
Við þessu átti töframaðurinn ekkert svar. Þetta var jú fugl skipstjórans.
Loks varð óhapp og skipið sökk.
Töframaðurinn komst á timburbrak - auðvitað ásamt páfagauknum.
þeir störðu illskulega hvor á annan en sögðu ekki orð.
þannig liðu dagarnir einn af öðrum.
Eftir heila viku sagði páfagaukurinn: "OK, ég gefst upp. Hvar er báturinn?"

237

í minnisorð

 

Gikkurinn

Mafíósinn kemur með lögfræðingnum sínum inn á skrifstofu síns fyrrverandi gjaldkera og spyr hvað hann hafi gert af þeim 350 milljónum sem hann hafi stolið frá sér. Maðurinn svarar engu. Mafíósinn spyr aftur en þá grípur lögfræðingurinn inn í og segir að maðurinn sé heyrnarlaus og geti ekki skilið hvað sagt er - en segist sjálfur geta túlkað á táknmáli.
"Jæja" - segir mafíósinn - "spurðu hann hvurn fjandann hann hefur gert við peningana mína!"
Lögfræðingurinn spyr manninn á táknmáli um peningana og hann svarar að hann hafi ekki hugmynd um hvað sé verið að tala. Lögfræðingurinn ber mafíósanum það svar.
Mafíósinn tekur upp byssu og setur hlaupið á höfuð mannsins og segir lögfræðingnum að spyrja hann aftur.
Maður svarar nú á merkjamálinu "OK! OK! OK! Peningarnir eru faldir í brúnni tösku á bak við skýli út í garði hjá mér."
Mafíósinn spyr "Jæja - hvað sagði hann?"
Lögfræðingurinn túlkar svarið: "Hann segir þér að fara til fjandans. Þú hafir ekki kjark til að taka í gikkinn."

236

í minnisorð

Salan

Unglingurinn kom úr sveitinni í stóru verslunina í höfuðborginni að spyrja hvort gæti fengið vinnu. Stjórinn spurði hvort hann hefði unnið við sölustörf áður - og það hafði hannn gert í þorpinu heima. Stjóranum líkaði vel við hann og sagði honum að koma til vinnu næsta dag. Sagðist svo mundu ræða við hann um sölur dagsins eftir lokun.
Fyrsti vinnudagurinn var erfiður en hann komst í gegnum hann og eftir lokun kom stjórinn og spurði hvernig hefði gengið - hversu margar sölur?
"Eina" segir drengurinn.
"Ha?" hrekkur úr stjóranum, "Hér selja flestir 20 -30 sölur á hverjum degi. - hve há var salan?"
"Ellefu milljónir, 223 þúsund og 650 krónur" segir drengurinn.
Hvað segirðu!!?? - "11.223.650 krónur ?? - Hvern fjandan gastu selt fyrir þennan pening?"
"Jaa" - "Fyrst seldi ég honum litla fiski-húkku. Svo seldi ég honum húkku af miðstærð. Síðan seldi ég honum stóra húkku. Þá seldi ég honum færi til að festa húkkurnar í. Þá spurði ég hann hvar hann ætlaði að fara að veiða og það reyndist vera frá ströndinni og þá sagði ég honum að hann mundi þurfa bát. Við fórum þá í bátadeildina og ég seldi honum bátinn með tvinn-vélinni og kerruna sem hann var í. Þá fór hann að hugsa um dráttinn og taldi að Hondan hans mundi ekki ráða við hann svo ég fór meða hann í bíladeildina og seldi honum fjórdrifs palljeppa í það verkefni."
Stjórinn er dolfallinn: "Ja-hérna! Maður kemur til að kaupa húkku og þú selur honum bát og bíl !!"
"Nei - nei - hann kom til að kaupa lyf fyrir konuna sem liggur veik heima og ég sagði við hann: þar fauk fríhelgin frá þér - þú gætir alveg eins skotist í veiði".

235

í minnisorð

*

 

Refsingin

Presturinn var golfsjúkur. Einu sinni var svo gott sunnudagsveður að hann réði sér ekki, hringdi í aðstoðarmanninn, sagðist veikur, hlóð bílinn, ók 300 kílómetra á golfvöll þar sem enginn þekkti hann. Þegar hann mundaåi upphafshöggiå  hafði lítið englabarn tekið eftir honum og hlaupið til guðs og vakið athygli hans á atferli prestsins. Hann ætti að fá refsingu fyrir þennan óheiðarleika.
Guð kinkaði kolli samþykkjandi.
_á sló presturinn höggið í áttina að holu sem var í 220 metra fjarlægð. Kúlan flaug glæsilega í háum boga og féll beint ofan í holuna. Glæsilegt - hola í höggi!! Presturinn var alveg undrandi og auðvitað mjög ánægður og hreykinn.
Englabarnið fékk áfall og spurði guð hvort ekki hefði verið ætlunin að refsa prestinum.
Guð brosti við og sagði: "Hverjum getur hann sagt frá þessu?"

234

í minnisorð

*

Tjaldmál

Sherlock Holmes og Watson voru í útilegu.
Eftir góða máltíð og flösku af góðu víni lögðust þeir til svefns.
Eftir nokkurn tíma vaknaði Holmes og ýtti varlega við sínum góða vini uns hann vaknaði.

"Watson, horfðu til himins og segðu mér hvað þú sérð."
Watson svaraði: "Ég sé milljónir milljóna af stjörnum."
"Watson, Hvaða ályktanir má draga af því?"
Watson hugsaði sig um skamma stund en sagði svo:
"Stjarnfræðilega segir það mér að til séu milljónir vetrarbrauta og billjónir stjarna. Stjörnuspekilega tek ég eftir því að Satúrnus er nú í Ljónsmerkinu. Tímanlega áætla ég að klukkan sé nærri einu korteri yfir þrjú. Guðspekilega sé ég að guð er ofurmagnaður og við örsmáir og lítið merkilegir. Veðurfræðilega grunar mig að á morgun verði besta veður.
En Holmes, Hvaða ályktanir dregur þú af því sem þú sérð?"

Holmes var þögull nokkra stund en sagði svo: "Watson - það sem þessi stjörnusýning segir mér er - að einhver þrjótur hefur stolið tjaldinu okkar."

233

í minnisorð

 

Í skólanum ...

Dag nokkurn var nemandi í afar erfiðu prófi. Þegar próftímanum lauk bað yfirsetumaðurinn alla nemendur að hætta samtímis og leggja frá sér ritfærin og skila þegar úrlausununum.
Nemandinn skrifaði samt áfram í óðaönn þótt hann fengi þá aðvörun að ef hann ekki skilaði strax yrði ekki tekið við úrlausninni. Tíu mínútum síðar tók hann gögn sín saman og fór með úrlausnina til yfirsetumannsins. Sá sagðist ekki taka við henni því nemandinn hefði farið yfir tímamörkin.
Veistu hver ég er? spurði nemandinn.
Hef ekki hugmynd og er alveg sama - sagði yfirsetumaðurinn.
Ertu alveg viss um að þú vitir ekki hver ég er? spurði nemandinn.
Yfirsetumaðurinn sagðist alveg viss.
Nemandinn gekk þá að úrlausnabunkanum. stakk úrlausn sinni inn í miðjan bunkann, tók síðan allan bunkann og kastaði houm upp í loftið svo hann dreifðist vítt um gólfið.
Ágætt - sagði nemandinn og gekk út.
Hann náði prófinu.

232

12. jan. 2018

í minnisorð

 

Rosalegt
Gunnsteinn Ólafsson segir frá á Facebook

Á strætóstöðinni í Ásgarði voru tveir lögreglumenn með alvæpni að yfirheyra skjálfandi danskan strák, á að giska 16 ára. Hann hafði framið eitt hræðilegt afbrot sem verðskuldaði tvo vopnaða lögreglumenn á ómerktum, ljóslausum, svörtum jeppa. Afbrotið var svo voðalegt að það má sennilega ekki segja frá því hér á facebook en ég læt samt vaða. Drengurinn fór sem sagt með pínulítinn hund í búri í strætó. Hann fór með hann athugasemdalaust í þrjá vagna en í þeim fjórða var vagnstjóranum nóg boðið og hringdi út Víkingasveitina, þjóðinni til verndar. Þökk sé bílstjóranum að ekki skuli hafi skollið á alvarleg milliríkjadeila milli Íslands og Danmerkur. Og lad os synge lov og pris til vores fædreland. Amen.

231

í minnisorð

*

Einn ... ?

Jæja Rósa mín. Þá er ég búinn að segja þér frá því  helsta sem gerðist þegar ég var í björgunarsveitinni.
Já, en, pabbi, - til hvers voru hinir hjálparmennirnir eiginlega?

230

í minnisorð

*

Jaa-a

Elsku litli drengurinn minn, hvort langar þig heldur að eignast lítinn bróður eða litla systur?

Æ, ef þú hefðir ekki of mikið fyrir því, elsku mamma mín, þá mundi mig helst langa til að eignast hvolp.

229

í minnisorð

*

Kæri Guð
Frá sol.heimsnet.is

"Kæri Guð, ég er trúfast lamb þitt!
Ég er orðinn svo þreyttur á þessari sífelldu endalausu vinnu og vildi óska þess eins að ég gæti skipt við konuna mína!!! Konur þurfa ekkert að gera nema dunda sér heima og snýta börnunum af og til! Gerðu það, kæri Guð, leyfðu mér að skipta!!!"

Þetta var góður og kristinn maður sem bað Guð ekki oft bóna líka þessari. Það kom honum því ekki mikið á óvart þegar hann vaknaði fyrir allar aldir morguninn eftir og uppgötvaði að Guð hafði bænheyrt hann. Hann var himinlifandi, allt þar til hann kom fram á klósett og rakst á skilaboð frá himnaföðurnum skrifuðum eldskrift í klósettpappírinn. Þar stóð:

"Ég hef ákveðið að uppfylla ósk þína. Nú skaltu drífa þig að mála þig óaðfinnanlega og leggja hárið, vera komin fram í eldhús kl. hálfsjö, hita kaffi, vekja manninn þinn og börnin, útbúa morgunverð fyrir fjölskylduna sem og nesti fyrir þá sem það þurfa. Því næst skaltu reka á eftir öllum að koma sér í fötin og koma öllum út í bíl. Þú skalt keyra manninn þinn í vinnuna, miðbarnið í leikskóla og elsta barnið í skóla og fara svo heim með yngsta barnið og skipta á bleyjunni þess. Þú skalt svo vaska upp eftir morgunmatinn, setja í þvottavél, brjóta saman af snúrunum frá því í gær, strauja það sem þarf að strauja, skipta aftur um bleyju á barninu, gefa því brjóst búa um rúmin, taka úr þvottavélinni, hengja upp á snúru, rétta barninu snuðið sitt, setja aftur í þvottavélina, láta barnið leggja sig og nota tímann meðan það sefur til að ryksuga, skúra, þurrka af og skrúbba klósettiðÞegar barnið vaknar skaltu skipta um bleyju á því, skipta líka um föt á því af því að það mun hafa kúkað sig allt út og gefa því síðan aftur brjóst. Þá verður kominn tími til að sækja miðbarnið á leikskólann. Gerðu það og komdu með það heim. Skiptu um föt á því - það kemur alltaf grútskítugt úr leikskólanum. Taktu úr þvottavélinni, hengdu upp, taktu niður þurran þvott og settu aftur í vélina. Brjóttu saman þvott. Gefðu miðbarninu eitthvað að borða og ruggaðu yngra barninu á meðan. Þá verður komið að því að sækja elsta barnið í skólann. Gerðu það og komdu með það heim. Láttu það taka til við heimalærdóminn og hafðu yfirumsjón með því á meðan þú skiptir á yngsta barninu, klæðir miðbarnið í útiskóna sína og gerir innkaupalista. Þegar elsta barnið hefur lokið heimalærdóminum kallar þú miðbarnið inn, gefur börnunum vel samsettan og heilsusamlegan drekkutíma og kemur því næst öllum í útiföt, því nú áttu að fara að versla. Gerðu innkaupin án þess að garga á börnin þín eða beita þau harkalegu ofbeldi, því þau munu gera hvað þau geta til að ergja þig.  Komdu vörunum, börnunum og sjálfum þér að kassanum og borgaðu. Því miður muntu þá komast að því að færslan verður ekki heimiluð á kortið þitt og þú verður að biðja afgreiðsludömuna að hinkra á meðan þú hringir í bankann og leysir flækjuna. Á meðan þú bíður eftir að komast í samband við þjónustuver bankans muntu taka eftir því að yngsta barnið er búið að kúka og það byrjar að öskr. Þér mun takast að fá yfirdráttarheimildina framlengda í gegnum símann, greiða fyrir vörurnar og fara með þær út í bíl. Þá skaltu fara með börnin heim í snarhasti og skipta á því yngst. Þú munt ekki hafa mikinn tíma, því innan skamms verðurðu að sækja manninn þinn í vinnuna, svo vertu snögg!! Strax skaltu sækja manninn þinn og passa þig að verða ekki of sein. Og mundu enn og aftur að það er ekki börnunum þínum að kenna að umferðin er svona brjáluð svo ekki láta það bitna á þeim að það pirri þig! Þegar þú hefur sótt manninn þinn skaltu taka til við að útbúa kvöldmatinn. Þegar allir hafa borðað er kominn tími til að koma miðbarninu í háttinn og skipta enn og aftur á yngsta barninu. Þú þarft jafnframt að þrefa við elsta barnið því það á eftir að biðja þig um að fá að gista hjá  félaga sínum - sem þú vilt ekki að það geri. Þú veist að það er mikið áfengisvandamál á því heimili og þar fyrir utan þá þarf krakkinn að mæta í skólann á morgun! Nauðaðu í manninum þínum í hálftíma til að fá hann til að lagfæra dyrakarminn sem brotnar þegar barnið skellir hurðinni. Þegar hann hefur gert það þá skaltu skikka elsta barnið í rúmið, skipta á yngsta barninu, setja það í náttfötin, gefa því brjóst og koma því í svefn. Þegar því er lokið þá skaltu taka úr vélinni, hengja upp úr henni, taka niður þurran þvott og setja aftur í vélina. Brjóttu saman þvottinn. Nú skaltu vaska upp og ganga frá eftir kvöldmatinn. Nú muntu anda léttar, því ró verður komin yfir heimilið. En bíddu hæg. Nú þarft þú að þóknast manninum þínum í rúminu, hvort heldur þú vilt það eður ei. Ef þú verður heppin (sem ég veit að þú verður ekki, því ég er Guð) þá tekur það bara stutta stund.  Þegar hann er sofnaður eftir gleðistundina þá skaltu fara fram á bað og skola þig vel og þvo þér á meðan þú bíður eftir að þvottavélin klári að þvo. Þegar hún er búin skaltu hengja upp úr vélinni, taka niður af snúrunni það sem er orðið þurrt og brjóta það saman, setja aftur í vélina og gera svo skólatösku elsta barnsins klára fyrir morgundaginn, gera klár fötin fyrir yngri börnin og ljúka svo við að ganga frá eftir daginn. Gangi þér vel." 

Maðurinn (konan) sat agndofa á klósettinu stutta stund en tók svo til við verkin. Hann komst örþreyttur gegnum daginn og sofnaði áður en hann náði að leggja höfuðið á koddann um kvöldið, gersamlega búinn á taugum og með aum kynfæri eftir kynlífið. Hann náði tveimur þriggja tíma svefnlotum milli þess sem yngsta barnið vaknaði og vildi drekka og hans fyrsta verk þegar hann vaknaði eldsnemma morguninn eftir var að falla á kné á baðherberginu og grátbiðja Guð um að fá að verða karlmaður aftur.  Eldskriftin birtist samstundis á klósettpappírnum:

"Kæri sonur. Ég er stoltur af því hvað þér gekk vel í gær og ég vildi svo gjarnan verða við bón þinni í annað sinn. En því miður þá er mér það ekki mögulegt. Þú verður að bíða í um það bil níu mánuði því maðurinn þinn gerði þig ófríska í gær."

228
í minnisorð
*
Raunar

Unga fólkið er orðið eins og Jesú: Það býr heima hjá sér til þrítugs og ef það gerir eitthvað þá er það kraftaverk.

227

í minnisorð

*

Belja - hvað?
Helgi Seljan

Ungur maður mætti bíl öfugu megin í blindbeygju og rétt tókst að forðast árekstur. Stórvaxin kona ók hinum bílnum, stakk höfðinu út um gluggann og kallaði: "Svín!". Ungi maðurinn kallaði á móti: "Belja!" og ók viðstöðulaust aftan á stærsta svín sem hann hafði nokkru sinni séð.

226

í minnisorð

*

Elskan

Dómarinn: "Þú ert sökuð um að hæðast að lögreglunni. Hverju svararðu því?"
"Jú, herra dómari, lögreglumaðurinn hellti sér svoleiðis yfir mig með óbótaskömmum og svívirðingum að mér fannst eins og maðurinn minn væri að tala við mig og þá sagði ég alveg ósjálfrátt: - já, já, elskan."

225

í minnisorð

*

Að óska sér
Helgi Seljan

Heilladísin kom til sextugra hjóna og veitti þeim eina ósk hvoru. Konan óskaði sér strax hnattferðar fyrir tvo og miðarnir lágu samstundis á borðinu. Karlinn varð vandræðalegur en sagði svo að sig hefði alltaf langað til að eiga konu sem væri 30 árum yngri en hann - og varð um leið níræður.

224

í minnisorð

*

Skammstöfun
Helgi Seljan

Drykkfelldur ungur maður eltist lengi við bráðlaglega stúlku sem ekki vildi eiga hann nema hann hætti að drekka. Loks lét hún undan þegar hann lofaði algjörri reglusemi. Hann keypti nú hringana - en hún lét hann lofa sér að innan í hringunum stæðu orðin: 'Ást', 'tryggð', 'virðing' og 'reglusemi'.
Með þessi fyrirmæli fór hann til gullsmiðsins. Þegar hann svo kom að sækja þá sagðist gullsmiðurinn ekki hafa komið öllum orðunum fyrir. Hann hefði því brugðið á það ráð að setja bara inn upphafsstaf hvers orðs: ÁTVR.

223

í minnisorð

*

Ilmurinn

Gestur á miðjum aldri sest inn á veitingahúsið og kokkurinn gefur sig ögn á tal við hann. Þar kemur að gesturinn segir við hann - "Þú hefur verið að skera rabbarbara."
Kokkurinn segir "Ja - hérna - anga ég af honum - en auðvitað er rabbarbarinn sterk planta."
Gesturinn biður hann afsökunar - hann eigi í vandræðum með að hann finnur lykt þótt enginn annar finni.
Kokkurinn vill prófa hann, - fer í eldhúsið, níðhreinsar disk og bregður yfir matarpott örskamma stund, kemur og réttir gestinum.
"Já, - lambasteik með lauksósu og rauðvínskryddi." segir gesturinn.
Þetta þykir kokknum sæta nokkrum furðum, fer aftur inn, tekur annan disk og bregður honum yfir annan pott - ennþá hraðar en áður - og gesturinn segir: "Grænmetirsúpa með gulrótum og brokkoli."
Kokknum þykir þetta allt frekar ótrúlegt og fer í þriðja sinn. Nú tekur hann enn nýþveginn disk og bregður honum yfir kollinn á konunni sem var aðalkokkur hússins og kemur til gestsins - sem lyktar af diskinum og hikar við - en segir svo:
"Heyrðu - færðu mér rétt dagsins. Ég finn að snillingurinn hún Sigveig dóttir hans Jónasar á Skarðsenda er farinn að stýra eldhúsinu ykkar."

222

í minnisorð

*

Ekkert stress

Maður á sjötugsaldri lagðist undir hnífinn á spítalanum. Hann var í góðum höndum, - frægi skurðlæknirinn var einkasonur hans. Þegar svæfingin var að ná tökum á honum sagði hann við son sinn:
"Vertu ekkert að stressa þig á þessu, - bara afslappaður eins og þú ert vanur. Ef eitthvað fer úrskeiðis flytur mamma þín inn til ykkar".

221

í minnisorð

Vakandi

Spyr frúna:
"Hafðirðu sofið hjá mörgum?"
"Aðeins þér - annars alltaf glaðvakandi."

220

í minnisorð

Hellur
Heima er bezt 2015

Maðurinn minn var að reyna að útbúa hellulagða verönd. Hann keypti 100 hellur en þegar hann fór að raða þeim niður fann hann að bletturinn var of lítill. Hann staflaði því hellunum aftur upp við húsið og hreinsaði stærra svæði fyrir veröndina. Næsta dag lagði hann hellurnar niður en uppgötvaði þá að undirlagið var of hart til að allt kæmi nógu vel út. Hann pantaði bíl af sandi sem kæmi næsta morgunn og hlóð svo aftur upp hellunum 100.

Nágranninn hafði horft á aðfarirnar.
Hann kom yfir í garðinn okkar og sagði við manninn minn: "Ætlarðu virkilega að leggja hellurnar til hliðar á hverju kvöldi?"

219

í minnisorð

 

 

Tónlistin
Helgi Seljan - 101 gamansaga

Sekkjapípuleikari var beðinn að leika við útför einstæðings í kirkjugarði sem ekki var í alfaraleið. Hann villtist og varð klukkutíma of seinn. Þá sá hann tvo menn við gröf. Á bakkanum stóð grafa. Hann kastaði kveðju á mennina sem voru að fá sér matarbita, gekk að gröfinni og sá að greftrað hafði verið í hlífðarkistu.Maðurinn spilaði nú sem mest hann mátti og vandaði sig mjög. Verkamennirnir komu að gröfinni og þegar hann lék "Amazing grace" runnu tárin niður vanga þeirra og spilaranum vöknaði einnig um augu. Hann þóttist nú vel hafa gert, pakkaði saman og gekk að bílnum, en þegar hann var að loka hurðinni heyrði hann einn mannanna segja:
"Ja hérna, - aldrei heyrt eða séð neitt þessu líkt og hef þó unnið 30 ár við að setja niður rotþrær."

218

í minnisorð

*

Auglýsingarnar
Heima er bezt 2015

Litla stúlkan fór í kirkju í fyrsta sinn. Eftir messuna - þegar hún var að fara með foreldrum sínum - spurði presturinn hvernig henni hefði líkað messan.
"Mér þótti tónlistin skemmtileg," svaraði hún, "en auglýsingahléið var alltof langt."

217

í minnisorð

Af
netinu

 

Sundlaugin
Heima er bezt - 2015

"Hæ elskan, þetta er pabbi," segir Valdi, "getur mamma þín komið í símann?"
"Nei pabbi. Hún er uppi í herbergi í rúminu með Svenna frænda".

Eftir dálitla þögn segir Valdi: "En - kæra dóttir, þú átt engan frænda sem heitir Svenni."

"Jú, ég á það víst - og hann er uppi í rúmi með mömmu."

"Jæja þá. Gerðu eitt fyrir mig. Leggðu frá þér símann, hlauptu upp til þeirra, bankaðu á dyrnar, kallaðu á mömmu og segðu að pabbi hafi rétt í þessu verið að koma heim og leggja bílnum fyrir utan."

"Allt í lagi pabbi."

Litlu síðar kemur litla stúlkan aftur í símann og segir: "Ég er búinn að gera eins og þú sagðir pabbi."

"Gott, og hvað gerðist?"

"Mamma stökk allsber úr rúminu og hljóp æpandi um. Svo datt hún um gólfmottuna, hrapaði niður stigann og liggur þar fótbrotin."

"Hamingjan góða ... . En hvað með Svenna?"

"Hann stökk líka allsber upp úr rúminu og út um gluggann garðmegin og ofan í sundlaugina. En hann hlýtur að hafa verið búinn að gleyma því að þú tæmdi úr henni allt vatnið í síðustu viku. Hann lenti beint í botninn og liggur þar. Hann er örugglega fótbrotinn."

Það varð löng þögn og svo sagði Valdi: "Sundlaugin? - Heyrðu - er þetta ekki 860-86000?"

216

í minnisorð

*

Séra Jón
Heima er bezt 2015

Bóndi nokkur hafði búið árum saman einn á búi sínu ásamt hundi sem honum þótti mjög vænt um og dekraði við. Eftir margra ára sambýli dó hundurinn og bóndinn fór til k. Þólska sóknarprestsins.

"Faðir", sagði bóndinn, "minn kæri hundur er dáinn. Gætirðu sungið messu yfir honum?"

"Það þykir mér leitt að heyra" svaraði presturinn, "en því miður þá getum við ekki verið að messa yfir dýrum. En - hins vegar er sértrúarsöfnuður hérna í næsta þorpi og þótt ég viti ekki á hvað þeir trúa þá ef til vill eru þeir tilbúir til að gera eitthvað fyrir dýrið þitt."

"Ég fer strax þangað", sagði bóndinn. "Heldurðu að 150.000 króna gjöf til þeirra væri nóg fyrir þjónustuna?"

"150.000 ?!" hváði presturinn. "Hvers vegna sagðirðu mér ekki strax að hann væri k. Þólskur?"

215

í minnisorð

*

 

Internetið

Ljóshildur vinkona mín hafði beðið mig að liðsinna sér við að kynna fullorðinni móður sinni töfra internetsins. Við fórum fyrst inn á Gúgl-síðuna frægu og sögðum henni að þar fengi hún svar við öllum sínum spurningum.

Þetta var hún efins um en Ljóshildur hvatti hana og sagði:
Þetta er alveg satt - láttu þér detta eitthvað í hug til að spyrja um!

Ég sat með fingurna tilbúna á ritborðinu og horfði á konuna hugsa sig um.
Svo leit hún til mín og spurði: "Hvernig líður Jóru frænku?"

214

í minnisorð

Kom að því
Ómar Bjarki Smárason 29. ágúst 2015 - á Facebook

"Úrkoman á Norður- og Norðvesturlandi er farin að minna á óveðrið sem gekk yfir Suðurlandið í september 1967, minnir mig. En þá fuku um koll tré sem aldrei höfðu brotnað áður...!"

213

í minnisorð

Af
netinu

 

Ávarpið
Páll Bergþórsson 28. maí 2015 - "þessu heyrði ég hann sjálfan segja frá".

Jakob Guðmundsson frá Kolsstöðum átti lengi heima á Húsafelli. Þar var þá talsverður gestagangur ferðamanna og fyrirmanna. Jakob lét engan eiga neitt hjá sér þó að vinnumaður væri. Gestur nokkur sem hann heilsaði sá ástæðu til að spyrja: Hvenær höfum við komið okkur saman um að vera dús? Nær höfum við samið um að þérast? var mynduglegt svar Jakobs.

212

í minnisorð

Af
netinu

*

 

Platar mig nú ekki
Bryndís Ragnarsdóttir á netinu
 
Giftur maður átti í ástarsambandi við einkaritarann sinn. Dag einn ákváðu þau að fara heim til hennar þar sem þau áttu ljúfa eftirmiðdagsstund - og sofnuðu útkeyrð. Klukkan er orðin átta þegar þau vakna og maðurinn byrjar að klæða sig á fullu en biður ástkonuna að fara fyrir sig með skóna út og nudda þeim í grasið og moldina. Hún skilur ekki hvað er á seyði en gerir eins og hann segir. Hann skellir sér svo í skóna og blússar heim.

Hvar hefurðu eiginlega verið ??! spyr konan um leið og hann kemur inn.

Elskan, ég get ekki logið að þér. Ég á í ástarsambandi við einkaritarann minn. Við áttum yndistíma heima hjá henni í allan dag og sofnuðum að lokum og ég vaknaði ekki fyrr en klukkan 8.

Konunni verður litið á skóna hans og segir: Góði minn, þú platar mig nú ekki. Þú hefur stolist í golf.

211

í minnisorð

Af
netinu

**

Áhættan

Miðaldra hjón fóru í heimsókn til Ísrael að sífellunauði og eftirrekstri eiginmannsins um það sem allt annað lengst af hjónabandsævinni.
Svo fór að eiginmaðurinn varð bráðkvaddur í ferðinni.
Ekkjunni buðust tveir kostir. Annar að flytja hann með sér heim en það kostaði 10 þúsund dollara. Hinn að jarðsetja hann í landinu helga fyrir 150 dollara.
Eftir umhugsun ákvað hún að fara með hann heim.
Heimamenn spurðu hverju sætti þegar svo mikill var munur á kostnaðinum.
Hún sagði þeim að eftir því sem hún best vissi hefði maður verið settur í gröf í þessu landi og svo risið talandi upp frá dauðum. Hún gæti ekki átt slíkt á hættu.

210

í minnisorð

Af
netinu

*

 

Heilavandi - Brain-Drain
Högni Egilsson las setningu sem honum þótti hæfa sér:

I have finally discovered what is wrong with my brain:

On the left side there is nothing right,
and on the right side there is nothing left.

* * * *
Gaukaðist í Gamanbók
- geði léttir mennsku -
vísast enginn eftir tók
að aðeins skilst á ensku.

209

í minnisorð

Af
netinu

**

Óvænt uppákoma
af vefnum - frá Obvious Magazine

Amma mín er stálminnug og athugul. Hún talar skýrt og greiðlega og liggur ekki á meiningu sinni. Henni líkar ekki við heimskulegar spurningar.

Maggi saksóknari ætlaði að slá sér upp með því að fá hana til að bera vitni. Hún var hans fyrsta vitni í málinu. Hann innleiddi samtalið við hana með því að stíga í átt til hennar og spyrja hana:

"Frú Sigríður, þekkið þér mig?"

Hún horfði dálítið undrandi til hans og sagði:

"Já, raunar, herra Magnús. Ég hef þekkt yður frá því þér voruð lítill drengur og satt best að segja hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með yður. Þér eruð ósannindamaður, farið á bak við konuna yðar, snúið fólki um fingur yðar og talið illa um það þegar það heyrir ekki til. þér haldið að þér séuð merkilegir en hafið ekki greind til að gera yður grein fyrir því að þér munuð aldrei ná lengra en verða ómerkilegur pappírspotari. Já, ég þekki yður."

Magga saksóknara brá við þetta svar. Hann vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka en benti í fáti á varnarlögfræðinginn Jóhannes og spurði:

"Frú Sigríður, þekkið þér verjandann?

Hún var jafn undrandi til augnanna þegar hún svaraði:

"Já, raunar geri ég það. Herra Jóhannes hef ég líka þekkt síðan hann var unglingur. Hann er latur, þröngsýnn, uppfullur af hleypidómum og á kafi í sínum eigin brennivínsvandræðum. Hann getur ekki tengst fólki á eðlilegan máta og lögfræðistarfsemi hans er meðal þess allra lélegasta í landinu. Þess utan hefur hann svikist bak við konu sína með þremur öðrum konum. Ein þeirra er konan yðar. Já, ég þekki hann."

Jói, verjandi, hefði helst viljað detta niður í gegnum gólfið.

Dómarinn kallaði báða lögfræðingana til sín og sagði við þá lágt en skýrt:

Bjálfar! Ef annar hvor ykkar svo mikið sem ýjar að því hvort þessi kona þekki mig - þá eruð þið báðir búnir að vera hér um slóðir!

208

í minnisorð

Af
netinu
frá
Rannveigu
Haralds

**

Á eigin kostnað

Hann er orðinn hálfsextugur, býr í Kópavoginum og hringir í son sinn í Osló: "Sonur sæll, því miður verð ég að eyðileggja fyrir þér daginn - en ég verð að segja þér að við móðir þín erum að skilja - bráðum fjörutíu ár í hjónabandi og endalaus leiðindi. Við erum sammála um að nóg sé nóg - og höfum ákveðið þetta."

"Pabbi - hvaða vitleysa er þetta?" hrópar sonurinn.

"Við getum ekki lengur þolað hvort annað" segir pabbinn. "Ég get ekki hugsað um þetta meir. Þú hringir bara í hana systur þína og segir henni frá þessu."

Sonurinn hringir æstur í systur sína í Stokkhólmi sem verður alveg æf: "það verður sko ekki af því að þau skilji" segir hún ákveðin. "Ég sé um þetta."

Hún hringir í pabbann og eiginlega hrópar í símann: "þið eru sko ekki að fara að skilja. Gerið ekki neitt fyrr en ég kem til ykkar. Við brói verðum bæði komin heim til ykkar á morgun og þið gerið alls ekkert fyrr en við komum! Heyrirðu það!!" og hún skellir á hann.

Pabbinn leggur frá sér símann og segir við mömmuna: "þetta virkar. Þau verða hér bæði um jólin og borga sjálf."

207

í minnisorð

**

Lóan
- Jóhann Larsen og Jón Óttarr

Danskur tengdabróðir hagmæltra snillinga hafði lengi nauðað um að fá að koma með þegar hinir fóru á hagyrðingamót og létu ljóðaljós sín skína. Loks létu þeir eftir honum - en hann komst auðvitað aldrei að - og fyrr en varði var kvöldið liðið. Stjórnandinn stóð upp og - næstum því sleit ljóðafundinum - nema sá danski spurði hvort hann ætti ekki aðeins að komast að??? Jú- jú - hann fékk það - með þessa óaðfinnanlegu vísu:

Lóan var að labba
labbaðút á tún
ég fór líkað labba
labbaðeinsoghún.

206

í minnisorð

Hvaða dagur?
Frá Högna

- Hvaða dagur er i dag?
-Veit ekki.
-Líttu þá í Moggann.
-Engin hjálp í því - hann er frá í gær.

  205

í minnisorð

Vísa: góp

**

Óvart
Kynningarpóstur var sendur hópverjum lífs og liðnum og velvirðingar beðist á mistökunum. Sem sagt:

Óvart mail til andaðaðra anda brunar
- að þeir lesi okkur grunar
og þá biðjum afsökunar.

204
í minnisorð

Frá
Högna

*

Skiptimyntin

- Hvernig var hjá þessum ódýra tannlækni þínum?
- Hann dró úr mér tvær tennur.
- Hvað segirðu?! þú ætlaðir bara að láta draga eina. 
- Já - en ég var bara með þennan nýja tíuþúsundkall og hann gat ekki gefið til baka.

203 Ekki bakari
Helgi Seljan: 1001 gamansaga bls. 148

Eiginmaðurinn kom sér hjá flestum verkum innanhúss og öllum viðgerðum. Eitt sinn fór að leka við vaskinn en hann kvaðst ekkert geta gert í því. Hann væri jú ekki pípari. Þá skekktist einnig skáphurð í eldhúsinu - en hann var heldur enginn smiður.

Daginn eftir rak hann augun í að þetta var hvort tveggja komið í lag og konan sagði honum að það hefði verið nágranninn sem hefði lagað það.

Og hvað þurftirðu að borga fyrir þetta? spurði hann þá.

Granninn sagði að annaðhvort borgaði ég sér í blíðu eða bakaði fyrir hann brauð - og ég er auðvitað enginn bakari.

202

*

Syndin
Helgi Seljan: 1001 gamansaga bls. 146

Presturinn var á heimleið og mætti Sigga, nágranna sínum, blindfullum.
Sigurður minn, sagði presturinn með umvöndunartóni. Við munum ekki verða saman á himnum.
Siggi leit hvasst til hans og sagði:
þótt þú hafir eitthvað misstigið þig skaltu bara fara með bænirnar þínar. Ég skal svo tala máli þínu við Pétur.

201

*

Bláu náttfötin
Helgi Seljan: 1001 gamansaga bls. 150

Rétt fyrir starfalok á föstudeginum hringdi ungi eiginmaðurinn í ungu eiginkonuna og sagðist þurfa að fara með viðskiptavin í veiðiferð og bað hana að taka fyrir sig til veiðitöskuna og sitt lítið smávegis af fatnaði. Heyrðu, sagði hann, settu líka niður bláu náttfötin mín.
Já, elskan, sjálfsagt, sagði unga eiginkonan.

Hann kom á slaginu fimm, greip veiðitöskuna og fataskjóðuna og kom ekki aftur fyrr en að viku liðinni, dauðþreyttur en himinlifandi yfir veiðiferðinni sem hafði verið erfið og allur fengur gefinn til hjálpar bágstöddum.
Heyrðu, sagði hann svo. Hvað var með bláu náttfötin sem ég bað þig sérstaklega að setja niður?
Já, elskan, svaraði hún, þau eru efst í veiðitöskunni.

200 Eyðist sem á er gengið
Emil Ragnar Hjartarson skólastjóri
segir frá afa sínum, Gunnlaugi Sveinssyni skipstjóra í Flatey.

Siglingaleið er um mjótt sund milli Flateyjar og Hrólfskletts en á honum var reistur viti. Ljósblikk vitans var nýlunda og kona í plássinu spurði Gunnlaug hvort þetta væri eðlilegt.

Já, sagði Gunnlaugur, ljósið á einmitt að blikka svona.
Aá? sagði konan, - en hvernig er farið að því?
Jú, sagði þá Gunnlaugur, þú veist að hann Hermann er vitavörðurinn. Hann gengur með ljósið kringum vitann.
Ja - hérna! segir þá konan, skyld'ann þurfa skótauið!
 

199

*

Með glöðu geði

Markús minn, þú ættir ekki að vera að fjargviðrast þetta út í kerfið og bara greiða þín opinberu gjöld með glöðu geði.
Uss, Jóhannes minn, heldurðu að þeir láti það duga? Ó-nei. Þeir heimta peninga líka.

198

**

Útlendingarnir

Kennarinn spyr Svenna: Hverjir voru fyrstu mennirnir?
það vori þeir Ingólfur og Hjörleifur.
Nei, Sveinn minn. Það voru Adam og Eva.
Nú? Eru útlendingar taldir með?

197 Upplagt
Emil Ragnar Hjartarson skólastjóri segir frá.

Emil var ungur maður í vegavinnu og sat í vörubíl sem Benedikt bílstjóri ók. Þetta var nokkuð snemma í vegasögu Vestfirðinga og þeir komu í skriðubrekku þar sem slóðin var þröng. Niður brekkuna á móti þeim kemur þá annar stór bíll svo þeim er sá einn kostur að víkja vel út í kantinn að hleypa hinum framhjáÞeir bíða í bílnum og hinn nálgast - en þá byrjar bíll þeirra að skríða til hliðar og skrikar svo út úr slóðinni og veltur niður hallann og á hvolf - án þess þó að virðast svo mjög skemmdur og án þess að þeir meiðist. Þeir koma sér út úr bílnum, setjast á vegkantinn og horfa til bílsins með hjólin upp.
þá segir Benedikt bílstjóri: Nú er alveg upplagt að smyrja!

196 Hringurinn fannst

Hefurðu heyrt um bakarann sem saknaði hringsins eftir að hafa hamast við hnoða deigin allan morguninn?
Nei, fannst hann ekki?
Hann auðvitað réðist á deigin sem hann hafði verið að útbúa og hnoða. Hann leitaði í brauðdeiginu, kleinudeiginu, smákökudeiginu og jólakökudeiginu - en fann hann hvergi.
Aldrei aftur?
Jú, raunar, hann fannst loksins í hádeginu.

195

**

Múrar Jeríkó

Bjössi skólastjóri var að kenna biblíusögur og spurði hver hefði brotið niður múra Jeríkó. Siggi - sem alltaf var kennt um allt - stóð upp og sagði að það hefði hann sko alls ekki gert.

Seinna sama dag þurfti Bjössi að fara á fund í fræðslunefndinni og í ljósi umræðunnar sagði hann frá þessu í skýringar skyni um börn eins og Sigga - sem kennt væri um allt.

Formaðurinn vildi ekkert heyra um Sigga og sagði: það skiptir engu hver gerði þetta - við látum bara gera við það strax.

194 Lærdómar

Kennarinn hafði beðið nemendurna að koma undirbúnir til að segja sögur sem unnt væri að draga lærdóma af. Sigga byrjaði. Hún sagði frá bóndanum sem fór í kaupstaðinn með eggin, byrjaði á að setja þau öll í eina körfu í miðjum bílnum og þegar hann lenti í slæmri holu á leiðinni hoppaði farangurinn hátt í loft og öll eggin í körfunni urðu að eggjaklessu - sem sagt ónýt. Hvað má svo ráða af þessu? spurði kennarinn. Að það er ekki gott að setja öll sín egg í sömu körfuna - sagði Sigga.

Nonni var næstur. Hann sagði frá Möggu frænku sem einu sinni var á ferð erlendis og lenti inni á baðherbergi með fleiri konum þegar herflokkur kom að og þrír hermannanna ruddust inn til kvennanna og fór að draga þær út. Þá kom Magga elskuleg, faðmaði þann fyrsta um leið og hún náði af honum skambyssunni. Þá skaut hún þá alla þrjá, tók sjálfvirku rifflanna þeirra með sér út á stéttina og notaði þá til að skjóta allan herflokkinn. Þá þustu þrír menn að henni aftanfrá en hún varð vör við þá, sparkaði þann fyrsta niður í fang hinna tveggja en þeir voru svo fljótir að rétta um hendurnar og byrja að væla að hún lét sér nægja að horfa hörkulega á þá.

Ja - hérna, sagði kennarinn þegar sögunni lauk. Hvað má svo læra af þessu?

það er nú augljóst, sagði Nonni. Það þarf að passa sig á henni Möggu frænku ef hún skiptir skapi.

193

í minnisorð

kom
með
Freyju
úr
Sælands-
skóla

**

 

Tungumál

Nemendur höfðu kveðið upp úr með þarfleysi þess að læra tungumál.
Ótal rök eru auðvitað fyrir því í heimi innlendra dagblaða, sjónvarps sem þýðir allt erlent tungutak og í bókmenntaheimi sem þýðir á móðurmálið allt sem vert er að lesa.

Kennarinn hlustar áhugasamur. "Jaaa" segir hann - og "sko" segir hann. "þetta eru verðugar athugasemdir. Skoðum málið" - segir hann - á meðan hann snýr sér rólega að vinstri hluta töflunnar og fer að teikna þar mynd af nokkuð stóru húsi. Smám saman skýrist myndin og hann lýsir henni með nokkrum tilburðum og lítur títt til hópsins til að hjálpa öllum að fylgjast með.

"þetta er gömul hlaða. Hér á gaflinum eru dyr og yfir þeim sjáið þið nokkuð stóran glugg. Það er nú ekki neitt nýtilegt hey í hlöðunni og mjög gott rými fyrir músafjölskyldu sem þar býr. Það eru músamamma og músapabbi og 15 músabörn - nokkuð misstór. Þau stærstu að verða fullvaxta en þau minnstu bara agnarsmá."

Kennarinn færir sig nú yfir á hægri hlið töflunnar og teiknar þar. "Hér eru kornstæður á kornakri." það eru auðvitað aðeins þétt lóðrétt strik en með kornríkum toppum. Frá hlöðudyrunum er töluverð leið yfir í kornakurinn.

"Músamamma vekur athygli músabarnanna og spyr þau hvort ekki sé ráð að fara nú í göngutúr út í akurinn og fá sér að borða - og óðar er það samþykkt - meira að segja kallinn maldar ekki í móinn.

þau leggja af stað" og kennarinn bendir með krítarkroti hvar gat er neðst á hlöðudyrunum "og þegar öll hersingin er komin út" - nú teiknar hann mynd af strollunni. Stærst og fremst er músamamma en síðan hver gangandi á fætur öðrum - og sísmækkandi uns aftast er bara pínu lítill hnoðri.

"Og - sjáið hér uppi í glugganum. Hér er kötturinn! Nú ber vel í veiði. Hann gerir í einni svipan áætlun um að stökkva niður og komast aftast í röðina. Éta hana síðan alla saman aftan frá. Fyrst þessi pínupons og svo áfram og gæða sér síðast á stóra bitanum, músamömmu sjálfri. Og með það sama stekkur hann af stað, niður stiga, fram gólfið, út um um gatið á hurðinni og á eftir hópnum."

"En sem hann er að komast í aðstöðuna og er meira að segja byrjaður að æfa ginvöðvana, opna og loka og opna meira og meira - þá lítur músamamma við og sér hvað til stendur. Hún fer nú snarlega þessa leið" - eftir krítarlínu sem kennarinn dregur - "í sveig til hliðar við halarófuna uns hún kemur að kisu. þar setur hún snjáldrið að eyra kisu og segir:

VOFF!!

"Kisu greyinu bregður auðvitað alveg ferlega og flýr í ofboði í skjól við hlöðuna" eftir skyndistriki kennarans - sem segir:

"það getur sko aldeilis skipt máli að kunna önnur tungumál."

192

í minnisorð

**

Bakhjarlinn

Presturinn flutti hjartnæma útfararræðu og lýsti meðal annars þeim dásemdum sem biðu manna hinum megin. Í erfidrykkjunni var drukkið fleira en kaffi. Þá fóru menn að þrengja að presti og vildu vita hvernig hann gæti fullyrt svona um himnadýrðina.
Prestur varðist lengi vel - en sagði loks:
"Ja, - ég veit svo sem ekkert um þetta, en það er nú samt einhver andskotinn á bak við þetta allt saman."

191

í minnisorð

**

Meðferðis
Helgi Seljan: 1001 gamansaga bls. 68

þegar sölumaðurinn strunsaði upp í bílinn sinn og hvarf frá bænum fór Jói inn til ömmu sinnar og spurði hvernig væri með búskapinn í himnaríki.

Hvers vegna spyrðu að því hróið mitt? spurði amma þá.

Afi hætti við að kaupa skítadreifarann, sagði Jói.

Nú-já? sagði amma.

Sölumaðurinn spurði afa hvort hann héldi að hann kæmist inn í himnaríki sem peningana sem hann væri að spara, sagði Jói.

Jæja - ? sagði amma.

Já, sagði Jói. En afi hélt að það yrði ekkert auðveldara að komast þangað með skítadreifarann.

190

í minnisorð

Frá
Högna
Egilssyni

í Noregi

 

Hitavörður þjóðrembunnar
Høgni Egilsson - 21. mars 2011 10:41
 • +10 gráður -- New York búar kveikja á hitanum. Íslendingar planta trjám.
 • +5 gráður -- Kaliforníubúar skjálfa. Íslendingar fara í sólbað.
 • +2 gráður -- Ítalskir bílar fara ekki í gang. Íslendingar keyra með rúðuna niðri.
 • 0 gráður -- Vatn frýs. Íslenska vatnið verður aðeins þykkara
 • -5 gráður -- Flórídabúar klæðast kápum, vettlingum og ullarhúfum. Íslendingar eru komnir í bol.
 • -10 gráður -- Kaliforníubúar yfirgefa fylkið. Íslendingar fjölmenna í sundlaugarnar.
 • -15 gráður -- Alaskabúar kveikja loksins á hitanum. Íslendingar taka lokagrill áður en það verður kalt.
 • -25 gráður -- Íbúar Miami eru allir fluttir burt. Íslenskir krakkar sleikja ljósastaura.
 • -30 gráður -- Kaliforníubúar fljúga allir til Mexíkó. Íslendingar eru komnir í úlpur.
 • -40 gráður -- Vodkaflaskan er frosin og Hollywood leggst í eyði. Íslendingar fúlir yfir því að brennivínið næst ekki úr flöskunni með góðu móti og leigja sér DVD mynd.
 • -50 gráður -- Atlantshafið er að mestu frosið. Íslenskar björgunarsveitir ganga í hús á konudaginn og selja blóm.
 • -60 gráður -- Frostlögurinn er frosinn og ísbirnir flýja norðurpólinn. Íslenskar björgunarsveitir hvetja fólk til að klæða sig betur.
 • -70 gráður -- Jólasveinninn yfirgefur norðurpólinn. Íslendingar setja á sig húfur og vettlinga..
 • -114 gráður -- Hreint alkóhól frýs. Íslendingar opna hitt augað.
 • -183 gráður -- Öreindalíf byrjar að hverfa. Íslenskar kýr kvarta yfir því hvað bóndanum er kalt á höndunum.
 • -273 gráður -- Öll atóm hætta að hreyfast. Íslendingar segja "það er dáldið napurt í dag!"
 • -300 gráður -- það frýs í helvíti. Íslendingar verða heimsmeistarar í fótbolta.
189

í minnisorð

Aðlagað
af
netinu
**

Upplyfting á hinni kvótalausu Öngulseyri

það kom forríkur Ameríkani í þorpið. Á hádeginu bókaði hann svítuna á hótelnefnunni í heila viku. Hann borgaði 250 þúsund krónur fyrirfram - og fór í gönguferð.

Hóteleigandinn varð mjög ánægður og borgaði húsgagnasmiðnum 250 þúsund krónur sem hann skuldaði honum.

Húsgagnasmiðurinn varð mjög ánægður og borgaði kaupmanninum 250 þúsund krónur sem hann skuldaði honum.

Kaupmaðurinn varð mjög ánægður og borgaði píparanum 250 þúsund krónur sem hann skuldaði honum.

Píparinn varð mjög feginn og fór til oddvitans og borgaði 250 þúsund króna útsvarsskuld sína við hreppinn.

Oddvitinn var mjög feginn - en hreppurinn leigði skrifstofuaðstöðu í tveimur herbergjum á hótelinu. Hann flýtti sér til hótelhaldarans og greiddi leiguskuldina sem nú var orðin 250 þúsund krónur.

þá kom Ameríkaninn úr gönguferðinni. Hann sagði hóteleigandanum að hann væri hættur við að vera í þorpinu og hóteleigandinn endurgreiddi honum 250 þúsund krónur.

Allir voru nú skuldlausir og ánægðir.

188

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

4 eða 6
Munið - þetta fólk kýs líka!

þegar ég starfaði í Pizza-húsinu tók ég eftir manni sem pantaði litla pizzu til að taka með sér heim. Hann virtist vera einn og kokkurinn spurði hann hvort hann vildi að hann skæri pizzuna í fjóra bita eða sex.

Hann hugsaði sig um andartak en sagði svo: Skerðu hana bara í fjóra bita. Ég held að ég sé ekki nógu svangur til að borða sex.

187

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Ertu hér?
Munið - þetta fólk kýs líka!

Ég fann ekki farangurinn minn í farangursrými flugstöðvarinnar. Það endaði með því að ég fór til starfsmannsins sem tekur við kvörtunum vegna glataðs farangurs. Ég sagði honum eins og var - að hann hefði ekki komið á færibandinu.

Hann brosti og sagði mér að hafa ekki áhyggjur því hann væri alvanur að fást við svona mál og ég væri því í traustum höndum. Jæja - sagði hann - er vélin þín lent?

186

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Eyra og nef
Munið - þetta fólk kýs líka!

Við félagarnir vorum úti á lífinu þegar við sáum konu sem hafði keðju úr nefhring í eyrnalokk.

Vinur minn sagði þá: Hún verður að passa sig að rífa ekki út úr þegar hún snýr höfðinu.

185

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Afslættir
Munið - þetta fólk kýs líka!

Við kunningjarnir hugðumst halda upp á daginn og keyptum tvær bjórkippur þegar við sáum að þær voru á 10% afslætti.

Afgreiðslumaðurinn margfaldaði afsláttinn líka svo við fengum 20% afslátt.

184

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Öryggishnífurinn í skottinu
Munið - þetta fólk kýs líka!

Systir mín á öryggishníf til að skera sundur öryggisbeltið ef hún lendir í óhappi og getur ekki losað beltið.

Hún geymir hnífinn í skottinu.

183

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Hreyfingabruni
Munið - þetta fólk kýs líka!

Við félagarnir sátum að snæðingi á matsöluhúsinu þegar við heyrðum aðstoðarstjórnanda staðarins minnast á hve hún hefði sólbrunnið um helgina á leiðinni út á baðströndina. Hún hafði opnað bíltoppinn en átti ekki von á því að sólbrenna í bílnum á fleygiferð.

182

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Evróputíminn
Munið - þetta fólk kýs líka!

Ég vann á viðbragðsvakt sem opin var allan sólarhringinn. Eitt sinn hringdi maður sem spurði hvenær við hefðum opið. Ég svaraði: Hér svörum við allan sólarhringinn alla daga vikunnar.

 þá spurði hann: Er það íslenskur tími eða Evróputími?

181

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Hvar kemur sólin upp?
Munið - þetta fólk kýs líka!

Sölukonan var að sýna bróður mínum hús og hann spurði hana hvaða átt væri í norður - og útskýrði að hann vildi ekki vakna sífellt við sól á svefnherbergisglugga. Hún spurði: Kemur sólin upp í norðri?

þegar bróðir minn útskýrði að sólin kæmi upp í austri - rétt eins og verið hefur nokkuð lengi - hristi hún höfuðið og sagði: Ég fylgist bara alls ekkert með þessu.

180

í minnisorð

Frá Geir
Magnússyni

Ísskápurinn
Munið - þetta fólk kýs líka!

Maður nokkur keypti nýja ísskáp. Hann stillti þeim gamla upp á lóðarmörkunum til að losna við hann og hengdi á hann orðsendinguna: Góður ísskápur fyrir gott heimili. Ef þú getur notað hann skaltu taka hann. Þú mátt eiga hann.

Ísskápurinn stóð þar í þrjá sólarhringa án þess nokkur svo mikið sem liti á hann. Hann áleit að fólki þætti þetta sennilega of gott til að vera satt svo hann breytti um texta og skrifaði: Ísskápur til sölu á kr. 7.000.

Næsta dag var búið að stela honum.

179

í minnisorð

Frá Jagga

*

Allir reikna aftur!

Um 1925 voru margir reikniglöggir menn við háskólann í Kaupmannahöfn. Þar á meðal voru Jakob Gíslason, síðar raforkumálastjóri, Sigurður Thoroddsen stofnandi Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, og Bolli, eldri bróðir hans. Bolli var svo snjall að eitt sinn þegar hann fékk annað svar úr dæmi en hinir - sem þó fengu allir sama svar - sagði kennarinn: Allir reikni aftur!
Allir reiknuðu aftur.

þá fékk Bolli sama svar og hinir.

178.

í minnisorð

Frá
Bjössa
**

Kosturinn

Presturinn hafði sinnt vel kirkju, söfnuði og drottni. Þegar hann dó fór hann rakleitt til himna og var svo lánsamur að drottinn allsherjar sinnti honum langtímum saman og bauð honum salöt og heilsufæði í öll mál. Á einum stað var mikil sjónpípa niður á hinn staðinn. Þegar hann hafði fundið hana fór hann að skoða í han. Þar sá hann á matarborðið þar sem sífellt voru rjúkandi steikur og gómsætt meðlæti, forréttir og eftirréttir. Eftir nokkurn tíma óx honum áræðni og að lokum hafði hann sig í að vekja athygli drottins á þessu.

, sagði þá drottinn. Ég nenni ómögulega að standa í mikilli eldamennsku - ofan í okkur tvo.

177.

í minnisorð

Frá
Högna
**

Til aðstoðar reiðubúinn

Á heimleið sinni gegnum Skagafjörðinn stöðvaði presturinn hjá bíl sem stóð í vegarbrún og gekk til bílstjórans sem þar var hálfur ofan í vélarrúminu að bjástra.

Hann drap á sér, sagði hann,  og hvað sem ég reyni þá fer hann ekki aftur í gang.

Heyrðu mig nú, sagði presturinn. Prófum annað. Sestu inn í bílinn og eftir eina mínútu skaltu prófa hvort hann fer í gang. Á meðan ætla ég að biðja til guðs.

Bílstjórinn var tilbúinn til þess, settist inn, beið í eina mínútu, startaði - og bíllinn rauk í gang.

Ja - hver fjandinn! hrökk þá úr prestinum.

176

í minnisorð

Frá
mömmu

*

 

Hjá tannlækninum

Konan var svo þung á svipinn að tannlæknirinn ákvað að reyna að hressa hana ögn. Þegar hann smeygði sér í hvítu teygjuplast-hanskana sagði hann bullskrítlu um tilurð þeirra.

Veistu, sagði hann, hvernig hanskarnir eru búnir til? Hún svaraði engu og hann hélt áfram: það er látið plast-teygjuefni í dall, svo stingur einn maður höndunum ofan í dallinn og þegar hann tekur þær upp aftur eru efnið þegar mótað í vettlingana.

Þetta hreyfði ekkert við konunni. Jæja, hugsar hann. Best að drífa bara í þessu - og hefst handa.

Nokkru síðar tekur hann eftir því að konan er farin að brosa eða jafnvel hálfhlæja, sem þó er erfitt hjá tannlækni að störfum. Hann slakar á, dregur sig frá svo hún geti talað og spyr hana hvað skemmti huga hennar svo mjög.

O - það var nú ekki kannski merkilegt, segir hún. Ég fór bara að hugsa um hvernig smokkar yrðu til.

175.

í minnisorð

Frá
mömmu
**

Bóndinn á bakkanum

Ungur bóndi í Ástralíu kemur einn morguninn gangandi niður að lygnunni skammt neðan við fossinn en heyrir á leið sinni að þar eru komnar ungar stúlkur að busla naktar.
Hann gerir nokkurn hávaða til þess að þær viti af sér og heyrir að þær gefa frá sér hin hvellu kætihljóð og færa sig frá bakkanum. Þegar hann birtist kalla þær til hans að þær muni sko ekki koma upp úr fyrr en hann sé farinn.
Hafið þetta alveg eins og þið viljið, segir hann. Ég kom sko ekki hingað til að njósna um ykkur. Ég kom bara til að gefa krókódílnum.
174.

í minnisorð

**

Ekki feigur

Kvöld eitt heyrði faðirinn að sonurinn var að biðja bænirnar sínar. Sonurinn segir: Takk fyrir daginn pabbi, mamma og amma. Bless afi.
Daginn eftir gerist það að afinn í fjölskyldunni fær hjartaáfall og deyr.
Nokkru síðar heyrir pabbinn aftur þegar sonurinn er að fara með bænirnar og segir: Takk fyrir daginn pabbi og mamma. Bless amma.
Daginn eftir dó amman í bílslysi.
Pabbinn fer nú að leggja sig eftir því að heyra til drengsins þegar hann fer með bænirnar. Nokkur tími líður en þar að kemur að kvöldbæn drengsins er: Takk fyrir daginn, mamma. Bless pabbi.
Nú verður faðirinn smeykur. Allan daginn gætir hann ítrustu varkárni og kemst að lokum heill á húfi heim til sín aftur. Þar kallar konan hans á hann. Hún hefur orðið fyrir áfalli. Hún segir:
Heyrðu, elskan. Heldurðu ekki að pósturinn okkar hafi dottið niður dauður hérna á flötinni í morgun.

173

Hermann
Guðmunds-
son
kennari,
oddviti
og
skólastjóri
frá
Eyjólfs-
stöðum

 

í minnisorð


 

Vegurinn yfir Öxi - norður úr Berufirði
Forsprakki vegagerðarinnar var ýtumaðurinn, Hjálmar Guðmundsson bóndi í Fagrahvammi á Berufjarðarströnd.

þegar ýtan komst fyrst alla leið orti Nanna Guðmundsdóttir, kennari í Berufirði:

Axarvegur er orðinn fær
öruggum manni á góðum jeppa
en aktu varlega, vinur kær,
viljirðu heill til byggða sleppa.

þröngt var um fjárhaginn við þessa sjálfboðavinnu og sveitungar efndu til happdrættis til styrktar framtakinu. Sigurjón Jónsson bóndi á Snæhvammi í Breiðdal sendi umslag og á því var þessi vísa:

Innan í er einn mér frá
ósköp smár og linur
hundrað kall í holu á
heiðinni þinni, vinur.

Vilhjálmur Hjálmarsson skildi eftir miða í viðleguskúrnum:

Áður fyrr með ýtum, glaður
ugglaust hefði Hjálmar fagri
öxi sveiflað, sóknarhraður,
sundrað fjendum, mundu hagri,
en hann nú með ýtugreyi
Öxi ryður, býr til vegi.

172 

í minnisorð

Hvað hefði Kasparov sagt?

Fullorðinn maður tefldi á þriðja borði í sveitakeppni. Hann var af gamla skólanum og hóf alltaf samskiptin með því að rétta andstæðingnum höndina og kynna sig. Einum ungum og kröftugum mótherja þótti þetta hlálegt en nefndi sig svo: Kasparov. Þegar hann hafði tapað báðum hraðskákunum varð hann dálítið kindarlegur og sagði þetta var víst ekki gott hjá mér.

Eins hefði Kasparov þótt sagði sá gamli.

163. - 171

í minnisorð

Úr bókinni
Levende
Anekdoter
.
Jon Dörsjö
safnaði.

Bernard Shaw

Eftir sérlega vel heppnaða frumsýningu á verki sínu Pygmalion sendi  Shaw mikið lofskeyti til aðal leikkonunnar. Daginn eftir fékk hann svarskeyti þar sem stóð:
Alltof mikið hrós.
Hann sendi strax annað skeyti:
Ég meinti verkið.
það meinti ég líka
svaraði leikkonan.

H. Aschehoug
& Co -
Oslo 1959.
*  *  *
163.
Bernard Shaw * í minnisorð
Heldri frú sendi Shaw heimboð með þessum orðum:
Frú X verður heima hjá sér á fimmtudaginn milli kl. fjögur og sex.
Hann endursendi kortið með viðbótinni:
það verður herra Bernard Shaw einnig.
- *  *  *
164.
Bernard Shaw * í minnisorð
þrenningarkirkjan í Brighton bauð Shaw að taka þátt í sögulegri hópgöngu en hann afþakkaði:
Vinsamlegast haldið mér utan við þetta. Eina sögulega hópgangan sem ég mun taka þátt í verður mín eigin jarðarför.
-

*  *  *
165.
Bernard Shaw * í minnisorð
Shaw sem var hár og grannur varð eitt sinn skotspónn gamansemi hins umfangsmikla herra Chestertons sem sagði hlæjandi
þegar maður sér yður gæti maður haldið að það ríkti hungursneyð á Englandi.
Og þegar maður sér yður,
svaraði Shaw gæti maður haldið að hún væri yður að kenna.

** *  *  *
166.
Bernard Shaw * í minnisorð
Eftir frumsýningu á Pygmalion var Shaw kallaður upp á senuna við mikla hrifningu og lófatak áheyrend. Þegar lægði heyrðist djúp rödd af svölunum segja:
þetta var lélegt verk.
Shaw leit upp til svalanna og sagði:
þarna erum við hjartanlega sammála, kæri vinur, - en hvers megnum við, - tveir einir gegn öllum þessum fjölda?
 

*  *  *
167.
Bernard Shaw * í minnisorð
Hollenskt útgáfufyrirtæki bað Shaw um leyfi til að gefa út nokkur verka hans -
En þér verðið að skilja, sagði í bréfinu, að greiðslur okkar geta ekki verið miklar því að fyrirtækið er ekki gamalt.
Shaw svaraði:
Ég get vel beðið með að heimila ykkur aðgang að ritverkum mínum þar til útgáfufyrirtækið hefur náð hærri aldri.

  *  *  *
168.
Bernard Shaw * í minnisorð
Eitt sinn var Shaw spurður hvar hann vildi þreyja eilífðina og svaraði:
Veðurfarið í Himnaríki er að sjálfsögðu ákjósanlegt en félagsskapurinn er auðvitað betri í Helvíti.
- *  *  *
169.
Bernard Shaw * í minnisorð
Shaw var á ferð um skosku votlendishéruðin. Eftir þrjá daga virtist honum ljóst að vatnið væri alls staðar gruggugt og með brúnni slikju. Hann ákvað að koma því til rannsóknar, fyllti litla flösku og sendi til læknis og bað hann kanna innihaldið og senda sér niðurstöðuna í skeyti.
Sólarhring síðar kom svarið:
Hvorki eggjahvíta né sykur.
**

*  *  *
170.
Bernard Shaw * í minnisorð
Louis B. Mayer, forstjóri kvikmyndafyrirtækisins Metro-Goldwyn-Mayer, kom til London til að afla sér kvikmyndaréttar á verkum Shaws.
Forstjórinn var ekki sérlega menningarlega sinnaður en hóf samningaviðræðurnar með klukkutíma fyrirlestri um hið háleita markmið listarinnar. Rithöfundurinn sat allan tímann þögull en þegar Mayer loks þagnaði sagði hann:
Herra Mayer, við munum aldrei ná samningi.
Nú, hvers vegna ekki?
Við munum aldrei ná saman. Þér hugsið bara um listina. Ég hugsa bara um peninga.

162.

í minnisorð

**

Að skjóta björn  
Úr gleymdu blaði

Steingrímur er orðinn verulega eldri maður. Hann er kominn til læknisins að leita sér bóta á ýmsum hrumleika. Læknirinn gerir honum úrlausnir eftir megni en lætur þess þó getið að svo háum aldri fylgi yfirleitt minni orka, úthald og kraftur. Þessu mótmælir Steingrímur. Þetta eigi við engin rök að styðjast. Hann hafi meira að segja nýlega kvænst miklu yngri konu og þau eigi barn í vændum. 

Lækninn setur hljóðan við þessi tíðindi - en segir svo:
Ég heyrði merkilega sögu um daginn. Maður nokkur hafði um langan aldur ferðast um fjöll og firnindi, gresjur og þétta skóga og ráðið fram úr hverjum vanda. Alltaf hafði hann borið með sér viðeigandi nauðþurftir og til dæmis hafði hann ætíð byssuna sína meðferðis. Færi hann út úr húsinu sínu í skóginum tók hann byssuna hugsunarlaust með sér. Þegar hann eltist varð hann ekki ætíð eins nákvæmur og stundum greip hann eitthvað annað en byssuna. þegar þessi saga gerðist hafði hann brugðið sér í skóginn og gripið með sér regnhlíf. Hann gengur um skóginn. Skyndilega er þar bjarndýr í árásarham. það er ekkert hik á karli, upp með regnhlífina og hann hleypir af. Skot bergmálar í skóginum og björninn fellur dauður niður.

Steingrímur hugsar sig undrandi um en segir svo: það hlýtur einhver annar að hafa skotið.

það finnst mér líka trúlegt, segir læknirinn. 

161.

í minnisorð

Helgi Seljan

Brjóst  

Leikskólakennarinn hafði þá föstu venju að lesa sögu fyrir börnin þegar þau fóru í hvíldina eftir matinn. Drengurinn var vanur að setjast á gólfið hjá henni og halla sér upp að brjóstunum sem voru þægilega umfangsmikil. Einu sinni varð fóstran veik. Yngri kennari tók hennar hlutverk og settist á gólfið og las fyrir börnin og drengurinn settist hjá henni á sama hátt og hann hafði alltaf gert. Þegar lestrinum var lokið sagði drengurinn við hana:
Átt þú ekki brjóst?
Jú, jú, sagði hún. Ég á brjóst.
Viltu þá koma með þau á morgun?

160.

í minnisorð

Úr gleymdu
blaði

**

Kúreki?

Fullorðinn karlmaður kom inn á Texas-bar og fékk sér tvöfaldan viskí. Þegar hann renndi niður hálfluktum augum og leyfði líkamanum að njóta dropans gekk til hans glæsileg kona og spurði:
Ertu kúreki?
Maðurinn horfði á konuna íhugandi, lagaði kúrekahattinn á höfðinu, strauk snjáðar leðurbuxurnar og hagræddi skambyssunni um leið og hann byrjaði svarið:
Ég held það. Ég hef unnið á nautgripabúgarði í þrjátíu ár og verið upp um fjöll og heiðar á eftir nautgripum allan þennan tíma og unnið þau verk sem til hafa fallið við að hjálpa þeim að draga fram lífið erfiða vetur og fitna í sumarhögum, halda frá þeim villidýrum, hjálpa þegar burður gengur illa og brennimerkja kálfa. Já, ég held að það megi segja að ég sé kúreki. En - segðu mér, hvað ert þú?
Konan sagði:
Ég er lesbía.
Hvað merkir það? spurði maðurinn.
það merkir að ég er alltaf að hugsa um konur. Ég hugsa um konur þegar ég vakna á morgnana, þegar ég klæði mig, fer í bað, borða, er að vinna, útbý kvöldmatinn og þegar ég fer upp í rúm á kvöldin - þangað til ég sofna, og þá dreymir mig konur.
Maðurinn horfir á konuna sem kveður hann og víkur sér burt.
Hann snýr sér að barþjóninum og biður um annan tvöfaldan. Þegar barþjónninn réttir honum glasið spyr hann manninn:
Ertu kúreki?
Ég hef alltaf haldið það, segir maðurinn,
en núna veit ég að ég er lesbía.

159.

í minnisorð

Úr heita
pottinum
**

Gigtin

Ungur prestur sat einn í strætisvagni í Róm. Annar maður sté inn í vagninn og settist nærri. Hann virtist nokkru eldri en mjög götugangslegur að klæðum og líkamlegu útliti. Hann horfir stundum íhugandi á prestinn og þar að kemur að hann spyr:
Hvernig fær maður gigt,  - eða af hverju stafar hún? 
Presturinn verður nokkuð hugsi í fyrstu en útskýrir síðan að gigt geti menn fengið með því að ofgera líkama sínum á ýmsan hátt. Ekki síst með óreglu og margvíslegu hæpnu og - í stuttu máli sagt - syndsamlegu líferni. Mikilvægt sé að snúa aftur til heilbrigðari lifnaðarhátta.
Maðurinn kinkar kolli og segir ekki fleira.
þeir hafa farið alllanga leið með vagninum þegar presturinn lítur til mannsins umhyggjusamlega og segir:
Veldur hún þér miklum erfiðleikum?
Hver? spyr maðurinn.
Gigtin - segir presturinn.
Nei, segir maðurinn. það er ekkert að mér. Ég var bara að hugsa um fréttir blaðanna af heilsufarinu og gigtinni sem hrjáir páfann.  

158.

í minnisorð

Vikar Pétursson
framsendi frá
Bjarnþóri
Sigvarði
Harðarsyni
2007.jan.16
13:01

Verkfræðingar

Verkfræðingur er á gangi við tjörn eina og heyrir frosk kalla á sig: Ehhh heyrðu! Ef þú kyssir mig, þá breytist ég í gullfallega prinsessu!
Verkfræðingurinn tekur upp froskinn og stingur honum í vasann.

Froskurinn segir aftur: Ef þú kyssir mig þá breytist ég í gullfallega prinsessu og verð kærastan þín í heila viku!
þetta vekur engin viðbrögð hjá verkfræðingnum.

Enn segir froskurinn: Ef þú kyssir mig þá breytist ég í gullfallega prinsessu, verð kærastan þín í viku og geri HVAð SEM þÚ VILT!
Enn vekur þetta engin viðbrögð hjá verkfræðingnum.

Froskurinn spyr því: Hvað er eiginlega að þér? Ef þú kyssir mig þá breytist ég í gullfallega prinsessu sem verður kærastan þín í HEILA VIKU og mun gera HVAð SEM þÚ SEGIR MÉR! Hvert er vandamálið?"

Verkfræðingurinn svarar: Ég er verkfræðingur. Ég hef engan tíma fyrir kærustu. Hins vegar er froskur sem talar nokkuð töff.

157.

í minnisorð

Úr bókinni
Levende
Anekdoter
**

H. C. Andersen

Í barnæsku H. C. Andersens átti Friðrik sjötti leið til heimabæjar hans, Óðinsvéa.

Hann fór með móður sinni út á gangstéttina til að koma auga á konunginn.

þegar hann sté út úr sinni konunglegu kerru hrópaði drengurinn: En - þetta er bara maður, mamma!

Móðirinn varð skelfingu lostinn, sussaði á hann og sagði -
ertu alveg frá þér barn!?

156.
í minnisorð
Úr bókinni
Levende
Anekdoter
.
Jon Dörsjö
safnaði.
H. Aschehoug
& Co -
Oslo 1959.
Niels Bohr

Níels Bohr, hinn frægi danski vísindamaður, prófessor og nóbelsverðlaunahafi, átti sumarbústað þar sem skeifa var fest yfir útidyrum. Gestur einn furðaði sig á þessu og spurði prófessorinn: Hvernig getið þér sem náttúruvísindamaður trúað því að slíkur hlutur færi yður lán og lukku?

Tja - ég trúi því nú raunar ekki heldur sagði Bohr
en mér hefur verið sagt að hann færi manni heppni jafnvel þótt maður trúi ekki á það.

155.

í minnisorð

Netpóstur -
síðast
innsendur
frá
Færeyjum
í nóv 2006

**

AAADD

Ég hef á seinni árum verið plagaður af alvarlegum sjúkdómi sem nýlega hefur fundist greining á, en engin lækning við, enn sem komið er. Eftirfarandi er lýsing á dæmigerðum degi þegar einkennin blossa upp:

Ég ákvað einn daginn að þvo bílinn og hélt áleiðis að bílskúrnum, en tók þá eftir að bréf höfðu borist inn um lúguna. Ég tók bréfin og ákvað að fara í gegnum póstinn áður en ég færi að þvo bílinn. Sorteraði póstinn og ákvað að henda ruslpóstinum en tók þá eftir að ruslafatan var orðin full og lagði því reikningana sem höfðu borist, frá mér á eldhúsborðið og ætlaði út með ruslið, en ákvað þá að fara og borga þessa reikninga, fyrst ég yrði við bílinn hvort eð er.

Fór inn í herbergi til þess að ná í veskið og bíllyklana en sá þá ný e-mail í tölvunni og ákvað að svara þeim strax svo ég gleymdi því ekki.
Ákvað að ná mér í kaffibolla fyrst. Á leið inn í eldhús tók ég eftir því að blómið í borðstofunni var orðið heldur þurrt. Hellti nýlöguðu kaffi í bolla og ákvað að vökva blómið áður en lengra væri haldið. Náði í blómakönnuna og ætlaði að fylla hana með vatni þegar ég tók eftir því að fjarstýringin af sjónvarpinu lá á eldhúsborðinu. Ákvað að fara með hana á sinn stað í sjónvarpsherberginu fyrst, svo ég fyndi hana örugglega um kvöldið þegar ég settist fyrir framan sjónvarpið að horfa á uppáhaldsþáttinn "Sex in the City".

Á leið í sjónvarpsholið rakst ég á handklæði sem ég ætlaði að setja í þvottavélina sem beið full af þvotti. Fór þangað og setti í vélina en fann þá gleraugun sem ég hafði verið að leita að fyrr um morguninn. Lagði fjarstýringuna frá mér í þvottahúsinu og fór með gleraugun inn í svefnherbergi þar sem ég ætlaði örugglega að finna þau þegar ég færi í rúmið að lesa uppáhaldsbókina mína......ef ég finn hana. Stoppaði í svefnherberginu þar sem dagurinn hófst og mundi ekki lengur hvað ég ætlaði upphaflega að fara að gera!!!

Í lok dags hafði ég því hvorki þvegið bílinn né borgað reikningana, ekki vökvað blómin eða þvegið þvottinn, ekki farið út með ruslið, heldur ekki svarað e-mailunum og var auk þess búin að týna fjarstýringunni, bíllyklunum og veskinu og kaffið beið kalt á eldhúsborðinu.

Ég skildi ekkert í þessu því ég hafði verið á fullu allan daginn í ýmsum snúningum. Ég hef nú uppgötvað að þetta er alvarlegt vandamál sem ég ætla að leita mér hjálpar viðÞessi sjúkdómur kallast á fagmáli AAADD eða "Age Activated Attention Deficit Disorder", á íslensku "Aldurstengdur athyglisbrestur".

154.

í minnisorð

Séð og heyrt -
fundið í
sept 2006

**

Skápurinn

Gummi, Halli og Siggi sátu að spilum. Þegar Gummi þarf að skreppa á klósettið byrja félagar hans að pískra.

Aumingja Gummi, segir Halli. Sonur hans er hárgreiðslumaður og hommi. Engin framtíð í því. Sonur minn er efnilegur á fjármálamarkaðnum. Hann er ekki nema 29 ára og þegar hann fór í afmæli til vinar síns um daginn gaf hann honum glænýjan BMW.

það er nú ekkert - segir Siggi. Sonur minn er orðinn mjög umsvifamikill í fasteignabransanum, aðeins 27 ára, og þegar hann fór í afmæli hjá félaga sínum um daginn gaf hann honum nýja íbúð í Skerjafirðinum.

Í þessu kemur Gummi aftur og spyr: Missti ég af einhverju?

Nei, segja hinir, við vorum bara að tala um strákana okkar.

, segir Gummi. Ég varð fyrir dálitlu áfalli þegar strákurinn minn kom út úr skápnum - en hann plumar sig vel. Hann er með tvo í takinu núna. Annar gaf honum glænýjan BMW og hinn gaf honum íbúð í Skerjafirðinum.
153.

í minnisorð

Séð og heyrt -
fundið
í sept 2006
**

Herra Tölva

Enskur málakennari útskýrði fyrir nemendum sínum að í frönsku væru nafnorð kvenkyns og karlkyns en svo væri ekki í ensku.
Hús á frönsku er kvenkyns, la maison. Blýantur á frönsku er karlkyns, le crayon.

Einn nemandinn var alveg undrandi á þessu og spurði:
Hvers kyns er tölva þá?

Kennarinn vissi það ekki og orðið computer var ekki til í frönsku orðabókinni hans. Hann gerði það þá til gamans að skipta bekknum upp eftir kynjum og bað báða hópana að ákveða og rökstyðja hvort kynið nafnorðið tölva ætti að vera.

Báðir hópar áttu að rökstyðja í fjórum liðum val sitt á kyni.

Karlahópurinn ákvað eftir stutta umhugsun að tölva ætti að vera kvenkyns, la computer, vegna þess að:

 • 1) Enginn nema sá sem skapar tölvu skilur innvolsið í henni.
 • 2) Tungumálið sem tölvur nota til þess að hafa samskipti við aðrar tölvur er gjörsamlega óskiljanlegt öllum öðrum.
 • 3) Minnstu mistök eru geymd í langtímaminni tölvu svo hægt sé að nota þau síðar.
 • 4) Um leið og maður er búinn að ná sambandi við eina þarf maður að eyða minnst helmingnum af laununum í alls konar dót fyrir hana.

Kvennahópurinn ákvað hins vegar að tölva ætti að vera karlkyns, le computer, einfaldlega vegna þess að:

 • 1) Til þess að gera eitthvað við tölvu verður fyrst að koma henni í gang.
 • 2) Tölvur eru með mikið af gögnum en geta samt ekki hugsað sjálfar.
 • 3) Tölvur eiga að hjálpa þér að leysa vandamál en eru eiginlega alltaf vandamálið sjálfar.
 • 4) Um leið og þú ert búin að eignast eina kemstu að því að ef þú hefðir beðið aðeins lengur hefðirðu fengið miklu betra módel,

Konurnar unnu.

152.

í minnisorð

Hlédís
Guðmundsdóttir
sendi
í nóv. 2005

Sameining  

Maður nokkur dó og fór til himn. Þegar hann kom að Gullna hliðinu brá honum í brún. Hliðið var ekki eins og hann bjóst við, skínandi og fagurt. Nei. Það var blettótt og kámugt og allt umhverfið sóðalegt og skítugt. Hann ákvað samt að berja að dyrum því hann langaði inn.
Eftir smá tíma heyrðist hávært ískur og dyrnar opnuðust.
Fyrir innan stóð djöfullinn sjálfur.
"Hvað ert þú að gera hér?" spurði maðurinn
og djöfullinn neri glottandi saman höndunum og svaraði:
"Vissirðu ekki að það er búið að sameina?"

151.

í minnisorð

Hörður
Zophaníasson
í júní 2005

Aldrei aftur

Drengurinn gekk til spurninga og í frímínútunum hnoðaði hann snjóbolta og kastaði - óvart - í rúðu sem brotnaði - en enginn sá til hans. Þetta fékk mjög á hann og hann þorði ekki að segja frá því.

þegar hann kom inn í kennslustofuna aftur leið ekki á löngu áður en presturinn sá að hann var annars hugar og fylgdist ekki með. Hann segir því hlýlega við hann: hver skapaði heiminn? en drengurinn hrekkur við og segir flaumósa það var ekki ég.

þetta þykir prestinum dálítið undarlegt og segir því ákveðnar við hann: Hver skapaði heiminn? þá bugast drengurinn og segir jú, annars, ég viðurkenni það, ég gerði það - en ég lofa að gera það aldrei aftur.

150.

í minnisorð
Barnalesbók
Mbl 2005
**

Grunur um aðstoð

Pabbi, ég held að kennarinn viti að þú hjálpar mér heima.
Hvers vegna dettur þér það í hug?
Hann sagði við mig í dag að þetta væri meiri vitleysa heldur en ég gæti sett saman hjálparlaust.

149.

í minnisorð
Hörður Zophan-
íasson
í júní 2005
**

Vatnið kemur

Í árdaga Kópavogs var Finnbogi Rútur Valdemarsson oddviti og óþreytandi hjálparhella íbúanna. Eitt sinn hringdi ungur íbúi til ljósmóðurinnar og sagði henni að kona sín væri komin að því að fæða. Hún spurði: Er vatnið komið? og maðurinn svaraði nei, en Rútur lofaði því strax eftir helgina.

148.

í minnisorð
Bryndís
Steinþórsdóttir
í nóv. 2004

Umhyggjan

þegar gömlu hjónin komu til prestsins til að hefja skilnaðarferlið sá hann að þau voru á tíræðisaldri og spurði hvort þessi ákvörðun þeirra væri nýtilkomin.

Nei, sögðu þau. það er langt síðan. Við vildum bara ekkert gera í því fyrr en við værum búin að grafa börnin.

147.
í minnisorð
Guðrún Gísla-
dóttir fann í
barnalesbók
Mbl í feb. 2005
*
Kvöldbænin

Presturinn hitti Siggu litlu á förnum vegi og sagði við hana: Sigga mín, þú biður bænirnar þínar á hverju kvöldi, er það ekki?
en Sigga svaraði: Nei, veistu, - stundum langar mig bara ekki í neitt.

146.

í minnisorð

Magnús
Hallgrímsson
27. apríl 2004
**

Ristarinn

Eitt sinn voru jöklamenn á leið austur á Skeiðarársand og komu að Gígjukvísl sem var mikil. Sigurjón Rist fór í vöðlur og gekk við sinn langa járnkall. Einn annar hraustur ferðafélagi fór einnig í vöðlur og tók sinn staf og þeir fóru að leita vaðs. Þeir fara út í ána með varúð en standa þar á sandbakka sem hrynur með þá svo þeir fara á kaf og fleytast niður með ánni. Það verður uppi fótur og fit og menn hlaupa til með kaðla og hvaðeina sem þeim kemur í hug að orðið geti til hjálpar. Heyrist þá til Guðmundar Jónassonar sem stendur á hárri sandöldu við ána og kallar þrumuraustu: Látið Ristarann eiga sig! Bjargiði manninum!

145.

í minnisorð

Sturla í Vogum

(1)
Jón Helgason skrifaði eftirfarandi vísu á eintak af Sturlu í Vogum en eintakið gekk síðan milli landa í Höfn.

Hér kemur prófessor Hagalín
hampandi Sturlu í Vogum:
uppáhellingur, ónýtt vín,
undanrenna í trogum.

(2) 

Í þúsund ár höfum við setið við sögur og ljóð,
menn segja um þá íþrótt að hún sé oss runnin í blóð,
og samt eru ennþá til menn hér af þessari þjóð
sem þykir bókin um Sturlu í Vogum góð. 

144.

í minnisorð

Ræða  

Níels Níelsson, nú (1924) prófessor, flutti erindi um rannsóknir sínar á Íslandi eitthvert sumar. Hann var dálítið grobbinn og hrósaði mjög félögum sínum í ferðinni, þeim Sigurði Thoroddsen og Pálma Hannessyni. Pálmi hafði styrk frá Dansk-íslenska félaginu sem Åge Meyer Benediktsen stjórnaði. Jón Helgason, stúdent í Kaupmannahöfn, orti 1924:

Ég sigldi til Íslands er frerann úr fjallshlíðum leysti
og ferðaðist víða um hraun þess og sanda og grundir,
ég sat á hestbaki sjálfur af mikilli hreysti,
en sveinarnir mínir, sem hér eru í kvöld, teymdu undir.

þótt örg væri leiðin og illviðrin sendu mér slettur
varð árangur minn ekki lítill og nú skal hann tjáður:
Undir Hofsjökli, vestanhallt, virtist mér dálítill klettur
- ég veit ekki til þess að neinn hafi fundið hann áður.

De kan altså se at jeg sov ikke li som en drivert,
jeg sögte med iver og fartede rundt uden standsen,
dog deler jeg æren, foruden med kokken Sivert,
með den Åge-Meyerske stipendiat Palme Hansen. 

143.

í minnisorð

Íslensku skáldin  

Matthías þórðarson, þjóðminjavörður, ritaði ævisögu Jónasar Hallgrímssonar og birtist hún framan við heildarútgáfu af verkum skáldsins. Jón Helgason orti:

Íslensku skáldin, ástmey firrt,
angurvær súpa úr glasi.
Lognast svo útaf lítils virt
frá lífsins arg. Þrasi.
Um þeirra leiði er ekkert hirt
allt fer á kaf í grasi.
Síðast er þeirra saga birt
samin af Matthíasi. 

142.

í minnisorð

Eftir Beck?  

Eftir farandi vísu skrifaði Jón Helgason á eintak af bók sinni, Úr landsuðri. Bókin var síðan seld á uppboði og hreppti Árni Hafstað hana.

Er ég opna þetta yrkingakver
með andfælum við ég hrekk.
Hvort er þetta heldur ort af mér
ellegar Ríkharði Beck?

141.

í minnisorð

**

Hvítar skyrtur -  

Hin þróaða saga í sjóði fjallafara

Eitt sinn var Guðmundur Jónasson, fjallabílstjóri og hreppstjóri í Tungnaárbotna- og Grímsvatnahreppi, á ferð í hreppi sínum og lá við í Jökulheimum. Þá berst fregn af því að flugvél muni senn fara í loftið í Reykjavík og fljúga yfir svæðið. Er þá brugðið við og þeim boðum komið í bæinn að senda tvær hvítar skyrtur með vélinni.
Vélin kemur inneftir og eftir stutt hringsól kastar böggli niður á eyrarnar. Hreppsmenn bregða glaðir við og hlaupa til - en daprast nokkuð þegar í ljós kemur að í pakkanum eru tvær hvítar skyrtur.

140.

í minnisorð

Í 13.sept.-ferð
Jöklarannsókna-
félags Íslands
dagana 13. - 15.
september árið
2002 sagði Árni
Kjartansson: 
**

Hvítar og köflóttar skyrtur  

Sigurbjörn Benediktsson var alltaf kallaður Bjössi frændi. 
Í þetta sinn hafði hann gert samkomulag við Heiðar Steingrímsson, sem ók Jólatrénu hans Guðmundar Jónassonar og skyldi koma og sækja leiðangursmennina, að hann tæki með sér hvítar skyrtur þegar hann kæmi. Hvítar skyrtur merktu viskí en köflóttar skyrtur merktu einhverja aðra áfengistegund. Í tæka tíð á leið af jökli hafði Sigurbjörn samband í gegnum Gufunes og kom skilaboðum til verkstæðisins hjá Guðmundi um að komið skyldi með tvær hvítar skyrtur og tvær köflóttar. Fyrir mistök lentu skilaboðin hjá starfsmanni sem ekki var kunnugur málinu. Hann sendi þau heim til konu Guðmundar. Hún furðaði sig nokkuð á þessari skyrtuþörf - en sendi þær engu að síður. 

139.

í minnisorð

Pétur
Sumarliðason

**

Bækur - ?

Fyrir 1970 var talstöðin á einni rás sem allir heyrðu og þar var óviðeigandi að nefna áfengi. Eitt sinn hringdi Pétur Sumarliðason úr Jökulheimum í gegnum talstöðina í vin sinn í Reykjavík. Á samtalið hlustuðu allir þeir sem höfðu talstöðvar - og skildu hvað um var að vera.

Mundirðu ekki gera mér þann greiða að senda mér bækurnar sem ég lánaði þér? spyr Pétur.
Hvaða bækur? segir vinurinn. Ég man ekki eftir þessum bókum.
Allt í lagi, segir Pétur þá og vill brydda upp á öðru í samtalinu.
Pétur minn, segir vinurinn þá, ég man ekki eftir neinum bókum sem ég hef fengið að láni frá þér. Ég er alveg viss um að ég er ekki með neinar bækur í láni frá þér. Þig misminnir þetta.
Já, segir Pétur, líklega misminnir mig þetta. Heyrðu - þakka þér fyrir spjallið. Blessaður.
Pétur minn. Ég er alveg viss um að þetta er eitthvert misminni hjá þér. Það eru engar bækur hérna hjá mér sem ég hef fengið frá þér, segir vinurinn enn.

Loksins tekst Pétri að slíta samtalinu.

Þá heyrir hann strax í stöðinni kall frá kunningja sínum sem staddur er á Langanesi og segir: Pétur, - dálítið var hann tregur -

138.

í minnisorð

Úr sjóði
fjallafara

Broddstafur

Guðmundur Jónasson, fjallabílstjóri og hreppstjóri í Tungnaárbotna- og Grímsvatnahreppi átti merkisafmæli í VatnajökulsferðÞar sem leiðangurinn er á jöklinum kemur flugvél og hnitar yfir þeim hringa. Loks lætur hún niður falla mikinn gaur. Þegar að er komið reynist þetta vera gildur og mannhæðarhár broddstafur. Menn skoða gripinn í krók og kring. Að endingu kemur í ljós að það er tappi á efri endanum. Stafurinn er holur innan og geymir dýrindis vín.

137.

í minnisorð

Stílfærð
netsaga

Margt að varast

Konuna mína dreymdi draum. Hana dreymdi að hún var í splunkunýjum og yndislegum Benz sem dásamlegt var að aka og hún sveif áfram þegar hún ýtti á bensíngjöfina. Henni finnst hún hafa ekið greitt upp í Lækjarbotna. Ef til vill fullgreitt því hún sér skyndilega í speglinum að það blikka bláu ljósin á lögreglubíl fyrir aftan hana.

Í draumnum kemur henni í hug að prófa hvort hún geti ekki ýtt bara meira á bensíngjöfina og horfið frá lögreglubílnum - og svo hugsað svo gjört - og hún flýgur austur Suðurlandsveginn og er við Litlu Kaffistofuna áður en hún veit af.

Þá sér hún í speglinum að enn er lögreglubíllinn aftan við hana. Nú bregður henni í brún og hún fer að hugsa um að hún sé komin í klípu. Hún stöðvar Benzinn og út úr lögreglubílnum kemur lögreglukona og fær hjá henni ökuskírteinið.

Lögreglukonan er ekki glöð. Hún segir: Þetta er ekki fyrsta sektin í dag. Mér finnst þetta pappírsvesen alveg þrautleiðinlegt. Geturðu ekki bara gefið mér einhverja frumlega afsökun á þessu tiltæki þínu svo að ég geti bara sleppt þér með áminningu?

Í draumnum hugsar konan mín sig um stutta stund - en segir svo: Fyrir fáeinum dögum hljóp maðurinn minn frá mér með lögreglukonu. Ég var hrædd um að þetta væri hún - að reyna að skila honum aftur.

136.

í minnisorð

Björn
Þorsteinsson,
1964:
Við
þjóðveginn,
leiðarlýsing
Akureyri,
Mývatn,
Húsavík.

Bárðarbás  

Árið 1912 keypti Bárður Sigurðsson, smiður, sneið af Höfða við Mývatn af Hólmfríði, ekkju á Kálfaströnd, og bjó þar til 1930Þá kvað Hjálmar Stefánsson á Vagnbrekku:

Smíðað hefur Bárður bás,
býr þar sjálfur hjá sér,
hefur til þess hengilás
að halda stúlkum frá sér.

Nú trúlofaðist Bárður og kvæntist. Þá kvað Þura í Garði:

Fjölgar senn á Bárðar bás,
bráðum fæðist drengur.
Hefur bilað hengilás,
hespa eða kengur?

135.

í minnisorð

Karl Theodór
Sæmundsson:

Lundinn

Eftirfarandi vísa er eignuð Stefáni Jónssyni, fréttamanni. Sagt var að hann og Eggert Haukdal hafi ekki átt skap saman. Eggert var einnig nefndur Lundinn manna á meðal.

Lundinn er kominn og loftið er blátt
og líklega hafið þið séð hann
en þetta er geldfugl sem gargar svo hátt
að Guð er í vandræðum með hann.

134.

í minnisorð
Í sólskinsskapi -
Hildigunnur og
Helga 1987:
**

Endalaust

Helgi Sæmundsson var eitt sinn spurður hvað hann mundi gera ef hann lenti á eyðieyju allslaus nema með eitt fransbrauð. Eftir stutta íhugun glaðnaði yfir honum: „Ég mundi bíta í annan enda brauðsins og síðan í hinn. Eftir það mundi ég borða það endalaust."

133.
í minnisorð
í sólskinsskapi -
Hildigunnur og
Helga 1987:
 .. í eldinn

Páll Skúlason, Spegils-ritstjóri, mætti Þórarni Guðnasyni, fiðluleikara að koma út úr Dómkirkjunni með fiðlukassann, og spurði:

Hvern varstu að saga í eldinn núna, Þórarinn?.

132.

í minnisorð

ÖBI -
4. tbl. 1997:

Berfættir

Íslendingur í Florida kom í skóbúð og bað um krókódílaskó en fannst þeir svo dýrir að hann sagðist bara ætla að veiða krókódíl sjálfur. Nokkrum dögum síðar kom hann aftur í búðina, rifinn og tættur, og bað um krókódílaskó. Afgreiðslumaðurinn spurði hvort hann hefði ekki fundið neina krókódíla. "Jú, nóg af þeim, en ég velti þeim öllum við og enginn var á skóm".

131.

í minnisorð

ÖBI -
4. tbl. 1997:

 

Á eyðiey

Dani, Svíi og Íslendingur urðu skipreika á eyðiey og voru orðnir illa haldnir þegar á ströndina rak lampa einn, heldur óhrjálegan. Þeir fægðu lampann og þá kom úr honum andi sem bauð hverjum og einum að fá uppfyllta eina ósk.

Daninn óskaði sér strax að komast heim til sín í Danmörku og var umsvifalaust horfinn. Svíinn óskaði sér á sama hátt heim til Svíþjóðar. Þá stóð Íslendingurinn einn eftir og sagði:

Mikið skelfing er ég einman. Það vildi ég óska að þeir félagar mínir væru komnir aftur.

Í sama bili stóðu þeir allir þrír í sandinum.

130.

í minnisorð

ÖBI -
4. tbl. 1997:
**

 

Loginn helgi

Í einu ítölsku þorpi voru ung hjón sem eftir nokkurra ára hjónaband komu til prestsins að spyrja hvað þau ættu að gera til að eignast börn. Hann ráðlagði þeim að biðja til guðs, en ef allt um þryti yrði eiginmaðurinn að fara til Rómar og kveikja á sérstöku kerti í Péturskirkjunni með tilheyrandi bænalestri.

Presturinn flutti í aðra sókn en ellefu árum síðar kom hann aftur í heimsókn og datt þá í hug að heimsækja barnlausu hjónin. Þar kom til dyra á að giska tíu ára telpa með barn á handleggnum og fjölda barna á bak við sig. Hann spurði eftir móðurinni en telpan sagði hana vera á fæðingardeildinni. Þá spurði prestur eftir föður hennar.

Nei, hann er ekki heima.
Hann fór til Rómar að slökkva á kerti.

129.

í minnisorð
**

Er nokkur þarna?

Hann hélt dauðahaldi í handriðið til að hrapa ekki niður margar hæðir. Enginn virtist nærri en hann hrópaði samt svo hátt sem hann gat: Er nokkur hérna? en fékk ekkert svar.

Hann hrópaði nokkrum sinnum.

Loks heyrði hann svarað: Ég er guð. Láttu þig bara detta, þetta fer allt vel.

Hann hékk þegjandi dálitla stund en loks kallaði hann: Er nokkur annar hérna?

128.

í minnisorð

Þorvaldur
Halldórsson
19.04.1997:

Að syngja Á SJÓ
Þorvaldur sjálfur

Þorvaldur Halldórsson söng lengi með hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri og aldrei nefna menn lagið Á sjó svo að ekki tengist það nafni hans. Eitt sinn var hann á ferju á Eyjafirði að fara milli staða og var ekki sjóhraustur. Einn hásetinn hafði fengið sig fullsaddan af einhverju. Þegar hann gengur fram á Þorvald á dekkinu þar sem hann er við borðstokkinn að gefa fiskunum segir hann: Syngdu nú Á SJÓ!

127.

í minnisorð

Karl Jónsson
19.04.1997:

 

Þekktir menn

Þessi saga gerðist þegar séra Ólafur Skúlason var biskup yfir Íslandi. Þá fór hann eitt sinn að hitta kollega sinn, biskupinn yfir Finnlandi. Sá tók vel á móti Ólafi og einn daginn sátu þeir báðir naktir í sánabaði sem er æðst finnskra velsæld. Þegar þeim er svo hlýtt sem hæfir ganga þeir út úr sánunni og velta sér í snjónum. Þá taka þeir eftir því að þeir eru ekki einir. Til þeirra horfir nokkur hópur fólks, karlar, konur og börn. Þeim bregður nokkuð við. Ólafur heldur höndum fyrir miðju sér en hinn grípur fyrir andlit sér og þeir hlaupa snarlega inn í sánabaðið aftur. Eftir að þeir hafa jafnað sig nokkuð spyr Ólafur vin sinn hvers vegna hann hafi gripið fyrir andlit sér þegar hann þusti frá fólkinu.

Það er nú vegna þess, segir kollega hans, að hér í Finnlandi þekkir fólk biskupinn sinn af andlitinu.

126.

í minnisorð

*

Annað gildismat

Þegar kaupmaðurinn missti konuna sína fór hann að endurmeta stöðuna. Verslunin gekk vel, húsið hans var stórt og nýtt og einkasonurinn var vel giftur og þau áttu tvö yndisleg börn. Hann ákvað að gera þeim vel. Hann eftirlét syninum verslunina fyrir málamyndagreiðslu sem aldrei var raunar innt af hendi og hann bauð þeim báðar hæðir hússins en flutti sjálfur upp í tvö herbergi í risinu. Þau voru hjartanlega þakklát og gleðin geislaði af þeim.

Þegar árin liðu varð þessi tilvera æ hversdagslegri og þar kom að gamla manninum fannst veruleg breyting orðin á viðmóti sonar síns og fjölskyldu hans í sinn garðÞað var orðið engu líkara en þeim þætti hann vera orðinn eins og niðursetningur á heimili þeirr. Þetta féll honum afar þungt.

Hann ræddi þetta stundum í trúnaði við fornvin sinn sem þótti hér komið í illt efni. Eitt sinn þegar þeir hittust sagði vinurinn að þeir skyldu taka til sinna ráða. Hann hafði tekið með sér í pappírspoka eina milljón króna í seðlum sem hann lét kaupmanninn hafa og sagði:

Í kvöld kem ég í heimsókn til ykkar. Ég þekki son þinn vel og hann er ágætlega stæður. Þegar við höfum allir spjallað saman stutta stund þá ber ég upp erindið sem er á þann veg að ég eigi í skammtíma erfiðleikum með fjármögnun og bráðvanti eina milljón strax. Það mun sjálfsagt standa í syni þínum að verða við þeirri málaleitan að lána mér þá pening. Þegar það er sýnilega komið í þrot þá skalt þú ræskja þig og koma hógværlega til skjalanna og bjóðast til að lána mér upphæðina. Eftir viðeigandi gleði mína skaltu fara upp til þín og dvelja þar dálitla stund en koma svo aftur niður og láta mig hafa þessa peninga.

þetta gekk nú eftir. Vinurinn kom í heimsókn og fór fram á skammtímalán sem sonurinn sá engin ráð til að verða við. Gamli kaupmaðurinn kom þá til skjalanna og bauðst til að leysa vandann. Hann fór upp í risið og kom all nokkru seinna niður aftur með eina milljón í peningum sem hann lét vin sinn hafa.

Eftir þetta gerbreyttist viðhorf sonarins og eiginkonu hans til gamla mannsins og varð nú sambúðin eins og hann væri aftur orðinn dýrmætur hluti fjölskyldunnar. Þegar hann dó flýttu þau hjónin sér til að kanna herbergin hans nánar. Þar fundu þau ekkert fémætt - aðeins umslag sem stílað var til þeirra. Í því var þessi vísa:

Ég er farinn allra veg
- ykkar kæra hlýhug finn -
okkar tíð var yndisleg
- einkum seinniparturinn.

125.

í minnisorð

Vikar
Pétursson
31.3.97:

Hvað hann nú hét .. 

Enskur séntilmaður fór með son sinn á heimavistarskóla. Eftir önnina kom hann í heimsókn og spurði soninn hvernig honum líkaði. Illa, svaraði hann, það er alltaf verið að stríða mér á því að ég sé gyðingur.

Faðir hans stappar í hann stálinu og segir honum að hann skuli segja skólafélögum sínum að Jesú hafi líka verið gyðingur. Ári síðar kemur hann aftur í heimsókn en því miður segir sonurinn honum að allt sé við sama: skólafélagar hans líti sig hornauga af því að hann sé gyðingur.

Sagðirðu þeim ekki þetta sem ég sagði þér? spurði faðir hans þá.

Mér þykir leitt að segja frá því, sagði sonurinn, en þegar þú fórst var nafni herramannsins alveg stolið úr mér.

124.

í minnisorð

Blessuð skepnan
​þann 10. janúar 2014 kl. 16:51, skrifaði Gylfi Pálsson <gylfi@centrum.is>:

Sæll, frændi minn og gleðilegt nýjár!
Rakst á limru á vef þínum sem ég þekkti en hafði heyrt farið með hana á annan hátt. Fletti því upp í Limrubókinni Péturs Blöndal og þar er hún (bls. 115) eins og ég lærði hana:

Úr vinnunni hann fékk oft far með Hildi.
Hann fattaði samt aldrei hvað hún vildi.
En kvöld eitt, kát og rjóð,
þau keyrðu fram á stóð
- og þá var eins og blessuð skepnan skildi.

Hermann Jóhannesson frá Kleifum í Gilsfirði, snjall hagyrðingur og limrusmiður, orti.

123.

í minnisorð

Ekki með 

Ekki Hafnarfjarðarbrandari:

Þegar verið var að safna atriðum til sögu Hafnarfjarðar var meðal annars leitað í gömlum fundargerðum bæjarstjórnar. Þar sást til dæmis að eitt sinn í mikilli meindýraplágu hafði meindýraeyðir bæjarins óskað eftir aukinni fjárveitingu til að halda í horfinu. Í fundargerðabókinni mátti sjá að bæjarstjórnarmenn tóku ekki illa í málið en óskuðu fyrst eftir að meindýraeyðirinn áætlaði meindýrafjöldann.

Ákveðið var að taka þessa frásögn ekki með í sögu Hafnarfjarðar.

122.

í minnisorð

Notar þurrkinn

Gamli afdalabóndinn hafði loksins keypt fullkomna þvottavél sem átti að annast allt sjálf. Hún átti að þvo þvottinn, vinda hann og þurrka. Öll fjölskyldan horfði á vélina þvo sinn fyrsta þvotti heima í kjallaranum. Allt í einu fer hún að hvína meira og byrjar að hoppa um gólfið. Hana ber í áttina að útidyrunum.

Hvað er hún nú að gera? spyr gamla konan.

Bóndinn sér það strax: Hún er auðvitað að fara að hengja út á snúru.

121.

í minnisorð

*

Lítið vit á bílum 

Bíll stoppar á þjóðveginum og vill ekki aftur í gang. Bílstjórinn opnar vélarhlífina og horfir ráðalaus í vélasalinn. Skyndilega heyrir hann sagt: Það er í blöndungnum.

Hann lítur í kringum sig en þar er engan að sjá. Hann telur sig hafa misheyrt og rýnir betur í vélina. Enn heyrir hann að sagt er greinilega: það er í blöndungnum!

Hann lítur strax upp en sér ekkert kvikt nema gráan hest sem stendur þar nærri og horfir á hann.

Bílstjórinn sér að hann ræður ekki fram úr þessu og fer heim á næsta bæ til að fá hjálp. Í samtali hans við bóndann segir hann að svo undarlega hafi borið við að honum hafi heyrst einhver vera með ráðleggingar við sig en enginn verið nærri nema eitt hross í haga.

Bóndinn segir þá Heyrðu, var það grái hesturinn?

Bílstjórinn játar því.

Þú skalt ekkert hirða um það sem hann segir. Hann hefur ekkert vit á bílum.

120.

í minnisorð

Krydd í
tilveruna
1982 - Vaka:

Einstæðingurinn

Gömul kona í Borgarfirði sagði við sóknarprestinn sem þekktur var fyrir að úthúða djöflinum meira en aðrir menn:

Undarlegt er það, prestur minn, að þú sem ert að prédika um kærleika, skulir sí og æ vera að skammast út í djöfulinn. Þetta er þó einstæðingur sem á engan að.

119.

í minnisorð

Krydd í
tilveruna
1982 - Vaka:

 

Barði

Barði Þórhallsson var bæjarfógeti í Bolungarvík fyrir fáeinum árum. Kona hans heitir Hólmfríður. Þess vegna segja gárungarnir eftirfarandi sögu:

Að loknu fyrsta starfsári sínu sendi hann Bolvíkingum kveðju sína og fjölskyldunnar um áramót með þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf. Undirskriftin var: Barði, Hólmfríður, börnin.

Undirskriftin varð fleyg meðal Bolvíkinga og spurðu menn hver annan lengi eftir þetta: Barði Hólmfríður börnin?

Í nýjárskveðjum útvarpsins árið eftir var spurningunni svaraðÞá var undirskrift kveðjunnar svona: Hólmfríður, Barði, börnin.

118.

í minnisorð

Krydd í
tilveruna
1982 - Vaka:

*

Ljósir punktar

Ólafur Mixa, heimilislæknir, var staddur í vitjun. Eftir að hann hafði rannsakað húsbóndann á heimilinu, sem lá illa haldinn í rúminu, bað hann eiginkonuna að segja við sig orð frammi á gangi.

Maðurinn þinn lítur alls ekki vel út, sagði Ólafur.

Það finnst mér ekki heldur, sagði konan, en hann er góður við börnin.

117.

í minnisorð

Ísl. fyndni III
(1935)
e. Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Heitstrengingar  

Á ungmennafélagsskemmtun sem haldin var á Akureyri veturinn 1907 gerðu menn það meðal annars sér til gamans að strengja heit að fornum sið.

Lárus Rist strengdi þess heit að synda yfir Eyjafjörð þveran.

Jóhannes Jósefsson strengdi þess heit að halda velli sem glímukóngur á Þingvöllum á þjóðhátíð þeirri sem haldin var sumarið 1907 í tilefni af heimsókn Friðriks konungs VIII.

Magnús Matthíasson strengdi þess heit að fara upp á Kerlingu við Eyjafjörð.

Þá stendur upp Þórhallur Gunnlaugsson og segir: Þess strengi ég heit að lifa í 100 ár en liggja dauður ella.

116.

í minnisorð

Ósvífni

Steingrímur Thorsteinsson, rektor, gat stundum verið skapbráður. Það bar við eitt sinn í 6. bekk Menntaskólans að Einar E. Kvaran, nú bókari í Útvegsbankanum, var sé til afþreyingar að rífa niður pappír á borðið fyrir framan sig og hellti síðan sneplunum yfir höfuðið á Hirti Þorsteinssyni, nú verkfræðingi í Kaupmannahöfn, sem sat fyrir framan hann. Steingrímur sér þetta, reiðist og þýtur að borðinu til Einars og segir:

Gjörðuð þér þetta, Einar?

, svarar Einar rólega.

Þá verður Steingrímur enn æfari og segir: Og svo eruð þér svo ósvífinn að meðganga það!

115.

í minnisorð

Ísl. fyndni III
(1935)
e. Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Í himnaríki 

Jakob Havsteen kaupmaður á Akureyri lá hættulega veikur. Prestur hans, sem þá var Matthías skáld Jochumsson, fór að vitja hans. Þeir fóru að tala saman um trúmál.

Heldurðu að til sé annað líf? spyr Havsteen.

Já, áreiðanlega, svarar Matthías.

Heldurðu að maður hitti konuna sína?

Já, það geturðu verið viss um, svarar Matthías.

Ég óska þér þá til lukku með þínar þrjár, segi Havsteen.

Matthías var þrígiftur.

114.

í minnisorð

Ísl. fyndni III
(1935)
e. Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Veikindi

Björn M. Ólsen, rektor, var eitt sinn að lesa upp syndaregistur pilta þeirra er mest höfðu skrópað um veturinn. Jóhann Gunnar Sigurðsson, skáld, hafði þá tekið sjúkdóm þann, berklaveiki, er síðar leiddi hann til dauða og vantaði því oft í skólann. Þegar að honum kom í listanum segir rektor:

Og svo er það Jóhann Gunnar Sigurðsson. Hann hefur verið fjarverandi í fimm vikur samtals. En það er nú alvarlegt með hann, sem betur fer.

113.

í minnisorð

Fréttnæmt 

Blaðamaðurinn spurði ritstjórann hvað teldist fréttnæmt.

Ef hundur bítur mann, svaraði ritstjórinn, þá eru það engar fréttir. Það er hins vegar fréttnæmt ef maður bítur hund.

112.
í minnisorð
Ísl. fyndni II
(1934)
e. Gunnar Sig.
frá Selalæk:
Við erum reiðubúnir

Auglýsing á fægidufti: Dreptu ekki konuna þína. Láttu okkur gera sóðalegu verkin fyrir þig.

111.

í minnisorð
Ísl. fyndni II
(1934)
e. Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Í garðinum

Þykir manninum þínum gaman að garðrækt, frú María? spurði vinkona hennar.

Gaman að garðrækt!? Honum þykir svo vænt um garðinn sinn að hann hefði átt að vera ánamaðkur!

110.

í minnisorð

**

Pundið

Þegar Gísli Ólafur Pétursson, læknir á Eyrarbakka, sótti um læknishéraðið risu menn á móti honum og söfnuðu undirskriftum til að fá hann til að taka aftur umsóknina.

Eitt af því sem notað var gegn Gísla lækni var það að hann væri svo þungur að enginn hestur bæri hann. Í rauninni var hann hins vegar grannur og lágvaxinn.

Þegar hreppstjórinn í Ölfushreppi sá lækninn í fyrsta skipti varð honum á orði:

Það hlýtur að vera þungt í honum pundið!

109.

í minnisorð

Eins og stendur

Skipið lagði úr höfn fyrr en áætlað var og stýrimaðurinn, sem ekki mátti vamm sitt vita, var undir áhrifum þegar svo óvænt var lagt af stað. Skipstjórinn skráði samviskusamlega í skipsbókina að stýrimaðurinn væri undir áhrifum.

Þegar stýrimaðurinn sá þessa færslu fór hann til skipstjórans og bað hann þess lengstra orða að strika þetta út en skipstjórinn sagði að þetta væri staðreynd og ætti því erindi í skipsbókina.

Daginn eftir kom það í hlut stýrimannsins að skrifa í skipsbókina. Skipstjóranum brá í brún þegar hann sá þar standa: Skipstjórinn var ófullur í dag.

108.

í minnisorð

Ísl. fyndni II
(1934)
e. Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Æi,  

Presturinn á Mel var værukær og messaði ekki nema hann teldi sérstaka ástæðu til. Sunnudagsmorgun einn lítur hann út, sér að veður er slæmt og segir við konu sína: "Ég held að ég nenni ekki að messa í dag, góða."

Hvað er þetta, maður! Manstu ekki að þú átt að jarða? svarar konan.

Æi, já, segir prestur. Það er helvítis líkið.

107.

í minnisorð

Ísl. fyndni II
(1934)
e. Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Þórður Bjarnason

Sigurður trúboði var á trúboðsferðalagi meðal landa sinna vestan hafs.

Hann heimsótti Þórð bónda Bjarnason og gisti hjá honum. Sigurður fékk bestu viðtökur hjá Þórði.

Trúmaður var Þórður, ekki síður en Sigurður, en hafði allt aðrar trúarskoðanir. Þeir lentu í all harkalegri deilu út af trúmálum um kvöldið en þar sem fjölskyldan fylgdi Þórði að málum átti vesalings Sigurður í vök að verjast og lét að lokum undan síga í deilunni.

Skömmu síðar fer Sigurður að hátta og er vísað til sængur í næsta herbergi við svefnstofu fjölskyldunnar. Húsið var gamalt bjálkahús og mjög hljóðbært.

Sigurður hafði þann sið að biðjast fyrir upphátt á hverju kvöldi og svo gerði hann einnig í þetta sinn. Eftir að hafa sagt fram nokkur bænarorð fyrir sér og sínum hækkar hann róminn og segir:

Og svo ætla ég að biðja þig, drottinn minn, að minnast hans Þórðar Bjarnasonar. Hann hefur nú tekið mér vel og veitt mér góðan beina.

Allt í einu hikar Sigurður, þagnar um stund og segir síðan með grátstaf í kverkunum:

Ha? Hvað er þetta? Er það sem mér heyrist? Drottinn minn! Þekkirðu virkilega ekki hann Þórð Bjarnason?

106.

í minnisorð

Ísl. fyndni I
(1933) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:
**

Málverkið

Kjarval bjó einu sinni á hóteli í erlendri verslunarborg. Efnaður íslenskur kaupmaður var þar á ferð og settist að á sama hóteli. Þeir Kjarval urðu málkunnugir og biður kaupmaður hann að mála af sér mynd. Kjarval lofar því og byrjar strax á myndinni.

Þegar myndin er næstum fullgerð kemur kaupmaðurinn til Kjarvals að skoða hana og lætur vel yfir. Síðan fer hann að tala við Kjarval um hans einkamál og segir meðal annars að það sé alltof dýrt fyrir Kjarval að búa á hóteli. Hann eigi að búa úti í bæ, helst á einhverju ódýru matsöluhúsi.

Kjarval svarar því engu.

Litlu síðar fer hann með myndina til kaupmannsins. Hann lítur á hana og segir:

Það ber mikið meira á grænum lit í myndinni heldur en þegar ég sá hana síðast.

Alveg rétt, sagði Kjarval. Ég gaf henni dálítið grænni blæ eftir að ég kynntist yður betur.

 

105.

í minnisorð

Grikkur

Ungur kennari tók við bekk í Kvennaskólanum í forföllum. Stúlkurnar hugðust reyna á þolrifin í honum eins og öðrum nýliðum og helltu vatni í stólsetuna.

Kennarinn kom inn í stofuna og þær mændu á hann í eftirvæntingu þegar hann settist í stólinn. Hann leit á þær og sagði hóglega: "Ég finn að einhver ungfrúin hefur sest í stólinn minn."

Þær gerðu honum ekki fleiri grikki.

104.

í minnisorð

Ísl. fyndni I
(1933) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Góðan daginn

Dr. Jón Þorkelsson var fulltíða maður í skóla. Björn M. Ólsen var kennari í hans tíð og samdi þeim hið versta.

Morgunn einn er Jón að fara inn í skólann og mætir Birni á tröppunum en lætur sem hann sjái hann ekki.

Þá segir Björn: Þú átt að segja góðan daginn, svínið þitt!.

Jón svarar engu.

Næsta morgun mætir hann Birni á sama stað, tekur þá virðulega ofan fyrir honum og segir: Góðan daginn, svínið þitt.

103.

í minnisorð
Ísl. fyndni II
(1934) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Nýir tímar

Yfirsetukona kom til skósmiðs og spurði hann hvernig atvinnan gengi hjá honum.

Æ, minnstu ekki á það, sagði hann. Það eru allir farnir að nota gúmmí og það er alveg að eyðileggja mína atvinnu.

, sagði þá yfirsetukonan. Það er alveg eins hjá mér.

102.

í minnisorð

Ísl. fyndni II
(1934) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Skyr

Gestur eldri á Hæli, afi Gests Einarssonar, var einu sinni í kaupstaðarferð að vorlagi. Hann áði með samferðamönnum sínum nálægt Hraungerði og fór ásamt öðrum manni heim að kotbæ þar í grennd, til að fá skyr handa sér og félögum sínum. Gestur gat ekkert ílát fengið undir skyrið á bænum og lét það því í hatt sinn og reiddi fyrir framan sig.

Á leiðinni til félaga sinna mættu þeir séra Sæmundi, presti í Hraungerði. Gesti var illa við Sæmund prest. Þegar prestur nálgast segir Gestur við samferðarmanninn: Ekki ríð ég berhöfðaður framhjá helvítinu honum séra Sæmundi og setur upp hattinn.

101.

í minnisorð

Ísl. fyndni I
(1933) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Eilífðin

Sölvi Helgason var eitt sinn nætursakir hjá presti nokkrum. Um kvöldið er Sölvi að mála eins og hans var vandi.

Hvað ertu að mála? spyr prestur.

Eilífðina svarar Sölvi.

Mér sýnist málverkið líkast ljósaskjóttri meri segir prestur.

Einmitt þannig lítur eilífðin út í augum heimskingjanna svarar Sölvi.

100.

í minnisorð

Ísl. fyndni I
(1933) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Úttektin 

Það var siður hjá verslunum áður fyrr að lána viðskiptavinum til jarðarfarar hvernig sem reikningar annars stóðu.

Eitt sinn tók fátækur Kjalnesingur út hjá Zimsensverslun til jarðarfarar barns síns sem lá fyrir dauðanum.

Alllöngu síðar kemur bóndi í verslunina og er spurður um hvernig líði heima hjá honum. Þá svarar hann:

Þó skömm sé frá að segja þá lifir barnið ennþá.

99.

í minnisorð

Ísl. fyndni I
(1933) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Óvænt geta

Piltur og stúlka voru á ferðalagi saman að sumarlagi. Snögglega brast á stórveðurs rigning með ofsaroki svo þau urðu að nátta sig fyrr en þau ætluðu. Á bæ þeim lentu á var ekki nema eitt rúm laust en stúlkan stingur upp á því að þau sofi bæði í sama rúminu en hafi stóran kodda á milli sín.

Morguninn eftir er stytt upp en rokið hélst. Þegar þau leggja af stað fýkur hatturinn af stúlkunni yfir girðingu er var hjá bænum. Pilturinn ætlar að hlaupa yfir girðinguna en þá slær stúlkan á öxlina á honum og segir:

Þú kemst ekki yfir þessa girðingu. þú kemst ekki einu sinni yfir kodda.

98.

í minnisorð

Ísl. fyndni I
(1933) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Nú er lag!

Jakob gisti á bóndabæ og var hann látinn sofa í svefnhúsi hjónanna andspænis rúmi þeirra. Húsfreyju leist vel á gestinn og gaf honum hýrt auga. Hún hafði gert lummur um kvöldið og lét þær á diski inn í skáp er stóð aftan við rúm þeirra hjóna og hafði Jakob veður af þessu.

Þegar allir voru háttaðir segir konan við bóndann: "Heyrðu - það er einhver gauragangur frammi í fjósi. Blessaður farðu og gættu að hvort bolinn hefur ekki losnað."

Bóndi skreiddist á fætur og fór út í fjós. Þegar hann var kominn fram fyrir sneri konan sér að gestinum og hvíslaði: "Notaðu nú tækifærið!"

Jakob spratt upp, gekk þegar að skápnum og át lummurnar.

97.

í minnisorð

Ísl. fyndni I
(1933) eftir
Gunnar Sig.
frá Selalæk:

Guðspjallinu að kenna

Ólafur prestur hafði þann sið að spyrja greindan bónda í sókninni um það hvernig honum hefði þótt stólræðan hjá sér. Messudag einn svarar bóndi spurningu prests á þá leið að sér hefði þótt ræðan léleg.

Það var ekki von á henni betri segir prestur, guðspjallið var svo bölvað.

96.

í minnisorð

Fréttabr
ÖBÍ 1/97:

Svar Davíðs

Prestur einn fyrr á öldinni sendi vinnumann sinn til Davíðs nokkurs, bónda í annarri sveit, að fala af honum hest. Í miðri messugjörð kom vinnumaður til baka og fór þegar til kirkju. Rétt er hann var kominn í sæti þá spyr prestur í ræðu sinni: "Og hvað segir svo sjálfur Davíð um þetta?"

Þá svarar vinnumaðurinn hátt og skýrt: Hann segist senda hestinn ef þú sendir peningana.

95.

í minnisorð

Fréttabr
ÖBÍ 1/97:

Treysti guði

Mikil úrkoma og flóð urðu til þess að allir flúðu úr borginni nema presturinn sem sagðist treysta guði og hélt kyrru fyrir í kirkjunni. Flóðin hækkuðu og presturinn fór upp í turninn og menn komu á báti og vildu bjarga honum en hann sat fast við sinn keip. Enn hækkaði flóðið og presturinn færði sig upp á mæni turnsins. Menn komu á þyrlu og buðust að bjarga honum en hann kvaðst fela guði allt sitt ráð. Flóðið hækkaði enn og hreif prestinn sem drukknaði.

Þegar hann kom til guðs var hann heldur óhress og kvartaði sáran yfir því að guð hefði ekki bjargað sér.

Þá sagði guð við hann: Fyrst sendi ég þorpsbúa til að tala þig til, svo sendi ég menn á báti til að flytja þig burt og að síðustu sendi ég þyrlu þér til bjargar.

94.

í minnisorð

Framfarir foreldra

Rithöfundurinn og spaugarinn Mark Twain sat á bekk í almenningsgarði og varð þar vitni að deilum unglings og föður hans. Faðir gekk svo burt en drengurinn settist á bekkinn og tautaði um heimsku og skilningsleysi gamla fólksins.

Þegar hann róaðist sagði Mark Twain: Þegar ég var fjórtán ára var faðir minn svo hrikalegur bjáni að ég skammaðist mín fyrir hann. Þegar ég varð tuttugu og eins varð ég hins vegar alveg steinhissa á því hver mikið honum hafði farið fram - á bara sjö árum.

93.

í minnisorð

Fréttabr
ÖBÍ 1/97:

Í sokka 

Hafnfirðingur var kjörinn á þing og konan hans sagði honum að hann yrði að fara í hreina sokka á hverjum degi. Eftir fimm daga komst hann svo ekki í neina skó.

92.

í minnisorð

Vikar
Pétursson
6.8.1995.

Loksins ...

Sánkti Pétur hafði verið hvíldarlaust við Gullna hliðið í aldir þegar Jesú ákvað að leysa hann af svo hann kæmist í dálítið frí. Jesú sinnti þeim sem komu og það var sífelldur erill við að fletta upp í lífsins bók og afgreiða umsóknirnar. Loks fer hann að hugsa til föður síns og í bland við starfið sækir þessi hugsun æ meir að honum. Eitt sinn þegar hann lítur upp yfir raðir þeirra sem bíða sér hann gamlan mann ganga á milli manna og virðist vera að leita einhvers. Jesú sér nú ekki betur en að þetta sé faðir hans og gengur til hans, leggur höndina létt á öxl hans og segir: Kæri faðir!

Gamli maðurinn lítur viðÞað glaðnar yfir honum, hann rýnir til hans og segir: Æ, ert þetta þú, Gosi minn.

91.

í minnisorð

Vikar
Pétursson
6.8.1995.

Fámæltur

Norðmaður og Finni fóru stranga ferð um Finnmörku um hávetur. Þeir lentu í mörgum hremmingum, sluppu naumlega frá úlfum og hrepptu hin verstu veður. Finninn sagði aldrei orð og þessvegna taldi Norðmaðurinn að hann væri mállaus - þangað til þeir komu þar sem sauna-kofi stóð en hvergi eldiviður því þá sagð'ann: Satana Perrkele!

90.

í minnisorð

Davíð Karl
Sigursveinsson:

Betri aðferð

Í hartnær átján ár höfðu foreldrarnir árangurslaust reynt að kenna syninum reglusemi og heilbrigt mataræði sem hann svo lærði í hernum á tveimur vikum.

89.

* í minnisorð

Heyrt á
mannamóti:
**

Ótrúlegt

Gummi litli var 9 ára að koma úr sunnudagaskólanum. Amma spyr hann hvað hann hafi lært. Það var um einhvern Móses, sagði Gummi. Hann var ísraelskur skæruliðaforingi bak við víglínuna í Egyptalandi. Hann var mikil hetja og tókst að komast úr landi með alla sína menn. Þegar þeir komu að Rauðahafinu lét hann í skyndi byggja brú yfir svo allir komust. Þá komu Egyptarnir á eftir og út á brúna en Móses sendi orrustuflugvélar sem sprengdu brúna í loft upp svo þeir týndust allir.

Ja, hérna, sagði amma. Ertu viss um að presturinn hafi sagt þetta svona?

Nei, - en ef ég segði frá því eins og hann gerði þá mundi sko enginn trúa mér.

88.

í minnisorð

Fréttabr.
ÖBÍ 3/94:

Ennþá uppi

Eitt sinn var Helgi bóndi Gunnarsson á Grund í Jökuldal að smala á Smjörvatnsheiði. Þegar hann kemur að vatninu á heiðinni heyrir hann Drottin kalla til sín og spyrja hvort Helgi vill þreyta við hann kappsund. Helgi kveðst til í það og stingur sér þegar í vatnið. Hann syndir þvert yfir og þegar hann kemur að bakkanum segir hann: Guð minn, hér er ég - en hvar ert þú?

Þá svarar Guð: Ég er hérna uppi og ég þori ekki niður.

87.

í minnisorð

Fréttabr.
ÖBÍ 4/94:
**
Ennþá betra

Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum ráðherra var að taka upp úr töskum sínum. Þá vildi ekki betur til en svo að hann missti fötin ofan snarbrattan stiga og þau dúndruðu alla leið niður.

Ja, það var gagn að þetta voru ekki sparifötin, sagði hann við lítinn sonarson sinn.

Ja, það var nú ennþá betra að það var enginn í þeim, sagði sá stutti.

86.

í minnisorð

Fréttabréf
ÖBÍ 4/94:
**

Það heita ..

Litla dótturdóttirin kom til ömmu sinnar of spurði: Amma! Hvað heitir það þegar fólk sefur hvort ofan á öðru?

Amma komst í mikinn vanda en sagði loks að það héti að elskast.

Daginn eftir kom dótturdóttirin til ömmunnar og sagði: Amma! Þú sagðir vitlaust í gær. Það heita kojur.

85.

í minnisorð

 .. sem valdið hefur

Þau voru heyrnarlaus og töluðu saman á fingramáli. Hann var blautur og kom oft seint heim. Henni líkaði það afar illa. Eitt sinn kom henn ekki fyrr komið var fram á kolsvarta nótt og hún var alveg æf. Hún hélt yfir honum langa skammartölu og hann næstum glúpnaði. Þegar hann svo loksins komst að - - þá slökkti hún ljósið.

84.

í minnisorð

Elín Ósk
10 ára
vinkona
Lindar:

Leyndarmálið

Maður nokkur var hætt kominn en var borgið af munkum sem hjúkruðu honum aftur til heilsu. Þegar hann tók að braggast fór hann að taka eftir veikum hljóðum sem ómuðu djúpt úr iðrum klaustursins en munkarnir sögðu að þetta væri leyndardómur sem enginn fengi um að vita nema vígðir munkar.

Maðurinn náði fullri heilsu en forvitni hans var vakin á þessum hljóðum og hann gat ekki hrundið þeim frá huga sínum. Hann ákvað að vígjast og verða munkur. Til þess þurfti hann að dvelja í klaustrinu í tvö heil ár til reynslu og leggja á sig margt erfiði. Að lokum kom þar að hann skyldi vígjast og þegar athöfninni var lokið sneri hann sér að ábótanum og bað hann segja sér leyndardóminn.

Ábótinn tók hann þegjandi sér við hönd og lauk upp fornfálegri hurðÞar gengu þeir niður tröppur og um langan gang að annarri mikilli hurð. Ábótinn lauk henni upp og enn gengu þeir niður tröppur og eftir löngum gangi. Þar á enda var hurð. Ábótinn fann fram lykil og lauk upp hurðinni.

Ég, - sem þessa sögu segi - er ekki munkur og þekki því ekki leyndardóminn.

83.

í minnisorð

**

hitta sauð
Birkir Friðbertsson í Botni í Súgandafirði
segir að eftirfarandi saga sé í rauninni tengd bónda sem bjó á Eyri við Ísafjörð.
Segðu GÓPfréttum frekari deili á sögunni ef þú veist!

Bóndinn fékk sendan riffil með sjónauka frá vini sínum í Reykjavík. Næsta haust kemur vinurinn í heimsókn og spyr hvernig riffillinn hafi reynst. Bóndinn lætur vel af .. og sjónaukinn er ágætur segir hann.

Nú, nú? spyr vinurinn.

, segir bóndinn. Það sá ég um daginn þegar hann Róbert bað mig að skjóta fyrir sig hrútinn.

Varla hefurðu nú þurft sjónaukann til þess? segir vinurinn.

Raunar þurfti ég þess. Það stóð nefnilega þannig á fyrir Róberti að hann gat ekki komið hingað með hrútinn. En þegar hann sagði mér það í símann datt mér í hug að það mætti skjóta hann yfir fjörðinn því Róbert býr hérna beint á móti. Það tókst alveg ágætlega - en mér fannst nú Róbert rólegur að hafa hann á milli fótanna.

82.

í minnisorð

Á laugardegi 

Jónatan var ekki mikið fyrir matseldina. Á sunnudögum eldaði hann graut fyrir alla vikuna. Grauturinn sá var farinn að verða lakari þegar á leið og tók þá æ lengri tíma fyrir Jónatan að koma dagsskammtinum niður. Verst var á laugardögum. Eitt sinn þegar illa gekk greip hann flösku af eðalvíni og renndi í glas sem hann stillti upp á hornhillu. Nú tók hann aftur til við grautinn og horfði oft til glassins. Dugði það jafnan að lokum til þess að hann kom niður því sem í skeiðinni sat. Loks var grauturinn búinn. Lengi sat Jónatan og starði á glasið. Síðan gekk hann að hornhillunni, skrúfaði tappann úr flöskunni og renndi aftur í hana úr glasinu. Hann setti flöskuna inn í skáp og sagði svo stundarhátt við sjálfan sig: Þarna lék ég á þig, bölvaður!

81.

í minnisorð

**

Bíð eftir strætó

Kona nokkur í París hugðist koma bónda sínum á óvart á afmælisdegi hans með því að setja upp mikinn klæðaskáp í íbúðinni og hafa hann tilbúinn þegar bóndinn kæmi heim. Þegar bóndinn fer til vinnu þann morguninn kemur smiðurinn eftir umtali og setur upp skápinn. Þegar hann er saman settur fer strætisvagn framhjá og þá tekst ekki betur til en svo að skápurinn hrynur. Þetta þykir smiðnum undarlegt en í hvert sinn sem strætó fer framhjá hrynur skápurinn. Nú fer að nálgast heimkoma bóndans og gerast góð ráð dýr. Smiðurinn ákveður að setja skápinn saman enn einu sinni og vera svo inni í honum þegar strætó kemur og sjá hvað veldur. Sem hann bíður í skápnum kemur bóndinn heim. Konan er frammi en bóndinn kemur inn í herbergið og rekur augun í skápinn. Hann furðar sig á skápnum, skoðar hann í krók og kring og opnar loksins hurðin. Þegar hann sér manninn í skápnum spyr hann undrandi hvað hann sé þar að gera og verður enn meira undrandi þegar hann fær svarið: Ég er að bíða eftir strætó.

80.

í minnisorð

Engisprettur

Ameríkumaður fór um Ástralíu og þótti allt lítið sem hann sá. Loks hlupu kengúrur hjá og hann spurði hvað þar væri á ferð. Ástralíumaðurinn var orðinn dálítið þreyttur og svaraði: Þetta eru nú bara engisprettur.

79.

í minnisorð

Einu sinni

Stysta Skotasaga í heimi er svona:
Einu sinni var Gyðingur í Aberdeen.

78.

í minnisorð

Einn 

Stysta draugasaga í heimi er svona:
Palli var einn í heiminum.
Þá var bankað ...

77.

 í minnisorð

**

Tjakkurinn

Hann var á leið með konuna og börnin í sumarfrí austur yfir Skeiðarársand en áður en kom að Skeiðarárbrú þurfti nú endilega að springa á bílnum. Það hefði sosum verið í lagi hefði hann ekki gleymt tjakknum heima. Hann beið nokkra stund en engir bílar voru á ferðinni enda farið að kvölda. Hann ákvað að ganga austur til bæja og fá lánaðan tjakk.

Fyrst gekk hann og naut blíðunnar og fegurðar himinsins. Svo fór hann að undirbúa sig undir að koma til bæja og átti í huganum prufusamtöl við bóndann:

Má ég fá lánaðan tjakk? mundi hann segja og bóndinn mundi svara: Gjörðu svo vel.

Það væri nú ekki alveg víst að bóndinn væri með tjakkinn við höndina. Ef til vill er tjakkurinn hans í bílnum hans og bíllinn í láni. Þá segir bóndinn: Þar fór í verra, en ég skal hringja á næsta bæ og fá lánaðan tjakk hjá þeim.

Kannski mundi hann ekki vera svona greiðvikinn. Kannski segir hann: Hvers konar borgarskepna er á ferðinni yfir Skeiðarársand án þess að vera með tjakk!? eða jafnvel að hann segir: Ferðamönnum er ekki treystandi fyrir nokkrum hlut nú orðiðÞú verður að setja tíu-þúsund-króna tryggingu.

Sem hann er í huganum kominn í þessa svörtu glímu við bóndann kemur hann í hlað, gengur upp tröppur og ber að útidyrum sem óðara er lokið upp - en hann er búinn að fá meira en nóg af óbilgirni bóndans svo hann öskrar um leið og bóndinn opnar dyrnar: Þú getur sjálfur átt þinn andskotans tjakk!

76.

í minnisorð

Farinn að slappast 

Einar var að verða hálfgerð bytta þótt hann vildi ekki viðurkenna það. Eitt sinn sem oftar fannst honum að hann þyrfti að bæta á sig og spurði næsta mann hvar hann fyndi barinn. Sá sagði: Fyrstu dyr til vinstri og þrjár tröppur niður.

Hann lendir í myrkum gangi og inn um dyrnar að lyftunni sem er biluð milli hæða. Hann hrapar hálfan annan metra niður á lyftuna og veltur svo annað eins út um dyrnar á næstu hæð sem standa opnar. Þegar hann rankar við sér tautar hann: Ég er nú eitthvað farinn að slappast. Ég held að ég leggi varla í þá þriðju.

75.

í minnisorð

 

Engar áhyggjur

Það er aðeins tvennt sem þú þarft að hafa áhyggjur af: annað hvort ertu heilbrigður eða veikur.

Ef þú ert frískur er allt í lagi en ef ekki þá er aðeins tvennt sem þú þarft að hafa áhyggjur af: Annað hvort verðurðu heilbrigður eða þú deyrð.

Ef þú verður heilbrigður er allt í lagi en ef þú deyrð er aðeins tvennt sem þú þarft að hafa áhyggjur af: Annað hvort lendirðu í Paradís eða í Helvíti.

Ef þú lendir í Paradís er allt í lagi en ef þú lendir í Helvíti þá hittirðu svo marga gamla og góða vini að þú færð engan tíma fyrir áhyggjur.

74.

í minnisorð

**

Kraftaverk

Kraftaverkadagurinn við Ganges var runninn upp. Fyrsti sjúklingurinn var blindur en í þriðja sinn sem honum var difið í ána fékk hann sjónina á ný.

Næsti sjúklingur hafði snúinn fót en í þriðja sinni sem honum var difið í ána varð honum fóturinn alheill.

Þriðja sjúklingnum var ýtt fram á hjólastóli en í þriðja sinni sem honum var difið í ána hafði stóllinn fengið rafmagnsmótor.

73.

í minnisorð

**

Númer 73

Tveir félagar höfðu lengi legið við með ekkert að lesa nema litla brandarabók og voru hættir að rifja upp brandarana þegar þeir komu þeim í hug en nefndu bara númerin. Þegar Gummi kom til þeirra skildi hann ekki að þeir gátu hlegið þessi ósköp þegar annar þeirra nefndi einhverja tölu.

Hann ákvað að prófa líka og sagði: 73!

Þá hlógu þeir hálfu meir því þennan höfðu þeir aldrei áður heyrt.

72.

í minnisorð

Fréttabr
ÖBÍ 1/97:
**

Þetta er ekkert ... 

Maður einn kom inn í Norðurleiðarrútuna í Reykjavík. Hann kvaðst koma beint úr afmælishátíð og mundi steinsofna og bað bílstjórann að vekja sig þegar þeir kæmu í Varmahlíð - hann væri vissulega orðljótur á morgnana en bílstjórinn skyldi bara henda honum út. Það mætti alls ekki bregðast. Svo var ekið norður og á Akureyri vaknaði maðurinn, óð að bílstjóranum með óbótaskömmum og svívirðingum fyrir að hafa ekki vakið sig.

Nærstaddur maður rann á hljóðið og spurði bílstjórann hvað í ósköpunum gengi hér á. Hvað væri eiginlega að manninum?

Blessaður vertu, sagði þá bílstjórinn, - þetta er nú ekkert. Þú hefðir átt að heyra í þeim sem ég setti út í Varmahlíð.

71.

í minnisorð

Fréttabr ÖBÍ
1/97:

Á grímudansleik

Hjón nokkur ætluðu á grímudansleik en á síðustu stundu fékk konan svo slæman höfuðverk að hún varð eftir heima og sá á eftir bónda sínum í fullum skrúða fara á dansleikinn.

Þegar frá leið batnaði konunni svo mjög að hún dreif sig á dansleikinn. Sá hún bónda sinn fljótlega og þótti hann skemmta sér konunglega og einkum var hann elskulegur við dansdömur sínar. Konan bauð honum svo upp og þeim samdi svo vel að þau brugðu sér afsíðis í léttan ástarleik.

Konan flýtti sér svo heim að því búnu og beið bónda síns. Þegar hann kom svo heim, seint og um síðir, spurði hún hvernig dansleikurinn hefði verið.

Ég var þar nú ekki lengi, því mér hundleiddist og fór heim til hans Jóns, vinar okkar. Þar sátu þeir þá fjórir að spilum. Þegar Gunni Jóns sá mig í búningnum bað hann mig að lána sér hann. Ég tók svo til við að spila en hann fór á dansleikinn.

70.
í minnisorð
Fréttabr ÖBÍ
1/97:
**
Öryrki

Hraðkvæður maður var sagður sannarlegur öryrki því hann væri svo fljótur að yrkja.

69.

í minnisorð
**

Vegprestur 

Vegvísirinn er kallaður vegprestur eða bara prestur vegna þeirrar náttúru sinnar að vísa öðrum veginn en fara hann ekki sjálfur.

68.

í minnisorð

***

Í ljósið

Lögregluþjónninn ákvað að hjálpa manninum sem leitaði lyklanna sinna undir ljósastaurnum og þeir skriðu þar hring eftir hring - en alveg árangurslaust. Loksins gafst hann upp og spurði: Ertu viss um að þú hafir týnt þeim hér?

Nei, nei. Ég týndi þeim þarna í húsasundinu en þar er bara ekkert ljós.

67.

í minnisorð

Það sem mestu varðar

Jonni og Gaui voru hátt uppi og Jonni ók í kvöldhúminu niður Borgarfjörðinn. Rétt ofan við Borgarnes heldur hann ekki veginum lengur og bíllinn fer út af vegbrúninni en þegar hann er að hefjast á loft segir hann: Gaui minn, passaðu flöskuna.

66.

í minnisorð

 

Krydd í tilveruna
1982 - Vaka:

Ljósir punktar

Þegar kvæðakver eftir Halldór Kiljan Laxness kom út fyrir allmörgum árum fékk það víða heldur óblíðar viðtökur. Það átti bæði við um ýmis kvæðanna og einnig uppsetningu bókarinnar. Þótti mönnum heldur léleg nýtingin á pappírnum sums staðar þar sem aðeins var eitt erindi á heilli síðu.

Ónefndum lesanda bókarinnar varð þetta á orði:

Þitt hef ég lesið, Kiljan, kver
- um kvæðin lítt ég hirði,
en eyðurnar ég þakka þér
- þær eru nokkurs virði.

65.

í minnisorð

**

Nokkuð fleira?

Af Kiljan var sagt að hann var á bíl sínum að aka upp Mosfellsdalinn þegar ökumaður fór fram úr en þrengdi um leið sífellt meir að Kiljan svo hann endaði útaf. Þá stöðvar hinn bílinn og skrúfar niður rúðuna. Kiljan teygir sig þvert yfir bílinn, skrúfar niður rúðuna og segir: Get ég gert nokkuð fleira fyrir yður?

64.

í minnisorð

**

Viljið þér skipta?
Úr Skildi, tímariti Páls Skúlasonar, nr. 25, 3. tbl. 8. árg. 1999 - þar vitnað til Þórarins Guðmundssonar, fiðluleikara - í bók hans: Strokið um strengi.

Það var nefnilega svo merkilegt að þótt ég væri orðinn fullorðinn þegar ég lærði á bíl gekk mér það bærilega og það kom aldrei neitt óhapp fyrir þau átta ár sem ég átti bílinn.

Ég man aðeins eftir því að hafa truflað umferðina í eitt skipti. Það var í Þingholtsstræti fyrir utan verslunina Álafoss. Þá mátti aka úr Bankastrætinu inn í Þingholtsstræti. En ég þurfti að nema staðar í brekkunni og þá festist handbremsan svo að ég gat ekki komist af stað aftur. Í næsta bíl á eftir mér var einhver virðulegur náungi og komst ekki fram hjá svo að hann tekur að flauta og pípa eins og vitlaus maður. Þá sté ég út úr bílnum, gekk til hans og sagði: Heyrðu góði, það þýðir ekkert að láta svona. En kannski þú viljir keyra minn bíl, ég skal flauta fyrir þig á meðan.

63.

í minnisorð

Tiltölulega léttur

Ég er ekkert of þungur - bara tíu sentimetrum of stuttur!

62.

í minnisorð

Gamall hundur 

Heyrðu, elskan. Nú er þó hundurinn þinn orðinn gamall. Eru ekki tólf ár síðan þú fékkst þetta eftirlæti þitt?

Hundurinn minn!? Og ég sem hef aðeins þolað hann vegna þess að ég hélt að þú ættir hann!

61.

í minnisorð

Gregorí,
íslensku-
mælandi
Georgíu-
búinn.

Ísland

Þýskum, ítölskum og íslenskum blaðamönnum var boðið til Afríku að skoða fíla og önnur sjaldgæf dýr. Þegar Þjóðverjinn kom heim skrifaði hann grein í blað sitt sem nefndist: Afríski fíllinn. Ítalinn skrifaði grein sem hann nefndi: Dýralíf í Afríku. Grein Íslendingsins hét hins vegar - eins og fyrr: Ísland og Íslendingar.

60.

í minnisorð

Þetta græna

Ég heimsótti nágranna minn í vinnuna. Hann var þar tautandi að horfa út um gluggann á vinnuflokk í lóðinni. Loksins gekk alveg fram af honum. Hann opnaði gluggann og kallaði: Halló! Strákar! Þetta græna á að snúa upp!

59.

í minnisorð

Útbúnaður

Vinur minn ráðlagði mér að taka tvo hluti með mér yfir Sahara, sandpappír og hurð af Volkswagen. Ég spurði fremur undrandi hvort ég ætti að vinna hurðina undir sprautun en honum þótti ég þunnur. Þú notar auðvitað sandpappírinn fyrir landabréf og meðan þú hefur hurðina getur alltaf skrúfað niður rúðuna ef það verður heitt.

58.

í minnisorð

.. og hvað svo ..?

Tveir félagar voru á barnum og annar sagði frá síðasta rifrildi þeirra hjóna en hinn hlýddi spenntur á.

Hvað svo? hvað svo? hvernig lauk þessu? spurði hann.

Því lauk með því að hún kom skríðandi til mín á fjórum fótum.

Og hvað sagð'ún? hvað sagðún?

Hún sagði: ááá .., skríðurðu svo undir rúmið, ræfillinn.

57.

í minnisorð

Halldór
Pétursson,
rithöfundur
á Snælandi:

Upprifjun

Það var einu sinni að pylsuverksmiðja sprakk. Ekki er getið um mannskaða en pylsurnar dreifðust víða og ein þeirra lenti uppi á skýi þar sem englabarn var á vappi. Það þekkti ekki pylsur og fór með hana til Gabríels erkiengils sem þar var skammt frá. Gabríel skoðar gripinn en þekkir ekki. Hann ráðleggur englabarninu að fara með hann til Sankti-Péturs sem er svo margfróður.

Englabarnið fer nú til Péturs, lætur hann hafa pylsuna og spyr hvað þetta sé. Pétur horfir lengi á og klórar sér í kollinum. Hann segist ekki ráma í þetta frá sínum jarðvistardögum -  .. en segir hann tölum við hana Maríu. Hún er svo ern og man svo margt! og með það fer hann og englabarnið inn til Maríu. Hún tekur við pylsunni og skoðar í krók og kring. Að lokum kemur blik í auga og hún segir: Ja .. , ef það væri ekki svona bundið fyrir báða enda mundi ég segja að þetta væri heilagur andi.

56.

í minnisorð

 

Hvenær sem er

Læknir einn lenti í vandræðum þegar fór að leka hjá honum í baðherberginu um miðja nótt og hringdi í píparann sem varð óglaður við: Veistu hvað klukkan er? Já sagði læknirinn. Aldrei hefur þú hikað við að hringja í mig um miðjar nætur þegar þig hefur vantað læknisaðstoð. Nú vill svo til að mig bráðvantar aðstoð í pípulögnum.

Það sló þögn á píparann.
Svo sagði hann: Þetta er rétt hjá þér. Segðu mér hvað er að.
Læknirinn útskýrði nákvæmlega fyrir honum hvernig læki úr tækjunum á baðinu.

Nú skal ég segja þér hvað þú skalt gera sagði píparinn. Taktu tvær aspiríntöflur á tveggja tíma fresti og láttu þær renna niður í pípuna. Ef lekinn er ekki hættur í fyrramálið skaltu hringja til mín á skrifstofuna.

55.

í minnisorð

Nýkominn

Jónas féll út um glugga og mannfjöldi safnaðist umhverfis hann þar sem hann lá á jörðinni. Lögregluþjónn þrengdi sér gegnum hópinn og spurði hvað um væri að vera.

Ekki spyrja mig sagði Jónas, ég var rétt að koma.

54.

í minnisorð

Bindi

Salomon skreiðist eftir eyðimörkinni að dauða kominn af þorsta þegar Jón kemur akandi og stoppar. Jón tekur tösku sína með til Salomons og býður honum hálsbindi til sölu. Salomon vill engin kaupa og biður bara um vatn svo Jón gefst upp og ekur áfram. Salomon skreiðist yfir næstu sandöldu og sér þá bar í eyðimörkinni. Hann hressist heldur og skreiðist þangað og vill fara inn. Dyravörðurinn stöðvar hann og segir: Hér fær enginn að fara inn nema með bindi.

53.

í minnisorð

Áhætta

Binni og Stinni eru að ráðgera bankaránið og Binni leggur Stinna reglurnar:

Hlustaðu nú vel, Stinni. Farðu rakleitt inn í bankann. Ef einhver kemur í veg fyrir þig læturða hann hafa þaðÞú tekur alla þá peninga sem þú kemst yfir og kemur svo beint hingað út. Ég bíð þín í flóttabílnum. Gerðu þér líka grein fyrir því að það er ég sem tek alla áhættuna.

Hvað segirðu? Þú ætlar að sitja hér á meðan ég á að fara inn, sjá fyrir fólki og ræna bankann. Hvaða áhættu tekur þú?

Ég kann ekki að keyra.

52.

í minnisorð

Heilsusemi

Fréttaritarinn var að tala við Lárus sem átti hundrað ára afmæli. Í gegnum hávaða ofan af loftinu spyr hann: Hverju þakkarðu þennan háa aldur?

Reglusemi segir Lárus, ég hef aldrei snert áfenga drykki.

Hávaðinn á loftinu keyrir úr hófi svo fréttaritarinn spyr hverju hann sæti.

Það er bara hann pabbi segir Lárus. Hann lætur alltaf svona þegar hann er fullur.

51.

í minnisorð

Framlög

Nýi formaður Rauðakross-deildarinnar ákvað að heimsækja sjálfur ríkasta mann bæjarins að fá hann til að leggja sitt af mörkum þótt aðhaldssemi hans væri alþekkt.

"Fyrst þú hefur kynnt þér mín mál svo vandlega skal ég bæta því við að ég á móður á tíræðisaldri sem hefur verið á spítala síðustu fimm árin og dóttur sem er ekkja með fimm börn sem hún getur ekki séð fyrir sjálf og auk þess á ég tvo bræður sem skulda ríkinu stórfé vegna vangoldinna skatta. Ég hygg að þú hljótir að skilja að maður er skuldbundnari til að styðja sína nánustu."

Formanninum fannst hann hafa hlaupið á sig og sagði afsakandi: Ég vissi ekki að þér þyrftuð að standa undir svo miklum fjölskylduskuldum.

Þær snerta mig ekki sagði millinn, en þú hlýtur að vera eitthvað skrýtinn að halda að ég gefi ókunnugum peninga þegar ég hjálpa ekki einu sinni mínum nánustu!

50.

í minnisorð

**

Að þola

Konan mín fór út með vinkonum sínum og þær pöntuðu drykki. Hún pantaði alltaf tvo einfalda og drakk úr þeim báðum. Vinkonurnar spurðu hvers vegna hún drykki ekki einn tvöfaldan í staðinn. Hún kvaðst hafa lofað mér að drekka alltaf einn fyrir mig líka. Klukkan hálf tólf panta þær enn á borðið en nú pantar hún aðeins einn einfaldan. Hvað er nú? spyrja vinkonurnar. Hefurðu gleymt honum? Nei, nei segir hún. Hann bara þolir svo lítið.

49.

í minnisorð

Tveir einfaldir

Jón pantaði alltaf tvo einfalda en drakk þá báða sjálfur. Barþjónninn spurði hann hvers vegna hann fengi sér ekki bara einn tvöfaldan í staðinn. Það eru sérstakar ástæður fyrir því sagði Jón. Vinur minn andaðist fyrir skömmu og ég lofaði honum að taka alltaf einn sérstaklega fyrir hann.

Hálfum mánuði síðar er hann farinn að panta bara einn einfaldan svo barþjónninn spyr hann hvort hann sé hættur að hugsa um vin sinn. Nei, það er einmitt meinið segir Jón. Sjáðu til, þetta er hans glas. Sjálfur er ég alveg hættur.

48.

í minnisorð

Skerflóðs-Móri

Skerflóðs-Móri er sagður afturganga ungs manns sem úthýst var á Stokkseyri, leitaði þá fram til sjávar en flæddi þar og drukknaði um nóttina og gekk svo aftur og fylgdi þeirri ætt sem úthýsti honum. Á næstliðnum áratugum hefur hann haft aðsetur við hringveginn skammt vestan við Skeiðavegamót í Árnessýslu því hann hefur bíladellu. Sagt er að fara verði um hann mildum orðum þegar sá vegarspotti er ekinn ella verði menn fyrir áföllum og var ekki einleikið hve mikið sprakk á bílum á þessum vegarkafla áður en malbikað var. Sá sem þetta ritar var eitt sinn að hæðast að Móra á þessari leið og hugðist aka upp Skeið en gleymdi því og rankaði ekki við sér fyrr en komið var austur fyrir Hellu á Rangárvöllum.

Eitt sinn fór bóndi sá sem Móri fylgir í sextugsafmæli frænda síns upp í hrepp og fór ekki heim fyrr en seint um kvöld og var þá ölvaður svo að Móri þorði ekki með honum aftur til baka í bílnum. Var Móri því það ár eftir í hreppnum uns bóndinn kom í heimsókn árið eftir og fór allsgáður heim.

47.

í minnisorð

Eyjólfur
Eyfells,
listmálari:
**

Við skulum tala við draugsa

Einu sinni sem oftar lá Eyjólfur á Þórsmörk að mála myndir og bjó í Valahnúksbóli í Hestagili vestan undir Valahnúki skammt upp frá KrossáÞað var um lágnættið að hann heyrir mannaferð. Fólk kemur ríðandi í logninu upp með ánni og staðnæmist neðan við grasbrekkuna sem liggur brött upp að hellismunnanum. Ungur maður hefur hátt og lætur sem nú sé dátt að heilsa upp á draugsa í Valahnúksbóli. Með það hleypur hann af hestinum og leggur af stað upp brekkuna og spaugsyrði fara milli hans og hinna sem bíða á hestunum.

Eyjólfur hafði búið um sig í bálkinum sem efst er í bólinu. Hann var ekki stór maður, orðinn grár á efri árum og hafði lagst til svefns í gráum ullarfötum. Þegar ungi maðurinn kemur að hurðinni knýr hann dyra en kallar til hinna að svo virðist sem draugsi sé ekki heim. Það tekur dálítinn tíma fyrir Eyjólf að koma sér upp og fram til dyranna en í þriðja sinni sem ungi maðurinn lemur opnar Eyjólfur dyrnar. Skiptir þá engum togum að gesturinn æpir upp yfir sig, hrekkur til baka og kútveltist niður brekkuna.

46.

í minnisorð

Þurr

Einu sinni í villta vestrinu kom stór rumur inn á barinn og þrumaði: Hver ykkar hefur málað hestinn minn bláan?

Þegar enginn svaraði æstist hann um allan helming en enginn svaraði að heldur. Í þriðja sinni er hann ógurlegur en þá stendur upp maður, risi á vöxt og allur hinn mikilfenglegasti. Hann segir: Það gerði ég - og hvað með það? Þá segir hinn með öðru hljóði: Ja - ég ætlaði bara að láta þig vita að nú er hann orðinn þurr svo þú getur málað aðra umferð.

45.

í minnisorð

.. eða ekki að vera

Mikill rumur kom inn á barinn og öskraði: Hver ykkar heitir Jónas! Allt datt í dúnalogn en enginn svaraði. Aftur þrumaði hann: Hver ykkar heitir Jónas? en það fór á sömu leið. Í þriðja skiptið stóð væskilslegur maður upp við eitt borðið og sagði: Ég heiti Jónas. Rumurinn hafði engar vöflur á en óð að manninum og rétti honum marga spítalavinka.

Mánuði síðar rankaði maðurinn við sér á spítalanum og það tók hann langan tíma að átta sig á því hvar hann var og síðan að rifja upp hvernig hann var þangað kominn. Svo fór hann að hlæja og hann hló og hristist með upphengdan arm í gifsi og margar fleiri ákomur. Ja! gat hann loksins stunið upp milli hláturkviðanna: Mikið ferlega lék ég á hann. Ég heiti sko alls ekki Jónas!

44.

í minnisorð

Vildi heldur deyja

Tvær piparjómfrúr bjuggu saman og höfðu hænur. Dag einn sjá þær út um glugga hvar hani nágrannans kemur aðvífandi og eltir eina hænuna sem flýr undan út á götu og verður fyrir bíl og deyr. Þá segir önnur þeirra af djúpum skilningi: Já, hún vildi heldur deyja.

43.

í minnisorð

Tíu

Níu! níu! níu! ... hrópaði Palestínumaðurinn í sífellu þegar bíl Ísraelsmannsins bar að vegarbrúninni þar sem hann stóð. Ísraelsmaðurinn sté út úr bílnum og gekk til hans og horfði út yfir brúnina.

Palestínumaðurinn hratt honum fram af hrópaði: Tíu! tíu! tíu!

42.

í minnisorð

***

Prins Polo

Presturinn settist við veitingaborð í Kringlunni og horfði á mannlífið og gladdist við tilhugsunina um að snæða Prins-Pólóið sem hann hafði keypt sér. Glæsileg stúlka vekur athygli hans og spyr hvort hún megi tylla sér við borðið því önnur eru ekki laus. Prestur tekur þessu vel því hann er kurteis maður og ekki síður við glæsilegar ungar stúlkur og hann þekkir að hún er fermingarbarn hans.

Innan skamms sér hann að stúlkan brýtur helminginn af Prins-pólóinu rétt sisona eins og ekkert sé. Honum bregður í brún en lætur þó ekki á neinu bera og brýtur helming þess sem eftir er og nýtur þess. En þá sér hann að stúlkan klárar það sem eftir er.

Þetta líkar honum ekki vel. Hann hugsar þó að best sé að kenna stúlkunni nokkra lexíu og teygir sig yfir í samlokuna hennar, bítur úr henni stóran bita og leggur aftur á diskinn hennar. Þá stendur hún upp og tekur með sér það sem eftir er og er úr þessari sögu.

Presturinn horfir á mannlífið í Kringlunni á meðan hann jafnar sig á þessari ókurteisi æskunnar en stendur að lokum upp og gengur út í bílinn sinn. Þegar hann leitar í vasa sínum að bíllyklinum kemur dálítið á hann þegar hann dregur þar upp sitt eigið Prins-Póló.

41.

í minnisorð

**

Amen

Ungur prestur kom frá námi í sveitina þar sem hann skyldi taka við af gömlum og grónum presti. Þegar hann átti að messa í fyrsta sinni hafði hann skrifað ræðuna en þegar leið að því að hann átti að ganga til kirkju var hann orðinn ærið taugaóstyrkur. Gamli presturinn segir við hann að við þessu kann hann gott ráð: "Fáðu þér eitt staup áður en þú gengur út í kirkju og þá rennur óstyrkurinn af þér" segir hann. Þetta gerir ungi presturinn og tekst vel. Hann heldur þessum sið jafnan og einnig þegar þar að kemur að biskup vísiterar hjá honum í fyrsta skipti.

En þegar allt er til reiðu er biskup ókominn og áður en langt um líður verður prestur að taka sér annað staup og enn síðar það þriðja líka - en þá loks kemur biskup og prestur gengur til kirkju. Hann stígur í stólinn og flytur sína ræðu og kemur svo til biskups og spyr hversu honum líki eða hvort hann hafi einhverjar leiðbeiningar.

Ræðan var góð, segir biskup. Þó eru atriði sem rétt er að nefna. Það er fyrst með Krist að hann var krossfestur en ekki skotinn. Annað er að það er venjan að prestur lýkur bænum sínu með því að segja amen en ekki skál! - og svona að lokum vil ég aðeins nefna það að þegar prestur kemur niður úr stólnum gengur hann yfirleitt niður þrepin en rennir sér ekki eftir handriðinu.

40.

 

sjá - ((Já, ég viðurkenni að þessi er ekki fagur - finnst þér að ég ætti að henda honum út ?!? ))

Blinda telpan var 11 ára. Snemma í mars fór mamma hennar að segja henni frá nýjum lækni sem áliti að hún gæti fengið sjónina aftur með skurðaðgerðÞær ræddu þetta uns ákveðið var að hún færi í aðgerðina. Móðirin er alltaf við höndina og svæfir hana áður en aðgerðin hefst og þegar hún vaknar er bundið um augun og móðir hennar segir að hún megi ekki taka bindið frá fyrr en augun hafi aðeins jafnað sig. Þegar mánuðinum er lokið segir hún við dótturina: Nú er dagurinn kominn. Gakktu nú hér út að glugganum og taktu af þér bindið. Dóttirin gerir svo. Hún snýr sér að glugganum og segir svo við móður sína: En - - ég sé ekki neitt? Þá segir móðirin: Abb-abb-abb! Það er fyrsti apríl í dag!

39.

í minnisorð

 

Báðar leiðir  

Eyjólfur Eyfells, listmálari:

Þrír spilafélagar voru miklir mátar og spiluðu öllum stundum. Einn þeirra dó og annar skömmu síðar. Þeim þriðja leiddist mjög og varð glaður þegar hann einnig dó og lagði leið sína um hinna þrönga stig að Gullna hliðinu. Pétur bauð hann velkominn og í Himnaríki fór hann víða en fann hvergi félaga sína. Loks spurði hann Pétur hvort hann gæti útvegað sér far niður til að leita félaga sinna.

Pétur lét hann hafa tvo farmiða. Annar var fyrir ferðina og hinn aftur til baka. Maðurinn fer strax niður og áður en varir hefur hann fundið félaga sína þar sem þeir sitja að spilum. Má ég vera með? spyr hann og fær óðara svarið: Já, ef þú hefur peninga. Hér er aðeins spilað upp á peninga. Hann hefur dálítið skotsilfur en ekki tekst betur til en svo að hann verður fljótt uppiskroppa. Út með þig! segja hans gömlu félagar. Þeir sem ekki eiga fé fá ekki að spila!

Bíðið aðeins - segir hann. Þeir fallast á það og hann bregður sér fram en kemur aftur að vörmu spori og hefur nú töluverð auraráð. Heyrðu segja þeir. Hvernig fórstu að þessu? Þá segir hann: Það var einfalt, ég seldi bakamiðann.

38.

í minnisorð

**

Sumir jafnari  

Merkur prestur kom að Gullna hliðinu. Hann sér marga drífa að, biðröðin lengist og lengist og loks sér hann Bjössa á mjólkurbílnum bætast aftan viðÞá kveður strax við í hátalaranum: Bjössi á mjólkurbílnum er næstur!

Þetta þótti prestinum óréttlátt. Hann gengur hvatlega fram með röðinni á undan Bjössa og kemur að Sankti-Pétri sem er í hliðinu að blaða í lífsins bók: Hvernig stendur á því að Bjössi á mjólkurbílnum er kallaður á undan mér. Hann sem aldrei kom í kirkju og lifði vægast sagt engu fyrirmyndarlífi!?

Sjáðu til segir Pétur. Vissulega hefur þú lengi prédikað en flestir dormuðu undir ræðunum. Þegar Bjössi keyrði voru farþegarnir hins vegar fullir af guðsótta og fóru með bænirnar sínar aftur og aftur.

Prestur hvarf nú á sinn stað í röðinni og komst inn um síðir. Honum var vísað í háhýsi við Prestagötu en þegar hann er að koma sér fyrir sér hann út um gluggann að handan götunnar er glæsilegt einbýlishús og þar sér hann lögfræðing sem hann þekkti og ekki að sérstöku. Þegar Sankti-Pétur kemur til hans skömmu síðar að sjá hvernig hann hefur komið sér fyrir spyr hann hvernig á því standi að svona sé gert við lögfræðinginn á meðan sjálfur sé hann látinn holast í þessu fjölbýlishúsi. Já, lögfræðingurinn segir Pétur. Við ákváðum að gera vel við hann því hann er okkar fyrsti.

37.

í minnisorð

Taktu nú eftir  

Á hraðbrautum Vestur-Þýskalands má aka mjög hratt. Þar var eitt sinn gömul Volkswagen-bjalla á ferð og varð bensínlaus. Eftir nokkra stund ber að sportlegan Benz sem stöðvar og tekur Volkswagen-bílinn í tog. Þegar hann er nýlega lagður af stað aftur ber að Ferrari sem dregur úr hraðanum og kemur að hlið Benzans og ökumaðurinn lítur til ökumanns Benz-bílsins og æfir inngjöfina. Ökumaður Bensans skilur táknmálið og er til í tuskið og nú gefa þeir báðir duglega í.

Þegar bílana ber að næstu bensínstöð áttar ökumaður Volkwagenbílsins sig á að Benzinn hefur gleymt honum og byrjar því að flauta til að minna á sig. Fyrst flautar hann kurteislega en síðar ákafar og ákafar.

Nú víkur sögunni til afgreiðslumannsins á bensínstöðinni. Hann fylgist með leiknum og hringir svo til vinar síns sem afgreiðir á næstu bensínstöð og segir: Þessu máttu ekki missa af! Rétt bráðum sérðu Ferrari og Benz í æsilegum kappakstri og á eftir þeim er Volkswagen sem liggur á flautunni að komast framúr!

36.

í minnisorð

Árni
Bergmann:

 

Radíó ..  

Á tímum kommúnismans í Austur-Evrópu lifði gálgakímni meðal almennings þar - eins og þessi saga sýnir:

Útvarpið í Jerevan skýrði frá því einn daginn að við uppgröft í borginni hefði fundist vír á 10 metra dýpi og það sýndi að að þar hefði síminn þegar verið kominn í gagnið fyrir hundrað árum.

Skömmu síðar skýrði útvarpið í Peking frá því að þar í borg hefði verið grafið niður á 100 metra dýpi og ekkert fundist. Það sýndi ótvírætt að fyrir 1000 árum hefðu Kínverjar verið farnir að nota þráðlaus samskipti.

Nokkru seinna sagði útvarpið í Prag frá því að þar hefði verið grafið niður á 1000 metra dýpi og þar hefði fundist skítur. Það sýndi glöggt að þegar fyrir milljón árum hefðu Tékkar búið við kommúnisma.

35.

í minnisorð

Ingólfur þorkelsson

Þungur hugur  

Glæsikona dó og kom að Gullna-hliðinu þar sem Sankti-Pétur tók á móti henni þungur á svip með lífsins bók opna. Mér sýnist þitt líferni hæfa neðri hæðinni segir hann. Hún tekur hann tali og þar kemur máli þeirra að hann fellst á að tala við drottin. Hann segir drottni að hún óski eftir að fá þriggja daga reynslutíma. Drottni líst ekki of vel á þessa hugmynd en Pétur kemur máli sínu svo að hann fellst á þetta .. en segir drottinn þú skalt fylgja henni hvert fótmál og segðu henni að ef hún svo mikið sem hugsi ótilhlýðilega hugsun muni hún sökkva þar sem hún standi og koma hér aldrei aftur.

Að loknum þriðja degi koma þau bæði á fund drottins.
Hún gengur léttum skrefum fram til sætis hans en Pétur veður grundina í kné.

34.

í minnisorð

 

Mála gullna-hliðið

Sankti-Pétur kom inn til drottins og segir við hann að Gullna hliðið sé orðið uppflagnað og nú verði að mála það. Þá skaltu bara mála segir drottinn. En við máluðum síðast og næst-síðast segir Pétur og nú er löngu komið að honum þarna niðri að mála. Allt í lagi segir drottinn segðu honum þá að mála.

Sankti-Pétur fer út fyrir hliðið og kallar: Þú, þarna niðri! Þú átt að mála Gullna-hliðið núna. Drottinn segir það!

Úr djúpinu kemur óðara: Ég mála ekki neitt! og Pétur fer inn og segir drottni. Segðu honum segir drottinn að ef hann ekki máli þá förum við í mál við hann. Pétur fer aftur út og ber þessi skilaboðÞá berast úr djúpinu hláturrokur og að lokum má greina: .. og hvar ætlar hann að fá lögfræðing?!

33.

í minnisorð

 

Ungur og ungur

Eyjólfur Eyfells, listmálari:

Liðlega þrítugur bifvélavirki dó og kom upp að Gullna hliðinu. Hann var mjög reiður við Sankti-Pétur og sagði að þeta væri fáheyrt þar sem hann væri kornungur maður. Dokaðu aðeins, góði maður, á meðan ég fletti upp í lífsins bók segir Pétur. Heyrðu nú segir hann það fer ekki á milli mála að miðað við vinnutíma þína á útskrifuðum reikningum ertu orðinn 106 ára gamall.

32.

í minnisorð

**

.. og svo giftumst við

Eyjólfur Eyfells, listmálari:

Unga ástfangna parið lenti í bílslysi og bæði dóu. Þau tókust í hendur og leiddust upp mjóa veginn og komu að Gullna hliðinu. "Gjörið svo vel" sagði Sankti-Pétur og tók þeim elskulega. Piltinum fékk hann strax vistarveru í piltasambýlinu en stúlkan fékk inni í kvennablokkinni skammt frá.

Langt og skammt eru afstæð hugtök í himnaríki en þar kom að hjónaleysunum þótti aðlaðandi að gifta sig og leituðu til Péturs. Hann kvað það sjálfsagt og bað þau bíða meðan hann aðeins brá sér frá. Eftir allanga stund kom hann aftur og var dálítið kindarlegur en sagði að því miður var ekki hægt að gifta þau þá stundina. En komið fljótt aftur - þá verður þetta áreiðanlega allt í lagi.

þau koma aftur til Péturs nokkru síðar en allt fer á sömu leiðÞau láta langt líða áður en þau koma í þriðja sinni og Pétur biður þau enn að doka meðan hann bregður sér fráÞegar hann kemur inn aftur og segir að þetta sé enn ekki hægt ganga þau á hann og spyrja hvers vegna ekki? - Það er sko - þetta með prestana segir Pétur - það er nefnilega enginn kominn ennþá.

31.

í minnisorð

Engin þörf fyrir ofurveruna

Laplace (1749-1827) var franskur vísindamaður og stærðfræðingur sem tók upp þráðinn frá Newton og sýndi með útreikningum hvernig sólkerfið með reikistjörnunum fylgdi kerfisbundnum hreyfingum þyngdaraflstengdra atburða í rúminu. Síðar sneri hann sér að fjarlægari stjörnum og stjörnuþokum og sagði fyrir um mögnun þyngdarafls og það sem nú er nefnt svartir svelgir. Hann ritaði fimm binda verk Celestial Mechanics um hreyfingu reikistjarnanna - meðal annars skoðað utanfrá.

Napóleon keisari boðaði hann eitt sinn á sinn fund. Frásagnir eru ekki samhljóma um til hvers hann ætlaðist, fá bækur hans eða skilja hugmyndir hans. Laplace gerði honum hógværa grein fyrir hugmyndum sínum. Napóleon spurði hvers vegna útreikningar hans sýndu hvergi guð og fékk svarið: Hans er hvergi þörf.

30.

í minnisorð

Hefurðu séð

Hefurðu séð sól berja sultu?
Hefurðu séð kú reka stígvél?
Hefurðu séð bíl skúra gólf?
Hefurðu séð ís í boxi?

29.

í minnisorð

**

Finnast ekki

Guðlaug Vala, 11 ára:

Veistu hvers vegna hvítabirnirnir finna ekki mörgæsirnar?

Nei - ?

Mörgæsirnar eru á Suðurskautslandinu en hvítabirnirnir á norðurpólnum!

28.

í minnisorð

Hefurðu heyrt um ..

- smiðinn sem þoldi ekki við?
- járnsmiðinn sem stígvélið kramdi?
- tannlækninn sem reif kjaft?
- tannlækninn sem var gómaður?
- nektardansmeyna sem átti ekki bót fyrir rassinn á sér?
- gleðikonuna sem hætta varð störfum því viðskiptavinirnir fóru svo í hana?
- manninn sem hljóp svo hratt að hann hljóp á sig?
- skósmiðinn sem hringsólaði?
- múrarann sem rann út í sandinn?
- beitingamanninn sem beitti bara ofbeldi?
- ökumanninn sem var úti að aka?
- grásleppukallinn sem dró ýsur?
- rafvirkjann sem var í stuði?
- reikningskennarann sem var dæmalaus?
- trommarann sem sló í gegn?
- rakarann sem fór á hausinn?
- hljómlistarmanninn sem spilaði út?
- kokkinn sem fór í spað?
- líkið sem var illa liðið?
- línudansarann sem var á tauginni?
- smalann sem fór út um þúfur?
- skákmanninn sem stóðst ekki mátið?
- veiðimanninn sem stóð á öndinni?
- baðvörðinn sem sundlaði?

27.

í minnisorð

Krústjoff í himnaríki

Þegar Krústjoff dó fór hann mjóa veginn og kom að gullna hliðinu. Sankti-Pétur brást ókvæða við og tjáði honum að leið hans lægi beinustu leið norður og niður. Krústjoff ræddi nokkra stund við Pétur og þar kom að Pétur féllst á að spyrja drottin hvort Krústjoff gæti fengið að vera í himnaríki í þrjá daga til reynslu. Drottni þótti þetta mesta óráð en Pétur mælti með og svo fór að Drottinn gaf samþykki - enda skyldi Pétur fylgja Krústjoff hvert fótmál og gefa skýrslu um framferði hans á hverju kvöldi.

Að kvöldi fyrsta dags flutti Pétur skýrslu sína og sagði: Hann hefur bara gengið um og talað við fólkið og börnin.

Að kvöldi annars dags spurði Drottinn: Hvernig var Krústjoff í dag? og Pétur svaraði: Það var allt í lagi í dag með félaga Krústjoff.

Að kvöldi þriðja og síðasta dagsins spurði Drottinn enn um Krústjoff.
Þá sagði Pétur: Jú, það er ekkert nema gott að segja um félaga Krústjoff, félagi Drottinn.

26.

í minnisorð

Úr atvinnulífinu

Frá Helgu Óladóttur - framsent af Hlédísi Guðmundsdóttur í sept. 2007.

Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.

Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.

Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.

Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn og einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður" samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".

Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.

Íslenska fyrirtækið rak að áramanninn vegna lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.

25.

í minnisorð

Frá
Helgu Óladóttur
- framsent af
Hlédísi
Guðmunds-
dóttur
27. maí 2008.

 

Fyrst - ein spurning

Ókunnur maður situr við hlið átta ára stúlku í flugvélinni. Þegar nokkuð er liðið á ferðina lítur hann til hennar og segir: Ættum við að tala saman? Ég hef heyrt að þá líði flugtíminn fljótar.

Litla stúlkan hallar aftur bókinni sem hún er að lesa og svarar: Hvað viltu tala um?

O - ég veit ekki - segir hann og brosir, til dæmis kjarnorkuna?

Allt í lagi segir hún það getur vissulega verið áhugavert umræðuefni - en ég vil samt fyrst spyrja þig að einu. Hesturinn, kýrin og dádýrið borða ölla það sama - nefnilega grasið á jörðinni. Samt er það svo að dádýrið skítur smáum skíta-töflum, en kýrin stórum og mjúkum klessum og hesturinn kúlum með eins og þurrkuðum grasleifum. Hvaða skýringu veistu á þessu?

Ókunni maðurinn er greinilega dálítið undrandi á þessu greindarlega tilsvari stúlkunnar. Hann íhugar málið en segir svo:

Hmmm - ég hef ekki hugmynd um það.

þá segir stúlkan:

Finnst þér virkilega að þú sért hæfur til að ræða um kjarnorku þegar þú veist ekki einu sinni um skít?
*   *   *  

Frumútgáfan er auðvitað á ensku:

A stranger was seated next to a 8-year old girl on the airplane when the stranger turned to her and said, 'Let's talk, I've heard that flights go quicker if you strike up a conversation with your fellow passenger.

The little girl, who had just opened her book, closed it slowly and said to the stranger, 'What would you like to talk about?'

'Oh, I don't know,' said the stranger 'How about nuclear power? and he smiles.

'OK,' she said. 'That could be an interesting topic. But let me ask you a question first. A horse, a cow, and a deer all eat the same stuff - grass. Yet a deer excretes little pellets, while a cow turns out a flat patty, and a horse produces clumps of dried grass.
Why do you suppose that is?'

The stranger, visibly surprised by the little girl's intelligence, thinks about it and says, 'Hmmm, I have no idea.'
To which the little girl replies, 'Do you really feel qualified to discuss nuclear power when you don't know shit?

24.

í minnisorð

Endurfundir

Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, og Hillary kona hans stöðvuðu bíl sinn á bensínstöð. Á meðan Bill var að taka bensín gaf Hillary sig á tal við mann sem sat þar í bíl tilbúinn til að leggja af stað. Bill beið nokkra stund en loksins kom Hillary og þau lögðu aftur af stað.

Við hvern varstu að tala svona mikið? spurði Bill.

Já, veistu hvað! segir Hillary. þetta var hann John sem ég var að skjóta mig í í skóla áður en við tókum saman. Mikið var gaman að hitta hann aftur.

Hmm, Bill ræskti sig og hélt svo áfram En þú ert nú glöð yfir því núna að hafa valið mig - er það ekki?

Góði Bill minn, segir Hillary þá. þú veist vel að John hefði orðið forseti ef ég hefði gifst honum.

23.

í minnisorð

**

Að geyma bíl

Ljóskan kom í bankann niðri á Manhattan og bað um 1000 dollara lán. Allt í góðu lagi með það - sagði lánastjórinn, en geturðu sett einhverja tryggingu? Ljóskan gekk út að glugganum og benti á glæsibifreið sem þar stóð blikandi - og spurði hvort hún dygði? Sjálfsagt sagði lánastjórinn og starfsmaður bankans fór út með henni og færði bifreiðina inn í vörslu bankans.

Mánuði síðar kom ljóskan aftur, greiddi dollarana 1000 ásamt 10 dollurum í vexti og kostnaðÞegar hún bjóst til að fara komu boð frá bankastjóranum sem bað hana að finna sig. Þegar hún kom á hans fund sagðist hann hafa kynnt sér hennar góðu fjárhagsstöðu og spurði hann hvers vegna hún hefði óskað eftir þessu láni.
Hún spurði: þekkirðu aðferð til að fá öruggari geymslu fyrir bílinn sinn á Manhattan í mánuð fyrir minna en 10 dollara?

22.

 í minnisorð

**

Einum  of

Þeir Pekki og Johvan voru í sinni árlegu HelsinkiferðÞetta var í heimsstyrjöldinni og þegar þeir höfðu verið á því í tvo daga réðust Rússar á borgina með miklu sprengjukasti svo víða voru gríðarlegar skemmdir. Átta dögum síðar rennur af þeim félögum og þá eru Rússarnir horfnir á braut. Pekki dregur frá glugganum í hótelherberginu en þegar hann lítur út verður hann skelfingu lostinn og segir: Hvert þó í logandi - þetta getum við aldrei borgað!

21.

í minnisorð

frá
mömmu

**

Drífðu þig!

Konan kom heim og segir við manninn: "Veistu hvað! Heldurðu ekki að ég hafi hitt hann Gunna - þú manst, sem ég var svo skotin í hér áður. Það var nú meira stuðið á honum. Hann var að fara með vinafólki sínu í sumarbústað um helgina og bauð mér með. Auðvitað dettur mér ekki í hug að fara - en ég var bara alveg búin að gleyma honum."

Maðurinn svarar: Já, það var gaman. Heyrðu, drífðu þig bara með þeim í sveitin. Það verður fróðlegt og spennandi að rifja upp gömlu kynnin.

Konunni brá nokkuð við þessa hvatningu eiginmannsins en þegar hann lét sig hvergi þá sló hún til og dreif sig í sumarbústaðinn með Gunna og vinum hans. Þegar hún kom aftur síðdegis á sunnudeginum var hún ekki alveg eins upprifin: Þetta var nú ekki eins gaman og ég hélt segir hún við manninn. Ég var alveg búin að gleyma hvað mér fannst hann hræðilega leiðinlegur.

Eftir dálitla stund segir hún svo: Heyrðu annars, hvers vegna varstu að æsa mig upp í að fara með honum Gunna?

Ég skal segja þér það segir hann. Það var þannig að þann morgunn hafði ég einmitt fundið nýja skó inni í skáp hjá mér og áttaði mig ekki á því hvers vegna þeir voru þar alveg ónotaðir. Ég fór þess vegna í þeim í vinnun. Þegar ég kom heim var ég alveg búinn að vera í fótunum. Ég hafði nefnilega gleymt því að ég gat aldrei notað þá því þeir meiddu mig svo mikiðÞá komstu heim og sagðir mér frá Gunna. Ég taldi víst að einhverju hefðirðu gleymt um hann.

20.

í minnisorð

 

Heyrt
á
þórsmörk

Karl Sæmundarson - skálavörður í Langadal á þórsmörk

Ort á Þórsmörk og flutt á kvöldvöku í Skagfjörðsskála um 1970:

Ilmar reyrinn, angar björk,
andar á kinnar rjóðar -
hér eru engin eyktarmörk
allar stundir góðar.

Efst á tind við aftanskin
eins hjá lind í rjóðri
oft er syndin áleitin
eins og kind í gróðri.

19.

í minnisorð

Karl Theodór
Sæmundsson,
kennari, smiður,
málari,
ljósmyndari og
ferðamaður.
**

 

Er það satt!

Eiginkona Stefáns Jónssonar, kennara og rithöfundar, starfaði á kaffistofu Háskóla Íslands og þangað kom hann stundum. Eitt sinn er þar prófessor sem hefur heyrt þessa stórmerku og dagsönnu sögu:

Það var eitt sinn að Thor Vilhjálmsson gerir sér ferð að heimsækja Kiljan og hefur uppi langar ræður. Þar kemur að Kiljani tekst að fanga athygli Thors og draga að lítilli hríslu í garðinum og segir við Thor: Þessi litla hrísla verður vonandi orðin stórt og öflugt tré þegar þú lítur næst við.

Stefán hlær hjartanlega að þessari sögu og fær í kaupbæti langan lista merkismanna sem staðfest hafa sannindi hennar.

Að lokum segir Stefán við prófessorinn: Þessa sögu samdi ég raunar sjálfur fyrir Karl Guðmundsson, leikara.

18.

í minnisorð

Úr MA-smiðjunni

Heimir Pálsson hafði heyrt haft eftir Valdimari Gunnarssyni, kennara við MA, eftir að séra Pétur Sigurgeirsson var kjörinn biskup:

Skaparinn gjörði allt úr öngu
- sem var ótrúlegt kraftaverk fyrir löngu -
þá voru prestarnir þeim mun betri
að þeir gerðu biskup úr séra Pétri.

Ekk'er nú mikið úrvalið
sem íslenska kirkjan getur
offrað á biskupsembættið
úr því þeir völdu Pétur.

17.

í minnisorð

Fréttabréf
ÖBÍ 3/94:

Böðvar Guðlaugsson

Bréf frá Böðvari Guðlaugssyni. Í vísunni er nefndur Ingólfur . Þorkelsson:

"Á vorferðalagi með Kennaraskólanum fyrir meira en fjórum áratugum varð þessi kviðlingur til að kvöldi hins fyrsta dags. Fyrri parturinn er lyrisk náttúrustemmning en seinni parturinn gersamlega tilefnislaus skætingur í garð þáverandi formanns Sambands bindindisfélaga í skólum:

Hnígur bráðum sól í sjá,
sígur húm á grundina.
Ingólfur er alveg blá-
edrú þessa stundina."

16.

í minnisorð

Hæfilegur fyrir Jónas

Í árdaga voru vegir erfiðir um mýrarfláka og eðjusund upp að Laugarvatni. Þá var Ólafur í ferð með fólk og flutning. Hann kom að vondu mýrarsundi og sagði: Hér fara allir út og bera flutningin yfir. Einn farþeganna var Jónas frá Hriflu. Ólafur hlóð farangri og flutningi á farþegann. Þar var einn pokinn öðrum stærri. Þessi hæfir þér, Jónas, sagði Ólafur. Jónas bar sitt pund eins og allir aðrir og yfir komust bíll, farþegar og flutningur.

15.

í minnisorð

Talaðu kona

Eitt sinn var Ólafur Ketilsson að bardúsa við langferðabíl sinn utan við Bifreiðastöð Íslands og undirbúa hana undir brottför. Kona ein leitað bifreiðastjórans og kom þar að hún sá fætur eina undan bílnum. Hún hóf upp erindi sitt og talaði nokkra stund. Ekkert svar barst. Þá spurði hún hvort maðurinn heyrði í sér. Talaðu kona sagði þá Ólafur undan bílnum. Ég hlusta.

14.

í minnisorð

**

Enginn hló

Tryggvi Sigurbjarnarson, bróðursonur Ólafs, í frábærum eftirmælum um Ólaf Ketilsson í Mbl 22.7.1999.

"Þegar ég var unglingur í skóla á Laugarvatni man ég að strákar tóku sig til og veltu stóra steininum á hlaðinu í veg fyrir rútuna hans Ólafs. Síðan stóðu þeir uppi á bakkanum og ætluðu að hafa gaman af að sjá Ólaf fást við steininn. Ólafur stöðvaði bílinn, gekk að steininum, tók hann upp og lagði á sinn stað. Enginn hló."

13.

í minnisorð

Ríðandi í bæinn

Eitt sinn var Ólafur Ketilsson áleið til Reykjavíkur. Það var fátt í bílnum og hann tók ungt par upp í á leiðinni. Þau lögðu undir sig aftursætið og Ólafur sá glöggt til þeirra í speglinum. Þegar til Reykjavíkur kom bauð pilturinn greiðslu en Ólafur vildi enga taka: ... segðu bara að þú hafir komið ríðandi í bæinn.

12.

í minnisorð

Fljót kýr

Ólafur Ketilsson, langferðabílstjóri á Laugarvatni, var þjóðsagnapersóna í lifanda lífi. Hann þótti ekki aka hratt. Eitt sinn var hann á leið til Reykjavíkur þegar farþegi kallar til hans: Ólafur! Það er kýr sem vill fara fram úr! Þá svarar Ólafur: Viltu að ég stoppi svo þú getir tekið þér far með henni?

11.í minnisorð

Kom af netinu.

 

 Ljóshærð og ...  

Blondínan var illa stödd. Fyrirtækið komið á heljarþröm og allt veðsett. Að lokum var aðeins ein leið eftir: hún bað til Guðs. "Guð minn góður, láttu mig vinna í Lottóinu. Annars missi ég fyrirtækið mitt og húsið mitt og bílinn minn og fjölskylduna mína."

Það er dregið í Lottóinu. Hún vinnur ekkert og tapar fyrirtækinu. Hún biðst aftur fyrir. "Góður Guð. Láttu mig vinna í Lottóinu. Nú er ég búin að missa fyrirtækið. Ef ég vinn ekki í Lottóinu tapa ég húsinu og bílnum og fjölskyldan sundrast."

Það er dregið í Lottóinu. Hún vinnur ekkert og tapar húsinu. Hún biður Guð aftur: "Guð minn góður. Láttu mig vinna í Lottóinu. Nú hef ég tapað fyrirtækinu og húsinu. Ef ég fæ ekki vinning í Lottóinu missi ég bílinn og fjölskyldan sundrast. Ég hef alltaf verið þér trú og stöðug og alið börnin mín upp í trúrækni og góðum siðum. Góði Guð, láttu mig fá vinning."

Þá ljómar yfir henni og til hennar hljómar rödd sjálfs Guðs almáttugs sem segir: "Vertu mér hjálpsöm, kona. Kauptu miða í Lottóinu!"

10.

í minnisorð

 

Kom
af netinu.
**

 

Tvær eða fjórar?

Jón er á gangi þar sem Kyrrahafið skolar fjörusanda Kaliforníu þegar hann hrasar um gamalt lampahró. Hann tekur lampann upp og strýkur af honum óhreinindin. Óðar birtist andi sem segir: Allt í lagi, allt í lagi - þú losaðir mig úr lampanum. Hvað með það - !! Þetta er nú í fjórða sinnið í þessum mánuði sem ég er dreginn úr lampanum og ég er orðinn leiður á þessu óska-veseni. Það er af og frá að þú fáir þrjár óskir. Allt og sumt sem þú getur fengið er ein ósk!

Jón hjaðnar niður - en fer svo að hugsa sig um. Loks segir hann: Mig hefur alltaf langað svo mikið að fara til Hawaii. Hins vegar er ég svo flughræddur að ég get alls ekki farið með flugvél. Ég er líka svo sjóveikur að það getur ekki gengið að fara þangað með skipi. Gætirðu kannski byggt fyrir mig brú svo ég geti ekið þangað með konuna og börnin í sumarleyfinu?

Andinn hlær að honum og segir: Vertu raunsær, maður! Þetta er ómögulegt! Hugsaðu aðeins um hvað þarf til! Ímyndaðu þér hvílík ósköp þyrftu af steypu og stáli! Veistu hve Kyrrahafið er djúpt? Nei, - finndu þér einhverja skynsamlega ósk.

Nú verður Jón hljóður en hugsar svo drykklanga stund. Loks segir hann: Ég hef verið giftur fjórum konum sem allar hafa skilið við mig. Þær hafa sagt við mig að ég skildi þær ekki. Mér mundi þykja mjög til bóta að skilja pínulítið í konum, - geta áttað mig á hvað er að þegar þær segja bara að maður viti það - en maður hefur ekki hugmynd um það, vita hvað þær eru að hugsa þegar þær setja á mann þagnarmúrinn og hvernig yfirleitt er hægt að gera þeim til geðs.

Þá segir andinn: Akreinarnar - viltu tvær eða fjórar?

9.

í minnisorð

 

Laxdal og Kjemp

Sigurjón Pétursson, smiður á mál og tré:

Hjörtur Laxdal, rakari á Sauðárkróki, og Lúðvig Kjemp, vegavinnuverkstjóri í Skagafirði, voru vinir. Hjörtur var róttækur í þjóðfélagsmálum og áttu þeir Jósef Stalín sama afmælisdag. Lúðvig Kjemp var þýskur í aðra ættina og af sumum talinn hliðhollur Þjóðverjum. Árið 1946 varð Hjörtur fertugur og hélt upp á það með veislu á Króknum. Þá lá Lúðvig við í Fljótum að leggja veg yfir Siglufjarðarskarð. Snemma kvölds berst í veisluna svohljóðandi skeyti:

Sveiflað er fánum og sungið er lag
sefur nú enginn sem frjáls verður talinn:
blindfullir eru þeir báðir í dag
bartskeri Laxdal og félagi Stalín.

Meðal gesta í veislu Hjartar var hagyrðingurinn Stefán Vagnsson og fyrir veislulok kom svohljóðandi skeyti í Fljótin til Kjemp:

Hitler er dauður og horfin sú pest.
Himmler tók eitur og urðast í gjótum.
Quisling þeir hengj'a eins og kött fyrir rest
en Kjemp liggur blindfullur norður í Fljótum.

* *

Lárus Valdimarsson, fasteignasali og margfræðingur, hefur heyrt annað samhengi við fyrri vísuna:

1. maí kemur Kjemp til Hjartar með fulla flösku en Hjörtur verður að fresta drykkju því hann er fyrst upptekinn í kröfugöngu og öðrum hátíðahöldum dagsins. Þá gerir Kjemp þessa vísu:

Sveiflað er fánum og sungið er lag
syngur nú hver sem að frjáls verður talinn.
Blindfullir verða þeir báðir í dag
bartskeri Laxdal og félagi Stalín.

8.

í minnisorð

Pétur
Sumarliðason
**

Langur vetur

Stefán Jónsson, kennari og rithöfundur, og Pétur Sumarliðason (d. 1981), kennari, voru um langan aldur samkennarar við Austurbæjarskólann. Eitt vorið segir Pétur frá því að hann hefur að morgni verið lítt ræðinn og svarað einhverri spurningu samkennara með því að hann vissi ekki neitt um neitt. Þegar þeir ganga út af kennarastofunni inn í næstu kennslustund gaukar Stefán að honum blaði með þessari vísu:

Mér er orðið lífið leitt
og langur þessi vetur,
ég veit ekki neitt um neitt
- nema: ég heiti Pétur.

7.

í minnisorð

Höf:

Einar
Jónsson
á
Litlu-
Drageyri
í
Skorradal
 

Tjóðruðu Grána

Lagfært 16. janúar 2009 eftir símtal við Sigurð Sigurðarson, dýralækni. Hann sagði frá samtali sínu við Sveinbjörn Beinteinsson en margir hafa eignað honum vísuna. Sveinbjörn sagði vísuna eftir Einar Jónsson á Litlu Drageyri í Skorradal. Hún er birt í Borgfirskum ljóðum og feðruð Einari. Hún er sennilega eitthvað öðruvísi en hér - og er leiðrétting vel þegin.

Einar lá á sjúkrahúsi til aðgerðar nærri nára. Hjúkrunarkonur festu lim hans við fjærlærið. Hann orti:

Sjúkrahúsmeyjunum síst mun ég gleyma
- sáran mig langaði með þeim í geim.
Þær tjóðruðu Grána í túninu heima
til þess hann fær'ekk'í blettinn hjá þeim.

6.

í minnisorð

Jón G. Halldórsson,
kennari á Dalvík.

Sparr *

Ómar Ragnarsson setti saman þessa stöku um áhrifamátt þvottaefnisins Sparr við erfiðar kringumstæður:

Skálmar ég skók
á skítugri brók.
Þefurinn þvarr
- ég þvoði úr SPARR

5.  

í minnisorð

Jón G. Halldórsson,
kennari á Dalvík.

.. fyrir okkar hönd

Ómar Ragnarsson sér spaugið við orðalag dánartilkynninga og sér fyrir sér tilkynninguna um sitt eigið andlát:

Gamli Ómar gaf upp önd
í gær - það vottorð sanna.
Hann andaðist fyrir okkar hönd
og annarra vandamanna.

4.

í minnisorð

"innan gæsalappa"

Egill Jónasson á Húsavík og Steingrímur í Nesi voru á fuglaslóðum þegar þeir sáu föngulega konu. Þá segir annar:

Við skulum ekki hafa hátt:
hér er gæs að vappa.

Hinn gerir þessa athugasemd:

Sumir hafa allt sitt átt
innan gæsalappa.

3.
í minnisorð

Jón G. Halldórsson, kennari á Dalvík.

 

Skallinn

Haraldur á Jaðri sendi Halldóri Jóhannessyni vísuna:

Tíminn spinnur tálþráð sinn
tólum sallafínum -
heldur þynnist, Halldór minn,
hár á skalla þínum.

Halldór svaraði:

Þú hefur gleymt - og því er ver -
það um dæmi sanna -
að skallinn merki aðals er
og allra gáfumanna

2.
í minnisorð

Jón G. Halldórsson, kennari á Dalvík.

Haraldur á Jaðri yrkir til Valdimars Kristjánssonar sjötugs:

Lífsvef sló með lyndisró
léttbrýnn hló við elli
vel hefur róið veraldarsjó
Valdi á Móafelli.

1.
í minnisorð

.. í
Kötlum

Jóhannes skáld úr Kötlum og Kristmann skáld Guðmundsson voru nágrannar í Hveragerði og var kunningsskapur með þeim. Einhverju sinni sagði Jóhannes við Kristmann:

Lít ég þann sem list kann.
Löngum hafa þær kysst hann
Kristmann.

Svar Kristmanns var svona:

Einkum þó vér ötlum
að þær fari úr pjötlum
í Kötlum.

efst á þessa síðu Minnisorð

73 - 126 - AAADD - Að skjóta björn - Aldrei aftur- alvarlegt með hann, sem betur fer - amen en ekki skál - Amma í vitnastúkunni - Andskotinn á bak við - athyglisbrestur aldurstengdur - Á sjó - ástarleik - Bakamiðinn - Bakarinn sem týndi hringnumBakhjarlinn - Barði Þórhallsson - Barnið lifir ennþá - Bárðarbás - Beck - Bíður eftir strætó - biskupinn yfir Íslandi - Björninn skotinn - Bjössi á mjólkurbílnum - Bláu náttfötin - Blessuð skepnan - Bolli Thoroddaen - Borga sjálf - Bóndinn á bakkanum - Brjóst - Broddstafur - Bækur - Böðvar Guðlaugsson - Dagsetningin - Davíð Karl Sigursveinsson - Deigin - Djöfullinn er einstæðingur - Draumabenzinn - Eggert Haukdal - Egill Jónasson á Húsavík - ekkert ljós þar - Ekki feigur - Ekki Hafnarfjarðarbrandari - en hann er góður við börnin - en liggja dauður ella - Eyjólfur Eyfells - eyktarmörk - félagi Drottinn - félagi Stalín - fjandinn! - Framúr - fréttnæmt - fyrsti apríl - Geir Magnússon - Gestur Einarsson - Gestur eldri á Hæli - Gigtin - Gísli Ólafur Pétursson, læknir á Eyrarbakka - góðan daginn, svínið þitt - Gosi minn - Grafa börnin - Gráa hrossið - Gregorí - græna - Guð - Guð kæri - Guðlaug Vala - Guðmundur Jónasson og broddstafurinn - Guðmundur Jónasson og hvítu skyrturnar - guðspjallið var svo bölvað - gyðingur - Gyðingur í Aberdeen - gætir flöskunnar - H. C. Andersen - Hagalín - Halldór Pétursson - Haraldur á Jaðri - hefði átt að vera ánamaðkur - heiti sko ekki Jónas - Helgi bóndi Gunnarsson á Grund í Jökuldal - helvítis líkið - Herra Tölva - Himnaríkisbúskapurinn - Hjálmar Stefánsson á Vagnbrekku - Hlédís Guðmundsdóttir - Hólmfríður, Barði, börnin - Hraungerði - hver fjandinn! - Hveragerði - Hvítar skyrtur - Hvítar og köflóttar skyrtur - Hörður Zophaníasson HZ1 og HZ2 - Ilmar reyrinn - Ingólfur . Þorkelsson - Íslensku skáldin - Ísskápurinn - Ja - hver fjandinn! - Jakob Havsteen kaupmaður á Akureyri - Jerevan - Jesú var líka gyðingur - Jóhannes skáld úr Kötlum - Jón Helgason Íslensku skáldin - Jón Helgason Ræða - Jón Helgason Sturla í Vogum - Jón Helgason Úr landsuðri - Japanskir róðrarmenn - Jónas - Karl Sæmundarson - Kasparov - kengúrur - Kiljan - Kjarval - Kjemp - Koddinn - kojur - Komst ekki lengur í neina skó - Kraftaverkadagur - Kristján Jóhannsson - Kristmann skáld Guðmundsson - Krókódílabóndinn - Krókódílaskór - Krústjoff - Krydd í tilveruna - Kvöldbænir - kýs - Langar stundum ekki í neitt - Laplace - lék ég á þig - leyndardómur - Lottómiðinn - Lóan - Lundinn - Lögfræðingurinn fyrstiMail óvart - Magga frænka - Margt að varast - Matthías skáld Jochumsson - Matthías þórðarson þjóðminjavörður - Meðgekk það - Meindýrafjöldinn - Michelangelo - Móses - Múrar Jeríkó - Napóleon - Níels Bohr - Níu - nota gúmmí - ofurveran - Ómar Ragnarsson - Óvart mail - Palli var einn - Pálmi Hannesson - Pétur Sigurgeirsson biskup - Pétur Sumarliðason - Pétur Sumarliðason og bókalánið - prestur - Presturinn sem sagðist treysta guði - Presturinn sem spurði um kvöldbænirnar - Prins-Póló - rafmagnsmótor - riffill með sjónauka - Ristarinn - Ríkharður Beck - Róðrarkeppni  - Saga í eldinn - Sahara - Sameining - Sánkti Pétur - Satana Perrkele - Sendir hestinn ef ... - Shaw - Sigurjón Rist - Shit - Skallinn - Skápurinn - Skeiðarársandur - Skila honum aftur - Skiptimyntin - Skítadreifarinn - slappast - Slökkti ljósið - Smyrja bílinn - Smjörvatnsheiði - Smokkar - SPARR - spilafélagar - staup - Stefán Jónsson, fréttamaður - Stefán Jónsson, kennari: Er það satt! - Stefán Jónsson, kennari: Langur vetur - Stefán Vagnsson - Steingrímur í Nesi - Sveinbjörn Beinteinsson - Sæmundur, prestur í Hraungerði - Sölvi Helgason - Tafla á 100 kall - til lukku með þínar þrjár - Tíu - Tjakkurinn - Tungumál - Tvær eða fjórar? - Tölvukynið - Umhyggjan fyrir börnunum - Undir rúmið - Úr hjónarifrildi - Úr skápnum - Valahnúksból - Varmahlíð - Vatnið kemur - vegprestur - Verkfræðingar - Vikar Pétursson - vildi heldur deyja - vit á bílum - Voff - Þekkirðu virkilega ekki hann Þórð Bjarnason - þetta getum við aldrei borgað - þori ekki niður - Þorvaldur Halldórsson - Þórarinn Guðmundsson, fiðluleikari - þráðlaus samskipti - þrjár tröppur niður - þungt í honum pundið - Þura í Garði - Þvottavélin - Öxarvegur

ljj

Efst á þessa síðu * Forsíða