Forsíða


Til okkar í MR-59

Innritunareyðublað

Um
listann
Þessi listi mun verða okkur sjálfum nytsamur til margra hluta. Augljóst er að hann mun í fyrstu lotu auka netskipti og samskipti og viðskipti því eins og margar kannanir hafa sýnt þá eru skólafélagatengslin næst sterkust á eftir nánustu fjölskyldutengslum.
Leitir Þegar fram líða stundir verður listinn með hundrað nöfnum. Þá viljum við geta flett upp í honum eftir nöfnum, bekk - í hvaða bekk varstu? - og jafnvel menntun, starfi, vinnustað og formi einkareksturs - og auðvitað hverju því sem manni síðar kemur í hug.
Upp-
lýsingar
í
listann
Þegar þú sendir inn upplýsingar í listann þá skaltu styðjast við þessar leiðbeiningar:

Nafn. Ef þú vilt birta heimilisfang og heimasíma þá skaltu láta það fylgja. Það mun auðvelda okkur hinum að ná til þín þegar á þarf að halda..

Þú flýtir fyrir mér við skráninguna ef þú setur bekkjarnafnið (A, B, C, X, Y, Utanskóla) - annars þarf ég að fletta því upp. Vel að merkja - ef þú varst utanskóla en hafðir haft meira samflot með einum bekknum en öðrum - þá nefndu þann bekk. Það get ég ekki lesið út úr Faunu. Til dæmis er ég skráður utanskóla í Faunu en lít alltaf á mig sem Y-bekking.

Nám og markverð viðfangsefni sem þú vilt láta getið.

Námsgráður frá öðrum skólum og lokaár.

Starfsheiti nú. Einnig vinnustaður ásamt netfangi og síma þar ef þér sýnist svo.

Sjálfstæð þjónusta og einkarekstur - athugaðu að þetta er auðvitað auglýsing fyrir þig - og kostar þig ekkert! Þess vegna skaltu láta alls getið sem þú tekur að þér á eigin vegum - eða maki þinn! Gefðu þar einnig upp netfang, vefsíðu og verkefnasíma.

Áhugamál - margir tengjast í áhugamálum og raunar eru mörg áhugamál afar tengd einhverjum vinnuvettvangi.

Létt kveðja eða lokasetning. Bættu því við sem þér sýnist að skemmtilegt sé að hafa á listanum. Þetta er nefnilega skemmtilegur listi!

Þegar hagir þínir breytast þarftu að senda inn breyttar upplýsingar.

Notaðu tilbúið innritunareyðublað eða sendu mér bréf með þeim upplýsingum sem vantar eða á að breyta. - Kveðja - GÓP

Vefsíða Einungis fáir í listanum hafa vefsíðu þegar þetta er ritað. Innan skamms munu vefsíður verða enn algengari en nú er og þá munt þú einnig vilja hafa þína vefsíðu.

Á Vefskólavefnum er leiðbeint við að búa til einfalda vefsíðu. Þú getur sótt leiðbeiningar þangað og útbúið vefsíðuna í ritvinnsluforritinu Word-97 eða Word-2000. Ef þú hefur það forrit skaltu fara inn á skjalasafn síðunnar og sækja annað hvort skjalið vefsida97.doc eða vefsida2000.doc.
Prentaðu það út. Farðu svo eftir leiðbeiningunum og útbúðu einfaldar vefsíður. Á Vefskólavefnum finnurðu svo leiðbeiningar um fyrstu skrefin í vefsíðugerð - þ.e. hvernig er farið að því að fá vefstæði hjá þjónustuaðilanum - við hvern þarf að hafa samband - hvar fæst forrit til að senda skrána úr heimatölvunni út á tölvu þjónustuaðilans á netinu - hvernig er unnt að ganga úr skugga um að sendingin hefur heppnast og vefsíðan hefur komist á sinn stað.

Ef þú greiðir fyrir þitt netfang (nýtur ekki ókeypis þjónustu - t.d. hjá bönkunum) þá greiðirðu fyrir vefstæði þótt þú notir það ekki! Það gerir því ekkert til fyrir þig að prófa þetta - og það kostar þig ekkert. Þó að þú síðar ákveðir að biðja einhvern annan um að útbúa fyrir þig vefsíðuna - þá veistu eftir þessa tilraun - að vefsíðugerð er í raun einföld.

Hvað
á að
vera á
vefsíðu?
Vefsíða er auðvitað búin til í því skyni að aðrir komi í heimsókn. Ef þetta er einkasíða kallast menn ekki þangað í heimsókn ef þar er aðeins að finna einkaupplýsingar. Ég legg til að þú hugsir þá frekar um vefsíðu eins og GÓP-fréttir þar sem þessar upplýsingar er að finna. GÓP-fréttir eru hugsaðar sem fréttabréf af nokkuð hægbreytilegri gerð - varla sem tíma-rit en kannski frekar sem ævi-rit. Slík uppsetning hefur þann kost að hvað sem þér kemur síðar í hug - á þar heima - og auðvitað hefur allt sem þar birtist slagsíðu til þinna áhugamála. Hins vegar þarf þar líka að vera að finna nytsamar leiðbeiningar, upplýsingar og umfram allt - tengingar til annarra vefsíðna sem hafa almenna og sem hafa sérstaka skírskotun. Gestir koma þá á síðuna þína - eða hafa hana fyrir fasta heimasíðu - því þannig flýta þeir fyrir sér að komast leiðar sinnar. Að lokum færðu frá þeim ábendingar um það sem á vantar til að síðan verði enn nytsamari.

Fyrirtækis-síðu og vefsíðu sem kynnir einhvers konar starfsemi - er heppilegt að hugsa á sama hátt. Greinilega komi fram meginefnið og eftir föngum bætist svo við nytsamar og forvitnilegar upplýsingar sem tengjast því sem fyrirtækið hefur á boðstólum eða þeirri þjónustu sem er í boði.

Aðstoð? Sendu mér línu ef þú þarft aðstoð. - Kveðja - GÓP

Forsíða * MR-59: hver er hvar? * Efst á síðuna