Forsíða

Stærðfræði á samræmdu grunnskólaprófi

Til þess að samræmda grunnskólaprófið veiti grunnskólanemandanum gleði þegar hann fæst við það og ánægju með þá einkunn sem hann fær úr því er nauðsynlegt fyrir hann að

Hér eru taldir þeir hlutar stærðfræðinnar sem prófað er úr á samræmdu prófi. Í hverjum þtti fyrir sig er um að ræða skilgreiningar, atriði sem kunna þarf utan að og reikniaðgerðir sem nemandinn verður að hafa á valdi sínu. Músaðu á liðina til að sjá það sem upp er talið fyrir hvern um sig.

Skilgreiningar Stærðfræðin er leikur.
Ég hugsa mér dálítið partí. Raunar dálítið fjölmennt partí. Það er stærðfræðipartí. Þangað eru mættir þeir aðilar sem fengið hafa boðskort. Það eru þeir sem nefndir eru í námsefni grunnskólans. Þetta er partíið á undan samræmda prófinu. Þarna eru þau mætt, frú Summa og ungfrú Samlagning og herra Mismunur og barnið hans hún Samlagningarandhverfa. Í þessu partíi eru allmargar persónur og til þess að geta tekið þátt í samræðunum þá þarf ég að vita hvað þær heita. Ég þarf ekki að vita hvaða atvinnu þau stunda - en ég þarf að geta sagt: heyrðu mig, Margföldunarandhverfa, sástu hvert hann Samnefnari fór?
Að kunna
utan að
Að leita - eða taka
Fjölmargt í stærðfræði er þess eðlis að maður getur fundið það út með umhugsun ef á þarf að halda og þess vegna gæti maður haldið að það væri óþarfi að vera að leggja það á sig að læra það utan að. Tökum margföldunartöfluna til dæmis. Allir nemendur á lokaári grunnskólans geta lagt saman tölurnar 7+7 og fundið þannig út hvað 2 * 7 er mikið. Já - auðvitað - 14. Það er líka auðvelt að reikna 7+7+7 og raunar líka 7+7+7+7+7+7+7+7 sem er 8 * 7.

Hitt fer ekki milli mála að þetta tekur tíma - og það getur verið erfitt þegar manni liggur á - og þá kemur líka oft fyrir að samlagningin verði ónákvæm. Í einu reikningsprófi þarf maður þess utan margoft bæði að margfalda saman lágar tölur og líka að sjá að ein tala gengur upp í annari. Ef maður ætlar sér að finna út úr því með umhugsun í hvert sinn er hætt við að maður þyrfti heilan dag - þegar aðeins er leyfilegt að vera í 3 klukkustundir í prófinu.

Sá sem kann þessi einföldu atriði utanað - er mun betur settur. Hann þarf engum tíma að eyða í einfaldar margfaldanir og hann þekkir strax flestar tölur undir 100 og ef ein þeirra er nefnd veit hann hvort upp í hana gengur ein eða önnur tala. Þegar hann sér töluna 63 kviknar strax í huga hans: þig þekki ég, góða mín. Þú ert 7 * 9 og þrír ganga upp í þér!

Þetta er eins og að afgreiða í apóteki. Sá sem er óvanur segir bíddu bara rólegur, já - kvefmixtúran, já - aspirínið, já, tannburstarnir - þetta er hér einhvers staðar og svo leitar hann - og ef til vill finnur hann - og máske það rétta. Hinn sem þekkir hvar allt er finnur það strax og afgreiðir viðskiptavinina á skömmum tíma. Dæmin á stærðfræðiprófinu eru viðskiptavinir nemandans sem er að taka prófið. Á próftímanum geta þeir aðeins beðið skamman tíma eftir afgreiðslu. Þess vegna er nauðsynlegt að vera vel undirbúinn með öll smáatriðin. Hér er listi yfir smáatriði sem er gríðarlega nytsamt að kunna utan að - og jafnfram gríðarlega tefjandi að kunna ekki!

Hvað er átt við með því að kunna utan að? Líttu í eigin barm og hugleiddu söngtextann sem þér finnst skemmtilegast að syngja. Þú syngur hann á sönghraða af því að þú kannt hann til hlítar. Þú ert ekki að reikna það út í upphafi línunnar hvað muni eiga að koma í seinni hluta sömu línu. Nei, þú kannt öll orðin upp á hár. Þannig þarftu að kunna margföldunartöfluna. Ef þú átt að syngja hana við píanóundirleik og píanistinn fer allt í einu að auka hraðann - þá eykur þú líka hraðann og það er ekkert mál því margföldunartöfluna kanntu á öllum hröðum. Það er þetta sem átt er við með orðalaginu: ég kann það utan að!

Reikniaðgerðir Hvað þarf ég að kunna að reikna?
Það er nytsamt að fá það niður skrifað hvað ég þarf að kunna að reikna. Þegar ég hef verið í 10 ár í grunnskólanum og hef verið að reikna mikið í öllum bekkjunum - og svo allt í einu að fara að taka próf úr öllu sem ég hef lært - þá væri gott að hafa það saman safnað á einum stað: hvað er það sem ég á að kunna að reikna - svona í stuttu máli?

Efst á þessa síðu * Forsíða *