Forsíða

 


Hvað meinar Aðalnámskráin?

Hvers konar maður þarf þá kennarinn að vera?
Þegar Aðalnámskrá fyrir framhaldsskóla er lesin vakna sífellt fleiri spurningar. Lesandinn situr uppi með margar eftirspurnir. Fyrsta eftirspurnin er þessi: Hvernig er ætlast til að framhaldsskólinn nái fram hinum fjölmörgu utanfræða-markmiðum sem að engu skal meta í einkunnum og án þess að slaka á kröfum um markmið fræðanna? Niðurstaðan hlýtur að vera sú að samvistir nemendanna við kennarana móti nemendurna nægilega til þess að utanfræða-markmiðin náist fram. Hvers konar maður þarf þá kennarinn að vera? Það er hér lesið út úr lýsingu Aðalnámskrárinnar á þeirri kennslu sem kennarinn skal inna af höndum.

Dæmi um greiningu lokamarkmiða og áfangamarkmiða
Skoðað er hvernig nokkur tilgreind markmið úr Aðalnámskránni greinast eftir viðmiðunum frá Bloom, Krathwohl, Simpson, Eisner og Marsh&Willis.

Kennarinn
skal vera:

Þetta er það
sem lesið
verður út úr
aðalnámsskrá
fyrir framhalds-
skóla árið 1999

Þessi 12
kennara-
greinandi
atriði
nefnast
hér:
12K

 • Alhliða þroskaður og fær um að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi.
 • Lætur skoðanir sínar í ljósi í einkasamtölum og á mannamótum.
 • Hann er sjálfstæður einstaklingur sem þekkir stöðu sína í samfélaginu.
 • Hann er ábyrgur, víðsýnn, umburðarlyndur, með frumkvæði og sjálfstraust.
 • Hann nýtur menningarlegra verðmæta.
 • Hann er sjálfstæður.
 • Hann viðhefur öguð vinnubrögð og gagnrýna hugsun.
 • Hann lifir í stöðugri, meðvitaðri samkeppni.
 • Hann er reiðubúinn til starfs og er sífellt tilbúinn til að taka upp frekara náms.
 • Hann veit að menntun er æviverk í þjóðfélagi þar sem aðstæður og kröfur breytast.
 • Hann er handgenginn fjölbreyttri náms- og kennslutækni og er fær um að nota og þróa upplýsingatækni til öflunar og miðlunar þekkingar.
 • Hann hefur þekkingu á og næmt auga fyrir áhuga nemenda og þörfum þeirra og kemur þar til móts við þá svo þeir ekki gefist upp á því námi sem hugur þeirra stendur til.

Sjá hér umfjöllun sem leitt hefur til þessarar framsetningar.

Athuga!

Það má reiða
sig á að svona
er unnið í
skólunum!

Það er hlutverk sjálfsmats skóla að hafa eftirlit með því að allir kennarar uppfylli þessi skilyrði. Sífellt verður stjórn skólans að hafa uppi aðgerðir til að efla og viðhalda þessum viðhorfum og færni kennaranna í að starfa í samræmi við þau.

Það er verkefni þeirrar stofnunar sem menntar kennara að gefa kennaranemanum ekki brautargengi fyrr en hún viss um að hann er sá fyrirmyndar þjóðfélagsþegn sem hér er gerð krafa um.

Af þessu ástæðum er hér gert ráð fyrir að allir kennarar uppfylli kröfur skilgreiningarinnar eins og hún hefur hér verið lesin út úr aðalnámsskránni.

Af þessu leiðir
að unnt er að
greina fag-
markmið
12K-frítt.
Af þessu leiðir að ekki þarf að efast um það að fylginám nemandans, sem einnig nefnist hið dulda nám, er af hinni persónulega og samfélagslega uppbyggilegu gerð að svo miklu leyti sem listamaður hins mögulega, kennarinn, fær þar um þokað. Þess vegna er unnt að greina hin framsettu fræða-markmið, þ.e.: áfangamarkmiðin, án þess að leiða hugann að því hvernig samtímis verði komið til skila hinum sérstaklega skilgreindu markmiðum aðalnámsskrárinnar. Dæmi um slíka greiningu er hér
Dæmi Dæmi um 12K-fría greiningu námsmarkmiða

Flett er Aðalnámsskrá framhaldsskóla fyrir upplýsinga- og tæknibraut frá 1999. Frekari eiginleikum kennarans á þessari braut er lýst í inngangi á bls. 6. Hann er

 • heildstætt tæknimenntaður einstaklingur sem gerir sér grein fyrir að samhliða þróun tækjamenningar verða aðrir þættir menningar, t.d. þeir er lúta að félagslegum þáttum og siðrænum, einnig að vera inni í myndinni. Fyrir honum tekur tæknihugtakið til alls umhverfisins sem er í senn náttúran, samfélagið og menningin.
 • Hann er læs á sem flest svið vísinda, lista og fræða.
 • Hann er leikinn í að nýta þá tækni sem stendur til boða hverju sinni til að afla sér nýrra upplýsinga, greina þær og meta og nýta sér til virkrar þátttöku í lýðræði samtímans. Þannig hefur hann verulega færni í að starfa og njóta tómstunda og einkalífs í þjóðfélagi sem tekur sífelldum og hröðum breytingum og tekur virkan þátt í að móta umhverfi sitt.
 • Hann er fullur bjartsýnum anda þegar hann lítur til sköpunarkrafts tækninnar og hefur trú á eigin getu til að móta umhverfið í sátt við alla þætti þess, náttúru, samfélag og menningu.
 • Hann er fær um að nýta sér verkfæri, hráefni, kerfi og umhverfi á upplýstan, ábyrgan og skapandi hátt á aðstæður semhann vill breyta, hafa áhrif á eð anýta sér og hann hefur vilja til þeirrar nýsköpunar að finna not fyrir þekkingu á sviðum sem skipta máli.
 • Hann er vel að sér í þeim þverfaglegu þáttum sem lúta að notkun upplýsinga- og samskiptatækni og getur notfært sér gögn, upplýsingar og upplýsingamiðla á margvíslegu formi.
 • Hann gaumgæfir sífellt á hvern hátt hann getur nýtt sér þá þekkingu og færni sem hann öðlast til að móta og bæta umhverfi sitt og hefur þannig opin augu fyrir hagnýtu gildi þeirra upplýsinga sem hann hverju sinni beitir þekkingu sinni á.
 • Eftir þörfum tekur hann þátt í samstarfsverkefnum innan og utan sinnar fræðigreinar með ólíkum einstaklingum sem stundum búa fjarri hver öðrum, hafa mismunandi hæfileika og hver sitt fram að færa.

Að viðbættum þessum 8K fæst: 12K + 8K = 20K sem haldið verður utan við eftirfarandi greiningu námsmarkmiðanna.

Um er að ræða tvenn markmið. Annars vegar Lokamarkmiðin sem fram eru sett á síðu 13 og hins vegar áfangamarkmiðin í áfanganum TÖL-103 sem tilgreind eru á síðu 14.

Framkvæmdin er þessi:

 • Stuttnefni er tengt við markmiðsgreinarnar - hverja af annarri.
 • Stuttnefnin eru keyrð í gegnum greiningartöflu
 • og gegnum hugmyndastefnuflokkun Eisners í Eisners-töflu
 • og gegnum námsskrárkenningaflokkun Marsh og Willis í M&W-töflu
Stutt-
nefningar
loka-
markmiða
á bls. 13
Nemandi fái innsýn í helstu þætti tölvufræða; það felur m.a. í sér að
 • L1 - búa sig undir áframhaldandi nám á háskólastigi
 • L2 - öðlast grundvallarfærni í greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita
 • L3 - öðlas grundvallarfærni í gagnasafnsfræði
 • L4 - skilja inntak laga um tölvugögn og höfundarréttarlög um hugbúnað
 • L5 - öðlast undirstöðuþekkingu á mismunandi uppbyggingu stýrikerfa og vélbúnaðar
 • L6 - öðlast góða undirstöðuþekkingu á notkunarsviðum, möguleikum og takmörkunum tölva.
Stutt-
nefningar
áfanga-
markmiða
á bls. 14
Nemandi
 • A1 - hafi þekkingu á sögu forritunar og helstu atriðum sem marka tímamót
 • A2 - geti beitt greiningu og hönnun við undirbúning forritunar
 • A3 - geti skipulagt tög og uppbyggingu forrita með föllum og stefjum
 • A4 - geti forritað með skilyrðum, lykkjum, föllum og stefjum
 • A5 - setji upp frumgerð forrits sem lýsir samskiptum manns og tölvu
 • A6 - geti beitt viðurkenndum stöðlum um notendaviðmót
 • A7 - geti metið hvernig best er að greina, hann og forrita einfaldari forrit
Greiningar-
taflan
Lesa skal svona úr töflunni: Ef stuttnefni markmiðsgreinarinnar er í línunni er hún metin þannig að með því að ná fram markmiði hennar sé verið að þjálfa eiginleika eða færni sem línan skilgreinir.
B merkir Bloom á þekkingasviði,
K merkir Krathwohl á sviði viðhorfa og tilfinninga og
S merkir Simpson á leiknisviði.

Við útfyllingu töflunnar var viðhöfð sú aðferð að eyða stuttnefninu út úr þeirri línu þar sem tvímælalaust virtist að það ætti ekki heima.

B-Mat -L1-L2-L3-**-L5-L6-**-**-**-**-A5-**-A7
B-Nýmyndun -L1-L2-L3-**-L5-L6-**-A2-**-A4-A5-**-A7
B-Greining -L1-L2-L3-**-L5-L6-**-A2-**-A4-A5-**-A7
B-Beiting -L1-L2-L3-**-L5-L6-**-A2-A3-A4-A5-A6-A7
B-Skilningur -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-**-**-**-**-**-**
B-Minni -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-**-**-**-**-**-**
K-Gildismat -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-**-**-**-A5-A6-**
K-Yfirsýn/áb -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-**-**-**-A5-A6-**
K-Alúð/rækt -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-**-**-**-A5-A6-**
K-Svörun -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-A5-**-**
K-Athygli -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-A5-**-**
S-Sköpun -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
S-Aðlögun -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
S-Færni -L1-L2-L3-L4-L5-L6-**-**-**-A4-**-**-**
S-Leikni -L1-L2-L3-L4-L5-L6-**-**-**-A4-**-**-**
S-Svörun -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
S-Viðleitni -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
S-Skynjun -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
Matshæft? -Já-Já-Já-Já-Já-Já-Já-Já-Já-Já-Já-Já-Já
Flokkun
Eisners
Eisner skiptir námsskrárumræðu tímanna í fimm flokka. Hér fer á eftir fyrst örstutt lýsing á einkennum hvers flokks. Þar fyrir neðan kemur svo sjálf flokkun markmiðanna til að reyna að skoða viðhorf þeirra sem réðu lokaformi aðalnámsskrárinnar í ljósi flokkunar Eisners.
Hugarþroskun Hjálpum nemandanum að læra að læra og veitum honum tækifæri til að nota og þjálfa sínar margbreytilegu greindar-víddir.
Fræðanám Eflum þekkingu nemandans í þeim fræðigreinum sem mest er um vert að læra.
Persónuþroskun Veitum nemandanum tækifæri til að takast á við efni sem eru honum mikils virði. Veljum viðfangsefnin eftir áhuga hans og þörfum.
Félagsvist Kennum nemandanum að falla inn í og lifa í samfélaginu sem rekur skólann - og hugsanlega að betrumbæta það.
Tækniferli Ef við þekkjum (kennslu)markmiðin þá er afgangurinn (kennslan) aðeins tæknilegt atriði sem lýtur sömu lögmálum og hver önnur tækni í hverri annarri framleiðslu.
Taflan
sjálf:
Lesa skal svona úr töflunni: Ef stuttnefni markmiðsgreinarinnar er í línunni er hún metin þannig að með því að velja þetta markmið sýni aðalnámsskráin sams konar viðhorf og línan skilgreinir.

Við útfyllingu töflunnar var viðhöfð sú aðferð að eyða stuttnefninu út úr þeirri línu þar sem tvímælalaust virtist að það ætti ekki heima.

Hugþroski -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
Fræðanám -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-A2-A3-A4-A5-A6-A7
Persþroski -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
Félagsvist -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
Tækniferli -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-A2-A3-A4-A5-A6-A7
Flokkun
Marsh &
Willis
Marsh og Willis - ISBN 0-13-757071-6 - skipta umræðuna um gerð námsskrár í 4 flokka. Hér fer á eftir fyrst örstutt lýsing á einkennum hvers flokks. Þar fyrir neðan kemur svo sjálf flokkun markmiðanna til að reyna að skoða hvernig viðhorf þeirra sem réðu lokaformi aðalnámsskrárinnar falla í flokka þeirra Marsh og Willis.
S-viðhald Samfélagið og fræðigreinar skilgreina markmið og aðferðir menntunar.
S-þróun Samfélagið stendur og fellur með samskiptum og samkomulagi siðferðilega þroskaðra einstaklinga.
S-breyting Samfélagið er afvegaleitt og því þarf að snúa á betri braut.
E-þroski Skyldan er við einstaklinginn að stuðla að hans persónulega þroska.
Taflan
sjálf:
Lesa skal svona úr töflunni: Ef stuttnefni markmiðsgreinarinnar er í línunni er hún metin þannig að með því að velja þetta markmið sýni aðalnámsskráin sams konar viðhorf og línan skilgreinir.

Við útfyllingu töflunnar var viðhöfð sú aðferð að eyða stuttnefninu út úr þeirri línu þar sem tvímælalaust virtist að það ætti ekki heima.

S-viðhald -L1-L2-L3-L4-L5-L6-A1-A2-A3-A4-A5-A6-A7
S-þróun -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
S-breyting -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**
E-þroski -**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**-**

Efst á þessa síðu * Forsíða * Tengibrautin * MK-miðstöðin * Námsskrártorg * Svona kennari er ég