Forsíða

Námskrár-
torg


3. kafli í H&W * Átta ára athugunin

Athugun á notkun breytts námsefnis í
300 bandarískum framhaldsskólum
árin 1933-1941

Snaraður - útdráttur - bls. 67-69 og 75 - 77

1918

Bls. 67 - 69

Cardinal Principles of Secondary Education

Nefnd sem fjallaði um þróun námsefnis framhaldsskólans skilaði af sér 1918 með skýrslu undir þessu heiti. Í skýrslunni setti nefndin fram viðmiðanir þar sem stefnt var að útvíkkun námsefnis skólanna frá því að vera fyrst og fremst fag-miðað til þess að ná yfir flest sem snertir almenna lífsreynslu. Skýrslan hafði mikil áhrif í þá átt að grafa enn frekar undan fagmiðun alls námsefnis framhaldsskólans.

Nefndin tilgreindi nauðsyn breytts námsefnis

 • til að mæta félagslegum og efnahagslegum breytingum á þjóðfélaginu með sífellt aukinni sérhæfingu til starfa,
 • breyttum nemendahópi þar sem nemendum ekki aðeins fjölgaði mjög heldur féllu tveir þriðju þeirra úr námi í grunnskólanum og af þeim sem komust í framhaldsskólann náði einungis þriðjungurinn að útskrifast - eða tæp 10% árgangsins,
 • og breyttum viðhorfum í kennslufræðum þar sem ótvírætt kæmi í ljós að framhaldsskólinn yrði að taka tillit til nemendamunar í námsgetu, áhuga og viðhorfum til að tryggja samfelldan þroska. Nauðsynlegt væri að endurskoða það viðhorf skólanna að tilteknar námsgreinar væru almennt þjálfandi fyrir hugsunina og taka tilskoðunar hvaða not nemandinn hefði af náminu þegar hann hverfur af vettvangi skólans og heldur út í lífið. Sérhver nemandi verði að fá þá menntun sem eykur hans persónulega þroska og hæfni til samstarfs í lýðræðisþjóðfélagi og möguleika hans á að láta þar gott af sér leiða.

Nefndin taldi 7 megin viðfangsefni menntunar:

 • 1 - Heilbrigði
 • 2 - Öðlast undirstöðufærni
 • 3 - Tilheyra fjölskyldu
 • 4 - Starf
 • 5 - Tilheyra þjóð og samfélagi
 • 6 - Nýta frístundir, rækta áhugamál
 • 7 - Siðrænn þroski

Hinar ýmsu námsgreinar felldi nefndin undir þessi viðfangsefni. Til dæmis féll lestur, skrift og reikningur undir það að öðlast undirstöðufærni og landafræði og saga tengdust því að tilheyra þjóð og samfélagi. Fjölmargt annað námsefni gat hins vegar líka verið jafn rétthátt til að miðla þessari menntun.

1933-41
8 ár
Tilraun með heimaunnið námsefni
Hversu nauðsynlegt er að fylgja einum námsvegi til að ná árangri í háskóla?
Fagmiðun
námsefnis
Á fyrstu áratugum 20. aldar var námsefni framhaldsskólanna fagmiðað. Eftir 1918 var farið að taka mið af The Cardinal Principles of Secondary Education (sjá hér að ofan). Margt þótti þó torrætt og ekki síst þegar uppi í umræðunni voru ýtrustu kröfur um nemendamiðun efnisins á meðan skólarnir höfðu þau markmið að koma nemendum sínum til háskólanna og þar biðu þeirra fagmiðuð viðfangsefni.
Breyta? Já, endilega! Það þarf að breyta um námsefni. En ef það verður gert er mikil hætta á að nemendur framhaldsskólanna eigi erfiðara uppdráttar í college. Ef þeir ekki fylgja þeim faglegu námsleiðum sem college hafa lagt upp er hætta á að þeir nái ekki inntökuprófnum þar.
Aikin
1942
Nefndin setti sér tvö markmið:

 • Koma á tengslum milli framhaldsskóla og háskóla sem gæfu færi á - og helst hvetja til - breytinga í framhaldsskólanum.
 • Finna út - með rannsóknum og tilraunum - hvernig framhaldsskólinn í Bandaríkjunum gæti þjónað æsku landsins betur.

Í þessu skyni tók nefndin upp samstarf við 30 framhaldsskóla og skólahéruð þar sem ætlast var til að á heimavettvangi yrði þróað námsefni á þann hátt sem þar þótti heppilegast. Skólarnir voru um margt afar ólíkir og það námsefni sem þeir útbjuggu var einnig innbyrðis ólíkt. Það var hins vegar sammerkt með námsefninu að það var útbúið í samstarfi kennaranna og nemendanna á hverjum stað.

Nefndin samdi við 300 háskóla að þeir tækju við þeim nemendum sem tóku þátt í tilrauninni. Þar með var þeirri áhyggjunni létt af skólunum og kennurunum.

Tilraunin hófst í september 1933. Nemendunum var fylgt í fjögur ár í gegnum framhaldsskólann og í önnur fjögur ár í gegnum college til ársins 1941.

Ralph W. Tyler
formaður
matsnefndar

Val
á saman-
burðar-
hópi

Ralph W. Tyler var prófessor við háskólann í Ohio og í starfi sínu sem formaður eftirlitsnefndarinnar - matsnefndarinnar - hafði hann forgöngu um að útbúa matsaðferðir og matsviðmið til að fylgjast með og greina hina einstöku þætti í námsferli og námsframvindu nemendanna. Nemendurnir úr tilraunaskólunum voru bornir saman við aðra nemendur og þess vandlega gætt að samræmi væri milli þeirra sem saman voru bornir. Tekið var tillit til aldurs, kyns, kynþáttar, greindarfars samkvæmt prófunum, heimilisaðstæðum, samfélagshóps og áhugamála.

Samanburðurinn náði ekki aðeins til framgangs í náminu. Einnig var skoðaður persónulegur þroski þeirra svo sem um forvitni, úrræðahæfni, skipuleg hugsun og þátttaka í félagslífi og öðrum atburðum innan og utan skólans.

Niðurstaða:

Heimaþróun
reyndist
betri • Í fyrsta lagi: Hið nýja og breytta námsefni reyndist á engan hátt há nemendunum.
 • Í öðru lagi: Hið nýja og breytta námsefni gerði nemendur ekkert síður reiðubúna til að axla þá ábyrgð sem fylgdi því að fara í college.
 • Í þriðja lagi: Þeir nemendur sem komu úr tilraunaskólum þar sem námsefninu hafði verið mest breytt náðu markvert betri námsárangri í college en þeirra samanburðarnemendur.

Niðurstaðan þótti bera vott um að einstaklings-miðað námsefni væri að minnsta kosti jafngóður undirbúningur undir college og hið fag-miðaða. Færa mætti líkur að því að það væri auk þess betra vegarnesti fyrir lífið. Svo virtist sem nemendur væru þeim mun betur á vegi staddir sem námsefni þeirra hafði haft meiri tilraunablæ yfir sér og einstaklingsmiðun.

Féll í skugga Féll í skugga
Þessi skýrsla er tímamótaverk en þegar hún kom út voru Bandaríkin á kafi í styrjöld eins og heimsbyggðin öll. Skýrslan og boðskapur hennar náði því ekki út til almennings og boðskapurinn var nánast aðeins virkur í þröngum hópi námskrárfræðinga og framsækinna kennara og kenningasmiða.

Þótt þessi átta ára rannsókn ekki leiddi beint til róttækra námsefnisbyltinga í bandarískum skólum sýndi hún þó ótvírætt fram á að Dewey'skar námsefnishugmyndir voru framkvæmanlegar og nemendum hagkvæmar. Þetta hafði sín áhrif á eftirkomandi þróun og áherslur í þróun námefnis.

Eftirmáli GÓP Er eitthvað í þessari viðamiklu rannsókn sem staðfestir að það sé nemenda-miðunin sem hafi úrslitaáhrifin? Ekki fæ ég séð það. Miklu frekar þykir mér hún staðfesta að frjálsræði kennarans til að velja námsefni og tengjast nemandanum hafi verið það sem skipti máli.

Þessi merka rannsókn er að minnsta kosti staðfesting á því að heimasaumað námsefni og sérstök virkni kennarans í samstarfi við nemandann er heilladrjúg fyrir nemandann.

Þetta getur vel merkt það að óheillavænlegt sé að troðast inn í kennslustofuna með utanaðkomandi hugmyndir um upptöku nýrra námsþátta. Eina árangursríka aðferðin er þá sú að glæða áhuga kennarans - eða/og nemandans - á þeim.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Námskrártorg