GÓP-fréttir - forsíða * Vaðatal í þessum glugga * *
© fjölsk. Sigurjóns Rist
Teikning af Hófsvaði og ljósmynd af bíl sem er að fara vaðið.


Skýringar Sigurjóns á merkingunum eru þessar:

Rissmynd af Hófsvaði á Tungnaá. Botninn stórgrýttur hraunhellubotn, sjá leið nr. 19 á teikningu Sigurjóns af vegakerfi hálendisins úr blaðinu Ferðum 1958.

  • Áll nr. 1 er óverulegur.
  • Nr. 2 stórgrýttur, nokkuð djúpur en straumlítill.
  • Nr. 3 er dýpsti állinn og erfiðastur yfirferðar. Einna dýpstur, grýttastur og straumharðastur hjá X. Þrætt er hraunbrot. A er djúpur pyttur með sæmilega sléttu og gljáandi vatnsyfirborði. B er sandbleyta í skjóli hólmans. Dýpkar snöggt framan við brotið.
  • Nr. 4 er stórgrýttur en þó til muna betri yfirferðar heldur en nr. 3. Dýpið er mest við norðurlandið.
  • Nr. 5 er óverulegur.

Myndatexti Sigurjóns með þessari mynd:

Bifreið á leið suður yfir Tungnaá á Hófsvaði. - Ljósm. S. Rist.
Bifreiðin er stödd í ál nr. 3, sjá X á teikningunni. Myndasmiður var staddur í hólmanum þar sem á teikningunni stendur mynd tekin. - Áin fremur vatnslítil.
Hófur - Syðsta Vatnaalda ----- Austur-bjallar
.

Efst á þessa síðu