Forsíđa

Kom inn!
Liđveitendur

(Öryggis-
afrit)

Til baka

Pistill Guđmundar Andra Thorssonar úr Fréttablađinu

 

Merkileg ţessi sterka ţörf hćgri manna fyrir ađ "skrifa söguna": ná ađ túlka hana á undan "hinum" - og ekki bara sína sögu heldur kannski miklu fremur sögu andstćđinganna: Ţeir líta á söguna sem herfang.

Fyrir jólin las ég eina af ţessum bókum; nýtt verk Styrmis Gunnarssonar sem hefur ađ geyma glímu hans viđ ţau siđferđilegu álitamál sem hljóta ađ vakna međ hverjum ţeim sem stundađ hefur ađ bera fé á einstakling í ţví skyni ađ fá hann til ţess ađ rjúfa trúnađ viđ félaga sína og senda ţćr upplýsingar síđan til húsbćnda sinna, međal annars eiganda Morgunblađsins, sem Styrmir hefur veriđ afar hollur eins og sést á fyrri bókum hans, svo ađ minnir jafnvel á brytann góđa í Downton Abbey. Upplýsingar Styrmis rötuđu jafnvel til Bandaríkjamanna, fulltrúa erlends stórveldis sem starfađi hér á landi međ eigin hagsmuni ađ leiđarljósi fremur en Íslendinga - en Styrmir virđist enn ekki hafa áttađ sig á ţví, eftir öll ţessi ár og talar stundum eins og herinn hljóti ađ fara ađ koma aftur nú ţegar Rumsfeld ráđi ekki lengur.

Bjargađ frá Gúlaginu?

Styrmir rćđir ţessi mál af hispursleysi og ţađ er gott framtak hjá honum ađ skrifa ţessa bók og deila međ okkur hinum hugrenningum sínum og minningum, jafnvel ţó ađ hann virđist enn eiga erfitt međ ađ horfast í augu viđ eigin gerđir sem fólust í mútum, njósnum og undirróđri gagnvart pólitískum andstćđingum í lýđrćđisţjóđfélagi.

Ţađ er fljótsagt, ađ ekkert kemur fram í bókinni sem réttlćtir ţessa starfsemi, ţó ađ höfundur streitist viđ ađ setja hana í alţjóđlegt samhengi kalda stríđsins. Standi Styrmir í ţeirri trú ađ hann hafi bjargađ Íslendingum frá Gúlaginu međ ţví ađ bera fé á slefbera úr Sósíalistafélagi Reykjavíkur fćr sú hugmynd ekki stuđning úr hans eigin bók.

Ekkert sem Styrmir hefur orđiđ áskynja í heldur lítilmótlegu karpi innan rađa sósíalista sjöunda áratugarins um sćti á frambođslistum, mannaforráđ og takmarkađar vegtyllur gefur ástćđu til ađ ćtla ađ ţeir hafi veriđ "handbendi Rússa" eđa starfađ samkvćmt skipunum ţađan. Ţar innan rađa voru vissulega menn sem töldu enn ađ í Rússlandi vćri ađ finna fyrirmynd um hiđ góđa samfélag en slíkir menn höfđu ć minni áhrif innan flokksins eftir ţví sem fram liđu stundir og enduđu flestir sem sérlundađir vitaverđir á útskögum.

Ţess vegna er hjákátleg margítrekuđ áskorun Styrmis til Kjartans Ólafssonar fyrrverandi Ţjóđviljaritstjóra um ađ gera hreint fyrir sínum dyrum eins og Styrmir telur sig sjálfan vera ađ gera međ ţessari bók: ţar međ ýjar hann ađ ţví ađ í pólitískri fortíđ Kjartans séu einhver leyndarmál ámóta ljósfćlin og mútu- og njósnastarfsemi hans sjálfs. Hann lćtur ađ ţví liggja ađ Kjartan hafi á samviskunni einhver ţau myrkraverk sem réttlćti áralangar hleranir á síma Kjartans og annarra sósíalista - ţar á međal vina Styrmis og tengdaföđur, svo ađ Styrmir hefur áreiđanlega - eins og hann bendir sjálfur á - veriđ hlerađur. Hann talar eins og ţau sem skipulögđu og gengu Keflavíkurgöngur gegn erlendri hersetu á Íslandi hafi ţar gengiđ erinda Rússa en ekki fyrir land sitt og ţjóđ, eins og raunin var.

Styrmir virkar flókin persóna - stundum hreinskiptinn og einlćgur og stundum íbygginn yfir eigin leyndri vitneskju og ráđabruggi. Bókin er ţversagnakennd. Í ţeim frćga Skeggjabekk kynntist Styrmir nokkurs konar ţverskurđi af íslenskum sósíalistum og rekur ţá vináttu í ţessari bók eins og nokkurs konar kontrapunkt viđ allt undirferliđ. Ţarna er Jón Baldvin sem fćddist í Alţýđuhúsinu á Ísafirđi og átti í vćndum ađ verđa íslenskur krataforingi, smáţjóđafrelsari og Evrópusinni númer eitt; ţarna var Ragnar Arnalds sem enn er ađ berjast á móti Uppkastinu sem afi hans Ari Arnalds lét ásamt fleirum fella, svo ađ fullveldi Íslendinga tafđist um tíu ár. Ţarna var Bryndís Schram, vćn stúlka úr vesturbćnum og vinstri sinnuđ út af samlíđan međ mönnunum. Ţarna voru listamennirnir Atli Heimir, Magnús Jónsson og Brynja Benediktsdóttir - öll róttćk af ţví ađ fólk sem vildi búa til list og fćra lit inn í tilveruna á Íslandi var vinstri sinnađ á ţeim árum - og ekki meira hallt undir Sovétríkin en tengdafađir Styrmis, Finnbogi Rútur. Og ţarna var Ragnar skjálfti, utanveltukommi og verđandi Fylkingarstaur međ allri ţeirri skringilegu blöndu af anarkisma, aktífisma, ćttjarđarást, kommúnisma og allsherjar stuđi sem ţar mallađi. Ekkert ţessara bekkjarsystkina Styrmis var á vegum Rússa - eins og hann veit ósköp vel sjálfur og viđurkennir. En ţađ er eins og Styrmi sé fyrirmunađ ađ draga rökréttar ályktanir af ţessum kynnum - jafnvel enn í dag. Ţessir krakkar voru ekki undantekning frá öđrum sósíalistum ţessara ára. Ţau voru reglan. Sósíalisminn var og er mannúđlegt sjónarmiđ og "félagsandi" eins og Jónas Hallgrímsson nefndi ţađ. Mörg myrkraverk voru vissulega unnin í nafni sósíalismans en fráleitt er ađ líta svo á ađ Íslendingum hafi veriđ forđađ frá fangabúđavíti međ ţví ađ hlera síma manna eđa neita ţeim um vinnu eins og stundađ var á ţessum árum gagnvart íslenskum sósíalistum.

Ţví ađ Styrmir og félagar voru ekki varđmenn hins opna og lýđrćđislega ţjóđfélags. Ţeir voru óvinir ţess.

Birtist 5. jan. 2015 Ţetta er öryggisafrit sem GÓP sótti í Fréttablađiđ.

Efst á ţessa síđu * Forsíđa * Ofvirknivefur * Ofvirknibók