Forsíða

3. útg.
1951

Reiknitorg * Til baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan 

Algebra - Æfing  XI
Jöfnur með tveimur óþekktum - uppsettar og óuppsettar 

úr Kennslubók í algebru eftir Ólaf Daníelsson
Sendu mér póst ef þú finnur villur! 

1-3
* *
3.
* *
 Leiðbeining um lausn á 3. dæmi:
Settu y/x = u og skrifaðu jöfnurnar svona:
 I: 2x + 3u = 9
II:  4/3 x - u = 2

Þegar þú hefur fundið gildin á x og u færðu y = u.x  

4.
Gu=3da 
B=3 3/4
 Gullfoss og Goðafoss sigla viðstöðulaust kringum landið. Ef þeir fara í sína áttina hvor, mætast þeir á 1 2/3 daga fresti. Ef þeir sigla báðir í sömu áttina siglir Gullfoss fram á Goðafoss á 15 daga fresti. Hve lengi er hvor um sig að fara kringum landið?
5.
Á=51/4 
B=7 mín
 Tveir skautamenn, Árni og Bjarni, renna sér eftir hringbraut. Ef þeir fara báðir í sömu átt verður Árni á undan Bjarna og nær honum eftir 21 mínútu. Fari þeir í sína áttina hvor mætast þeir eftir 3 mínútur. Hve lengi eru þeir að fara hringinn hvor um sig?
6.
x=6 mín
 Maður gekk þjóðveginn frá Reykjavík til Hafnarfjarðar. Eftir þeim vegi fara strætisvagnar með jöfnu millibili. Fjórðu hverja mínútu mætti honum vagn. Tólftu hverja mínútu náði honum vagn. Hve margar mínútur liðu milli þess að vagnar fóru frá endastöðvum?
7.
a=36 mín
c=45 mín
 Í vatnsþró liggja þrjár pípur sem kalla má a, b og c. Gegnum pípurnar a og b rennur í þróna en c er frárennslispípa og rennur jafnt gegnum hana og b. Ef a og b eru báðar opnar en c er lokuð fyllist þróin á 20 mínútum. Ef a og c eru báðar opnar en b lokuð fyllist hún á 3 tímum. Hve lengi er þróin að fyllast ef a er opin en hinar lokaðar? Hve lengi er hún að tæmast ef c er opin en hinar lokaðar?

Efst á þessa síðu * Forsíða * ReiknitorgTil baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan