Forsíða
Tengibrautin
MK-miðstöðin

Uppfært
15.10.99


Fjarnámstorg * Námskrártorg

Tígull

Hópvinnuaðferð sem Jón Baldvin Hannesson kynnir svona:


*
*   *
*   *   *
*   *
*
9 miðum raðað í tígul

 1. Hver einstaklingur fær 12 lítil spjöld - eða miða. Á hverju spjaldi er tiltekið atriði, hugtak, hugmynd eða fullyrðing sem allt tengist sama sviði. Fjöldinn er ekki heilagur en þeir verða að vera fleiri en 9. Verkefni er að raða spjöldunum eftir mikilvægi upp í tígul - eins og myndin sýnir - þannig að eitt verði efst, tvö næst, þrjú svo, þá tvö og eitt neðst. Þetta eru níu spjöld. Hin ganga því af og komast ekki í hóp þeirra 9 mikilvægustu.
 2. Þegar einstaklingarnir hafa lokið við að raða spjöldunum er útdeilt nýjum spjöldum með sömu áletrunum - en gjarnan með öðrum lit. Nú eiga þeir, tveir og tveir að ræða málin og koma sér saman um uppröðun spjaldanna og færa rök fyrir áliti sínu um hvert atriði sem ágreiningur verður um.
 3. Þegar tveir og tveir hafa komið sér saman um uppröðunina er verkefnið fært í þriggja manna hópa, síðan í stærri og stærri hópa.
 4. Hvenær sem er má hætta - og gefa fyrirliggjandi niðurstöðum talnagildi. Þannig má líta svo á að efsta spjaldið fái 5, spjöldin í næstu röð fái 4, þá 3 svo 2 og það neðsta 1. Þegar farið hefir verið í gegnum allar fyrirliggjandi raðanir og hverju spjaldi gefin einkunn eins og það liggur í þeirri röðun þá eru öll stig hvers spjalds lögð saman og ákvarða hvort það spjald kemst í loka-tígulinn og þá í hvaða sæti.

Markmið aðferðarinnar er að kveikja umræðu um mikilvæg málefni. Nauðsynlegt er að ýta þátttakendum í raunverulega umræðu svo að þeir taki af öllu hjarta þátt í verkefninu.

Dæmi Hér koma dæmi um setningar sem setja má á spjöld og varpa inn í svona umræðu.
Fyrir kennara

Það sem hér
er upp
skrifað kemur
frá fyrirlestri
JBH
15.10.1999
um
AGN =
Aukin Gæði
Náms
sem er aðferð
sem Jón og
samstarfsfólk
hans leiðbeinir
um notkun á
-
til að vinna
með innra
starf í skólum.

 1. Lögun náms að nemendum)
 2. Áhersla á markmið og kennslu
 3. Betra sjálfsmat og framkvæmdaáætlanir
 4. Betri hefðbundinn námsárangur
 5. Betri námsskrá og kennsluáætlanir
 6. Bætt bekkjarstjórnun
 7. Bætt samskipti og samstarf
 8. Endurmenntun kennara
 9. Félagsandi og samhugur
 10. Fjölbreytni í kennsluaðferðum og námsháttum
 11. Færni kennaranna
 12. Færni nemenda í grunnþáttum náms
 13. Meiri stuðningur samfélagsins við skólann
 14. Mikil tíðni leiðsagnarmats til að hnitmiða nám betur
 15. Miklar væntingar til nemenda
 16. Nemendur fái verkefni við hæfi
 17. Skilvirkari forysta og skólastjórnun
 18. Skýr námsmarkmið
 19. Skýr og markviss skólastefna
 20. Sterkari sjálfsmynd nemenda og kennara
 21. Stuðningur frá stoðþjónustu
 22. Virkari þátttaka foreldra
Ljóst er Ljóst er að þetta er öflugt tæki til að fá hóp í umræðu um atriði sem skipta hann máli. Aðeins þarf að velja röðunaratriðin úr viðfangsefninu þannig að þau skipti þátttakendurna máli.

Efst á þessa síðu * Forsíða * Tengibrautin * MK-miðstöðin * Fjarnámstorg * Námskrártorg