GÓP-fréttir
Forsíða

Til baka í leiðarvísinn * Vefskólinn

Markmiðsskilgreiningar
fyrir samræmt grunnskólapróf í stærðfræði

A: Tölur, reikniaðgerðir, reiknikunnátta og mat:
Skilgreiningar

Hvað þarf að þekkja?

Kunna utan að

Hvað þarf að kunna utan að?

Reikniaðgerðir

Hvað þarf að kunna að reikna?

Skilgreiningar

Hverjir eru í
stærðfræði-
partíinu?

Gestirnir

Aðilar þessa A-hluta stærðfræðinnar eru hér með boðnir í partí. Þeir eru þessir - en sjálfsagt þurfum við að bjóða fleirum þegar nánar er að gáð. Þú þarft að þekkja þessa gesti með nafni. Ef þú sérð að einhvern vantar - þá sendu mér línu og segðu mér frá:

Náttúrlegar tölur, heilar tölur, ræðar tölur, stærri en, minni en, jafnstór og, merkin = og + og - og . og : , samlagning, margföldun frádráttur og deiling, summa, mismunur, margfeldi, deild, kvóti, afgangur, stærð talna, röðun talna, rætur, ferningsrætur, kvaðratrætur, ferningstölur, kvaðrattölur, veldi, tugveldaritháttur, frumtölur = prímtölur, námundun, tugabrot, aukastafur, kommusæti, almennt brot, teljari brots, nefnari brots, lenging brots, stytting brots, óeiginlegt brot, blandin tala, samnefnari brota, brotabrot, samlagningarandhverfa, margföldunarandhverfa, svigi, röð aðgerða.

Að kunna
utan að

Hvað er það
sem gott er
að kunna
utan að?

og ef þú kannt
það ekki
geturðu
ekki haldið
nægum
reiknihraða!

Utan að
 • Margföldunartaflan er tekin sérstaklega fyrir. Hana þarftu að kunna - og byrjaðu alltaf á einu sinni ... t.d.: einu sinni átta eru átta, tvisvar átta eru sextán o.s.frv.. Snjallt er líka að kunna 11-sinnum töfluna ... (!).
 • Atriði sem nauðsynlegt er að muna:
  ferningstölurnar upp að 100 (4, 9, 16, ..., 81, 100) og rætur þeirra, tugveldarithátt, frumtölurnar undir 30 (2, 3, 5, 7, ..., 29), námundun, stofntala veldis og veldisvísir, núllta veldi, röð aðgerða (fyrst reikna út úr svigum, svo að hefja upp í veldi og reikna rætur, síðan margfalda og deila og fá útkomu úr hverjum lið fyrir sig og að lokum leggja saman plús-liði í eina niðurstöðu og mínus-liði í aðra og skila svarinu).
 • Reikni-aðferðir sem þú þarft að kunna alveg utan að:
  Aðferðir til að leggja saman og draga frá, geyma og taka til láns, margfalda og deila,
  aðferðir til að lengja brot og stytta brot og finna samnefnara og breyta óeiginlegu broti í blandna tölu og blandinni tölu í óeiginlegt brot,
  aðferðir til að breyta tugabroti í almennt brot og almennu broti í tugabrot,
  aðferðir til að breyta brotabrotum í almennt brot,
  aðferðir til að finna samlagningarandhverfu og margföldunarandhverfu,
  aðferðir til að margfalda inn í sviga, áhrif plús-merkis og mínus-merkis þegar eftirfarandi svigi er felldur,
  aðferðir til að finna ferningsrót, ferningstölu, frumtölu og hefja tölu upp í veldi.
Reikniaðgerðir Kunna að reikna

Þú þarft að kunna að beita þeim reikniaðferðum sem upp voru taldar að ofan. Æfðu þig að beita þeim þangað til að þú finnur að þú kannt það og hefur góða æfingu í því!

Æfðu þig með því að nota Stærðfræðivefinn. Þegar þú hefur lokið því sem þar er að finna - sem er margt og nytsamt! - geturðu tekið til við dæmin sem þú finnur í dæmabankanum.

Efst á þessa síðu * Forsíða