GÓP-fréttir

MR-59

 

 

MR - 1959 * Hvar er hver?

(Heimilisföng og tengingar eru að grunni frá maí 2004 en uppfærist eftir innsendum leiðréttingum)


Í Flóru í Grasagarðinum í Laugardal 1. júní 2005
Þorgrímur, Kristján, Aðalsteinn, Unnur, Sigurður, Sigrún, Valgarður, Anna Björg, Albína, Björn, Þóra Kristín og GÓP að leggja af stað í skoðunarferð um grasagarðinn.


Stúlkurnar í B-bekknum haustið 1955

Þetta virðast vera margar raðir - en við gerum þær fjórar.
Sendið inn leiðréttingar: 

1. röð: Sigurlaug Guðmundsdóttir, Kolbrún Rögn Valtýsdóttir (Rodeman), Unnur Skúladóttir, Edda Ben., Jóhanna Kristjónsdóttir, Herdís og María Ásgrímsdóttir.

2. röð: Guðrún Jónsdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir, Björk E. Jónsdóttir, Elsa Rúna Antonsdóttir, Kristín Arnalds, Sigríður Hjördís Indriðadóttir, Gerður Björnsdóttir og Sólveig Margretha Björling. 

3. röð: Lára, Fríða Björnsdóttir, vantar nafn lengst til hægri.

4. röð: Hildur, Sigrún Bj., Guðrún Bj., Rósamunda Gunnarsdóttir (Taylor), og Ólöf Magnúsdóttir (Robson).

A - bekkur A - bekkur
Anna Björg Jónsd

Anna.Bjorg
(á)gmail.com

s: 553-5267
Dynsölum 10
201 Kóp


Í Flóru 7. september 2005
Ásta
Sveinbjarnard

Lést
14. jan.
2013


Á Andarunganum 2. nóvember 2005

 


Í Flóru 2. júní 2010

Úr inngangi
minningar-greina
í Mbl. 
23. jan. 2013

Ásta Sveinbjarnardóttir fæddist 9. júlí 1939 á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hún lést 14. janúar 2013 á Landspítalanum í
Reykjavík.

Foreldrar hennar voru sr. Sveinbjörn Högnason prófastur, f. 6. apríl 1898, d. 21. apríl 1966, og frú Þórhildur Þorsteinsdóttir, f. 20. janúar 1903, d. 21. desember 2003.

Systkini Ástu eru:

 • 1) Ragnhildur, f. 25. mars 1927, d. 19. apríl 2008, gift Jóni Kristinssyni, f. 1925, d. 2009.
 • 2) Sváfnir, f. 26. júlí 1928, fyrri kona hans var Anna Elín Gísladóttir, f. 1930, d. 1974, seinni kona hans var Ingibjörg Þ. Halldórsdóttir, f. 1936, d. 2012.
 • 3) Elínborg, f. 10. júní 1931, gift Guðmundi Sæmundssyni, f. 1932, d. 2005.

Ásta giftist 30. september 1961 Garðari Steinarssyni flugstjóra. Hann lést 6. nóvember 2007. Ásta og Garðar eignuðust
þrjú börn.

 • 1) Hróðný, f. 7. apríl 1962, dóttir hennar og Friðriks Þórs er Ásta, f. 29. júní 1982.
 • 2) Þórhildur, f. 15. júlí 1965, gift Björgvini Þórðarsyni, f. 14. janúar 1959, sonur þeirra er Garðar, f. 26. september
  2001. Börn Björgvins eru Hildur, f. 16. apríl 1983 og Haukur, f. 8. apríl 1989.
 • 3) Páll, f. 9. júlí 1971, dóttir hans og Ernu S. Jónsdóttur er Dúna, f. 26. nóvember 2004. Dóttir Ernu er María Ösp, f. 15. apríl 1996.

Ásta ólst upp á Breiðabólsstað í Fljótshlíð hjá foreldrum sínum og systkinum. Að loknu námi í Skógaskóla fór hún í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1959.

Eftir það starfaði hún meðal annars við bankastörf þar til þau hjónin stofnuðu heimili á Dvergasteini á Seltjarnarnesi.

Ásta sinnti börnum og búi ásamt því að reka Áhaldaleiguna sf. ásamt manni sínum, systur hans og mági. Hjónin reistu sér hús að Vesturströnd 27 á Seltjarnarnesi og fluttist fjölskyldan þangað árið 1980. Þar gat Ásta sinnt sínum helstu hugðarefnum sem fólust í ræktun af ýmsum toga, bæði í gróðurhúsinu og garðinum.

Fjölskylda og vinir skiptu hana miklu máli og hún hélt alla tíð tryggð við vinkonurnar frá æsku-og námsárunum. Einnig lagði hún mikið upp úr fjölskylduhefðum og tengslum við fólkið sitt. Ásta var virk í félagsstarfi á Seltjarnarnesi. Hún var í kvenfélaginu til æviloka, söng í fjölda ára með Selkórnum, var virk í Framsóknarflokknum og sat meðal annars í ýmsum nefndum fyrir hans hönd.

Ásta ferðaðist víða, bæði innanlands og utan ásamt eiginmanni sínum og vinum. Hún hafði mikinn áhuga á sögu og fór á miðjum aldri í sagnfræðinám í Háskóla Íslands. Mörg ferðalögin tengdust þessu áhugamáli hennar.

Árið 2001 fluttu hjónin að Flyðrugranda 4 og áttu þar heimili til æviloka. Þau reistu sér jafnframt sumarhús á æskuslóðum Ástu í Fljótshlíðinni þar sem hún undi sér best hin síðustu ár.

*

Ásta var jarðsungin frá Neskirkju 23. janúar 2013.

Kveðja
Aðalsteins,
Hildar

og Önnu

fyrir
árgangsins
hönd

„Bókfellið velkist og stafirnir fyrnast og fúna,“
lásum við saman fyrir löngu.

Eins er það með harðan bekkinn sem orðinn er í málinu að lifandi hugtakinu hópur sem hló saman, kveið og hlakkaði saman, sat á rökstólum saman, stólum og bekkjum sem í fyrri skilningnum eru vísast löngu fúnir og fyrndir. Fyrir myndbreytingu bekkjarins lýtur hann þó allt öðrum lögmálum en það sem fúnar og fyrnist. Hann var veruleiki, hann var tími, hann var tímabil, hann er vídd í lífinu sem við eigum saman og áttum með Ástu Sveinbjarnardóttur.

Hún var dóttir héraðshöfðingja en spurði síðust allra hverra manna aðrir voru. Hún var heimskona úr sveit þar sem Þverá ólgar undir „himinblámans fagurtæru lind“. Hún dreif okkur í Eros í Hafnarstræti til þess að kaupa tjullkjóla þegar því var að skipta, á fínustu kaffihús skyldum við fara þegar því var að skipta, eða sníktum út frí og fórum í menningarferðir í kirkjur.

Þetta var kannski ekki alveg strax. Hún þekkti fáa fyrst en það breyttist fljótt, skemmtileg, hláturmild, vinsæl. Hún var afburða námsmaður, fulltrúi okkar, bekkjarins, í ýmsu. Það gustaði af henni í dansi og hún söng í Selinu. Hún var þátttakandi.

Mann sinn sótti hún út fyrir skólann þegar á námsárunum. Þau Garðar voru samrýnd og samferða um víðan völl og Ásta gaf sér ekki tíma til framhaldsnáms fyrr en börnin voru af höndum. Þá lagði hún fyrir sig sagnfræði / þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Forðum var stundum eins og hún stundaði menntaskólanámið í hjáverkum frá búskapnum. Hún vitjaði hans oft á Breiðabólsstað, um langan veg og holóttari en nú er orðið. Kannski var það eins með heimilið þegar hún var komin í háskólann. Við vitum það svo sem ekki en hitt vitum við að um bekkjarsystur okkar í Menntaskólanum í Reykjavík 1955-1959 eigum við eingöngu góðar minningar sem hvorki losna né rakna.

*

Fh. bekkjarsystkina MR, Aðalsteinn, Hildur og Anna.
Guðný Ýr Jónsd

GudnyYr
(á)gmail.com

551-8103
Skólavst 17b
101 Rvk

Í Flóru 5. ágúst 2009
Guðrún Kristjánsd

468-1370
Sunnuvegi 1
680 Þórshöfn


Í Grasagarðinum 4. ágúst 2010

GudrunKristjansdottir(á)live.com

Hanna Kristín
Stefánsdóttir

568-3307
898-3146
Hvassal 83
105 Rvk


Í Andarunganum 1. febrúar 2008

Kennari frá KÍ '67.
Framhaldsnám við Danmarks Lærerhöjskole '74 og '88.
Deildarstjóri fræðsludeildar Vinnumálaeftirlits ríkisins.
Leikur sér undir Eyjafjöllunum.

HannaKri(á)gmail.com

Helga Kress

Helga@hi.is


Á Kringlukránni 3. jan. 2007

552-3106 * 903-9219 * Ásvallagötu 62 * 101 Rvk

GÓP:
Vefur Helgu er hér >> http://www.hi.is/~helga/
Á honum er margt að finna - og meðal annars vefritið
Eftir hvern?
þar sem Helga tínir saman texta HHG í bók hans um HKL og rekur til annarra höfunda. 

Hildur
Bjarnadóttir

HildurBj
(á)gmail.com

s: 567-1027
Hraunbæ 58
110 Rvk


Í Flóru 7. september 2005

Hildur í Flóru 5. júlí 2017
Í Flóru 5 júlí 2017.

Stjórnmálafræði HÍ '77.
Fréttamaður á RÚV.
Tækniteiknari, - teikninám við Verkfræðideild HÍ '60.
Teiknar ef á þarf að halda!

Jóhanna
Kristjónsd

F: 14.02.1940

D: 10.05.2017
 


Í Kringlunni 6. október 2004

VIMA-vefurinn er => http://www.johannatravel.blogspot.com/

Úr inngangi
minningargreina
í Mbl. 
19. maí 2017

Jóhanna Kristjónsdóttir rithöfundur og blaðamaður fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1940. Hún andaðist í Reykjavík 11. maí 2017.

Móðir hennar var Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir (1910-2001) gjaldkeri, fædd á Sauðárkróki, dóttir Engilráðar Valgerðar Jónasdóttur saumakonu m.m. og Ísleifs Gíslasonar kaupmanns og hagyrðings. Faðir Jóhönnu var Kristjón Kristjónsson (1908-1984) framkvæmdastjóri, fæddur á Laugarvatni, sonur Sigríðar Bergsteinsdóttur ljósmóður og Kristjóns Ásmundssonar bónda í Útey.

Systkini Jóhönnu eru Bragi bóksali (f. 1938) og Valgerður kennari (f. 1945).

Jóhanna gekk 1957 að eiga Jökul Jakobsson (1933-1978) rithöfund og útvarpsmann. Þau skildu 1969. Jóhanna og Jökull áttu þrjú börn.

1. Elísabet Kristín fæddist 16. apríl 1958. Hún er skáld.

Með Guðjóni Stefáni Kristinssyni eignaðist hún soninn Kristjón Kormák 4. febrúar 1976. Þar með eignaðist Jóhanna sitt fyrsta ömmubarn áður en hún náði 36 ára aldri. Kristjón Kormákur og þáverandi sambýliskona, Helga Eygló Guðjónsdóttir, eignuðust tvíburana Alexíu Sól og Gabríel 1997 og Helenu Mánadís 2000. Tvíburarnir voru fyrstu barnabarnabörn Jóhönnu sem þá var 57 ára. Eiginkona Kristjóns er Auður Ösp Guðmundsdóttir.

Með Inga Rafni Bæringssyni eignaðist Elísabet tvíburana Garp og Jökul 26. apríl 1984. Garpur og eiginkona hans, Ingunn Sigurpálsdóttir, eignuðust tvær dætur, Emblu Karen 2008 og Kamillu 2012. Garpur og Ingunn slitu samvistir. Jökull á tvær dætur með eiginkonu sinni Kristínu Örnu Sigurðardóttur, Lillý Elísabetu 2011 og Talíu 2015.

2. Illugi fæddist 13. apríl 1960. Hann er rithöfundur og blaðamaður.

Kona hans er Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Með henni á hann fóstursoninn Gísla Galdur Þorgeirsson, fæddur 14. desember 1982. Gísli er kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur og eiga þau börnin Bríeti Eyju 2009 og Kristján Galdur 2013. Illugi og Guðrún Snæfríður eiga saman tvö börn, Vera Sóley fædd 13. september 1989 og Ísleifur Eldur fæddur 26. apríl 1999.

3. Hrafn fæddist 1. nóvember 1965. Hann er rithöfundur og blaðamaður.

Með Elísabetu Ronaldsdóttur eignaðist Hrafn soninn Mána 5. mars 1984. Máni á með Daggrós Þyrí Sigurbjörnsdóttur soninn Ronald Bjarka 2008. Eiginkona Mána er Joey Chan.

Með Anítu Jónsdóttur eignaðist Hrafn soninn Örnólf Hrafn 13. júlí 1996.

Með Ingibjörgu Þórisdóttur eignaðist Hrafn dótturina Þórhildi Helgu 28. mars 1999.

Með Elínu Öglu Briem á Hrafn dótturina Jóhönnu Engilráð 20. maí 2009.

4. Frá 1971-1974 var Jóhanna í sambúð með Höskuldi Skarphéðinssyni (1932-2014) skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Þau Höskuldur áttu eina dóttur. Kolbrá fæddist 20. október 1971. Hún er búfræðingur og bókmenntafræðingur. Með Sigurði Páli Guðjónssyni eignaðist Kolbrá dótturina Magdalenu 23. febrúar 1999. Sambýlismaður Kolbrár er Ólafur Jóhannesson.

Jóhanna stundaði nám í Landakoti og Kvennaskólanum og lauk stúdentsprófi frá MR 1959. Hún tók próf í hebresku frá HÍ 1962.

Æskuárunum lýsti hún í bókinni Svarthvítir dagar (2014). Tvítug gaf Jóhanna út fyrstu bók sína, metsölubókina Ást á rauðu ljósi (1960). Tvær skáldsögur til viðbótar fylgdu. Jóhanna varð blaðamaður á Morgunblaðinu 1967. Þessu skeiði ævi sinnar og sambúðinni við Jökul Jakobsson lýsti Jóhanna í bókinni Perlur og steinar (1993).

Eftir skilnað þeirra Jökuls varð Jóhanna fyrsti formaður Félags einstæðra foreldra (1969-1984) og lyfti þar Grettistaki ásamt öðrum. Jóhanna vann á Morgunblaðinu í 28 ár. Hún sinnti erlendum málefnum og fór víða til að afla efnis. Skrifaði hún um ferðir sínar bækurnar Fíladans og framandi fólk (1988) og Dulmál dódó-fuglsins (1989). Bókin Fugleiðin til Bagdad (1991) fjallar um ferð til Íraks kringum Persaflóastríðið.

Jóhanna hóf 1995 nám í arabísku í Sýrlandi, Egyptalandi og Jemen. Bjó hún erlendis í fimm ár en gaf á þeim tíma út safn ferðaljóða Á leið til Timbúktú (1996) og æviminningarnar Kæri Keith (1997). Heim komin sneri Jóhanna sér í vaxandi mæli að því að kynna Mið-Austurlönd fyrir Íslendingum og stýrði fjölda ferða þangað. Hún skrifaði vinsælar bækur um heimshlutann, Insjallah – Á slóðum Araba (2001) og Arabíukonur (2004). Árið 2004 stofnuðu Jóhanna og fleiri VÍMA, Vináttufélag Íslands og Mið-Austurlanda. Ári síðar gekkst hún fyrir stofnun Fatímusjóðsins sem upphaflega einbeitti sér að því að styrkja ungar stúlkur í Jemen til náms og vann þrekvirki á því sviði. Eftir að ófriður óx í Mið-Austurlöndum hefur sjóðurinn í samvinnu við UNICEF safnað ótöldum milljónum til stuðnings stríðshrjáðum börnum í Sýrlandi og Jemen.

Hildur
Bjarnadóttir:

Ágrip
af erindi í
bókasafni Seltjarnarness,
á samkomu
helgaðri
Jóhönnu
Kristjónsdóttur

15. okt. 2017
 

Við Jóhanna vorum um flest ólíkar. Sem dæmi má nefna að hún vildi ólm verða fullorðin og eignast börn. Þessu var ég algerlega mótsnúin, sá enga ástæðu til að flytja að heiman, ráða mér sjálf o.s.frv.. Annað, sem stundum pirraði mig, var áherzla Jóhönnu á afmælisdaga og stjörnumerki, og persónueinkenni fólks í samræmi við fæðingardag. Sem dæmi má nefna að við Jökull erum fædd á svipuðum tíma á árinu, en ólíkari manneskjur hafa naumast lifað á þessari jörð.

Ég var haldin útþrá, og fór ung til annarra landa, og hef enn ekki botnaði í því af hverju Jóhanna fór ekki með mér til Danmerkur sumarið leiðinlega, sem endaði með því að hún kynntist Jökli !! Útþráin átti eftir að þróast hjá henni svo að um munaði. Og tók ótrúlega stefnu þegar hún hóf háskólanám í arabisku í Kairo 1995.

Við upphaf menntaskólans héldum við Kvenskælurnar, að við hefðum eitthvert hlutverk. Það reyndist misskilningur, við vorum kallaðar kvenstelpur, pilsvargar og jafnel jökulruðningur, eftir að Jóhanna trúlofaðist.

Ég heimsótti Jóhönnu í Kairó vorið 96 og áttum við góða menningardaga. Þegar ég ætlaði að heimsækja hana í Damaskus var hún flogin, hafði vippað sér til Jórdaníu, vegna þess að byrjað var að fylgjast með henni. Stefanía ræðismaður í Amman bannaði henni að dvelja áfram í Sýrlandi, og óttaðist um öryggi hennar. Sjálf hélt Jóhanna að hún væri orðin persona non grata vegna þess að hún hafði gefið upp að hún væri námsmaður, en láðst að minnast á að hún var blaðamaður.

Jóhanna fékk alvarlegt taugaáfall skömmu eftir fæðingu Hrafns, og var óvinnufær í marga mánuði. Jökull tók á sig rögg og flutti alla familíuna til Grikklands. Frá því segir hann í indælli „Dagbók frá Diafani“. Upplifun Jóhönnu var á annan veg. Á Diafani var hvorki vatn né rafmagn, engar verzlanir, enginn matur, bara krá fyrir karlmennina. Konurnar voru að reyna að leggja akfæran veg gegnum þorpið, en höfðu engin verkfæri önnur en öskuskófluna og ruslafötuna. Með þessum útbúnaði örkuðu þær með sand upp úr fjörunni og heltu í vegarstæðið. Þessar sömu konur sáu aumur á fjölskyldunni, hélt Jóhanna, útveguðu mat, sáu um þvotta o.s.frv. Hrafn var á bleyjum þegar þetta var. Sjálf sat hún aðgerðalaus við gluggann og hélt að hún væri að deyja.
Einhverju sinni kom ein konan með hænu, og skellti á borðið. Jóhanna horfði á skepnuna og var næstum farin að gráta. Konan tók hænuna, fór með hana heim, reitti og steikti, og kom með hana aftur. Jóhann hafði verið í sveit og vissi vel hvenig átti að hantera fiðurfé, en sá á þessum tíma engan flöt á að taka til hendinni.
Það er gott til þess að vita að fólk sem hefur orðið svona veikt skuli geta náð fullri heilsu og fengið aftur áræði og framtakssemi. Svo sem að stofna Félag einstæðra foreldra, hefja háskólanám, skipuleggja ferðalög til Arabalanda og afla fjár fyrir bágstödd börn.

Ég sagði, þegar ég var beðin um að minnast vináttu okkar Jóhönnu á þinginu á Seltjarnarnesi, að slíkur lestur yrði mest um mig og minnst um Jóhönnu. Mér var sagt að það væri ekkert mál, yfirleitt væru minningarorð því markinu brennd, og það væri bara til bóta.

Fyrirlesturinn var eitthvað lengri, en ég held að mál sé að hætta.
Drottinn veiti dánum ró
- og hinum líkn sem lifa.

* Útför Jóhönnu var gerð frá Neskirkju 19. maí 2017.
Kolbrún Rögn
Valtýsdóttir
Rodeman

 

From: KollaRodeman(á)cs.com * 3.11.2005-05:56
Hér er ég og kemst ekki lengra að sinni.
(Ættingjar í heimsókn og makar barna að baki - never mind!)
Takk fyrir myndir og kveðjur - Kolla Valtýsdóttir (Rodeman)

*  *  *

Úr inngangi
minningargreina
í Mbl. 
10. ágúst 2011
 

Kolbrún Rögn fæddist á Hjaltastað í Norður-Múlasýslu 24. ágúst 1939. Hún lést á heimili sínu í Lynden í Washington-ríki, 18. júlí 2011.

Foreldrar hennar voru Valtýr H. Valtýsson læknir, f. í Volda í Noregi 16. júní 1902, d. 18. nóvember 1949, og Steinunn Jóhannesdóttir hjúkrunarkona, f. í Skáleyjum á Breiðafirði 30. nóvember 1899, d. 7. ágúst 1985.

Fyrri eiginmaður Kolbrúnar er Pétur Jónsson, f. 12. janúar 1938. Sonur þeirra er Pétur Jónsson, f. 22. október 1962, kvæntur Kathy McCready. Þau eru búsett í Washington-ríki í BNA. Kolbrún og Pétur slitu samvistir.

Síðari eiginmaður Kolbrúnar er Robert  Otto Rodeman, f. 22. des. 1939. Þau giftust 14. des. 1974. Þau hafa búið í Bandaríkjunum frá 1977, lengst af í Lynden.

Kolbrún Rögn ólst upp á Hjaltastað fyrsta árið en fluttist þaðan með fjölskyldunni til Hólmavíkur og síðan til Kleppjárnsreykja í Borgarfirði. Faðir hennar var héraðslæknir á þessum stöðum þar til hann lést. Kolbrún varð stúdent frá MR 1959. Hún starfaði lengi hjá ferðaskrifstofunni Sunnu. Hún flutti með Jón son sinn til Kaupmannahafnar 1972 og starfaði þar á ferðaskrifstofu þar til  hún giftist Robert.

*

Minningarathöfn var um Kolbrúnu Rögn í Lynden 6. ágúst 2011.
Kristín Ragnarsd KristinRagnars(á)simnet.is * 553-1810 * Stigahlíð 93 * 105 Rvk
María Sigurlaug
Ásgrímsd
Maria.Asgrimsdottir(á)fsa.is * 462-1551 * Hamragerði 29 * 600 Ak
Ragnheiður
Kristín
Benediktsson
Másdóttir

 


Í Flóru 3. ágúst 2005
Signý Thoroddsen

 

Cand. Psych. - Sálfræðingur frá Köbenhavns Universitet 1967.
"Full af áhuga - bráðum líka á tölvum.
Hef ánægju af ferðum og ferðalögum - en geng lítið."


Mynd: Árm. Jak. 2011

Kærar
þakkir
til
Ármanns
fyrir
þennan
upplýsinga-texta.
 

Signý Thoroddsen fæddist í Reykjavík 13. ágúst 1940. Hún lést á Landakotsspítala 11. desember 2011.

Foreldrar hennar voru Sigurður Thoroddsen verkfræðingur, f. 24. júlí 1902, d. 29. júlí 1983, og Jakobína Margrét (Bína) Tulinius kennari, f. 20. september 1906, d. 8. nóvember 1970. Seinni maður Bínu var Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur, f. 7. febrúar 1908, d. 26. febrúar 1976.

Systkini Signýjar eru Óttar, f. 18. des. 1928, d. 17. sept. 1929, Dagur, f. 6. ágúst 1937, d. 19. febrúar 1994, og Bergljót, f. 20. des. 1938.

Hálfsystkini Signýjar samfeðra eru Jón Sigurður, f. 8. des. 1948, Halldóra Kristín, f. 2. ág. 1950, Guðbjörg, f. 20. okt. 1955, og Ásdís, f. 26. feb. 1959.

Signý giftist 16. ágúst 1969 Jakobi Ármannssyni bankamanni, f. 7. maí 1939, d. 20. júlí 1996. Foreldrar hans voru Ármann Jakobsson bankastjóri, f. 1914, d. 1999, og Hildur Svavarsdóttir, f. 1913, d. 1988. Börn þeirra eru

 • 1) Bergljót Njóla kennari og ljósmyndari, f. 28. maí 1962, dóttir hennar er Álfrún Elsa Hallsdóttir, f. 25. apríl 1990,
 • 2) Ármann dósent við Háskóla Íslands, f. 18. júlí 1970,
 • 3) Sverrir aðjúnkt við Háskóla Íslands, f. 18. júlí 1970, kvæntur Æsu Guðrúnu Bjarnadóttur bókmenntafræðingi, f. 4. mars 1978, dætur þeirra eru Jakobína Lóa, f. 23. mars 2010, og Stína Signý, f. 20. nóv. 2011,
 • 4) Katrín mennta-og menningarmálaráðherra og forsætisráðherra, f. 1. febrúar 1976, gift Gunnari Sigvaldasyni heimspekingi, f. 13. mars 1978, synir þeirra eru Jakob, f. 3. desember 2005, Illugi f. 31. desember 2007, og Ármann Áki, f. 10. júní 2011.

Signý ólst upp í Reykjavík, lengst af á Víðimel 70 þar sem móðir hennar og stjúpfaðir bjuggu. Á bernskuárum sínum bjó hún um tíma á Ísafirði, Blönduósi og á táningsárunum á Akureyri en á öllum þessum stöðum átti hún ættingja. Frændgarður hennar var mikill og samheldinn og lá henni á efri árum gott orð til margra merkilegra frænkna og frænda sem höfðu sett svip á bernsku hennar.

Signý lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959. Hún lærði sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla og útskrifaðist sem cand. psych. árið 1967. Þau Jakob bjuggu lengst saman í Álfheimum 62 en áður á Brekkustíg 14.

Signý starfaði sem sálfræðingur í Reykjavík, einkum við Kleppsspítala og við sálfræðideild skóla, með hléum, frá 1967 til 1980. Hún helgaði sig síðan alfarið uppeldi barna og sjálfri tilvistinni.

Áhugamál hennar voru óteljandi: samfélagsmál, bókmenntir, tónlist, framandi þjóðir og hvers konar mannleg náttúra. Seinustu árin sem Jakob lifði ferðuðust þau hjónin kringum Ísland eins og landkönnuðir og naut hún þess mjög.

Signý missti mann sinn árið 1996 og hún átti við talsvert heilsuleysi að etja á efri árum, einkum seinustu tvö árin.

Síðustu mánuðina átti hún gott skjól á Landakotsspítala.

*

Jarðarför Signýjar fór fram frá Fossvogskirkju 19. desember 2011, kl. 13.

Kveðja
Hildar
og
Aðalsteins
fyrir
árgangsins
hönd

Oftar verður okkur litið aftur á veg en fram nú orðið, þeim sem fæddust fyrir miðja síðustu öld. Þetta er heldur að styttast finnst manni. Nú er Signý farin. Við vorum rétt um 100 vorið 1959 á morgni lífsins. Þetta var hópur sem fólkið okkar, landið, þjóðin hafði veitt þau forréttindi að koma saman og kynnast. Í hinum ytri skilningi samvalinn hópur, í grunninn líklega með svipaða sýn og væntingar. Á móti voru væntingar til okkar, erfingja landsins. Nú er komið að því að loka bókum, strika undir dálka og gera upp. Í hinum innri skilningi átti eftir að koma í ljós hvort hópurinn var samvalinn. Eitt var að standast sömu landsprófin, annað að syngja sig og dansa saman, ná takti í Selsferðum, á rúntinum, á Ellefu eða í gangaslag. Auðvitað reyndumst við ólík, sem betur fer, komandi sitt úr hverri áttinni, að norðan, eða Þingholtunum, af verkamönnum, prestum, kennurum eða krötum.

Signý kom í fjórða bekk eftir vetrardvöl í MA. Hún var óspör á skoðanir, ekki síst á málefnum sem við hin höfðum engar skoðanir á. Hún var kommi, og var alin upp á kommaheimili, foreldrarnir þekktir vinstrimenn, og stjúpinn einn þekktasti og orðheppnasti málsvari þeirra. Hún hafði oftast eitthvað nýtt til málanna að leggja, og horfði á mál frá óvæntum sjónarhóli. Þessi afstaða aflaði ekki alltaf vinsælda, frekar en gagnrýni almennt. Signý var heimagangur á Ellefu, þekkti gegnum Dag bróður sinn jafnt skáld sem róna, homma og listamenn. Signý var ekki óvænt í hópi þeirra námsmeyja MR, sem rufu hefð hinna svörtu stúdínudragta svo sem sjá má á forsíðu Alþýðublaðsins þetta vor. Þetta var áratug fyrir stúdentauppreisnir í útlandinu, þar sem ungir höfnuðu gildum eldra fólks, og heimtuðu alls kyns nýmæli í menntun, skólum og klæðnaði. Skömmu eftir útskrift sló nágranni á Víðimelnum grasflöt, Signý fékk heiftarlegt asmakast, og varð af öllum gleðskapnum.

Svo lá við að Jakob, skólabróðir, missti af henni. Það tók hann 10 ár að átta sig og færa sig á milli sæta í rútu sem flutti júbílanta heim af ballinu í Valhöll 69. Þá var hún útlærður, sigldur sálfræðingur og til í að stúdera þennan ógifta og lítt útskrifaða fyrrverandi inspector scholae. Við vitum svosem ekki hvernig föður hennar leist á en hitt vitum við að honum hafði ekkert litist á að hún færi að stúdera sálarfræði, og taldi að sú fræðigrein væri bara fyrir klikkað fólk. Signý taldi sér ekki veita af, einmitt af því að sálarfræðin hentaði klikkuðu fólki. Hún sá aldrei eftir að hafa lært sálarfræðina og hafði yndi af starfi sínu, einkum þó hjá skólasálfræðingi.

Heilsan var aldrei sterk. Því kom það e.t.v. af sjálfu sér að hún helgaði heimilinu flestar stundir eftir giftingu. Þau bjuggu við fágætt barnalán. Þar sannaðist sem oftar að hver er sinnar gæfu smiður. Við vissum öll, skólasystkinin, að hún missti aldrei neitt af heiðarleika sínum, hreinskiptni eða gagnrýninni hugsun, hvorki á sjálfa sig né annað. Svo er „allur dagur úti og upp gerð skil“.

*

Hildur og Aðalsteinn fyrir árgangsins hönd.

Sigrún Andrésd

SigrunAndresd
(á)internet.is

s: 565-7521
s: 691-2791

Markarflöt 15
210 Garðabær


Í Flóru 7. september 2005 - og í Perlunni 2. feb. 2011

Sólveig Kristín
Einarsdóttir

Solveig.Einars
dottir
(á)gmail.com

Heimili
í Ástralíu
-póstfang:

Solheimar
PO Box 273
Narrabri
Australia
NSW 2390

GÓP
í okt 2005:
Hér
finnurðu
barna-
(og fullorðins)
-sögu
Sólveigar
Þakið syngur
á
vefnum
Netsaga.is
 


Í Flóru í Grasagarðinum 2. júlí 2008

Nám eftir MR59: BA próf 1968 frá HÍ og próf í uppeldisfræðum 1970 með fyrstu einkunnum.

Starf eftir MR59: Kennari við Gagnfr. deildir Vogaskóla. Fastráðin við MS frá 1977.


Mæðgurnar Edda Þorsteinsdóttir og Sólveig í febrúar 2016

Maki nr. 2: Dr. Lindsay O'Brien, plant breeder, f. 15.12. 1942 í Melbourne.
Starfaði fyrir University of Sydney.
Consultant in plant breeding, mainly wheat.

Síðan 1990 búsett í Ástralíu, stundar búskap og ritstörf - aðallega greinar í blöð og tímarit.

 

Rithöfundarmynd úr Mbl 1999

Útgefnar bækur:

1991 Sögur Sólveigar (kynning)

1997: Snædís í Sólskinslandinu

1999: Amma mín kann að fljúga (kynning)

2005: Hugsjónaeldur - minningar um Einar Olgeirsson

2016: Amma í ástralskri sveit 

*  *  *

Sjá hér
fundnar kynningar

Unnur Sigurðard Elsa-Brandshömstr. 9 * 31311 Uetze-Hanigsen * Þýskaland
Vilborg
Sveinbjarnard
(Nýtt) netfang Dússu (Vilborgar Sveinbjarnardóttur) í Victoria á
Vancouvereyju í Kanada er:
Vilborg(á)shaw.ca
Þóra Kristjánsd

s: 551-4032

Tjarnarg 26
101 Rvk

Thora
(á)Thjodminja
safn.is


Á Andarunganum 4. janúar 2006

Í Þjóðminjasafninu 2. desember 2004 (Mynd: Kristmundur)
Þóra með dökk gleraugu fyrir miðri mynd - að sýna okkur brot af auði safnsins.

B - bekkur B - bekkur
Aðalsteinn Eiríkss

s: 553-2559
Stóragerði 32
108 Rvk

 


Í Flóru 7. september 2005

Adalsteinn.Eiriksson(á)heima.is

Birgir Bragason 551-4586 * 897-7201 * 696-0656 * Norðurbrún 1 * 104 Rvík
Björgúlfur Lúðvíkss BLudviksson(á)simnet.is * 466-3312 * 861-3312 * Lokastíg 2 * 620 Dalvík
Eiður Svanberg
Guðnason

Bloggið
á Eyjunni


Gamanyrði yfir ísrétti í Perlunni 5. des. 2006 - ásamt Aðalsteini Eiríkssyni.


Myndin er tekinn 31. mars 2006
Sendi til gamans mynd af okkur hjónum, sem tekin var í borginni Xining í Qinghai sýslu í vestur Kína fyrir viku. Vorum þar á ferð ásamt fleiri sendiherrum frá Peking í boði héraðsyfirvalda.
-Kær kv Eiður

Maki: Eygló Helga Haraldsdóttir, píanókennari, d. 13. maí 2015.
Lokapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1964

Viðtal við Eið í Morgunblaðinu 3. febrúar 2013

Kynning Eiðs á vefsíðu hans Eidur.is á Eyjunni 2010: 

F. 07.11.1939.

 • Foreldrar: Guðni Guðmundsson, verkamaður f. 14.06. 1904 d. 17.11.1947 og Þóranna Lilja Guðjónsdóttir húsmóðir f. 04.06.1904, d. 17.03.1970.
 • Stúdent frá MR 1959.
 • Nám í stjórnmálafræði við University of Delaware á Brittingham námsstyrk 1960-1961. BA , enska og enskar bókmenntir , Háskóli Íslands 1967.
 • Löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi 1962, enska-íslenska-enska.
 • Blaðamaður og ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublaðinu frá 1962 þar til í ársbyrjun 1967. Hóf þá störf hjá Ríkisútvarpinu-Sjónvarpi, fyrst sem yfirþýðandi, síðar sem fréttamaður og varafréttastjóri.
 • Alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í Vesturlandskjördæmi 1978 til 1993.
 • Umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda 1991 til 1993.
 • Sendiherra í utanríkisþjónustu lýðveldisins frá 1. september 1993 til 15. febrúar 2009.Starfaði sem sendiherra í Noregi og Kína og sem aðalræðismaður í Winnipeg og í Þórshöfn.
 • Fyrsti skrifstofustjóri auðlinda-og umhverfismálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 1998-2001
 • Fyrsti sendimaður annars ríkis í Færeyjum.

Úr inngangi
minningargreina
í Mbl.
15. feb. 2017

 

Eiður Svanberg Guðnason
fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1939. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Bjarkarási 18, Garðabæ, 31. janúar 2017.

Foreldrar Eiðs voru Guðni Guðmundsson, verkamaður í Reykjavík, f. 14.6. 1904, d. 17.11. 1947, og Þóranna Lilja Guðjónsdóttir, húsmóðir, f. 4.6. 1904, d. 17.3. 1970. Systkini Eiðs voru Ingigerður Þórey, f. 1940, d. 1982, var gift Bjarna Þjóðleifssyni, og Guðmundur Brynjar, f. 1942, maki Guðríður Eygló Þórðardóttir. Bræður Eiðs, samfeðra, voru Tryggvi, f. 1930, d. 1952, og Sverrir, f. 1937, d. 1988, var giftur Erlu Ásgeirsdóttur.

Eiður kvæntist hinn 16. mars 1963 Eygló Helgu Haraldsdóttur píanókennara, f. 19.1. 1942, d. 13.5. 2015. Foreldrar hennar voru Haraldur Gíslason, f. 1917, d. 1999, og Þórunn Guðmundsdóttir, f. 1918, d. 2005. Börn þeirra Eiðs og Eyglóar eru: 1) Helga Þóra, f. 1963, maki Ingvar Örn Guðjónsson, f. 1963. Þeirra börn: Eygló Erla, f. 1989, Hildur Helga, f. 1993, og Kolfinna Katrín, f. 1999. 2) Þórunn Svanhildur, f. 1969, maki Gunnar Bjarnason, f. 1969. Þeirra börn: Eiður Sveinn, f. 1993, og Lára Lilja, f. 1995. 3) Haraldur Guðni, f. 1972, maki Ragnheiður Jónsdóttir, f. 1973. Þeirra börn: Eygló Helga, f. 1999, Jón Hilmir, f. 2003, og Halldór Hrafn, f. 2011.

Eiður var í Austubæjarskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Hann nam stjórnmálafræði við háskólann í Delaware í Bandaríkjunum 1960-61, varð löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi í ensku 1962 og lauk BA-prófi í ensku og enskum bókmenntum við HÍ 1967. Eiður var blaðamaður og síðar ritstjórnarfulltrúi á Alþýðublaðinu 1962-67, var fréttamaður Sjónvarpsins 1967-78, varafréttastjóri 1971-78 og um skeið yfirþýðandi. Hann stjórnaði gerð fjölda sjónvarpsþátta og heimildamynda, og þýddi útvarpsleikrit og - sögur.

Eiður var varaborgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík 1966-70, alþingismaður Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi 1978-93, þingflokksformaður Alþýðuflokksins 1983-91 og umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 1991-93. Hann var sendiherra Íslands í Noregi 1993-98, skrifstofustjóri auðlindaog umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 19982001, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg í Kanada 2001-2002, sendiherra Íslands í Kína 2002-2006 og skrifstofustjóri menningarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins 2006. Hann var skipaður aðalræðismaður Íslands í Færeyjum 2007. Eiður lét af störfum í ársbyrjun 2009. Eiður sat í fjölmörgum nefndum og stjórnum. Hann sat m.a. í stjórn Skátafélags Reykjavíkur 1959-60, Fulbright-stofnunarinnar 1964-69, Blaðamannafélags Íslands 1968-73 (formaður 1971-72), flokkstjórn Alþýðuflokksins 1964-69 og 1978-93, og útvarpsráði 1978-87. Hann var formaður fjárveitinganefndar Alþingis 1979-80. Hann sat í Norðurlandaráði 1978-79 og 1981-89 og var formaður Íslandsdeildar ráðsins 1978-79 og jafnframt í forsætisnefnd þess. Hann var formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs 1981-87, laganefndar ráðsins 1987-89 og sat í fjárlaganefnd þess 1981-89.

Hann var fulltrúi á allsherjarþingi SÞ 1980 og á þingi Evrópuráðsins 1989-1991. Hann sat í stjórn Samtaka um vestræna samvinnu frá 1982 og var formaður Skátasambands Reykjavíkur 1988-89.

*

Eiður Svanberg var kvaddur
frá Hallgrímskirkju 9. febrúar 2017.

Kveðja
Aðalsteins

og
okkar

Aðalsmerki Eiðs Guðnasonar
var réttlætiskenndin.

Fyrir henni hlaut annað að þoka. Gagnvart ranglæti eða mismunun hafði Eiður hvorki þolinmæði né umburðarlyndi. Sérdrægni og mont fengu sama viðmót, ekki hlýtt. Undirritaður naut leiðsagnar hans dagstund um Gerðar í Garði. Áheyrandi skynjaði hugtakið "heima" í orðunum. Áralag, sjólag og veðrabrigði, átök hafs og alþýðu manna, kynslóðanna undir árum. Samtaka komst fólk af og ekki öðru vísi. Það var hans fólk.

Leiðir okkar lágu fyrst saman upp úr miðri síðustu öld. Mínar að vestan og hans spor voru þá um mölina í Reykjavík. Þeir bekkjarbræður mínir höfðu dálítið gaman af þessum sveitadreng sem þekkti ekki Dodge frá Chevrolet-drossíum og hafði aðeins einu sinni séð alvöru bíó, Síðasta bæinn í dalnum. Hann og þeir tóku staulann upp á arma sína og gættu þess að hann færi sér ekki að voða. Skiluðu honum þannig síðast af sér í Faunu með túttu í munni.
Við vorum oft samferða upp Skólavörðuholt. Það var gaman fannst mér strax, seinna sá ég að það hafði einnig verið menntandi. Við Skólavörðustíg var sjoppa og þar fékkst kók og prins. Þar var rökrætt. Við vorum komnir í reikning, traustir menn. Hans leið lá yfir og niður í Norðurmýri, mín sveigði til vinstri til Dísu frænku á Bergþórugötu.Við ráðgerðum að hlusta á plötur sem hann átti með Louis Armstrong. Það dróst reyndar. Varð ekki fyrr en 50 árum seinna. Við áttuðum okkur ekki á því að ein kveðjan við Hallgrímskirkjugrunn var sú síðasta um mörg ár. Síðasta úttekt í sjoppunni var víst aldrei borguð, orðið of seint þegar það rifjaðist upp. Eiður rataði víðar en flestir. Hvergi "varð hann að augabragði", ekki meðal kjósenda, ekki meðal þingmanna, þá ekki ráðherra eða diplómata, hvorki keisarahalla í Kína eða með frændum í Færeyjum. Sjór sagna af þessu fólki með góðlátlegri glettni, ótrúlega minnugur á fólk. Þegar árin færðust yfir tók hann upp þráð gamalla kynna. Það var líkt honum. Ræktarsemi og áhugi á fólki, kjörum og arfleifð tímans var óslökkvandi. Hann lá í bókum. Hann hlustaði og horfði til allra átta, annt um sinn gamla vinnustað Sjónvarpið, gagnrýninn og leiðbeinandi, væntumþykjandi, lifandi þátttakandi. Engum datt í hug að hann færi á undan okkur hinum. Maður er aldeilis gáttaður, harmi lostinn.

Við höfum verið að hittast reglulega, skólasystkinin. Víst vel á annað hundrað sinnum, samkvæmt tali Gísla Ólafs. Ekki man ég hvernig það byrjaði en hitt vitum við öll að hann var kjölfestan í þessum samskiptum. Eigum við ekki að ganga líka? Það er hollara. Ég er hérna með bók um 25 gönguleiðir og enn fleiri utan bókar. Og síðan höfum við gengið þegar viðrar. Hvor yrði fyrri til að hringja eftir veðurfréttir á mánudagskvöldum? Hvernig líst þér á hann? Hún er nú heldur betri norska spáin, sagði hann stundum. Og hvað verður nú? spyr hver annan. Oft var upphaf göngu við Hallgrímskirkjudyr. Þar kvöddumst við fyrst. Þar kveðjumst við síðast.

Veri Eiður "vinarlega" kvaddur af okkur öllum.

Aðalsteinn Eiríksson.

Garðar
Steindórsson

 


Á Andarunganum 7. des. 2005

Hér koma smá leiðréttingar og viðbótar upplýsingar.
Er með hús á Hvammstanga og þar er síminn 451-2898.

Hætti störfum í maí 2000, eftir 33ja ára starf hjá Olíufélaginu hf., til að njóta lífsins það sem eftir er. (NB/ Livet er så kort og man skal være så helvedes længe död)1

Kær kveðja - Garðar Steindórsson


Í Perlunni 5. desember 2007

D.
17. feb.
2009

*

*

*

*

Úr inngangi
minningargreina
í Mbl.
27. feb. 2009

Garðar Steindórsson fæddist í Reykjavík 19. nóv. 1938. Hann lést á heimili sínu 17. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Guðrún Guðmundsdóttir, fædd á Dvergasteini í Álftafirði 9. okt. 1912, d. 9. júní 1996, og Steindór Guðmundsson, f. í Reykjavík 8. nóv. 1907, d. 13. des. 1996. Bróðir Garðars er Sverrir, f. 9. ágúst 1941.

Garðar kvæntist 9. júní 1962 Jóhönnu Guðrúnu Halldórsdóttur, f. 22. apríl 1940, dóttur Helgu Jóhannesdóttur, f. í Hrísakoti á Vatnsnesi 17. janúar 1912, d. 16. okt. 1987, og Halldórs Gunnars Pálssonar, f. í Reykjavík 25. júní 1916, d. 12. júlí 1998.

Börn Garðars og Jóhönnu Guðrúnar eru:

 1. Kristín, f. 10. mars 1961, maki Björn Þórisson, f. 7. maí 1957. Sonur þeirra er Reynir Örn, f. 14. jan. 1982, kvæntur Tönju Dögg Arnardóttur. Sonur Kristínar og Guðjóns Guðmundssonar er Ingvar Þór, f. 30. jan. 1979, í sambúð með Ásdísi Petru Oddsdóttur. Sonur þeirra er Andri Steinn, f. 29. jan. 2006.
 2. Bryndís, f. 17. des, 1962, maki Gísli Vagn Jónsson, f. 23. maí 1959. Börn þeirra eru Dagný Björk, f. 17, júlí 1985 og Arnar Freyr, f. 5. okt. 1990.
 3. Áslaug, f. 19. ágúst 1970, maki Páll Hafnfjörð Hafsteinsson, f. 21. jan. 1969. Synir þeirra eru Garðar Leo, f. 3. jan. 1993 og Halldór Gunnar, f. 12. júní 1994. Sonur Áslaugar og Björgvins Guðjónssonar er Vignir Freyr, f. 9. okt. 1988.

Garðar stundaði hefðbundið barnaskólanám, varð stúdent frá MR 1959 og lagði svo leið sína í viðskiptafræði í Háskóla Íslands.

Garðar var með eigin heildsölu á árunum upp úr 1960. Hóf störf hjá Olíufélaginu ESSO árið 1968 og starfaði þar til ársins 2000 er hann hætti störfum.

Til Hafnarfjarðar fluttu þau hjón 1968 og bjuggu þar uns þau fluttu út á Álftanes vorið 2002.

Félagsstörf voru Garðari hugleikin og kom hann víða við í Hafnarfirði. Var m.a. á árum áður í stjórn Rafveitunnar, formaður stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar, formaður skólanefndar Iðnskólans, formaður Framsóknarfélagsins og sat í bæjarstjórn sem varamaður um tíma.

Fríkirkjan í Hafnarfirði var honum mjög kær og starfaði hann í safnaðarstjórn frá 1984 fram undir árið 2000 og var um tíma varaformaður. T'onlist var í hávegum höfð hjá honum. Söng hann í Stúdentakórnum á meðan hann var og hét og Karlakórnum Þröstum í Hafnarfirði um tíma - að ógleymdum ánægjustundum er hann tók upp gítarinn og spilaði og söng með fjölskyldu og vinum. Útivist var honum hugleikin. Laxveiði á sumrin og gengið til rjúpna á haustin.

*

Útför Garðars
fór fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. 
Gunnsteinn
Gunnarsson


Í Perlunni 6. febrúar 2019.

554-2866 * Rauðalæk 38 * 105 Reykjavík
 

Halldór
Haraldsson


Í Flóru 7. júní 2017

554-2957 * 899-0279 * Kópavbr 113 * 200 Kóp

Hannes Þórður
Hafstein
14.12.1938 - 7.8.2005


Myndin er úr
Mbl. 9.8.2005

Hannes Þórður Hafstein

Frétt Morgunblaðsins 9. ágúst 2005:
Hannes Þórður Hafstein, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og fyrrverandi sendiherra, lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss sunnudaginn 7. ágúst. Hannes fæddist í Reykjavík 14. október 1938, sonur Ásgerðar Sigurðardóttur Hafstein, húsfreyju, og Sigurðar Tryggva Hafstein, skrifstofustjóra. Hannes kvæntist Ragnheiði Valdimarsdóttur og eiga þau fjögur uppkomin börn.

Hannes lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1965. Hann starfaði lengst af í utanríkisþjónustunni og hóf störf í sendiráði Íslands í Stokkhólmi árið 1965. Hann starfaði eftir það sem varafastafulltrúi í Brussel og sem skrifstofustjóri í ráðuneytinu en var skipaður sendiherra árið 1981. Árið 1983 varð hann sendiherra gagnvart alþjóðastofnunum í Genf og jafnframt ýmsum Afríkuríkjum.

Hannes tók við starfi ráðuneytisstjóra árið 1987. Þegar samningaviðræður hófust milli EFTA og Evrópusambandsins sem leiddu til EES-samningsins var hann aðalsamningamaður Íslands og helgaði hann sig því starfi eingöngu frá 1990. Hann tók við starfi sendiherra gagnvart Evrópusambandinu í Brussel, í Belgíu, Lúxemborg og Lichtenstein árið 1991 og lagði þar m.a. grunn að aðild Íslands að Schengen-samningnum. Árið 1997 var Hannes skipaður í Framkvæmdastjórn ESA. Hann varð síðar forseti stofnunarinnar og gegndi því starfi til dauðadags.

Hannes hlaut fjöldamargar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. stórriddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu og heiðursmerki frá breskum, spænskum, finnskum, þýskum, norskum, sænskum, ítölskum og belgískum stjórnvöldum.

Haukur
Filippusson

HaukurFil
(á)simnet.is

s: 551-7135
s: 869-2229

Hagamel 35
107 Rvk

 


Í Flóru 3. ágúst 2005


Í Dísarhöll 23. júní 2007


Í Perlunni 5. desember 2007

Haukur
Þorgilsson

Lést
19. maí
2014

 


Í Perlunni 1. okt. 2008

Maki: Ingunn Helga Sturlaugsdóttir (lést 2007).

Helgi V.
Guðmundsson
HVG21(á)yahoo.com 868-2148 * Barónsstíg 30 * 101 Rvík
Hólmsteinn
Sigurðsson


Í Perlunni 5. nóvember 2008

557-1069 * 617-7730 * Strýtuseli 11 * 109 Rvk

Huldar Smári
Ásmundsson
sálfræðingur
fæddur 31. mars 1938 – dáinn 9 október 1979

17.04.'05

Sæll G.Ó.P.
Sendi þér hjálagt
æviágrip
Huldars Smára
Ásmundssonar og
minningargrein um
hann eftir
Jón Óskar, skáld.

Ég var við nám við
Háskólann í Caen
í Frakklandi á sama
tíma og Huldar
kenndi þar við
íslenskudeildina,
og á ég honum margt
og mikið að þakka,
auk vináttunnar
sem entist svo lengi
sem hann lifði.

Kveðjur,
Björn Jónsson
Valferðir ehf

Huldar Smári Ásmundsson
Huldar Smári var fæddur á Akranesi 31 mars 1938, og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Ásmundur Bjarnason fiskmatsmaður og kona hans Halldóra Gunnarsdóttir. Huldar Smári var næstyngstur níu systkina. Árið 1964 kvæntist hann Björgu Sigurðardóttur og eignuðust þau þrjú börn, Sigvarð Ara, Hróðnýju Maríu og Eðnu Hallfríði.

Eftir stúdentspróf, haustið 1959, sigldi hann til Frakklands og árið 1961 lauk hann inngönguprófi í frönskum bókmenntum frá Montpellier háskóla, en próf það veitti honum réttindi til framhaldsnáms við franska háskóla. Hann nam síðan sálarfræði við Sorbonne í París og lauk prófi þaðan með Licence ès Psychologie. Áfram var haldið og næst lokið magistersprófi 1969, aftur frá Sorbonne.

Ætlun Huldars Smára var að ljúka doktorsprófi síðar, en allar götur frá 1969 var hann að vinna að verkefni um tengsl milli tilfinninga-og vitsmunalífs barna. Því miður gat hann ekki lokið því verkefni. Jafnframt námi sínu kenndi hann íslensku og íslenskar bókmenntir við háskólann i Caen i Frakklandi árin 1966-1975. Þar aðstoðaði hann m.a. Próf. Frédéric Durand, við þýðingu hans á Kormákssögu á frönsku.

Árið 1975 fluttust þau hjónin alkomin heim til Íslands, og hóf hann þá strax störf við Barnageðdeild Hringsins við Dalbraut í Reykjavík, og varð hann deildarsálfræðingur þar árið 1977, en auk þess kenndi Huldar klíníska sálarfræði við Háskóla Íslands allt þar til hann lést. (Mynd Sigurjóns Jóhannssonar í Faunu 1959.)

*

Jón Óskar * Minningargrein í Mbl. 18.10.1979

Músaðu hér til að lesa minningargreinina.

Ingi Hilmar
Ingimundarson
Hæstaréttarlögmaður í Reykjavík

D.
22. okt.
2010

*

*

*

*

Úr inngangi
minningar-greina
í Mbl.
27. okt. 2010

 

Mynd
Sigurjóns
Jóhanns-sonar
í Faunu
1959.

Ingi Hilmar Ingimundarson hæstaréttarlögmaður fæddist í Reykjavík hinn 27. nóvember 1938 og lést 71 árs að aldri á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 22. október.

Ingi Hilmar var sonur hjónanna Ingimundar Gíslasonar, f. 7.sept. 1905, d. 3. des. 1978, bónda og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, f. 17. nóv. 1906, d. 8. jan. 1985, húsfreyju að Brúnstöðum við Þvottalaugaveginn í Reykjavík.

Ingi Hilmar útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959. Varð kandidat í lögfræði frá Háskóla Íslands 1965, héraðsdómslögmaður 1966 og hæstaréttarlögmaður árið 1970.

Hann starfaði síðan eitt ár sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Hafnarfirði og sýslumanninum í Gullbringu-og Kjósarsýslu. Næstu átta árin, til 1974, starfaði hann á lögfræðiskrifstofu Þorvalds Þórarinssonar hrl. en opnaði þá eigin lögfræðistofu í Reykjavík frá júlí 1974 sem hann rak síðan.

Hann gegndi trúnaðarstörfum í gjaldskrárnefnd Lögmannafélags Íslands frá 1975 og var formaður hennar frá 1991.

Eftirlifandi eiginkona Hilmars er Erla Kristín Hatlemark. Hún er stúdent frá MR og fyrrverandi flugfreyja. Þau Ingi Hilmar gengu í hjónaband árið 1962.

Þau eignuðust þrjá syni, þá Snorra Örn, f. 1963, Örvar, f. 1977, og Darra Örn, f. 1983. Barnabörn Hilmars eru fjögur, þau Sunníva Hrund og Heikir Orri börn Snorra, Hilmar Örn Darrason og Aþena Líf Örvarsdóttir.

*

Útför Hilmars fór fram mánudaginn 1. nóvember kl. 15 í Vídalínskirkju í Garðabæ.
Kári Eiríksson Látinn 2006. Sjá hér.
Kolbeinn Þorleifsson F.: 18. júlí 1936 - d.: 28. mars 2007

Lestu hér
eftirmæli og kveðju
Jörmundar Inga

Kolbeinn Þorleifsson
fæddur 18. júlí 1936 í Reykjavík - dáinn 28. mars 2007 að heimili sínu, Ljósvallagötu 16 í Reykjavík.

Jörmundur Ingi * Minningargrein í Mbl. 10.04.2007

Músaðu hér til að lesa útfararkynningu svo og eftirmæli og kveðju Jörmundar Inga

Afmælisgrein ´96  (samantekt Kolbeins sjálfs)

Kolbeinn Þorleifsson kirkjusagnfræðingur, Ljósvallagötu 16 Reykjavík, er sextugur í dag.

Starfsferill

Kolbeinn fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1959, kennaraprófi frá KÍ 1961, guðfræðiprófi frá HÍ 1967, stundaði biblíuskólanám 1962 og nám í kirkjusögu í Kaupmannahöfn 1971-74.
Kolbeinn var kennari við Skógaskóla undir Eyjafjöllum 1961-62, sóknarprestur og kennari á Eskifirði 1967-71, sérfræðingur hjá Þjóðskjalasafni Íslands 1987-90 og stundakennari við HÍ 1980.
Kolbeinn sá um æskulýðsmál í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík 1954-60, var sunnudagaskólakennari í KFUM-húsinu við Holtaveg í 10 ár, formaður norræna félagsins á Eskifirði 1971, félagi í söngsveitinni Fílharmóníu um árabil og sat í stjórn hennar 1964-67.
Kolbeinn hefur samið greinar og ritgerðir og haldið fjölda erinda, hérlendis og erlendis um ýmis kirkjusöguleg rannsóknarefni.

Fjölskylda

Systkini Kolbeins: Jónína Sigrún, f.4.10 1908, d. 30.06 1998, fyrrv. iðnverkakona, lengst af í Reykjavík; Viktoría f.10.07 1910, d. 12.06 1993, verslunarmaður í Reykjavík; Sigurður f.15.09. 1911, d. 4.03, 2000, fyrrv. skipstjóri og fiskverkandi í Þorlákshöfn; Sigríður f. 2.01 1914, d. 5.01 2004, búsett í Dalasýslu; Guðmundur f. 24.08 1918, d. 2.08 1992, fyrrv. stýrimaður í Reykjavík;
Foreldrar Kolbeins voru Þorleifur Guðmundsson, f.25.03 1882, d. 5.06 1941, alþm. og útvegsb. í Þorlákshöfn, síðan fisksölustjóri í Reykjavík, og k.h. Hannesína Sigurðardóttir,f. 9.06 1890, d. 20.09 1962, húsmóðir.

Ætt

Þorleifur var bróðir Guðbjargar, langömmu Kjartans Ragnarssonar leikskálds; bróðir Sylvíu, ömmu Ólafs Óskars Arnarsonar yfirlæknis, og bróðir Haralds, föður Leifs skálds og Guðmundar. Þorleifur var sonur Guðmundar, formanns á Stóru-Háeyri Ísleifssonar, b. í Suður-Götum Guðmundssonar, b. í Ytri-Skógum Jónssonar, b. á Hryggjum Magnússonar. Móðir Guðmundar í Ytri Skógum var Sigríður Ísleifsdóttir Jónssonar, ættföður Selkotsættarinnar, Ísleifssonar. Móðir Guðmundar á stóru-Háeyri var Ragnhildur Jónsdóttir, b. í Hlíð í Skaftártungu Einarssonar, bróður Rannveigar, langömmu Ragnars í Smára. Jón var einnig bróðir Eiríks, afa Gísla Sveinssonar alþingisforseta og Páls yfirkennara, föður Páls, prests á Bergþórshvoli. Annar bróðir Jóns var Gísli, faðir Þórunnar grasalæknis. Þórunn var einnig langamma Jörmundar Inga allsherjagoða en systir hennar var Ragnhildur, langamma Ragnhildar Gísladóttur söngkonu.
Móðir Þorleifs var Sigríður systir Málfríðar, ömmu Jóns Sveinbjörnssonar guðfræðiprófessors. Sigríður var dóttir Þorleifs, ríka á Stóru-Háeyri, bróður Hafliða langafa Skapta ljósmyndara og Friðriks, föður Guðjóns sagnfræðings. Þorleifur var sonur Kolbeins í Ranakoti Jónssonar. Móðir Kolbeins var Sigríður Þorleifsdóttir, prests í Múla í Aðaldal Skaptasonar sem kvað niður óvættina í Siglufjarðarskarði. Móðir Sigríðar var Elín Þorsteinsdóttir trítils, formanns í Simbakoti Þórðarsonar.
Hannesína var systir skipstjóranna Jóns og Kolbeins og Ólafs vélstjóra. Hannesína var dóttir Sigurðar, úvegsb. á Akri á Eyrabakka Jónssonar, b. þar bróðir Valgerðar, langömmu Ólafar, móður Páls Bjarnasonar arkitekts. Móðir Sigurðar á Akri var Þórdís systir Elínar á Stóru-Háeyri.
Móðir Hannesínu var Viktoría, systir Ingibjargar, móður Árna Sigurðssonar fríkirkjuprests.
Önnur systir Viktoríu var Sigríður móðir Vilhjáms Árnasonar útgerðarmanns, föður Árna prófessors í Hagfræði. Viktoría var dóttir Þorkels, hreppstjóra á Óseyrarnesi, hálfbróðir Ólafar, móður Sigurgeirs biskups, föður Péturs biskups, föður Péturs guðfræðiprófessors. Þorkell var sonur Jóns á Óseyrareyri Jónssonar og Ólafar Þorkelsdóttir. Móðir Ólafar var Valgerður Aradóttir, b. á Grjótlæk Bergssonar, ættföður Bergsættarinnar Sturlaugssonar.

Ólafur Franz Mixa


Í Dísarhöll 23. júní 2007

568-6606 * Bjarmalandi 20 * 108 Rvk


Maki: Kristín Þorsteinsdóttir

Í Dísarhöll 23. júní 2007

Páll B. Helgason

 

 


Á Kringlukránni 3. janúar 2007

Páll B. Helgason læknir f. 22.06.1938 - d. 29.12.2014.

Af ættfræðisíðu DV
í tilefni sjötugsafmælis Páls:

Páll B. Helgason læknir

sjötugur 22. júní 2008

F.
22.06.1938

Páll fæddist í Svíþjóð en ólst upp í Reykjavík frá tveggja ára aldri. Hann gekk í Vesturbæjarskólann í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MR 1959, stundaði nám í læknisfræði við HÍ og lauk þaðan cand. med. et chir. - prófi 1967. Páll var námskandidat á Landspítalanum, Landakotsspítala og Borgarspítalanum þar sem hann var einnig við framhaldsnám á svæfingardeild 1968-70. Hann stundaði framhaldsnám í orku- og endurhæfingarlækningum við Mayo Graduate School of Medicine í Rochester í Minnesota 1970-74. Páll er viðurkenndur sérfræðingur í orku- og endurhæfingarlækningum í Bandaríkjunum og á Íslandi og hefur sótt námskeið og ráðstefnur á því sviði í Bandaríkjunum, á Bretlandi og víðar.

Páll var lektor í líffærafræði við HÍ 1974-84, stundakennari í læknisfræðilegri endurhæfingu við HÍ um árabil frá 1975 og sömuleiðis stundakennari við Nýja hjúkrunarskólann veturinn 1975-76. Páll var sérfræðingur í orku- og endurhæfingarlækningum á Landspítalanum 1974-81 og yfirlæknir endurhæfingardeildar Landspítalans 1981-94, sérfræðingur í endurhæfingarlækningum við öldrunardeild Landspítalans og Vífilsstaðaspítalann 1994-96, settur yfirlæknir í endurhæfingu aldraðra við Lénssjúkrahúsið í Sundsvall í Svíþjóð 1997 og héraðslæknir á Ólafsfirði frá ársbyrjun1998, var yfirlæknir endurhæfingardeildarinnar á FSA 1998-99 og var síðan læknir á heilsugæslunni í Stykkishólmi frá 1999 og í nokkur ár.

Páll hefur verið ráðgefandi læknir ýmissa félaga og stofnana, t.d. Hjálpartækjabankans og Íþróttasambands fatlaðra en þar var hann varaforseti 1979-84. Þá hefur Páll starfað í ýmsum félögum og nefndum.

Fjölskylda

Páll kvæntist 7.4.1962 Sigurlaugu Ragnheiði Karlsdóttur, f. 20.06.1943, d. 7.4.1995. Hún var dóttir Karls Guðmundssonar lögregluvarðstjóra í Reykjavík og konu hans Gunnlaugar Charlotte Eggertsdóttur húsmóður. Þau eru bæði látin.

Börn Páls og Sigurlaugar eru Anna Hrönn f. 13.3.1961, bankastarfsmaður í Reykjavík, Gunnlaug Dröfn f. 20.8.1969, bókmenntafræðingur og starfsmaður Flugfélags Íslands, Ragnheiður Líney f. 27.11.1972, grunnskólakennari við Laugarnesskóla, Snorri Karl f. 8.7.1975, starfsmaður á Grundartanga.

Seinni kona Páls er Virginia C. Revilles f. 23.2.1948, viðskiptafræðingur.

Systkini Páls eru Jóhannes f. 25.6.1946, fyrrv. útibússtjóri SPRON, búsettur í Kópavogi, Líney Hallfríður f. 22.6.1949, skólastjóri á Raufarhöfn.

Ætt

Foreldrar Páls voru Helgi Magnús Bergsson f. 25.1.1914, d. 23.8.1978, hagfræðingur og forstjóri, og Líney Jóhannesdóttir f. 5.11.1913, d. 18.7.2002, rithöfundur.

Helgi var sonur Bergs, skipstjóra í Reykjavík, Pálssonar og konu hans Helgu Magnúsdóttur húsmóður.

Líney er systir Jónu Kristjönu, móður Benedikts Árnasonar leikstjóra. Líney er dóttir Jóhannesar Baldvins Sigurjónssonar óðalsbónda á Laxamýri, bróður Jóhanns skálds og Snjólaugar, móður Sigurjóns fyrrverandi lögreglustjóra, og Ingibjargar, móður Magnúsar Magnússonar sjónvarpsmanns hjá BBC. Jóhannes var sonur Sigurjóns dannebrogsmanns á Laxamýri, Jóhannessonar, og Snjólaugar Þorvaldsdóttur. Móðir Líneyjar var Þórdís Þorsteinsdóttir.

DV 20.6.2008 Umsjónarmaður ættfræðisíðu DV er Kjartan Gunnar Kjartansson
Pétur Axel Jónsson Látinn - ertu með eftirmæla-upplýsingar um hann? Sendu þær inn!!
Reinhold Kristjánss Reinhold(á)simnet.is * 51-6182 * 898-6182 * 553-1704 * Skólavörðustíg 16a * 101 Rvík
Reynir Bjarnason

F. 11. sept. 1938 - d. 18. maí 1978.

Mbl. 25. maí 1978

GÓP >>

Reynir Bjarnason námsstjóri - Minning

Hér fyrir neðan koma fáeinar kveðjur samstarfsmanna Reynis sem halda til haga upprifjun um persónu hans og þeim sessi sem hann átti í hugum þess. Greinarnar eru teknar traustataki í þeirri von að hlutaðeigendur geri ekki athugasemdir og jafnframt eru velþegnar fleiri greinar og umsagnir sem lesendur kunna að vita skil á.

Kveðja
frá bekkjar-systkinum
í M.R. 1959

Mbl. 25. maí 1978

Á vordögum reikar hugurinn gjarnan til baka — til menntaskólaáranna, þegar veraldlegar áhyggjur einatt voru víðsfjarri. Þessa dagana eru minningarnar trega blandnar hjá hópnum, sem lauk stúdentsprófi frá Mentaskólanum í Reykjavík vorið 1959. Horfinn er úr hópnum Reynir Bjarnason, tæplega fertugur að aldri, frá okkur tekinn í miðri önn og eftir stendur skarð.
Leiðirnar lágu saman er Reynir kom til náms í fimmta bekk haustið 1957. Bekkjarsystkinum varð fljótlega ljóst, að sveitapilturinn vestan af Snæfellsnesi var enginn aukvisi. Vel að manni, hvort sem var til munns eða handa, námsmaður með afbrigðum og eiginleg skólaseta skipti hann litlu máli um námsárangur.

Kynnin urðu kannski ekki ýkja náin. Bæði var, að Reynir Bjarnason var að eðlisfari dulur og hlédrægur, og eins ekki víst að allur skarkali skólalífsins hafi verið honum að skapi.

Að stúdentsprófi loknu lá leið hans austur um haf þar sem hann stundaði háskólanám í búvísindum.
Kennslustörf og störf að skólamálum urðu starfsvettvangur hans er heim kom. Síðast starfaði hann sem námsstjóri á sviði náttúrufræðikennslu í grunnskólanum.

Reynir Bjarnason var ekki hvers manns vinur. Hann var hinsvegar hvers manns hugljúfi, þeirra, sem honum kynntust.
Konu hans, dóttur, svo og ættmennum öðrum, sendum við samúðarkveðjur um leið og við þökkum samvistir og kynni af traustum manni og góðum dreng.

Hrólfur
Kjartansson

Mbl. 25. maí 1978

„Þeir sem guðirnir elska deyja ungir".

Við fráfall Reynis Bjarnasonar fær þessi setning nýja og fyllri merkingu. Horfinn er sannur vinur og félagi. Við stöndum hljóð eftir með spurn í augum og tómleika í hjarta. Reynir kom víða við á stuttri lífsleið. Að loknu stúdentsprófi stundaði hann háskólanám í búvísindum í Moskvu, kom að því loknu heim og kenndi í nokkur ár við Menntaskólann í Reykjavík, en hélt síðan til framhaldsnáms við Harvardháskólann í Bandaríkjunum. Að lokinni ársdvöl þar kom hann til starfa við Skólarannsóknardeild Menntamálaráðuneytisins og tók að sér framkvæmd áætlunar um endurskoðun náms og kennslu í líffræði fyrir grunnskóla. Auk þess kenndi hann líffræði við Kennaraháskóla íslands og hafði hafist handa við að endurskipuleggja líffræðinám kennaranema.

Síðastliðið sumar hélt Reynir aftur utan til náms við Harvardháskóla og var fyrirsjáanlegt að hann myndi ljúka þaðan doktorsprófi á mun skemmri tíma en almennt gerist. Það, ásamt svo ótal mörgu öðru, ber vitni dugnaði hans, áræði og góðum gáfum.

Fundum okkar Reynis bar fyrst saman sumarið 1973. Strax við fyrstu kynni var ljóst að þar fór maður sem búinn var miklum mannkostum og viðhorf hans til náttúrunnar og lífsins verða mér ávallt minnisstæð. Hann var náttúrubarn í orðsins fyllstu merkingu. Einlæg virðing hans fyrir öllu lífi, stóru sem smáu, veit ég að hefur snortið fleiri en mig og skilið eftir víðari skilning, nýtt lífsviðhorf, betri mann.

Það gilti jafnan einu hvort Reynir vann með ungum börnum á fyrstu árum skólagöngu sinnar eða kennurum með áratuga reynslu að baki. Hver og einn hitti ávallt fyrir glaðværan og traustan félaga sem hafði einstakt lag á að laða það besta fram í fari annarra.

Hann miðlaði öðrum af mikilli þekkingu og afar fjölbreytilegri reynslu en» var jafnframt opinn fyrir og hvetjandi á nýjár hugmyndir og nýja sýn inn í viðfangsefnin.

Reynir Bjarnason var burt kallaður frá hálfnuðu verki, en það sem eftir hann liggur og hugsjónir hans og vonir til handa íslenskri skólaæsku, hafa tendrað það leiðarljós sem hafa ber fyrir stafni.

Þeir sem kynntust Reyni í leik og starfi standa ríkari eftir. Ríkir af óbrotagjörnum minningum um góðan dreng. Á kveðjustund er mér efst í hug þakklæti fyrir þær minningar sem ég á um góðan vin.

Síbillu, konu Reynis, Signýju dóttur þeirra, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum bið ég styrks á erfiðum stundum.

Kveðja
frá
Mennta-skólanum
í Reykjavík

Guðni Guðmundsson

Mbl. 25. maí 1978

Dauðinn lætur nú skammt högga á milli í liði fyrrverandi kennara Menntaskólans í Reykjavík.

Fyrir nokkrum dögum kvöddum við háran öldung, sem lauk lengra starfi við skólann en nam öllum lífdögum þess vinar okkar, sem við kveðjum í dag.

Reynir Bjarnason kenndi náttúrufræði og skipulagði náttúrufræðideild skólans. Hann kom til starfa 1966 og starfaði við skólann til 1972, er hann fór til starfa hjá skólarannsóknum og varð námsstjóri. Hann var hvers manns hugljúfi, enda glaðsinna og skemmtinn og drengur góður. Hann var mjög áhugasamur kennari, en taldi sig sennilega gera meira gagn við endurskoðun og endurnýjun námsefnis í náttúrufræðum við grunnskólann, og hef ég það fyrir satt frá mönnum, sem ég tek mark á, að það verk hans hafi tekizt mjög vel. Kom það að sjálfsögðu engum á óvart, sem Reyni þekkti.

Það er vissulega hörmulegt, þegar bráðungir menn í blóma lífsins og í miðju starfi eru burt kallaðir og fátt vitlegt, sem hægt er að segja ástvinum til huggunar, svo mikið sem óréttlætið virðist vera. Þó má þeim vera nokkur huggun í því, að lífsstarf, þótt stutt væri, bar verulegan ávöxt og þess mun sjá lengi stað. Það, og hið fornkveðna, að orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan getrr, sé sú kveðja, sem frá okkur kemur í Menntaskólanum í Reykjavík.

Starfs-félagar
í skóla-rannsókna-deild

Mbl. 25. maí 1978

Þegar við kvöddum Reyni Bjarnason, námstjóra og starfsfélaga okkar, í sumar leið var hann og fjölskylda hans á förum til Bandaríkjanna. Ætlun hans var að ljúka doktorsnámi sínu við Harvard-háskóla, einn þekktasta háskóla þar í landi. Við kvöddum hann, fullviss um að þegar námsdvöl hans lyki ættum við eftir að starfa saman á nýjan leik. En — oft skipast snöggt veður í lofti. Við fréttum af veikindum Reynis snemma vetrar en vorum þó full vonar og vissu um að upp myndi birta. Svo varð þó ekki. Reynir kom ásamt Síbillu og Signýju hingað heim um páskaleytið og eftir það var hann lengst af rúmliggjandi á Landspítalanum uns sjúkdómurinn bar hann ofurliði nú fyrir nokkrum dögum.

Reynir var ríkur af reynslu. Hann ólst upp norður á Ströndum og á Snæfellsnesi. Dvaldist árum saman við líffræði-og búfræðinám austur í Rússlandi. Kenndi hér heima og nam uppeldis-og kennslufræði við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Eftir nám sitt þar réðst hann til starfa hjá skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins sem námstjóri í líffræði. Sjálfsagt var það einmitt þessi fjölþætta reynsla Reynis og í kjölfar hennar mikil yfirsýn sem varð til þess að hann miðlaði okkur miklu og hafði djúptæk áhrif á störf okkar. Hann hafði lag á að benda á nýja fleti ýmissa þeirra mála sem við var að glíma — fleti sem öðrum sást yfir. Ekki var okkur minna virði hvað Reynir var persónulegur í samskiptum, ljúfmenni í umgengni og gæddur ríkri kímnigáfu.

Allt starf Reynis bar þess glögg merki að hann hafði háleitar uppeldis-og manngildishugsjónir — leitaði kjarnans en hafnaði hisminu. Sterkur persónuleiki hans markaði djúp spor í vitund og reynslu allra þeirra sem voru samvistum við hann. Sem kennari, námstjóri og skólamaður lagði Reynir þung lóð á vogarskál góðs skólastarfs hér á landi.

Við vottum fjölskyldu Reynis, sérstaklega Sibillu og Signýju, okkar dýpstu samúð.

Sigurður
Hallur
Stefánsson


Í garðskoðun á Markarflöt hjá Sigurði Þórðar og Sigrúnu 26. júlí 2007

SHS(á)islandia.is 555-0222 * Selvogsgötu 2 * 220 Hfj

Sigurður
Oddgeirss

Uppfært
12.5.09

og
5.5.2010

Sigurdur Oddgeirsson
Domhusparken 3, 1th
6300 Gråsten
Mobil. +45 30401920
Heimasími: +4554623322
Ísl Smartsími: 496-0871 (Hjá TALI/Vodafone)
E-mail: siggi@nikulaus.net -

28. apríl 2010 16:00:56

Eiður Svanberg Guðnason, fv. sendiherra.
Bjarkarási 18 210 Garðabæ
Hs +354 553 2933
Farsími +354 897 6811

Jæja meistari sæll, þá er kominn tími til að svara spurningu þinni, hvers vegna ég settist að hér í Hertogadæmunum. Það er skemmst frá því að segja, að það var meir og minna af einskærri tilviljun.

Reyndar dvaldi ég hér í Skærbæk sumarið 1960, eftir stúdentspróf, því föðurbróðir minn lagði til við mig að taka fyrir mjólkurverkfræði! Hann var mjólkurfræðingur og ostamaður í Danmörku. Ég reyndi. Kannski hefði þetta tekizt, ef mér hefði ekki sinnast við mjólkurbústjórann, sem átti að vera meistari minn. Það gerðist 17da júní 1960.

Ég hafði í misskildri þjóðrembu ákveðið upp á eindæmi að taka mér frí á þjóðhátíðardaginn, en það gekk aldeilis ekki! Árin liðu og uppeldisdóttir mín í Kulusuk „trúlofaðist“ byggingameistara frá Sønder-Jylland. Ég kynntist honum og urðum við góðir kunningjar og það hélzt, þrátt fyrir að samband hans og Victorie færi út um þúfur.

Ég hafði verið rekinn úr „tjenestemandsstilling“ á Grænlandi, fyrir að fremja þann glæp, að verða 65 ára gamall. Og þar með varð ég að flytja út úr íbúðinn í Nuuk. Húsaleiga á frjálsum markaði var þá svona ca. 15.000 dkk fyrir 3ja herbergja íbúð! (Þetta er ekki ásláttarvilla!).
Launin voru tæp 27 000 á mánuði og þegar búið væri að draga tekjuskattinn frá (43%), þá var ekki peningur fyrir húsaleigunni. Ég fékk auðvitað „tjenestemandspension“, en fór til Kapmannahafnar og flutti inn hjá Tryggva Ólafssyni vini mínum meðan ég kæmi mér fyrir og gengi frá „folkepensionen“. En það varð ég aftur fyrir merkilegri reynslu. Það kom í ljós, að ég var fæddur fyrir 1sta júlí 1939 og þess vegna átti ég ekki rétt á folkepension fyrr en við 67da aldursár.

Lenti sem sé í 2ja ára „Limbo-i“.

Snillingarnir á „kommunekontoret“ buðu mér að fara á „kontant-hjálp“ í tvö ár! En þar sem þeir gátu ekki ábyrgst, að „jeg ikke skulle stå til arbejdsmarkedets rådighed“ og mætti þess vegna ekki fara úr landi og yrði kannski að safna rusli í kirkju-og almenningsgörðum með narkomönum, var ekki um annað ræða en að þakka fyrir sig og hraða sér til Portúgal, þar sem hægt er að nota hverja krónu tvisvar! Kom mér fyrir í íbúð í Talhadas uppi í Serra do Caramulo, en þar dvaldi ég 2004 fram í febrúar 2006.

Það var þann 1sta marz 2006, sem ég fékk „folkepension“ og sagði ég í mail til Christians kunningja míns, að nú þyrfti ég á herbergi að halda einhvers staðar í Danmörku, til að hafa heimilisfang í konungsríkinu, meðan gengið yrði frá ellilífeyrinum. Bauð hann mér herbergi í húsi sínnu í Korup hér í Sønder-Jylland. Þáði ég boðið og ílentist svo hér. Meiningin var, að ég yrði hér í einn eða tvo mánuði og færi svo aftur til Talhadas, enda hélt ég íbúðinni. Ég tók svo á leigu íbúð hér í Tinglev, 52m² og án húsganna og borga 3880 dkk fyrir herlegheitin. Í Talhadas hafði ég 135 m² íbúð með húsgögnum og fríu rafmagni, fríu eldunargasi, frírri upphitun, fríum eldivið (brenni) í (brændeovnen/woodburning stove hvað er það á íslenzku?) ofninn. Og fyrir þetta þurfti ég að greiða €350,-á mánuði, en það samsvarar dkk 2.611,-Þess vegna getur maður notað krónuna tvisvar í Portúgal.

Ég ílentist svo hér í Hertogadæmunum af ýmsum orsökum. Barnsmóðir Bents tók saman við annan mann, sem er í verkfræðinámi hér í Danmörku. Það þýddi, að ég hef getað haldið jól og páska með Oddgeiri og Halldóru og tekið þátt í afmælisveizlum þeirra. Þau eru 12 og 11 ára, Oddgeir eldri. Og þetta hefur orðið til þess, að ég á erfitt með að slíta mig frá þeim Enda orðinn danskur ríkisborgari fyrir mörgum árum.
Ég kom ekki til Íslands í 15 ár en skrapp þangað í marz í fyrra. Ekki leizt mér á ástandið; ég er allt of hallur undir skoðanir Jónasar okkar til þess að geta sætzt á að flytja til Íslands.

Svo ég verð sennilega í Hertogadæmunum héðan í frá, en fer alltaf öðru hvoru til Portúgal, enda þægilegra að ferðast um Evrópu héðan frá „Dannevang“ heldur en frá Landinu kalda.

Þá hefur þú það og hana nú! * Kveðjur! S

Eftirmáli til GÓP:

Það er svo sem í lagi að hafa þetta á vefnum og engu þarf að breyta.
Þetta var upphaflega svör við spurningu frá Eiði, hvers vegna ég lenti í Hertogadæmunum, en það er Norður Schleswig, sem er í daglegu tali kallað Sønder-Jylland. Hann spurði mig svo, hvort hann mætti senda þetta áfram til árgangsfélaganna og fannst mér það allt í lagi.
En þar sem þetta er nú komið svona langt, þá er kannski ekki úr vegi að spyrja árganginn, hvort ekki væru fleiri til í að segja einhver deili á lífshlaupinu? Maður veit svo sem ekkert hvað fólk hefur verið að tuða í þessi 50 ár, síðan við skildumst á Skólabrú.
Þessi hundrað manna árgangur hlýtur að luma á einhverjum skemmtilegum frásögnum.
Ég held þú ættir að reyna að koma af stað vísi að ævisagnaritun MR59!!!
Taktu þetta upp í Perlunni næst.
Kveðjur, S

Sigurþór Ellertss

SigthorE
(á)simnet.is


Í Perlunni 3. nóv. 2010

587-5573 * Kleppsvegi 120 * 104 Rvík

Sveinbjörn
Hafliðas


Í Perlunni 1. des. 2010

tb722(á)mmedia.is * 561-6033 * 896-6034 * Eiðistorgi 5 * 170 Seltj

C - bekkur C - bekkur
Ásta Kristinsd Listiðnaðarmaður.
Látin - ertu með eftirmæla-upplýsingar um hana? Sendu þær inn!!
Björk E. Jónsd

s: 564-1472

Þrastanesi 4
210 Garðabær

BjorkPetur
(á)simnet.is


Í Perlunni 5. október 2005

(Einarlína)
Erla Ársælsd

 

Elsa Rúna
Antonsdóttir

Kringlan 81
103 Rvík

S: 568-4442
og
vasi: 849-1493


Í Perlunni 5. október 2004

Fríða Björnsd


Í Dísarhöll 23. júní 2007

FridaBjornsdottir(á)gmail.com
553-1233 * 897-3462 * Klébergi 5 * 815 Þorlákshöfn

Guðrún Bjarnad

GBjarnadottir(á)yahoo.com * 452-4547 *
Guðrúnarstöðum * Áshr. A.Hún. * 541 Blönduós

Guðrún Jónsd

Gudrun.Jo
(á)simnet.is

*
s: 421-5859
Hólabraut 12
230 Keflavík

 


Í Perlunni 6. desember 2006 - til vinstri - ásamt Ólöfu Magnúsdóttur Robson


Í Perlunni 5. desember 2007

Kristín Arnalds

Kristin.Arnalds
(á)simnet.is

s: 551-5076
s: 899-5076

Miklubraut 52
105 Rvík

 


Í Perlunni 1. okt. 2008


Kristín, Elín Ólafsdóttir og Unnur Skúladóttir
í Perlunni 6. apríl 2005

Líney Skúlad

Gunnarsbr 26
105 Rvík


Í Flóru í Grasagarðinum 1. ágúst 2012
Líney lengst til vinstri.

Ólöf Magnúsd
Robson

f: 12. ág. 1939
d: 23, ág. 2017

  *

BA í ensku og sögu '63. Búsett í Edinborg.
Veitti okkur - og fleirum - leiðsögn og liðsinni í Edinborg


Í Perlunni 7. apríl 2010


Í Perlunni 7. apríl 2010:
Ólöf, Magnús, Frank og Anna og Cara


Í Perlunni 6. desember 2006


Í Perlunni 1. okt. 2008

Rósamunda
Breiðfjörð
Gunnarsdóttir
Taylor

Fríða Björnsdóttir 21.06.2013 16:29 upplýsir:

Rósamunda Gunnarsdóttir Taylor lést upp úr miðnætti að þeirra tíma í Utah, um klukkan sjö í morgun að okkar tíma. Hún var búin að liggja á sjúkrahúsi í tvo mánuði og vera mikið veik auk þess sem heilsa hennar var búin að vera býsna lítilfjörleg lengi. Veit að það eru margir sem muna eftir henni og þekktu hana vel í skólanum þótt liðin
séu yfir fimmtíu ár frá því hún fluttist til Bandaríkjanna.

Sigríður Hjördís
Indriðadóttir

s: 554-1219

Holtagerði 49
200 Kóp

 


Í Perlunni 2. mars 2005

Sigurlaug Ó.
Guðmundsd

s: 554-5901
s: 896-2976

Löngubr 20
200 Kóp

 


Í Perlunni 6. október 2004

Lauga1939(á)gmail.com

Sólveig M.
Björling
565-6430 * Hörpulundi 8 * 210 Garðabær
Steinunn
Stefánsdóttir
SteinSt(á)simnet.is * 562-2456 * 891-8938 *
Reynimel 72 * 107 Rvk
Þóra Kristín
Jónsdóttir

Heima:
Baugur
(á)simnet.is

s: 552-8242
s: 824-6124

 

 


Í Perlunni 5. október 2005
X - bekkur X - bekkur
Albína Hulda
Thordarson

Albina
(á)simnet.is

s:565-6331
s: 899-5610
s: 588-8630

Reynilundi 17
210 Garðabær


Í Flóru - í apríl og í sept 2005
Baldur Frímann
Sigfússon

564-5195
861-1100
Marbakkabr 34
200 Kóp


Á Andarunganum 4. janúar 2006

Baldur.F.Sigfusson(á)simnet.is

Maki: Halldóra Halldórsdóttir


Í Dísarhöll 23. júní 2007

Davíð Trausti
Arnljótsson
F.: 20. des. 1939 - d.: 21. ágúst 2011.

Í
upplýsingum
eftirmæla
í Mbl.
5. sept. 2011
segir m.a.:

 

Davíð Trausti Arnljótsson fæddist í Reykjavík 20. des. 1939. Hann lést á heimili sínu hinn 21. ágúst 2011.

Foreldrar hans voru Arnljótur Davíðsson, f. 28. okt. 1909, d. 18. maí 1980, og Ágústa Marie Figved, f. 4.júlí 1912, d. 9. sept. 2000. Bræður Davíðs eru Örn Andreas, f. 31. okt. 1936, d. 11. febr. 1978, og Jens, f. 3. júní 1956.

Hinn 1. október 1967 kvæntist Davíð Huldu Erlingsdóttur, f. 14. nóv. 1941. Börn þeirra eru Erlingur Sigurður, f. 28. nóv. 1959, Arnljótur, f. 3. sept. 1968 og Ágústa María, f. 4. júní 1970.

Davíð lauk stúdentsprófi frá MR 1959, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1963 og Cand Polyt-prófi í byggingaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1967.

Hann var verkfræðingur hjá Rådgivende ingeniörfirma Joh. Jörgensen A/S í Kaupmannahöfn 1967-70. Bæjarverkfræðingur hjá Dalvíkurhreppi 1970-72. Rak eigin verkfræðistofu á Dalvík 1972-77. Stofnaði ásamt öðrum Arkitekta-og verkfræðistofuna sf á Akureyri 1977 og starfaði þar til 1982. Framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Suðurlands frá 1982-3. Sjálfstætt starfandi verkfræðingur 1984-87. Umdæmisverkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins frá 1987-2000. Sjálfstætt starfandi verkfræðingur 2000-11.

Útför Davíðs fór fram frá Háteigskirkju.

*

* * *
 Elín Ólafsd

ElinOl
(á)mmedia.is

s: 552-6928

Fornhaga 20
107 Rvk

 

 

 


Í Flóru í Grasagarðinum 4. júlí 2012 - nýorðin doktor!


Músaðu á myndina til að fá læsilega!

Gerður Björnsd GerdurB(á)thsk.kopavogur.is * 552-1257 *
Skúlagötu 10 * 101 Rvk
Guðmundur
Ágústsson

Mynd Sigurjóns Jóhannssonar í Faunu 1959

F.: 2. febrúar 1939 - d.: 5. júní 2004.

Í
upplýsingum
eftirmæla
í Mbl.
16. júní 2004
segir:

Guðmundur Ágústsson fæddist í Bolungarvík 2. febrúar 1939. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík laugardaginn 5. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Ágúst Elíasson, f. 28. ágúst 1895, d. 13. sept. 1969, kaupmaður og yfirfiskmatsmaður á Vestfjörðum og síðar á Norðurlandi, og Valgerður Kristjánsdóttir, f. 21. nóv. 1900, d. 29. maí 1963, húsfreyja.

Systkini Guðmundar eru Unnur, f. 29. maí 1921, d. 1. mjaí 1924, Rannveig, f. 22. apríl 1925, d. 2. ágúst 1996, Helga, f. 5. okt. 1926, Guðrún, f. 27. júlí 1929, Elías, f. 17. nóv. 1932, Olga, f. 29. júlí 1935, Ásgerður, f. 12. ágúst 1941, og Auður f. 18. júní 1944.

Guðmundur kvæntist í Berlín 28. maí 1963 Moniku Maríu Karlsdóttur frá Zeulenroda í Thüringen í Þýskalandi, f. 24. sept. 1941, hagfræðingi. Foreldrar hennar voru Emil Walther Karl, f. 4. mars 1908, d. 7. jan. 1979, og Charlotte Eleonore, fædd Mollenhauer, f. 31. mars 1912, d. 10. júní 1980. Börn Guðmundar og Moniku eru 1) Kristján, f. 1. ágúst 1964, verkfræðingur, búsettur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Þóra Magrét Pálsdóttir, sálfræðingur, f. 31. janúar 1970. Börn þeirra eru Lara Valgerður, f. 7. sept. 1997 og Þór Valgarð, f. 15. júní 2001. 2) Stefán Ásgeir, f. 28. feb. 1969, M.A. í menningarsögu Rómönsku-Ameríku, búsettur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Védís Skarphéðinsdóttir, f. 30. júní 1959, ritstjóri. 3) Katrín. f. 26. maí 1973, sameindalíffræðingur, búsett í London. Sambýlismaður hennar er Haukur Valgeirsson, tölvunarfræðingur.

Guðmundur ólst upp á Ísafirði og Æðey í Ísafjarðardjúpi en flutti 10 ára gamall til Akureyrar þar sem hann lauk gagnfræðaskólaprófi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og sama ár flutti hann til Berlínar þar sem hann lauk diplom-prófi í þjóðhagfræði við Hochschule für Ökonomie árið 1964. Eftir heimkomu að loknu háskólanámi starfaði Guðmundur hjá Alþýðusambandi Íslands árið 1965-71. Á þeim tíma sinnti hann einnig störfum  stundakennara í stærðfræði við Kennaraskóla Íslands 1967-70 og við framhaldsdeild Samvinnuskólans 1975-78. Frá 1970 til 1985 var hann stærðfræðikennari við Menntaskólann við Hamrahlíð, aðallega við öldungadeild. Árið 1985 réðst hann sem aðstoðarbankastjóri Alþýðubankans og gegndi þeirri stöðu til ársins 1989. Árin 1990 til 1996 var hann útibússtjóri hjá Íslandsbanka. Fyrstu þrjú árin í útibúi bankans við Laugaveg 31 og seinni þrjú árin við Dalbraut. Síðuastu starfsár sín vann hann hjá Lánaeftirliti Íslandsbanka á Kirkjusandi. Hann lét af störfum vorið 2003.

Guðmundur gegndi ýmsum félags-og trúnaðarstörfum. Hann var í vinnumálanefnd ríkisins 1973-1988, í stjórn Iðnaðarbankans hf 1972-1975, stjórn KRON 1973-1976, í stjórn Norðurstjörnunnar  hf 1973-75 og Glits hf 1976-80. Einnig gegndi hann stöðu endurskoðanda Sparisjóðs vélstjóra 1975-79. Guðmundur var formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1967-1969 og 1977-1978 og gegndi ýmsum störfum á vegum þess.

*

Útför Guðmundar fór fram frá Fossvogskirkju.
Guðmundur
Ólafsson

Uppf.:
8. jan. 2009

GudmOl(á)gmail.com 554-3360 *  897-1924 * Löngubrekku 3 * 200 Kóp

Nám eftir MR59:
Dipl Ing í rafmagnsverkfræði frá Tækniháskólanum í Karlsruhe 1966.

Starf eftir MR59:
TEKADE í Nurnberg 1966-1969; Landssími Íslands 1969-1977.
Eigin rekstur, síma og fjarskiptaráðgjöf, 1977-1991.
Fjarskiptaeftirlit ríkisins og Póst-og fjarskiptastofnun 1991-2008.

Maki:
Sigurrós Þorgrímsdóttir - Sigurros(á)kopavogur.is, stjórnmálafræðingur og bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Annað:
Golf, GOlf, GOLf og aftur GOLF !!
Halldór Guðjónss
Í Perlunni 3. nóv. 2010

Upplýsingar
með
minningar-greinum
í
Mbl
24. janúar 2013.

 

Mynd Sigurjóns Jóhannssonar í Faunu 1959

Halldór Þorkell Guðjónsson fæddist í Reykjavík 27. apríl 1939. Halldór lést á Landspítalanum við Hringbraut á gamlársdag, 73 ára að aldri.

Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Bjarnadóttir húsfreyja úr Grundarfirði og Guðjón Guðmundsson bifreiðasmiður frá Miðdal í Kjós og var hann næstelstur fimm barna þeirra. Elstur er Bjarni, en hin eru tvíburarnir Þorbjörn og Guðrún, sem er látin, og Jóna.

Eiginkona Halldórs var Mary Therese Butler, Vestur-Íri, fædd og uppalin í Fall River í Massachusetts. Mary var kennari að mennt, en starfaði síðustu tíu ár ævi sinnar í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna. Mary lést árið 2000.

Börn þeirra Halldórs eru Brynja Elisabeth og Hrafn Patrick.

 • Brynja, sem fyrir skemmstu lauk doktorsprófi í menntavísindum, gegnir doktorsstöðu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sonur hennar er Þorkell Nikulás.
 • Hrafn er búsettur í Minneapolis, sérfræðingur í þarfa-og gagnagreiningu hjá Health Partners.
  Kona hans er Celia McCoy. Börn þeirra eru Ella Athena og Fenris Þorkell.

Að afloknu stúdentsprófi frá MR 1959 hélt Halldór til Þýskalands og nam við Háskólann í Erlangen stærðfræði og eðlisfræði um tveggja ára skeið. Að því búnu kenndi hann við MR eitt ár, en hélt svo til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám í stærðfræði og eðlisfræði næstu fimm árin við University of Minnesota. Hann var lektor við Gustavus Adolphus College í St. Peter í Minnesota 1968-’69 og lauk í desember 1968 Ph.D.-prófi í stærðfræði, en leiðbeinandi hans var Erwin Engeler. Ber doktorsritgerð hans heitið An Investigation of Limitultraproducts.

Næsta ár starfaði Halldór sem sérfræðingur við stærðfræðistofnun Háskólans í München og frá 1969-1972 við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Hann var stundakennari við Menntaskólann við Hamrahlíð 1969-’70, aðjúnkt við stærðfræðiskor HÍ 1969-’72 og dósent þar 1972-’75. Hann gegndi stöðu kennslustjóra Háskóla Íslands um 15 ára skeið, frá 1975 til 1990, en eftir það dósentsstöðu við tölvunarfræðiskor raunvísindadeildar Háskólans frá 1991 til 2009, og var vorið 2010 stundakennari í tölvunarfræði.
Hann kenndi stærðfræði í leyfi frá HÍ vormisserið 1994 við Háskólann í Swazilandi í Afríku.

Auk kennslustarfa sinna gegndi Halldór ýmsum trúnaðar-og stjórnunarstöðum innan Háskóla Íslands. Hann var fulltrúi Félags háskólakennara í háskólaráði 1974-’75, fulltrúi háskólaráðs í stjórn Reiknistofnunar Háskóla Íslands 1976 og sat í kjörstjórn vegna rektorskjörs sama ár.

Halldór var hugsandi maður, djúpvitur og greinandi, ekki aðeins á fræðasviði sínu heldur einnig á umhverfi sitt og samfélag, siðfræðileg álitaefni og jafnréttismál. Hann hneigðist æ meir til heimspekilegra pælinga með árunum og las mikið á því sviði, einkum rit Hegels og Rawls. Hann þýddi og skrifaði fjölda greina í blöð og tímarit, ekki síst um stjórnarskrármál Íslendinga síðustu misserin, sem voru honum mjög hugleikin.

Útför hans hefur farið fram í kyrrþey.

* * * *
Jakob
Ármannsson

Mynd Sigurjóns Jóhannssonar í Faunu 1959

F.: 7. maí 1939 - d.: 20. júlí 1996

Sent:
11. 10. 2005 19:59

Sæll!
Var að finna óvart
síðuna um árganginn
1959. Datt í hug að
senda þér það sem
fylgdi minningar-greinum um pabba.
Þær birtust 30. júlí
1996 og er hægt að
lesa ókeypis á
vef Moggans.

Ármann Jakobsson.

Jakob Ármannsson fæddist í Reykjavík 7. maí 1939.
Hann lést á Landspítalanum 20. júlí 1996. 

Foreldrar hans voru Ármann Jakobsson, bankastjóri, f. 2. ágúst 1914, og Hildur Sigríður Svavarsdóttir, f. 8. júní 1913, d. 12. febrúar 1988. Bróðir hans er Svavar, aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs, f. 20. ágúst 1941.

Jakob giftist 16. ágúst 1969 Signýju Thoroddsen, sálfræðingi, f. 13. ágúst 1940, og áttu þau fjögur börn. Þau eru: 1) Bergljót Njóla, f. 28. maí 1962, gift Halli Magnússyni, f. 8. apríl 1962.  Þau skildu en eiga eina dóttur, Álfrúnu Elsu, f. 25. apríl 1990. 2) Ármann, f. 18. júlí 1970. 3) Sverrir, f. 18. júlí 1970. 4) Katrín, f. 1. febrúar 1976.

Jakob fluttist ársgamall til Akureyrar og bjó þar í níu ár en síðan á Siglufirði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 en var inspector scholae 1958-1959. Næstu ár var hann við nám við Háskóla Íslands en árið 1960-1961 við Háskólann í St. Andrews í Skotlandi.

Jakob kenndi einnig við Hagaskóla í Reykjavík 1961-1962 og vann ýmis önnur störf, m.a. við síldarvinnslu á Siglufirði. Árið 1967 hóf Jakob störf við Útvegsbanka Íslands og varð skömmu síðar aðstoðardeildarstjóri ábyrgðadeildar en deildarstjóri 1971-1977. Hann var kennari við Kvennaskólann í Reykjavík 1973-1987, í fullu starfi 1977-1980, sérfræðingur og fulltrúi bankastjórnar við Útvegsbanka Íslands 1980-1987.

Frá stofnun 1987 til loka ársins 1989 var Jakob aðstoðarbankastjóri Útvegsbankans hf. en síðan sérfræðingur hjá Íslandsbanka hf. í níu mánuði árið 1990. Jakob var aðstoðarmaður bankastjórnar Búnaðarbanka Íslands og sérfræðingur í erlendum viðskiptum frá 1. september 1990. Hann var framkvæmdastjóri dótturfyrirtækja bankans, Grænabæjar hf. og Urðar hf. og sat í stjórn hlutabréfasjóðsins Auðlindar 1993-1996. Einnig var hann varamaður í stjórn Fiskveiðasjóðs 1987-1990.

Jakob varð Íslandsmeistari í brids með sveit Hjalta Elíassonar 1971 og 1974 og var um árabil í skáksveit og bridssveit Útvegsbankans. Hann sat í dómnefnd Bridssambandsins um árabil.

Jón Þór Þórhallss

HINSTA KVEÐJA TIL HEIÐURSFÉLAGA SKÝ - MINNINGARORÐ
DR. JÓN ÞÓR ÞÓRHALLSSON 
Fæddur 21.06.1939 
Dáinn 20.09.2016 
Höfundar: Ómar Ingólfsson, Stefán Kjærnested og Þorsteinn Garðarsson      
Einn af þeim mönnum sem hefur haft einna mest áhrif á þróun upplýsingatækni á Íslandi er Dr. Jón Þór Þórhallsson, er við kveðjum hér.  Eftir stúdentspróf fór hann fór til náms í Þýskalandi árið 1959, fyrst við Tækniháskólann í Karlsruhe en síðan við Háskólann í Gießen í Hessen þar sem hann hlaut doktorsgráðu í fræðilegri eðlisfræði og útskrifaðist með láði árið 1967.

Lestu áfram á vef SKÝ

Jónas Kristjánss

Af vef Jónasar 20160910
Af vef Jónasar 2016
hestur.is

F. 5. febrúar 1940 - d. 27. júní 2018.

Vefur Jónasar

21.04.2007 * Reglur Jónasar um stíl:
1. Skrifaðu eins og fólk, ekki eins og fræðimenn.
2. Settu sem víðast punkt og stóran staf.
3. Strikaðu út óþörf orð, helmingaðu textann.
4. Forðastu klisjur, þær voru sniðugar bara einu sinni.
5. Keyrðu á sértækum sagnorðum og notaðu sértækt frumlag.
6. Notaðu stuttan, skýran og spennandi texta.
7. Sparaðu lýsingarorð, atviksorð, þolmynd og viðtengingarhátt.
8. Hafðu innganginn skýran og sértækan.

 

Andlátsfregn Fréttablaðsins 2. júlí 2018:

Kjartan
Jóhannsson
191239-4669

Hs:: 534-2597
Vasi: 696-2597

Vatnsstíg 21
IS-101 Rvík

 

Uppfært
31.08.2007

Kjartan.Johannsson(á)gmail.com

Á Andarunganum 4. janúar 2006

Nám eftir MR: Byggingaverkfr, civ.ing., 1963 frá frá KTH, Stokkhólmi. Nám í rekstrarhgfr.Sth.Univ. 1964,
M.S.rekstrarvkfr.IIT,Chicago 1965,
Ph.D.aðgerðarannsóknir,IIT,1969.

Störf: Ráðgjafaþ.68-78, Dósent HÍ 74-89. Bæjarfulltr.Hafnarf.74-78.
Alþingism.78-89, form.Alþfl.80-84, ráðh.78-80, Sendiherra, Genf 89-94, framkvstj.EFTA 94-2000, Sendih.Rvk.00-02 og í Brussel 02-05.
Frá 2005:fyrrverandi.

Maki: Irma Karlsdóttir, stúdent MR.74, bankafulltrúi 76-89.

Kolbrún
Ragnarsd

arkek
(á)online.no
s: 530671
Markveien 2
7000 Trondheim
Noregi

Í Perlunni

4. maí   2011


Í Perlunni 1. nóv. 2006


Kolbrún og Eigil Hallset Í Perlunni 7. apríl 2010

Kristján Sigurjónss

KSigurj
(á)simnet.is

s: 552-2640

Kjartansg 10
105 Rvk
 

 


Í Perlunni 5. desember 2007 

 
Í Perlunni 4. nóv. 2014

Lúðvíg Björn
Albertsson

 


Í Perlunni 4. maí 2011

Lést föstudaginn 8. ágúst 2014.

Upplýsingar
með
minningar-greinum
í
Mbl
á
útfarardegi

22. ágúst
2014.

Lúðvíg Björn Albertsson
fæddist í Reykjavík 30. júlí 1938.
Hann andaðist á hjartadeild Landspítalans hinn 8. ágúst síðastliðinn.

Foreldrar hans voru hjónin Sigurlína Símonardóttir húsmóðir, f. 6. desember 1912, d. 26. mars 1990, og Albert Jónsson trésmiður, f. 5. ágúst 1893, d. 3. janúar 1969.

Fyrri kona Lúðvígs var Lucinda Grímsdóttir, f. 26. júlí 1940, og áttu þau saman soninn Grím Inga, f. 11. janúar 1961.

Eftirlifandi eiginkona Lúðvígs er Kristjana Halldórsdóttir kennari, f. á Akureyri 12. september 1944. Foreldrar hennar eru Soffía Halldórsdóttir, f. 29. janúar 1921, og Hilmir Ásgrímsson, f. 12. júlí 1920, d. 12. nóvember 2009.

Kristjana og Lúðvíg gengu í hjónaband hinn 18. ágúst 1974. Þau eiga synina:

a) Halldór Bjarkar, f. 1. október 1967. Hann er kvæntur Önnu Dóru Sæþórsdóttur, f. 28. júlí 1966.
Þau eiga þrjú börn: Sunnu, f. 4. desember 1995, og tvíburana Lovísu og Ými, f. 2. maí 2002.

b) Albert Björn, f. 24. maí 1976. Hann er kvæntur Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur, f. 15. maí 1974.
Þau eiga dæturnar Iðunni Júlíu, f. 13. september 2010, og Arndísi Stellu, f. 27. desember 2012.

Þegar Lúðvíg var kornabarn fluttust foreldrar hans til Siglufjarðar þar sem hann sleit barnsskónum. Þótt fjölskyldan hafi flust aftur til Reykjavíkur 1952 voru tengsl Lúðvígs við Siglufjörð mjög sterk og staðurinn ávallt hans heimabær - enda sótti hann þangað aftur og aftur, sérstaklega fyrst um sinn, og starfaði þar m.a. samhliða námi sem lögregluþjónn í sex sumur ásamt því að vinna sem sundlaugarvörður og við síldarsöltun.

Lúðvíg lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1959 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1967.

Meðan hann stundaði nám við Háskólann stofnaði hann heildsölufyrirtæki sem hann rak til 1967. Hann var jafnframt framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands í tvö ár. Að námi loknu hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Sjónvarpinu og vann þar í tæp 10 ár er hann gerðist framkvæmdastjóri Toyota á Íslandi. Árið 1984 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni heildverslunina Nordic sem þau ráku í 20 ár. Síðustu starfsár sín vann hann sem kirkjuvörður í Bústaðakirkju þar til hann lét af störfum árið 2008. Lúðvíg gekk í Frímúrararegluna á Íslandi árið 1984 og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum.

* Útför Lúðvígs fór fram frá Bústaðakirkju 27. ágúst 2014.

Kveðja
Aðalsteins
Eiríkssonar

Haustið 1955 var Pálmi Hannesson rektor Menntaskólans í Reykjavík og Valdemar Sveinbjörnsson leikfimikennari.

Það var gangaslagur einn daginn og mánaðarfrí annan en fyrst var tollerað. Busar voru færðir til tolleringar viðstöðulítið nema einn. Það var seinfarið með Lúðvíg.

Valdemar hafði fullt eins mikla trú á handbolta og Mullers-æfingum. "Jæja," sagði hann, "skrattist þið þá," og fór upp á kennarastofu.

Fljótlega lærðist að vera ekki fyrir þegar Lúlli skaut. Hann var hraustmenni og nú vitum við fyrir víst að ekkert okkar má við straumfallinu þunga.

Þeir héldu þétt saman Siglfirðingar, Lúlli, Sigurjón og Jakob. Hluti af mósaík árgangsins með Eiði Guðna og bekkjaráði, Óla P., Jónasi og Kjartani sem æfðu sig í að fara fyrir kjósendum og höfða til lesenda allt til 17. júní 1959. Vinur minn Jakob sagði næst að háskólanám væri hismi eitt og hjóm miðað við síldina á Siglufirði og þangað fór ég og hans vinir urðu mínir vinir.

Þar stóð Lúðvíg borðalagður, keyrði Svörtu Maríu og stakk mönnum í steininn á milli þess sem díxlar, drífholt og síldartunnur léku í höndum hans eins og legókubbar.

Suður lágu leiðir.

Þá hélt maður að vinstrimenn væru sérstakir vörslumenn réttlætisins. Lúlli var ekki þeirrar skoðunar en hann stóð með vinum sínum hvaða vesen sem þeir komu sér í.

Hann var ástríðufullur verklokamaður.

Um skeið stússuðum við í herbergi stúdentaráðs, áttum með bóksölu stúdenta og kaffistofuna í suðurkjallaranum að gera. Hann var líka kominn út í bissniss. Flutti inn strokleður handa villugjarnri þjóð. Þau voru flutt á grænu Volkswagenrúgbrauði. Í því var líka hægt að flytja þá sem villurnar gerðu.

Oft voru verklok í prófastsdæmi Runólfs á Gamla Garði.

Þar var háskólatorg einnar tíðar, gengið til setustofu eða matsölu, skjögrað frá Garðballi. Þar var fylgst með mannaferðum. Þar sátum við eitt haustkvöldið félagarnir og þá gengu þær hjá með uppsett hárið, túberað og lakkað svo að hvergi lék eitt hár laust, þær Gokka og Larsen. Þær voru bekkjarsystur, nýjar að norðan. Það hefur aldrei fengist alveg á hreint hvort gönguferðin var skipulögð með tilliti til þessara áhorfenda eða annarra, nema vinur minn segir: "Þetta þarfnast nánari athugunar." Í samræmi við verklagsreglur Lúðvígs var þessu fylgt eftir og athugun lokið með tveimur hjónaböndum.

Lúðvíg var fádæma glaðlyndur, stríðinn nokkuð og skemmtilegur félagi. Eins og mörgum tilfinningaríkum var honum uppsigað við tilfinningasemi. Ég er ekki viss um að hann hafi mörg blóm gefið eða oft. Þeim einu sem ég man eftir fylgdi gulrótabúnt.

Lúðvíg var einn eldhuga sjónvarpsins í byrjun. Þar var annar bekkjarfélagi til samverka. Þeir Eiður endurnýjuðu kynnin og við áttum í honum sameiginlega hjálparhellu, gleðivaka og vin þótt á ólíkum vettvangi væri.

Við samstúdentarnir öll flytjum Kristjönu og fjölskyldu samúðarkveðjur og við hjónin sömuleiðis þakklæti fyrir margar glaðar stundir á Gamla Garði í morgunsól lífsins.

Aðalsteinn Eiríksson

* * * * 
Markús Á.
Einarsson

Mynd Sigurjóns Jóhannssonar í Faunu 1959

F.: 5. mars 1939 - d.: 20. okt. 1994.

Upplýsingar
með
minningar-greinum
í
Mbl
á
útfarardegi

Markús Ármann Einarsson, veðurfræðingur, fæddist í Reykjavík 5. mars 1939. Hann lést í Landspítalanum 20. október 1994, 55 ára að aldri.

Foreldrar hans voru Einar Þorsteinsson, búfræðingur og framkvæmdastjóri, f. 27.12. 1907 að Langholti í Hraungerðishreppi, d. 12.7. 1987, og kona hans Ingibjörg Helgadóttir, f. 2.9. 1905 í Reykjavík, d. 14.4. 1980. Markús var elstur barna þeirra hjóna, en systur hans eru þrjár: Elín, Sigríður og Helga.

Eiginkona Markúsar er Hanna Sesselja Hálfdanardóttir, f. 13.11. 1938. Börn þeirra eru þrjú. Elstur er Hálfdan Þórir, verkfræðingur, kvæntur Sóleyju Indriðadóttur, en börn þeirra eru fjögur, Hanna Sesselja, Bára Fanney, Árný Þóra og Margrét Rósa. Næstelst barna Markúsar og Hönnu er Ingibjörg, sálfræðingur og kennari, en yngstur barnanna er Ármann.

Markús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959 og hélt þá til náms í veðurfræði við Háskólann í Ósló þar sem hann lauk embættisprófi 1964. Hann réðst þá til starfa á Veðurstofu Íslands þar sem hann starfaði jafnan síðan, lengst sem deildarstjóri veðurspádeildar. Hann flutti veðurfregnir í Sjónvarpinu í rúma tvo áratugi.

Markús tók mikinn þátt í félagsmálum og var m.a. formaður Bandalags háskólamanna 1972-1974. Hann tók og virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins, átti um árabil sæti í miðstjórn hans og var bæjarfulltrúi flokksins í Hafnarfirði. Markús sat í rúman áratug í útvarpsráði og var varaformaður þess 1983-1991.

* Útför hans var gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði.

Birt hér
10. jan. 2009
með
góðfúslegu leyfi
Flosa Hrafns

Útdráttur úr
minningargrein Flosa Hrafns Sigurðssonar

Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík hélt Markús haustið 1959 til náms við Háskólann í Ósló og lauk þar embættisprófi í veðurfræði vorið 1964. Fjallaði prófritgerð hans um sólgeislun á Íslandi. Allar götur síðan eða um þriggja áratuga skeið var aðalstarfsvettvangur hans á Veðurstofu Íslands.

Á árunum 1964­1967 starfaði Markús sem veðurfræðingur á flugveðurstofu Veðurstofu Íslands á Keflavíkurflugvelli. Hann kom svo til starfa í Reykjavík þar sem hann vann í áhaldadeild stofnunarinnar á árunum 1967­1971, en þar var sérsvið hans búveðurfræði. Árin 1971­1974 var Markús deildarstjóri veðurfarsdeildar, en frá 1975 hefur hann verið deildarstjóri veðurspádeildar. Við endurskipulagningu Veðurstofunnar fyrr á þessu ári var Markús ráðinn forstöðumaður þjónustusviðs stofnunarinnar, en örlögin hafa nú hagað því svo að hann kemur ekki þar til starfa.

Markús var mikilhæfur og óvenju atorkusamur starfsmaður og hvar sem hann lagði hönd á plóginn markaði hann djúp spor eins og m.a. má sjá af ritstörfum hans. Frá starfi hans sem búveðurfræðings nefni ég ritin "Global radiation in Iceland", 1969, og "Evaporation and potential evapotranspiration in Iceland", 1972. Af sviði veðurfarsfræði má nefna grundvallarritið "Veðurfar á Íslandi", 1976, og kafla hans "Climate of Iceland" í ritröðinni "World Survey of Climatology", 1984. Frá árum hans í veðurspádeildinni má t. d. nefna "Könnun á skiptingu Íslands í veðurspásvæði", 1978, "Breytileiki og einkenni nokkurra veðurþátta eftir veðurlagi á Íslandi", 1983 og "Um gæði úrkomu-og þurrviðrisspáa", 1984. Ritstörf Markúsar voru þó engan veginn bundin við þröngt starfssvið hans hverju sinni. Um það vitnar t.d. ritstjórn hans á bókinni "Hafísinn", 1969, kennslubók hans "Veðurfræði" sem oft hefur verið endurprentuð, og hið merka og fallega fræðslurit hans "Hvernig viðrar?", 1989, auk fjölda greina í blöðum og tímaritum um þjóðmál og ýmis veðurfræðileg efni.

Of langt yrði hér upp að telja margháttuð nefndastörf Markúsar fyrir Veðurstofuna og aðra opinbera aðila. Ég læt nægja að nefna setu hans í tækniráði Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar "Commision for Basic Systems", formennsku hans í starfshópi Rannsóknaráðs ríkisins um fjarkönnun, setu hans í íslensku vatnafræðinefndinni, störf hans í útvarpsráði 1980­1991 og formennsku hans í útvarpslaganefnd 1981­1982.

Í hjáverkum stundaði Markús kennslu í veðurfræði. Framan af var það einkum við menntaskóla og á námskeiðum fyrir flugnema, flugmenn og flugumferðarstjóra, en frá árinu 1974 var hann kennari í veðurfræði og veðurfarsfræði við Háskóla Íslands.

Markús var mikill eljumaður og fiðla hans hafði marga strengi. Frá störfum hans á sviði félagsmála nefni ég að hann átti um skeið sæti í stjórnum Íslendingafélagsins í Ósló, Félags íslenskra náttúrufræðinga og Bandalags háskólamanna. Formaður Sambands íslenskra stúdenta erlendis var hann 1964­1965, launamálaráðs BHM 1967­1969, BHM 1972­1974 og söngsveitarinnar Fílharmoníu 1972­1973.

Á sviði stjórnmálanna gekk Markús til liðs við Framsóknarflokkinn og átti sæti í miðstjórn hans á árunum 1974­1988. Hann var fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjaneskjördæmi 1979­1983 og í bæjarstjórn Hafnarfjarðar átti hann sæti á árunum 1978­1986.

Kunnastur almenningi var Markús líklega fyrir flutning veðurfregna í Sjónvarpinu sem hann annaðist um rúmlega tveggja áratuga skeið. Minnast má þess að hann flutti einnig fjóra fræðsluþætti um veður í Sjónvarpinu og hafa þeir verið gefnir út á myndböndum.

Ungur að árum kvæntist Markús Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur sem reyndist honum ákaflega samhentur og traustur lífsförunautur. Markús var heimakær fjölskyldumaður og það hefur verið ánægjulegt að sjá mannvænleg börn þeirra Hönnu vaxa úr grasi og þroskast. Þegar miklir erfiðleikar steðja að reynir mjög á alla fjölskylduna. Með aðdáun hef ég skynjað styrk og stuðning Hönnu og barnanna við Markús í baráttu hans við ofurefli sjúkdóms.

Flosi Hrafn Sigurðsson.

* * * *
Ólafur Pétursson

Dáinn
20. feb. 2016

Osló - Noregi.

Í Perlunni 4. október 2006

Þann 4. október 2006 lenti Ólafur í Keflavík klukkan korter fyrir fimm - fékk farangurinn upp í hendurnar - og var kominn í Perluna klukkan sex!


Með Ólafi voru sonur hans, tengdadóttir og börn.

Sigríður Pálmad
Í Dísarhöll 23. júní 2007

SigPalm(á)khi.is * 551-6832 * Barmahlíð 31 * 105 Rvk

Maki: Kristján Sæmundsson


Í Dísarhöll 23. júní 2007

Sigurður Gizurars SigGiz(á)hive.is * 561-5525 * 861-3106
Austurströnd 3 * 170 Seltj
Sigurður Þórðars

SigTh(á)mi.is

s: 565-7521
s: 864-5038

Markarflöt 15
210 Garðabær


Í Flóru 7. september 2005
Sigurjón Jóhannss 552-3993 * 898-7579 * Ægissíðu 96 * 107 Rvík
S.Johannsson(á)simnet.is
Sverrir Bjarnas 552-0072 * Bjarnarstíg 10 * 101 Rvk
Unnur Skúlad

s: 552-2640

Kjartansg 10
105 Rvk


Á Andarunganum 1. febrúar 2006
Þórður
Sigfússon

Mynd Sigurjóns Jóhannssonar í Faunu 1959

F.: 30. nóv. 1937 - d.: 7. nóv. 2003.

Í
upplýsingum
eftirmæla
í Mbl.
20. nóv. 2003
segir:

 

Þórður Sigfússon fæddist á Geirlandi á Síðu 30. nóv. 1937. Hann lést á heimili sínu 7. nóvember síðastliðinn.

Foreldrar hans voru Sigfús H. Vigfússon, rafvirki og bóndi á Geirlandi, f. 1902, d. 1991, og Rósa Pálsdóttir kona hans, f. 1912, d. 1988. Systur Þórðar eru Dísa, f. 1939, og Inga Jóna, f. 1946.

Sambýliskona Þórðar var Guðbjörg Benediktsdóttir f. 1934. Þau slitu samvistir.

Börn þeirra eru Örlygur, f. 1965, d. 2000, og Gylfi, f. 1968, maki Karitas Margrét Jónsdóttir, f. 1969. Börn þeirra eru Benedikt Gísli, f. 1997, og Kristján Birgir, f. 1999. Barn Gylfa með Aðalheiði Daníelsdóttur, f. 1964, er Gústaf Reynir, f. 1988. Fyrir átti Guðbjörg Benedikt Inga, f. 1961, d. 2000.

Þórður lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Skógum og síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Þórður starfaði aðallega við mælingastörf, m.a. hjá Íslenskum aðalverktökum, Miðfelli og Landsvirkjun. 

Síðustu árin starfaði Þórður mikið með Bridgesambandi Íslands við spil og fræðistörf sem áttu hug hans allan.

Útför Þórðar fór fram frá Ábæjarkirkju.

Y - bekkur Y - bekkur
Andrés
Svanbjörns

Uppf.
16. ág. 2004

s: 557-9131
s: 694 9152

Ljárskógar 2
109 Rvk

Andres.S
(á)simnet.is

 


Í Perlunni 2. apríl 2008


Í Dísarhöll 23. júní 2007

Nám eftir MR59:
Diplom Ingenieur í byggingarverkfræði frá Rheinisch Westphälische Technische Hochschule, Bad Aachen, Þýskalandi, 1967

Starf eftir MR59:
Verkfræðingur hjá Björgun hf, 1967-1969.
Ráðgjafarverkfræðingur FRV hjá Hönnun hf, 1969-1975.
Framkvæmdastjóri Virkis hf, síðar Virkis-Orkint hf, 1976-1988.
Yfirverkfræðingur Markaðsskrifstofu iðnaðar-ráðuneytisins og Landsvirkjunar(MIL), 1988-2003.
Yfirverkfræðingur hjá iðnaðar og viðskiptaráðuneyti, 2004-...

Maki: Björk Sigrún Timmermann,
Stúdent MR, 1963
Próf frá Kennaraskóla Íslands,
Háskólanám í Tübingen,
BA próf frá HÍ, 1969,
Próf í djáknafræðum frá HÍ, 2003.

Annað: Sumarbústaður, smíðar, skógrækt, ferðalög, sund, skíði, siglingar ...

Axel Wilhelm
Carlquist
F. 9. des. 1939
D. Í febrúar 2016
Útför í kyrrþey 22. feb. 2016.

Í 25-ára afmælis-glæsiriti dugnaðarforka árgangsins árið 1984 segir um Axel:

 • Foreldrar: Guðrún Jóhannsdóttir, húsfreyja og Finnbogi Theódórsson, verkstjóri.
 • Námsferill: Nám í eðlisfræði og skyldum greinum. Lokapróf vorið 1966 frá Justus Liebig háskóla í Giessen í Þýskalandi.
 • Starfsferill: Starfaði við Rannsóknastofnun iðnaðarins, fékkst við kennslu í H.Í., K.Í., M.R., T.Í. 1966-1971. Skipaður kennari við M.Í. 1971 og starfar þar síðan.
23. febrúar 2016

Minningarorð
JBH

Minningarorð um samstarfsmann og vin: Axel Carlquist, eðlisfræðing.

Nafn Axels, eðlisfræðings, er og verður nátengt sköpunarsögu Menntaskólans á Ísafirði. Það þurfti löngum að beita brögðum til að galdra þangað rétta menn á réttum tíma til kennslustarfa. Það var kostur að geta boðið önnur störf með.

Ég fór fljótlega að skipta mér af bæjarmálum. Þóttist þurfa þess til að tryggja skólanum byggingarlóð og húsnæði. Það þurfti að ráða bæjarverkfræðing. Hann var Þorbergur Þorbergsson, og auðvitað settur til að kenna stærðfræði við skólann með verkfræðinni. Eiginkona hans, Hildur Bjarnadóttir - seinna landsfræg útvarpskona - fylgdi með í kaupbæti sem dönskukennari.

Þar kom, að okkur vantaði almennilegan eðlisfræðing, helst þýskmenntaðan. Þorbergur átti vin frá menntaskólaárum, sem Axel hét, Carlquist (sem reyndar átti ættir að rekja í móðurætt til traustra íhaldsmanna á Ísafirði). Honum var boðið í heimsókn vestur um páskana strax á fyrsta ári. Við lögðum okkur öll fram um að sannfæra Axel um, að það væri óþarfi að eyða peningum í farið aftur suður. Það má segja frá því núna, að ég lofaði Þorbergi vænum skammti af úrvalsvískíi, ef honum tækist að kyrrsetja eðlisfræðinginn.

Það tókst. Axel tók við kennslu í stærðfræði og efna-eðlisfræði um haustið 1971 og starfaði eftir það við skólann í sextán ár. Hann var lengst af deildarstjóri raungreina og sat í skólastjórn. Seinustu árin var hann bókavörður skólans.

Axel lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1959. Hann stundaði nám í stærðfræði og eðlisfræði við háskóla í Þýskalandi og lauk meistaraprófi í þessum greinum frá Háskólanum í Giessen árið 1966. Heim kominn var hann fyrst stundakennari við Tækniskóla Íslands en síðan fastráðinn kennari við Kennaraskólann 1968-71. Þá tókst okkur að galdra hann vestur með þeim afleiðingum, að hann ílentist á Ísafirði næstu 16 árin.

Axel var ekki einasta vel menntaður í stærðfræði og raunvísindum. Hann var maður víðlesinn, ekki síst í bókmenntum, skáldskap og heimspeki. Hann fékkst þó nokkuð við þýðingar, einkum af þýskri tungu. Ég vissi til þess, að hann þýddi verk eftir bæði Schopenhauer og Nietzsche. Meðfædd hlédrægni og fullkomnunarárátta mun hafa valdið því, að þessi verk komu fæst, ef nokkur(?) fyrir almenningssjónir.

Það var sagt um annað afsprengi þýskrar menningar, Immanuel Kant, þegar hann kenndi við Háskólann í Königsberg (nú Kaliningrad), að bæjarbúar hafi getað stillt klukkuna sína eftir því, hvenær prófessorinn tók sinn daglega göngutúr, þegar sól var í hádegisstað. Á Ísafirði sér að vísu ekki til sólar um háveturinn. Engu að síður hefðum við Ísfirðingar getað stillt klukkuna eftir Axel, sem lifði reglubundnu lífi hins innhverfa og íhugula vitsmunamanns og lét ekki ytra umhverfi raska ró sinni. Það þurfti að minnsta kosti að temja sér almenna mannasiði og að rækta með sér áhuga á fegurð stærðfræðinnar og víðsýni vísindanna til að fá notið kennslu Axels sem skyldi. En bestu nemendunum var hann mikill mentor.

Við Bryndís minnumst samstarfsins með Axel með ánægju og kveðjum hann með virðingu og eftirsjá.

Jón Baldvin Hannibalsson

Björn Þorvaldss

Thorvalds
(á)simnet.is

s: 562-1505
s: 553-1420

Vesturströnd 9
170 Seltjarnarn

 


Í Perlunni 6. apríl 2005
Bragi Björnss bragi12(á)strik.is * 555-2790 * Hraunstíg 4 * 220 Hfj
Gísli Ólafur
Pétursson
f. 1940

GisliOlafur(
á)gmail.com

Grenigr 2B
200 Kóp

s: 554-2462
s: 89-50-300


Í Dísarhöll 23. júní 2007

Cand. mag. í stærðfr, sálarfr, uppeldisfr og kennslufr frá Oslo '78. Tölvunarnám Oslo '89. Námskrárgerðarnám 2000. 
Störf eftir MR:
Kennsla - mest stærðfræði, sálarfræði og tölvunotkun - og stjórnunarstörf í skóla: 
3 ár við grunnskóla, 7 ár við gagnfræðaskóla, 27 ár við menntaskóla - þar af aðstoðarskólameistari 5 ár, 2 ár við Tækniskólann. 
Sjá einnig vefskólann á vefnum. 
Störf fyrir stéttarfélagið HÍK í 10 ár og formaður Félags kennara á eftirlaunum 2004-5.
Forritun, textagerð, vefsíðugerð, bókaútgáfa. 
Ferðatengd störf: fararstjórn og leiðsögn í innanlanfsferðum. Þórsmerkurvörður 1966 - 74 nema sumarið 1967 við vatnamælingar í Jökulheimum. Á vefnum er ítarleg starfaskrá og fleira.
Ferðast - mest innanlands og til fjalla. Komdu á ferðadöfina og vertu með!
Slagsíður vefsíðunnar koma upp um áhugamálin.

Maki: Ragna Freyja Karlsdóttir, f. 1940, sérkennari barna og unglinga með félagsleg, tilfinningaleg og geðræn vandamál. Kennarapróf frá Kennaraskólanum 1960 og frá Statens spesiallærerhögskole 1970 - sérkennari barna og unglinga sem eiga í tilfinningalegum, félagslegum og geðrænum erfiðleikum. Skólastjóri Dalbrautarskóla. Í Eirðar-teyminu til liðs við börn og unglinga, foreldra þeirra og kennara. Sjálfstætt starfandi sérkennsluráðgjafi á höfuðborgarsvæðinu og svo sérstaklega í Kópavogi til 2010.
Hún er höfundur Ofvirknibókarinnar fyrir kennara og foreldra.
Netfang: RagnaFreyja(á)simnet.is og RagnaFreyja(á)gmail.com
Vefur: http://www.Ofvirknibokin.net  * Ofvirknivefurinn *
Kjörþöglivefurinn

Guðmundur
G.Þórarinss

Gudm.G.
Thorarinsson
(á)gmail.com

s: 553-8579
og 896-1546

Rauðagerði 59
108 Rvk
 

 

Verkfræðingur, fyrrum þingmaður og gjaldkeri Framsóknarflokksins.
Var forseti Skáksambands Íslands þegar Bobby Fischer og Boris Spassky háðu einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972.


Í Flóru 3. ágúst 2005 -   -   -   -   -   -  -   - og í Perlunni 2. feb. 2011

Hér finnurðu greinar - en fyrst vorhugaljóð:

Guðni Gíslason Látinn - ertu með eftirmæla-upplýsingar um hann? Sendu þær inn!!
Hreinn Sveinss 487-5836 * Freyvangi 24 * 850 Hella
Jón Grétar Stefánss JonGStefansson(á)hotmail.com * 557-7105
Trönuhólum 18 * 111 Rvk
Jón Hermannss 565-8227 * 847-9093 * Heiðarlundi 18 * 210 Garðabær
Kristmundur Ægir
Halldórsson

Á Andarunganum 2. nóv. 2005


Á Andarunganum 4. jan. 2006

Í
upplýsingum
eftirmæla
í Mbl.
15. jan. 2016
segir:

 
Kristmundur Halldórson
fæddist 12. nóvember 1939 í Reykjavík.
Hann lést á heimili sínu 6. janúar 2016.

Foreldrar hans voru Hrefna Björnsdóttir, f. 1922, d. 2002, frá Mýnesi á Fljótsdalshéraði, og Halldór Kristmundsson, f. 1907, d. 1972, úr Reykjavík. Systkini hans eru Haraldur, f. 1933, d. 2006, Högni Björn, f. 1943, d. 1999, Baldur, f. 1946, og Edda, f. 1948.

Kristmundur kvæntist Gróu Jónatansdóttur 23. október 1964.

Hann útskrifaðist frá MR 1959 og stundaði síðan nám í eðlisfræði í Dresden í Þýskalandi 1959-1964, nám í hagræðingar-og rekstrartækni í Noregi 1964-1965 og starfaði eftir það hjá Alþýðusambandi Íslands til 1970.

Starfaði hjá Byggingafélagi atvinnubílstjóra1970-1974 og í iðnaðarráðuneytinu frá 1974 og þar til hann fór á eftirlaun 2007. Þar vann hann ýmis störf og var í nefndum á vegum ráðuneytisins, m.a. norrænni embættismannanefnd um orkumál og í stjórn Norræna iðnaðarsjóðsins.

Alla tíð stundaði hann ýmis félagsstörf, ferðalög innanlands og utan og útivist, má þar m.a. nefna uppbyggingu skíðadeildar Breiðabliks. Var formaður hestamannafélagsins Gusts í fjögur ár og sat í stjórn Landsambands hestamanna. Sat í stjórn Félags eldri borgara í Kópavogi 2007-2011.

Eftir starfslok keyptu þau hjón land austur í Rangárþingi ytra og byggðu sér lítið sumarhús þar.

Útför Kristmundar fór fram frá Digraneskirkju 15. janúar 2016.

Pétur Sigurðss Petur97(á)hotmail.com * 555-2552 * 861-9667 * Miðvangur 103 * 220 Hfj
Sigurður H.
Thoroddsen
557-7699 * 862-9426 * Grjótaseli 21 * 109 Rvk

SigMaTh7(á)gmail.com  Arkitekt frá Finnlandi '66. Starfar hjá Skipulagsstofnun.
Sinnir líka húsateikningum og skipulagsgerð - s: 552-4151

Valgarður Stefánss

 


Í Grasagarðinum 6. júlí 2005, 1. júní 2005 og í Andarunganum 7. des. 2005

From: Valgarður Stefánsson 
Sent: 28. febrúar 2005 11:40
Um síðustu áramót hætti ég störfum á Orkustofnun og tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðajarðhitasambandsins - IGA (International Geothermal Association). Nýtt heimilisfang er:
IGA - Skrifstofa
c/o Samorka
Suðurlandsbraut 48 * 108 Reykjavík
Sími: 588 4437 * Fax: 588 4431
Bestu kveðjur,  Valgarður 

Sent:
3. apríl
2006 20:37

From: Valgarður Stefánsson vs(á)samorka.is 
Subject: RE: Miðvikudagur 5. apríl kl. 17 - í Perlunni

Bestu kveðjur frá Brussel.
Valgarður og Ingibjörg

Upplýsingar
eftirmæla
Mbl
20. júlí 2006

Valgarður Stefánsson fæddist í Reykjavík 2. júní 1939.
Hann lést úr krabbameini á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 10. júlí síðastliðinn.

Foreldrar hans voru Lára Guðnadóttir skrifstofumaður, f. 7. febrúar 1914, d. 30. apríl 1997, og Stefán Gíslason verslunarmaður, f. 7. maí 1912, d. 27. júní 1942. Valgarður átti ekki systkini.

Valgarður kvæntist 7. ágúst 1965 Ingibjörgu Rannveigu Guðlaugsdóttur, skipulagsfræðingi og deildarstjóra á skipulags-og byggingarsviði Reykjavíkur, f. 3. júlí 1939. Hún er dóttir Sigurlaugar Jónsdóttur húsmóður, f. 28. janúar 1911, d. 22. september 1997, og Guðlaugs Gíslasonar alþingismanns, f. 1. ágúst 1908, d. 6. mars 1992.

Valgarður og Ingibjörg eiga þrjú börn saman. Þau eru:

 • Guðlaugur, f. 22. janúar 1965, í sambúð með Guðrúnu Helgu Stefánsdóttur. Þau eiga Ísold og Silfrúnu Unu.
 • Lárus, f. 21. apríl 1968. Dóttir hans og Sesselju Th. Ólafsdóttur er Veronika.
 • Valgerður Rannveig, f. 16. júní 1975. Hún á Áslák Hrafn og Iðunni Rannveigu með Eiríki Hrafni Thorarensen.

 Valgarður gekk dóttur Ingibjargar frá fyrra hjónabandi , Ásdísi, í föðurstað.

 • Ásdís, f. 29. nóvember 1959, á Ingibjörgu Helgu  og Auði Olgu með Skúla Baldurssyni.

Valgarður og Ingibjörg hófu búskap í Stokkhólmi og bjuggu þar til ársins 1973 og þar eftir í Reykjavík að undanskildum nokkrum árum þegar þau voru búsett í Bandaríkjunum.

Valgarður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Hann nam eðlisfræði við Stokkhólmsháskóla og lauk þaðan fil.lic.-prófi 1969 og fil.dr.-prófi í kjarneðlisfræði 1973. Árin 1965-1973 kenndi hann tilraunaeðlisfræði við Stokkhólmsháskóla samhliða námi og kenndi að auki við menntaskóla í Svíþjóð árin 1970 og 1971. Þá vann hann hlutastörf hjá Jarðhitadeild raforkumálastjóra í Reykjavík á árunum 1959-1964.

Hann réðst sem sérfræðingur til Jarðhitadeildar Orkustofnunar 1973, var deildarstjóri borholumælinga 1975-1985 og 1990-1997. Hann var jafnframt aðstoðarforstjóri Jarðhitadeildar 1979-85. Valgarður var verkefnisstjóri  jarðhitarannsókna í Kröflu 1976-82 og á Nesjavöllum 1982-85, en þær rannsóknir lögðu grundvöll að virkjunum þar. Á árunum 1985-90 starfaði hann sem aðalráðunautur tækniaðstoðar Sameinuðu þjóðanna í jarðhitamálum með aðsetri í New York.

Valgarður var ráðgjafi og yfirverkefnisstjóri á auðlindadeild Orkustofnunar 1997-2003 og deildarstjóri hennar 2003-04. Frá 1. sept. 2004 gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðajarðhitasambandsins.

Valgarður var virkur félagi í mörgum fagfélögum og áhugamaður um alþjóðasamstarf á sviði jarðhita. Hann var um skeið formaður Eðlisfræðifélags Íslands og í stjórnum Jarðhitafélags Íslands og Alþjóðajarðhitasambandsins. Hann stundaði ráðgjafarstörf víða um heim og flutti fjölda fyrirlestra um jarðhitarannsóknir og jarðhitanýtingu. Hann er höfundur um 110 fræðigreina auk mikils fjölda skýrslna og greinargerða.

 

* Útför Valgarðs var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík.

Ingvar B.
Fridleifsson:

In
memoriam,
Dr.
Valgardur
Stefansson

IGA News
Quarterly
No. 65
July -
September
2006

Eftirmælin
og
myndin
eru
sótt
af
netútgáfu
IGA News.

Birt hér
með
leyfi
Ingvars.
 

 

Dr. Valgardur Stefansson, Executive Director of IGA, died of cancer on 10th July 2006 at the age of 67. He leaves behind his wife Ingibjörg, four children and seven grandchildren.

Valgardur was born in Reykjavik on 2nd June 1939. He graduated from the Secondary Grammar School in Reykjavik in 1959. He studied physics at the University of Stockholm, and received his PhD in nuclear physics in 1973. He taught experimental physics at the university along with his studies during 1965-1973.

Valgardur joined Orkustofnun (the National Energy Authority of Iceland) in 1973. In the beginning, he served as geophysicist in geothermal prospecting, but in 1975 he started to build up the geothermal logging and reservoir engineering unit within Orkustofnun. He was the Head of the Geothermal Logging Unit 1975-1985, and served simultaneously as Deputy Director of the Geothermal Division of Orkustofnun 1979-1985. He was a member of the Studies Board of the UNU Geothermal Training Programme in charge of Borehole Geophysics 1979-1985.

During 1985-1990, Valgardur served as Interregional Advisor on Geothermal Energy at the Department of Technical Co-operation for Development at the United Nations in New York. He returned to Orkustofnun in 1990 where he served as Head of the Geothermal Reservoir Group 1990-1996, Chief Project Manager of Orkustofnun 1997-2003, and the Head of the Energy Resources Division of Orkustofnun 2003-2004. He became the Executive Director of IGA in 2004, when the IGA Secretariat moved to Iceland.

With his strong theoretical and experimental background in physics, Valgardur made a significant contribution to the logging of drillholes in geothermal fields. In 1975, he visited leading well logging companies in the USA to study logging techniques commonly used in the oil industry for measurements of porosity and permeability, with the purpose of adapting these to geothermal exploration. With assistance from the International Atomic Energy Agency (IAEA), Orkustofnun bought a logging truck with equipment which made it possible to measure routinely several new parameters (including neutron-neutron, gamma-gamma, and natural gamma) during geothermal drilling in Iceland.

Valgardur was among the pioneers in borehole logging and reservoir engineering in high enthalpy geothermal fields. He was a key person in developing the reservoir models for the Krafla and later Nesjavellir fields in Iceland. He became one of the main proponents of geothermal research and utilization in Iceland, and later worldwide. He served as a geothermal advisor to international agencies and government institutions in over twenty countries, and served on many international evaluation committees. He was an excellent lecturer and gave lectures at international conferences and workshops in all continents. He published over one hundred papers in journals and conference proceedings. Amongst these were review papers on the world assessment of geothermal resources, the success rate of geothermal drilling worldwide, and world surveys on geothermal development and utilization. In the last decade, he wrote several papers on the renewability of geothermal energy resources and the sustainability of geothermal utilization.

Valgardur was very active in international co-operation on geothermal energy. He was a member of the Board of Directors (BoD) of IGA 1995-2001, and was for the whole time the Chairman of the Membership Committee. He made an excellent job of negotiating affiliation agreements with national geothermal associations which joined the IGA. He made big contributions to the BoD. It was enjoyable to watch him at board meetings. He always came well prepared to the meetings, and presented the matter in hand and his views in a clear and balanced way. He was a man of few words, and did not participate much in lengthy discussions at meetings. But when he spoke, everybody listened. Valgardur was a prime mover in the establishment of the Geothermal Association of Iceland in 2000. He was a member of its BoD from the beginning, acted as Treasurer 2000-2002, and as Vice President 2002-2006.

Valgardur was highly respected in the international geothermal community for his knowledge, long and wide ranging experience, logical mind, quiet manners, and his warm smile. He was a person who never forced his presence or opinions on anybody, but was always willing to assist and share his experience.
He was a true friend.

* Ingvar B. Friðleifsson

Kveðja
samstúdenta
 á
útfarar-degi
20.7.'06

Enn er höggvið skarð í hóp stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1959.

Við minnumst áhyggjulausra skólaáranna með trega, þegar gleðin ríkti og eftirvænting um framtíðina blundaði í hjörtum. Þá var sungið fullum hálsi: “Kætumst meðan kostur er ...” og haldið á braut út í lífið  - hver í sína áttina. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er.

Valgarður Stefánsson, 6.-Y, lést eftir stutta baráttu við illvígan sjúkdóm hinn 10 júlí s.l. Hann var góður félagi, hógvær, traustur og heilsteyptur einstaklingur og afbragðs námsmaður. Hann ræktaði samband við skólafélagana til hinstu stundar og naut þess að rifja upp með okkur liðna tíð á samkomum hópsins sem nú eiga sér stað fyrsta miðvikudag í mánuði hverjum.

Valgarður nam eðlisfræði við Stokkhólmsháskóla, lauk fil.lic. prófi 1969 og doktorsprófi 1973. Meðfram námi stundaði hann rannsóknir og kennslu í kjarneðlisfræði, uns hann fluttist með fjölskyldu sinni til Íslands og hóf störf hjá Orkustofnun. Hlaut hann skjótan frama og varð fljótlega einn af færustu sérfræðingum landsins í jarðhitafræðum. Samhliða daglegum störfum sem lykilmaður á jarðhitadeild sat Valgarður í skólaráði Jarðhitadeildar Háskóla Sameinuðu þjóðanna og miðlaði þar af þekkingu sinni og reynslu til erlendra nemenda. Auk þess var hann eftirsóttur sem sérfræðilegur ráðunautur hjá alþjóðastofnunum og íslenskum ráðgjafarfyrirtækjum í útrás, m.a. við virkjun jarðhita í Kenya á vegum Virkis-Orkint hf. Var ánægjulegt að kynnast því hve mikillar virðingar íslenskir jarðhitasérfræðingar njóta á alþjóðavettvangi fyrir sakir faglegrar þekkingar, verkkunnáttu og reynslu. Valgarður var framarlega í þeim hópi sem gerðu garðinn frægan. Þegar Alþjóða jarðhitasambandið IGA flutti höfuðstöðvar sínar til Íslands fyrir nokkrum árum var hann sjálfkjörinn til starfa sem framkvæmdastjóri þess.

Ólíklegt er að Valgarður hafi haft grun um þann frama sem beið hans þegar hann fór utan til náms að loknu stúdentsprófi. Hafi svo verið þá var það áreiðanlega ekki á sviði jarðhita. En svona er lífið sífelldum breytingum háð og þeir spjara sig best sem kunna þá list að aðlagast.

Samstúdentar sakna nú góðs vinar og félaga og þakka honum samfylgdina. Eiginkonu Valgarðs og fjölskyldu allri vottum við dýpstu samúð.
* Fyrir hönd samstúdenta 1959 -Andrés Svanbjörnsson
Þorbergur
Þorbergsson

Þorbergur við hlið Þóru Kristjáns og horfir á það sem hún er að sýna okkur í Þjóðminjasafninu 2. des. 2004.


Í Dísarhöll 23. júní 2007 * f. 23. mars 1939 - d. 30. des. 2014.

Mbl.
22. jan.
2015

Þorbergur Þorbergsson
verkfræðingur
fæddist í Reykjavík 23. mars 1939.
Hann lést 30. desember 2014.

Foreldrar hans voru Þorbergur Friðriksson skipstjóri, f. 10. desember 1899, d. 2. desember 1941 og kona hans Guðrún Símonardóttir Bech, f. 11. júní 1904, d. 2. maí 1991.

Systkini Þorbergs eru Auður, f. 1933, Guðrún Katrín, f. 1934, d. 1998 og Þór, f. 1936.

Þorbergur kvæntist Hildi Bjarnadóttur, 20. ágúst 1960. Börn þeirra eru: 1) Bjarni, f. 1962 kvæntur Tinnu Kristínu Gunnarsdóttur, þau eiga 3 börn, 2) Bergþóra, f. 1968, d. 1995 3) Gunnlaugur Brjánn, f. 1975 kvæntur Hrund Jónsdóttir, þau eiga tvö börn.

Þorbergur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1959. Hann lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1962 og prófi í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole 1965.

Hann var verkfræðingur hjá Fjarhitun sf. 1965 og hjá Reykjavíkurhöfn 1965-1970. Bæjarverkfræðingur á Ísafirði 1970-1972. Verkfræðingur hjá ÍSAL í Straumsvík 1972-1974 og rak síðan eigin verkfræðistofu.

Þorbergur kenndi við Tækniskóla Íslands 1967-1970 og við Menntaskólann á Ísafirði 1970-1972.

*

Minningarathöfn fór fram frá Árbæjarkirkju 5. janúar 2015.

Ársæll Jónsson,
Haukur Filippusson,
Reinhold Kristjánsson
og
Sigurður Þórðarson.

Þorbergur Þorbergsson er allur.

Við þá fregn rifjast upp öll árin sem við áttum saman í æsku. Við strákarnir fylgdumst að í Melaskólanum hjá Guðmundi Pálssyni aðalkennara og því næst í Gagnfræðaskólanum við Hringbraut (JL-húsið) og svo Gaggó Vest, en svo var kallaður gamli stýrimannaskólinn við Öldugötu norðan við Landakotsspítala.

Þorbergur eða Beggi - eins og hann hefur alltaf heitið í samskiptum okkar - missti föður sinn tveggja ára að aldri og ólst upp með móður sinni, frú Guðrúnu Beck, og systkinum sínum á Bræðraborgarstíg 52. Beggi átti ættir að rekja í Mýrdalinn og í Þingvallasveit og átti afa og ömmu á Vesturgötunni. Við strákarnir höfðum mikil samskipti utan skóla og vorum heimagangar hver hjá öðrum.

Það var mikil gleði og kraftur í kringum Begga en í þessum dugmikla hópi var hann sá fjörugasti og jafnframt sá skemmtilegasti. Þrátt fyrir ýmis uppátæki nutum við trausts foreldra okkar og vorið 1953, þá á fjórtánda aldursári, fengum við, fimm strákar, leyfi til að fara einir saman í hjólaferðalag. Sigldum við fyrst með Laxfossi til Akraness, hjóluðum þaðan á malarvegunum í Svínadal og tjölduðum þar. Daginn eftir var haldið yfir Dragháls sem reyndist okkur erfiður þar sem hjólin voru án gíra og farangurinn þungur. Við höfðum með okkur eitt tjald úr svellþykkum segldúki og því fylgdu sverar trésúlur, auk þess voru þykkir svefnpokar, eldunaráhöld og matur til viku með í för. Þessum farangri var skipt bróðurlega á milli okkar. Yfir Draghálsinn drógum við hjólin upp brekkuna, sem var töluverð þrekraun. Þegar upp var komið var bratt niður að Skorradalsvatni svo við teymdum hjólin niður. Þorbergi, fullhuganum í hópnum, leiddist þófið og settist á bak og lét hjólið fríhjóla niður alla brekkuna og tókst þannig að verða langt á undan okkur niður. Enginn okkar hinna þorði að leika þetta eftir honum. Í Skorradal vorum við um vikutíma við leiki og ýmis skemmtilegheit. Keypt voru egg á Litlu-Drageyri og eldaðar pönnukökur með viðbættu kakódufti. Smakkaðist afbragðsvel. Heimferðin lá um Borgarnes þar sem við fórum heim með Eldborginni sem þá gekk milli Reykjavíkur og Borgarness.

Eftir gaggó dreifðist hópurinn nokkuð. Beggi fór sína leið úr menntaskóla í verkfræðinám. Hann starfaði víða af mikilli atorku. Eignaðist frábæra eiginkonu og dugmikil börn. Lífið er sjaldnast auðvelt og að þeim var kveðinn mikill harmur við missi dásamlegrar dóttur á ungum aldri.

Það er okkur í vinahópnum ánægjuefni að rifja upp samveruna með Begga og minningarnar birtast ljóslifandi í huga okkar. Okkur létti við að heyra frá Hildi, eiginkonu hans, að Beggi hefði fengið þá bestu umönnun sem völ var á síðasta spölinn á Landspítalanum. Hans verður sárt saknað. Við sendum Hildi og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur.

Ársæll Jónsson,
Haukur Filippusson,
Reinhold Kristjánsson og Sigurður Þórðarson.

Þorgrímur
Eiríksson

TEklettur
(á)vortex.is

s: 586-1795
s: 861-3808
s: 557-5200

Blásölum 24
201 Kópavogur

 


Í Perlunni 6. apríl 2005
Þorsteinn
Magnúss
Thing(á)simnet.is * 564-1339 * Hlíðarhjalla 2a * 200 Kóp

vorverk(á)simnet.is Verkfræðingur frá Þýskalandi '72.
Verkfræðistofa Þorsteins Magnússonar sinnir húsbyggingum

og er á Bergstaðastræti 13. S: 551-9940.

Hef m.a. áhuga á útivist og gönguferðum.

Efst á þessa síðu * MR-59 * Forsíða