Forsíða


3. útg
1951

Reiknitorg * Til baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan 

Algebra - Æfing  XIII - svör
Heiltölu-reikningar 
Sendu mér póst ef þú finnur villur! 

1.  Ef a er tiltekin tala, hvernig er þá stærðtákn þeirrar tölu sem kemur fram við það að skeyta 7 aftan við a?

Lausn:
Við færum allar tölur um eitt sæti fram með því að margfalda með 10. Þá er núll í einingasætinu. Nú bætum við 7 við töluna. Talan 7 lendir í einingasætinu. 
Stærðtáknið er: 10a + 7

2.  Ef a er tiltekin tala, hvernig er þá stærðtákn þeirrar tölu sem kemur fram við það að skeyta þriggja stafa tölunni b aftan við a?

Lausn:
1000a + b 

3.  Talan a endar á stafnum 7. Finn stærðtákn þeirrar tölu, t, sem kemur fram ef stafnum 3 er skotið inn fyrir framan þessa 7.

Lausn:
(1) Tökum 7 af t með t - 7 sem skilur eftir núll í einingasætinu. Margföldum þessa nýju tölu með 10 til að fá enn eitt laust sæti aftan við. Leggjum nú 37 við. Þá er nýja talan komin - svona:
(t - 7)*10 + 37 = 10t - 33.

4. Sannaðu að ef n er heil tala þá sé n(n+1)/2 ætíð heil tala.

Lausn:
Talan 2 gengur annað hvort upp í n eða í n+1 þar sem þær standa saman í töluröðinni. 

5. Sannaðu að ef n er heil tala þá sé (n+1)(n+2)(n+3)/6 ætíð heil tala.

Lausn:
Deilt er með tölunni 6 sem er margfeldi af 2 og 3. Talan 2 gengur upp í aðra hverja tölu í töluröðinni og talan 3 gengur upp í þriðju hverju tölu í töluröðinni. Þær ganga því hvor um sig upp í einhverjum af þessum þremur tölum sem standa saman í töluröðinni.

6. Sannaðu að talan (a2 - 1) sé deilanleg með 8 ef a er oddatala. 

Lausn:
Stærðina (a2 - 1) má umrita svona: (a2 - 1) = (a + 1)(a - 1) í báðum svigunum eru sléttar tölur. Önnur þeirra er tveimur lægri en hin. Það merkir að talan 2 gengur upp í annarri þeirra en talan 4 upp í hinni. Talan 8 gengur því upp í margfeldi þeirra.  

7. Sannaðu að (n+1)(n+2)(n+3)/24 sé ætíð heil tala ef n er oddatala. 

Lausn:
Talan 24 hefur eina þátta-skiptingu svona: 24 = 2 * 3 * 4.
Þar sem n er oddatala eru hér þrjár samliggjandi tölur úr töluröðinni og tvær þeirra sléttar og talan 2 gengur upp í annarri þeirra og talan 4 í hinni. Talan 3 gengur upp í einhverri þeirra því hún gengur upp í þriðju hverri tölu í töluröðinni. 

8. Hver verður afgangurinn þegar 3 er deilt í 1692123?

Lausn:
Hugsum okkur að talan 1692123  sé skrifuð 1692 * 1692 * ... * 1692 alls 123-svar sinnum. Við deilum nú með 3 í fyrstu töluna - rétt eins og þegar við styttum á striki. Deilingin gengur upp því 1692 : 3 = 584 svo að útkoman verður 584* 1692122 og enginn afgangur. 

9. Hver verður afgangurinn þegar 3 er deilt í 1465127?

Lausn:
Deilum 1465 : 3 = 488 +1/3 sem merkir að rita má töluna 1465 = (3*488 + 1).
Skoðum andartak margfeldi stærðarinnar (a + 1)5 og tökum eftir því að út koma margir liðir sem allir innihalda a - nema einn. Hann inniheldur aðeins 1 - jafnvel þótt hann sé ritaður í 5. veldi. 
Þetta notfærum við okkur og umritum 1465127 = (3*488 + 1) * (3*488 + 1) * ... * (3*488 + 1) alls 127 sinnum. Þegar þessir svigar hafa allir verið margfaldaðir saman verður stærðin 3*488 þáttur í öllum þeim liðum sem koma út - nema í einmu liðnum og hann er 1 í veldinu 127 = 1. Hann er eini liðurinn sem 3 ganga ekki upp í. Afgangurinn við deilinguna er því 1. 

Niðurstaða:  
Ef við getum fundið að afgangur við deilingu í rótina er 1 eða -1 þá vitum við að afgangurinn er sú tala í viðkomandi veldi. Hér er 1 afgangur þegar deilt er í rótina. Afgangurinn er þá 1 í veldinu 127 = 1.

10. Hver verður afgangurinn þegar 3 er deilt í 1463127?

Lausn:
Deilum 1463 : 3 = 487 + 2/3 = 488 - 1/3
Umritum 1463 = 3*488 -1
Afgangurinn verður þá (-1)127 = -1.
Venjulega er afgangur miðaður við lægstu pósitífu tölu sem gengur af við deilinguna. Hún er 2.  

11. Tölu er skipt í kafla aftan frá, þannig að þrír stafir eru í hverjum kafla meðan til vinnst en þrír eða færri í þeim fremsta. Nú eru lagðir saman annar hver kafli en hinir dregnir frá. Sanna að ef 7 gengur upp í þennan mismun þá gangi 7 upp í töluna en annars ekki.

Lausn:
Ef talan í aftasta kaflanum er nefnd a, talan í þeim næsta kölluð b, þá c, d, e, ...o.s.frv. má rita aðaltöluna þannig: a + 1000*b + 10002*c + 10003*d + 10004*e + ... 
Nú er það svo að þegar 7 er deilt í 1000 verður afgangurinn -1. Við deilum nú 7 í a með því að hafa það núll sinnum og fáum afganginn a. Eins gerum við þegar við deilum í 1000*b og höfum afganginn -b. Næsti hluti fær afganginn (-1)(-1)c = c og sá þriðji (-1)3*d = -d o.s.frv..
Afgangurinn verður því samtals a - b + c - d + ... og ef 7 gengur upp í þessum samanlagða afgangi þá gengur 7 upp í aðaltölunni.

12. Sanna, að til þess að prófa hvort 13 gangi upp í tölu, megi hafa sömu reglu og um 7 í dæmi 11.

Lausn:
Þegar 13 er deilt í 1000 fæst afgangurinn -1. Sönnunin er því eins og í dæmi 11. 

13. Leysið teljara og nefnara, hvorn um sig, upp í þætti og styttið síðan brotið: (a17 - a8)/(a13 - a4).

Lausn:
(a17 - a8)/(a13 - a4) = a8(a9 - 1)/a4(a9 - 1)= sem leysa má frekar upp en að lokum styttist svo allt út og verður = a4  

Efst á þessa síðu * Forsíða * ReiknitorgTil baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan