Forsíða


3. útg.
1951

Reiknitorg * Til baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan 

Algebra - Æfingar  XIV
Rætur, brot, annars stigs jöfnur 
úr Kennslubók í algebru eftir Ólaf Daníelsson

1. 

2.  Hver verður umferðin (lotan) þegar þessum brotum er breytt í tugabrot:

a) 1/11 = 
b) 6/7 = 
c)
11/13 = 
d)
37/41 = 
e)
15/44 = 
f)
53/74 =

3.  Úr hvaða almennum brotum eru þessi umferðarbrot reiknuð:

a) 0,72727272 ... = 
b) 0,729729729 ... =
c) 0,0627306273 ... =
d) 0,2777777777 ... =
e) 0,261363636 ... =

4.

-

10.

12. Ferhyrnd lóð, rétthyrnd, er 3 metrum lengri en hún er breið. Lóðin er 378 m2 að stærð. Reiknaðu lengd hennar og breidd.
13. Mótorbátur, sem á fullri ferð fer 18 km á klst á kyrru vatni, fór 9 km upp eftir fljóti og viðstöðulaust til baka. Hann fór ávallt fulla ferð og kom til baka eftir 1 klst og 7 1/2 mínútu. Reiknaðu straumhraða fljótsins. 
14. Finndu þrjár heilar tölur, sem standa saman í töluröðinni, þannig að kvaðrat þeirrar hæstu sé summan úr kvaðrötum hinna.  
15. Utan um ferhyrndan grasblett, rétthyrndan, er gata, 1 m á breidd. Flatarmál blettsins er 270 m2 en flatarmál götunnar er 70m2. Reiknaðu lengd og breidd grasblettsins. 
16. 56000 kr. arfi á að skipta milli 11 systkina þannig að bræðurnir fái samanlagt jafnt og systurnar, en hver bræðranna 3000 kr. minna en hver systranna. Hve margir voru bræðurnir?
17. Strákur keypti kökur fyrir krónu. Hann át sjálfur 3 kökur en seldi hinar öðrum strákum og færði verðið upp um 1 eyri á hverri. Þegar hann var búinn að selja þær hafði hann grætt 10 aura auk kaknanna sem hann át. Hve margar keypti hann? 
18. Utan um mynd. sem er 60 sm á lengd og 40 sm á breidd, er rammi, sem er að flatarmáli jafn myndinni. Reiknaðu breidd rammans.  
19. Ef tylftin af eggjum hækkaði í verði um 40 aura mundi maður fá einu eggi færra fyrir 3 kr en maður nú fær. Hve mikið kostar eggið? 
20. Maður nokkur sendi 68,25 kr. í kaupstað. Peningarnir áttu að fara fyrir fataefni. Hann fékk nú fyrir vangá 1/4 metra minna en hann bað um, af efni sem var 1,50 kr. dýrara hver metri, svo að peningarnir stóðu heima eigi að síður. Hve mikið bað hann um?

(Prófdæmi í Akureyrarskóla 1925) 

21. Á skipi einu var farið að ganga svo á drykkjarvatnið að eigi þótti fært að eyða meiru en 10 pottum daglega, Pottur merkir hér sama og lítri, en peli er 1/4 úr potti, Vatninu var skipt jafnt milli skipverja. 8 manns urðu veikir og þá komu hinir sé saman um að draga af sér 1/4 pela daglega til þess að þeir sem veikir voru gætu fengi 1/2 pott á degi hverjum. Hve margir menn voru á skipinu?

(Reikningsbók Eiríks Briem, síðari partur, 1880, önnur útgáfa, 8. d. á 82. bls). 

22. Á skemmtun í félagi nokkru var sameiginlegt borðhald sem kostaði 441 kr. alls. Félagið hafði boðið 8 gestum sem borguðu ekki sinn hluta, svo að maturinn kostaði hvern félagsmann, sem tók þátt í borðhaldinu, 40 aurum meira en ella mundi. Hve margir félagsmenn borðuðu?
23. Járnbrautarlest á að fara um 600 km langan veg með jöfnum hraða. Þegar hún hefur verið 12 tíma á leiðinni, tefst hún fyrir óhapp um fjórða part þess tíma, sem hún hefði þurft til þess að komast til endastöðvarinnar eftir töfina. Lestin heldur síðan áfram og hefur nú 5 km meiri hraða á klukkustund en áður, en á þó eftir 30 km að endastöðinni þegar tíminn er útrunninn. Reiknaðu hraða lestarinnar eins og hann var í fyrstu. 

Efst á þessa síðu * Forsíða * ReiknitorgTil baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan