Forsíða


3. útg.
1951

Reiknitorg * Til baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan 

Algebra - Sýnidæmi  VIII - a
Óuppsettar jöfnur
úr Kennslubók í algebru eftir Ólaf Daníelsson

x 

Samt
er það
svo ..

Þegar orðadæmi (óuppsett jafna) er búið í reiknanlegt form - þ.e.: sett upp svo að úr verði uppsett jafna - skiptir máli að vanda nafngiftir. Ef beðið er um eina stærð í útkomu skaltu einmitt kalla þá stærð x því þá er dæmið leyst þegar x-ið er fundið. 

Ef þú lætur x merkja eitthvað annað þá áttu í lokin eftir að reikna áfram uns þú finnur það sem um var beðið. Ef dæmið er flókið og reikningar mikilir - eða ef tímapressa er á þér - þá er hætt við að þú gleymir þeim lokakafla þegar x-ið er loksins fundið og hættir því áður en dæmið er leyst.

1.

dæmi

Hve mikið á ég í buddunni minni ef þriðjungurinn af því er 2 kr. minni en helmingur þess?

Lausn:
Spurt er hversu mikið er í buddunni.  
Í buddunni eru x kr.
Orðalagið segir:
Þriðjungurinn = helmingurinn - 2
Þetta er jafnan.
Þriðjungur af x er x/3 og helmingur af x er x/2 svo að jafnan lítur þá þannig út:
x/3 = x/2 - 2 

Svar: x = 12. 

2.

dæmi

 
Fyrir 18 árum var Alexander helmingi eldri en fyrir 8 árum. Hve gamall er hann núna?

Lausn:
Spurt er hversu gamall Alexander er núna.
Alexander er x ára.
Orðalagið segir:
Aldurinn fyrir 18 árum = (aldurinn fyrir 8 árum) / 2

Uppsetta jafnan lítur þá svona út:
(x - 18) = (x - 8) / 2 

Svar: x = 28

3.

dæmi

Hve miklu af kaffi, sem kostar kr. 550 hvert kg., þarf að blanda saman við 40 kg. af kaffi, sem kostar 600 kr. hvert kg., til þess að græða 3.400 kr. á því að selja blönduna á kr. 625 hvert kg?

Lausn:
Spurt er hve íblöndunin þarf að vera mörg kg.
Íblöndunin er x kg.
Orðalagið segir:
(x * 550 + 40 * 600) + 3400 = (x + 40) * 625 

Svar: x = 32 

4.

dæmi

Hvenær koma vísarnir á klukkunni saman í fyrsta skipti eftir kl. 3?

Lausn:
Spurt er hvað klukkan verður orðin þegar þetta gerist. Hér er erfitt að setja þá stöðu klukkunar sem x svo að við veljum aðra stærð.
Svarið verður: Þegar klukkan er gengin x mínútur í 4.
Vitað er að stóri vísirinn gengur tólf sinnum hraðar en sá litli. Litli vísirinn er staddur á tölunni 3 sem er í 15 mínútna fjarlægð frá tölunni 12 - þaðan sem stóri vísirinn leggur af stað. 
Þegar klukkan er x mínútur gengin í 4 hefur stóri vísirinn gengið x mínútur en sá litli x/12 mínútur. Litli vísirinn er þá kominn í stöðuna 15 + x/12 en það er einmitt þangað sem stóri vísirinn er kominn á sínum x mínútum. 
Jafnan er því svona:
15 + x/12 = x

Útreikningur gefur x =  16 4/11 - en þetta er ekki nægilegt svar. 
Svar: Klukkan er gengin 16 4/11 mínútur í fjögur.

5.

dæmi

 
Hvaða þriggja stafa tala er það sem byrjar á einum og stækkar um 225 ef fyrsti stafurinn er tekinn framan af henni og honum skeytt aftan við hana?

Lausn:
Spurt er hver talan er.
Talan er x.
Orðalagið segir:
(Talan án fyrsta stafsins) með einn fyrir aftan = Talan + 225.

Þetta er þriggja stafa tala og byrjar á einum. Þetta er því eitt hundrað og eitthvað. Það er því nóg að draga frá henni töluna 100 til að fá tveggja stafa töluna sem verður til þegar tölustafurinn 1 fellur framan af.
Talan án fyrsta stafsins er (x - 100)

Að setja einhvern tölustaf (hér: tölustafinn 1) aftan við þá tölustafi sem fyrir eru í tölu.
Þetta gerum við með því að margfalda töluna með 10. Þá kemur núll aftan við stafina sem fyrir eru. Síðan bætum við tölu tölustafsins við. Hér bætum við einum við.  
Talan án fyrsta stafsins - að viðbættum einum fyrir aftan 
er þá (x - 100) * 10 + 1

Þetta er nú sett inn í jöfnu orðalagsins:
(x - 100) * 10 + 1 = x + 225

Svar: x = 136

6.

dæmi

A og B eiga samtals 100 krónur. Þeir gefa gamalli konu nokkrar krónur, jafn margar báðir. Hafði þá A gefið  1/13  af því sem hann átti en B 1/7 af því sem hann  átti. Hve mikið átti hvor þeirra í fyrstu? 

Lausn:
Spurt er um upphaflega eign A og B.
A átti x 
B átti (100 - x) 
Við verðum að muna að koma þessu til skila þegar búið er að reikna gildið á x. 
Orðalagið segir að 
x/13 = (100 - x)/7 

Svar: x = 65 
- en hvað var nú aftur spurt um?
Já - alveg rétt. 
Þetta merkir að A átti 65 kr. og B átti 35 kr. 

7.

dæmi

Krónu er skipt fyrir eir-peninga, 23 að tölu. Sumt eru fimm-eyringar en hitt tví-eyringar. Hve margir eru af hvoru?

Lausn:
Fimm-eyringar eru x
Tví-eyringar eru (23 - x)
Í fimm-eyringum er þá samtals 5x aurar og í tvíeyringum samtals 2(23 - x) aurar sem samtals eru ein króna eða 100 aurar. Þetta er jafnan:
5x + 2(23 - x) = 100

Svar: x = 18
sem merkir að það vor 18 fimmeyringar og 5 tvíeyringar.

8.

dæmi

Sama óuppsetta jöfnudæmið má hugsa á marga vegu sem allir gefa sama svarið.

Dós með pillum í kostar 1,40 kr. full en 0,75 kr. hálf. Hvað kostar hún tóm?

Lausn A:
Dósin kostar x aura.
Helmingurinn af pillunum kostar 140 - 75 = 65 aura.
Dósin + 2 * verðið á helmingi pillanna = 140 
sem er jafnan:
x + 2 * 65 = 140

Svar: x = 10 aurar.

Lausn B:
Dósin kostar x aura.
Dósin + helmingurinn af pillunum = 75 
sem er jafnan:
x + 65 = 75 - sem gefur sömu  lausn.

Lausn C:
Dósin kostar x aura.
Full dós - (hálf dós + dósverðið) = Hálf dós - dósverðið
sem er jafnan:
140 - 75 = 75 - x - sem gefur líka x = 10.

9.

dæmi

 

Maður nokkur kaupir vöruslatta sem hann selur fyrir 1422,90 kr. kostnaður við heimflutning á vörunni var 2 % af kaupverðinu og hann skaðaðist á sölunni um 7 %. Finn kaupverð vörunnar.

Lausn A:
Kaupverð vörunnar er x
Heimflutningurinn kostaði 2x/100 
Tapið var 7 % af kaupverði + heimflutningi sem er (x + 2x/100) *7 / 100 
Kaupverð + heimflutningur - tap = 1422,90
sem er jafnan:
x + 2x/100 - (x + 2x/100) *7 / 100 = 1422,90 

Svar: x = 1500

Lausn B:
Kaupverð vörunnar er x
Heimflutningurinn hækkaði verðið um 2 % 
Þá var það orðið x * 102/100 
Tapið lækkaði þessa tölu um 7 % svo að hún varð aðeins 93 % af sjálfri sér.
Þá var hún orðin  x * 102/100 * 93/100 sem er einmitt það sem fékkst fyrir hana.
Þetta er jafnan:
x * 102/100 * 93/100 = 1422,90    - sem gefur sömu lausn. 

x Þegar orðadæmi (óuppsett jafna) er búið í reiknanlegt form - þ.e.: sett upp svo að úr verði uppsett jafna - skiptir máli að vanda nafngiftir. Ef beðið er um eina stærð í útkomu skaltu einmitt kalla þá stærð x því þá er dæmið leyst þegar x-ið er fundið. 

Ef þú lætur x merkja eitthvað annað þá áttu í lokin eftir að reikna áfram uns þú finnur það sem um var beðið. Ef dæmið er flókið og reikningar mikilir - eða ef tímapressa er á þér - þá er hætt við að þú gleymir þeim lokakafla þegar x-ið er loksins fundið og hættir því áður en dæmið er leyst.

Samt er það svo 
að stundum hentar það mjög vel fyrir útreikningana að kalla einmitt aðrar stærðir óþekktar! Þetta er þá ýmist gert eftir - eða áður - en jöfnurnar eru settar upp

10.

dæmi

 

 I:  2/x3/y = 7
II:  7/x8/y  = - 1/6 

Lausn:
Hér hentar mun betur fyrir útreikningana að láta ekki x og y vera hinar óþekktu stærðir. Heppilegra er að skíra  1/x og  1/y nýjum nöfnum - svona:

 1/x = u
 1/y = v

nú verða jöfnurnar svona:

2u + 3v = 7
7u - 8v = - 1/6 

Úr þessum jöfnun fást lausnirnar: 
u = 1 1/2 = 3/2 sem merkir að x = 1/u = 1/(3/2) = 2/3 
v = 1 1/3 = 4/3 sem merkir að y = 1/v = 1/(4/3) = 3/4 

11.

dæmi

 

Maður nokkur ætlaði að setja blómlauka niður í beð sem var ferningur (kvaðrat) að lögun. Vildi hann því hafa jafnmargar raðir eins og laukar voru í hverri röð. Þegar hann var búinn að fylla þannig út ferninginn með blómlaukum gengu 26 laukar af. Fór hann þá að hugsa út í hvort hann hefði ekki getað haft einni röð fleira - og einum fleiri lauka í hverri röð - en sá strax að til þess vantaði hann 11 lauka. Hvað hafði hann marga lauka?

Lausn:
Orðalagið tengir fjölda raðanna og fjölda laukanna. Ef laukarnir hefðu verið 26 færri hefðu þeir dugað nákvæmlega í raðirnar. Fjöldi þeirra hefði þá verið (raðirnar)2. Ef þeir hins vegar hefðu verið 11 fleiri hefðu þeir verið (raðirnar + 1)2. Þetta er jafnan.

A: Laukarnir eru x
Jafnan verður svona:
kvaðratrót_af(x - 26) + 1 = kvaðratrót_af(x + 11)

B: Raðirnar eru x
Orðalagið segir að laukafjöldinn sé (raðirnar)2 + 26 
en hefði líka geta reiknast sem (raðirnar+1)2- 11.  
Þetta er jafnan:
x2 +26 = (x+1)2 - 11 

sem gefur x = 18 og laukafjöldann 182 +26 = 350.  

C: Laukarnir eru x og raðirnar eru y.
 I: x = y2 + 26 
II: x = (y + 1)2 - 11 = y2 + 2y - 10

II - I: 0 = 2y - 36 sem gefur y = 18 og innsett í I eða II fæst x = 350.

12.

dæmi

 

Þrír menn, A, B og C, margfalda saman sömu tölurnar. A gleymir á einum stað einum geymdum og þegar hann prófar reikninginn með því að deila lægri tölunni í margfeldið fær hann í kvótann 542 og afganginn 75. 

Líkt fer nú fyrir B. Hann gleymir tveimur geymdum á næsta sæti fyrir framan, þar sem A gleymdi sínu. Þegar B fer nú að deila með lægri tölunni í margfeldið, til þess að prófa reikninginn, fær hann í kvótann 540 og afganginn 55.

C gleymir þremur geymdum á sætinu næst fyrir framan, þar sem B gleymdi sínu. Hann prófar eins og hinir og fær í kvóta 507 og 60 í afgang. Finndu tölurnar sem þeir A, B og C voru að margfalda. 

Lausn:
A:
Tölurnar eru: lægri talan er x og hærri talan er y.
Skekkjan hjá C er 300-föld skekkjan hjá A og skekkjan hjá B sem er 20-föld skekkjan hjá A.
Skekkjan hjá A er 1 eða 10 eða 100 eða eitthvert veldi af tíu - allt eftir því hvar gleymskan gerðist. Þetta er á floti. Við festum það með því að gefa skekkjunni hjá A nafnið z.
Þessar þrjár setningar textans skila þremur jöfnum - svona:

 I: xy - z = 542x + 75
II: xy - 20z = 540x + 55
III: xy - 300z = 507x + 60

Hér eyðirðu margfeldinu xy út úr jöfnunum og færð tvær jöfnur með x og z.

A (I - II): 19z = 2x + 20 <===> 665z = 70x + 700
B (I - III): 299z = 35x + 15 <=> 598z = 70x + 30

C (A - B): 67z = 670 sem gefur z = 10. Það reynist sem sagt nauðsynlegt að reikna út hver skekkjan er.

Innsett í A eða B skilar lægri tölunni x = 85.
Þessi gildi innsett í jöfnu I (eða II eða III) gefa hærri töluna y = 543

B: Lægri talan er x, margfeldið er y og skekkjan er z

Við fylgjum orðalaginu: A deilir lægri tölunni í sitt margfeldi sem er skekkjunni lægra en rétt margfeldi og fær í kvótann 542 og afganginn 75 þ.e.:

I:   (y - z)/x = 542 + 75/x
II:  (y - 20z)/x = 540 + 55/x
III: (y - 300z)/x = 507 + 60/x

Margföldum báðar hliðar jafnanna með x og fáum:

I:   y - z = 542x + 75
II:  y - 20z = 540x + 55
III: y - 300z = 507x + 60

Eins og í fyrra sinnið er einfalt að eyða margfeldinu úr jöfnunum og leiða út tvær jöfnur í x og z.
Niðurstaðan verður sem fyrr að mizmunurinn z = 10 og lægri talan x = 85.
Svo fæst einnig að margfeldið er 46155. Þá þarf að muna að leitað er að hærri tölunni.
Hún fæst með því að deila í margfeldið með 85 og er 543.

Efst á þessa síðu * Forsíða * ReiknitorgTil baka í efnisyfirlit algebru Óla Dan