Forsíða

 


Þetta er alvarlegi gamanleikurinn:

Svona kenni ég !!

Hér eru settar fram nokkrar misjafnlega ítarlegar lýsingar á kennslu. Skoðaðu þær allar. Veldu svo að lokum þá sem hæfir best sem lýsing á þinni kennslu. Músaðu svo á orðið áfram!!

Athugaðu að í hverri lýsingu er gert ráð fyrir að þú sért mjög hæfur fræðimaður á þínu sviði og hafir til að bera þá þekkingu í uppeldis- og kennslufræði sem þú telur nauðsynlega.

Svona kenni ég!

Áfram !!

Ég er að sjálfsögðu sífellt reiðubúinn til að aðstoða nemandann eftir því sem þeir óska en fyrst og fremst býr lærdómsþörfin og námsfýsnin í huga hans. Það er fjölmargt utan - eða laustengt - faginu sem hann vill ekki síður - jafnvel frekar - fræðast um og þá er mikilvægt að hann veit að ég er alltaf til reiðu að liðsinna honum eftir því sem ég get - eða þá að ég reyni að vísa honum þangað sem hann getur fengið liðsinni.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Hugsun mín og vinnubrögð eru auðvitað þjálfaðri en nemendanna og ég geri mér glögga grein fyrir því hvernig við öll fléttumst saman í mikilvægum félagstengslum bæði sem einstaklingar, hópar og hagsmunasamtök. Ég læt mig varða þjóðþrifamál og tek þar virkan þátt. Þar er ég gagnrýninn og ábyrgur, skoða mál frá mörgum hliðum og hrapa ekki að niðurstöðum. Í skólastofunni kem ég þessari félagsþjálfun til skila með því að vera þar lýðræðislegur og hlutlægur. Ég læt nemendur mína vera með í því að taka mikilvægar ákvarðanir svo að þeir efli með sér siðferðilega ábyrgðartilfinningu.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Ég hef verið ráðinn hingað til að kenna þetta námsefni. Ég hef aflað mér verulegrar þekkingar í faginu og í kennslustofunni er ég að sjálfsögðu sérfræðingurinn - þótt annars staðar kunni að vera aðrir sem vita meira á sviðinu.

Með því að ég hef verið ráðinn sem kennari í þetta verkefni set ég náms- og samskiptareglur eins og hæfir og sé um að þeim sé framfylgt. Þetta útskýri ég ef nemendur spyrja um það.

Svona kenni ég!

Áfram !!

Ég legg áherslu á að fá nemendur mína til að spyrja skynsamlegra spurninga og leiðbeini þeim um að nota þær upplýsingar sem þeir afla sér til að fá svör við spurningunum. Ég legg mikið upp úr að þroska með nemendum hæfni til að nota heimildir og aðrar þekkingarlindir í því skyni að setja fram tilgátur og draga ályktanir. Ég stjórna umræðum í bekknum þar sem nemendur læra að hlusta á aðra og láta í ljósi eigin skoðanir. Ég reyni að efla trú þeirra á nytsemi þess að leita sér aukinnar vitneskju og sérstaklega örva ég og styð opnar umræður um spurningar sem oft eiga sér ekkert einhlítt svar. Ég hvet nemendur til að velta fyrir sér eigin reynslu og setja hana í nýtt samhengi og reyni yfirleitt vera nemendum frekar sem heimildarmaður sem þeir geti alltaf leitað til - heldur en einhver yfirboðari.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Á mínu fagsviði hef ég að sjálfsögðu meiri þekkingu en nemendur mínir og þess vegna er það ég sem skipulegg framvindu námsins og hvernig að því skuli vinna. Ég hef einnig um margt meiri þekkingu og lífsreynslu en þeir og get því leiðbeint þeim um vinnubrögð og sagt þeim mun á réttu og röngu.

Ég gæti þess að slá helst aldrei af kröfum um nám og aga og tíunda þessi rök ef um er spurt.

Svona kenni ég!

Áfram !!

Ég tel mikilvægast að undirbúa nemendur mína undir lífið sjálft. Þar skiptir miklu að gera sér glögga grein fyrir því hvernig maður metur hluti, félagstengsl og viðhorf í sínu nánasta umhverfi og í samfélaginu í heild. Sumt er mönnum meira virði en annað. Mikilvægt er að hafa það fyrir reglu - eða lífsaðferð - að rifja upp atburði og íhuga forn viðhorf sín og endurmeta í ljósi aukinnar þekkingar og fjarlægðar frá atburðinum. Þetta á að leiða til þess að maður endurskoði og breyti mati sínu frá því sem áður var. Þetta verður maður að gera bæði ótvírætt og skýrt og einnig af eins miklum heiðarleika og manni er unnt hverju sinni. Það kemur í ljós að þótt endurskoðunin sé oft persónulega sár þá styrkir hún einstaklinginn ætíð. Ef hann þá setur hugmyndir sínar í samhengi við æskilega þróun til framtíðar þá gefur endurskoðunin honum kraft og ný færi til sóknar.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Námsmarkmiðin eru ljós. Ég legg áherslu á að nemendur læri og skilji mikilvægar staðreyndir námsgreinarinnar, þekki heimildir, geti túlkað þær upplýsingar sem þeir hafa, geti beitt reglum og gert grein fyrir niðurstöðum. Þeir sýni víðsýni og hafi þroskaðan áhuga og samfélagslega jákvætt viðhorf. Kennslan sjálf er tæknilegt framkvæmdaratriði sem hagað er í samræmi við þann árangur sem maður vill ná fram. Þeir nemendur sem ná viðunandi árangri á prófinu halda áfram til starfa eða frekara náms en aðrir þyrftu að endurtaka námið til að ná betri tökum á efninu.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Ég geri mér grein fyrir því að einhver mikilvægasta hæfni einstaklingsins er sú að geta aflað sér upplýsinga og dregið af þeim ályktanir og samræmandi alhæfingar. Það er hægt að þróa og þroska þessa leikni hugsunarinnar. Í því skyni hvet ég nemendur til að afla sér upplýsinga eða vek athygli þeirra á tilteknum staðreyndum og spyr þá leiðandi spurninga þannig að þeir komi auga á það sem tengir þær saman og það sem aðgreinir þær. Í þessu skyni gæti ég þess að andrúmsloftið sé jákvætt og styðji nemendur til að setja fram athugasemdir og ályktanir án þess að þeir þurfi að óttast að út úr þeim sé snúið eða félagar þeirra hendi að þeim háði.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Það er ég sem skipulegg kennsluna og leiðbeini nemendum um það sem náminu viðkemur. Ég leitast við að gera nemendur meðábyrga um þeirra eigin vinnu og um okkar sameiginlegu námsvinnu með því að láta þá hafa sitt að segja þegar mótaðar eru vinnureglur fyrir hópinn. Ég tem mér að taka á málum með hlutlægum hætti.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Ég legg drög að rökræðum nemendanna til að draga fram mismunandi þekkingu þeirra og leiðir til að finna sameiginlega fleti og grundvöll samvinnu og samstarfs rétt eins og nauðsynlegt er í okkar lýðræðisþjóðfélagi. Ég leiðbeini nemendum eftir föngum og veiti þeim faglegar upplýsingar til viðbótar við það sem beinlínis er til tekið í námskröfum. Ég hef víðtæka reynslu sem kemur mér að góðum notum þegar ég þarf að sveigja uppkomur augnabliksins í kennslustofunni til frjórrar og skapandi umræðu eða stilla upp valkostum sem nemendur finna að þeir komast ekki hjá að velja í milli. Til þess að þetta megi takast sé ég um að nemendurnir finni sig alveg trygga í hópnum og eigi ekki á hættu að athugasemdir þeirra verði lagðar út á verri veg heldur hvetji þá til að nýta hugmyndaflug sitt til hins ítrasta og kveikja áhuga þeirra á skyldum og óskyldum efnum.
Svona kenni ég!

Áfram !!

Kennsla er list hins mögulega á hverju augnabliki þar sem taka þarf tillit til ótal atriða sem breyta augnablikinu jafnóðum og þau koma upp. Það er ekki nóg að ætla sér að kenna um tiltekið atriði þegar Siggi dettur á gólfið og unnusti Jónu er enn á sjúkrahúsi eftir bílslysið og nú hefur eitthvað endurkveikt sterka samúð allra með henni. Þetta eru mínar kringumstæður í kennslunni og þarna skapa ég hverju sinni nýja aðferð til að koma námsefni til skila.

Efst á þessa síðu * Forsíða