Forsíða 
Ofvirknivefur 
Ofvirknibók 

Ragna Freyja Karlsdóttir, sérkennari:

Kennsla kjörþögla - ráðabanki (drög) 

Kjörþögli-vefurinn 

Til þín Til notandans:
Þessi ráð hafa reynst vel við kennslu og aðstoð við kjörþögla. Það verður þó að vega og meta hvað hverjum einstaklingi hentar best hverju sinni og haga kennslunni eftir því.
1. hluti Undirbúningur og ytri rammi
1 Nýttu alla fræðslu sem í boði er um þetta efni: bækur, greinar, fyrirlestra, námskeið og fleira.
2 Aflaðu upplýsinga um nemandann frá kennurum, foreldrum og öðrum þeim sem hafa haft með hann að gera. Hvenær fór að bera á vandanum, við hverja talar nemandinn, hvar talar hann, við hvaða aðstæður, og svo framvegis.
3 Talaðu við aðra sem hafa reynslu af að kenna kjörþöglum, hafa unnið með þeim, haft þá til meðferðar eða þekkja til þeirra á annan hátt.
4 Skipulag og fastar reglur eru nauðsynlegar og undirbúa þarf hvern tíma vandlega.
5 Fyrstu dagana skaltu vinna sérstaklega að því með nemandanum að mynda traust ykkar í milli. Hentugt er að nota ýmis spil í þessu skyni, lesa sögu, tala um áhugamál nemandans eða um daginn og veginn.
6 Ræddu við nemandann. Segðu honum frá sjálfum þér, námi þínu og starfi, að þú hafir kynnt þér vanda kjörþögla, vitir um/þekkir aðra eða hafir kennt öðrum með sama vanda, að þú þekkir erfiðleikana og að þú skiljir að það sé erfitt þegar maður geti ekki talað í skólanum. Láttu nemandann vita af því að fleiri eigi við sama vanda að glíma.
7 Finndu samskiptaleið 
 1. Notaðu sérstaka samtalsbók.
  • Skráðu í hana það skipulag sem vera á í tímanum.
 2. Fyrst þurfið þið að ákveða hvaða aðferð nemandinn á að nota til að svara þér. Hér eru dæmi:
  • Hann tjáir með því að kinka kolli og nei með því að hrista höfuðið.
  • Við sumar kringumstæður getur verið gott að nota bank, eitt bank merkir og tvö merkja nei - og í spilum - ólsen er eitt bank og ólsen-ólsen er tvö.
  • Ef hann er ekki læs getur hann svarað með því að benda á myndir.
  • Ef hann er læs getur hann haft fyrir framan sig samtalsbókina þar sem þú hefur skrifað í hana orðin og nei. Hann bendir svo á það orðið sem hann notar til að svara í það skiptið.
  • Ef hann er læs og getur skrifað skaltu láta hann skrifa svar sitt í samtalsbókina.
8 Láttu nemandann tjá sig á blað daglega. Myndtjáningin gefur vísbendingar um stöðu nemandans í ferlinu. Gerðu honum grein fyrir að þetta sé fastur þáttur í samskiptum ykkar. Nemandinn fær blaðið sitt í upphafi tímans og notar það eins og hann vill. Láttu hann merkja það með nafni og dagsetningu.
9 Notaðu alltaf spurningar sem hægt er að svara með já-i eða nei-i á þann máta sem þið hafið ákveðið. Ef nemandinn getur bent á myndir, krossað við eða skrifað svör er hægt að nota aðferðirnar til skiptis eftir því sem best hentar.
10 Kannaðu námsstöðu nemandans. Notaðu kannanir sambærilegs aldurs eftir því sem það er hægt. 
 • a. Lestu og útskýrðu spurningar og verkefni og leggðu áherslu á eða/og strikaðu undir lykilatriði. 
 • b. Notaðu já/nei - spurningar ef nemandinn á að tjá svar sitt - 
 • c. Láttu hann benda á mynd - eða krossa við. 
 • d. Ef hann getur lesið skaltu láta hann benda á orð eða setningar.
 • e. Ef hann getur þá skrifar hann sjálfur svörin.
11 Gerðu námsáætlun fyrir nemandann sem byggist á námsmatinu. Þannig er tryggt að námsefnið verður við hans hæfi.
12 Haltu föstum daglegum ramma í skóla og haltu á sama máta utan um heimanámið.
13 Hafðu samskiptabók milli skóla og heimilis. 
 • a. Skrifaðu í hana upplýsingar og annað sem að gagni kemur fyrir nemandann, foreldra eða forráðamenn hans og þig
 • b. Á sama hátt skrifa foreldrar/forráðamenn upplýsingar í bókina. 
 • c. Það getur verið heppilegt fyrir yngri nemendur að skrifa í bókina það sem læra skal heima. 
14 Leggðu áherslu á að nemandinn heilsi og kveðji. Ákveðið í sameiningu hvernig best er að haga því - t.d. með höfuðhneigingu, handahreyfingu eða handabandi.
15 Vinnuferlið með kjörþögla byggir mikið á atferlismótandi aðgerðum. Nauðsynlegt er að finna jákvæða og eftirsóknarverða umbun fyrir framfarir.
16 Reyndu að jafnaði að ná augnsambandi við nemandann þegar þú talar við hann. Oft er þetta erfitt í upphafi.
17 Með reglulegu millibili skaltu ræða við nemandann um stöðu hans. Tíundaðu allar framfarir. Smáar framfarir eru stórar framfarir! Láttu hann vita í hverju þær eru fólgnar og hrósaðu honum fyrir þær. Jákvætt og sanngjarnt hrós er góð umbun - sem kemur strax.
18 Vertu afslappaður, hvetjandi og léttur í lund. Ekki láta í ljós vorkunnsemi eða ganga inn í það munstur að þú vorkennir nemandanum.
19 Gættu þess að ef nemandinn er mjög vansæll, þreyttur, dapur, framtaks- og frumkvæðislítill þarf að ræða við foreldra/forráðamenn og leita leiða til úrbóta - ef til vill í samráði við lækni.
2. hluti Hljóðamyndanir - 
Undirbúningur þess að nemandinn byrji að tala.
Undirbúðu nemandann. Segðu honum að nú muni fara í hönd sérstakt ferli þar sem hann myndi hljóð með ýmsum aðferðum. Síðar meir munið þið svo vinna með orðin og málið.
Láttu nemandann vita strax að þú vitir að hann kunni að tala.
Hljóðamyndanirnar eru eins og leikir sem hafa það markmið að auðvelda honum að tala fullum rómi.
20 Byrjaðu á hljóðamyndun með ýmsum hlutum sem tiltækir eru svo sem blýanti, pennaveski, skeið, bolta, banka í borð, setja spólu í útvarpstæki, klappa saman lófum, stappa í gólf o.s.frv.. Gættu þess þó að láta þetta ekki fara úr böndum! 
21 Hljóðamyndanir með rödd, soga upp vatn með röri, blása í rörið, blása, anda út í loftið, geyspa, hósta, ropa, etv fleiri búkhljóð. Hér er heppilegt að kenna slökun, þindaröndun, anda með nefinu og blása út og láta það heyrast vel.
22 Hljóðamyndanir - fleiri en ein í einu. Nemandinn grúfir andlitið í höndum sér og myndar hljóð - t.d. a-a-a og bankar um leið í borðið. Nemandinn ræskir sig og hreyfir sig um leið í stólnum svo að hljóð heyrist.
23 Hljóðamyndanir. Nemandinn grúfir andlitið í höndum sér og myndar hljóð eða hvíslar lágt. Fyrst sérhljóða: aaa - uuu ... síðan samhljóða: mmm ... nnn ... lll ... sss ... . 
24 Hljóðamyndanir. Nemandinn grúfir andlitið í höndum sér og lætur samhljóða anda á sérhljóða: ha - há - he - ... la - sa - ma - ...
25 Hljóðamyndanir. Nemandinn grúfir andlitið í höndum sér og lætur samhljóða anda á sérhljóða. Tónstiginn: ha (c) - ha (d) - ha (e) - ha (f) - ha (g) - ha (a) - ha (h) - ha (c) bæði upp og niður.
26 Hljóðmyndanir. Nemandinn grúfir andlitið, hvíslar og hermir eftir dýrahljóðum og fleiru sem þér dettur í hug.
27 Syngja sérhljóðana. Nota til dæmis lagið við Gamla Nóa.
28 Syngja létt lög. Slá taktinn með einhverju, -  t.d. blýanti.
29 Notaðu sama ferli og í 20-24 og hafðu hurð eða skilrúm á milli ykkar. Nemandinn grúfi ekki andlitið.
30 Notaðu sama ferli og í 20-24 og hafðu pappír eða bók á milli þín og nemandans. Nemandinn grúfi ekki andlitið.
31 Hugsanlegt er að létta nemandanum þetta ferli með því að draga úr birtunni í herberginu.
32 Notaðu sama ferli og í 20-24 og hafðu enga hindrun milli þín og nemandans. Þið horfið hvort á annað.
33 Láttu nemandann hvísla eða tala inn í lófann á sér.
34 Notaðu hljóðnema.
35 Ef um yngri börn er að ræða hentar vel að æfa myndun hljóða í söng og hlutverkaleikjum. Mjög heppilegt er að nota handbrúður.
36 Gott er að nota spegil (talkennaraspegil) og ýkja stöðu varanna í hljóðmyndunum.
37 Ef þetta ferli reynist henta nemandanum vel skaltu ráðleggja öðrum að reyna hið sama.
3. hluti Notkun síma - 
Undirbúningur þess að nemandinn byrji að tala.
Undirbúðu nemandann undir nýtt ferli. Komið ykkur saman um hvernig hann svarar í símann - t.d. eitt bank merkir og tvö merkja nei.
38 Notaðu síma. Þú hringir í nemandann úr öðru herbergi - eða heim til hans - og spyrð hann spurninga. Gættu þess að þeim sé unnt að svara með eða nei.
39 Notaðu síma. Nemandinn hringir í þig úr öðru herbergi. Þú svarar og spyrð hann spurninga sem hann svarar.
40 Notaðu síma. Verið í sama herbergi. Einhver annar aðili hringir og nemandinn svarar.
41 Notaðu síma. Verið í sama herbergi. Nemandinn hringir. Þriðji aðili svarar. Sá spyr og nemandinn svarar.
42 Í framhaldi af þessu símaferli má nota hljóðmyndunarferlið sem lýst var í 20 - 24.
43 Stundum getur verið nauðsynlegt að nemandinn byrji frá grunni og fari í gegnum allt þetta ferli eða annað þessu líkt og á löngum tíma en sumir nemendur geta hugsanlega verið fyrr tilbúnir ef gagnkvæmt traust hefur myndast og þá má hraða ferlinu, byrja á síðari þrepum eða sleppa úr þrepum eftir því sem við getur átt. Hljóðmyndunar- og símaferlið sem hér er lýst er fyrst og fremst til viðmiðunar. Dæmin hafa verið notuð og þau hafa gefið góða raun. Framkvæmdin verður fyrst og fremst að vera stig af stigi frá því einfalda til hins flóknara og erfiðara og sniðin að viðkomandi nemanda.
4. hluti Já/nei-svar - 
Undirbúningur þess að nemandinn byrji að tala.
44 Með góðum fyrirvara skuluð þið ákveða hvenær nemandinn á að svara þér með -i eða nei-i - munnlega! Ákveðið fyrirfram tiltekna umbun af þetta gengur eftir. Umbunin verður að vera eftirsóknarverð án þess þó að kosta mikið. Þið getið ákveðið spurninguna eða spurningarnar í sameiningu og ákveðið hvort hann svarar með því að segja eða með því að segja nei. Einnig er hægt að ákveða í sameiningu að nemandinn svari bæði með -i og nei-i.
45 Minntu nemandann daglega á já/nei-daginn - þ.e. daginn þegar hann ætlar að svara munnlega með orði. Til að festa þetta enn betur er gott að tilgreina einnig bæði stað og stund. Til dæmis: Manstu hvenær þú ætlar að segja eða nei? Þegar nemandinn hefur tjáð að hann muni daginn þá staðfestirðu það með því að tilgreina dagsetninguna - t.d. Alveg rétt! Það er mánudaginn 22. febrúar klukkan tvö þegar skóla lýkur - hérna í stofunni okkar.
46 Þegar já/nei-dagurinn rennur upp segirðu við nemandann: Þetta er dagurinn! Það er í dag sem þú ætlar að svara mér! Klukkan tvö - hérna í stofunni! Á tilsettum tíma spyrðu spurningarinnar (spurninganna). Svarið getur komið strax. Það getur líka látið á sér standa. Gættu þess að bíða ekki of langan tíma eftir svari heldur halda áfram að spyrja uns svarið kemur. Mikilvægt er að gefst ekki upp. Þú getur þurft að leggja hart að nemandanum og gera honum grein fyrir að þetta sé svar-dagurinn hans og þegar hann sé búinn að því þá (fyrst) megi hann fara heim. Þegar nemandinn hefur svarað fær hann hrós - og sína umbun.

Ef nemandinn er sérlega kvíðinn eða/og hefur aðrar greiningar, t.d. á einhverfurófinu, þarf að fara varlega því hætta er á að missa sérlega viðkvæma nemendur úr höndum sér. Ef það gerist ertu reynslunni ríkari og byrjar upp á nýtt.

5. hluti Nemandinn talar - 
Undirbúningur undir frekari munnleg tjáskipti
47 Þegar nemandinn hefur svarað já/nei-spurningu þinni hefst nýtt ferli. Eftir það svarar hann munnlega þínum já/nei-spurningum.
48 Hægt er að nýta þetta -nei-ferli með því að fleiri undirbúnir aðilar spyrji nemandann sem þá er líka undirbúinn.
49 Ef nemandinn er læs þá skaltu nota það. Byrja á að lesa eitt orð. Hér er hægt að fara eins að og í -nei-ferlinu og ákveða daginn þegar nemandinn byrjar að lesa eitt orð. Síðan er öðru orði bætt við og svo framvegis.
50 Láttu nemandann tala eða lesa inn á segulband.
51 Þegar hér er komið er líklegast að framfarir verði greinilegri með hverjum degi. Þú spyrð nemandann og hann svarar með orði eða setningu sem þið hafið undirbúið.
52 Nemandinn spyr þig spurningar sem hann sjálfur hefur undirbúið - og þú svarar.
53 Athugaðu hvort unnt er að nota áhugasvið nemandans til að örva máltjáninguna.
54 Athugaðu hvort hægt er að nota málfræðireglur. T.d. í hvaða kyni er orðið bíll? Hús er eintala - fleirtalan er ... . Fallbeyging: hér er rós - um ...
55 Þegar nemandinn er farinn að tjá sig munnlega þarf að ræða við hann um þessa nýju stöðu hans. Tilfinningarnar eru blendnar. Það geta verið viss forréttindi að vera nemandinn sem ekki talar. Hann nýtur ekki lengur eins mikillar athygli, fær hugsanlega minni aðstoð og umhyggju. Nemandinn verður smám saman eins og hinir. Þetta vekur bæði gleði og sorg, öryggi og óöryggi, eykur bæði sjálfstraust hans - og kvíða.
56 Þegar nemandinn er farinn að tjá sig munnlega er óvíst hvernig afleiðingar verða og hvernig hann bregst við þeim. Framfarir geta verið mjög hægar en alltaf í rétta átt - eða með sprengingu sem lýsir sér með óstöðvandi tali við hvern sem er og hvar sem er. 
57 Þótt nemandinn sé farinn að tjá sig munnlega þarftu að vera viðbúinn bakslagi - t.d. ef nemandinn verður veikur eða þú verður veikur um einhvern tíma. Þá þarf að finna útgangspunkt, byrja á nýjan leik og vona að upprifjunarferlið taki sem skemmstan tíma.
58 Haltu dagbók. Skráðu helstu atriði sem upp koma daglega. Þannig er auðveldara að fylgjast með framförum nemandans stig af stigi. Það heldur saman upplýsingum og dagsetningum og léttir skýrslugerð.
6. hluti Félagsleg færni - 
Hér munu síðar koma fleiri atriði um þjálfun í félagslegri færni.
59 Ef þú vinnur með einn nemanda er heppilegt að fá annan nemanda í heimsókn. Þeir geta þá til dæmis unnið verkefni saman eða spilað á spil.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Ofvirknivefur * Ofvirknibók