Forsíða

Náms-
skrár-
torg
Hvaða lýðræðis-stig vill
Aðalnámskráin hafa á kennslunni?

Hér verður brugðið upp skilgreiningum á kennslu frá fáeinum einstaklingum sem komið hafa að mótun hugmynda um gerð námsskrár fyrir almannafræðslu. Mínar heimildir tíunda ekki ítarlega hvernig þeir vilja skilgreina kennslustarfið en lýsingum og skilgreiningum er raðað upp hér fyrir neðan þannig að efst eru þær sem eru einræðislegastar en neðst þær sem eru lýðræðislegastar.

Aðalnámskráin segir á bls. 12: "... einnig ættu upplýsingar í aðalnámsskrá að nýtast við skipulagningu á menntun kennara ..." sem eðlilegt er að skilja þannig að aðalnámsskráin geri sér væntingar eða jafnvel kröfur um að bæði kennarar og kennsla þeirra séu með tilteknum hætti. Ljóst er einnig að sá sem miðlar upplýsingum verður að þekkja þær. Læs verður sá að vera sem kennir lestur og lýðræðislegur sá sem kennir mönnum að lifa eftir reglum lýðræðissamfélags.

Gengið er út frá því sem vísu að kennarinn verði að vera í efstu hæðum þeirrar manngerðar sem kröfurnar gera um hinn fullnuma nemanda.

Hér er því skotið inn kennslumarkandi markmiðssetningum úr skránni - sem ekki fjalla um tileinkun fræðiþátta. Hver setning er sett inn svo neðarlega sem unnt er í listann. Það merkir að hún er sett inn sem næst lýðræðis-enda hans. Hún gæti í sjálfu sér átt við allar aðrar skilgreiningar en vistun hennar einnig ofar í listanum breytir ekki þeirri lýðræðis-kröfu sem hún ber með sér inn í skilgreiningu kennarastarfsins.


Mat

Íhugað er hvernig nákvæmlega svona skilgreind kennsla dugi til að

 • (a: fagmiðlun) koma fræðiatriðum á framfæri,
 • (b: fagmótun) láta nemandann tileinka sér þau,
 • (c: persónumótun) styðja nemandann í þróun sinni og þroska og
 • (d: lýðræðismótun) marka honum lýðræðislegt lífshlaup.
Mæli-
stikur

hafa
menn
lagt við kennslu.
Sumir
nefndir en
aðrir
flokkaðir
með
stefnum

Mælistikurnar meta kennara eftir þeim kröfum sem hér eru tilteknar:

Dæmi: Tökum stiku íhaldsstefnunnar.

 • 10 í einkunn: Hún metur þann kennara til topps sem uppfyllir lýsinguna í þessum dálki.
 • 0 í einkunn: Hún gefur 0 fyrir kennara-framferði sem er andstæða lýsingarinnar í þessum dálki. Hún mundi meta þann kennara lítils sem sækti vald sitt og ákvarðanir að umtalsverðu leyti til nemendanna, léti þá sjálfa leita sér þekkingar undir útsmoginni leiðsögn, væri afstæður í viðhaldi reglna og rökstyddi þörfina fyrir samkomulag um reglur og stjórnun.

Hver er kennarinn?

Auk faglegrar þekkingar - hvað verður kennarinn að hafa til brunns að bera til að uppfylla hinar tilteknu kröfur?

Mat á heppileika 1-10 fyrir:
Fagmiðlun = færi á að koma öllu til skila sem talið er fræðilega þarft.
Fagmótun = Áætluð fagleg framför.
Persónumótun = stuðningur við nemandann í hans þroskaverkefnum

Íhalds-
stefnan

Conserv-
atism
Í krafti embættis síns hefur kennarinn forræði og vald. Hann er sérfræðingur sem útdeilir tiltekinni þekkingu og færni. Hann setur bekknum reglur sem hann hvikar ekki frá. Hann rökstyður vald sitt. (EK)


Kennarinn er einvaldur sem sækir vald sitt að ofan og í þekkingu sína. Allir gera eins og hann segir.

Fagmiðlun 10
Fagmótun 5
Persónumótun 3
Lýðræðismótun 0

Vitsmuna-
hyggja

Intellectu-
alism
Kennarinn býr yfir meiri þekkingu en nemendur og því hefur hann forræði og vald. Hann er fyrirmynd um vitsmuni og sannleiksdóma. Hann slær yfirleitt ekki af kröfum sínum um nám og stjórn en tekur sér að útskýra og rökstyðja þann vitræna grunn sem er undir hans megin siðareglum. (EK)


Kennarinn er leiðangursstjóri um svæði sem hann einn þekkir eða getur aflað sér upplýsinga um. Hann er Tarzan á ferð í frumskóginum með sína Wazirimenn - og Jane er með.

Fagmiðlun 10
Fagmótun 6
Persónumótun 4
Lýðræðismótun 0

Tyler
1949
Kennarinn beitir kennslu, sem er aðferðin við að koma námsmarkmiðunum til skila við nemandann. ()


Ekki er ljóst hvernig kennarinn fer að - en vitað er hvert átti að fara og hægt að sjá hverjir komust á leiðarenda.

Fagmiðlun 10
Fagmótun 5-10

Taba
1963
Kennarinn skapar styðjandi umhverfi þar sem nemendur geta þróað og þroskað með sér aðleiðandi hugsunarhátt. Hann stuðlar að þessari þróun með því að spyrja spurninga sem beina athygli nemenda að veigamiklum alhæfingum eða að tilteknum efnum eða atriðum sem leiða til ályktana og alhæfinga. Fyrstu spurningar eru greinandi og leiða í ljós hvort fyiriliggjandi þekking nemandans dugir til að draga nauðsynlegar ályktanir. Hann beinir nemendum til aukinnar vitneskju ef hennar er ábótavant. Þegar nemandinn fetar sig inn á braut aðleiðandi hugsunar notar kennarinn frekari spurningar og námsviðfang til að hjálpa honum við að þróa og þjálfa hugsun sína og hugarleikni.

Kennarinn stýrir hraðanum og lagar hann að þörfum og getu nemandans. (MW)


Kennarinn er leiðangursstjóri flokks sem hefur mikil innri samskipti. markmið samskiptanna er að þoka einstökum liðsmönnum áfram. Samskipti geta haft minniháttar áhrif á það hvernig hann leggur leiðina.

Glöggskyggn á hugsanaferli. Sérfræðingur bæði í aðleiðandi og afleiðandi aðferðum hugsunar - sem hann beitir sjálfur. Næmur á persónur nemenda sinna og leiðir hvern og einn til hans eigin hugsunarþroska.

Fagmiðlun 8
Fagmótun 6
Persónumótun 6
Lýðræðismótun 3

Frjáls-
lyndis-
stefna

Liber
alism
Kennarinn er uppeldis- og kennslufræðilega fær atvinnumaður. Hann er skipuleggjandi sem leiðbeinir um nám og námsreynslu og tengd viðfangsefni. Hann er lýðræðislegur og hlutlægur og leitar ráða og samþykkis nemenda þegar hann setur bekknum reglur. (EK)


Kennarinn gjörþekkir viðfangsefni sín - bæði fagið og nemendur, og hann veit upp á hár hvert hann ætlar. Um ýmis framkvæmdaatriði viðhefur hann lýðræði.

Fagmiðlun 8
Fagmótun 6
Persónumótun 6
Lýðræðismótun 4

Sten-
house
1975

og
Jerome
Bruner

Man:
A
Course
of
Study

 1. Spurninga- og leitaraðferð. Kennarinn þroski með nemendum hæfni til að spyrja skynsamlegra spurninga.
 2. Rannsóknarviðhorf. Kennarinn kenni rannsóknaraðferðir þannig að nemendur geti svarað spurningum sínum á grundvelli upplýsinga sem þeir afla sjálfir.
 3. Ályktanir. Kennarinn hjálpi nemendunum til að þroska með sér hæfni til að nota heimildir og aðrar þekkingarlindir í því skyni að setja fram tilgátur og draga ályktanir.
 4. Skoðanaskipti. Kennarinn stjórni umræðum í bekknum þar sem nemendur læra að hlusta á aðra og láta í ljósi eigin skoðanir.
 5. Þekkingarleit. Kennarinn eflir trú nemenda á nytsemi þess að leita sér aukinnar vitneskju. Hann örvar og styður opnar umræður um spurningar sem oft eiga sér ekkert einhlítt svar.
 6. Sjálfsskoðun og endurmat. Kennarinn hvetur nemendur til að velta fyrir sér eigin reynslu.
 7. Kennarinn sem heimildarmaður. Kennarinn skapar sér nýja ímynd með því að kennsla hans og leiðbeiningar komi frekar frá honum sem heimildarmanni en yfirboðara. ()


Kennarinn er fararstjóri og leiðsögumaður hóps í þekkingarleit. Liðsinnir einstaklingum til sjálfshjálpar. Endurmetur reynslu sína í ljósi nýrra staðreynda.

Fagmiðlun 8
Fagmótun 7
Persónumótun 6
Lýðræðismótun 5

Frels-
unar-
stefna

Libera-
tion-
ism
(EK)
Kennarinn býr yfir vitsmunalegri skerpu og upplýstri félagsvitund. Hann er fyrirmynd um gagnrýna, virka og ábyrga þáttöku sem þjóðfélagsþegn. Hann er lýðræðislegur og hlutlægur í stjórnun sinni og reglurnar ákvarðar hann í samráði við nemendur sína til að efla siðferðilega ábyrgðartilfinningu þeirra. (EK)


Kennarinn er lýðræðisþegn með siðferðilega ábyrgðatilfinningu sem er nytsamur liðsmaður allra þjóðþrifamála.

Fagmiðlun 7
Fagmótun 7
Persónumótun 7
Lýðræðismótun 7

Eisner
1979
Við þurfum fræði sem tekur mið af þeirri list sem viðunandi kennsla er - og hjálpar kennurum að ná tökum á þeirri list. (MW)


Kennarinn er listamaður þess mögulega. Við vitum ekki hvert fara skal né hverjir komast þangað en við viljum vanda til ferðarinnar.

Persónumótun 8
Lýðræðismótun 7

Schwab

1971-
1983
Kennarinn leggur drögin að rökleiðslum og rökræðum nemendanna og er þeim bæði leiðarvísir og fróðleiksbrunnur. Reyndur kennari hefur af mikilli og fjölbreytilegri reynslu að taka til að bregðast við hverju einu sem upp kanna að koma og finna leiðir til að gefa nemendum skapandi og krefjandi kosti.

Kennarinn sér um að námsumhverfi nemandans sé með þeim hætti að það stuðli að námi og efli fjölbreyttan áhuga hjá nemendum. (MW)


Kennarinn er sérfróður um samskipti manna og þjálfaður í að efla og viðhalda frjóum aðstæðum til að efla áhuga og nám.

Fagmiðlun 7
Fagmótun 7
Persónumótun 7
Lýðræðismótun 9

Pinar
1975-
1980
Kennarinn gerir sér grein fyrir eigin gildismati, forgangsröðun og atferli og leiðir í samræðum sínum við nemandann fram eigindir skýrleika, sjálfs-heiðarleika og sköpunar hjá báðum.

Kennarinn er sérfróður í þeirri fjögurra-þrepa hugleikni (currere) að

 1. rifja upp liðna atburði og tengja þá til nýs skilnings í nútímanum,
 2. leita framtíðarsýnar á þeim vettvangi,
 3. skoða hugmyndir, áhugamál, fólk og fyrirbæri nútímans og
 4. tengja þessa sjálfsþekkingu og heimsskoðun í samræmda heild sem gefur hug, tilfinningum, hegðun og líkama nýja stöðu og nýjan farveg til aukins þroska. (MW)


Kennarinn er heilsteyptur einstaklingur með sívirka og bætandi sjálfsskoðun.

Fagmiðlun 6
Fagmótun 8
Persónumótun 9
Lýðræðismótun 9

Kennari
Aðal-
námskrár-
innar

hvernig
skal
meta
hann?

Úr aðalnámsskrá - sjá síðunúmer:

(12) Búinn til starfs og frekara náms. Hann (15) veit að menntun er æviverk í þjóðfélagi þar sem aðstæður og kröfur breytast og er handgenginn fjölbreyttri náms- og kennslutækni og (16) er fær um að nota og þróa upplýsingatækni til öflunar og miðlunar þekkingar. Jafnframt (16) hefur hann þekkingu á og næmt auga fyrir áhuga nemenda og þörfum þeirra og kemur þar til móts við þá svo þeir ekki gefist upp á því námi sem hugur þeirra stendur til.

(12) Er ábyrgur, víðsýnn, umburðarlyndur, með frumkvæði og sjálfstraust.

(12) Sjálfstæð og öguð vinnubrögð og gagnrýn hugsun í (16) stöðugri meðvitaðri samkeppni.

(13) Nýtur menningarlegra verðmæta.

(12) Alhliða þroskaður og fær um að taka virkan þátt í lýðræðis-þjóðfélagi og láta skoðanir sínar í ljósi í einkasamtölum og á mannamótum.

(14) Sjálfstæður einstaklingur sem þekkir stöðu sína í samfélaginu.

Fagmiðlun?
Fagmótun?
Persónumótun?
Lýðræðismótun?

Stjórn-
leysis-
stefna

Anarchism (EK)
Kennarinn er óþarfur liður í menntun nema nemandi óski aðstoðar hans.(EK)


Kennarinn fer eftir óskum nemandans.

Fagmiðlun ?
Fagmótun ?
Persónumótun ?
Lýðræðismótun ?

Heimildir:
 • Andri Ísaksson, 1983, Námskrárgerð og námskrárfræði, í Sigurjón Björnsson (ritstj): Athöfn og orð (bls. 25-44). Rvík: Mál og menning.
 • Erla Kristjánsdóttir, 1987 (?), í Þuríður Kristjánsdóttir (ritstj.): Gefið og þegið: Afmælisrit til heiðurs Brodda Jóhannessyni sjötugum. Rvík: Iðunn.
 • Marsh, Colin J., Willis, George: Curriculum: Alternative Approaches, Ongoing Issues. 2nd ed. Prentice Hall 1995. ISBN 0-13-757071 -6

Efst á þessa síðu