GÓP:
Forsíða


Hvernig skilgreinir aðalnámsskráin kennarann ?

Þarf að skilgreina kennarastarfið?
Hver skilgreinir kennarastarfið?
Vinnusíða sem rýnir í skilgreiningu aðalnámsskrár - í sérglugga
Skilgreining aðalnámsskrár á kennaranum

Er gat á
pokanum?

Þarf að
endur-
skilgreina
kennara-
starfið?

Hver eru verkefni framhaldsskólans?

Finna má þau markmið sem nýja aðalnámsskráin ætlar framhaldsskólanum að uppfylla. Sum þeirra eru faglega skilgreind og skulu metin ítarlega til einkunna. Sum markmið eru tengd starfsemi skólans sjálfs og þau skal símeta án þess að þau skili breyttum einkunnum nemenda. Umtalsverð markmið eru í þroska og breytingum á persónuleika nemendanna og þau verða ekki heldur metin til breytinga á einkunnum. Ef ekkert verður að gert munu þau markmið hripa út um greipar framhaldsskólans. Þessi markmið geta hvergi uppfyllst nema í beinum samskiptum nemandans við hvern og einn kennara og starfsmann skólans. Þau eru ný í skólastarfinu, þau bætast á kennarann og þess vegna hljóta þau að endurskilgreina starf kennarans í skiptum hans við nemendur utan og innan skólastofunnar.

Metið til
lokaprófs
Aðalnámsskrá framhaldsskóla tiltekur nákvæmlega þau námsmarkmið sem uppfylla skal í hinum ýmsu námsgreinum, öllum þeim sem prófa skal úr til einkunna fyrir hin ýmsu lokapróf úr framhaldsskólum.
Metið í
sjálfsmati
skóla

en ekki
til
einkunna

Árið 1997 gaf menntamálaráðuneytið útsamantekt um Sjálfsmat leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þar er fjallað um ýmis atriði sem ætlast er til að metin verði. Í samhengi meginverkefnis skóla, sem er að mennta einstaklinga, er hér sérstaklega skoðað það sem meta skal af atriðum sem beinlínis snerta nemendur. Fyrir utan ýmsan ytri aðbúnað, leiðbeiningar og réttarstöðu nemenda er tiltekið að meta skuli líðan nemenda í skólanum og viðhorf þeirra til skólans, samskipti nemenda og starfsmanna skólans, áhrif nemenda á skólastarfið og ábyrgð þeirra á eigin námi. Rétt er að geta þess hér að ekkert af þessu skilar nemendum hærri eða lægri einkunn á lokaprófi.
... eitt lítið
og ómetið
aukatriði í
1990-náms-
skránni ...
Í undanfarandi námsskrá frá 1990 voru einungis tiltekin námsmarkmið sem falla undir það sem frá er greint í fyrri málsgreininni hér fyrir ofan - utan einnar setningar þar sem sagði að veita (ætti) hverjum og einum menntun sem nýtist í daglegu lífi og tómstundum. Engin tilraun hefur verið gerð í framhaldsskólum til að meta þann menntunarhluta til einkunnar á lokaprófi. Raunar er mér ekki munnugt um neina tilraun sem gerð hefur verið í framhaldsskóla til að ná fram þessu markmiði. Þegjandi samkomulag virðist um telja þennan hluta menntunarinnar smitast með óskilgreinanlegum hætti inn í vitund og verund nemenda með veru þeirra í skólanum.
... mörg stór
og ómetin
aukaatriði
í nýju
aðalnáms-
skránni ...Ef þetta á
ekki
allt að buna
út úr nýja
námsskrár-
pokanum
verður að
rimpa í það
gat sem
myndast
við það að
framvinda
þessara þátta
er hvergi
metin.

Hin nýja aðalnámsskrá framhaldsskóla tiltekur að viðhafa skuli ítarlega eftirfylgni með því hvernig skólarnir sinni umfangsmiklum verkefnum - þar sem eldri námsskrá einungis tiltók eina málsgrein án eftirfylgni. Skólunum er gert að sinna

 • félagslegu uppeldi nemenda sinna ásamt því sem tíundað er í nýjum lögum:
 • Stuðla að alhliða þroska nemenda og
 • búa þá undir virkni í lýðræðisþjóðfélagi,
 • efla ábyrgðarkennd þeirra,
 • víðsýni,
 • frumkvæði,
 • sjálfstraust og
 • umburðalyndi og
 • þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og
 • gagnrýnni hugsun og kenna þeim að
 • njóta menningarlegra verðmæta og hvetja þá til
 • stöðugrar þekkingarleitar

Sjálfstæði nemenda er tíundað nánar og fram kemur að átt er við atriði eins og

 • frumkvæði
 • sjálfstæð vinnubrögð
 • greiningarhæfni
 • samstarfshæfni og
 • hæfileika til tjáskipta

Að mestum hluta er hér um að ræða atriði sem aðalnámsskráin gerir hvergi ráð fyrir að meta til einkunna á lokaprófum


skilgreining
kennslu
rimpar
í gatið
Nám um þessi atriði er til einskis metið. Þess vegna er ekki tiltæk sú leið að stofan til sérstakra námskeiða um þau. Aðeins ein leið virðist fær. Hún er sú að skilgreina sjálfa kennsluna þannig að þátttaka nemandans í henni skili honum þeirri persónuleikaþróun sem aðalnámsskráin miðar að.
Hver?

Aðalnámsskráin
skilgreinir
hinn
nýja
kennara.

Hversu
lýðræðis-
legan

vill hún
hafa
hann?

Hvar
passar
skilgrein-
ingin
inn í
aðrar
flokkanir?

Hver skilgreinir kennarastarfið að nýju?

Í aðal-náms-skrá 1999 segir - á bls.12:

"... einnig ættu upplýsingar í aðalnáms-skrá að nýtast við skipulagningu á menntun kennara ..."

Það er ljóst að aðalnámsskráin gerir sér væntingar eða jafnvel kröfur um að bæði kennarar og kennsla þeirra séu með tilteknum hætti. Hún tiltekur og tíundar hvaða uppeldismarkmið skólinn skal hafa. Þau hljóta að setja mark sitt á þá einstaklinga sem eiga að ná markmiðunum fram. Það eru þau sem skilgreina starfið, hið nýja kennarastarf.

Á sérstakri síðu sem einnig getur opnast í sérstökum glugga. hafa ofantaldar - og fleiri - skilgreinandi markmiðssetningar úr aðalnámsskránni frá 1999 verið felldar inn í gamlar og nýjar hugmyndir námsskrárgerðarmanna um kennslu og hlutverk kennara. Í því samhengi skiptir ekki máli að margir þeirra hafa haft yngri nemendur í huga því flest umgengnisatriði leiða til sömu niðurstöðu hvort sem um er að ræða eldri eða yngri einstaklinga. Skilgreiningunum hefur verið raðað á ási frá einræðislegum til lýðræðislegra til þess að greina það lýðræðisstig sem hin nýja Aðalnámskrá fyrir framhaldsskólann vill hafa á kennslunni.

Opna má þessa leit að skilgreiningu kennslustarfsins hér á sérstakri síðu - en einnig getur hún opnast í sérstökum glugga.

Kennarinn
skal vera:

Þetta er það
sem lesið
verður út úr
aðalnámsskrá
fyrir framhalds-
skóla árið 199912-K

 • Alhliða þroskaður og fær um að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi.
 • Lætur skoðanir sínar í ljósi í einkasamtölum og á mannamótum.
 • Hann er sjálfstæður einstaklingur sem þekkir stöðu sína í samfélaginu.
 • Hann er ábyrgur, víðsýnn, umburðarlyndur, með frumkvæði og sjálfstraust.
 • Hann nýtur menningarlegra verðmæta.
 • Hann er sjálfstæður.
 • Hann viðhefur öguð vinnubrögð og gagnrýna hugsun.
 • Hann lifir í stöðugri, meðvitaðri samkeppni.
 • Hann er reiðubúinn til starfs og er sífellt tilbúinn til að taka upp frekara náms.
 • Hann veit að menntun er æviverk í þjóðfélagi þar sem aðstæður og kröfur breytast.
 • Hann er handgenginn fjölbreyttri náms- og kennslutækni og er fær um að nota og þróa upplýsingatækni til öflunar og miðlunar þekkingar.
 • Hann hefur þekkingu á og næmt auga fyrir áhuga nemenda og þörfum þeirra og kemur þar til móts við þá svo þeir ekki gefist upp á því námi sem hugur þeirra stendur til.

Efst á þessa síðu