Forsíða  

Vöð
Vatnasími OS
Ferðatorgið

Garmin-listi 
og nokkur
Nobeltec-
atriði
*

Snaran
Snarar breytir
Nobeltec-skrám
á form sem
Garmin MapSource
getur lesið.

*
Vísanir í aðrar
GPS-síður

GPS
áskrift

 

WGS84 leysir HJÖRSEY55 af hólmi 

Tölvutækar ferla- og stikluskrár á WGS84-grunni fyrir
Nobeltec (Navtrek), OziExplorer og MapSource

Sverrir Kr. Bjarnason fylgir þessu mikla verki úr hlaði:

Leiðbeiningar og  Sækja FreeZip-forritið 

Á þína 
ábyrgð!!
Athugaðu alltaf að GPS-punkta hefur maður til viðmiðunar - en reiðir sig ekki á þá í blindni. Margt getur hafa breyst frá því punkturinn var tekinn - og enda þótt ruglun hafi verið afnumin er enn nokkurra metra skekkja í teknum punktum. Punktunum var safnað af nákvæmni en alltaf geta leynst villur í uppskriftum og notkun GPS-punktanna er alfarið á þína eigin ábyrgð. Gættu þess að nota þá alltaf með fullri aðgát!!
Sýnis-
horn
Hér koma zip-sýnishorn 
- frá febrúar 2003

Heildarpakkann og uppfærslur færðu frá Sverri.  
Nobeltec Hægri-músaðu á skrána og veldu Save-kostinn 
ferlar * stiklur 
OZI Hægri-músaðu á skrána og veldu Save-kostinn
ferlar *
stiklur og punktar
MapSource Hægri-músaðu á skrána og veldu Save-kostinn
ferlar *
stiklur og punktar
Word
leiðablöð
Hægri-músaðu á skrána og veldu Save-kostinn 
Word-leiðablöð 
Áskrift
að öllum
gögnum
og 
stöðugum
uppfærslum

 

 

 

Vinsam-
legast
athugaðu
að ekki
eru allir
afkomendur
Jóns 
biskups
Arasonar
meðtaldir
í þinni
fjölskyldu!!

*
*

Gætum 
þess að
eyðileggja
ekki
þessa 
aðferð
okkar allra
til að 
fjármagna
þessa
miklu
vinnu við
ferlun
og viðhald
sem 
tryggir
ferðirnar
okkar
sjálfra
!!!!

GPS-leiðasafn
fyrir Nobeltec (Navtrek), OziExplorer og MapSource.
Sverrir Kr. Bjarnason hefur lagt í mjög mikla vinnu og að sjálfsögðu útgjöld við leiðasafn sitt, ferlun og stiklun. Ekki er unnt að ætlast til að hann endist til að gera þetta endalaust fyrir þakklæti okkar eitt og sér. GÓP-fréttir hafa því farið þess á leit við hann að unnt verði að gerast áskrifandi að punktasafni hans þann 13. október 2002 náðust samningar um þetta og fyrirkomulagið er svona:

Það sem kaupandinn fær á CD-diski:

 • Geisladiskur með um 180 stikluleiðum (routes/waypoints), um 90 ferlum (tracks), skálaskrá með um 180 skálum á hálendi og yfir 500 lausum punktum (waypoints), þar sem eru styttri hliðarleiðir, skálar, ýmsir staðir og vegamót víða um land.
 • Stiklurnar eru samtals um 3500 punktar (hámark 30 punktar í leið) og ferlarnir eru nálægt 4500 km alls (hámark 762 punktar í ferli). 
 • Stiklurnar eru einnig á WORD-skjölum til útprentunar og þar koma fram ýmsar hliðarleiðir og útúrdúrar frá aðalleið, athyglisverðir eða varasamir staðir í nánd við leiðina, stefna og fjarlægð í næsta punkt og ýmsar aðrar upplýsingar. Skýringablað fylgir, sem útskýrir ýmis tákn og merkingar á þessum blöðum.
 • Listi fylgir yfir stiklu- og ferlaleiðir fyrir OziExplorer og MapSource.
 • Ferlar og stiklur á WGS84-kvarða fyrir NobelTec-forritið, Mapsource og OZI-explorer. Skoðaðu leiðbeiningarnar í Spurt og svarað hér fyrir neðan.
 • Leiðastiklur á WORD-skrám 
 • Leiðalistar
 • Listar yfir og skýringar á heitum bæði ferla- og stikluskránna. 

Uppfærslur sem eru innifaldar í verðinu

 • Þetta safn er í stöðugri þróun og kaupendur verða jafnframt áskrifendur að öllum viðbótum og breytingum, sem verða sendar í netpósti eða á annan hátt ef óskað er.
 • Nýjar leiðir bætast við í sífellu og eru sendar kaupandanum strax og þær eru tilbúnar. 
 • Með öllum uppfærslum fylgir textaskrá með leiðbeiningum um uppröðun nýrra skráa og um eldri skrár sem verða úreltar og skal fjarlægja. 

Verð og greiðsluaðferðir 
- Verðið er svipað og ein áfylling á 70 lítra bensíntank

 • Forgreiðslu-tilboð: Forgreitt í banka - kr. 9.990: 
  Þú greiðir inn á bankareikning  1101-05-407629 
  og kennitalan er 310740-2419 
  Þegar þú ert búinn að senda greiðsluna inn á reikninginn sendirðu Sverri netpóst og segir honum af greiðslunni og hvert hann á að senda CD-diskinn. 
  Sem sagt - nafn, heimilisfang og póstnúmer. 
 • Venjulegt verð - Greitt með kreditkorti - kr. 10.490: 
  Þú sendir Sverri netpóst  
  nafn: _____________________
  heimilisfang ________________
  og póstfang ________________
  Tegund kreditkorts EURO / VISA /
  Númer kreditkorts _____________________
  Gildistíma kortsins: ____________
  Kennitölu korthafa: ____________________

Símar Sverris eru 565-3133 og 895-2212

Vinsamlegast athugaðu 
að rýra ekki þessa aðferð til að Sverrir fái upp í kostnað sinn við þessa vinnu. Gert er ráð fyrir að þú notir gögnin fyrir sjálfan þig og þína fjölskyldu - en athugir að þótt við rekjum öll ættir okkar til Jóns biskups Arasonar á Hólum þá er ekki gert ráð fyrir að allir afkomendur Jóns séu þar með taldir í þinni fjölskyldu. Við höfum notið vinnu Sverris nú í 8 ár og hollt er að gera sér grein fyrir að þetta verð er aðeins um það bil ein dísil-fylling á fjallajeppa. Sverrir hefur þegar sparað okkur margar slíkar fyllingar með punktum sínum. Það er engu líkt að vera í glórulausri hríð - en vita upp á hár hvert skal halda í skálann því örin á GPS-inum bendir nákvæmlega á punktinn sem við höfum slegið inn - úr lista frá Sverri. 
Gangi þér vel og bestu kveðjur frá GÓP-fréttum! 

Úr hlaði GÓP-fréttir báðu Sverri Kr. Bjarnason að fylgja þessari uppfærslu úr hlaði. Hér er um meiri breytingu að ræða en verið hefur um langan tíma en nú eru að verða 5 ár síðanpunktar frá Sverri urðu fastur liður á GÓP-fréttum. Hér á eftir fer samantekt Sverris.
Hvers vegna? Það er rétt að skýra lauslega ástæður þess að rétt þótti breyta úr HJÖRSEY55 í WGS84, þrátt fyrir að það þýddi talsverða vinnu.   Þessi viðmiðun eða kortagrunnur, Hjörsey 1955, var eins og nafnið bendir til mæld fyrir hartnær hálfri öld, á fjölmörgum grunnpunktum sem nú eru sumir hverjir horfnir og glataðir, t.d. á jöklum.  Fyrir 8-9 árum var mældur upp nýr kortagrunnur á Íslandi með bestu fáanlegu GPS-tækni. Þessi nýi grunnur nefnist ÍSN93, er í raun er mjög nálægt WGS84 og kortagerð miðast nú við þennan nýja grunn.   Þróunin hefur verið sú að WGS84 hefur mjög rutt sér til rúms sem viðmiðun og er nú sá grunnur sem mest og víðast er notaður á jörðinni og margvísleg tæki og forrit, svo sem OZIEXPLORER, eru byggð upp með WGS84 sem undirstöðugrunn, þó svo hægt sé að velja fjölmarga aðra kortagrunna inn.
Fjarlægð milli 
sömu (!)
 
punkta í 
þessum 
tveimur kerfum
Fjarlægð milli sömu hnitatalna í HJ-55 og WGS84 er nálægt 35-40 m, misjafnt eftir landshlutum, og eru WGS84 hnitin í SA til SSA frá HJ-55 hnitunum.  Þessi munur er því svo lítill að varla skiptir sköpum þótt menn viti ekki hvorn grunninn þeir eru að nota, en getur samt orðið tilefni óréttmætra athugasemda um ónákvæma punkta ef menn eru að nota hnit úr einu kerfi en með tækið sitt stillt á annað.     Því er mjög æskilegt að vita í hvaða grunni þau GPS hnit eru, sem verið er að nota og stilla GPS tækið og/eða tölvuforritið á réttan grunn.  Einnig þarf að gæta þess að þau kort sem notuð eru í tækjunum séu með sömu viðmiðun.  Að öðrum kosti verður eitthvert misræmi, sem reyndar verður þó ekki meira en þessir 35-40 m milli HJ-55 og WGS84.  Þess má geta til gamans að það getur hent menn að setja inn WGS84 punkta sem þeir halda að séu HJ-55 og breyta þeim úr þessum ímynduðu HJ-55 í WGS84!  Þá er mismunurinn frá raunverulegum HJ-55 punktum orðinn 70-80 m en raunveruleg skekkja frá því sem viðkomandi heldur að hann sé að gera, er þó ekki meiri en 35-40 m. 
Aðrar 
breytingar 
og viðbætur
Þær breytingar sem ég hef gert á safninu, fyrir utan að fara yfir í WGS84, eru fyrst og fremst margvíslegar viðbætur og endurbætur, svo og samræming t.d. í þá veru, að punktur sem kemur fyrir á mörgum stöðum heiti alls staðar sama nafni, sé með nákvæmlega sömu hnit og sé skýrður á sama eða hliðstæðan hátt.  Ferlunum hefur fjölgað verulega og einnig punktaleiðunum. 
Á vegi
eða snjó?
Bætt hefur verið við skilgreiningum á því hvort leiðin er á vegi eða snjó.       Þær merkingar eru yfirleitt aftast í OZI og MPS ferla- og leiðaheitum. Þannig táknar V að leiðin sé að mestu eða öllu leyti á vegi, S að mestu eða öllu á snjó, V/S eða S/V að leiðin byrji eða endi á vegi og B að ýmist hafi verið ekið á vegi eða snjóþekju þegar leiðin var ferluð eða punktuð.   Þetta eru auðvitað ónákvæmar upplýsingar, sem ber að taka með fullum fyrirvara.
Varúð 
í notkun 
GPS-punkta
Það gildir að sjálfsögðu um allar svona leiðarlýsingar og punktasöfn, að aldrei skyldi aka eftir þeim í blindni, jafnvel ekki á eigin slóð, því aðstæður gætu hafa breyst og ekki þarf annað en eina litla prentvillu í hnitum til að valda jafnvel mikilli skekkju.   Þess hefur þó verið gætt af fremsta megni með krossprófunum og stefnu- og vegalengdarmælingum, að slíkar villur leynist hvergi í þessu safni.  Einnig hefur verið leitast við að gæta þess að lína milli tveggja punkta liggi ekki yfir gil og gljúfur eða aðra háskalega staði, heldur hefur þá punktum frekar verið fjölgað til að tryggja sem best, að óhætt sé að aka sem beinasta leið milli hverra tveggja punkta.  En þetta leysir þó engan undan þeirri frumskyldu gagnvart sjálfum sér og öðrum, að gæta ávallt fyllstu varúðar og treysta fyrst og fremst á eigin reynslu og skynsemi, fremur en á tæknina þótt góð geti verið.
Slysagildrur 
í 
GPS-stiklum
Þú manst kannske eftir slysinu við Dalakofann þar sem maður ók fram af hengju og stakkst niður í gil.  Ég reikna með að hann hafi verið að koma sunnan úr Rangárbotnum og tekið beina stefnu á kofann, óvitandi um að menn verða að aka til norðvesturs undir hlíðinni og upp á hæðina vestan kofans áður en óhætt er að stefna beint á hann.  Þarna er ég með punkta uppi á hæðinni og þannig krækir leiðin fyrir gilið sunnan við kofann. 
Það var kraftaverk, að enginn skyldi láta lífið þegar bíllinn steyptist niður í Þursaborgargeilina á Langjökli.  Þar voru menn að keyra í blindni milli einhverra punkta en gættu ekki að geilinni, sem ég hef alltaf talið vísan dauða að detta í á bíl.  Þar hef ég varúðarlínur austan og sunnan við geilina, sem koma fram með leiðapunktunum.
Spurt
og svarað
Spurt og svarað um skrárnar og punktasafnið
Sendu inn spurningar til Sverris Kr. Bjarnasonar (SKB)!
Mapsource
-skrár:
Spurning:
Margir nota Mapsource-forritið. Eru einhverjar af þessum skrám fyrir það forrit?

3. des. 2003 - SKB svarar:
Í þessu GPS-leiðasafni mínu hef ég ekki verið með sérstakar MapSource skrár fyrr en nú, að ég er að ljúka við að færa allt safnið yfir á MPS-skrár. Hingað til hef ég vísað mönnum á að PCX5 skrárnar eiga að ganga inn á MapSource með því að "importa" þær. Þá opnarðu MapSource, ferð í File og Import, finnur PCX5-skrána sem þú ætlar að nota og smellir á Open. Þá á PCX5-skráin að smella inn eins og MPS-skrá myndi gera. Síðan vistarðu skrána sem MPS-skrá og getur eftir það opnað hana með því að smella á Open, nota Ctrl+O eða smella á "Open"-stikuhnappinn.

Ef þú vilt sjá fleiri skrár (ferla og/eða stiklur) í sama glugga (sama korti), þá byrjarðu á að vista fyrstu skrána sem þú opnar, í nýju MapSource-skjali (með nýju nafni, t.d. X). Síðan opnarðu næstu skrá sem þú ætlar að nota, afritar og límir hana í X-skrána og þannig hverja af annari. Ef þú ætlar síðan að færa X-skrána yfir í GPS-tækið þarftu að gæta þess að hafa ekki stiklurnar stærri eða ferlana lengri en GPS-tækið ræður við. Á svipaðan hátt getur sameinað feril (með Track Properties) ef ferillinn er í bútum, en þá þarf að afrita, líma og vista bútana í réttri röð, annars koma langar beinar línur milli enda bútanna.

Sleðaleiðir Ég er að reyna að vera mér út um leiðir fyrir sleðamenn.
Er með nýtt Garmin tæki (Map source skrár) og vantar eins mikið af leiðum og í boði eru fyrir sleðamenn.
Getur þú ráðlagt mér??

3. des. 2003 - SKB svarar:
GPS-leiðasafnið er að langmestu leyti hugsað fyrir jeppamenn og fylgir því ýmist slóðum eða snjóleiðum sem teljast færar jeppum. Þó munu vera þar fáeinar sérstakar sleðaleiðir, svo sem norðan Berglands og milli Kverkfjalla og Snæfells. Leiðir t.d. á jöklum henta svo yfirleitt jafnt jeppum og sleðum. Á vefsíðu vélsleðamanna, < www.liv.is > er líklega besta safn sleðaleiða á netinu og sleðaleiðir eru á nokkrum síðum sem kynntar eru á síðu Ferðaklúbbsins 4x4 < www.f4x4.is >. GPS-bók Sigurjóns Péturssonar inniheldur líka margar sleðaleiðir, en erfitt gæti reynst að nálgast hana, veit ekki til að hún sé á netinu. Einnig eru sleðaleiðir á síðu Haftækni < www.haf.is/index.html >

Hjörsey55 
>>
WSG84
Spurning: Um skrárnar:
Er unnt að taka Hjörsey55-skrá inn í forrit eins og OZI og senda hana út sem WGS84-skrá?

SKB svarar: 
Mér hefur reynst einfaldast að hlaða H-55 skrám inn í PCX5, sem þá er búið að stilla á H-55.  Breyta síðan PCX5 stillingunni yfir í WGS84 og vista skrána.  Síðan er hægt að taka skrána inn í OZI og vista hana þar.  Þessa aðferð notaði ég við breytinguna á safninu, einkum vegna þess að mun einfaldara og fljótlegra er að breyta um DATUM á PCX5 heldur en OZIExplorer.

Ef um er að ræða PCX5-skrá með H-55 hnit
er líka hægt að fara þá leið að setja skrána beint inn í OZI. Ef OZI forritið er stillt á WGS84, þá þarf að smella á “File” og “Configuration” (eða bara “Alt+C”), síðan á “GPS” og stilla “GPS Upload/Download Datum” á Hjörsey 1955 og smella á “Save”. Þá að smella á “Garmin” í efstu stikunni á glugganum (miðað við að notað sé Garmin GPS-tæki), því næst “PCX5 Support” og “Get Waypoints from GRM File”. Þá kemur upp glugginn “Import PCX5 File” og þar er flett á skrána sem á að flytja, tvísmellt á hana og hún kemur fram á OZI með WGS84 hnitum. Síðan er hægt að vista skrána sem OZI-skrá. Muna svo að stilla “GPS Upload/Download Datum” til baka á WGS84 og smella á “Save”.

Ef um er að ræða skrá með H-55 hnit, úr öðru forriti en PCX5, er líklega einfaldast að flytja skrána fyrst í GPS-tækið, sem þá er best að hafa stillt á “MAP DATUM: WGS 84”. Þá koma hnitin strax rétt fram í tækinu sem WGS84 hnit og skráin síðan flutt yfir í OZI-forritið.

>> Innsendar skrár 
Hér eru skrár sem borist hafa frá öðrum.
Höfum varnaðarorðin alltaf í huga!
Vatnajökull
vor 2003
Breiðamerkurjökull - Esjufjöll - Grímsfjall - Jökulheimar. Frá því skammt ofan Hraunfells og niður að fyrsta Jökulheima-afleggjaranum þræðir slóðin afar nytsama vorleið framhjá vatnsfylltum lækjadrögum.
MapSource - Nobeltec (án buskalína!!)<< = = Leiðbeiningar 
>> Leiðbeiningar 
Hægri-
músaðu
á
heitið
Sæktu þessar zip-skrár - með því að hægri-músa á heitið og velja Save-kostinn úr flýtilistanum og vista þær á harða diskinum í þinni eigin tölvu - svo skaltu afpakka þær. Þú getur skoðað þær í NotePad og líka beint í Pcx5-forritinu.
FreeZip Ef þig vantar forrit til að af-zippa = af-þjappa skrána skaltu hér músa á FreeZip til að sækja það. FreeZip vinnur svona: (1) Það kemur inn til þín í skránni Freezip.exe sem þú keyrir til að opna það. Þú skalt svara því sem um er spurt og láta það tengjast Explorer ef þú færð kost á því. (2) Hægri-músaðu á zip-skrána sem þú þarft að leysa (un-zippa) og veldu það sem hæfir - þú sérð það í listanum - t.d.: un-zip here.

Þegar þú þarft að pakka (zippa) skrá skaltu (1) setja hana - og allar þær skrár sem á að pakka í einn pakka - inn í sérstaka möppu. (2) síðan hægri-músarðu á möppuheitið og velur zip. Þá pakkar FreeZip öllu sem er í möppunni og kallar skrána Free.zip. Breyttu nafninu áður en þú pakkar öðrum skrám - því annars eru allar pakkaðar skrár með sama nafni hjá þér.

Segðu til! Láttu mig vita ef þetta virkar ekki!

 Efst á þessa síðu * Forsíða